Heimskringla - 26.09.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKBINGLA 26. SEPTEMBER 1901.
Reimskringla.
PUBUSHBD BY
Tiw Heimskriagla News & Publishing Co.
Yerð blaðsins í Canada og Bandar.$1.60
um 4rið (fyrirfram borfcað). Sent til
fslands (fyrirfram borgað af kaupenle
um blaðsins hér) $1.00.
Peoingar sendist i P.O. Money Order,
Uegistered Letter eða Express Money
Order. Bankaávisanir & aðra banka en i
^innipeg að eins teknar með affðUpm.
B. Ií. Baldwlnson,
Editor & Manager.
Offioe : 547 Main Street.
P O BOX 1283.
Hinn nýij forseti|
Bandaríkja.
Theodore Roosvelt er fæddur í
New York 27. Október 1858. Hann
er af Hollenzkam ættam. Faðir
hans, sem dó 1879, var um mörg ár
mjög merkur maður í flokki republ-
ikana, og frá honum erfði hinn nýji
forseti sínar pólitisku skoðanir.
Hann fékk mentun sína í Harward
háskólanum, og var talinn í fremri
röð nemenda fyrir gáfur sínar og á-
stundnn við námið. Hann útskrif-
aðist frá Harword árið 1880, og fór
þá að stunda lög í Columbia háskól-
anum. Árið eftir var hann kosinn
tU þingsins fyrir 21. deildina f New
York borg, og gerðist brátt atkvæða
mikill í þinginu. Árið 188« sótti
hann um borgarstjóraembættið í New
York, en varð undir í þeim kosn-
ingum. Þrem árum síðar fékk hann
embætti undir Washingtonstjórn-
inni, og hélt því embætti til 1895,
þá varð hann umsjónarmaður lög-
regluliðsins í New York, og sýndi
þar mikla rögg af sér í því að bæta
alla lögröglu þar í borginnb J Þessu
embætti hélt hann í 2 ár og varð þá
aðstoðarritari í sjóliðsdeildinni í
Washington, undir stjórn McKinJeys.
Þegar stríðið við Spán byrjaði sagði
hann þessu embætti af sér og mynd-
aði sérstaka riddaradeild og gerðist
foringi hennar og barðist í Cuba.
Ástæðan sem hann gaf fyrir því að
segja af sér embætti til þess að fara í
stríðið, var sfi, að hann hefði átt eins
mikinn þátt og nokkur annar mað-
ur í að hefja þetta stríð, og þess
vegna áliti hann ranglátt af sér að
sitja heima en ætlast til þess að aðrir
héldu uppi ófriðnum. Enda var
hann einhver hugrakkasti maður
sem Bandaríkin áttu í því stríði. Að
afloknu stríðinu var hann kosinn
rlkisstjóri í New York árið 1898, og
var það þá alment viðurkent að það
uæri síðasta trappa í stiganum til
forsetatignarinnar, sem allir bjugg-
ust við að hann mundi fyr eða síðar
hreppa. Enda var hann kosinn
varaforseti Bandaríkjanna við næstu
almennar kosningar þar á eftir
Hinn nýi forseti er fræðimaður
mikill. Hann hefir ritað nokkrar
bækur, og fræðigreinar í amerisk
tímarit. Hann er starfsmaður mik-
ill, hreinskilinn og einbeittur, og
þvi mun óhætt að vænta þess að
stjórnarathafnir hans stjórnist af
beztu vitund og þekkingu, og að
hann sýni sig að vera hæfan eftir-
mann hins látna McKinley. Mr.
Roosvelt er 43 ára gamall. og er sá
yngsti forseti sem stjórnað hefir
Bandar í kj unum.
Bút'ræðileg mentun.
Alþýðuskólakenslan í þessu
landi, eins og allar starfs- og fræði-
gretnar, er háð sífeldum breytingum
og umbótum. Fyrrum var skrift,
reikningur og lestur kensla talin full-
nægjandi mentun fyrir hvert það
barn sem ekki vur fyrirfram ákvarð
að til þess að ganga háskóiaveginn.
Síðar var bætt við þessar einföldu
námsgreinar ýmsu því, er áður var
kent að eins i æðri skólum, svo sem
málfiæði, sögu, landafræði, flatar-
málfræði og bókstafareikni jgi, við
þetta var svo s'ðar bætt, söng, upp-
dráttarlp .t og heilbrigðisfræði, grasa-
fræðiogöðium slíkum námsfögum.
