Heimskringla - 13.03.1902, Blaðsíða 3

Heimskringla - 13.03.1902, Blaðsíða 3
I HEIMSKRINGLA 13. MARZ 1902. nefnda. Hann aagðs það væri ekki rafmagn sem Marconi sendi yfir haf- ið eða til annara fjarlægra staða, það væri að eins -‘hreyfing” og raf- magns öldur er flyttust staða í milli á sama hátt og loftið, þegar öldur þess væru vaktar með einhverjum hljóðgjafa (sounding body) og sem þá flyttu hreyfinguna frá hverjum smálofthJutanum til annars uns þær rækjust á hljóðhimnu eyrans. Titr- ingur eða hreyfing sú sem við loft öldubrot þetta kæmi á hljóðhimn- una væri svo það sem heilinn kall- aði "hljóð”. Á alveg semu grunn- reglu kvað Dr. Laird ljósframléiðslu- og rafmagnsskeyta 'sendingar bygðar. J. E. DÁINN að heimili sínu i N . Dak,, 17. Febrúar 1892 merkismaðurinn Guðmundur Sveinsson, ættaður og upprunninn í Húnaþingi á íslandi. Hannvar fædd- ur að Forsæludal í Vatnsdal 15. Maí 1830. Foreldrar hans voru Sveinn toóndi Ögmundsson og kona hans Guð- ríður Gisladóttil:. Hann misti ungur föður sinn, en ólst upp hjá móður sinni og stjúpföður, Krlstjáni Jónssyni, að Dalgeirsstöðum í Miðfirði, þangað til hann var 20 ára. Þaðan flutti hann að Heggstöðum viðMiðfjörð og giftist þar ungfrú Lilju Oddsdóttir. stjúpdóttur Eggerts Eggertssonar bónda, og dóttur konu hans Steinunnar Björjjsdóttur.— Guðmundur byr jaði búskap að Dalgeirs- stöðum og flutti svo að Útbleiasstöðum og þaðan að Heggstöðum, þá að Bálka stöðum við Hrútafjörð, svo þaðan að Stórahvolsá í Strandasýslu, og þaðan til Vesturheims, Eftir 4 ára búskap að Hvolsá misti hann konu sina Lilju' Oddsdóttir og höfðu þau þá eignast saman 13 hörn; af þeim lifa 5 bræðnr og eina systir í Ameríku, öll vel Ltin og vel standandi.-Guðmundur átti mörg alsystkini og hálfsystkini í Húnaþingi og fjölda annara ættingja. Hann var vel greindur og hið vandaðasta góð- menni, —og minning hans ilifir í þakk- látri virðingu allra sem þektu hann. Heimskriagla er beðin að auglýsa þessa dánarfregn hér i Ameríku, — og Fjallkonan í Reykjavik er yiusamlega beðin að flytja hana til allra ættmanna og vina hinslátna á íslandi. Aðstandendur og vinir hins látna. I Goodtemplara stúkunni Skuld setti umboðsmaður Rósa Egilson, eftir farandi í embætti 12. Febr. 1902: F. Œ. T. NannaBenson; Æ. T. Gunnl. 8ölvason; V. T. Kristj. Thorarenson; K. Sigrfdur Péturson; R. Karólína Dalmann; A. R. AðalborgBenson; F. R. Jón Ólafsson; G. Vilhjálmur Olgeirsson; D. Gunnlaugur Jóhannsen, A. D, Pétur Lydes; G. U. T. Sigurl.Jóhannesson; V. Jónas BergÁian; U. V. Halldór Jóhannesson; Stúkan hefir aukið sjóð sinn og fjölgað meðlimum síðastl. ársfjórð- ung; hún hefir nú 235 manns; hún he fir aldrei komist svo hátt fyrr. Dr. Ólafur Stephensen Ross Ave. 563 ætíð lieimafrá kl. —3^ e. m. og 6—8-J e. m. Telephone 346. Kasrið þeim ekki burt — það er eins og að henda frá sér peningum þegar þér kastið burt Snoe Shoe Tags þeim sem eru á hverri plötu af PAY ROLE UHEWING TOBACCO.