Heimskringla - 13.03.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 13.03.1902, Blaðsíða 1
J r A TTTJTr> ^ J J Heimskring/u. J | BORGIÐ^-^^ J J Heimskringlu. J XVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA 13. MARZ 1902. Nr. 22. Frjettir. Markverðustu víðburðir hvaðanæfa. Þeir Wamarans og Wessels sendjmenn Búanna til Bandaríkja forsetans, áttu samtal við ríkisskrif ara Hay, og sfðan við Roosevelt forseta á miðvikudaginn var. Þeir óskuðu eftir að Bandarfkjastjómin skærist að einhverju leytí í leikinn að miðla málum á milli Breta og Búa. En f>eir Roosevelt og Hey kváðust hvorki vilja gera pað né geta f>að. Sendimennirnir óskuðu f>á eftir að Bandarfkjamenn seldu Englendingum ekki hesta tii her- ]>jónustu í Suður-Afríku, eins og peir hafa gert að undanförnu, en Mr. Hay kvað stjórnina ekki geta haft á móti f>ví að bændur seldu vöru sína hæstbjóðanda, hvar í heimi sem hann væri. Prendergast dómari í St. Bo- niface hefir verið skipaður háyfir- dómarf í Norðvesturlandinu af sam bandsstjóminni. ítalfa er aðalheimsból Sósíal- ista um mörg undanfarin ár. Menn hafa vitað að þeir hafa verið sí- starfandi að stefnu sinni og mál- efnum, en það hafa menn ekki vit- að fyrri en nú, að þeir hafa verið að auka og efla samsæri til að steypa stjómiuni úr völdum. Nú rétt nýlega munaði ekki hársbreidd að innbyrðis borgarastríð yrði j>ar. Sósfalistar voru búnir að i>úa sig ágætlega undir. Félagslimir peirra eru yfir 1,000,0(K) af öllum stéttum í landinu, og deiklir í hverjum ein- asta bæ, smáum og stórum. Aðal- framkvæmdarvaldið hefir aðseturs- stað í Róinalxirg og stjórna félög- nnum með ríkisstj. fyrirkomulagi og reglum. Það hafði um miljón til að grípa til vopna og gera upp- hlaup, hve hær sem það skipaði, og þóttist vera nógu öflugt til að taka á sitt vald allan iðnað, verzlun sg akuryrkju innan 24. kl. tima, í öllu rfkinu. Föstud. 25. m. átti aðal framkvæmdarvaldið að gefa merki um að gera verkfall á öllum járnbrautum á Italíu, en sú mis- tök var á pessari fyrirætlun, að signor Morjani, hfifðingi Sósfalista í Turiin lét menn sfna byrja verk- fa.ll nokkrum dögum of snemríla.og varðtþað til að opna augun á stjórn inni, og tók hún strax í taumana með herliði. Turein var samt í höndum uppreistarskrflsins nær ]>ví í tvo sólarhringa og gerði stór- skemdir. Vfða annarsstaðar liefir verið óeirðasamt, og enn ]>á lítur ó- friðlega út, en stjómin hyggur að hún muni vera búin að taka svo í taumana, að upphlauplýðurinn komi engu bolmagni við og óeirð- ir fari minkandiog spektir og frið- ur komist á aftur. Vinir Sir Lauriers segja að hann verði heiðraður með baróns nafn- bót á krýningarhátið Edwards VII. Titill hans verði: Baron Artha- kask. Þýzkalands-prinsiön kom til Niagara Falls á miðvikudaginn var. Mætti Minto landstjóri í Ca- nada honum þar ásamt fleiram, og dvaldi prinsinn ]>ar dálitla stund Canadamegin við landamærin. Hon. Joseph Chamberlain hefir beðið stjórnina í Canaila að útvega 40 góða alÞýðukennara til að kenna um 1 ár í Suður-Afríku. Launin eru £100 og frí ferð fram og til baka. Sú fregn kemur nú, að norður- skautsfarinn André og félagar hans hafi