Heimskringla - 12.06.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 12.06.1902, Blaðsíða 1
KAUPID. Heimskring/u. r' i BORQID. $ Heimskringlu. XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 12. JÚNÍ 1902 Nr. 35. Fregnsafn. Markverðuscu viðburðir hvaðanæfa. í síðasta m&nnði urðu meiri mannskaðar og eignatjón, en nokk- urn tíma heflr borið fyrri við í sög- um. Og er hér að eins syndur íit- dr&ttur af þeim: 1, Maí. Voðafenginn fellibvlur fór yflr borgina Decca á Indlandi og nœrliggjandi sveitir. 416 menn mistu lífið og eignatjón varð mikið. 8. Mai. Stórkostleg eldsumbrot & Martinique og St- Vincent í Vestur- Indium, dr&pu yfir 30,000 menn, eyðilögðu utór svæði af landi og ollu miklu eignatjóni. 13. Mai. Þ& varð nafta sprenging mikil i Sheri- dan, Penn., 23 menn biðu bana, en 202 meiddust meira og minna. — 14., Mai. Eimskipið Camerta sökk; það var brezk-indverskt. Auk skipshafnarinnar voru & skipinu 550 farþegjar. 20 mönnum að eins bjargað af þvi.—17. Maí. 8 menn diepnir, 6 særðir, í upphlaupi, sem varð í Atlanta, Ga.—18. Maf. Var fellibylur & allstóru svæði I Texas. Um 100 menn týndust; eignatjón mikið, og ófengnar fréttir um eyöi- legginguna fr& sumum stöðum enn Þ&.— 19. Maí. Loftsprenging var í n&mu i Coal Creek, Tenn.; um 200 til 300 |menn biðu bana- — 20. Mai. Stórviðri og skýstrokkur fór yfir part af Cinsinnate, drap 6 menn og gerði eignatjón, er nam yflr eina milíón dala, — 28. Maí. Flóð og vatnagangur i norðausturhlutanum f Iowa rikinu. Sama dag kveiki- loftsprenging í Fe rnie-n&munum f B. C. Um 170 menn mistu þar líf- ið.—24. Maí. Nrikkrir - hlutar af Ulinois, Nebraska, Missouri, Kansas og fleiri ríkjum urðu fyrir fellibylj- um og skýstrokkum og hagli, sem olli mannskaða og eignatjóni* — 26. Mai. 6 menn mistu lifið og margir meiddust í ofyeðri, *sem kom i S. Carolina.—27. Mai. í manntroðn- ingum, sem urðu I New York, var 1 maðut drepiun og margir meiddir. Á sama tima hafa margar þús- undir mannd beðið bana af eldsum- brotum og jarðskj&lftum í Mið Ame ríku, og eignatjón orðið afarmikið. Engar skýrslur fengnar enn þ& um það. Edward Bretakonungur bað þingið að fleygja í Kitchener l&varð $250,000 f þóknunarskyni fyrir starf hans í Suður Afríku. Sumir þing- menn voru strax & móti þessari fj&r- veitingn. Aðrir vildu gefa Kitch ener sömu upþbæð, $100,000, og rík ið gaf Roberts l&varði, þegar hanB kom heim fir Afríkuför sinni. Blöð in halda að Kitchener f&i ekki nema $100,000. Frft öllum stöðum heimsins nær að segja eru konnngar og höfðingjar komnir til Lundúna, til að vera við krýningarhátíð konnngs vors. Þar eru ósköpin öll af blökkumanna höfðingjum úr Afríku. Þeir keppast um að færa kónungi gjafir af ýmsu tagi. Það segja jarðfræðiugar að hit- inn hafl verið um 2000 stig í St. Peire þegar Peiee gaus uaa daginn? Hafl því íhúarnir d&ið eins fljótt o^ elding drepur. Hesquoit Indí&nar á Vancouver- ströndinni hafa nýlega fundið flösk ur með miða í. Það er skeyti fr& embættismanni á herskipinu Condor, sem týndist f vetur. A miðanum stendur, að Condor hafi sokkið langt út i hafl. Að eins hann og 2 menn aðrír hafl komist í b&t, og hrekist þeir fram og aftur um hafið, og séu alveg & yaldi þeirra höfuðskepnn, er r&ði yfir því.—Þessir menn hafa ó efað farizt, því hvergi heflr frétzt til þeirra. svo kunnugt sé. Tíu af lánardrottnum mad. Humbert, sem hefir verið drifíjöðrin í fj&rglæfam&lin á Frakklandi, og sagt var fr& í siðasta blaði, hafa nú þegar framið sj&lfsmorð. 2 af nafnkendustu kiifrurum heimsins hröpuðu nýlega f Álpa- fjöllunum ogbiðu b\ðir bana. Á sérstakri lest, sem flytur far- andsýningar, komst ungt tigrisdýr inn i vagna þar sem sýningahestar voru. Þeir ætluðu að ærast er þeir s&u þenna óvin sinn. Samt réðist einn hesturinn fe það, og urðu enda- lokin þau, að hann geak af þvi dauðu. En sumir hinir hestarnir voru bitnir til skaða. Þykir það undrum sæta að hesturinn bar sigur úr býtum. Doukhoborar, sem búa í York- ton og þar I nfegrenninu neita þvi og mótmæla, að menn eigi að brúka ferfætt dýr til vinnu. Þeir segja að menn eigi að brúka ekki hesta til aksturs. Það sé brot á móti sönnum trúarbrögðum.