Heimskringla - 12.12.1901, Blaðsíða 2

Heimskringla - 12.12.1901, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 12. DESEMBKK 1901 Heimskringla. PUBLISHED BY The Heimskringla News 4 Publishing Co. Verð blaðsins í CanadaogBandar. $1.50 nm árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- nm blaðsins hér) $1.00, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter nða Express Mouey Order. Bankaávísanir á aðra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. Ií. Raldninaon, Editor & Manager. Office : 219 McDermot Street. P.O. BOX 1283. Rœða Roosevelts. Roosevelt forseti Bandaríkjanna flutti hinn fyrsta boðskap sinn til Bandatíkjaþjóðarinnar I VVashing- ton þinginu, þegar það kom saman þann 3. þ. m. í viðurvist mesta mannfjölda. Iiæðan er talin ágæt yfirgripsmikil, gætilega hugsuð og luus við öll öfgafull nýmæli. liæðu- maður talaði í 2$ kl tíma. Blöðin í Evrópu, ekki síður en í Bandaríkj- unum, fara mjög hlýjum orðum um ræðuna og þykir þeim hinn nýji for- seti hafa sýnt það, að hann sé vel vaxinn stöðu sinni. Ágrip ræðunn- ar er í sfuttu máli það, sem nú skal greina- 1. Hann ræður þinginu til þess að athuga gaumgæfilega nanðsynina á því að útiloka algerlega frá Banda ríkjunum alla þá menn er þektir eru að því að vera Anarkistar og legg- ur það til að þeir, og allir aðrir sem fylgja þeirri stefnu að brjóta niður landslög og stjórn og sem réttlæta morð valdsmanna, séu tafarlaust við lendingu í þessu landi, sendír aftur til baka til þess lands, er þeir komu frá, og að strangt eftirlit sé haft með öllum þeim Anarkistum, sem núeru búsettir hér í landi. Anarkista- stefnuna telur hann synd móti gjör- völlu mannkyni ogálíturþað skyldu þjóðanna að skoða hana sem brot á móti alþjóðalögum á sama hátt og sjórán eða mannsal. Hann vill láta þjóðirnar gera bindamii samtök í þessa átt og telur að þá sé hægra fyr ir hverja einstaka þjóð að hegna fyr- ir stjórnleysingja glæpi, heldur en verið heflr að undaníörnu. Einnig vill hann láta semja ströng hegning- arlög móti Jagabrotum þessara manna 2. Næst taiar hann um vellíðan ílandinu á yfirstandandi tíma og segir að framleiðslamagn þjóðarinn- ar á 8íðari helming 19. aldarinnar hafi orsakað það, áð þjóðin eigi nú við byrjun 20. aldarinnar að etja yið þá örðugleika að hafa eftirlit með of fjár safni í einstakra manna höndum Hann telur það ósatt, að eftir því sem þeir ríku verða ríkari, svo verði hinir fátæku fátækari. Þvert á móti segir hann verkalýðinn og Jiændalýð landsins nú vera miklu Jietar settan efnalega, heldur en á nokkrum undangengnum tfma síðan þjóðin varð til. 3. Forsetinn getur þe3S að það sé rikjandi skoðun almennings að sarn vinnnfélög (Trusts) séu að ýmsu leyti gagnstæð almennings hags- munum. Þessi skoðun sé ekki sprottin af öfund eða óvináttu, né heldur fyrir skort á viðurkeuningu fyrir nauðsyn á samsafni auðs til þess að geta framleitt varning í sam- kepni við aðrar þjóðir. Ekki heldur sé sú skoðun sprottin af skílnings- Jeysi á þvi að framleiðslu möguleik ar landsins séu háðir sífeldum breyt ingum í Bandaríkjunum, eins og í öðrum löndum heimsins, eða fyrir það, að þjóðin skilji ekki að samsafn auðs sé nauðsynlegt til að fram- kvæma stórvirki, þegar stórvirkja sé