Heimskringla - 28.11.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.11.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 28. NÓVEMBER 1901. Deimskringla. PUBLISHKD BY The Heimskriagla News & Pablishing Co. Verðblaðsins íCanada og Bandar.$1.50 nm 4rið (fyrirfram borgað). Sent til tslands (fyrirfram borgað af kaupenle um blaðsins hér) $1.00. Feningar sendist í P.O. MoneyOrder, Rsgistered Letter eða Express Money Order. Bankaávisanir á aðra banka en i Winnipeg að eins teknar meðaffðllum. B. L. Balrtwlnnon, Kditor & Manager. Office : 219 McDermot Street. I* o. BOX 1283. íslendingur í bæjar- stjórn. Þess yar getið i siðasta blaði að Thomas lðgmaðar Johnson ætlaði að gefa kost á sér sem bæjarfulltrúi fyr- ir 4. kjijrdeild fyrir komandi ár. Ilann sækir um stöðu þessa fyrir skriflega á9korun margra kjósenda í deildinni. en sérstaklega fyi ir áskor- un ýmsra Islendinga, sem eins og blað vort heflr áður tekið fraffi, eru farnir að finna til þess að Isl. mega ómögulega líða það lengur að hafa ekki einhvern liæfan mann af sínum þjóðflokki í bæjarráðinn. Tala landa vorra í þessum bæ, fasteigna- magn þeirra og skattauppliæð sú sem þeir borga nú orðið árlega í bæjarsjóðinn, lýtur alt að þvf að gera það algerlega ómissandi að þeir eigi mann í bæjarstjórn sem taki í þeirra nafni hlutdelld í meðferð allra bæjarmála, og beiti þar áhrifum sín- um svo mikið í þeirra (Islending- anna) hag sem kringumstæður grna honum frekast mögulegt. Kjósend- ur mega ekki gleyma því að aístaða landa vorra í bæ þessum er nú á yflrstandandi tima alt önnur en hún var fyrir 12—15 árum. Þá voru miklir innflutningar hingað til Mani- toba frá íslandi og íjöldi mesti af alslausum fjölskyldumönnum settust að hér í borginni til að fá sér hér at- vinnu, og ef mög.degt væriað draga saman nokkurt fé til þess að byrja búskap með úti á landi. Frændur þeirra og vinir, sem þá voru hér fyr- ir voru margir ekki megnugir um að hjálpa nýkomendum svo sem þurfti og afleiðingin var sú að marg- ir þeirra leituðu þá til bæjarstjórn- arinnar á veturna til að fá hjá henni matbjörg og eldivið og sumir fóru enda svo langt að fara fram á að húsaleiga væri borguð fyrir sig— þeir voru hér á hrepnum um tíma á hverjum vetri. íslendingar áttu á þeim dögum tiltölulega Jitlar fast- eígnir í þessum bæ, guldu litla skatta í bæjarsjóð en kröfðust mik- illar hjálpar frá bænum. Undir þessum kringumstæðum áttu landar voiir mjö? litla siðferðislega heimt- ingu á að hafa neitt atkvæði f málum bæjarins og höfðu það heldur ekki. Þeir sem borguðu skattana réðu. eins og vera bar, hvernig þejm var varið- íslendinga gætti þar ekki. Enn nú er öldin önnur. Nú er hér fjöldi íslendinga sem eiga fast- eignir í borginni og sumar þeirra stórmikils virði. Skattagreiðsla þeirra til bæjarins er nú á ári hverju orðin allrífleg fjárupphæð. Margir þeirra borga nú á ári í bæjarsjóðinn frá $50.00 til $100.00 og þar yfir, einstöku jafnvel alt að $500.00 á ári, En á hinn bóginn eru nálega engir Islendingar sem nú sækja nokkurn styrk til bæjarstjórnarinnar, jafnvel ekki um harðasta vetrartfmann. Nú eru þeir sem heild, ekki einasta sjálfstæðir, heldur miklu fremur hjálpandi félagsheildinni. Þeir eru orðnir uppbvggilegir borgarar eins og þeim ber að vera, og efni þeirra aukast ár frá ári við vaxandi