Heimskringla - 22.08.1901, Side 4

Heimskringla - 22.08.1901, Side 4
HEIMSKRINGLA 22. AGÚST 1901 Winnipe^. Skólauefnd IFinnipegbæjar er í nnd- irbúningi með að innlima katoisku skó'ana inn í almenna skóla fylkisins en líklegt er talið að þeir aem nú kenna á þeim sérstöku skólum verði ráðnir til að kenna þar framvegis. Sunnudaginn þann 25. þ. m. verður messað í Unitarkirkjunni 6 venjulegum tima (kl. 7 e. m.) Herra Sig. Júl. Jóhannesson minn- íst í blaði sínu „Dagskrá” II. um Is- lendingadags haldið í Winnipeg að parti á þessa ieið.....Yfir höfuð var hátíð- in íslenningtim til sóma, þó skal þess getið að eitt fór þar miður en skildi. Heira B. L. Baldwinson átti að flytja minni Canada, en flutti i þess stað póli- tiskan, hagfræðilegan, innflutninga- æsinga fyrirlesturog guðlausar skamm- ir um ísland ”. Vér birtum i þessu blaði ræðuB.L. B. um Canada svo að lesendum gefist kostur á að sjá hana og að hver lesandi megi dæma fyrir sig um það, að hve miklu leyti hún flytur guðlausar skammir um Island'. • Allir sem brúka BOBS, PAY ROLL og CURRENCY tóbakstegundirnar, ættu að halda saman þeim snoe shoe tags sem eru á tóbaksplötunum. Fé- laginu er ant um að menn fái að njóta þessara góðu verðlauna sem það gefur fyrir þessi snoe shoe tage. Herra Jón E. Eldon var fluttur á almenna spitalan hér í bænum á sunnu- daginn var. Hann raundi;hafa ánægju af að sjá vini sína þar strax og hann nær dálitlum bata. Herra Jón Kérnisted kom frá Winnipeg Beacb.um síðustu helgi. Hann segir alt hið bezta þaðan. Hann hefir verið þar við byggingu þeirra 8 húsa er C. P. Ry. félagið hefir látiðbyggja þar i sumar. Vegstæðið undir hina fyrir- huguðu járnbraut segir hann að verði fullgert 1 enda þessarar viku að enda- stöðinni, sem er um milu vegar sunnan við merkja lækinn. En hvorki trébönd- inn néjárnteinarnir eru enn þá lögð. Mr. Kérnisted verður um tíma hér í bænum. Umboðsmaður str.kunnar Heklu Mr. I. Búason, setti eí Jrfarandi meðl. i embætti 1. þ. m. F. Æ. T. Mr Wm. Anderson; Æ. T. Miss H. H. Johnson; V. T. Miss B. Hallson; G. U. T.’ Mr. Kr. Á. Bewediktsson; R. Mr. J. Guttormson; A. R. K. J. Anderson; F. R. Miss H. P. JohnsOn; G. Mrs. H. B. Runólfson. K. Mrs. B. Thorarinson; D. Miss Kr. Goodœan; A. D. Miss Anna B. Oddson; V. Mr. Jón Einarson;' Ú. V. Mr. P. Johnson; Góðir og gildir meðlimir eru i stúk- unni 329, og áfram heldur hún i herrans nafni. Frian fyrirlestur um sócíalismus kvað Sig. Júl. Jóhannesson ætla að halda á Unity Hall á horninu á Nena St. og (Pacific Ðve. fimtudagskveldið þann 29. þ. m. Sjá auglýsingu i næsta blaði. Mrs. Jóhanna Sveinson, konaJón- asar Sveinsson, oem hér hefir verið í bænum síðastl. nokkur ár, lagði af stað með 2 börn sín alfarin til Point Roberts i Washington á laugardaginn var. Jónas hefir verið þar vestra í síð- astl. 2 mánuði og líkar þar vel. Hann vinnur að málnlngu og hefir $50 um mánuðinn og fæði. Þreskjkarar og uppskeruvinnendur eru menn sem brúka mikið af munn- tóbæki, mun fínna BOBS, PAY ROLL og CURRENCY tóbakstegundirnar þær hollustu sem hægt er að fá, hollari :niklu en hinar eldri tóbakstegundir, af því að ekkert nema hreinustu efni eru notuð í þær. Menn geta tuggið eins