Heimskringla - 08.08.1901, Side 1

Heimskringla - 08.08.1901, Side 1
H«Hnskringla er gef- in ut hvern fimtudag af: Heimskringla News and Publishing Co., að 547 Main St., VVinnipeg, Man. Kost- aT sm árið #1.50. Borgað fjTÍrfram. Nýír kaupendur fá í kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 1900. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents. XV. ÁR WINNIPEGr, MANITOBA 8. ÁGtJST 1901. Nr. 44. Frjettir. Markverðustu viðbui-ðir hvaðanæfa. Leo páfi er að gera ýmsar breyting- ar á húshaldinu í höll sinni i Róma- borg og er talið að með því spari hann kyrkjunni um hálfa milíón dollars á ári framvegis. En nokkuð þykir hann naumur í útlátum við fólk sitt. Dominionstjórnin er í samvinnu með fylkisstjórninni og C. P. R, og C. N. júrnbrautarfólögunum að fá vinnu- meun i Austur-Canada til þess að vinua að uppskerunni í Manítoba, sem byrjar um miðjan þenna mánuð. Hug- *yndin er að útvega 20,000 manns, en vinnan er mikil og kaup hátt í Ontario, svo að það er talið víst að ekki fáist að austan nema nokkur partur af því fólki sem um er beðið, En alt verður gert sem hægt er. Bólusýkin hefir á ný gert vart víð sig í Toronto. Ekki búist við að hún útbreiðist þaðan. Mikið læknaþing var nýlega hald- ið i London á Englandi til þess að ræða um lækningu álungnasjúkdómum krabbameinum og öðrum slikum sjúk- dómum. Dr. Koch frá Þýzkalandi kvað hafa komist að þvi að frumagnir þær sem orsaka lungnaveiki i gripum, séu ekki samkyns þeim er orsaka sömu veiki í mönnum. Enn fremur kvað hann veikina útbreiðast meðalfólks að- allega úr hiákum lungnaveikra sjúkl- inga þegar þeir hrækja frá sér inni í húsum, þar sem lítið væri um sólskin og hreint !oft. Mrs Carry Nation, sú sem dæmd var í fangelsi fyrir nokkrum vikum fyrir að brjóta vínsöluhús í IiansaS, hefir verið náðuð og slept úr varðhaldi. Verzlunarfélag í Boston er að gera tilravsn til þess að koma á vöruskiftum (Reciprocity) við Canada. TJmsjónarmaður fangahússins i Vanr:ouver, B. C., hefir verið vikið frá embætti um stundarsakir fyrir að hafa tekið til nota fyrir sig ,og aðra embætt- menn stofnunarinnar ýmsar vörur er hann lét kaupa og færði stjórninni til útgjalda fi bókum félagsins. Vitni hafa sannaðstuld þenna og lagt fram lista yfir vörur þær sem embættismennirnir hnupluðu. Bændur fi P ortage sléttunum í Ma- nitoba gera rfið fyrir að hveiti verði þar í haust 40 bush. af ekrunni að jafn- aði. Fyrsta hveiti var slegið hjá Plum Coulee hér í fylkinu 2. þ. m. Þess var getið i brezka þinginu í fyrri viku, að 33,000 manna af liði Búa í Suður-Afríku bafi gengið á hendur Bretum eð« verið teknir herfangar síð- striðið höfst. Þessi tala er algerlega auk falh'nna Búa. Olíufat prakk í Grocerybúð í Phila- dslpiaþann 5. þ. m. og drap 3o manns, og 50 aðrir særðust. 