Heimskringla


Heimskringla - 15.08.1901, Qupperneq 2

Heimskringla - 15.08.1901, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 15. ÁGÚST 1901. PtTBLiISHBD BY The Heimskriogla News 4 Publishing Co. Verð blaðsins í Canada og Bandar. $1.50 im árið (fyrirfram borgað). Sent til Islands (fyrirfram borgað af kaupenle nm blaðsins hér) $1.00. Peningar sendist i P. 0. Money Order, Registered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aöra banka en í Winnipeg að eins teknar meðafföllum. K. L. Baidwinson, Editor & Manager. Office : 547 Main Street. P.o. BOX 1883. Betrun ofdrykkenda. Ekkert land á jarðríki heflr framkvæmdarsamari stjórn, og sem betur vakir yfir velgengni borgar- anna, heldur en Nýja Sjáland. Öll löggjöf landsins er sniðin eftir nýj- ustu skoðunum í stjórn og hagfræði, og eins og gefur, að skilja er hún gagn <51(k því sem verið heflr og enn þ& er í hinum eldri löndum. Að öll löggjöf þar í landi sé til umbóta er að vísu ekki enn þá fullsannað, því að landið er ungt og reynzla er ekki enn þá fengin nægilega mikil til þess að ákveða með vissu, ágæti {illra laga þar, því þar eins og annarstað- ar í heiminum eru allar lagasmiðar nokkurskonar tilraunir til umbóta og þar eins og annarstaðar eiu lands- lögin háð árlegum breytingum eftir því sem réynzlan sýnir þær að vera nauðsynlegar. Enn allur heimur er fyrir nokkru farinn að játa að sterk og djúp hugsun, fjör, framkvæmda- afi og mannúð, standi á bak við alla löggjöf landsins. Hún er öll sniðin með þeim aðal tilgangi að samvinna borgaranna geti verið sem hagfeldust og beildinni til beztra þrifa. Það má segja að þar sé Soci- alista eða jafnaðar fyrirkomulagið komið á haist stig. Þar sem afl og og framkvæmdir í landsmálum er með löggjöflnni dregið sem mest úr höndum einstakra manna og félaga og sem mest í umsjá stjórnarinnar eða þjóðarinnar í heild sinni. Eitt af þeim málum sem stjórn- in þar heflr tekið að sér að hafa af- skifti af, er ofdrykkjumálið. Það eru 2 ár eða meira [síðan lög um stofnanir til lækninga ofdrykkju- skúkdóminumjvoru samþykt af þing- inu, en þeim lögum hefir ekki fyr en nýskeð verið framfylgt, af því að stofnanir þær sem lögin ákveða voru ekki stofnsettar. Þessi lög heita (1ofdrykkendastofnanalög“ og of- drykkendum er lýst í lögunum á þessa leið: „Ofdrykkjandi er hver sá sem ekki verður komið ábyrgð á hendur sem geðveikum, en sem samt sem áður f tilefni af stöðugri*of- drykkju áfengra víntegunda,] verður & stundum, hættulegur sér og^öðrum og óhæfur til þess að stjórna sér eða starfi sínu.“ Lögin ákveða að eng- inn maður skuli hafa rétt til þess að drekka sjálfan sig f gröflna og fjðl- skyldu sína eða aðra aðstandendur & vonarvöl. Lögin viðurkenna að of- drykkjumaðurinn sé óvinur ríkisins, og að aðstandendur hans eigi sðmu kröfu til verndar af ríkisins hálfu, eins og þeir mundu verða látnir njóta væri maðurinn vitstola alger- lega, I stað þess að vera það að eins undir áhrifum víns. Þess vegna heflr stjóinin gert samninga við ýmsa spítala í landinu um að veita þessum sjúklingum móttöku og að lækna þá. Á þessar stofnanir má setja hvern ofdrykkjumann (eða konu) um ákveðið tímabil, sem ekki sé lengra en 12 mánuðir. Dómsúr- 6kurður er nauðsynlegur til þess að fá ofdrykkjumanni komið inn á þess- ar