verið brepnir af Eski-' móflokki. Þessi fregn gaus upp fyrir 3 árum, og lögðu Jmenn þá lít- inn trúnað á hana. en nú eiga menn, sem vinna fyrir Hudson Bay félagið á nyrstn stöðvum ]>ess f Amerfku, að hafa látið rannsaka pessa drápssögu, samkvæmt beiðni sænska konsúlsins á Englandi, og þykja fullmiklar líkur til, að petta sé satt. Reikningur Dominionstjóm- arinnar um kostnaðinn við viðtök- urnar, sem hertoginn af Comwall og York fekk í Canada á sfðastl. sumri, eru útkonmir og sýna, að kostnaður ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi hefir orðið $478,000, — sem næst hálfri millíón dollara. Auk þess kostaði hver fylkisstjóm talsverðu fé íj sama augnamiði og svo'hver bæjarstjórn f þeim bæjum sem hertoginn lagði Jeið sfna um. Ontario-pingið hefir sampykt að láta ganga til atkvæða um vfn- bannsmálið ]>ar í fylkinu í næstk. Nóvembermánuði. Brezka stjórnin hefir hækkað kaup hermanna sinna. sem sendir eru til Suður-Afrfku, f þvf skyni að gera f>á fúsari til að gefa sig fram til herpjónustu. En þetta hefir haft svo lítii áhrif, að stjórnin læt- ur f>ess nú getið að hún muni verða að nauðga herfærum mönnum f stríðið, eins og gert var í gamla daga. Enn fremur hefir hún kom- ist að þeirri niðurstöðu, að til þess að hafa ætfð nægilegt varnarlið fyrir höndum, J>á sé nauðsynlegt að Canada leggi til 4 herdeildir, er ætíð séu við þvf búnar að láta reka sig út i opin dauðann. Að Astra- lfa leggi til 2 deildir og Bretar sjálfir 6 deildir. Alt sem um Búa- strfðið er talað f brezka þinginu, virðist bera f>ess vott, að stjómin sé orðin í mannhraki til að halda uppi hernaðjnum í Suður-Afrfku. tívo mikil eftirsókn er nú eftir sætum með fram veginum þar sem skrúðganga konungshirðarinnar fer um í Lundúnum. fegarhann verð- ur krýndur f>ann 27. Júnf næstk.. að $350 hafi þegar verið boðnir fyr- ir hvert sæti f gluggum með fram veginum, og til ]>ess að sjá her- skipa æfingarnar, sem eiga að fara fram í sundinu milli Eríglands og Irlands. Þá hafa þegar verið boð- in £18 eða, um $90, fyrir hvert rúm í f>eim gufuskipum, sem verða við stötld þessa athöfn. Það er talið vfst að eftir f>vf sem nær lfður hin- um mikla degi, eftir því verði hærri boð gerð f sæti frám með götum þeim sem skrúðgangan fer um. Þýzk blöð eru nú farin að flytja myndir af Búastríðinu og sýna Þau útför þar sem verið er að grafa Englands mikla makt og veldi og Kruger gamli stendur yfir moldum ]>ess. Önnur mynd sýnir árið 1950 og ]>á eru Bretar ekki búnir að vinna stríðið, en Búar bjóða þeim byrginn og virðast ]>á vera orðnir mannfleiri en Bretar. Bú*ir hafa unnið stórfeldan sigur á Bretum ]>ann 8. f>. in. Methuen herforingi var á ferð með 900 riddaraliðs og 3—400 fótgöngu liðs með 5 fallbyssur, frá Wynd- burg til Leichtenburg, og féll f hendur Búa. Methuen var sierður. 