þörf. En þessi sannfæring sé bygð á þeirri stefnu að auðsafn ætti ekki að vera bannað með lögum, heldur ætti það að'gerast undir um- sjón stjórnarinnar og innan skyn- samlegra takmarka, og þetta segir forsetinn Jað sé samkvæmt sinni skoðun á málinu. Félög sem starfa í fleiru en einu ríki ættu að vera undir umsjón stjórnarinnar og hlýta þeim takmörkum sem hún kann að setja, ef, eða þegar hún verður þeBS vör, að starfsaðferð þeirra kemur í bága við hagsmuni almennings. Hann leggur það því til að stjórnin kynni sér alla starfsaðferð þessara félaga og geri hana opinbera að menn séu settir til að hafi eftirlit með þeím, Eina vissa ráðið segir hann sé að opinbera fyrir þjóðinni alla starfsaðferð þessara félága og bínda hana svo þeim lagaskorðum sem þjóðin áliti nauðsynlegar. Önn- ur aðferð til þess að hafa eftirlit með auðfélögnm sé sú, að mynda nýja stjórnardeild með nýjum aukaráð- gjafa, er skuli heita ráðgjafi verzi- unar og iðnaðar. 4- Samlök vinuufélaga segir hann að hafi komið, og muni framvegis koma, miklu góðu til leiðar þegar þeim sé stjórnað með hyggindum og starf þeirra sé bnndið við lagaleg takmörk. En það sé skylda stjórn- arinnar að sjá um að ailra réttur sé verndaður. 5. Innflutningalögin þykir for- setanum ófullkomin. Stjórnleysingj um og glæpamönnum ætti að banna landgöngu, og inntaka fólks i land ið skyldi bundin mentalegum, starfs og siðgæðislegum skilyrðum. 6. Viðvikjandi tolllögum og vöru gagnskiftum (Reciprocity) telur hann að núverandi tolllöggjöf þjóð- arinnar st' þjóðinni þóknanleg og að nauðsynlegt sé að halda tollverndar- stefnunni óbreyttri, en í sambandi við hana vill hann að Bandaríkin hafi vörugagnskifti við önnur lönd, enda sé það eðlilegur fylgisveinn tollverndar [stefnunnar, en að þau gagnskiftimegi aldrei koma í bága við toilverndarstefnuna. en sú stefna sé að láta tollana á hinum ýmsu vörutegundum aldrei fara niður úr þeim mis un sem sé á framleiðslu ko3tnaðínum í Bandaríkjunum og í öðrum löndum, því að hagsmunir verkalýðsins'í landínn [séu og eigi að vera fyrsta augnamið stjórnarinnar í öflum stjórnarathöfnum hennar. Forsetinn heldur því fram að rétt sé að afnema tollvernd á þeim vörum eingöngu, sem nú séu framleiddar undir þeim skilyrðum að þær koma ekki f samkeppni á heimsmarkaðin- um við sömu vörutegundir tilbúnar í öðrum löudum, eða þar sem fram leiðslufærin og mögnleikarnir séu svo mikil og sterk, að Jækka megi verndinafrá því sem verið hafl með- an verið var að efla iðnað þeirra í landinu, 7. Peninga styrkleiki þjóðarinn- ar segir forsetinnað nú sé svo mik- ili að skuldabréf Bandaríkjanna á heimsmarkaðinum gangi með hæsta verði sem nokkurra þjóða skuldabréf gangi, og að þetta sé að þakka því að gull sé löglegur gjaldmiðill í landinu. 8. Akuryrkja hefir tekið miklum framförum á síðastl. 15 árum og sé það að þakka viturlegri stjórn og til- raunum þeim sem stóðugt eru gerð- ar til þess að reyna ágæti hinna ýmsu korn, gras og fóður tegunda, svo að nú sé útfluttur varningur þjóðarinn. ar af landbúnaðinum orðinn feikna mikill og inntektir hennar af honum að sama skapi. 