starf- semi og með aukinni þekkingu á hagsmunalegri meðferð fjárins. Undii þessum breyttu lífskjör- um er það eðlilegt og sjálfsagt að af- staða landa vorra gagnvart félags- heildinni sé alt önnur nú heldur en hún var á fyrri árum—mögru árun- um. Eftir því sem menn auðgast að efnum eftir þvl vex áhuginn fyr- ir hyggilegri meðferð þeirra efna, og þegar sá áhugi er alment vaknaður, fyrir meðferð eigin efna þá er hann að sjálfsögðu einnig vaknaður fyrir nauðsyninni á hyggilegri með- ferð á þjófélagseignunum og, þar sem nú allir gjaldþegnar bæjar- ins eru með lögum skyldir að leggja skerf af hvers árs inntektum sínum í einn sameiginlegan sveitarsjóð þá er það auðsætt að þeim ber eins mikil skylda að annast um að því fé sé varið á sem haganlegastan hátt fyrir sameiginlega hagsmuni þeirra allra, eins og hverjum þeirra ber skylda til að annast um byggilega meðferð eigin eigna sinna. Landar vorir hafa nú náð því þroska marki hér að þeim ber skylda til þess að sín- um parti að hafa opinber afskifti af því að því fé sem þeir leggja í bæjar- sjóð, og eiga í honum, sé vel varið, og þar sem þeir geta ekki gert þetta á annan hátt en þann að eiga full- trúa 1 bæjarráðinn, þá er- það sjálf sögð skylda þeirra að kjósa slíkau fulltrúa og senda hann þangað. En það virðist oss auðsætt að þeir hvorki hvorki ættu né þurfl að ieita út fyrir takmörk síns eigin þjóðflokks til að fá slíkan fulltrúa. Það er á flestra vitund að sjálfshöndin sé hollust þegar um eigin sakir er að gera og það lýsir litiirnensku og eigin van- trausti að varpa þeim áhyggjum upp á aðra, sem manni ber sjálfum að bera. Eins er það í bæjarkosning- um að það væri stór vanvirða fyrir þjóðflokk vorn að hafna framboði ís- lendings um að anoast um mál þeirra í bæjarstjórninni, þótt þeir kynnu að eiga kost á hérlendum marini til að gera það- Vér lítum svo á að Thomas H. Johnson eigi þakkir skyldar fyrir að gefa kost á sér við þessar kosningar. Kjósend- ur mega ekki setja það fyrir sig þó hann hafi ekki áður haft neina reynzlu í bæjarmáium, því að hið sama má segja um aila menn sem komast í svipaðar stöður. En ein- hver verður að byrja og ef vér ís- lendingar eigum nokkurn tíma að eignast menn sem hafi þekkingu á fjárhagsmálum bæjarins, þá verðum vér að gefa þeim kost á að kynnast þeim málnm. En þekkir.garskóli þeirra er í bæjarstjórninni. Þess vegna mælum vér óhikað og af- dráttariaust með því að íslendingar í 4. kjördeild styðji Thomas H. .iohnson með atkvæðum sínum við í hönd farandi bæjari áðskosningar. Til ungra manna. Það eru ekki svo mjög mörg ár síðan sú skoðun var alment ríkjandi að ungir menn væru hvorki eins hæflr til þess að standa í ábyrgðar- miklum stöðum, néættu sömu heimt ingu á að njóta sama réttar og eldri menn, til að ná í þær. Á öllum verkstæðum, opinberum verkum, járnbrautum, bönkum og hvar ann- arstaðar sem um eitthvað verulegt var að gera, voru það vanalega eldri menn sem náðu í og héldu öll um bezt launuðu stöðunum, En ungu mennirnir um tvítugsaldurinn og þar yflr, máttu sætta sig við að þyggja þær stöðurnar þar sem vinn- an var örðugi og lakast launuð. Það voru mennirnir með gleraugun og fölsku tennurnar sem þá réðu öllu í heimi hér, og það þótt þeir væru lamaðir á ýmsan annan hátt. En menn á bezta aldri í blómalífsins og með öll sín