stofnanir svo framarlega eem hann f&ist ekki frfviljuglega til að taka lækningu. Að stjórnin meini gott eitt með þessum sérstöku lög- um, þarf enginn að efa, en að hún fái áformi sínu framgengt, sem er að betra og lækna ofdrykkjumann- inn og leiða hann frá villu síns veg- sr. um það eru mjög deildar skoð- anir. Það verður ekki sagt að varð- haid ofdrykkjumanna f fangelsum, eins og tíðkast hér í landi, hafl haft nein varanleg betrandi áhrif á þá og söm verður að líkinkum reynslan í Nýja Sjálandi við þá menn sem nauðugir eru settir inn á þessar stjórnar lækningastofnanir. Alt öðru máli er að gegna um þ& sem af fúsum vilja fara þangað til að fá meina sinna bót. Samt virðist enginn efl á því að stjórnin hyggur rétt á málið þegar hún tekur ofdrykkjuna sem sjúkdóm er þurfi að læknast, og þess vegna á hún heiður og þökk skilda fyrir að koma þessum stofnunum á fót og veita sjúkHngunum aðgang að þeim til lækninga, & kostnað hins opin- bera. Fyrir minni íslands. 2. ÁGTJST 1901. Flutt af fyrrum presti: STEFÁNI SIGFÚSSYNI. Háttvirta hátíðarsamkvæmi. Elskuðu landar mínir, menn og konur! Eg hefi af hinni heiðruðu for- stöðunefnd þessa íslendingadags hér verið kallaður til að tala eitt hvað gott fyrir gamla landinu, og þó líklegt væri að ég gæti það, þá ber ýmislegt til að 6g kenni mig til þess vanbúinn, og treysti mér alls ekki að uppfylla þau fyrirheit, sem hinn háttvirti forseti dagsins í inngangs- ræðu sinni nýskeð lofaði upp á mig, þvl þótt svo sé, sem hann tók fram með öðru, að ég væri “lærður mað- -r“, þá er svo fjarri, að það út af fyrir sig geri nokkuð að ráði til, og égget alt eins fyrir það brugðist vonum manna að mæla svo 1 í k i fyrlr ís landsminni; en þó mun nú á verða að hætta, úr því maður eittsinn, nálega ósjálfrátt, er hingað kominn. Og hvað er þá nær en það, að byrja með þvf,‘ að l&ta ykkur með mér, öll börn hins gamla landsín, í anda horfa yfir haflð víða, alt norður að norðurheimskautsbaugi, þar sem hátt úr ægí rís hin ævagamla fjalla- ey, sú við snæ og ísa er kend, móð- urlandið, fósturjörðin okkar allra; hún er dökk og döpur á að líta, þar sem hún einmana úr sænum iís, og þá er þið nálægist, þ& megið þið sjá hvítan hjálm yfir heim hvítskygndra fjallatoppa, og meira að segja eld og glóð í fjallarótum hennar, því þetta er landið íssog elds að jöfnum höndum, og er vel er aðgætt, þá munum við börnin þess bera þess full kominn, já, væntanlega óafmáanleg merki f eigin náttúru eðli voru og sé oss það jafnan fyrir beztu.—Og alt er heldur hrikafengið & og umhverf- is landið þetta, sem vér nú í anda nálgumst. Brimlöðrandi sjór þvær sífelt strendur þess; kolsvartir hríð- arbyljir ganga yflr hið innra í því, og svartnætti hylur langan tíma árs hinar strjálsettu bygðír; ó, hvað þungt og ömurlegt er margt þar á að líta; og þó oftar, þá er líka sól og sumar, þáer þar blómabrekka og er.gja grund, svo nett og fögur að víða þarf annars eftir að leita, þá er þar lækur, er þar foss, já, ég dirflst ekki að taka mér þann tíma langa, sem ég með þyrfti til að út- mála yður fegurðina þar mitt í hrjóstugleikanum, já, og gæðin þar mitt í fátæktinni, og umkomuleys- inu á fóstru okkar, ávalt minnisstæða og kæra fandinu. 