9. Næst er minst á eyjaeignir Bandaríkjanna, Porto Rico og Cuba. Framfarir á Porto Rico séu meiri nú en nokkru sinni fyr, Cuba rauni áður en þessu þingl sé lokið verða veitt frjáis og óháð stjóm. Stjórnsemi á Filip3eyjunum sé betri og hagfeldari en nokkru sinnj fyr. 10. Um hernaðinn á Filipseyjun- ura segír forsetinn að hanD sé nú að eins á móti smá upphlaups og ræn- ingjaflokkum, sem engan rétt eigi á sér í augum siðaðra þjoða. Stefna þjóðarinnar sé að hlynna sem bezt að öllum friðsömum borgurum á eyj- unum. en að engin vægð vérði sýnd þeim sem haida uppi hernaði móti Bandaríkjunum, svo lengi sem þeir eiu á vigvellinum. Forsetinn legg- ur það til að hermáladeildin veiti viðurkenningu mðnnum þeimaf eyja þjóðinni, sem hafi haidið trygð við Bandaríkin og orðið sárir eða lim- lestir í hernaði til hjálpar þeim. Enn fremur álítur hann að Bandaríkin ættu að hlynna að því að iðnaður verði settur á fót í Filipseyjunum til þess að þjóðin læri starfsemi og iðju- semi, það sé fyrsta sporið.tii saunrar menningar og auðsældar- 11. Næst ráðlagði hann þinginu að gera ráðstafanir til þess að sjó- þráður verði lagður til Hawaii-eyj- unnar, Filipseyja og annara staða í Asíu. Þetta verk kveður hann svo bráðnauðsynlegt, að það þoli enga bið, það sé nauðsynlegt elcki að e:ns fyrir verzluu landsins, heldur einn- ig fyrir pólitík og hernaðarstörf rík- isins. 12. Skipaskurð tíl að tengja Suð- ur og Norður-Ameriku telur forset- inn algerlega nauðsynlegt að byggja tafarlaust og ræður hann þinginu tíl að leggja fé til þess fyrirtækis. Samningar hafa veirð gerðir við brezku stjórnina, sem veiti Banda- ríkjunum leyfi til að byggja slíkan skipaskurð á eigin kostnað og að halda honum við og annast um hann og hafa öll uroráð yflr honum, en leyfilegt skuli öðrum þjóðum að senda verzlunarskip sín um hann, Þessa samninga kveðst hann mundi leggja fyrir þingið undirritaða af báðum málspörtum Bretastjórnar og Bandaríkjastjórnar. 13. Forsetinn segir að friðarnefnd- in í Hague hafi viðurkent Monroe regluna að vera íj samræmi við skoðanir sínar. Friður geti að eins haldist, þegar allir málsaðilar séu á- sáttir um að haida friði. Monroe reglan hafi það augnamið, að hindra það að nokk.ur útlend þjóð leggi und- ir sig nokkurt svæði af landeignum Ameríku. Munroe reglan bindur enga þjóð verzlunarlega, þær geta allar ráðið sínum verzlunarmálum eins og þær álíta hentast. Hún fer ekki fram á nein verzlunarleg hlunn- indi fyrir Bandaríkin við neitt sér- stakt lýðveldi í Ameríku eða annar- staðar. 0g við verndum ekkert slíkt lýðveldi fyrir hegningu frá öðrum þjóðum mót brotum gegn þeim, svo framarlega sem enginn tilraun er gerð til þess að taka iend- ur þeirra. Aðferð okkar víð Cuba menn, er næg sönnun þess, að oss leikur enginn hugur á að auka lendur vor- ar á kostnað annara ríkja. Vér ósk- um samvinnu með þeim. Vér vilj- um koma í veg Jfyrir að öflugt her- vald komist á fót í þessu meginlandi. Þjóðirnar í Ameríku ná tæztum framíörum með því að þær séu látn- ar afskiftalausar af öðrum þjóðum. 