skilningarvit í fullnm þroska voru skoðaðir sem óæðri verur—ekki nema hálfmyndugir— Þeir voru sagðir of ungir til að ann ast nm nmfangsmikil og ábyrgðar- full verk. Og svo var þessi hngs unarstefna rí'rjandi, að ungu menn- irnir sjálfir trúðu þessu. Því hafði verið þjappað inn í höfuðin á þeim með barnalærdóminum, að þeir yrðu að verða að minsta kosti fertugir áður en þeir gætu vonað að verða viðurkendir hæflr til þes9 að fylla þær stöður sem útheimta vitsmuni, þekkingu og ábyrgð. Á íslandi t. d. heyrir maður það iðuglega nú á dögum að þessi og þessi maður sé orðinn fullorðinn þegar þeir eru komnir á og um sextugsaldur, og eins að þessi eða hinn sé ungur mað ur þótt hann sé orðinn fertngur eða rúmlega það. Sumar stúlkurnar kalla sig unglinga þótt þær séu komnar um þrítugt. Fólkinu heflr verið talin trú nm þetta frá barn- dómi að það þyrfti að vera komið vel á afturfaraaldurinn áður en það mætti skoðast sem fullveðja fólk. En þessi kenning er afar röng og algerlega drepandi fyrir alt fram- kvæindalíf. Þvl það er engin von til þess að fólk leggi fram krafta sína til þess að framkvæma nein stórvirki til hagsmuna fyrir sig eða félagsbeildina á meðan það skoðar sig sjálft, og veit að aðrir skoða það, á ómyndugsaidrinum. Þjóðlífsfjör og framkvæmdir eru ómögulegar undir þessum ríkjandi hugsunar- hætti. En inentunin, sú skærasta leiðarstjarna mannlegrar tilveru, hefir á síðari árum gert allmiklar breytfngar á þessum hugsunarhætti í þeim löndum að minsta kosti þar sem mentunin og þjóðlegt fram- kvæmdalíf er á hæsta stigi, svo sem hár í Auieríku. Enda er það nú orðið alment viðnrkent að nngir menn eigi hér kost á að æfa hæfi- leika sína og vinna sér til fjár og frama frekar en í flestum öðrum löndum heimsins. Þessi ekoðun er enginn hugarburður, hún styðst við algerðan virkileika—er sönn. Líti menn í kringum sig hvar sem er í landi þessu og öhlutdrægur áhorf andi mun komast að þeirri niður- stöðu að það séu ungu mennirnir sein hér hafa völdin — vinnuvöldin í höndum sér. I bönkunum eru það flest kornungir menn sem starfa þar, á skrífstofuin járnbrautafélaga hafa kornungir menn ábyrgðar og vanda- samar stöður, enda hafa nú ýms brautafélög í landinu auglýst þá stefnu sína að taka ekki aðra meun í þjónustu en þi sem eru innan við þrítugsaldur. í öllu verzlunarlífinu eru það ungir menn sem halda þeim stöðun- um sem krefjast mestra starfslegra framkvæmda, og hvar annarstaðar sem leitað er þá er það sama sagan, að ungir raenn eru hér ekki einasta í fullu gildi, á móts við hina eldri, heldur eru þeir í langflestum tilfell- um teknir fram yfir þá. Það gerir framkvæmdalífsfjörið hér í landi. Öll starfsemi verðnr að ganga með svo miklum hraða að fólk á Islandi hefir ekki vanist við neitt slíkt, og gamlir menn eru miklu síður færir, heldur en ungir menn til þess að þola þá líkamlegu og andlegu á- reynzlu sem þeim fvlgir. Vorir ungu appvaxandi Islend- ingar hér vestra verða að læra að gera sér grein fyrir því að tækiíær- in sem þeir hafa til að komast hér í góðar stöður, eru mörg og stöðugt fjölgandi, alt er komið undir því að þeir afli þeirrar þekkingar — ment- nuar—sem geri þá hæfa að taka stöðurnar þegar þær bjóðast. Það er partur af þjóðernisarfl íslend- inga að Þá skortir sjálfstraust, og framtíðarvon. En hvortveggja Þetta þarf