0g hvað er það mitt eða annara hér á þessari ítund eða stað, að fara að lýsa gömlu foldinni, þar sem skáldin okkar hvert öðru kjarnyrt- ara og kröftngra hafafengist við það, fengis við það með nægum tíma og fvrirvara, fengist við það með land- ið sjálft beint fyrir augum sér í allri þess ýmist ægilega stórkostleik eða þá einkennilegu fegurð. Ég þarf eigi annað en vísa ykkur til þessara ef dofnuð skyldi vera eða óljós að verða minningin um landið okkar gamla. Ég hefl lítið tækifæri að fara hér með ykkur út I það, annars svo undra hugðnæmt mál oss öllum, ætt- jarðarkvæðin okkar ógleymandi, og ég ætla því að eins að rifja upp eina eða tvær bögur til málamynda af einu hinu nýjasta, þar sem svo hljóð- ar; Eitt er landið ægi girt ytzt á ránar slóðum, fyrir löngu lítilsvirt, langt frá öðrum þjóðum; Um þess kjör og a'.darfar aðrir hægt sér láta, sykki það í myrkan mar mundu fáir gráta. Einkennileg þessi fósturlandsins vísa og sérlega löguð til að vekja tilfinningar góðra landa fyrir land- ing, eru “Eitt er landið'*............ ‘.fyrir iöugu Iitilsvirt*'.... Hvert skyldu ekki þessi orð vekja sonar- legar og dótturlegar tilflnningar í brjóstum allra vor óháð því hvort skáldið hefir hér nú rétt fyrir sér; vér getum sjálflr um þetta dæmt eins og hann, hver einn íslendingur, hvert hennar er eða framandi, getur dæmt um hveit honum finst landið sitt “lítilsvirt“; og hver er sá er ekki renní blóðið til skyldunnar, móður skyldu, ef hann kennir þessa- Hver íslendingur þolir að heyra fjalleyna í Norðurhafinu lítilsvirta; fyrir okk- ur öll svara ég, nei, — þvl þótt við, sérílagi þið, s. e. undan eruð komnir séuð nú bundnir við þetta nýja land- ið, landið Canada, sem hæfir ykkur og I sannleika býtir ykkur gróðri og gróða blessun og farsæld, sem að meining minni langt er frá að náist slík á gamla landinu. — Jú, þrátt fyrir það, þá er eitt samt víst, að hversu bjart, hversu magnað og fjör- ugt sem líflð hér er, þá fylgir oss öll- um, sem af gamla landinu erum komnir og bornir þar, þá fylgir oss þetta, sem eitt hið þjóðlegasta skáld- ið, umoss svo undursaml. vel, kveður: “í átthagana andinn leitar, þó ei sé loðið þar til beitar og farsælu þar flnnur brjóstið, þó fátækt sé um skógarhögg,” etc. Ó, heflr hann ekki satt að mæla, gamli maðurinn sá, einasti lærði fagurfræðingur (Æstetiker) fslands og heimspekingur, er hann mælir þetta: 1(Mér er kunnugt í bezta gengi lífs síns, þá staddur á blómum skrýddri suðarströnd”, eins og hann segir I öðru erindi (en það var Par- is). Jú, hver kennir ekki þess sama ogég kenni þess tilfinnanlega nú, sem von er, nýkominn frá landinu, sem ég raunar elskaði framar ðllu; en ýms forlög hafa knúð mig til að skilja við. Hver lifandi Islending- ur getur varist því að í “átthagana andinn leitar, þo ei sé loðið þar til beitar”. Það gildir einu og það er það virkilega, og sannar þetta eld- gamla, fornk. eðna, einnig af nor- rænum manni (íslenzkum, þó um sé deilt): röm er sú taug sem rekka dregur, föður túna til”. (Hávamál). Og, hver kennir ekki þessa hér, mitt I fegurðinni, mitt í frjóseminni, Það er okkur eiginlegt og skal svo vera. Vér erum allir íslendingar, viljum vera það, og með guðs hjálp verðum það; vér hverfum hér ekki, aldrei sem einn dropi í haflð, sem um hefir verið spurt; af þeirri ann- ars litlu viðkynning, sem ég hefi þegar haft við ykkur, landar mínir, þá flnzt mér það ugglaust að vér munum hér aldrei giatað fsl. þjóðerni né máli. Hér mun ár eftir ár íslend ingadagur verða haldinn, og á hon- um sem venja er fyrst haldin minn- ing móðurjarðarinnar. 