14. Vér verðum að halda stöðugt áfram að byggja upp öiiugann sjð- flota. Ekkert atriði í stefnu vorri er nauðsynlegra en þetta fyrir framtíð- arvelferð, heiður og frið þjóðarinnar. Vér verðum að viðurkenaa að vér höfum fleirríkja skyldur ekki síður en fleirríkja réttindi, jafnvel þó vér drægjum niður fána vorn af Porto Rico og Filips eyjum og þótt vér á- kvörðum að byggja ekki skipaskurð- inn, þá er oss samt nauðsynlegt að eiga öflugann sjóflota og æfða her- menn til þess að vernda verzlun vora á sjónum. Fólk vort ætlar sér að halda við Monroe regiuna, og að heimta hlýðni annara þjóða við hana. Tli þess þurfum vér öflugann her- flota og hann' er oss hin bezta trygg- ing fyrir framtíðarfTÍði í þessari heimsálfu. Það er ónauðsynlegt að auka landher vorn að svo stöddu, fram yflr það sem hann nú er, en þeir sem í honum eru, þurfa að vera vel æfðir. Enda áleit forsetinn að hermenn Bandaríkjanna væru eins færir og hermenn nokkurrar annar- ar þjóðar i heimi. 15. Forsetinn áleit tíma korainn til þess, að breyta Indíana lögunum. Þannig, að þeim sé ekki úthlutuð viss landsvæði eins og að undan- förnu, heldur séu þeim veitt heimil- isréttarlönd eins og hverjum öðrum borgurum Bandaríkjanna, og að til- raun sé gerð til þess að fá Indiána til þess að vinna á löndum sínum eins og aðrir menn gera. Ekki heldur megi þeir hafa ótakmakað leyfi til þess að leigja lönd Bín til annara, eins sg verið hafi Enn- fremur skuli heimtað að Indíánar hlyði sömu giftingarlögum eins og aðrir borgarar ríkfsins. 16. Næst talar forsetinn um her- Ieiðangurinn í Kína og telur trygg- ingu fengna fyrir því, að kristnir útiendingar fái framvegis að starfa þar öáreittir. Nokkur fleiri atriði vora í ræðu forsetans, sem óþarft er að geta hér um. Svar til S. V., út af bók bók anna. Motto: Hvers vegna sér þú fiýsina i þíns bróður auga en tsætir ekki að bjálkanum í þínu eigin. Jesús Kristur. Mr. Slgurður Vigfússon! Þú hefir heldur en ekki rétt úr þér kunn- ingi í Heimskringlu nr. 6. þ. á. Það verður naumast annað sagt en að þú gangir þar andlegan berserksgang og ein ástæða þín fyrir því virðist sú að ég ávarpaði þig með skírnar- nafni—ekki nema það þó, að verða ær og örvita þótt talað sé til manns þannig. Keyndar ætlaði ég að komast hjá því að þessari “diskussion” yrði persónnlegar skammir og bríxlyrði, ég þykist ekkert tilefni hafa geflð þér til þess, en eðli þitt hefir verið betur meðtækilegt fyrir þess háttar bardaga aðferð en skynsamlegar og rólegar röksemdaieiðslur, og verð ég því að gjalda líku líkt. Þú hefðir þó átt að vita að Kristur varar við þessu er hann segir: “með sama mæli og þér mælið öðrum mun yður aftur mælt verða,” en þú þykis víst ekki skyldugur til að fylgja kenningn hans í orðum og gerðum frekar en hverjir aðrir hræsnarar er játa sig trúa á hann sem æðstu leið- arstjörnu í kenning og lífi, Þér er annars undarlega varið, þú kemur fram sem varnarmaður biblíunnar en segir þó óþarft af mér að tala um bókstafstrú. Hvað ert þú þá að verja ef þú ert ekki að verja biblíuna með hennar bókstöf- um? Ef þú viit ekki kannast við að þú sért bókstafstrúarmaður er eng- inn annar vegur opinn fyrir þig en fara í minn ilokk og getum við þá sæst heilum sáttum. Skyldi annars ekki þessi svör þín eiga rót sína að rekja fyrst og fremst til þess ag þú treystir þér eigi til að verja mótsagnir ritning- arinnar og í öðrulagi til þess að þú flnnur með sjalfum þér að þú hefir farið með fjarstæður og heimsku, en hefir ekki siðferðislegt þrek til að játa það eða þegja, reynir svo að fara undan f flæmingi og með