Einatt var hægt og álitið nftuðsyn-
legt að bæta við ný um námsgrein-
um, og einatt var og er aukið á
námsþol barnanna, og því verður
ekki neitað að þau ná allsæmilegri
mentun í aðþýðuskólunum. En
spurningin heflr vaknað um það
meðal fræðimanna hvert þetta sé i
raun réttri sú heppilegasta menta
aðferð. Því er haldið fram að lestur
og skrift og almennur reikningur,
séu í raun réttri engar mentagreinar,
heldur nauðsynleg undirbúnings-
skilyrði til þess að geta notið ment
nnar og lærdóms. Það er og sýni-
legt að allar þær bóknáms menta-
greinar, sem kendar eru i skólunum^
hafa það í för með sér að gera ung-
lingana ófúsari til líkamlegrar
vinnu, eftir að náms&runum er lokið,
heldur enn álitið er að æskilegt
væri. Þeim hætti of mjög við því,
mörgum hverjum, að seilast í þau
verk sem fínust eru og léttust, en
forðast í lengstu lög að taka nokkuð
það fyrir sem heitið geti strit- eða
líkamleg vinna. Þess vegna fiefir
því verið hreyft að heppilegt mundi
vera að kenna á alþýðuskólum lands-
ins, undirstöðuatriði til ýmsra hand
iðna og einnig undirstöðuatriði bú-
fræðinnar. Og hvortveggja þetta
heflr verið reynt á stöku stöðuin og
gefist vel. Þyí er haldið fram að
rétt sé að leggja áherzlu á að kenna
barninu það sem líklegt sé að koma
því að mestum notum í tramtíðinni,
og í þessu Mnaðarlandi, sem heflr
milliónir ferhyrningsmílna af frjóf-
samasta akurlandi sem fáanlegt er í
heiminum, er það talið nauðsynlegt
að haga skólanámi ungmenna þann-
igað þau fráfælist ekki að stunda
laudbúnað eða aðrar atvinnugreinar,
sem útheimta líkamlegt erfiiði, þeg-
ar þau koma úr skólunum og fara
að taka þátt í lífsstarfi þjóðariunar
upp á eigin reikning. En þessu
verður bezt framgengt með
því að innræta þeim virðingu fyrir
vinnulýðnum og göfugleika vinn-
unnar, og veita þeim á skólunum, að
svo miklu leyti sem því verður
viðkomið, verklegar æíingar í þess-
um greinum. Því er og haldið
fram að slíkar verklegar æflngar,
ásamt því að þær vekja hjá barninu
þekkingu á þeim og í mörgum til-
fellum löngun til að stunda þær, hafi
ennfremur það til ágætis sér, að
skerpa þau við bóknámið. Áður
fyrrum var landbúnaðarstaðan höfð
i fyrirlitningu ,ef svo mættí segja, af
þeim sem gengu menta- eða verzl-
unarveginn, og menn keptust um að
gera alt annað en bændafólk úr
börnum sínum, og af þeirri hugsun
er það sprottið að fólksfjölgun í
borgum og bæjum er langtum örari
en út á landsbygðinni, því að ungl-
ingarnir utan af landjnu sækja inn í
bæina og borgirnar meira en borgar-
bömin sækjast út á landið.
En með vaxandj mentun og
þekkingu er það æ ljósara, og nú al-
ment viðurkent, að landbúnaðurinn
krefjist eins mikilla vitsmuna og
hættleika ein og hver önnur fræði-
grein, að hann sé í sannleika ein
stór og áríðandi fræðigrein, og að
það sé þess vegna eins nauðsynlegt
að byrja þá kenslu strax í barna-
skólunum, sem undirbúning undir
frekara nám síðar á lífsleiðinni, eins
og lestur og skrift séu nauðsynleg
undirstöðuatriði tii annars og æðri
lærdóms sfðar.
Fyrirmyndarbú ríkisstjórnar-
innar í Canada og búnaðarskólar í
hinum ýmsa austaii fylkjum ríkis-
ins eru mjög vinsælar stofnanir, og
vinsældir þeirra vaxa með ári hverju
eítir því sem nytsemi þeirra kemnr
betur í ljós. Það er því óhætt að
fullyrða að það yrði alment vinsælt
hér í landi að auka búfræðikenslu
við aðrar námsgreinar I alþýðuskól-
unum, og það má telja vlst að slík
keusla hefði hinar beztu afleiðingar
á nemendurna, engu síður en aðrar
námsgreinar sem þar eru kendar.