að glæða hjá þeim svo sem mest má verða. Það er betra að hafa meira en minna af hvor- tveggja, þessu og vissasti vegurinn til þess að glæða þessa kosti er að vekja athygli hinna ungu manna á þvf að það er nauðsynlegt fyrir þá að keppa ötullega hér í landi við samtíðamenn sína, fyrst við nám á hinum ýmsu skólurn og síðar um allar vandasamar vellaunaðar stöð- ur sem landið býður. Vorir ungu menn mega ekki gleyma því að þeir eru margir hverjir fæddir hér í landinn þótt þeirhafi alist npp undir áhrifum íslenzkra foreldra. Þeir menn eru í raun réttri ekki íslend- ingar þótt þeir séu af ísl. ættstofni, heldur eru þeir innf'æedir borgarar þes9a lands, og það hefir skaðleg á hrif á vöxt þeirra og vlðgang hér í landi að þeir skoði sig sífeldlega .‘•era útlendinga, sem alt of mörgum þó liættir við að gera. Öll framtíð ísl. þjóðflokk8Íns í þessu landi hvílir á öxlum vorra ungu manna, og það er á þeirra ábyrgð að sjá til þess að þeir verði ekki á eftir öðium borg- urum landsins í kapphlaupinu fyrir daglegu brauði hér. Hinir eldri menn, ísl. útflytjendurnir, hafa lagt grundvöllinn undir framtð barna sinna hér, í flestum tilfellum eins vel og hyggilega eins og þeir fittu ko3t á að gera og af þeim var heimt- andi. En aíkomendur þeirra verða að byggja vel og röggsamlega á þann grundvöll og sýna með þvi að þeir heiðri feður sína og mæður, og þá ættu þeir að lifa lengi og vegna vel í landinu. Lífsábyrgð ungbarna. Það er eftirtektavert að heil- brigðisráðið í Quebec fylki, sem ný- lega hélt fund f Montreal, lét þar í ljós þ i afdráttarlausu skoðun sína að dsuði ungbarna þar í borginni stæði í nánu sambandi við lifsábyrgð þá, sem foreldrarnir hefðu sett á þessi börn sín. I blöðunum er þess ekki getið hvort neíndin hafi bygt þessa skoðun sfna á áreiðanlegum skýrsl- um, en ætla yerður samt að svo hafi verið. Það sem sérstaklega vakti athygii nefndarinnar á þessu atriði var sá ógurlegi fjöldi barna sem þar hrnndu niður í borginni í sumar er leið. Það var á köflum með heit- ustu sumrum sem komið hafa í lang- an tíma, ogeins og lesendur vita þá er lífi ungbarna mjög hætta búin í sumarhitunum nema þau séu því betur vernduð fyrir áhrifum þeirra. En í Montreal steig barnadauðinn svo fram úr öllu hófl í sumar er ieið, þar sem 100 til 125 barna dóu viku- lega um tíma, að beilbrygðisnefndin ksmst ekki hjá að veita þessu eftir- tekt. Á fundinum komu fram ýms- ar skoðanir um það hver aðalorsök lægi hér til grundvallar, meðal ann- ars er því haldið fram að margar ungar mæður hafi hvorki vit né þekkíngu á því að fara nógu gæti- lega með afkvæmi sín, þær veiti þeim ekki þá hjúkrun og hirðingu sem nauðsynleg sé fyrir líf þeirra og heilsu. Og í öðru lagi að ekki sé nógu vandað til fæðu þeirra barna sem ekki eru á brjósti, að mjólk sú eða mjólkurbianda sem þeimer veitt með pelum sé f'ull af drepandi bak- teríum sem myndi ólæknandi sjúk- dóma í börnunum. Að þet-a tvent væri partur af orsökum dauðsf'all- anna, kom nefndinni saman um. En aðalástæðuna hélt nefnnin vera þá lífsábyrgð sem foreldrar taka á börn sin strax eftir f’æðinguna. Ilvort þessi ástæða er sanngjörn er auðvit- að örðugt að segja nokkuð um með vissu. En svo er nefndin viss í sinni sök í þessu efni að hún heflr sent áskorun til Quebec-þingsins að rannsaka málið ýtarlega og helzt