þeirri lævísu aðferð er Þú eignar mér villa sjónir fyrir þekkingarlitlum og ó- sjálfstæðum lesendum; fyrir öðrum tekst þér það ekki. I svari mínu næst á undan gekk ég fram hjá þess- um vandræða vöflum þínum (að mestn) því ég vildi halda við þráð- inn í umræðuefninu. Nú ætla ég að íhuga Jietur allar greinar þínar, eða hið athugaverða í þeim og sjá hvert það sannast ekkí að þú ert sjálíur sekur í því er þú bríxlar mér um, og neyðist ég þá til að taka upp orð rétt nokkrar setningar. Þá verður fyrst fyrir mér grein, er þannig hljóðar: “Ruglingur virðist hafa komið á hugsunina bjá J. S. þar sem hann tekur dæmi af fornþjóðunum til að sýna og sanna að flokkadráttur rísi út at bókstaf ritningarinnar.” Eg tók ekkert því líkt dæmi, Eg sagði að eins að flokkadrátt hefðu fornþjóðirnar bezt þekt síðan Evrópumenn smegðu þar inn höfðinu. Þá er að athuga svar þitt gegn þvf er ég sagði að Kristúr hefði eigi nefnt á nafn rafmagn eða gufu. Þú segir: “Hefði Kristur verið fyrirlesari í nefndum greinum, hefði hann verið takmarkaður og kenning hans þvf eigi haft svo sigurríka ávexti og hún gerir.” Er þetta ekki ftekar að svara út í hött, en hrekja með lóg- iskum rökum? Sér ekki' greind- ur maður að hugsanrét' tan út af þessum setningum er. .... i einhver vill gera gagn heiminum skuli hann varast að nefna á nafn ákveðnar gagnlegar vísindagreinir, þvi þá verði hann takmarkaður og geri ekki gagn, og allra sízt skuli hann vera fyrirlesari í þeim. Míkið mátt þú þykjast af þessari “logik” og skörpu vörn, Eg benti þér á, að sagan sanr.aði, að biblían hefði or- sakað allar hinar blóðugu og voða- legu ofsóknir móti öllum er vildu finna upp eitthvað nýtt eða koma fram með breyttar skoðanir, og nefndi stjörnufræðingana Galelio og Bruno, einnig hinar mörgu fórnir Inquisitaonarinnar eða rannsóknar- réttarins. Þessu svarar þú þannig: “Það dugar eigi að vitna í þann tíma, þá var biblían hlekkjuð í myrkraklefum og útilokuð frá al- menningi”. Þetta kann margur að áiítagóða vðrn, en þú ættir að vita betur sem segir að sagan sé þitt sverð og skjöldur. Þú ættir að vita það, að á þeim tíma réð alþýða engu, að það voru páfar og byskupar, car- dinálar, klerkar og dómarar er háðu ofsóknirnar, og að þeim öllum var kunnug biblían og bygðu allar sín- ar gjörðir á orðum hennar og fyrir- skipunum og það af hjartans sann- færingu oftast nær. Á öðrum stað segir þú: “Sag- an leiðir glögglega í ljós, að það er einmitt sá kristindómur, er biblían geymir, er ber I sér meginafl menn- ingar og framkvæmdar, en eigi sá kristindómur er katólskan hefur geymt, að hún segir frá Krists dög- um og niður fil vorra tíma”. Er eigi anðfundið, að þótt þú nefnir kristindóm í báðum málsgreinunumi að þú vefengir sannleikann hjá þeim katólsku og að það sé lúterskunni, en eigi katólskunni að þakka, allar þær framfarir er þú nefnir og þakk- ar kristindóminum yfir höfuð. Þeg- ar nú þess er gætt, að lúterskan hefst ekki fyr en á 16. öld, þá er það óhjákvæmileg ályktun af þeirri röksemdafærslu, að þær 15 aldir hafi heimurinn ekki verið kristinn. Þú vilt helzt hlaupa yflr það tímabil, Því verður þó ekki neitað, að þrátt fyrir alt mjðalda myrkrið og hjá- trúna, koma í ljós ýmsar framfarir og ýms vísindi og listir