Heimskringla - 28.11.1901, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.11.1901, Blaðsíða 1
 J KAUPIÐ, ^ J J Heimskringlu. [ J pnpnTn J J Heimskringlu. J XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 28. NÓVEMBER 1901. Nr. (. Frjettir. Markverðastu viðburðir hvaðanæfa. Það hefir borið á innbyrðis ósam- lyndi i brezka ráðaneytinu. Er þess heizt Ketið til að Sir Michael Hicks Beach muni segja af sér fiármálastörf- um og að Chamberlain taki þá stöðu. Annars er Salisbury mest umhugað að sætt komist á meðal ráðgjafanna, ann- ars sé stjórn hans hætt við falli. Sykurgerðarverkstæði í Þýzkalandi brann í síðastl viku,—Skaðinn metinn 4 mil. mörk. Allmikið kuað nú bera á hólusýki í mönnum á ýmsum stöðum í Austur- fylkjum Canada og í Bandaríkjunum. Methodista kyrkjan í Bandaríkjun- um eyddi á síðastl ári $72.000 til kristni- boðs í Evrópu og öðrum löndum. Ottawastjórnin hefir fengið kvört- un um of hátt flutningsgjald á White Pass brautinni í Yukon landinu, for- menn brautarinnar heimtuðu nýlega— og fengu borgað $1.100 fyrir að flytja eitt vagnhlass af nöglum með braut- inni yfir 50 milna langan veg. Róstur miklar gerðust á þingi Frakka í Parishann 18. þ. m. ut af til- lögu stjórnarinnar um að taka 265 mil. franka lán til að borga kostnaðinn við herleiðingar þeirra í Kína. Það var stungið upp á því að lækka þessa lán- töku niður í 210 mil, franka. Þetta þoldi stjórnin ekki og varð þá svo mik- ill gauragangur í þingmönnum að ekk- ert orð heyrðist. Að lokum neyddist forseti til að yfirgefa sæti sitt og með því var fundi slitið án þess að málið yrði útkljáð. Bréf frá miss Stone til vLua henuar ssgir hana enn þá í varðhaidi og að hún sleppi ekki fyr en $100,000 lausuarfé sé greitt til stigamanna, 17 ára gamall piltur í Rat Portage druknaði niður um ís á skógavatni hjá Rat Portage á miðvikud. í síðasrl. viku. Fréttir um fleiri druknanir á ýmsum stöðum í Masitoba síðan ís lagði í haust, koma víða að. Fólk ætti að vera alvarlega varkárt á ísum, ekki að eins á haustin, heldur ætíð meðan ís liggur á vötnum því afætur geta víða verið án þess þeirra gæci á yfirborði íssins. Eldur kom upp i námu í Colorado í síðastl. viku og 80 menn köfnuðu í reykjarsvælunnj áður en hjálp varð feugin. Dominionstjórnin hefir ákveðið að veita heimilisrétt á öllum þeim odda- sectionum í Manitoba og Norðvestur- landinu sem hún befir umiáð >fir, og ekki hafa verið veittar járnbrautarfé- lögum, Þessi lönd fást því ekki lengur keypt eins og að undanförnu. heldur verða þan veitt ókeypis tíl landnáms á sama hátt og sectionir með jafnri tölu. þeir íslendingar sem vildu víta frakar um þetta geta snúið sér til umboðs- manna Dominionstjórnarinnar eða til Joseph B. Skaptason Dept. of Agriculture Winnipeg. sem gefa allar upplýsingar þar aðlútandi. Fylkissýningin í Toronto endaði með $15,0u0 tapi fyrir sýningarnefiid- ina. Iuntektir voru u#t $23,000 minni en í fyrra. Votviðrum og Buffi.losýn- inguuni er kent um þetta. Berserkirnir Jeffrie3 og Ruhlín áttu að berjast 20 atrennur í San Fransisco á föstudaginn var, 10,000 áhorfendur