að afnema með lögum lífsábyrgðir á ungbörnum þar í fylkinu, Ennfrem- ur fór nefndin fram á það að biðja Ottawaþingið að Iögleiða bann gegn lífsábyrgðum barna í Canada sera eru innan 10 ára aldurs. Neíridin bað enfremur Ottawastjórnina að lögleiða bann gegn tibúningi, inn- flutningi eða sölu, í Canadaríki, á þeirri tegund ungbarnapela sen hafa langar glerpípur sem ganga niður í mjólkina. Og síðast mæltist nefndin til þess að prestar hinna ýmsa safn- aða vildu taka á sig það starf að leiða foreldrum fyrir sjónir nauð- synina á því að annast samvískusam- lega um líf og heiisu barna sinna. Þetta nefndarstarf hefir mælt vinsamlegum meðmælum blaðanna í landinu. sem mörg benda á að á- byrgð ungbarna sé freisting fyrir marga foreldra til þess að annast lakar um heilsu barna sinna, en vera ætti vegna þess að þau hafa vissu fyrir vissari peninga upphæð ef þau deyi, Því er og haldið fram að engin veruleg ástæða sé til þess að setja ungbörn í lífsábyrgð, slíkar á- byrgðir séu þá fyrst nauðsynlegar þegar manneskjan er komin til vits og ára og sjálffær til að vinna fyrir iðgjöldunum. Þess vegna eru það flest lífsábyrgðarfélög sem binda lífs- ábyrgðaraldurstakmarkið við 18 ára aldurinn. Þau vilja gjarnan forðast þá grunsemd sem því fýlgir að vinna að ábyrgð ungbarna. Einmana, í hinum dimma og þögula fangaklef'a og bíðandi þar dauða síns samkvæmt dómi þeirra laga er hann heflr svívirt, liggur nú níðingur sá er myrtí vorn elskaða forseta, og sem hafði þá eina ástæðu fyrir illverki sínu að hann var stjórnleysingi (anarkisti). William McKinley er3. forseti að liða píslarvottsdauðdaga, sá þriðji er fallið heflr fyrir vopni morðingjans. En kringumstæður þær sem lúta að dauða hans, eru mjög mismunandi frá hinum fyrri morðtilfellum. Lincoln var myrtur af hálfvitskert- UrTi Sunnanríkja vini, sem af hatri við hann fyrir sigurvinningar hans yfli' Suðurrfkjunum, gat ekki vitað hann lifa- Garfield mætti sínum skapadómi frá hendi eins af þeim embættisumsækendum, sem von- brygðin hafði að margra dómi gert svo vitstola að hann gat ekkí leitt hjá sér að fremja raorðið. En ekk- ert slíkt átti sér stað í þvf tilfelli sem lagði að velli frelsishetjuna, her- manninn, stjórnvitringinn og forset- ann—McKinley, á tímabili friðar og f'ramfara, og á þeirri stund þegar hann var að heilsa með handabandi lífs og vináttu hinna útréttu handa þeirra mörgu sem að honum sóktu til að votta honum hylli sína og lotn- ingu fyrir dyggva þjónustu í þarflr lands og þjóðar, þeirrar þjóðar sem hann elskaði svo vel og hverrar heiður framför og vellíðan hann bar jafnan svo innilega fyrir brjósti. einmitt þá var hann lostinn þeirri svipu heiltar og mannvonsku, sem liefir ollað öllum mentuðum heimi viðbjóðs og fyrirlitningar þeim er höggið reiddi og með því framdi þann níðingslegasta glæp glæp, sem saga síðari tíma getur um, og sem ekkert hafði sér til afsökunar annað en þetta: “Eg gerði það af því að ég er stjórnleysingi.” Það er síst undr&vert þó að þjóðirnar líti með ótta og viðbjóði á það andstyggi- lega ffæðikerfi sem hefir saurgað mannkynssögunameðslíkum glæpm, stjórnleysingjastefnuna. Sögulega skoðað, þá er stjórnleysingjastefnan afle.iðsla frá tímuin uppreistarinnar á Frakldandi. Þessi voða útbrot af almennri óánægju eru réttiiegast skoðuð sem stjórnleysisleg