5 stórbyggingar brunnu við það dl kaldra kola. Frakkland og Tyrkland eru i ósátt út af því að Tyrkasoldán neitar frö*sku félagi þar i landi um réttindi, sem áður var búið að veita þeim með samningum félag þetta stýrir fluttningum og þykk soldáni allur útbúnaður félagsins vera mjög hættulegur fyrir laadið með því að ferðafólk á nú miklu hægra með en áður að komast í skip og úr þeim við strendur Tyrklands. Það er talið vist að þjóðir þessar fari í ófrið út af þessu ef soldánin lætur ekki undan og heldur við samning sinn við fólagið. Robert Barbier, ráðsmaður Russo- Ohina bánkans i Pekin og umboðsmað- ur Rússa st jórnar þar í landi og aðal umsjónarmaður Manchurian járnbraut- arinnar, hefir stucgið upp á því við James J. Hill járnbrauta kongin mikla í Bandáríkjunum að þeirleggi saman til þess að koma á fót greiðum samgöng- um millí Ameríku og Kína og Rúss- lands með því að tengja Alaskaskagan við Vladivestock í Síberiu með járn- brautum og hraðskreiðum gfuuskip- um. Nýlega var feldur markverður dóm- »r í verkamannamáli einu á Englandi: Heildsölu kjötsali á írlandl hafti i þjón- ustu sinni nokkra verkamenn sem ekki sem ekki tilheyrðu verkamanna félög- um. Verkamanna félagið vildi láta kanpmannin reka þessa menn frá at vinnu til þess að þeir á þann hátt neyddust til að ganga í félagið. En kaupmaður neitaði. Fóru þá verka- menn til smfisölu kaupmana og fengu þá til að hætta verzlun við heildsölu- kjötkaupmanninn. Við þetta misti hann mikla verzlun og beið talsvert tjón af því. Hann höfðaði þá skaða- bóta mál mót verkamannafélaginu og fékk dóm á það. Þessum dóm var áfriað til hæstaréttar Breta og’var fyrri nóm urinn þar samþyktur. Dómararnir voru sammála um þaðað þetta ódrengs bragð verkamann hefði ekki verið gert í því skyni að bæta hag utanfélags manna sem unnu fyrir kjötsalan.heldur eingöngn til þess aðvinna honumverzl- unar og efnalegt tjón. Móðir Vllhjálms þýskalands keis- ar andaðist í Bronberg að hveldi þess 5. þ. m. aj vatnssýki (Dropsy). Málmre'nflu stofa Dominion stjórn- arinnar i Vancover á hér hftirjað kaupa gullið frfi hámamönnum í stað þess að- eins að reina gæði þess, Þetta er gott og blessað ef embættismenn skipta sanngjarnlega við námamenn. En vér höfum þegar sannanir fyrir því að Van- cover stofnunum metua gull sumra mannanna lægra en Seattle stofnunin. Hvert það er af heimsku eða hrekkvisi látum vér ósagt, en hitt er satt að menn hafa orðið revddir til að taka gull sitt út úr Vancover stosnuninni ogflyt- ja það til Seattle til að fyrrest tap á söl- unni. Breta stjórn hefir orðið að krjýka á kné fyr ir London blaðinu Daily. Mail Blaðið hafði móðj að stjórnina með aug- lýsingum sínum um Suður Afrikustrið- ið og þess vegna tók stjórnin það ráð að fréttafélögunum að veita blaðinu nokkrar fréttir frá Suður Afriku. Blað- ið stefnir tafarlaust félagum fyrir sam- nings rof og vann n.álið, þá tók stjórn- in það ráð að halda fréttunum leindum en blaðið snéri fér þá að henni svo að hún varð að Uta fréltirnar úti og með því yann bladíö algerlega sigur. Stjórn- in hefir hajt hina mestu vanvirðu af máli þessu. Breska þingið er að ræða um að leggja sektir á meðlimi lávarðaadeildar- innar fyrir það að sækjaekkiþingfundi. Það voru að eins 2 menn í sfri mál- stofnuð við eina þingsotuna í siðustu viku. Þetta þótti hneyxli mikið og hef- ir vakið fólk á Englandi til athugunar á lávarðardeiMinni. Frumvarp fyrir þininu fer fram á, að leggja þunga sekt á