Ódýrt rafafl.
Menn hefir um fieiri ár dreymt
um möguleikann á því að knýja
megi alskyns verk- og iðnaðarvélar
með rafafli írl fjarlægum stöðum,
þar sem hægt vari að framlíiða það
með vatnskrafti, og án eldsneytis, og
það þótt framleiðslustöðvar þess
væru í mörghundruð mílna fjar-
lægð frá aflsuppsprettunni ,og á slðari
árum heflr mikið verið iitað um
þetta mál, og því haldið fram að
Niagarafossinn gæti tiamleitt nægi-
legt afl til þess að knýja allar vinnu-
vélar í neðri Canada og I austur
Bandaríkjunum. En enn þá hafa
fáar tilraunir verið gerðar til þess
að koma þessu f framkvæmd, á-
stæðan fyrir þessu er óttinn fyrir
að svo mikið af aflinu tapist í flutn-
ingnum, að aflið fyrir þá sök yrði
dýrara en það ætti og mætti verða
til þess að fyrirtækið borgadi sig.
En nú hefli það verið sannað að til-
tölulega lítil upphæð afls þess sem
sent er með þráðum yfir langan veg,
þarf að tapast í flutningi. Eitt dæmi
þessu til sönnunar er það, að bærinn
Los Angeles í California knýr nú
verkvélar sínar með rafafli sem fram-
leitt er í árgili nokkru f 125 mílna
fjarlægð frá bænum, en tap það á
aflinu sem verður við flufcninginn er
talið 5%. Félag það sem framleiðir
afl þetta var myndað fyrir að eins
nokkrum mánuðum, en svo mikið
heflr það unnið á þessum stutta tíma
að bærinn ber nú alt annan blæ en
hann áður gerði. Strætisvögnum
bæjarins er nú rent með afli þessu,
og bærinn er lýstur með þvf, og
mörg hus eru nú hituð með aflinu,
auk þess sem það knýr verkvélar í
verksmiðjum bæjarins. Ymsar til-
raunir hafa að vísu áður yerið gerð-
ar í Bandaríkjunum til þess að lýsa
og hita borgir og knýja vinnuvélar í
þeim, en þetta er fyrsta tilraunin
svo oss sé kunnugt, sem gerð heflr
verið til þe3s að leiða aflið svo langa
leið, 125 inílur vegar. Það er vert
að geta þess að vöxtur félags þessa,
sem nú er að bæta tveim milliónum
doll. við höfuðstól sinn til þess að
geta starfað á líkan hátt í öðrum
borgum landsins, heflr orðið í trássi
við öflugustu samkepni annarafélaga,
einkanlega olíufélögin, sem seldu
eldsneyti sitt, óhreinsaða olíu, fyrir
40c tunnuna, en tvær tunnur af olíu
eru taldar jafngildi 2000 punda af
kolum. Eftir þes3U er svo að sjá
sem rafaflð sé selt fyrir lítið meira
en einn tólfta part af því sem það
mundi kosta að framleiða jafnmikið
afl með kolum, sem þó kosta ekki
meira en $9.00 tonnið þar f borginni.
Það var Thomas Edison og Mr.
Ensign sem stóðu fyrir byggingu als
þess útbúnaðar sem hafð ur er til fram -
leiðslu þessa rafafls sem notað
er í Los Angeles.
Torontobúar sem eru að eins
85 mílur vegar frá Niagarafossi, eru
nú í undirbúningi með að nota afl
fossins til þess að lýsa og hita borg
sína og til að reka iðnað borgarbúa
þar. Winnipeg hefir hugsað um að
fá þetta afl frá Rat Portage, þar sem
hægt er að framleiða það með litlum
kostnaði. En enn þá heflr þetta
ekki komist í framkvæmd. Það er
Iíklegt að reynsla Los Angeles búa
hafl þau áhrif að flýta fyrir fram-
kvæmdum hér í Canada f þá átt að
taka upp notkun þessa afls í stað
framleiðslu þess með kolum, sem hér
eru dýr í samanburði við það sem
þau kosta vfðast annarstaðar f
Ameríku.
Kostnaður við kon-
ungsvald Breta.
Brezka þingið heflr veitt í síð-
ustu fjárlögum, ákveðið Árs tillag til
viðhalds hinni konunglegu fjölskildu
og hirð konungsins. Brezkum blöð-
um þykir aðallega tvent einkenni-
legt við þá fjárveitingu, 1. að hún
var ekki hærri en raun heflr á orðið
og 2. að fjárveitingin mætti ekki
meira mótspyrnu f þinginu, heldur
en athvæða greyðslan sýndi að varð.
