Heimskringla - 26.09.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.09.1901, Blaðsíða 1
Httámskringla er gef- in ut hvern fimtudag af: Heimskringla Mews and Publishing Co., að 547 Main St., Winnipeg, Man. Kost- aT um árið§1.50. Borgað fyrirfram. i Nýír kaupendur fá f kaupbætir sögu Drake Standish eða Lajla og jóla- blað Hkr. 1900. Verð 35 og 25 cents, ef seldar, sendar til íslands fyrir 5 cents. 'i XV. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 26. SEPTEMBER 1901. Hertoginn yfir Cornwall og York hinn komandi konungur yfir Bretlandi mikla, með frú sinni og föruneyti öllu, kemur til Winnipeg í dag, 26. kl. 11 f. h.. Honum verður fyrst fagnað & C. P. R. vagnstöðvunum, og þaðan verður skrúðganga haftn alla leið suður að stórnarbyggingum, og eru þar næst hinu konunglega föruneyti íslendingar 1 broddi fylkingar. Skrúðgangan verður mynduð á sama hátt og sú er haldin var þegar landstjóri Minto var hér á ferð fyrir ári síðan. Þjóðflokkun- um hefir verið raðað niður sem fylgir: 1. ísl. Foresters hornleíkendur og íslendingar í skrúðgöngu. 2. Morden hornleikendur og Scandinavar í skrúðgöngu. 3. Carman hornleikendur og Gyðingar í skrúðgöngu. 4,. Norðurhorgar hornleikendur og Þjóðverjar f skrúðgöngu, 5. St. Boniface hornleikendur og Frakkar í skrúðgöngu. 6. Orangemanna hornleikendur og Orangemenn í skrúðgöngu. 7. Carberry hornleikendur og írlendingar í skrúðgöngu. 8. Hálenzkir pípuleikarar og Skotar f skrúðgöngu. 9. Borgarmanna hornleikendur og Englendingar og Vallendingar í skrúðgöngu. 10. Winnipegbæjarfólk, (almenningur). Það má óhætt búast við þvi að hér verði mann margt í borginni f dag, því að fólk streymir hingað í hundraða og þúsunda tali, frá öllum hornum fylkisins. En þeir einir geta búist við að sjá hinar konunglegu persónur sem verða í skrúðgöngunni á Main St. i dag. Löndum vorum heflr, vegna fjölda þeirra og fihrifa í þessum bæ, verið skipaður æðsti—fyrsti—sess f skrúðgöngunni og með ísl. Foresters hornleikenda flokkiun í broddi fylkingar sinnar. Vér teljnm alveg nauðsynlegt að íslendingar haldi sóma sfnum sem hérleudir bergarar á lofti, með því að fjölmenna í þessa skrúð- göngu. Því að það er enginn efl á því að þeim verður veitt hin »esta eftirtekt, sem þeim fjölmennasta, fjölhæfasta, framtakssam- asta og mest metna útlends þjóðflokks í þessu landi, og vér vitum að hérlenda þjóðin ætlast til þess að þeir fjölmenni við þetta tæki- færi. Mjög margir af hinum lærðustu og mentuðustu mönnum þessa bæjar, svo sem lögmenn, prestar, kennarar og kaupmenn, verða í göngunni, hver með sfnum þjóðflokki, til þess að móttaka gestanna geti orðið sem fjölmennust og viðhafnarmest. Nú með því að f dag —flmtudagur—er settur til sfðu sem almenn- ur frídagur svo að landar vorir verða ekki við vinnu þennan dag, þá er það einlæg áskorun Heimikringlu, og að því er vér bezt vitum, beggja íslenzku blaðanna, að íslendingar vildu fjölmenna sem mest þeir geta í þessa skrúðgöngu, og að allir sem sýna sjálfum sér og þjóðflokki vorum þann sóma að taka þátt í göngunni, verði komnir á sinn stað í henni á Main St. hjá C. P. R. vagnstöðvunum, ekki sfðar en kl. 10 að morgni. Til þess þurfa landar vorir að koma saman kl. 9.20 á horninu á Ross og Nena St., og mynda gönguna, svo að þeir geti orðið komnir á Aðalstrætið á ákveðnum tfma, kl. 10^ f. h. Einkennum verður útbýtt meðal þeirra sem taka þáti f göngunni. Allir ísl. kaupmenn loka búðum sínum þenna dag, eins að aðrir kaupmenn bæjarins. Það er búist við að þeir taki allir þátt í skrúð- göngunni. Vér vonum fastlega að Islendingar í Winnipegbæ fjöl- menni í þessa göngu. Prinsinn fer héðan að kvöldinu og yerður fylgt á C. P. R. vagnstöðvarnar með blysför mikilli kl. 9, og er vonað að allir sem taka þátt I morgungöngunni taki éinnig þátt í blysförinni, sem verður hafin frá stjórnarbyggingunum. Frjettir. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. Mesta óveður var á stórvötnunum í síðastl. viku frá sunuudegi til mið- vikudags Gufuskipaferðir urðu ó- regluiegar og ýms gufuskip hafa strand að og sum farist algerlega. Rev. Jos. A. Wildman komst í ó- náð við söfnuð sinn i Hamilton í Indi- ana-ríkínu út af ræðu, er bann hélt á bænagerðarfundi i einni af kyrkjum bæjarins í síðastl. viku. Hann sagði: "Ég hygg að ineira hafi verið logið frá altari þessarar kyrkju f dag, heldur en á ölium umliðnum tímuin, því að með allri virðingu fyrir McKinley, þá yar hann meðan hann lifði, ekkert annað en pólitiskur æsingamaður'*. Fyrir þessa ræðu var prestur tafarlaust tek- inn og tjargaðu* og fiðraður og illa leikinn á ýmsan hátt. Hughes herforingi hefir rekiðkaup- menn úr Filipseyjunum fyrir að kaupa hör og aðrar vörutegundir af nppreist- reistarmönnum, vitandi gð peningar þeir sem voru borgaðir fyrir vörurna-r, yrðu notaðir til vopnakaupa til að herja á Bandaríkjameun. Finston her- foringi er veikur á spítala þar á evjun- um o^ er búist við 'að hann verði að þola uppskurð. Aguinaldo hefir sent meðliðunarskeyti til Bandaríkja þjóð arinnar út af afdrifum forsetans. Ann- ars gerist ekkert sögulegt þar eystra. Viðnám eyjarskeggja virðist vera að mestu útdautt og má því telja stríð þetta að mestu útkljáð. Verkfall stáigerðarmanna i Banda- ríkjunum er afstaðið, Undir hvaða samningum verkamenn tóku aftur til starfa, er enn þá ekki kunnugt. En svo mikið mnn þó mega fullyrða, að verkamannafélögin hafi beðið algerðan ósigur í þessari viðureign. Snjór féll í Indiana um miðja síð- ustu viku og frost gerði vart við sig í Kansas og Missouri um sama leyti. Þessi vetrar einkenni hafa ekki gert vart við sig í þessuin ríkjum svo snemma ársins um mörg undanfarin ár. Emma Goldman er fædd i Rúss- landi. Húner nær 40 ára að aldri. frið sýnum og gáfuð, talar 7 tungumál ágæílega vel og er að öðru leyti vel mentuð kona. Hún hefir verið i Ame- ríku í 20 ár og jafnan verið talin ein af helstu leiðtognm Anarkista. Fyrir 7 átum var hún dærnd i 12 jmánaðafang- els'i fyrir æsingaræður sinar. Czolgozs hefir af lögregluliðinu í Bufialo verið settur í pinubekk og kval- inn til sagna. Játning hans hefir ekki enn þá verið gerð opinber, en nokkrir Anarkistar hafa verið handteknir, sem hann játaði að hefðu ,erið í vitotði með sér. Stój kostlegt námaslys varð Colo- rado á mánudaginn var; er talið að um 100 manna hafi látið líf sitt þar. Krónprinsinn af Englandi kom tfl Qubec á mánudaginn i fyrri viku og var fagnað svo sæmilega sem fólk hafði vit og efni til. Verð á kartöflum er talið að muni verða með hærra móti f haust. Eins og nú stendur kosta þær 40—50c., hvert bush. The American Elevated Railway Company í New York er i undirbúningi með að koma upp nýjum og áður ó- þektum sporvegi á Broadway þar i borginni og að láta vagnlestir sinar ganga sem næst 200 milur á klukku- tímanum. Sporin eru 4, 2 undir vögn- um og 2 til hliðar, sitt við hrora hlið vagnanna. sem um leið og þau eru stuðningur fyrir þá, fela einnig í sér rafafl það sem knýr lestirnar áram. Sjálfir eiga vagnarnir að vera eins og torpedó í lögun, svo að þeir geti sem bezt klofið loftið. Vagnarnir og