vorn komnir þar saman, en Ruhlin g i st upp eftir 5. atlöguna. Aðgöngu- miðar seldust fyrir $40,000 og Ruhlin fékk fjórðung fjárins þó hann tapaði. Áreiðanlegar fréttir frá Altin hér aðinu í British Columbia skýra frá markverðum gullfundi þar. Sunrise Hydrantic félagið átti þar nokkrar út- þvotta námalóðir. Þegar búið var að þvo út alt gull se n fanst i sandinum þá tók félagið að sprengja klettinn sem lá undir sandiaum, sem námamenn nefna “'bed-rock”, ílþessum kletti fann fél. frá 1,000 til $5'000 f hverju tonni af grjóti. Qullæðtn í kletti Þessum er yfir mílu á lengd og geymir án efa marga tugi miliona, en langan tíma þarf til að ná því öllu úr grjótinu, Mr. Moore, sem ferðast hefir um meirihluta af Banda- rfkjunum á undanförnum mánuðum, telar vist að um 100,000 manna í Ne- braska og öðrum fylkjum muni á næsta ári leggja leið sína til Canada, og setj- ast að i Saskatchewan héraðinu. 214 tiáraalóðir í svo nefndri gull- hlíð í Klondikehéraðlnu voru nýlega seidar fyrir $750,000. 200 af lóðum þessum eru þektar að geyma gull í sér. Kitchner lávarður segir í skýrslu sinni til brezku hermáladeildarinnar, að 356 Búum hafi verið kotnið fyrír kattarnef síðan 7. þ, m. Canadast/'órn in er að kaupa hafra í Albertatil að senda til Suður Afríku. 27c, eru borguð .fyrir bush. Það er og talað um að senda hráðlega um 600 hermenn héðan til Afriku til að hjálpa Bretum þar. Um Dr. George T. Orton, sem and- aðist í Winnipeg i þessum mánuði segir blaðið Toronto Globe meðal annars þetta: ‘‘Enginn maður stóð hærra í áliti Sir Juhn A Macdonald's heldur en Dr. Orton. Hann var einn af þeim mönn- um sem ætið var reiðubúinn til að þjóna flokki sínum og landi svo sem haun mest mátti. Á meðal hinna mörgu mála sem hantt barðist sérstak- lega fyrir, var málið um að skipa nefnd til að annast um hagsmuni landbúnað- arins í Canadariki. Einnig barðist hann miög á móti vaxtaupphæð þeirri sem bændur urðu þá að borga af láns- fé er þeir tóku og þegar C. P. R. braut- in var bygð þá hélt hann því fastlega fram að sú braut skyldi bygð alla leið til British Columjia, svo fljótt sem hægtjværi, til þess að tengja það fylki við aðra parta Ríkísins. Hann var aðallæknir fyrir C. P R. fél. i nokkur ár. Hann var vænn maður og trygg- lyndur vinur. Brezkur inn að instu hjartarótum. Áhrifamikill maður í ccnservativeflokknum og sómi lækna- stéttarinnar í landi þessu. Minning Geo. T. Ortons mun lengi vara í hjört- um þúsunda af vinum hatis v’íðsvega: um Canadaveldi. Sjóliðsforingi Schley er sagður gjald- þrota. Allar eignir hans hafa gengið í að hrcinsa hann af bleyðicrði því sem á hann var borið af ýmsum blöð- um í Bandaríkjunum í sambandi við bardagann við Santeago. Schley hefir varið 45 ár í sjóliði Bandaríkjanna^ og hafði Sparað á þeim tíma af kaupi sínu um $20.000, en þessir peningar eru allir farnir i lögmanna og vitna kostnaö við rannsókn þá sem höfð hefir veriðí máli hans. Schley segir sjálfur að hann sjái sig ekki eftir peningunum, ef haun að eins geti fengið einhverja fullvissu um það að kona sín þurfi ekki að líða nelnn skort í framtiðinni. Admí.