3 brezkir liðsforingjar og 38 liðs- menn féllu' og 5 liðsforingjar og 75 menn særðir og auk þess týndu Rretar yfir 200 manna í ]>essum slag, en 500 komust undan á flótta. Þetta er talið stórt óhapp fyrir Breta og bendir á að Búar séu enn ]>á miklu liðfleiri en meun hafa gert sér nokkra hugmynd nm. Búar náðu öllum fallbyssunufn og öllum farangri Breta og tóku Methuen herforjngja tilfanga. íslands-fréttir. Eftir Fjallkonunni. Beykjavík, 30. Des. 1501. Dáinn hér í bænum nýlega Bjarni Eliasson skipstjóri. Færeyjakolin. Lítið heyrist um þau nú, nema að kolalögin séu að THE NEW YORK LIFE 1. Fyrir 10 árum voru árlegar inntektir félagsins yfir $30 millionir. 10 árum siðar, eða 1901, voru árlegar inntektir orðnar $70 mill. 2. Fyrir 10 árum voru gildandi lífsábyrgðir $575 millionir. Við síðustu áramót voru þær orðnar $1,360 mil. 3. Fyrir 10 árum voru allar eignir félagsins metnar $125 millionir. Við siðustu áramót voru þær orðnar yfir $290 millionir. 4. Fyrir lOárum borgaði félagið skírteinahöfum, árlegayfir$llj mill. Á siðasta ári borgaði og lánaði það til skírteinahafa $34J million. Við síðustu áramót var New York Life félagið starfandi í hverju stjórnbundna ríki i heiminum, og hafði stærra starfsvið í flestum rikjum, heldur en nokkur önnur samkynja félög, útlend eða þarlend. Öll ábyrgðarskirteini þessa félags eru ómótmælanleg strax frá út- gáfudegi þeirra. J. €1, JHorgan, raðsmabcr, Grain Exchange, Wiunipeg. Chr. OlafsMon, islenzkur agent. jafnaði 3 álnir á þykt og er sagt að þau séu góð. Framkvæmdar fjár- stofn þess er námugröftinn rekur er sagður um 7 milj. kr. að upphæð. Árnessýslu (neðanv.) 30. Des.: Þetta 6r, sem nú er að enda, má að mörgu leyti telja meðal beztu ára hér um sveitir.... Dánir eru í þ. m. Helgi Jónsson bóndi 6 Ósabakka á Skeiðum, tæp- lega miðaldra, og Þorkell Ögmnnds- son bóndi í Oddgershólum, 63 ára bjó mörg ár í Kióki í Hraungerðar hreppi, góður bóndi. Ofsastorm af útsuðri gerði sunnan lands á þiettándanum og urðu tals- verðar skemdir af.—Hér í bænum fauk hús, sem var nýbygt, á Lauga- vegi, það var tvíloftað, og fauk fyrst efri hlutinn norður fyrir veginn og síðan neðri hlutinn, og hrundi þar með nokkuð af grunninum. Skemd ir urðu og 6 nokkrum húsum, glugg ar brotnuðu, o, s. frv.—Fiskiskip rak upp í Hafnarfirði, “Morning Star ‘, eign Ág. Flygenring, og skemdist. Austanfjalls urðu talsverðar ske . d- ir á húsum og fiskibátar fuku. Síld var í afar-háu verði erlendis er síðast fréttist, yfir 30 kr. tunnan. Maður hengdi sig á Akureyri að faranótt 26. f. m.,tJóu Sigurðsson af Eskiflrði, kvæntur maður, barnlaus; hafði drukkið eitt glas af vini áður en bann fór að hátta og kvað það skyldu vera síðasta glasið sitt. Menn halda að hann hafi ráðið sér bana af fátækt. Drukknun. 15. þ. m. fórst bátur af Kjalarnesi með 2 mönnum. Þeir voru á heimleið úr Reykjavíc, og hét annar Jón, bóndi frá Austurvelli á Kjalarnesi Jónsson (kallaður Klofa Jón), en hinn Guðmundur Guð brandsson, vinnumaður frá^Saurbæ á Kjalarnesi. 24. Jan. Baróninn frá Hvítár- völlum héfir skotið sig. Hann fanst skotinn 6 Engiandi í fyrsta fólks vagni sunnudagskveldið milli jóla og nýárs. 12. Febr. Síðan veðrið spiltist fyrir mánaðamótin hefir verið norð- anrok og all-frosthátt. Frostið alti að'13 stig á C.