0g svo lengi það er, gleymist eigi gamla foldin, ódauðlega oss og ávalt elskaða, þrátt fyrir alt. Já, (lþrátt fyrir alt og þrátt fyrir alt, þauflð og gaufið og baslið alt.“ Ó, ég má ekki minnast þess alls hins lítt læknaulega sjúkdóms- ins hinnar öldnu móður vor allra. Ég vil blátt áfram atfsaka mig með tímaleysi hér til þess, ég ætla það hið skynsamlegasta við þetta tæki- færi. En þrátt fyrir alt, þá er að minnast þess af oss öllum hér, að það er vor móðir i rauninni, þetta gamla landið, sem við erum að tala um, og vér höfum sonar- og dóttur- legar skyldur við það; vér hér svo fjarlægir, erum tengdir við það með taug, sem aldrei slitnar og sem aldrei má slitna, að vér eigí sjálfir hverf- um, höldum fast við þessa taug, hina römu taug, er eldgamlir forfeð- ur vorir festu. Þeir áttu ekki og norrnænt mál á aldrei styrkara orð yflr það, sem sterkt er, en orðið “ramur”, og slík er tungan, sem á- valt skal binda oss við storðina í norðurhaflnu, sem “heflr oss alla á brjóstum sínum borið, og býtt oss öllu, sem að mátti hún—en átti eigi. Ó, ég dirflst alls eigi að nefna það; en ég skal tala hér I heiðursBkyni okkar sameiginlegu ættjarðar; nei, ekkertálas, ekkert hnjóð skal af vörum mínum heyrast hér, þrátt fyrir alt.—Hún er fátæk, hún erum- komulítil, vor eldgamla móðir þarna úti; hún gat ekki veitt oss alt, sem sönn móðir þarf að veita myndar- legu barni, og því skyldum við við hana, en hún er eins fyrir það móðir vor og sá vökvi, sem vér nærumst enn á, er hennar móðurvökvinn ís- lenzki, þótt í framandi og betra landi sé; það er íslenzki móðurvökv- inn, sem hefir gert oss að því sem vér hór erum, íslenzki móðurvökv- inn geymdur inst í oss, sem heflr komið því til leiðar, að íslendingar hafa fengið hér orð á sig, það orð, sem þeim er yfirleitt til sóma, það orð, að vera þrautgððir, dyggir og löghlýðnir, samvizkusamir í þessu landi. Verki móðurvökvinn ís- lenzki þetta, hvað er þá annað en að halda honum, hvað er annað en að lifa á honum, að halda honum, sem þeim eina “elixir“, sem dugar. Ó, heimurinn prédikar marga lífs- elixíra; ég skal láta þá ódæmda, og alls ekki lasta, en við íslendingar eigum einn lífs elixir, þann sem ég dirfist að mæla með, og það er ís- lenzki móðurvökvinn, sem oss aldrei svíkur, og sem aldrei skal fyrnast. En ykkur tjáir eigi að dvelja við þetta; eitt er að gera, að minnast móðurlandsins fátæka sem þess sann- ir synir og dætur, þrátt fyrir það að vér höfum kosið oss nýrra og betra föðurland; betra dirflst ég að segja, eigi að eins hinn undurfagri eikar- lundur, sem vér höldum hátíð okkar hér I ”Elm Park”, með mögnuðum gróði i á báðar hliðar, heldur og hin skínandi glaðværð á andlitum landa minna hér, hin fjörugu, frjálslegu andlit, hin öfluga hluttekning and- leg sem líkamleg í hátíðinni hér bendir á að líf íslenzku þjóðarinnar hér er stigið á hærra stig en heima var. 0g þetta þakka ég þvi, að það heflr varðveitt lífsvökva sinn, hinn íslenzka móðurvökvann, sem ég, og vona, að þið öll með mér trúið að verði oss heillavænlegastur. Ó, þökkum þá