áll Samson á hinn bóginn hefir fengið frá Washingtonstjórninni $33,000 í sinn hlut af vet ðlauuapening- um fýrir vinninginn við Santeago-bar dagann, þótt hnnn yæri á skipi sínu um 20 mílur úti á sió meðan á aðair bardaganum stóð, og Sem allir vita að vanst fyrir Schleys frægu framgöngu og sókn á hendur Spánverjum. Ýmsir hafa gert Schley tilhoð um að rita í tímaritog 115 manut hsfa boðið honum að kosta ferðir hans u n landið til að halda fyrirlestra en hann hfier euu þá ekki þegið þessi boð; þykir það ekki eiga vel við hermannastöðu sína. Ýms blöð halda því fram að af því að Sch- ley sé ekki sömu pólítiskrar trúar og þeírmenu sem uú eru við völdin í Washington, þá sé stjórnin undir niðri á móti honutn og þykir i laumí væut um »ð hann verðl sem yerst lelkinn og sem verst rúiuu af æru og efnura, Hvort þetta er rétt herrat eða ekki, getum vér bér nyrðra ekki viatð. En hitt virðist rétt. að eitthvert spor sé tekið í þá átt að bæta JAdmírál Schlejr einhvern part af þeim skaða sem hanu hoflrorðið að líða við uppreisn mann- orðs síns fyrir i fsókn, hatur og öfund fullra blaðamanua. Blaðið North German Gazette ,sem alment er talið málgagn þýzku stjórn- arinnar, fer allhörðum orðum um Mr, Chatnberlain og aðfarir brezku stjórn arinnar i Suður-Afríku, Þetta hefir vakið hitta rnestu eftirtekt á Englandi og blaðið Times varar Þjóðverja við að skifta sér ^of mjög af málum Breta þarsyðra. Á hiun bóginn finnur stjórn Breta að æsingar þær setn .orðið hafa hjá alþýðu á Þyzkalandi móti Chamberlaiu og öllum aðförum hans i garð Búanna, en i raun réttri að eins endurskín af skoðun þýzku stjórnar- innar á því máli, og er það talið alvar- legt athugunarmál fyrir Breta að æsa ekki Þjóðverja um of upp á móti sér um þessar mundir með öðrum eins ws ingaræðum eins og Mr. Chamberlain hefir huldið að undanförnu. Fréttir bárust um það fyrir nokkr- utn dög tm, að ýmsir Bandaríkjamenn í Yukonlatidinu hefðu um langan tíma haft viðbúnað til þess að gera uppreist þar vestra með þeim ásetningi að itoma landínu undir vernd Bandarikjanna. Hugmyndin var að fá nægilegt lið af óvinum Breta í Bandaríkjunum til að flytja til Dawson City, Og þegar það værí fangið, þá að taka með valdi alt fé sem yæri i bönkunum þar og seDda það til Búa í S'tður-Aftíku. En lög- regluliðið fékk yitneskju um þetta í tíma og var við öllu buið. Formenn þessa fyrirtækis náðust I Skagway og skjöl lútandi að áformi þeirra voru tek- in af þeim þar. En «f þvi að Skagway er innan takmarka Bandaríkjanna, þá heimtnðj embættismenn Washington- stjórnarinnar að skjölin væru fram- seld í sínar hendur og var það gert. Þetta hafði þá afleiðing að forgöngu- menn fyrirtækisins hafa hætt við liðs- satnað að svo stöddu. En sagt er að þeir hafi verið búnir að semja um flutn- íng 2000 efldra manna inn í Yukonland- ið frá Seattle á næstu 3 mánuðum. Em- bættismenn Bandaríkjastjórnarinnar héldu því fastlega fram að þessi upp reistar tilraun sé ekki annað en hugar- burður canadískra embættismanna. en brezka lögregluliðið í Yukon hefir næg- ar sannanir fyrir því