—Hafís hafði sést við Strandir, bæði austanmegin og vest- anmegin, að sögn, seintí Jan., þó ekki mikill. Eftir síðustu fréttum (með Laura) er stangl af hafísjökum alt suður 6 Breiðafjörð. Norsk blöð segja að ónefndur Is- lendingur (F. B. Anderson?) hafl haft bréfaskifti við Marconi um að koma á þráðlausum ritskeytum milli íslands, Færeyja og Hjaltlands ann- ars vegar, og Grænlands og Canada hins vegar. ./ Dáinn er hér í bænum 8. þ. m. kand. fil. Vilhjálmur Jónsson (Borg- flrðings) póstassistent (afgreiðslum.) á pósthúsinu. Hann var rúmlega þrítngur að aldri, fæddur 30. Ágúst 1870. Hann var efnisinaður og vel að sér og fróður í hinum nýjari bók- mentum Norðurlanda. Hafði hann ritað ritgerðir bókmentalegs efnis í erlend tímarit og blöð. Honúm var lungnastúkdómur að bana. Að honum er mannskaði. Séra Jón Stefánsson á Halldórs- stöðum í Bárðardal lézt4. f. m. Úti varð eða drukknaði 8. Jan- Halldór Stefánsson, frá Giljum á Jðkuldal, ungur efnismaður, hafði verið veikur um morguninn og var á ferð. Skagafirði, 24. Jan. Siðan um ný ár hafa ýmist verið útsynningur eða florðanhrlðar, og nú haglaust fyrir allar skepnur. Frost um 20 stig á C. síðuslu daga. Húnavatnssýslu (austanv.) 1. febr. Nú í 3 vikur hefir verið versta harð- indatið, og víða orðið haglaust, en skifti 'flm síðustu daga og gerði hláku, svo nú er nær alautt 29. Jan. Alþingi kvatt saman. Með opnu bréfl, dags. 10. Jan. þ. á. heflr konungur kvatt alþingi saman laugardaginn 26. Júlí þ. á., og á- kveðið að það megi ekki standa lengur en mánuð. Mikil frost hafa verið hér að und- anförnu, og talsverð frost síðan fyr irjól. Síðustu dagana hefir frost verið hæst alt að 15 stig C. Fiskilaust við Faxaflóa, enda hafa her verið stöðugar ógæftir síðan nokkru fyrir jói. Átta lfk eru rekin af botnvörpu- skipinu (Nilssons), sem fórst í Grindavík. 5 eru þá ófundin að sögn. Dáinn er Ásgrímur bóndi Sigurðs- son á Gljúfri í Ölfusi ll.þ. m., 68 ára, góður bóndi í sinni röð. 4. Febr. Látinn í Kaupmanna- höfn Sofus Högsbro, fyrv. tormaður fólksþingsins, hniginn á efri aldur. Stokkseyri 47. Jan. Síðan fyrir jólaföstu var hér hæg norðanátt með litlu frosti, og stóð sú veðrátta fram yflr nýár. Allan þann tíma að kalla voru hér stöðugar sjógæftir og ágæt- ur fiskafli. Haustvertíð hefir því verið hér góð. Meðalhlutur síðan eftir réttir mun vera nálægt 700 kr. Hæstur hlutur nálægt 1100.—Síðan snemma I þ. m. heflr verið mjög um- hleypingasamt. Mest frost 12-—13. þ, m. 16—18 stig C- Veðrið hefir verið mjög blitt nú í nokkra daga, alt að 6—7 stiga hiti á Celsius. Árnessýslu, 24. Jan. Þorri heils- ar með norðan kafaldsbyl og er ekki “mjúkur á manninn". Undanfarna daga hefir verið útsynningur, fyrst með þíðu, en síðan með snjógangi og stormi. Bráðkvaddur varð aðfaranótt hins 1. f. m. Ögmundur bóndi Gíslason í Laugarnesi; vaknaði í rúmi sínu við óþolandi höfuðverk, og var látinn eftir stutta stund. Hann var ungur miður og efnilegur, nýgiftur og byrj- aði búskap næstl. vor, greindur vel, stiltur og vinsæll —hafði áð- ur kent höfuðveikiskasta. Eftir Þjóðviljanum. Bessastöðum, 28. Jan. 1902. Snjóflóð banaði 2 mönnum. 