37b atkvæði voru greidd í þinginu
um þetta mál. 309 voru með stjórn-
inni og veitingunni en 67 á móti.
Mótflokknrinn voru mest írskir þing-
menn og þeir sem fylgja Mr Labouc-
here að málum. Hann er ritstjóri
að útbreiddu blaðí í Lnndúnum og
heflr í mörg ár haft á móti því að
svo miklu af fjé þjóðarinnar væri
varið til viðiialdskonungsfjölskyld-
unni og hirðinni. Kveður fé því
mundi betur varið til annars þarf-
legri fyrirtækja, til framfara J jóðar-
innar. En þingið gat ekki fallist á
þessa skoðun og veitti því það fé sem
stjórnin bað um, þar af eru $2,350,-
000, til konungsins, og $850,000,
fyrir Drottninguna, og $190.000 fyrir
hvert af böruum þeirra,þessutan veitti
þingið áframhaldandi Árs styrk til
u
Vit eða vaðall.
—Ljóða-bréf.—
II. EFTIRKÖST
u
allra syskina konungsins, sem nem-
nr$365,000 á ári. Þessutan er veitur
ársstyrkur til frændfólks hinnar
látnu Vitoriu Drottnfngar, svo að öll
veitingin nemur $3,230,000, en það
er $335,000, meira en nam árlega
útgjöldunum á ríkis Árum Victoríu.
Þessi 3| milion Dollars árlegu
útgjöld í sambaudi við konungsvald
Breta sóma sér vel f samanburði við
útgjöld annara Evrópu þjóða til líkra
þarfa, eins og aést af eftirfylgjandi
Ríkja útgjöldum.
Rússland
Þyzkaland
Austria ..
England
ítalia ....
Frakkland
Spánn
Belgia ..
Saxony ..
Bavaria ..
Svíaríki ..
Portugal
Holland ..
Danmörk
$13,751,000
;3,929,825
3,625,000
3.230,000
3,210,000
2,130,000
1,850,000
1,375,000
940,000
700,000
650,000
400,000
330,000
330,000
Það var búist við að Edward
konungur mundi biðja um 3 millionir
Dollars á ári handa sér sjálfum þótt
móðir hans hefði ekki raeira en 2
millionir pví að Wílliam konungur
frændi hanns hafl 2| million Árs
tillag fyrir 65 árum þegar peningar
voru dýrari en þeir eru nú á dögum,
og þegar útgjöld konungs voru
miklu minni en þauerunú á dögum.
Þess utan hafa ríkiseignar þær sem
konungar Breta höfðu fyrrum allar
intektir meira en tvöfaidast í verði
Blðan Árið 1837 þegar Victoria
Drottning seldi þær í hendur iíkis-
sins fyrir 2 million Dollars árstillag
og loforð þingsins um að leggja ríf-
legan lífeiritil barna hennar. Hreinn
ágóði af þessum eignum var í fyrra
$2,125,000, þessar eignir hafa frá
fornöld ætlð verið taldar eign ríkis-
stjórans fyrir lifstíð, hver sem’hann
heflr verið, og eru því nú eign Ed-
wards konungs, sem hefir selt þær
í hendur ríkisins, þar til næsti stjórn-
ari tekur við völdum, fyrir $2.300,
000 á Ári. En hann eíns og fyrri
ríkistjórar áskilur sjer þess uían inn-
tektir af Lancaster hertogadæminu
bem nema $300-000, á Ári, og fyrir
Son sinn,—Rikiserfingan; inntektir
af Cornwall hertogadæminu, sem
talin heflr verið llfstíðareign Ríkis-
erflngjanna I meira en 300 Ár, þess-
ar inntektir nema nú $310,000 á Ári.
Með þeim $190,000 sem rikiserflng-
in fær árlega úr ríkissjóði; heflr hann
þvi um hálfa million Dollars á Ári.
Að þvl er snertir inntektir konugs
ins þá er mestur hluti þeirra ætlaður
til viðhalds hirðinni, kaupgjald
þjóna og viðhaldsríkis hallanna, t. d.
eru $629,000 ætlaðir til kaupgjalds
þeirra er konungur heflr I þiónustu
sinni Qg er sú upphæð $31,000 lægri
en meðan Victoria rjeði ríki: til ann-
ara heimili3 þarfa eru ætlaðir $965,-
000. Fyrir þessa upphæð verður
konungur að halda Tíu konunglegar
hallir, Windsor, Buckingham St.