hliðar- sporin eru þannig útbúin að ómögulegt er að lestin geti hlaupið af sporinu eða oltið um koll, og féíagið heldur þvi fram að það geti fengið nægilega sterkt rafafl til að knýja vagna sína áfram 200 milur á tímanum. Rússakeisari hefir yerið að ferðast til Frakklands, og var þar vel fagnað hvervetna. Blöðin telia víst að ferðin hafi meðal annars verið gerð til þess að semja um peningalán við franska auð- menn. Eitt af herskipum Breta hefir sokk- ið f Norðursjónum og með því um 70 mann<%. Það hafði af einhverri tilvilj - un kviknað í einhverju sprengiefni f skipinu svo að það skemdist og sökk. Það var talið hraðskreiðasta skip i heimi; gat runnið 43J mílu á tímanum. Fréttir frá Suður-Afrfku segja að Búar hafi unnið a Bretam f 2 bardög um í síðustu viku. í öðrum þeirra náðu Búar um 200 Bretum og 3 fall- byssum, ásamt öllum öðrum hergögn- um, sem herdeildin hafði með sér. I hinum bardaganum feldu þeir um 50 manna og tóku nokkra fanga. Sam- kvæmt skipun Breta átti hernaðurinn } Suður-Afrfku að taka enda þann 15. þ. m. En þaðer að sjá á f.éttunum að Búar gefi því engan ganm. Aukakosningin f New Westminst- er, B. C. lyktaði þannig, að Brown hinn nýji ráðgjafi f stjórninni, varð undir. Þykir það benda á brátk fall Dunsmuir-stjórnarinnar þar f fylkina. fréttaþrXður TIL DAWSON CITY. Fréttaþráður sá sem f síðastl. 18 mánuði hefir verið í smíðum til þess að tengja á rikisstjórnai kostnað, Daw- son City við Vancouver og umheiminn er nú svo langt kominn, að það er taltð víst að hann verðí fullger um miðjan næsta mánuð. Um 80 manna hefir f hálft annað ár unnið stöðugt að þessu verki og hafa þeir nú lagt hann yfir uær 2000 milur vegar svo sem hér seg- ir : Bennett til Dawson City 540 míl. Dawson til Fort Egbert 94 “ Tagish til Altin.......... 245 “ Altin til Tolegraph Creek.. 241 " Telegraph Creek til Hazelton 400 " Quesnel til Ashcroft..... 225 “ Hazeltou til Quesnel..... 405 “ Ashcropt til Vancouver.... 204 “ Vegalengdin milli Vancouver og Dawsou er talin 2173 mílur. svo hefir aukaþráður, nær 200 mílna langur, milli Hazelton og Port Simpson, verið lagður og er nú í daglegu brúki. Til þess aðkoma þessari þráðar- lagningu í framkvæmd, hafa mennirn ■ ir orðið að byggja 11 brýr yfir stórtíjót á leiðinni og hefir það bæði kostað míkla fyrirhöfn og peninga, Brúin yf- ir Alexanderfljótið er 110 fet á lengd, en nauðsynlegum cfnum og áhölduin og öðrum farangri varð ekki komið yfir tíjór þetta nema með því að brúa það. Víða hafa stór gil verið áleiðinni, sem strengja varð þráðinn yfir án þess hann væri festur á stólpa; breiðast þeirra er Ogilvie-gilið hjá Ogilvie í Yukonhérað inu, þar er þráðariengdin milli stólpa 1180 fet. 47 hús hafa verið bygð með fram þessari Telegraph línu. Þau eru sett niður með 40 mílna millibili, og milli hverra tveggja húsa eru sæluhús; til þess menn þeir sem sottir eru til að gæta þráðarins, og gera við hann ef hann kann að slitna eiuhversstaðar geti ætíð átt víst skýli, þó þeir vegna óveð- urst ekki komist til hinna reglulegu í- búðarhúsa að kveldi. Aðal Telegraph- stöðvar eru f Bennett, Cariboo Cross- ing, Tagish, White Horse, Lake Le- barge, Hootalinqua, Little Salmon, Five Fingers, Selkirk, Selroyn. Stewart River, Ogilvie og Dawson City. Hjá Ogilvie, þar sem vfrinn |er 1180 fet á milli stólpa, er hann látinn vera tvð- faldur, eða tveir vírar jafnhliða, svo að þó annar slitni, þá sé samt hægt að halda óslitnu fréttasambandi milli Da- wson og annara staða. Frá Dawson hefir þráður verið lagður yfir 94 milna langan