alla meðlimi deilkarinnar innan 70 ára sem ekki sækja fundin. Lord Strathcona hefir í enskum blöðum tilkynt Bretum að Manitoba- fylki þarfnist 20,000 mannna til þess að hjálpa bændum til að ná uppskeru sinni af ökrum sínum i haust Sagt er að fjöldi manna frá Endlandi muni koma yfir hingað til þess aðvinnaviðuppskeruna. Bresku blöðin telja þessa áskorun lá- varðarins um vinnumenn þá beztu aug- lýsingu sem mögulegt væri aðgefaþessu fylki. Það er áður óþekkt í sögunni að no kkurt fylki hafi orðið að senda til átlandatil þees að fá vianumenn við uppskeruna. Það er talið víst að brúinn mikla yfir Rany River hjá Beaudette verði fullger innan mánrðar, og Canadian Northern brautin verði fullgetr til Port Arthur i lok rtæ<.ta manaðar. Bandarikii) ht, fa stuogið upp á því við Canada sijórn>ua að samfecíc séu höfð með stjói tiuiu Canada og Banda- iríkjanna til þess að skoða til þess að skoða faiawgur innflytjenda, og tolla allar tollskildar vörur er þeir kunna að hafa meðferðk. Mr. Siaffer, forseti stálgerðar- mannafélaganna í Bandaríkjunum, hef- ir skipað öllum sfcálgerðgrmönnum í Bandaríkjunum að leggja niður vinnr sína á laugardaginn kemur. Sagt er að 2 millíónir manna muni taka þátt * verkfallinu. Verkair.oxa vona að samningar verði gerðir við þfi um vinnu áður en þeesari viku er lokið, en stfilgerðaafélögin segja að sér detti ekki slfkt i hug. Nokkur verkstæði sem að þesstítn fcítna hafa unnið, lokuðudyr um sfnum á mánudeginn varog vinna nú ekki lengur. Strandferðaskipið Hólar, strandaði nýiega á skeri í Breiðdalsvík. Skipið var að fara út úr víkinni er slysið skeði Það komst með illan leik inn á Djúpa- vog. Við rannsókn fanst að gat háfði komið á botninn á skipinu cg er talið víst að hægt sé að gera við það svo að það verði brátt sjófært aftur. Látinn er gáfu- og mentamaðurinn Einar bóndi Sigurðssou i Stafholts- tungu i Mýrasýslu. Hann var skáld- mæltur vel og betur að sðr en fjöldi skólagenginna manna, en bláffitækur alla æfi. „Dagslcrá II.“ heitir nýtt íbI. vikublað sem hra. Sigurður Júlí- us Jóhannesson er byrjaður að gefa út. Blaðið er í afarsmáu broti, lítið meir en lófastóru, lesm&lið á 4 blað- síðum þess er 44 þuml, á breidd og 6 þuml. á lengd, eðo als rúmir 100 ferhyrningsþumlungar. I þ e s s u r ú m i ætlar höfundurinn að ræða öll mál miili himins og jarðar, eins og stefnuskrá blaðsins í fyrsta blað- inu ber með sér, hún er á þessa leið: „Dagskrfi fylgir þeirri stefnu er hér segir: Hún verður algjörlega óháð öllum flokkum; berst á móti öllu ranglæti, hvaðan sem það kemur, en fylgir því sem rétt er, hver sem það flytur. Hún segir pólitískar fréttir með stuttum, ó- hlutdrægum athugasemdum; og ræðir einkum alskonar félagsmál; talar um búnað og heldur taum bæada; verður eindregið jafnaðarblað og fikveðið vin- sölubanns og bindiudis blað; ræðir trú- mál og kyrkjulif; flytur ritgerðir urn mentun og siðmenning; segir fréttir al- staðar að úr heiminum, en einkum frá Islandi ; tekur málstað Islands og Is- lendinga þegar á þá er hailað; fræðir og gleður og fjörgar; hoppar og dansar og leikur sér þegar það fi við, en segir