að það var full- komin virkilegleiki og því til |sönnunar er nú einn af embættismönnum Domin- íonstjórnarinnar í Yukon komin á leið til Ottawa með skjöl og aðrar sannauir lútandi að þessumáli. Manitoba bændur hafa uppað þess um tíma selt20 millíónir bush. af hveiti í haust og fengið 11 millíónir dollars í þeningum. Lake of tbe Woods Míll- íng félagið Segir að Jbændur haldi enn þá fullum helmingi af hveíti sínu; nð út- fiutningurinn verði að minsi a kosti 40 millíónir busn. og hagur bændanna því 22 raillíónir dollars, að eins fyrir hveiti þeirra. Bandaríkjamenn keyptu í síðustu viku 15000'ekrur af landi hér nökkuð suður frá Winnipeg með fram Canadian Northern brautinni; yfir $100,000 voru borgaðir fyrir landið. Þettaereinn af mörgum órækum merkjum þess að fylkíð er óðum að aukast í álíti skyn- berandi mauna, síðan Roblin-stjórnin gerði aína frægu járnbrautarsamninga. Irar hafa boðið Mr. Kruger að ajósa hann til þingsetu í Londonþing- inu fyrir eitt af írsku kjördæmunum ef hann só fáanlegur til að þiggja það Krnger er talin að vera í orði brezkur þegn og gæti því setið á þingi Breta þess vegna, en sennilegt þykir að hann muni hafna þessu boðiíra'. Búar börðust við Breta 140 mílur vestur frá Pretoria; feldu 6, særðu 16 og tóku nokkra fanga en létu þá síðar lausa. Eitthvað féll af Rúum í less- um bardaga, en ekki er getið um tölu þeirra. Kitchener lávarður segir f skýrslu sinni tll hðrmáladeildarinnar, að menn hans hafi náð 15570 hestum frá Búum í síðastl. Ágústmánuði. Irskir kjósendur í Galway-kjðr- dæminu hafa kosið Col. Arthur Lyncb til þingsetu i Londonþingiuu. Lyuch var herforingi í liði Búanna inóti Bret um, þótt hann væri brezkur þegn og er því af Bretastjóra talinn landráða- maður. Það er sagt að stjórnin muni ekki leyfa honum að taka sæti siltí þ nginu. Fn írum þykir afar vænt um raanninn fyrir liðveizlu hans í þarfir Búattna og þess vegða launuðu þeir honum með því að kjósa hann til þings. Róstur miklar hafa orðiðáGrikk- landi út af nppástungu um það að snúa biblíunni á núlíma grísku. Stúd- entar í Athenu hafa tekfð háskólabygg- ittgar borgarinnar undir vald sitt og leyfa éngrl kenslu að fat a þar fram fyr on m41 lætta er útkljáð. Svo ltafa og stúdentar gerst æfir og ófriðsamir, að deildir hermannn hafa veiið sendar að skakka letkinn, og hafa þeir skifst ,á skotum við stúdentana. 7 menn liafa mist lífið, 30 verið hættulega særðir og hundruð manna hafa feugið smú sflr. Tilrauu hefir verið gerð til að taka for- mann stjóruarinnar af lífi, En her- sveitir , erja híbýli bans. Alþýðan fylgir stúdent.unum að máli móti stjórn arráðgjöfnnum og hermönnunum. Ó VÍst enn hvernig leikar fara. Friðar- boðskapur biblínnnar virðist ekki hafa neitt heillavænleg , áhrif á grisku þjóð- ina. Leyndarráðsdómstóll Breta heflr, dags. 22. þ, m. kvcðlð upp þann dóms úrskurð, að yínbanntlög Manitobafylk- is séu ífullu samræmi við grundvallar lög Canadaveldis; og að fylkið hafi rétt til að lögleíða vínbann. Átta járnbrautarfélög i Pennsylva nia eiga öll kolalöndin í því ríki. Þau hafa nýlega látið nefnd