móðurstorðinni fyrir hvað hún oss miðlað heflr, minnumst hennar æ og ávalt sem börn hennar, og er oss hór fer fram—og ég só að ykkuríslendingum fleygirhér iiestum fram — þá látið hina gömlu móður njóta góðs af gróða og viðgangi son- anna og dætranna, þótt hennar brjóst væru yður helzt til þur og hún mátti eigi meir, þá gleymið henni eigi, gleymið eigi gamla Islandi, þið sem þar hafið lífið fengið, undirþví erað minsta kosti hálf yðar lukka komin. —Lengi lifl og dafni ísland; aldrei hverfl minning þess úr brjóstum vorum. Guð hinn almáttki gefl því góðar stundir. Svar til Jóns Einarssonar. Eins og við var að búast heflr Jón Einarsson fundið ástæðu til að hreyta úr sér enn þá daunverri ó- þverra en áður, út af því er ég skrif- aði í Heimskr. 1. &gúst. Maðurinn er auðsjáanlega ekki mjög vandur að virðing sinni, ef dæma skal eftir þessarí síðustu grein hans. Hann gengur þar algerlega fram hjá mál- efninu sjálfu og hamast I þess stað á mér persónulega. En til þessa þarf auðvitað ekki mikinn mann; það er vana svar allra illviljaðra heimsk- ingja og J. E. hefir í þetta skifti skipað sér f flokk með þeim. Jón Einarsson hafði sem sé, staðhæft í opinberu blaði (Heimskr.) að vér íslendingar, er stundað höf- um nám hér við skólana, blygðuð- umst vor fyrir að ganga undir vorum réttu nöfnum og þar af leiðandi þætti skömm að þjóðerni voru. Þessu mótmælti ég svo í Hkr. 1. Ágúst og skýrði frá að énginn þeirra manna, er mestan heiður hefðu unnið sér hér við skólana, hefir nokkurn tíma breytt til um nafn sitt eða blygðast sin fyrir skírnarnafn sitt. Jón Ein- arsson veit vel að þetta er sannleik- urinn I þessu máli, og sá að hann hafði farið með ósannindi í fyrstu grein sinni; en I stað þess að kann- ast við það hreinskilnislega eins og rnaður, að honum hefði hér yflrsést (hafl hann annars ekki logið því upp af á8ettu ráði), ferst honum lík- ara vissri tegund ferfættra dýra, er oft og einatt reyna til að breiða ofan yflr óþverra þann er þau hafa látið frá sér. Þannig reynir J. E. að draga athygli fólks frá m&lefninu og snúa því að mér persónulega. En hann gleymir þvl, að hann hafði ekki reynt til að svívirða mig ein- an I þessari fyrstu grein sinni, held- ur mór og sér miklu betri og ment- aðri menn, og það var eins mikið fyrir þá og sjálfan mig, að ég svar- aði þessum ástæðulausu ósannindum mann-garmsins. J. E. til huggunar skal ég geta þess að bókalistinn er birtist í Hkr., var sendur mér í vetur er leið, af Eiríki Slagnússyni M. A., í Cam- bridge, og gat ég þess I bréfl mínu til ritstjóra Hkr , og vona ég a ð hann kannist við að þetta er satt. Ég hefl aldrei sagt að ég ætlaði að koma öllum þcstmm bókum á bókasafn bæjarins hér, heldur þeim að eins, er fáanlegar væru.— Skilur Jón mismuninn? Ósannindi eru það hjá J. E. að ég hafi nokkuð sett út á það er hann minnist á G. Eyjólfeson I grein sinni. Það er ekkert út á það að setja að G. Eyjólfsson hlaut þessa verð- skulduðu viðurkenning fyrir g&fur sínar, en ég fann að því að J. skyldi ekki geta sagt frá þessu blátt áfram, án þess að fara að hreyta úr sér ó- notum og ósannindum til annara heið- virðra manna, er betta mál snerti ekki neitt. Hvaða álit J. E. heflr á mér og gáfum mínum, liggur mér I léttu rúmi. Ég get hvenær sem er feng- ið vitnisburð merkari