mikið og þeir vilja af þaim án þess jþað sakki þá að nokkru leyti, og svo fá menn verðmæta muni fyrir snoe shoe plöturnar ef menu halda þeim saman. Herra Jóhann Stefánsson kom til bæjarins í síðastl. viku frá Winnipeg- osis. Hann var á ferð til foreldra sinna og konu í West Selkirk. Gufu- skip það sem hann stýrði þar vestra sökk undír honum og mönnum hans í Júni Jsíðastl. og komust skipverjar af með illan leik. Jóhann á von á öðrum gufubát að austan innan fárra daga. Hann fór aftur vestur á)mánudaginn var til að halda áfram fiskveiðunum þar til frýs í haust. Löndum vorum þar vestra, sem eru um20 fjölskyldur, líður allvel, allir í talsverðum upp- gangi; þeir stunda allir fiskveiðar haust og vor. Fiskur selst þar fyrir 2c. pd. Þeir herrar Einar Johnson og Jó- hann Jónsson frá Mikley voru hér á ferð um síðustu helgi og hugsa að dvelja hér um tíma. Frá Nýja íslandi fréttist að Stefán Sigurðsson á Hnausum hafi keypt og sé nú algerlega einsamall crðinn eig- andi að verzlún þeirra Sigurðsons bræðra. Oss er sagt að Stefán muni hafa í hyggju að hafa þar framvegis alskonar vörubyrgðir er bændur þarln- ast. Thorkelsson .Grocer á 539 Ross Ave. hefir fengið Telephone No. 1439 í búð sína. Þetta eru viðskiptamenn hans beðnir að muna. Bánkastjórar hér í bænum táta vel af árferðinu hér í fyikinu, og segja mikla peninga f umferð meðal manna þeir búast við að rentur af peningalán- um fari heldur lækkandi ef til vill niður Í6%. Hra Þórður Helgason héðan úr bænum fór um daginn snöggva ferð til Nýja íslands. Hann var að skoða nýa landnámið suðvestur af Geysirbvgð- inni og leizt þar vel á landskosti. Hann kvað nýkomendur kunna þar vel við sig og hafa góðar framtíðarvonir. Þórð ur segir svarta jarðveginn vera frá 6 til 10 þumlunga þykkan víðast á þessu svæði. Skóg nægilegan til bygginga og girðinga og grassléttur miklar hér og hvar; gras sagði hann að hefði náð sér undir hendur ailvíða Jafn- óðum og löndin eru mæld þarna eru þau óðar tekin. Landmælingu verður lokið eftir 4—6 vikurhér frá, og er eng- inn efi á að löncfin þar fá færri en vilja. —Hra Þórður Helgason leggur tafar- iaust á’stað norðvestnr til Swan River og skoðar sig þar um og lítur eftir löndum, Rat Portage Lumber Go. Ltd. Telephone 1372. Vér getum selt yður með mjög lágu verði 4. ífokks ceiling 1x4 Gladstone & HJggin St. Jno. 11. t'hisliolm, Manager. ffyrrv. Manager fyr Dick, Banning & Co.] Timburmanna-verkfallið, sem nú er meira en hálfsmánaðar „amalt, stendur í stað. Timburmenn halda fast við kröfur sínar, en verkveitendur neita þeim. Um 70 manna hafafarið úr bæn- um og fengið sér vinnu annarstaðar, en ekki er oss sagt að þeir fái þar það kaup, sem þeir k.öfðust hér í bænum. Thorkelsson Grocer að 539 Ross Avenue biður þess getið’að hann haíi nú í búð sinni ásant ýmsu öðru góðu. miklar byrgðir af hinum beztu tegundum af svensku, norskuog dönsku nef'tóbaki með góðu verði. Hann er og við því búinn að kaupa nú gott smjör af nýlendu- mönnum. Loyal Geysir Lodge 71191.Ö.