---------------- Haldíð þeim þess vegna saman, Það veitir yður kost á 150 ágætum gjafa- muuum,—‘‘Tags‘‘ gíldatil 1. Januar 1903. Biðjið kaupmenn yðar um mynda Iista vorn yfir þessa gjafahluti. *************************** HEYRNARLEYSI er eigi auðið að lækna með algengum tneðölum, þar eð þau geta ekki ná til hins sjúka hluta eyrans. "Heyrnar- leysi” verður því aðeins læknaðáeinn hátt, sem sé þann, að nota þau meðöi, sem eru eftir byggingu h ns sjúka. Heyrnarleysi kenlur af bólgu í slím- bimnunni, .-iem liggur innan í heyrnar pípunni. Þegar þessi ptpa er orðin veikluð, kemur suða fyrir eyru þér eða þá að heyrnin hverfur til muna. Og þegar pipan lokast með öllu, er afleið- ingin algert heyrnarleysi, og sem aldrei batnar nema bólgunui í þessari pípu sé útrymt. Níu af tíu heyrnarlausum mönnum eru á þenna veg orðniriheym- arlausir. Vér viljum gefa eitthundrað dollara fyrir hvern sjúkdóm (sem kominn er af bólgu í slímhimnnnni) sem ekki lækn, ast með Halls Catarrh Cure. skrifið eftir upplýsingum F. J. Cheney&Co. Toledo Ohio, Fæst í lyfjabúðum fyrir 75c. FERÐA-AÆTLUN milli Ný-íslands og Winnipeg Sleðinn leggur á stað frá 605 Ross Ave. kllhvern sunnud. og kemur til Selkirk kl. 6; fer írá Selkirk kl. 8 á mánud.morgna og teemur til Gimli kl. 6 að kv.; fer frá Gimli á þriðjud.m. og kemnr til Icelandic River kl. 6. Fer frá Icel- Riv. i bakaleiðkl. 8 á fimtud.m. og kemur til Gimli samd.; fer írá Gitnli kl. 7.30 á föstud.m. kemur til Selkirk kl, 6 sama kv.; laugatd. kl. 8 frá Selkirk til Winnipeg.—Hra. Runólfur Benson, er sleðan keyrii, er að finna að 605 Ross Ave. á laugard. og sunnud., og gefur hann allar nauðsynlegar npplýsingar ferðalaginu viðvikjandi. Engin hætta að fólk tef jist, þars þessi sleði flytur póstinn og skuldbundinn til að vera á ákveðnum tíma á hverri póststöð. niLLIDGE BR0’5. Weat Selklrk. Kennari getur fengið stöðu við Svvan Creek skóla frá 1. Maí. til 1, Nóvember 1902. Verður að*hafa 2. or 3rd class certificate. Lysthaf- ar snúi sér hið fyrsta Jtil undirritaðs. og skýri frá reynslu sinni við barna- kenslu, og tilgreini kaupgjald er þeir æskja.—Tilboð verða að vera kominfyrir 1. Apríl 1902 til Helga Oddsonar. Sec. Treas. Cold Springs. Man. Rafmagnbeltin. margreyndu eru nýkomin enn einusinni á skrif- stofu Heimskringlu, og allir feng- ið þau keypt, er vilja, Þetta er líka sagt þeim til upplýsingar, er verið hafa að spyrja eftir þeim undanfarna daga. Hefurðu gull-úr, gimsteinshring, gleraugu eða brjóstnál ? Tliordur Johntion 292 Main St. hefir fulia búð af alskyns gull og silfur varningi, og selur þaðmeð lægra verði en að ir Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eino árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær ist. Staðurin er: MAIN STREET. Thordur Johnson. * * * * * * * * * * * * * * * * * * LANG BEZTA ER, Ogilvie’s Mjel. Sjáið til þess að þér fáið OGILVIE’S. * * * * * * * * * * * * * * * * * * ************************** Ódýrust föt eítir máli — S. SWANSON. Tailor. 