og mentaðri manna en Jóns Einarssonar, fyrir þvi an ég sé heiðarlegur maður og það eitt nægir mér. Þó J. E. bannsyngi mér til eilífðar, fyrir heimsku, er honum það velkomið. En hálf undarlegt virðist manni það þó, þar sem það kemur frá manni sem svo vel er að sér að hann heldr að menn „læri gáfur“ á skólum, og talar um gáfur manna „ekki sem aðgengi- legastar“. Eða manni sem er svo skýrt hugsandi, að hann álítur það eðli mannsins samkvæmara, að una við það, er hann heflr enga (1þreyju“ til, heldur en að sækjast eftir því, er hann þráir og langar eftir! En sú samkvæmni! En það bull! Og þetta er maður sem bregður öðrum um heimsku!! Hin lúalegu brígslyrði Jóns E., um að ég hafl unnið fyrir lífi mínu, á æskulíð minni, með því að stunda gripi, gera mér ekkert til. En þau eru ósamboðin J. E., sem sjálfur hefir verið mjólkurmaður og fjósa- karl—án þess það hafl að nokkru skert heiðnr hans. Þess háttar brígslyrði ávinna þeim, er þau notar fyrirlitning allra ærlegra manna og verða þar af leiðandi ekki að tilætl- uðum notum, enda eru þau sjaldan notuð af öðrum en andlegum smá- mennum. Islenzkir námsmenn hér við skólana hafa sannarlega nógu marga erfiðleika við að stríða þó þeim sé ekki gert líflð leitt með því að brígsla þeim um að þeir nenni að vinna fyrir sér á heið- arleganhátt. Auðvitað I þeim til- gangi að gera lítið úr þeim er þessi tilraun þó gerð. Grein herra J. E. er auðsjáan- lega rituð í þeim eina tilgangi að svívirða mig persónulega og þó heflr Jón Einarsfon aldrei kynst mér á nokkurn hátt, naumast talað við mig eitt orð. En J. E. heflr ef til vill haldið að hann mundi mega svívirða mig að ósekju og ég mundi ekki gcta borið hönd fyrir höfuð mér, en þar skjátlaðist bonum stórlega. Ég mun verja mig fyrir árásum hans eins lengi og ég hef tækifæri og sé ástæðu til þess; því ég kannast ekki við að J. E. hafi einkaleyfi til að fara með ósann- indi án þess þeim sé mótmælt. Ég get sagt Jóni Einarssyni, að Stúdenta félngið mun halda áfram að gera það sem það álítur gott og gagnlegt, hvað svo sem hann segir. I. Bóason. Hin fyrirhuga klæða- verksmiðja (sú fyrsta á íslandi). (Eftir S.tefni.) [Eyflrðingar héldn þing mikið á Akureyri þann 4. Mai siðastl. til þess að ræða uip stofnun klæðaverksmUju við Glerá hjá Akureyri. Fundur þessi var haldinn fyrir áskorun þeirra Aðal- steins Halldórssonar og Snorra JóuS- sonar. Fundurinn var fjölsóttur af mestu og beztu framfaramönnum sýsl- unnar , og setjum vér hér aðalágrip af því sem þar fór fram, eins og blaðið Stefnir, dags. 21. Maí skýrir frá]: Aðalsteinn Halldórsson skýrði frá utanferð sinni til Norcgs, sem hann hafði farið til að kynna sér klæðaverk- smiður þar. Auk þess, sem hann skýrði frá munnlega, lagði hann fram áætlun yfir kostnað við að koma upp verk- smiðju, eins og hann hugSar sér hana nú, og gerir sú áætlun ráð fyrir 80 000 kr. kostnaði til húsabygginga, véla - kaupa og alls þar tilheyrandi, auk þess sem þegar er til í tóvéluuum hér. Kostnaður við rekstur verksmiðjunn- ar er áætlaður 34,000 kr. árlega. Þeir Aðalsteinn og Snorri hafa báði r í utanför sinni og ferð kring um landið leitað fyrir sérhjá ýmsum um hluta- hlutafjárframlög til fyrirtækisins og fengið góðar undirtektir hjá nokkrum mönnum.