24. Des. stðastl. (urðu tveir menn fyrir snjóflóði i svo nefndu Holtsgili í Mýrdal í Vestur-Skaptafellssýslu, og hröpuðu til bana. Voru þeir vinnu menn séra Gísla Kjartanssonar að Felli í Mýrdal, og hétu Þorgeir Jóns- son og Ásgr. Rúnólfsson, báðir ungir menn, ókvæntir. Sænski Nilson druknar. Enskt botnvörpuskip, Anlaby að nafni, strandaði í Grindavík fyrir skömmu og brótnaði í spón. Skipstjóri' á Anlaby var Nilscn sænski, er olli manndauðanum i Dýraflrði haustið 1899. Hann var nýsloppinn úr betrunarhúsiuu eftir að hafa tekið þar út hegninguna, og réðst þegar, sem skipstjóri á Anlaby, og lagði af stað frá Hull, í -fyrstu veiðiferð sína á jóladagsmorguninn. Enginn vafi getur á því leikið, að skipshöfnin á Anlaby hefir öll drukknað, enda voru tvö lík rekin i Grindav ík, er síðast fréttist. Svo er að sjá, sem þeir félagar hafi verið að ólöglegum botnvörpuveið- um, því að botnvarpan var í sjó, en þá orðið of nærri landi, sakir þoku eða myrkurs, og skipið steytt á steini og liðast þar sundur, en skipverjar ekki fengið borgið sér til lands sakir brims. Brottför Nilsons úr heimi þessum heflr því orðið all-kynleg og svaða- leg,—að (drukkna þannig, er haun leitaði landsins aftur, fyrsta skifti, og var tekinn til fyrri yðju sinnar, ólöglegra landhelgisveiða. 21. Jan. Skipstrand. í síðastl. Des rakst gufuskipið Inga, eitt af skipum Thor. E. Tuliniusar, á isjaka fram undan Melrakkasléttu, og gerðist þegar svo lekt, að skipverjar áttn fult á fangi að hleypa því á land áð ur en það sykki. 4. Jan. síðastl. andaðist að Ála- fossi í Gullbringusýslu ungfrú Odd- ný Jónsdóttir, 19 ára að aldri, dóttir Jóns hreppstjóra Ólafssonar á Sveins- stöðum í Húnavatnssýslu. 10. Febr. Nýr fríkirkjuprestur. 9. Jan. síðastl. hetír kank. phil. Guðmundur Asbjarnarson hlotið staðfestingu konungs, sem forstöðu- maður frikirkjusafnaðarins í Reyðar- flrði. Úti varð 22. Jan. síðastl. Signrður bóndi Sigurðsson frá Efravelli f Gaulverjabæjarhreppi f Árnessýslu. Hann var á heiuileið frá Eyrarbakka og fanst örendur skamt frá ‘heimili sfnu. ' Herra ritsjóri Heimskringlu: Gerðu svo vel og Ijáðu eftirfar- andi línum rúm í þínu heiðraða blagi: Maðurinn minn sálaði, Gfsli J nsson, sejn druknaði 3. ágúst síð astl. haíði kevpt eitt þúsund doll- ara lífsábyrgð í “Mutual Reserve” lífsábyrgðarfélagiu fyrir mörgum árum síðan, og hafði stöðugt borgað iðgjöld sfn og allar aðrar kröfur fé- lagsins fram að dánardægri. Eltir fráfall hans gerðiég kröfu til félags- ins fyrir þessaii upphæð, og fékk ég lengi vel ekkert iullnægjandi svar upp á hana, en þar sem ég var hér einstæðingur og átti engan að sem staðið gæti í bréfaskiftum við félag- ið fyrir mína hönd, varð ég að kaupa lögmann til að framfylgja kröfum mfnum, og starfaði hann að því f næBtum 6 mánuði. Ísíðastl. mánuði fékk ég loks- ins ávísun upp á $846.63 (átta hundruð fjörutíu og sex dollara sex- tíu og þrjú cent) og sagði lögmaður- inn mér, að það væri alt sem ég fengi frá félaginu. ÞetU varð ég auðvitað aa láta mér nægja, jafnvel þó mér þyki þessi borgunarmáti nokkuð einkennilegur á réttri skuld, j því þegar ég er búin að borga allan f>ann kostnað sem kominn er á, víð innheimtu peninganna, er höggvið talsvert skarð f upphæð þá sem mér bar með réttu. Af því ég hef séð stundum f ís- lenzku blöðunum þakklætisgreinar frá konum dáinna manna, sem trygt höfðu