komust á furðu hátt stig. Þú ættir að vita það, sem ert svo hróðugur yfir þekk- ing þinni á logik, að hún skipar svo fyrir, að rekja skuli frá hinu ein- staka til hins almenna, og þá frá einni setning til hins almenna sem húa hljóðar uppá. Það heitir á lat- ínu (inductio). Ég hef einmitt fylgt þessari reglujvið allar hinar mörgu og ósamsfæðu athugasemdir þínar, En af því að þær eru allar ólógiskar, þá ser þú fyrst hve frá- munalega vitlausar þær eru þegar ég hef útfært þær. Þú verður að gá þessi að þú gefur mér piemiss- urnar til að leggja út af og er því ekki mér um að kenna, þótt víðar sé farið, en rétt er, og langt út frá því er fyrst var þrætt um. Þegar maður er í eltingaleik þá ræður sá eigi ferðinni sem eltir. Þannig hef ég nú sýnt með ljósum rökum, að ég hef engar hártoganir brúkað, og er þér nú óhætt að taka öll orð þín aft- ur eins og þú lofar í seinustu grein þinni. Til þess að sýna Ijóslega hve langt þú ert nú kominn frá þeim orðum og setningum er þú barst ftam í fyrstu grein þir.ni og til að sýna hvað hneykslaði mig mest þar; ætla ég að koma me orðréttan lof- söng þinn um áhrif biblíunnar. Þú segir: “Hún hefir kent þeim að frmleiða rafurmagnið, gufuaflið, hún er frumkvöðullinn að verk- smiðjunum, járnbrantunum, málþráð unum, hljóðberunum og í stuttu máli öilum hinum stórfengilegu n/rri tíma uppfundingum og fræði- kerfum”. Hér er bvortveggja gert, að blanda saman andlegum og lík- amlegum framförum, (þar sem minnst er á fræðikerfi) og framborin hín mesta sögulega lýgi er ég minn- ist að hafa séð. Ég veit vel eð kat- ólskir hafa gert ýmsa að dýrðlingum er voru fantar og fúlmenni, Ti d, sá ég það í blaði í sumar að búið væri að gera þá að dýrðlingum er frömdu ódáðaverkfn á Bartolomeus- nóttina, eu mótmælendur veit ég ekki fyr hafa farið svo langt, að umsnúa svo hinum helga sannleik sögunnar, að segja biblíunni að þakka alt það er hún og hennar fylgifiskar bafa ofsókt og hatað frá því fyrsta þeir fengu vald og alt tram á þennan dag, og hafa þó mót- mælendur margt ódáðaverk unnið engu síður en katólskir og út yfir alt tekur að eigna biblfunnt eðakrist indóminum það sem hann eftir eðli sínu getur engan þátt átt í, og til þess að sanna það þarf enga sögu, aðeins lilvitnanir Krists sjálfs. Hann segir: “Mitt rfki er ekki af þe8sum heimi; safnið yður andleg- um fjársjóðum þeim er hvorki mölur né rið fær grandað”. Beríð engar áhyggju fyrir morgundeginum og margt fleira. Ef þetta sannar eigi það er ég held frsm en þú mótmæl- ir nefnilega: Að kristindómurinn sé eingöngu andlegs og sálarlegs eðlis en eigi líkamlegs. Þá máeins segja sólina birtulausa og nóttina bjartari en daginn. Þá kem ég að hinni skáldlegu “teoriu” þinni sem er bygð á þvf er hvorki er hægt að sanna né ósanna og er svo breið og óljós að hún ber það méð sér að þar ert þú að leiða lesendurnar sem lengst út frá því er þú sagðir í fyrstu. Þú segir að hið andlega og líkam- lega fylgist jafnan að, og þó greinir þú það í sundur sem sýnir að það geta verið sundarsktlin Fenomen (tilurðir) ,Þú segir hið andlega sjé utan að komandi og kallar það sól- arlíf, er hagi sér líkt og sólargeisl- arnir. Þá verður manni að spyrja: Ef kristindómssól er komin utan úr himingeimnum og