512 Marvland St. WINNIPEG. —TIi JolmHon kennir fiólínspli og dans. 614 Alexander Ave. Winnlpe^- Ég hefi gnægð af pen- ingum að lána á lönd og lausafé. Ég vil því biðja þá sem þurfa að fá peningalán að snúa sér til mín og þið munuð sannfærast um að þið hafið bezt af því sjálfir. Yðar. E. H. BERGMAN. Garðar, N. Dak. OLISIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍND NÝJA SMinará Hotel. Fæði $1.00 á dag. 718 Main Str Ef einhverjii; af mfnum' gömlu og góðu kunningjum hér í Ameriku vildu vita addressu mfnu, pá er liún P. O. Boxl283 WinnipegMan. Mér er f>ökk og ánægja af að fá lfn- ur frá þeim, um lfðtin þeirra og kringumstæður f þessu landi, m. fi. Jón Jónsson, frá Hjaltastöðum í Skagafirði. * Fyrir minna verð en hægt er að fá nokkurstaðar annar- staöar, tekur undirritaður að sér út búnáð eignarbréfa (Deeds), veðsknlda- bréfa (,Kortgages) og alskonar samn- inga (Agreements), og ábyrgist laga- legt gildi þeirra fyrir dómstólum i 4/an- itoba. B. B. OLSOJÍ. Provincial Conveyancer. Gimli 4/an. AUGLYSING. Hér með gef ég til kynna, að ég hefi til sölu talsvert af góðum bæjar- arlóðum viðsvegar umbæinn. Sumar með alskyns aldinum og heyi, eirinig með snotrum íbúðarhúsum, on aðrar óbygdar en þó ágætar til ábúðar. Yfir höfuð er alt það áminsta hillegt og á góðum stöðum. Ættu því allir landar að flnna mig að máli er hefðu í hyggju að setjast hér að, áður en þeir kaupa fasteignir af öðrum. Spanish Fork City Utah 10. Febr. 1902, BJARNI J. JOHNSON. • BÍÍKI N! ‘j BÖKIN! \V BÖKIN! HYER BAKAR? YER BOKUM! BOYD bakaralla hluti, sem bakaðirverða. Prófið brauðin okkar prófið kökurnar okkar, skorpu kökurnar, eplakök- urnar, bollurnar og alt og sérbvað sem þið óskið, og reyndin verður sú að þér finnið að brauðgerð vor er sú bezta, sem völ er á. — Heildsala og smásala.—Vér höfum 12 keyrara. — Biðjið þá um brauð. W. J. BOYO. 370 og 579 Main Str. TIL SOLU, Ábúðarland 2 mílur norðan við Gimli 140 ekrur, liggur að vatni, byggingar og girðingar, gef- ur af sér átta kýrfóður, góður byrki skógur. Þetta land fæst með kjör- kaupsverði, verður verðmætt land innan skams tíma. Frekari upp- lýsingar fást á skifst. Hkr. Macioíall, Hauari & WMtla. Lögfræðingar og fleira. Skrifstofur í Canada Permanent Block, HUGH J. MACDONALD K.O. ALEX. HAOÖARD K.C. H. W. WHITLA. (Janadian Pacific J[,il way Fljotusta og skemtilegusta leidin AUSTUR og VESTUR TORONTO, MOTREAL, VACOUVER, SEATTLE. CÁLIFORNIA KÍNA. og til hvers annarfstaðar á hnettinum sem vera vill. Allar upplýsingar fást hjá Wm. STITT C: E. McHPERSON , aðstoðar umboðs- aðal umboðsmaður maður farþega farþegalestanna. lestanna. WINNIPEG. Brunnir til ósku Það er sagan sem gengur um okk- ar nafnfrægu “ T. L. ” VINDLA. í þeim er hieinasta Havana tóbaks- lauf, mlld og ljúffei g, þrí brenna þeir upp til ösku. WESTERN CIGAR FACTORY TIiom. Lee, eigandi. "WHT3NIFEG. flANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan í Manitoba er nú............................... 250,000 Tala bænda i Manitoba er................................. 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519 “ “ 1894 “ “ ............. 17,172,883 “ ‘ 1899 " “ .............2'. ,922,230 Tala búpenings i Manitoba er nú: Hestar.................. 102,700 N autgripir............... 230.075 Sauðfé..................... 05,000 Svin....................... 70.000 Afurðir af kúabúum í Manitoba 1899 voru.....*............ $470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auhntm afurðum lanisins, af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna, af vs i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðan almennings, í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum. -....... 50,000 Upp í ekrur....................................................2,500 000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi Muti af ræktanlegu landi í fyikinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyTÍr innflyténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. f Manitoba eru ágætir frískólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn, sem aldrei bregðast. í bæjunum Winnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru riimlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhéruðunum og British Coiumbia um 2,000 tslendingar. Yfir 10 millionir ekrur af landi i Manitoba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra. eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllurnpörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North IFestern járnbrautinni eru til sölu. • Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til HOX. B. P BOKLIM Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Joseph B. Skaptaaon, innflutninga og landnáms umboðsmaður. eru beztu, ódýrustu ogeyðsluminstn hitunarvélar sem gerðar erui þær gefa mestan hita með minstum eldivið. Eru bygðar til að endast og vandalaust að fara með þær. Fóðursuðu-katlar fvrir bændur gerðir úr bezta járni eða stáli, ein- mitt það sem þér þarfnist. Biðjið árnvörusala yðar um þá, þeir selja a)lir vörur vorar. THE HECLA CLARE BRO’S & Co. Verksmiðjur: PRÉSTON, ONT. Winnipe. Box 1406. 4 Mr. Potter frá Texas. sökunarblæ, næstum eins og hún skammaðist sin fyrir eitthvað, sem hún var þó ákveðin í að gera. ‘‘Þeir yfirgáfu mig ekki!” “Hvernig í dauðanum stendur þá á því, að þú ert hér?” "Ég sá þá fara. Brezki konsúllinn heimt- aði að ég færi með þeim, !en égneitaði því. F.g sagði honum að ég þyrfti að finna þig, og ég væri komin langt að. Það var sent hraðskeyti frá Cairo, að þú hlytir að verða komin hingað þessa nótt, og svo hefi ég beðið og beðið, og svo varð um seinan að komast héðan burtu. Ég flýtti mér ofan á ströndina, og varð þess vísari að ómögulegt var að hafa fregnsamband við skip in. sem liggja út á höfninni. Hvað gat ég gert —kona—stödd í ókunnugri borg, og get ekki tal- að eitt. orð í hinum austrænu tungumálum? Fylgdarmaður minn flutti mig aftur að þessu hóteli, en svo var hann svo smeikur, að hann hljóp í burtu frámér. Sólin gekk til viðar, á gaslömpunum Ivar ekki hægt að kveikja, þvi gaspipurnar voru lokaðar, svo ég varð að hýrast hér í þessu mannlausa hóteli; — svo heyrði ég umgang. Ég forvitnaðist um hann með var- kárni, i þeirrivon, &ð:éggæti fengið hjálp eða aðstoð, og—sá þig kveikjaá kindlinum, og guði sé lof ! — Littu á, enskt konu andlit! Ég hefi séð myndina þína. Þú ert Karl iErrol, sonur Ralph Errols í Melbourne.