Ö.F, M.U, heldur auhafund mánudagskveldið þann 26. þ. m. á North West Hall. Fundur- inn byrjar áminútunni kl. 8. Hver einn og einasti meðlimur stúkunnar er beð- inn að sækja fundinn og beðnir að koma í tíma. Það er áríðandi mál fyr- ir fundinum,—Gleymið ekki að koma. Séra Bjarni ÞórarinsSon messar i Tjaldbúðinni morgun og kvöld á sunnu- daginn kemur. Hitinn í Winnipeg á föstudaginn var 100 stig í skugga. Það er heitasti dagurinn, sem hér heflr komið í sumar. Níuáragömul stúlka, til heimilis á Higgin St. hér í bænum, stórskemd- ist á laugardaginn var. Hún var að kveikja'eld í stó og helti i hana stefn- olíu úr könnu. Eldurinn hljóp í könn- una og sprengdi hana og kveikti í föt- um stúlkunnar og brendi hana á hand- leggjum oghöfðinu. Móðir hennar var við hendina og bjargaði henni frá bráð- um dauða. Stúlkan var tafarlaust flutt á spitalann og vænta læknar að húnkomist til bata. HAFIÐ ÞÉR ÁKVEÐIÐ að fá þann bezta disk af fs- rjóma sem fáanleg'ur er fyrir peninga. Ef svo er þá verðið þér að fara til BOYD’S, að- sóknin að honum er svo mikil að hann hefir orðið að stækka ísrjóma sölustofur sínar upp yfir búðinni, það ætti að vera næg sönnun fyrir gæðum rjómans. Gleymið ekki brauðunum hans, þau eru beztu brauðin í borginni. Keirð heim á hvert heimili. IV. J. BOYD. 370 og Ö79 Main Str. Ódýrust föt eftir máli seiur | S. SWANSON, Tailor. 515í Maryland St. WINNIPEG. LABOR DAY mánudag 2. Sept 1901 Verkamannafélögin ætla að halda stórkostlega minn ingarhátíð í RIVER PARK- Prócessía verður látin fara fram á götum borgarinnar að morgninum klukkan 10. Base bolta- kappleikur milli Union-manria og St. Boniface-manna fer fram kl, 4 sama dag. Einnig aflraun á kaðli (TUG-OF-WAR)- Leikir fyrir félagsmenn og börn fara fram á staðnum. Aðgangur 25c* Börn inn- an 12 ára |Qc. **»*«*»****««**»*ea*«*»«** 1 DREWRY’S I m m m m m m m m m m m nafnfræga hreinsaða öl “F’reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáinandi í bikarnum EDWARD L- DREWRY- ^mCir þaasir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega ætl- jHc. aðir til neyzlu í heimahúsum. — 3 dúsin flðskur fyrir $2.00. Fæst ^ hjá öllum vfn eða ölsölum eða með því að panta það beint frá m REDWOOD BREWERY. # m m J* Mannfactnrer & Importer, WIJINIPEG. S mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm «m*«h I « # # # # # # # 1 S # f # # # #################### ###*#« Areiðanlega það bezta er ðgilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. THE HECLA eru beztu, ódýrustu og eyðsluminstu hitunarvélar sem gerðar eru þær gefa mestan hita með minstum eldivið. Eru bygðar til að endast og vandalaust að fara með þær. Fóðursuðu katlar fyrir bændur gerðir úríbezta járni eða stáli, ein- mitt þaðjsem Þér þarfnist. Biðjid járnvörusaia yðar um þá, peir selja ailír vörur vorar. CLARE BRO’S & Co. Verksmiðjur: Winnipejc PRÉSTON, ONT. Box 1406. Tilkynning til væntanlegra skilvindu- kíKipenda. Vestfold, MaD. 5. Júll 1901. Mr. Wm. Scott. Kæri herra:— Rjómaskilvindan sem ég keypti frá yður á siðastil. vori „The IJnlted States'‘ hefir reynst ágæilega. hún rennur létt og skilur mjólkina vel. Eg vildi ráðleggja hverjum þeim sem ætlar að fá sér rjómaskilvindu, sérstaklega ef hann þarf stóra vél, að kaapa „The United States" ogenga aðra. SlGURÐUR EyJÓLPSSC*!. Stærsta Billiard Hall í N orð-vestrlandinu. Fjögur "Pool”-borð og tvö "Bifliard”- borð. Allskonar vfn og vindlar. JLennon A Hebb, Eigendur. F. G. Hubbard. Lögfræðingur o. s, frv. Skrifstofur i Strang Block 365 Main St. WINNIPEG - MANITOBA. 