jarðfræðínga gera áætlun um kolabyrgðirnar í lönd um þeirra og hefir nefndin komist að þeirri niðurstöðu, að þar sé að minsta kostij5074 millíónir tonna af kolum. Nýja sorpbrenslustcfnunin í Win- nipég heflr kostað $16,000, en er enn þá talin lítt hæf til að vinna það verk som henni var ætlað að gera, Vilhelmina Hollands drottning varð saupsátt við bónda sinn og tók ’ bræði sinni eitur til að stytta sér stuud- ir, en læknar voru sóttir og lífguðu drottninguna við svo hún er nú á góð um batavegi. Erfingjar gamla Corneiiusar Vand- erbilts i New York hafa verið dæmdir til að borga i ríkissjóð Bandaríkjanna í etfðaskatt af eignum þess látna svo nemur $361,803,43. Áður voru þeir búnir að borra New York stjórninni íuni um $520,000 í sama skyni. Stúlkaein á Frakklandi hefir feng' 1000 franka heiðursgjóf frá félagi einu f Paris fyrir að hafa alið ónn fytir veik- um foreldrum stnum og 10 systkinum. siðau hún var 18 ára að aldri. Stúlka þessi er kriplingur og hólt, en hefir unnið að klæðasaum og látið ailan vinnuarðinn ganga í þarfir fjölskyid unnar. Canadian Northern brautarfélagið hefir gert samninga við British Colum- biu-stjórnina um að byggja braut sina alla leið vestur á Kyrrahafsströnd, og að endastöð hennar verði í Victoria, þannig, að fólk og flutningur só ferjað mllli Ante og Victoria. Stúlka ein í Montre.il hefir verið handtekin, kærð ura að hata stolið $10 þúsund virði af vörum úr vöruhúsi sem hún vann í sem bókhaldari og prívat ritariverzlunareigandans. $2o00 virði af vörutn þessum hafa þegar fundist. Tollmáladeild sambandsstjórnar- innar lagði fyrir 2 árum löghald á 1000 járnbrautarvagna, setn tilheyrðu Cand- da Atlantic brautarfélaginu. Því var haldið fram, að þessir vagnar hefðu ver ið búnir til í Bandaríkjunum, en væru notaðir til flutninga milli ákveðinna staða í Canadaog væru þvi tollskyldir, Félagið neitaði að samþy kkja kærutia eða að borga tollinn, og stjórnin hefir uú eftir 2 ára umhugsun koraist að þeirri niðurstöðu, að hún hafi ekki farið með rétt mál, og hefir því látið vagn- a a lausa. Til kitupgnda íleimskringlu á Garðar, N. DJ Útgefendnr þessa blaðs finna sér skylt að færa kaupendum í Garð arbvgð í Norður-Dakota sínar alúð- arfylstn þakkir fvrir framúrskarandi drengilega borgun—fyrirfram borg- un á Hcimskringlu á þessu hausti. Hinn ötuli og áreiðanlegi um- boðsmaður blaðsins í þeirri bygð, herra S. J. Hallgrímsson, hefir sent oss skilagrein yfi/ borganir kanp- endanna þar, og sýnir hann að með þrernur undantekningum hafa nær 60 manna borgað fyrir blaðið, ekki að eins upp að núverandi tiraa, he'd ur í langflestum tilfellum einnig fyr ir árganginn, som nú er að byrja og enda nokkrir fram yfir þann tíma. Það er óþarft að taka það fram að þetta er sá langbezti borgunarlisti, er Heimskringla liettr nokkurn tíma fengið úr nokkru bygðarlagi. En næst því eru borganir kaupenda í Minneota, þar sem herra G. A. Dal- mann, einn of allra elstu og trygg- ustu vinum blaðsins er umboðsmað ur þess. Það þarf ekki að taka það fram, að þessi drengilega hjálpkaup- endanna hefir komið sér einkar