veg til að tengjast fréttaþráðum Bandarfkjanna, sem liggja til St. Mic- hael og Cape Nome. Eins og áður hef ir verið getið hér i blaðiuu, þá er búist viðað þessi þráður, þegar hann er full- gerður, kosti rfkisstjórnina um $400 þúsund. Énn þá er ekki ákveðið hvað orðsendingar skuli kosta til Dawson, en það verður sjálísagt auglýst strax ogfréttasambandið er fullkomið. Edward Breta koaungur og drottn- ing hans er um þessar mundir á ferð til Svíarikis og Danmerkur, og er vel fagn- að á ferð þeirra. Bretar hafa beðið þriðja ósigur fyr- ir Búum síðan þann 15. þ. m. sá slðasti varð við Vlakfontein bann 20. þ. m. Búar náðu þar smádeild af fótgöngu- iiði og vopnum þeirra og öðrum her- gögnum. Herstjóri Kitchener er óró- legur yfir þessu en fær ekki aðgert. Vinna er nú byrjuð á ný í flestum eða öllum slálgerðarverkstæðunum í Bandarikjunum. það er búist viðað öll verkstæði vinni með fullu afli í byrjun næstu viku. Kaupgjald er samaog áð- nr, og það láta verkamenn sér lynda því að verkfallið var aðallega gert til að fá verksmiðjueigendur tilað viðurkenna verkamanna félagsskapin. en ekkitil að fá kauphækkun, aðal óánægja meðal verkamanna er yfir því að verða að hef- ja vinnu á ný án þess að hafa fengið kröfum sfnuru framgengt, og það sem sérstaklega neyddi mennina til að taka til starfa var fátæktin. Þegar Þeirvoru búnir að segja upp vinnu sinni þá hættu kaupmenn að lána þeim, blöð landsins og álit almennings var ekki með þeim og oss er sagtað noUkrir menn úr þeirra eigin flokki hafi verið móti þeim, við þessa örðugleika gátu þeir ekki strítt með nokkurri von um sigur. Tveir drengir annar 7 ára gamail i en hinn 15 ára, hafa verið teknir í bæn- úm Little Valley i Bandarikjunum. Kærðir fyrir að hafa skotið 70 ára gamlau mann með þe m ásetningi að ræna hanu fé ekki sfður en fjöri. Yugri pilturinn hefir játað glæpinn, en hverja hegningu hann fær er enn þá óákveði. , Er þetta talinn yngsti stórglæpaseggur f Bandaríkjunum, ef ekki í öllum hejmi. Bréf hefir komið fram f Vancouver P. O., sem hvetur til morðs á sama hátt og beitt var við forseta Bandrjkj- anna um daginn. Annað bréf kom fram i Chicago pósthúsiuu fyrii viku, það hvatti lil að ráða af dögum Mark Hanna og alla ráðgjafa og rikjastjóra f Band rikjunum og hinn nýja forseta. Ottawastjórnin hefir sett fimtudag- inn þann 28. Nóvember næstk., sem al- mennan þakkagerðadag um alt Canada- veldi. Sir Louis Davis, sjó og fiskimálaráðgjafi Ottawastjórnawnnar hefir verið veitt hæstaréttai dómaraembætti. Dr. Bo:d- en verður sjó- og fiskimála ráðgjafl og Jas. Suteerland verður hermála ráðgjafi Úr bréfi frá Suður Afríku, sem prentað hefir verið í blöðunum. er þess getið að nú sé ekki lengur til neins að leyna því að HolleDdingar í Cape Col- onyog Natal béraðinu, sóu búnir að gera uppreist mót Englendinguro, og herja nú á þá i stórum fylkingum al staðar i þessum héruðum. Daglegar orustur eru há?ar, og veitir ymsum betur. I Einum stað er sagt að 11,000 Buar séu uudir vopnum og að eugin þurð se á hergögnum hjá þeim, og lið þeirra daglega að aukast. Bandaríkjamenn hafa náð rúmum 30 manna af liði Augiualdos, þessir meun voru teknir til Manila og þar slept. eftir að þeir höfðu lagt af hollustu- eáða við stjórnarskrá Bandaríkjauna. Tvær vagnlestir rákust á á Ítalíu i sfðastl. viku, önnur var fólksflutn ingslest en ,hin flutti olíu, vagnarnir brotnuðu, olian flæddi út um alt og kviknaði í honni, margt manna fórst í því eldhafi en uokkrir koinust af, þó sumir meira og urnna skemdir. 