274 Lögregluspæjarinn. strið í vænduro og þótt hann auðvitað gæti þá komið og barist fyrír ættland sitt sem sjálfboða hermaður, þá vildi haun heldur gera það sem hershöfðfngi. Hann er steini lostinn af órétt- læti því, er honum hefir verið sýnt, en gerir þá ekkert til þess að afsaka síg fyrir keisaranum, heldur býst til brottfarar und;r eins um kveldið. Var ekki þeita hraparleg synd. Hann hafði lagt á sig vökur og erfiði. Hann hafði grafið og leitað í instu fylgsnum huga sfns til þess að fínna upp ráð, er frelsa mætti son keisarans. Hann hafði lagt út fé úr eigin vasa; hann hafði stofnað lifi sínu í hættu hvað eftir annað; hann hafði farið á mis við öll þau þægindi, er lífið í Paris veitir með öllum sinum glaum og gleði; hann hafði aflað sér óvinsældar, haturs, fyrir- litningar, ofsóknar jafvel þeirra er hann umn. Hann hafði gertsjálfan sig að athlægi ástvina sinna; í einu orði, hann hafði lagtásig alt það sem hugsast gat í ölium skilniogi, til þess að frelsa einkason herra síns og honum hafði tekist það. Nú átti hann að verðleikum von á öllum þeim virðingarmerkjum, er heimurinn má í té láta, en þá kom þetta eins og þruma úr he ð- skíru lofii. Hann er sáma sem gerður landræk- ur, vísað í burt með fyrirlitning og þjósti af þeim sömu, er hann hafði lagt alt þetta í sölurn- ar fyrir.—Svora eru heimslaunin stnndum; svona eru mennirnir yanþakklátir, svona má illa afiið sér mikils í heiminum, svona er réttlætið fótum troðið, svona er ranglætið hafið hátt. Hann sezt niður og skiifar bréf í flýti vini sfnum Lapuschir; aegir honum alla söguna um svik Lögregluspæjarínn, 279 Það var því sorgin ' sem skipaði öll sæti í húsi hans, þegar bréfið loksins kom. Sá sera tók að sér gæzlu á litiu Oru að honum látnum var föð- bróðir hennar, Sergius Plaloff. Hann var vanur glaum og gleði, hafði lifað í munað og sællífí, hafði nóg fé til þess að eyða og aldrei þurft að bera umhyggju fyrir nokkrum qköpuðum hlut. Hann haXði ekki haft neitt eftirfit á gæzlukonu Oru áður en bréfið kom. Hann las bréfið vand* lega, braut það saman og létí vasabók sina með- al áriðandi skjala og gekk síðan stundarkorn framog aftar eftír grasfletinum þar sem ungfrú Margrét Brian er að leika við Oru, Nú var neínBega komið sumar og sól aftur; það var eins og véturinn og kuldinn hefðu að eins gleymt ein- bwerju í fyrra skiftid þegar þeir fóru og komið aftur tfi þess að framkvætna það—það var að leggja ganjla manninn að velli. Svo fóru þeir a/tur að því búnu og sumar sólin skei*. hlý og vermandi. Ktir fáein augnablik á hann tal við unga stálku á þessa leið.