líf sitt f þessu félagi, þykir mér vel við eiga að lofa almenningi að sjá hvernig því hefir farizt við mig í okkar viðskiftum. — Betur að engar fleíri ekkjur yrðu fyrir því sama. Um aðra viðurkenningu en þessa frá minni hendi er ekki að ræða. Keewatin, Obt. 1. Marz 1902. Kristiana Johnson. íslenzkur dáleiðari. FZerra S. Christie (Sigurgeir Kristjánsson) hér í bænum. sem um [nokkur undanfarin ár hefir lagt fyrir [sig nám dáleiðslufræð- innar^og annara lærdómsgreina og hlotið fullnuma skýrteini frá vfs- indaskólanum íNew York, hefir á- kveðið að[sýna list sfna á opinber- um samkomum, sem haldnar verða i Unity Hall, homi Pacific og Nena*St., 25., 27. og 31. þ. m., kl. 8-J að kveldi. Mr. Christie er tal- in vel fær í þessari vísindagrein og hefirjþar að auki sér til lijálpar æfða menn í missýningafræði, sem einnig skemta á samkomunum.Mr, Christié er fyrsti íslendingurinn, sem opinberlega gefur sig frain sem vísindalegur dáleiðari, og ]>að má óhætt búast við góðri skemtun, Kostnaðurvið undirbúning þessara funda er allmikill og þess vegna mælum vér með þvf að landar vorir sæki samkomumar vel. Það er í fyrsta skifti, sem þeir eða margir þeirra hafa átt kost á að sjá slíka skemtun, og þeir ættu ekki að missa það tækifeeri, sem þeir nú hafa. Aðgangur 25 cents fyrir hvern. (Sjá augl. f næsta blaði). PRESTKOSNINGIN verður leikin 17. og 18, þ, m. kl. 8 á Unity Hall, Aðgöngumiðar verða til söiu hjá H. S. Bardal og kosta beztu sæti 35c., almenn sæti 25c., barna sæti 15c. Ágóðanum verður varið til hjálpar veiku og þurfandi fólki. s Athugið. Fargjald fyrir vesturfara frá íslandi til Winnipeg kosta nú í sumar $35. Islendingar í Vestur‘Canada, sem óska að senda fargjald til vin» sinna á Islandi, geta sent peningana til “The Commis- sioner of Immigration, Win- nipeg“, er sér um ao farbref- in verði tafarlaust send til viðtakeúda. Referendum. Ástæður fyrir því, hvers vegna að þú átt að greiða atkv. á móti vfnbannslögunum 2. Apríl næstk. 1. Vegna þess að vfnsölubann hefir allstaðar misheppnast. 2. Vegna þess að skikkanleg hótel með vínsöluleyfi era áreiðan- lega æskilegri, en laumnsala á ó- vönduðnm víntegundum, 3. Vegna hess að öll löggjöf er' gengur í þá átt, að ákveða hvað fólk skuli eta og drekka, er hin hættulegasta lagasmfði, getur leitt til fleiri ákvarðana, er Jveikja per- sónulegt frdsi, . 4. Vegna þess, að jafnvel með heilum her af embættisþjónum og æmum kostnaði, er óni(">guh*gt að setja vínbannslög 1 gildi, vegna þess að meiri hlutinn er á móti þyí,- 5. Vegna þess að í Norðvestuy landinu, þar sem lögregluliðið er svo þúsundum skiftir, og eiðsvar- in skylda þess var að stöðva vín- söluna, kom það fram að slíkt var ómögulegt, og fólkið þar fagnaði yfir þvl, að leyfi má fá þar til að Selja vín. • 6. Vegna þess. að vínsölubann þýðir aukin útgjöld á hvert nef, er í fylkinu býr. 7. Vegna þess að vfnsölubannið hefir öréttlát áhrif á verzlunarvið- skiftin og er hættulegt fyrfr landa- oghúsasölu 1 öllu fyíkinu. 8.. Vegna þess, að vínsölubanni fylgir ósandyndi og deilur, og býr til spæjara og fjölgar meinsærum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.