vel á þessum tíma, þegar blaðið helir svo raiklum útgjöldum að mæta í næsta inánuði — Desember. Þess vegna er það að útgelendur blaðs ins, nm leið og þeir þakka innilega öllum þeim sem þegar hafa borgað blaðið upp að þessum tima, leyfa sér að mælast til þess að þeir sem Minmmmmmmmmmmmnmmrmmmmmmmmmtí 1 THE NEW YORK LIFE 1 §E ÁBYRGÐARFÉLAGIÐ. ^ 3 »- Hið mikla fleirþjóða sparisjóðs-lífsábyrgðarfélag, gefnr út ábyrpð- y— arskýrteini'á ellefu raismunandi tunKumálum. Ástæður fyrir y— vexti anðleað og ágæti þessa fólaKS eru raeðal annars þessar. —^ Stl 1. hið óviðjafnanleKa tuttuRustu aldar vaxtasafnsskýrteini þess eru S£7 þau beztu sem gefin eru úl af nokkru lífsábyrgðarfélagi. «►— 2. New York Life ábyrgðarfélagið er hið öflugasta lífsábyrgðar- fólag i heiminum. —^ SZZ 3. Það hetír eina bilióu og tvöhundruð miliónir dollars virði af £ lífsábyrgðarskírteinum i gildi, y— 4. Það er hið elstn og stærsta fleirþjóðalifsábyrgðarfélag í heiminum. 5. Vaxtasafusskýrteini þessa félags eru algerlega órjúfanleg frá útgáfudegi. ^ Eignir félagsins 1. Janúar J.901 yoru . $262.196 512 Varasjóður 1. “ " “ $ 31,835.855 Aukasjóður 1. “ “ “ $ 4 383.077 =9 Aðriraukasjóðir 1. “ “ “ $ 10,320,319 J. (J, JWopgan, EAÐSMAÐiiR, Grain Exchange, Wiunipeg. 2^ £= Chr. Olafsson, islenzkur agent. mmmmmmmmmmmúmmmivM enn þá eiga ögoldnar skuldir til þess, vildu lúka þeim sem allra fyrst í næsta mánuði1 því ífð blaðið þarf að fá sitt að fullu frá öllum kaupendum, til þess að geta sópað af sér skuldum þess í ákveðin gjald- daga. Til íslenzkra kjósenda í 4. kjördeild. Kæru landar. Eins og yður er öllum kunnugt hefi ég látið tilleiðast að vera í vali við í höndfarandi bæjarráðskosning- ar, sem bæjarfulltrúi yðar. Geri ég þetta aðallega vegua þess, að bæði ég og aðrir af þjóðttokki vorum hór höfum mjög míkið fundið til þess að það liti út eins og vér Islendingar hér í Winnipeg tökum ekki nægi- lega mikinn þátt í bæjarmálum i til- tölu við fólksfjölda vorn, þareð eng- inn af þjóðflokkf vorum heiir nú i mörg árátt sæti í bæjarrftðinu. Kjör- deild sú er ég |býð mig fram í er mannflesta kjördeild bæjarins og mft heita að hún só einn þriðji partur Winnipegbæjar. Nú eru elíki nema örfftir dagar þar til kosning fer fram — útnefntng 3. og kosning 10. Des., og er því nauðsynlegt fyrir mig að starfa af öllum mætti í þeim hluta kjördæmisins, sem éger minna þektur í ef égá ekkiað verða undirí barátt- unni. Af því ég ftlít að Isleadingar séu því nær einhuga um, að æskilegt væri fyrir þá að eiga að minsta kosti einn mann af sínum þjóðfiokki í bæj- arrftðinu, þá hefi ég hugsað mér að ganga út frá því sem vissu að allir íslendingar í 4. kjördeild greiði at- kvæði með mér og þá um leið með því að íslendingar séu með í þessu eins og ððru, sem lítur að borgara legum skyldum þeirra og réttindum Vegna þess að tíminn er _naum- ur, en kjósendurnir margir, get ég ómögulega fundið nema ffta íslend- inga að máli fyrir kosningarnar, og bið ég menn að misvirða það ekki. Ekki þarf ég að minna hvern ogeinn—konnr sem karla—sem at- kvæði eiga á nauðsyninni ft því