18 ára gömul stúlka í New York, dóttir efnamanns þar í Borglnni, tapað | ist í sfðastl, viku og finst. hvergi. Mynd- ir af henni og lýsing hefir verið seBd á á allar lögreg'ustöðvar í landinu. Nefnd manna hefir myndast i Bandaríkjunum til þess að vinna að þvf að sæmilegur minnisvarði verði reistur yfir McKinley forseta. . íslands-fréttir. Eftir Þjóðvjljanum. Stj órnarskipunarlög um breyting á stjórnarskrá um hin sér- staklegu málefni íslands 5. Janúar 1874 — eins og þau veru samþykt á alþingi 1901. staðinn fyrir 2. gr,, 3. gr., 1. máls- gr., 14. gr,, 15. gr., 17. gr., 19. gr., 1. lið 25. gr.. 28. gr. 34. gr., 36. gr.. og 2. ákvörðun um stundarsakir { stjórnar- skránni komi svo hljóðandi greinar: 1, gr. (2. gr. stj.skr.). Konungur hefir hið æðsta vald yfir öllum hinum sérstaklegu málefnum ís- lands með þelm takmörkunum, sem settar eru i stjórnarskrá þessari og læt- ur ráðgjafa fyrir ísland framkvæma það. Ráðgjaflnn fyrir Island má eigi hafa annað ráðgjafaembætti á hendi og verður að tala og rita íslenzka tungu. 2. gr. (3. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn ber ábyrgð á stjórnar- athöfninni. Alþingi getur kært ráð- gjafann fyrir embættisrekstur hans eft- ir þeim reglum, er nánara verðnr skip að fyrir um með lögum. 3. gr. (5. gr. stj. skr.). Konungur stefnir saman reglulegt alþingi annaðhvort ár, Án samþykk- is konungs má þingið eigi setu eiga lengur en 8 vikur. Ákvæðum greinar þessarar má breyta með lögum. 4. gr. (1. málsgr. 14. stj. stj.skr.). Á alþingi eiga sæti 34 þjóðkjörnir alþingismenn, og 6 alþingismenn, sem konungur kveður til þingsetu. 5 gr. (15. gr. stj.skr.). Alþingi skiptist í t.vær deildir, efri þíngdoild og neðri þingdeíld. I efri deildinni s;tja 14 þingmenn, í neðri deildinni 26. Þó má breyta tölum þess um með lögum. 6. gr. (17. gr, stj.skr.). Kosningarrétt til alþingis hafa: a, allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokkuð til allra stétta, )ó skulu þeir, er með sérstakri ákvörð un kynnu að vera undanskildir ein- hverju þegnskyldugjaldi, eigi fyrir það missa kosniegarétt sinn. b, allir karlmenn i kaupstöðum og hreppnm. sem ekki eru öðrum háðir, sem hjú, ef þeir gjalda að minsta kosti 4 kr. á ári, sem aukaútsvar, c, embættismenn, hvort heldur þeir hafa konungleg veitingabréf, eða eru skipaðir af yfirvaldi þvf, er kenung- ur hefir veitt heimild til þess, d, þeir, sem tekið hafa lærdómspróf við háskólann, eða við prestaskólann eða læknaskólann i Reykjavík, eða eitt- hvert annað .þess háttár opinbert próf, sem nú er, eða kann að verða, sett, þó ekki sé þeir í embættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir, sem hjú. Enginn getur átt kosningarrétt. neraa hann sé orðinn fullra 25 ára aö aldri, þegar kosmngin fer fram, hafi ó- flekkað mannorð, hafi verið hei-milis- fastur i kjördæminu eitt ár, sé fjár síns ráðaudi, og honnm sé ekki lagt af sveit, eða, hafihauu þegið sveitarstyrk, að hann hafi endurgoldið hann, eðahcnnm verið gefinn hann upp. Með lögum má afaema aukaúfsvars- greiðslana eftir stafl. b, sem skilyrði fyrir kosningarrétti. 7. gr. (19. gr. stj.skr.). Hið reglulega alþingi skal koma samau fyrsta virkan dag f Júlímánuði annaðhvort ár, hafi konungur ekki til- tekið annan samkomudag sama ár. Breyta má þessu með lögum. 