í Ástraliu”. “Já. en þú ert-----?” “Lafði Sarah Annerley’”. “Lafði Anneriey? — í nótt stödd i Egypta- Mr. Potter frá Texas, 5 landi?" nöldraði hinn ungi maður í mestu for- undrun, því þetta konunafn hafði oft áður birzt í blöðunum, nafn, sem stendur hátt í mannfé- laginu, og er fyrirmynd siða og tízku iannálum höfðingja lifsins. "Já”, svaraði hún, “Sarah, ekkja vísigreifa Annerlys, en einkadóttir Sir Jonas Stevens. Ég þarf að tala við þig í hálfan klukkutíma; ég hefi komið alla leið frá Evrópu til þess !” “Hálfan klukkutíma 1 Ef jvid stönzum hér svolengi erum við dauð, pá sá tími er liðinn”.— Hann kiptist við ogskalf ábeinunum.þegar hugs unin um svona langa bið flaug í gegnum huga ^ hans; en því lengur sem hann horfði á þessa konn, og veitti henni og látbragði hennar eftir tekt, því meir varð hann undrandi og hræddari Við háska og hættur, sem vofðu yfir þeim — við að sjá hana—hertekna ef til vildi.—“Veiztu ekki’, hélt hann áfram í flýti, eins og tíminn væri að hverfa fram hjá, “að á þessari stundu erum við eflaust hinar einustn mánneskjur enskar, sem lifandi eru staddar í Alexandríu, þessa voða- þrungnu nótt. Á sama augnabliki og enski sjó- flotaforinginn' lætor fyrsta fallbyssuskotið ríða af, á egypsku hervirkin, fá hinir austrænu hálf- brjáluðu liðsmenn merki um, að drepa hverja flnnar.lega manneskju, sem hefir önnur trúar- brögð, en Múhamedstrú, því þeir trúa því að Allah blessi þá þúsundfalt fyrir hvert það mannsmorð, er þeir fremja. Og þeir skilja ekki við fyrri en þeir hafa drepið hvern einasta Evr- ópumann, háan og lágan, sem ekki er nú staddur út á skipunum. Allir hafa ’.flúið út á þau í dag 8 Mr. Potter frá Texas- um, því hún hafði nákvæmlega litið eftir vopn- um hans og sá að Remington riffillinu hans var rykugur, eftir gönguna. “En ég ætla að segja þér”, greip hún fram í og studdi sig við handlegg hans um leið og tál- aði með skrítilegum tilburðum og áherzl^: “Ég hlýt að segja þér”, og liún ætlaði að halda áfram en hann tók orðið af henni og sagði: “Remipgton riffillinn minn sýnist rykugur. Gefðu mérdulu til að þurka af honum með,— vasaklútinn þinn, eitthvað.—rífðu ræmu af silki- pilsinu þarna; eigandinn vill ;má ske ekki missa það!” — . Lafði Annerley hlýddi honum, en hann hélt áfram: "Haltu kindlinum héma fyrir mig, gerðu svo vel, svo ég sjái betur inn I riffillásinn, Hann getur bjargað þér engu siður en sjálfum mér". Um leið og hún tekur kindilinn að lýsa hon- um, þá heldur hún áfram: “Svo er mál með vexti, að ég kom frá Evrópu hingað, til að segja þér dálitið leyndarmál, sem viðkemur föður þín- um— Um leið og hún sagði þessi orð, smelti hann bógnum á kveikipipuna, svo það kom töluverður smellur, en hann sagði um leið: “Faðir minn getur beðið, hann er ekki í lífshættu sta,ddur sem þú".—Þá hljóðaði hann: “Slöktu á kindlinum!" . “Hvi þá?” Hann svaraðiengu, en slökti ljósiðf höndun- umlhenni, og rak hún npp hljóð af undrun. “Hve gerir þú þetta?” spurði hún í máttlitl- um málróm. SÖGUSAFN IIElMSUIHKGI.r Mr. Potler fra Texas. EFTIR « Archibald Clavering Gunter. Snúið úr ensku á íslenzku af: Kr. Ásg. Bcneiliktssyni. WINNIPEG PRENTSMIÐJA HEIMSKRINGLU 1903.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.