alvarlega til syndanna þegar því er að skifta hver sem i hlut á; fylgir frum al- gjörðu jafnrétti kvenua við karia i öll- um efnum; fordæmir stríð og lífláts- dóma sem óguðlegt athæfi; berst fyrir dýraverndun o. fl. o. fl. Dagskrfi flytur skrítlur og gamanyrði. kvæði og skáld- sögur, samtöl og eintöl; hefur ýmislegt hauda kvennfólkl, að lesa og eins handa börnum; flytur ef til vill öðru hvoru myndir; skiftir sér af öllu á milli hirn ins og jarðar. Dagskrá vili vinna á móti hræsni og yfirdrepskap i öllum myndum; hugsar ekki um vinsældir sprofctfciar af smjaðri; framfylgir rétt- læti og sannleik óhikað, hver sem í hlut fi; viðurkennir ekki þá reglu. að aldur og auður, staða og ættgöfgi sé einkaleyfi til þess að mega ræða, rita eðahugsa; skríður og aldrei fyrir fótum stórmcnna og selur aldrei sannfæring sína fyrir nokkurt verð.“ Blaðið á koma út á hverjum laugardegi og kostar 50 cents um árið. Ingvar Búason. (Æfiminning). Engin skepna á jarðríki er lík- lega tryggari en heimskan, þar sem hún tekur því. Þetta er öllum vit- andi eða óafvitandi kunnugt, en flónin fást vanalega ekki til að við- urkenna slíkt. Margir af gæðingum hennar gera því sitt ítaasta til að dylja samband sitt eða mök við þetta öfluga trygðatröll, t. d. með opinber- umbókalestri eða skólanámi. Margir verða þeir og lllærð'ir“, því það geta nálega allir orðið, en sjaldgæft er að slíkir piltor verði m e n t a ð i r, því það er að eins á sumra færi. En þessir menn geta oft lært þungskilda kafla úr lærðra manna ritum, kunn- að rauprennandi afarlanga ubóka- lista“, runur af prófessóranöfnum, og talið sem sín ver.k ræður og fyr- irlestra, sem fólkið heflr gleymt að það hryrði einhvern tíma áður til híns rétta höfundar. Þetta vita sumir, en slíkt sakar ekki mikið ef rétt er uétið upp“, en til þoss þarf auðvitað' snefil af þekkingu. Hafi t. d. rétti höfun«(fcrinn getið um einhvern þjóðkunnan mann, hvort heldur skáldmæring eðr annan, sem verandi einn hinna merkari manna á samtlðinni, þá er ilt að haía upp sömu staðhæfinguna óbreytta fleiri árum selnca ef einhverjum öðrum tóti í hug að öytja sama f y r i r - lestnrinn þá sem ræðu eftir sjálfan sig, en söguhetjan skyldi hafa dáið skömmu eftir að (Ierindið“ var flutt í fyrstu. Nei, raenn læra ekki ((gáfur“ á skólunum, því miður, og þótt allar heimsins bækur kæmust í eitt bókasafn yrðu aldrei margir ((gáfaðir“ við það, hafl þeir verið nokkuð til muna heimskir áður. Vinur flestra góðra manna, hra. Ingvar Búason, er lærður maður, já, útskrifaður sem reglulegur Artium Baccalaureus (B. A.) hér í Win- nipeg. Það er sannarl. ((stórmenta- slagur“ af hans h&lfu, og veit eng- inn ástæðu til slíks láns því mann- inum er að sögn ekki sýnt urn nám. Að maðurinn hafi ekki lært “gáfur“ f þessari lærdómsreynslu sinni má vel giska á ettir samhandinu milli bókalislans, sem han smelti í 43. No. Heimskr. (1 ágúst) og vinsamlegri slettu er hann um leið kastaði í minn garð. tíárfáir heilvitamenn munugeta þess til að herra I. B. hafl sjálfur haft nokkra hugmynd um að allar bæk- urnar á listanum væru til í enskri þýðingu’ heldur að listinn sé