—Þeir lýsa því yfir, að þeir álíti tiltækilegast, að stofnun þessari verði komið upp með hlutabréfum, sem ekki séu stærrí en það. að menn almen t geti keypt þau. Fundurinn ákvað: 1. Að stofnað skyldi hlutafélag til að kotna verksmiðjuuni á fót. 2. Upphæð hvers hlutabréfs skal 'vera 50 kr. 3. Kosin nefnd til að semja frumva rp til reglugerðar fyrir stofnunina, er lagt skal fram á væutanlegum stofnfundi .8. Júní næstkomandi: kosnir voru: Sýslum. Kl, Jónsson, Aðalsteinn Halldórsson, Snorri Jónsson. Á fundinum fékst í loforðum lðOOOkr . Fundi slitið. Stefán Stefánsson. Fr, Ktistjánsson. Fundur þessi var fámennur af þeirri ástæðu, aðeigi var boðað alment til hans, þar eð forgöngumennirnir álitu, að réttara væri fyrst að hafa tal af að eins nokkrum mönnum, en svo síðar að efna il almenns fundar, til að setja fyrirtækið til fullnustu á stofn, og er sá fundur ákveðinn 8. Júní næstk. sam- kvæmt fundargerðinni og auglýsing u hérí blaðinu. Eins og fundargerðin ber með sé r, voru mættir nakkrir af helztu mönnum bæjarins og úr næstu sveitum. Allir létu einhuga í liósi mjög mikinn áhuga á þessu máli, og nöfn þeirra eru full- komÍD trygging fyri: þvi, að hér er ekki um neinn hégóma að ræða, heldur um mjög þarflegt framfarafyrírtæki, som nútiminn hemtar að som fyrst sé sett á fót. Það er sorglegur vottur um mennin g arleysi vort íslendinga, að vér látu m efniyörur (Raastof) vorar ýmist óno t- aðar, eða seljumþær óunnar út úr land inu fyrir lítið verð. Þannig seljum vér ull vora næstum alla óunna, eða þeg ar bezt gerir, að vér tætum úr henni mjög ósmekklegan og illa frá genginn prjóna saum, sem enginn vill gefa hálfvirði fyrir. Þegar nágranna þjóðir vorar eru búnar aðvinna úr henni smekkleg klæði í verksmiðjumsínum, þá kaupum vór þau dýrum dómum af þeim aftur, Fyrir nokkrum árum var farið að senda ull héðan til tóskapar í hinar norsku verksmiðjur, og fer það stöð- ugt vaxandi og nemur mörgum tugum þúsundum kr.’árlega. Þatta bendir á það, að heimilisiðnaðurinn fullnægir als ekki þörfunum, hvorki til þess að framleiða nógu mikið af fataefnum, nó heldur til þess, að gjöra þau þannig úr garði, að þau verðinotuð í betri flíkur; og en fremur bendir þaðá, að vórerum furðu lítilþægir, að gjöra oss það að góðu, að borga öðrum þjóðum stórfó fyrir vinnu, sem vér getum sjálfir svo hæglega af hendi leyst og haft þar allan hagnaðinn af. Hinar aorsku verksmiðjur eru flestar mjög arðberandi fyrirtæki, og eru þær þó nu siðustu árin orðnar of margar til að hafa nægilega atvinnu. Margar af þeim eru drifnar af gufuafli, en hér hjá oss er vatnsaflið rétt við hendina, og þarf mjög litlu til að kosta að ná því fullkomlega á sitt vald, og er því enginn samjöfnuður á, hvað það er ó- dýrara en gufuaflið. Súmir munu nú kanske ætla að hinar norsku verksm ðjur séu búnar að leiða að sér viðskiptastraumin hóðan, og að ekki sé til neins fyrir okkur að keppa við sklkt ofur efli. Vérsjáum ei að þetta só svo hættulegt, því geti inn- lend verksmiðjd unnið fyrir sama verð, og jafn góða vöru, sem engin ástæða er til að efa, þá getum vvér eipi fecgið af oss, að ælta landa vora þau lítilmenni að þeir gangi fram ?hjá innUnliijtofn- un til þess að hjálpa npp á Norðmenn nnð peninga. En jafnframt því sem hinar norsku

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.