sendir geisla í all- ar áttir jarðarinnar, sem sólin, því eru ká ekki allir menn kristnir? einsog alstaðar er jurtalíf og dýra- líf? og þvf geta menn hætt að vera kristnir, (n. 1. hætt að trúa á biblí- una sem guðlegt orð) og þó verið vísindamenn, heimspekingar og stór- skáld og að öliu leyti framkvæmdar- menn og leiðarar, t. d. Huxley, Spencer, Ibsen, Björnson, Ed.i- son o. fl. (Niðurl. næst.) G-uiseppe Musolino. Að eins í eitt skifti kom lög- regluyfirmaður að honu,-i óvörum, svo hann neyddist til að verja líf sitt, og þegar hann sá að hann átti ekkert undanfæri annað en að drepa þann mann Pletro Ritrovato, þá gerði hann það, en mjög á móti vilja sínum, og jafnan sá hann eftir að hafa verið neyddur til þess. Enda segir hann i bréfi til vinar síns í Bandaríkjunum, um lögreglu- þjóna þá sem sendir voru til að elta hann uppi: “Vesalingarnir. Þeir eru neydd- ir til þess að gera skyldu sína til þess að geta lifað, og svo er þess að gæta, að reglur í liðinu eru mjög strangar, og það er skylda þeirra, að gegna þeim skipunum sem þeir fá frá yfirboðurum sínum. Ég sé altaf eftir að hafa orðið að skjóta Retrovat3, en ég varð að skjota hann til að forða lífi minu, annars hefði ég orðið handtekinn. Ef ég hefði ekki vægt hermönnum þeim og lögreglu- þjónum sem settir hafa verið út til að ná mér, þá mundu fjöllin hér um kring vera þakin dauðra manna búkum“. Allar aðfarir þessa mans í út- legðinni, benda til þess, að hann er að flestu leyti als ólfkur almennum stigamönnuai. Hann hefir næmar tilfinningar og elskar frelsið og rétt- lætið umtram alt annað. Hann hafði verið beittur megnustu rang- indum, Hann vissi sig saklausan af þeim glæp, sem hann var sakaður um, og alt hans eðli snerist um það, að koma fram maklegum hefndum á hendur þeim, sem höfðu gert hon- um rangt til. Til annara bar hann engan óvildarhug og forðaðist að gera nokkrum manni rangt, ef mögu- lega varð hjá því komist. áform hans var aðeins það, að hefna sín á þeim öllum, sem höfðu sýnt honum rangsleitni í málinu og hætta síðan útlegðinni, búa í friði með írændum sínum og nágrönnum. Hann rænti aldrei til arðs fyrir sig, en tók stund- um frá þeim ríku til þess að útbýta því meðal fátækra. Þetta jók hon- um vinsælda meðal landsbúa og alirei veitti hann áverka öðrum en þeim, sem höfðu beitt hann rang- indum eða hann vissi fyrir víst, að sætu á 3vikráðum við hann. Hann er maður vel mentaður og stór-mik- ilhæfur. Ymsar sögur eru sagðar í ítölskum blöðum um Mussolino og felustaði hans. Og allar eru þær meira og minna hjátrúarkendar. Sum blöðin segja hann búi í hellr- um, önnur, að liann sofi í graf- hvelfingum og enn önnur, að hann hafist við í kjöllurum uadir húsum vissra þjóðhöfðingja þar í landi, og enn aðrir að hann búi í skógarrunn- um á eiðmöikum landsins. Það er talið víst; að hann hafi ástundum orðið að leita hælis f skógum og enda að sofa í hellum þar sem hann vissi sig óhultan fyrir árásum leitar- manna. En eins víst þykir það og að hann hafl mest af útlegðartíma sínum dvalið í húsum vina sinna, þar sem engann grunaði hann vera. Frægur er hann orðinn fyrir hug- rekki sitt og skjótra undanbragða, þegar hann var í nauðum staddur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.