annars hyggnari manns verk, og af þjóð- erniskærlelk geflnn stúdentafélaginu, enda gefur I. B. f skyn að hann viti nú reyndar ekki hvert nokkur af bókunum sé fáanleg þótt hann ætli að koma þeim öllum á bókasafn Winnipegbæjar! Honum fer því líkt höndulega hér, eins og manni nokkrum, sem ætlaði að rita latínu hér um árið, af því hann þurfti að sýna að hann væri ((lærður“; en af því hann kunni ekki það mál vel svona í svipinn, þá gleymdi hanm að gera mun á þersónum í m&lfræðis- búningnum: hélt nefnilega að ((ég“, ((þú“og ((hann“ væri alt ein og sama persónan! þetta dæmi er svo skylt sumum mönnum að herra I. B, veit við hvern átt er, og sama er að segja um dæmin sem lauslega. var di epið á hér að ofan. Herra I. B. getuv ekki s k i 1 i ð það, að færi hann t. d. sjálfur í ó- kunnugt land og legði niður nafn sitt, af hvaða hvöt sem það svo væri uú, og kallaði sig svo efnhverju nafni sem hann eftir venjulegri tízku ætti ekicert með, en væri þarlent, gengi svo á skóla og næði fyrir ((hendingu“ eða ((hleypidóm“ B. A. einkunninni, þá gættu þeir, er prófdæmdu hann, ekki talið þenna ((stórmentaslag“ hans til inntekta þjóð, sem þeir vissu ekki að að haun heyrði til. Það er ekki von að hra. I. B. skilji þetta samband, því til þess þarf vit, en ekki skólanám. Hefði hann skilið þetta vel, þá muudi hann líklega eigi hafa eins fúslega látið úr sér í fréttablað þetta skýtti sem hann ((aborteraði“ síðast. En herra I. B. er eins og fleiri góðir drengir að honum finst rétt eins gott að ljúka af að láta orðin fjúka, en eugsa svo rétt víð tækifæni (eða þá aldrei) efnið f þau. Það leynir sér ekki að hra. I. B. flnnur til þess, hvað ambögulegt það var af mér að úthúða ekki herra G. Eyjólfss. fyrir það, að hann skyldi dirfast að setja rétta nafnið sitt yfir sönglagið (sbr. Hkr. No. 41, 18 Júlí) og hann segir bl&tt áfram að égmegi skammast mín fyrir skírnarnafnið mitt ,.Stúdentinn“ virðist að kenna íslenzku skírninni um það litla sem að mér er! Hann ætti að láta stúdentafél. ínnleiða ofurlítið skárri skírn ((þjóð vorri til heilla“ og það sem fyrst, og ((vér vonum 'ftð þér herra ritstjóri, og aðrir góðir menn, hjálpið oss með áhrifum yðar að koma þessu m&lefni f fram- kvæmd“! Það mættti ef til vill benda á það sem dálitla sönnun þess, að gáf- ur I. B. séu ekki sem alfca aðgengi- legastar að ha’nn hefir um hríð pré- dikað sem orðsinspénari í kapellunni & Kate St. hér í bænum, £ví það má Dr. Bryce eiga, sauðuriA, að hann hefir ekki oft valið til þess starfa menn, sem stöðunni voru sem bezt vaxnir, heldnr oftari dubbað upp til þess piita sem voru fremur andlega magrir eg seigir á að melta fæðuteg- undir sannrar þekkingar. Þá vita og þeir sem þekkja ((æskutíð“ hra. I. B. að honum lét stórum betur, og iað var eins og eðli hans samkvæm- ara að ((vera í fjósi“ og jafnvel moka flór, á meðan hann hafði þreyju til þess, heldur en að þroska anda sinn með bóknámi. Hefði því óefað gert betri lukku hefði honum auðn- ast að dvelja lengur f sínu rétta ((Elementi“, í stað þe3s að fara að kássast upp á guðfræði, ((lyfjagraut- un“, ritverk eða ræðuhöld. Menn ættu