8. gr. (1. liður 25. gr. stj.skr ). Fyrir hvert regluiegt alþingi, undir eins og það er saman ko«nid, skal leggja frumvarp til fjárkga fyrir ís land, fyrir tveggja árafjárhagstimabil- ið, sem í hönd fer. Með tekjunum skal Nr. 51. telja tillag það, sem samkvæmt lögum um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu 2. Jan. 1871, 5. gr.; sbr. 6. gr., er greitt úr hinum almenna ríkissjóðf til hinna sérstaklegu gjalda fslands >ó þannig, að gre'ða skuli fyrfr fram af tillagi þessu útgjöldin til hinnar æðstu innlendu stjórnar íslands, eins og þau verða ákveðin af konungi. 9. gr. (28. gr. stj.skr.). Þegar lagafrumvarp er samþykt 1 annari hvorri þingdeildinni. skal það lagt fyrir hina þingdeildina í þvf formi sem það er samþykt. Verði þar breyt- ingar á gerðar, gengur það aftur til fyrri fyrri þingdeildarinnar. Verði hér aftur gerðar breytingar, fer frumvarpið að nýju til hinnar deildarinnar. Gangi þá enn eigi saman, ganga báðar deild- irnar saman f eina málstofu, og leiðir þingið málið til lykta, eftir eina um* ræðu. Þegar alþingi þannig myndar eina málstofu, þarf til þess, að gerð verði fullnaðarályktun á máli, að meir en helmingur þingmanna úr hvorri deildinni um sig sé á fundi, og eigi þátt f atkvæðagreiðslunni;ræður þáatkvæða fjöldi úrslitum um hin einstöku máls- atriði, en til þess að lagafrumvarp, að undanskildum frumvörpum til fjárlaga og fjáraukalaga, verði samþykt i heild sinn i, þarf aft.ur á móti að minsta kosti að tveir þriðjungaratkvæða þeirra, sem greidd eru, séu með frumvarpinu. 10. gr. (34. gr. stj.skr.). Ráðgjafinn fyrir ísland á samkvæmt embættisstöðu sinni sæti á alþingi, og á hann rétt á að taka þátt í umræðun- um eins oft og hann vill, ',en gæta verð- ur hann þingskapa. í forföllum ráð- gjafa má hann veita öðrum manni um- boð, til að mæta á alþingi fyrir sína hönd, en að öðrum kosti mætir lands- höfðingi fyrir hönd ráðgjafa. Atkvæð- isrétt hefir ráðgjafinn, eð sá, sem kem- ur í hans stað, því að eins, að þeir séu jafn framt alþingismenn. 11. gr. (36. gr. stj.skr.). Hvorug þingdeildin má gera álykt- un um neitt, tenia meir en helmingur þingmanna sé á fundi og greiði þar at- kvæði. 12. gr. (2. ákv. um stundarsakir). Þangað til lög þau, er getið er um í 2. gr. (3. gr. stj.skr.), koma út, skal hæztiiéttur ríkisins dæroa mál )þau, er alþingi höfðar á hendur ráðgjafanum fyrir Island, út af embættisrekstri hans eítir þeim málafærslureglum, sem gilda við téðan rétt. Daufir heyra. Sííastl. flmtudag, var haldin fundur í Massey Hall í Toronto og er hún að mörgu leyti sú markverð- asta af sinni tegund sem nokkurn tíma hefir verið haldin hér í landi. Dr. Clark, frægur vísindamaður í New York, heflr boðað þessa sam- komu og böður þangað öllu heyrnar- lausu fólki. Hann ætlar að halda fyrirlestur um nýjar nútíma upp- gðgvanir og nppgðgvanir sem hann sjálfur heflr gert. Á þessari sam- komu ætlar Dr. Clark að sýna hið nýfundna heyrnarverkfæti ,,Akoup- hone” og er það fyrsta sinni sem það er sýnt í Canada Dr. Clark lofaði að láta alla heyrnarley.singa sem sækja þessa samkomu, heyra hvert orð sem hann talar, með til- hjálp þessa verkfæris. En fremur ætlar hann að sýna hvernig farið er að senda vírlaus hraðskeyti, og myndir milli fjærlægra staða, t. d. ætlar hann að sýna mynd af Kron- princi Fnglands sem verður í Mont- real það hveli. Sú mynd á að send« ast frá Montreal með þessum vírlausu hraðsendinga færum og ú hún að koma út á, þartilgerðu tjaldi sem verður strengt á eina hlið samkomu salsins. Slíkar myuda sendingar eru nú farnar að tiðkast og hafa þær verið sendar frá New York til Buflfa- lo, —á sýningunaþar ogtil baka afl- ui, þetta eru engar missýningar sem allir sarakomugestir geta sannfærst um af eigin sjön — á sarakomunni.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.