James, Hampton Court, Osborne,
Balmoral, Sandringham, Kensington,
Clare Mount og Frogmore kastalana,
og einhverjar fleiri stofnanir. En
fvrir viðgerðir og húsbúnað við þessa
Kastala veitir ríkið sérstaka árs upp
hæð sem nemur $100,000 og þess
utan eru konungi veittir $66,000 á
Ári til gjafa handa fitækum og ríkum
og til að eftirlauna þjóna slna, eða
fyrirrennara sína. En laun konung-
sins, eeui !:ann má nota eptir vild
og þarf ekki að gera stjórninni grein
fyrir eru $850,000 á Ári.
Kæri Hnýainn minn, til mín
Miðinn spurning benti:
Hvert að bréflð það til þín
Þyrði sjá á prenti ?
Ekki þarf I það að sjá,
Þér ég aftur gegni:
Ég er bóndi, alt mitt á
Undir sól og regni.
Þó að einhver þyktist mér
Það er smátt í tapi;
Veður-áttin aldrei fer
Eftir manna skapi.
Mér var, lagsi, aldrei um
Eiga nokkru sinni
Málsverð undir embættum
Eða lýðhyllinni.
Bónda-manni’ er bótin sú
Við breetum skrauts og náða:
Fleðuskapinn heima-hjú
Haun þarf sízt að ráða.
Eins um hitt, hvert ókvíðinn
Eg sé við þá prentun,
Sem þó skorti skilyrðin:
Skólaganginn—mentun.
Örðug verður úrlausn hér,
Illa stend að vígf—
Hálf-sannleikur oftast er
Óhrekjandi lýgi !
Það er satt, að mentun mér
Mislögð víst er fengin;
Ef við hámark hana ber
Hún er næstum engin.
En ef þú ert aðgætinn,
Á þó minna beri
Sérðu víðar, vinur minn,
Vondan brest í keri.
Hámentaða virðum vér
Vora lærdóms-hróka,
Sem eru andlegt ígulker
Ótal skóla-bóka.
Þitt er mentað afl og önd
eigir þú fram að bjóða:
Hvassan skilning, haga hönd,
Hjartað sanna’ og góða.
Frá þvl rnarki manninn þann
Ég mentaðastan dæmdi,
Flest og bezt sem var og vann
Það vönduðum manni sæmdi.
En I skólum, út’ um lönd,
Er sú mentun boðin.
Fátt er skeytt um hjarta’ og hönd,
Hausinn út er troðinn.
Jafnvel þessi stefnan sterk
Stundum hafnast illa.
Það kvað undur örðugt verk
Ýmsra koll að fylla.
Öll er I molum mentun enn.
—Um mlna ei ég senni—
Hitt er fjandi’ að færir menn
Flaska líka’ á henni.
Eg gat hrifsað henni af
Hætið sem ’ún vék mér
Meðan Lvinn makrátt svaf,
Meðan Kœti Iék sér.
Hér er ei gert hver gildi meir’—
Góð eru bæði skæðin !
Þarna las ég líkt og þeir,
Lærði sömu Frœðin.
Hindra mig ei þarf frá því
Þar um rétt að segja,
Þó viti ei stofninn Eos í
Né anno kunni’ að beygja.
Eins fanst þér það illa mist
Út úr þulu minni:
Ég hef ei með ljóðskáld-list
Lætt inn skoðanlnni,
Eins og helztu hirðskáld þln!
Hátturinn sé svo prúður—
Ég er ekki, elskan mln,
Andlegra sálma trúður.
Lístin sumra lýti ber
Frá litilmensku’ og flelra—
í verki þess sem óheill er
Æ er nokkur feyra.
Svo var þarna enn þá eitt
Á sem varst þig steyta :
Það sé ætíð ofur leitt
Öllu svona’ að neita.
Sástu’ ei, kæri, /;versu fer
Hverri sannleiks-leitun ?
Meira’ en helfdn all jafnt er
Á ósannindum neitun.
Þegar grey, um géð sitt þvert,
Góðu’ af ótrú heita—
Þá er aldrei einkis vert
Upphfitt voga’ að neita.
Se nast yóru sorgarmörk
Sfir, á þínu spjalli:
A!t sé líttð eyðim'jr.í
Ef að gol i í falli.
í ekkert háleítt höggvum skarð
Hugmynd forn Þó rými.