almennara en ger- ist að varast að dæma Stúdentafé- lagið og önnur þörf og góð félög í heild þeirra eftir bjálfahætti eins einasta meðlims. eins og of oft er gert. r Eg vona að herra Ingvar sýni enn í sambandi vfð þetta mál hvað ritháttur hans er kurteys og hve mentablærinn á málfærinu er skýr. Hann ætti og að eiga seinasta orðið í þessa átt. Með þukk til ritstjórans fyrir rúmið í blaðinu er nafn mitt enu J. Einarsson. Nauðvöin. IMeð þessu nafni er grein afar- löng í Lögbergi nr. 29 sem út kom 25. þ. m. eftirhra. Jón-Olafsson á Brú í Argyle. Og þar sem nú þessi grein er frá upphafi til euda ekkert annað en ómerkilegur ótuktarskapur sem tekur heila blaðsiðu upp ur blaði voru, einraitt þar sem vér bú umst við skemtilegu og gagnlegu lesmáli, þá ætla ég að staldra ofurlitla stund við hjá gamla Jóni, og segja fáein orð. Ég ætla ekki að skifta mér vit- und af séra Hafsteins málinu, að eins segja það, að það er orðið alt of langt og sorglega leiðinlegt. Einn- ig verð ég síðastur allra manna sem kasta ónotum til Almanaks Mr. Ól. Thorgeirssonar. Honum sárnar víst sjáltum meir an nokkrum öðrum ef misfellur kunna að ver á landnáms- sögubroti voru sem þar stendur, og alt sem ég hef séð eftir hann skrifað, er gert með lipurð og sanngirni, og lýsir mentun og góðum smekk. Það er skylda allra sem geta, að styrkja þetta sögubrot með góðgirni og sönnum og vinsamlegum leiðbeiningum. Á því má þá byggja siðar meir, en á illgirnis hnöllungum byggir enginn, þeim kasta vandaðir smiðir burt. Ég ætla að taka part úr þessari ((nauðvörn“ og sýna hve ger- samlega engan hrærandi hlut það kemur málinu við, sem lá til grund- vallar, nema til að sverta Guðm. Símonarson, eftir þvf sem höf. gat gert það , Hún hljóðar þannig: „Mundí nokkur Argylebúa getasanta að nokkur velvildarhugur til almenn- ings gagns hati vakað fyrir G. S. með þreskivélarkaupum sluum, sem fivalt hefir fylgt samtökum utanbygðar- þreskimanna til þess að geta haft sem me-tan ávinning af verki sínu,—eins og við má búast.' Én það er öllu yerra til frfi sagnar, að á siðasta hausti þegar uppskeran brást svo mjög, að lítil eftir- sðkn var um þieskiugu, notaði G. S. fcækifæri til að okra með þreskingu sina, og setja nokkru verri skilmála heldur eaj aðrir þreskjarar í bygðinni“. ((Eins og við má búast,“ stend- ur í miðri þessari málsgrein. ((Eins og við má búast“ segi ég, að enginn af öllum þeim ísl. vélaeigendum í Argyle, kastar út eða hleypir sér 1 skuld fyrir 2—3 þús. doll. af ein- skærum velvildarhug fyrir almenn- ings gagn. Það mundi frekar sjást gráts- en gleðisvipur á andlitum þeirra ef ávinningurinn yrði ekk1 mestur þeirra megin. Að G. S. að- hallast meira að samtökum (inn- lendra) utanbygðar þreskjara gerir hann einmitt betri í mínum augum, því svo skammarlega lítið kaup sem borgað hefir verið þar vestra í þresk- ing, þá hefir það þó ætíð verið skást hjá G. S. og innlendum, og hafa þó þessir menn fengið alla þá þresking sem þeir hafa komist yfir eða kært sig um. • Svo þetta er mátsögn hjá Jóni sem gærir engan meiri heiður þó lengra sé grafið. Síðari helmingurinn , það er öllu verra“ o. s. frv., sannar það að enginn af vinum J. Ó. heflr viljað þreskja fyrir sama og undangengin venja var, vegna sjáanlegs skaða. En þá álítur karlsauðurin G. S. skyldugan til þess. Og eftir áliti ókunnugra nm þetta mál, mætti bú- ast við að þeir héldu að Argyle ísl. hefðu aldrei í fyrra fengið þetta hveitirusl sitt þreskt hefði ekki þessi blessaður G. S. verið til. Jæja, Jón minn, hvað varðar mig um eða nokkurn annan mann hvort G. S. skuldar $1 eða $1000. Eða hvað verður þú eða nokkur annar ríkari þó G. S. verði gjald- þrota? Alt sem í þessu er, er að lama afl og áræði hjá ungum og |((flínkum“ kjarkmanni, sem byrjaðí með engin efni, en hefir í 10 ár eða meir hamast i gegn með ærnum kostnaði og óhöppum, að vinna sér og öðrum gagn. Það er æði mikið sem m& ætfð Jesa&milli línanna sem skrifað er t. d. rétt nýlega fékk þessi s ami G. S. heilmikla romsu í Lðgbergi ((sorg- legt sjónleysi". Sú gr. er að réttu- lagi nauðvörn, að þvi leyti að höf- undurinn tekur ákaflega næiri sér að angrast við G. S., það má lesa það á milli línanna, enda meiðir hann hvergi persónu hans. Honum mun ætfð hafa verið þaðnauðvörnaðbæla þá menn niður af flokki vorum, sem táp og hreysti hafa sýnt og fram- sóknarandi hefir verið í! Þessi J. Ó. gr. & ekkeit skylt við það hún er hrak og ósómi, sem stelur rúmi úr heiðvirðu blaði frá öðru betra. Væri ég ritst. blaðs og fengi slíkar greinar, setti ég þessu líka tilkynning í næsta nr.: ((þetta mjög svo þýðingarmiklaatriði, Hvort srajörið var fiemur súrt en salt sem étið var við fyrsta kökubitanum hjá ísl. í Argyle, getur ekki komið. Höf. verður að senda mér annan dýrgrip eða varnesa yfir alt aftur. Þetta skran má ekki sjást á heims-sýning- unni. (Draga inn hornin og láta stfgvélaskó á lapphnar svo uxaklauf- irnar sjáist ekki, þú skilur goi minn“). Þér til leiðbeiningar Mr. J, Ó. þá hef ég 6 vikna tíma unnið að þi esk ing í Argyle hjá Skapta Aiasyni og þeira göfugu félögum, og mér er ó- mögulegt að segjaannað en að þeir sýndust vílja hafa fult (yrir snúð sinn og snældu, og deitur mér ekki í hug að álasa þeim fyrir það. Jaínvel daginn áður en ég fór, varð ég var við kveisusting í Skapta, sem stafaði af einhverjum smásálarskap, en ég gaf honum straxinn pillur svo hans varð ekki vart, því ég sá að jafn ríkum og göfugum höfðingja sómdi ekki að fá kraung út úr bakinu af þeim ótætis kvilla. G. S. man ég ekki til að ég hafl séð. En Snæbjörn sál. Ólafsson fóstbróðir minn, sem var sá sann- gjarnasti maður í dómum um aðra menn, sem ég hef þekt, vann bj& G. S. og lét vel af honnm, og marga fi_ hef ég heyrt bera honum góða sðgu, sem ungum duglegum kjarks- og framsóknarmaiiBii. Við eigum þá ekki of marga þó ekki sé verið að troða þá niðnr. Og þess vegna er það, en hreim ekki af öðru, að ég vil ekki sjá krungin út úr hryggn- um á gamla Jóni. Og um leið er þetta alvarleg hugvekja til yðar fsl. blaðanna í Wlnnipeg, að taka ekki slíkar dómadags romsur í blöðin sem á að heita leiðrétting. og þyrfti lítið meira rúm en þumlungslengd. West Duluth 27. Júlí 1901» Lárus Guðmundsson.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.