árás á mannfélagsskipun þá sem átti upp- tök sín í lénsfyrirkomulagi miðald- anna. Hið óstjórnlega hatur til konungsvaldsins og hinna auðugu höfðingja, og hin ákafa elska til al múgans, til mannúðarinnar og frels- isms, þó það kæmi i Ijós við viss tækifæri en væri aldrei formlega framsett sem almenn stefna, höfðu samt í sér fólgið hið eiginlega fræ- korn síðari tíma stjórnleysingja- félagsskaparins. Á miðöldunum var frelsi til að njóta Iífs og eigna óáreitt- ur, takmarkað við örfáa menn sem nutu hylli konunganna, á með an þeir sem voru af lægri stigum máttn þola alskyns óréttiæti og vera dæmdir til að þjóna þeim auðugu og til að vera jafnan minni máttar. Undir slíku mannfélagsfyrirkomu- lagi er það síst að furða þó stjórn- leysingjastefnan myndaðist, því að á þeim tímum var mikil ástæða til óá- nægju, og slík óánægja endar oít með of'saleguin og óhyggilegnm ill- verkum. En undir nútíma framför og menningh, og í landi þar sem allir menn njóta hins fylsta frelsis og eru jafnir í augurn laganna, og þar sem allir vegir til velgengni og ánægju eru jafn opnir fyrir öllum mönnum, og þar sem allir njóta arðsins af eigin vinnu sinni. Þar ætti ekki að vera frjófsamur akur fyrir þroskun stjórnleysingja stefn- unnar og æsingamanna, hvað svo sem þjóðerni þeirra kann að vera, jafnv 1 þó þeir séu stundum aumkunarverðir. Það er bara óþörf tímatöf að vera sifelt að hjila um konga og ofbeldi í landi þar sem hver maður ber kórónu En það,er eigi að síður hryggilegur sanri- leikur að hálf tylft af æpandi og einskisverðum mannræflum, gera meiri hávaða heldur en 10,000 starf- samar og frómar býfiugur. Stjórnleysingjar vorra daga skiftast í 2 deildir, hina einstakiegn og hina félagsmyndunarlegu, eða fieirþjóðlegu. Höfuðból hinna fyr- nefudu er í Boston, þar sem blað þeirra “Libérty” er geflð út. Þeir gera engar undantekningar á Banda- ríkjum 1 árásum sínum á stjórnar- skipulag þjóðanna. Þeir skoða stjórnirnar ranglátar og kúgandi rg kosningar skoða þeir heimskulegar, þeir greiða ekki atkvæði né leysa aðrar þegnskyldur af hendi, ef þeir geta komist hjá því með nókkru móti, konungs og dómsvald skoða þeir sem kúgunarvélar og lögmætar kviðdómskyldur skoða þeir hróplegt ranglæti mót einstaklingsrétfinum. En þess skal getið að þeir einstak- legu stjórnleysingjar hyggja ekki á nein hriðjuverk til að fá stefnu sinni framgengt, heldur friðsamlega breyt- ingu, endurskipun stjórnarfarsins, með því að pólitiskt óskírlífi—auðs- legt ofbeldi og kúgun og þúsund annara annmarka er þeir ségja að vanvirði land vort, neyði menn til að kasta af sér hlekkjum núverandi stjórnarfyrirkomulags og mynda nýja félagsskipun bygða á frelsi ein- staklingins. Þeir neita tilveru guðs en vilja þó leyfa trúmönnum að til- biðja í friði, ef kirkja þeirra að eins er sjálfstæð, prestinum borgað af þeim sem hlusta á hann. Þeir « hafa óbeit á öllum frelsistakmörkun- um, og eru andvígir öllum tilraun- um til að hefta jafnaðarstefnuna með lögum. Þeir treysta á réttlætistil- flnningu mannkynsins til þess að hreinsa það af öllum göllum. Þeir halda því fram að borgaralegt hjóna- band ætti að verða afnumið og í stað þ?ss ætti að koma stundarsamningur, sem hvor málsaðili gæti upphafið eftir vild. Þannig eru skoðanir hinna einstaklingslegu stjórnleys- ingja, sem taldir