að koma á kjörstaðinu oggreiða atkv. sitt. Eitt einasta atkvæði ræður ein- att úrslitum, og vona ég að eugim: af hinum tslenskn kjósendum vorum láli sig vanta 10. Desember næstkom- andi þegar atkvæðagreiðslan fer fram. Siðar verður hverjum kjós- ancla send tilkynning nm hvar hann eða hún á að greiða atkvæði. í von um ötult og eindregið fylgi yðar, er ég yðar einlægur. Winnipeg, 25, Nóvember 1901, Tliomas H. Johnson. Jafnaðarmannafélag íslendinga heldur opin fund í Unity Hall á horn- inu á Neuft og Pacific Ave. þriðjud.kv. 3. Des. Á þeim fundi flytur hinn al- kunni mælskumaður W. W, Buchanan tölu um Sosialfsmus og Anarkistmus.— Ræðum. er einkai kunnugur framfara- hreyfingum, og er vonast eftir að upp- lýsiagar þær er hann gefur muni eyða þeim misskilningi (hafi hannkomist inn hjá nokkrum), sem reynt hefir verið að Smeygja inn hjá ísl. hér í bæ — jafnvel úr prédikunarstól—að stefna Sosíalista væri jafn skaðleg, óguðleg og ókristi- legogstefna Anarkista. Almenuar umræður á eftir. Inngangur ókeypis. Samskota verð- ur leitað. E, Swanson. Prísar af lágnm stigum. VORU GÆÐIAF HÁUM STIGUM. Það ér ástandið í TliorkeltnoiiH verzlun. pd. raspaður sykur bezta teg. $1.00 pd. molasykur pd. hrísgrjón pd. kaffi pd. rúsínur pd. gráfikjur eða 5 pd. fyrir 11 pd. kúrenur Baking Powder og á ðllu verði. með þessu dufti af öllum Verðlaun og ættu “ 1,00 “ 1.00 “ 1.00 “ 100 “ 1.00 25 “ 1,00 tegundum eru gefin konur að koma í búðina og skoða verðlaunin og spyrja um verðið á duftínu. Allskyns glasvara með niðursettu verði um næstu 2 vikur. 20 pd. af beiulausum uýjum saltfiski $1.00, eða 5c. pd. Neftóbak, bezta tegund, 1,20 —verra 1,00 Harðfiskur lOc. pd. Laxkönnur frá lOc. til 12Jc; aðrir verzlunarmenn selía þær á 15c.. Þeirra gróði'en yðar tap. Nýr kjötmarkaður er nú stofnsettur í sambandi við Grocery-verzlun mína, ekki aðallega til að spilla fyrir keppinautum, heldur til þess að viðskiftavinir þessarar verzlun ar geti jafnan átt kost á að kaupa hér allar nauðsynlegar og algengar kjötteg- undir með langtum lægra verði en aðr- Jr solja eða geta selt þeim þær. Sjáið verðlistann: Besta steik 8c. til lOc, pd. “ Roast 7c. til 8c. pd. Súp ikjöt 5c. til 6c. pd. Kiudakjöt 6c. til lOc. pd. Gnægðaf bezta sauða-hangikjöti.sem féanlegt er eða sé^t hefir i þessu landi —sérstaklega tilreitt — pæklað og reykt—til jólaverfai. Kartöflur, nýjar, þurrar, óskemd ir, ágætar, 40c. bush. Guirófur af beztu teg uad, 3jc Engin atinar kaupmaður í bæaum selur kjöt og kartöflur með eins lágu verði og það er i verzlun THORKELSON, 539 Ross Ave. G. Jobneou. suðv.hor.ti IIoís Ave. og Isabel St., hefir nýlega liloti.ast ei:t þúsund (1000) kven-Ploiues; vamdcgt söluverð 50c., — $3,50, sem liatiu stlur nú fytir hálfvirði og raiata, svo sera: 50, 65, 75c. Blouses fyrir líöc. $1,50 og $1,75, Blouses fyrir 85c. og $150 vt-p í $3,50, fyrir 1,85. — Mest af J esu.a Blouses er raeð nýjasta snidi og búcar til úr Sateen, Silk and Satin. —Tli Johitson kennir fíólinspli og dans. 614 Alexanuler Ave. Winnipegi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.