Hrundi sól þá hún ei varð
Höfuðið á Mfmi ?
Þó að heimur hnigi að
Hinu sem ég skrifa
Við myndum halda við fyrir það,
Að verða menn og lifa.
Þetta gott og gilt ég tel:
—Guðfræðin er búin—
Hagnaðslaus að vilja vel
Verður hreinust trúin. j
Ef þig fýsir fólksins að
Farsæld nokkuð hlynna,
Legðu hiklaus hönd á það—
Heitust bæn er Yinna.
Þór er svarað—þú heflr spurt—
Það er nóg að sinni.
Sé það, kæri, kalt og þurt
Kveiktu’ í pípu þinni!
Fimtugir eí ernm enn;
Oss er nægur tími,
Sem landsins frægu listamenn,
Að liggja’ á bæn í rími.
Sá er flestu lítið lið
Sem liflr til að hika.
Mér er yndi’ að ýta við
Öllu’ og sjá það kvika.
Njóttu góðs—um gráð og lönd
Goð og menn þér eiri
Bróðir. Þér I bráða-hönd
Bögur legg ei fleiri.
Stephan O. Stephansson.
Úr bréfi til ritst. Heimskr.
Góði vin: —
Fyrir hér uð bil ári síðan voru
smaladrengir Mark Hanna all ill-
yrtir út af því að ég nefndi flokk
þeirra 1(konungssinna“, af því mér
fanst það skiljanlegra en einhver ný-
gerflngur yfir orðið „Imperialism “,
því vel að merkja, smalarnirog mál-
gögnin létu sem sér velgdi við orð-
inu ,,Empire“, þeir slógu um sig
með bókstafnum, en gættu ekki að
andanum, gleymandi auðvitað hinni
gömlu framsögn að t,andinn lífgar
en bóksrafurinn deyðir“,
En rétt nýverandi helirenskur
rithöfundur einmitt sannað mína
staðhæflng, að Hanna veldi væri
einveldi, konungsveldi í anda, ef
ekki eftir bókstafnum.
Mr. Sidney Brooks skrifar
gagnr ý nisr i tger ð yfir stjórnarfar
Bandaríkjanna I „The Forthnightl y
Review“. Meðal annars segir hann:
„Það heflr verið ályktað af æðsta
dómstól Bandaríkjanna að fáninn og
grundvallarlögin fylgist að, þjóðin
er bæði lýðveldi og konungsríki
(empire), allir menn þjóðarinnar
undir hinum stirnda fána eru ekki
Iengur jafnir eða frjálsir, sumir
eru borgarar (citizens) en aðrir eru
þegnar (subjects). Fyrir fimm árum
síðan mundi engum Bandaríkja-
manni hafa komið til hugar að flagg-
ið og grundvallarlögin væru að-
skiljanleg, þeir trúðu því allir að
hvar sem annað væri hlyti hitt að
fylgja. En nú heflr reynslan sann-
að hið gagnstæða.11
Þetta er þá vitnisburður þessa
enska rithöfundar, það er litlum efa
bundið að eitthvað af hinnm leigðu
málgögnum tekur þenna náunga í
hnakkann, því mörg þeirra þykjast
hafa megnan viðbjóð á orðinu kóngs-
rlki eða konungrveldi (empire). En
hvað sem þessi málgögn kunna að
gala, þá breytir það ekki hið minsta
sannleikanum, sem er, að vér höfum
eins mikinn rétt til að kalla land
vort konungsveldi eins og Bretland
hið mikla heflr, vér fylgjum Bretum
nákvæmlega í öllu því er ég álít
miður fara, en virðum að engu þeirra
góðu framkvæmdir. Vér fylgjum
Bretum nákvæmlega I því að drepa
niður lýðveldisþrá þjóðanna með
báli og brandi.
Það er satt, vér höfum ekki
krýndann konung, en vér höfum níu
háyflrdómara, sera halda Iífstíðar-
embætti, ef þeir hegða sér nokkurn-
vegin heiðarlega. Þessir níu herrar
hafa mörgum sinnura meira vald en
Játvarður sjöundi hettr yfir Eng-
landi, og þó lávarðadeildinni sé lofað
að vera á hlið konungins, þeir geta
eyðilagt öli verk sameinaða þings-
ins, þeir geta ályktað að Iög séu
dauð og ómerk I einu tilfelli og í
sömu andránni gildandi í tilíellum
af sömu tegund, eða þá að lögin séu
igildandiað sumu leyti, en að öðru
I