eru að vera um 5,000 als i Bandarikjunum. Kenn- ingar þeirra eru illar og öfugar, og sérstaklega hættulegar vegna þess að þær, eins og allar aðrar kenn- ingar sem bygðar eru á ímyndaðri óánægju og öfuud yflr velgengni annara, leiða til þeirrar hóflausu stefnu samfélags stjórnteysingja sem ekki hrekkur f'r4 að fremja hina voðalegustu og -ranglátustu glæpi, tilþessað komast að takmarki sínu. Til þessara ofstækismanna má rekja marga hina hryllilegustu glæpi þessara tíma. Að þessum tima hafa stjórnleys- ingjar haft óhult hæli í Bandaríkj- unnm og þar hafa þeir í friði lag- anna boilalagt dráp evrópiskra þjóð- höfðingja. En hinn síðasti voða- glæpur þeirra virðist að hafa vakið hina amerikönsku þjóð til ijósrar meðvitundar um það að í þessu frelsislandi sé ekki lengur pláss fyr- ir þessa mannkyns-fjendur, þessa ofstækisfullu glæpamannaklikku og það er óhætt að fullyrða að Banda- rikjaþjóðin muni í nfilægri framtíð fluna óhult og óbrygðult ráð til þess að losa sig við þessar óheilla pestar- skepnur—anarkistana. Löggjöf er fyrsta nauðsyn hverrar mentaðrar mannfélagsheild- ar. Menn verða að hafa leiðarvísi til eftirbreytni í viðskiftuin sínum og umgengni hver við annan. Al- gert mannlegt frjálsræði er ekki til. Til þess. að geta notið óhindraðs frjálsræðis verður maðurinn að vera einangraður, og jafnvel þá er hann knúður til að beygja sig undir al- heims eðiislögmálið. Frjálsræði þýðir lög en ekki ótakmarkað leyfl til að lifa og láta eins og hverjum kann að þóknast. Án löggjafar— Án takmarkaðs frjáisræðis, hljóta hinir veiku að eiga alla sína tilveru undir náð hinna sterku og drotnun- argjörnu. Stjórnleysinginn sannar rangsieitni sinnar eigín kenningar með því að biðja um og þiggja þá verndun sem þau lög veita honum sem hann hefir viijandi og af ásettu ráði svívirt og fótum troðið. “Mál- freisi” og “ritfrelsi” eru orð sem hver Ameríkumaður elskar og virð- rr. En-vér megum ekki missa sjón- ar á þeim sannleika að hið sanna frelsi er bygt á takmörkum. Hve- nær sem málfrelsið gerist svo óhindr- að, hvenær sem ritfrelsið tekur sér það frj&lsræði sem miðar til þess að veikja þessastjórn, þá hafa þau yflr- stfgið þau frelsistakmörk sem tekin eru fram í vorri helgu frelsisskrá, frelsisskrá Bandaríkjanna. Þ4 hafa þau gert landráð mót stjórn lands- ins og mót landinu sjálfu, og verð- skulda meðferð í samræmi við þann glæp. Biskup Whipple hefir sannlega sagt: “Næst helgidómi guðs, er lög- gjöf landsins.” Hver sá sem af á- settu ráði fótumtreður landslögin, hann er í eðli sínu stjórnleysingi. Hinir dýrslegu mannvargar sem brenna náunga sína 4 báli, teljast með þessum flokki. Að morðinginn Czolgos var veitt lagavernd og hann látinn hafa óhlut- drægt próf [ máli sínu, eins og hverj- um glæpamanni er veitt samkvæmt stjórnarskránni, hversu mikill sem glæpur hans kann að vera. Það eitt er áhrifamikil; sönnun um sanna menningu Bandaríkjaþjóðarinnar, og stórkostiegur sigur fyrir iöggjöf landsins, yfiir þær dýrslegu aftökur manna sem, vérnefnum “Lynching” (aftökur án dóms og laga). Þeir sem opinberlega hafa hrópað upp með það að þeir hefðu drepið Czolgos þar á staðnum, sem hann framdi glæp sinn, ef þeir hetðu n&ö til hans, sýna með slíku fleypri hryggilegan skort 4 virðingu fyrir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.