- "Ég hefi rétt nýlega íengio bról frá Frakklandi viðvíkjandi þér”. Hún líturá hann og segir lágt: ‘‘Fráhverj ua ?” "Frá gömlum vin þínum. sem heitir de Ver- ney”, svarar Sergius. ' ‘Ó, bref frá herra de Verney !” kallar Ora litla upj). Þótt hún hafi enn ekki gleymt sorg- inni eftir lát föður sías, þá er hún eins og önnur börn að hún getur grátið með öðru auganu og hlegið með hinu. "Það er maðurinn sem ég sýodi bjarnarholuna í Paris Ifyrir tveimur mán- 278 Lögregluspæjarinn var teJiö. Hjarta hans er enginn steinn, enginn ís, en það er heldur ekkert hára hjarta. Hug- dirfðin er oft samíara viðkvæmninni. Gufulestin fer af stað. De fVerney Iltur aft- ur og sér Microbe hvar hann stendur eftir grát- andi á járnbrautarstöðinni og veifar hriqgnum tfl merkis um óslítandi vináttu. Hann er eld- rauður að sjá í geislum járnbrautarljóssins, eld- *iuður eins og blóð, eins og dauðamerki. Hann er merki um hættu, en jafuframt vináttu, einsog rauði liturina táknar stríð og blóð, feins táknar hann líka ást og rrygga vináttu. De Veiney seet niður í járnbrautarvagninn. Hann er í þungu skapi. Það var heldur ekkl aðástæðulausu; hann var að kveðja ættland sitt, kveðja það ef til vifl í allra síðasta skifti á æfi sinni. Hann var sendur á brott með svikum, verra en hann væri rekinn í æfi langa útlegð op- inberlega. Þetta voru þau laun er hann fékk fyrir alt sitt erfiði og alla þá h ættu, er hann hafði stofnað aér í. Hann feldi tár af söknuöi, en hann gnísti jafnframt tíönnum af grimd. Bréfið sem de Verney ritaði Laguschini komst ekki tilhans í Pétursborg, en var sent á eftir honum til Tuiþ. Þangað hafði hann farið þegar vorið kom með unað og ást, en það er eins og veturinn sé nokkuð setuseigur 1 Rúaslandi og vorhlýindin stóðu ekki lengi í þetta sxifti; frost og kuldi eyðilögðu alt og heilsa gamla mannsins var í veði. Hann hafði lifað á Frakklandi árum saman og var (orðinn vanur hlýjara „loftslagi; hann þoldi ekki kuldann; hann lagðist og dó. Lögregluspæjarinn. 275 Louisu, hvernig hún hafi leikið á þá báða og stofnað sér í ógæfu Jog hvaða skipun hann hafi fengið. Hann fer sjálfur með þetta bréf á pósi- húsið og kaupir á það ábyrgð til þess að vera öldungis viss um að það komist til skila. Hann trúir engum manni á jarðriki til nokkurs leng- urnema sjálfum sér. Þegar Lapuschinii fcer þessa frétt, býst hann við að honum verði borg- ið. Honuro. datt í hug að vera mætti að Lonisa ynjai dóttur hans eitthvert tjón, en bréfið var þannig orðað, að eugum heilvita manni gat kom- ið til hugar að hafa hana fyrir gæzlukonu dóttur sinnar eftir ;að hann hafði lesið það. Um kveldið |fer de Verney með þjón sinn Frans á járnbrautarstöðina og ætlar til Afríbn. Þegar firnm mínútur eru eftir þangað til járn' brautarlestin á að fara, ryðst Microbe í gcgn wm mannþröngina til þess að kveðja de Veqpey. Hann hafði fariðsvo bráðlega og óvænt að fáir af vinum hans höfðu af að segja Jog enginn haföi fylgt bonum til þess aðjkveðja hann og óska honum heillar heimkomu. Ef til vill á það nokk urn þátt i þessu, að hann hefir tapað hylli keis- arans; þrí.svo'er stundum vinum varið, að Mð- sinni þeirra og hjálp er á reiðum höndum svo lengi sem hennar þarf e k k i með, Jen þegar eitt- hvað blæs á móti. sjást þeir ekki. Þetta er að minsta kosti ástæðan sem de Verney þyMfat hafa fyrir því. Hann verður hálfhissa þegar Mic- robe kemur og tekur í hönd hans. "Þú ert þá sá eini vinur minn!” segír hánn; "og þá fiefir enga viðurkenning Ihlotið fyrir starf þitt”. "Nei”. svarar Miorobe. "Herra Claude

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.