—Þeir sýnaþað lika í verkinu, að þeir meina þetta, því þegar þeir geta ekki Ifetið konur sínar draga heim nauðsynjar, sem þeir með þurfa, þ& fara þeir sjálfir og gera það. M6 nú sjá þá á mynd- um, vera að stritast fefram með vagna úr kaupstöðnm. Viðast á myndum eru það konurnar, sem draga vagnana, en heldur draga karlmenn þ&, en brúka hesta. Sif- ton reiknast þetta til inntekta,— og góðum Doukhobra áhangendum!! Bóndi nokkur I Ont. hefir sofið samfieytt í 9 sólarhringa. Hann er samt & ferli & daginn, og gengur út og inn, þótt hann starfi ekki. Hann drekkur mjög mikið af vatni, en nærist litið. Hann veit ekkert um það sem fram fer í kringum hann. Hann hefir verið stundaður af lækn- um, en þeir geta ekkert að gert svo honum batni, og ómögulega vakið hann með nokkrum r&ðum. Kona hans og börn eru í mestu vandræð- um út af þessu, sem von er. Maður þessi er 54 ára gamall, og hefir ver- ið mesti elju og atorku maður. Læknaanir óttast að hann deyi úr hungri, af þvi hann nærist svo litið. Bandaríkjastjórnin þykist fagna míögyfir friðnum.sem kominn er á milli Breta og Búa. Hún ætti að fara að dæmi þeirra Breta og Búa, og gefa Filiphine eyjabúum sömu friðarkosti, Á fostudaginn var, voru niu vagnstjórar & strætisvögnunum í Toronto teknir og settir f varðhald. Þeir ern allir ftkærðir fyrir þjófnað og 2 menn þar að auki voru teknir um leið og fikærðir fyrir að vera í vitorði með vagnstjórunum. Þeir st&lu peningnnum úr kössunnm, sem farþegjar stungu fargjöldunum inn í. Þeir höfðu búið til sérstakt verk færi til að n& peningunum upp úr kössunum. Það voru leynilög- regluþjónar Pinkertons-félagsins, sem er eitt hið öflugasta leynilög- reglufélag í Bandaríkjunum. Þeir voru búnir að vakta vagnstjórana I 3 mánuðí og komast í kring um þá, &ður en þeír fönguðu þ&. Strætis- vagnafélagið hafði lengi grunað, að menn sinir væru full fingralangir á fargjalia peningnncm, og 3 æfðir leynilögregluþjónar trá Pinkerton voru fengnir til að rannsaka það, og urðu þetta endalokin íyrir vagn- stjórunum. Mr. Tarte segir, að Canadastjórn ætli eins fiótt og hægt er að koma á beinum eimskipaferðum og flutn- ingi & milli Canada og Ástralíu. Að- alstöðvar, sem þær skipaferðir gauga frá héðan, en St. Lawrence-fljótið. —Hefði fyrri átt að vera, Sir Thomas Lipton hefir afráðið að keppa enn þá einu sinni við Bandarikjamenn í siglingu, um bik- arinn. Það er þriðja tilraun hans Hún fer fram næsta sumar. Búar eru óðum að gánga á vald Breta og viTðast una friðarkostunum hið bezta. Upphlaupsmenn í Höfða- nýlendunni eru líka að gefast upp dagsdaglega. Sigurinn er að nokkru leyti eins mikill Búa megin sem Breta. Konsúll si sem, Bretar hafa hafa talið konsúlsstöðuna í Banda- rikjunum, í stað Pauncefote, sem dó um daginn, heitir Michael Henry Herbert. Hefir hann verið aðstoðar konsúll Breta í Paris á Frakklandi. M. H. Herbert er álitinn einn af þeim allra fremstu stjórnfræðismönn- um, sem nú eru í þjónustu Edwarda VII. Englakonungs. Snemma 1 þessari viku fór á- kaflega stórfelt haglveður yfir La- rimore í N. Dakota, og vfðar. Það skemdi hveiti lítið vegna þess, að stöngin er svo lá enn þá. en hamp- gresi skemdi þar að mun. Þetta haglveður er hið hrikalegasta, sem J>ar hefir komið. Haglhnoðin, er fellu, voru hálfur annar pumlung- ur ummáli. Eitt haglhnoð var mælt að Whipple, sem er bænda- býli, og |var það 8 þumlungar að timmáli. Af þvf þrumuveður fór á undan haglfallinu, J>á voru menn búnir að ná húsum þar, nema Jo- seph Doyle, sem varð o^ seinn að komast heim til sín. Eitt haglið kom í höfuð honum og sprakk 3 J>umlunga langur shurður fyrir J>ví f hársverðinum. Hann féil meðvitundarlaus, ec hestar hans fældust. Loks raknaði hann við og komst heim. Hann var fluttur til læknis, sem saumaði saman á- verkann, og eru vonir um að hon- um græðist sárið, og hann nái heilsu aftur. Nýlega varð bruni f Chicago, Bygging, sem notuð var fyrir lækninga hæli handa ofdrykkju- fólki, og þess háttar bjálfum, á- samt fleirum, brann til ösku, og fórust í þeim bruna 12 karlmenn og 1 kona, en um 30 manneekjur brunnu meira og minna. Hefir brenna þessi verið mjög hroðaleg og átakanleg, eftir þvl sem blöðin lýsa þar öllu og öllu. Snjó fjell á einum stað í N. Y. á mánudaginn var. Fjallgarðarn- ir Green Moxmtains (Grænu fjöll- in) og Greyloch voru huldir snjó, ofan að rótum. Jarðarávextir og jurtagróður skemdur af frosti. Á mánudaginn var maður að nafni F. Martín tekinn fastur í Ottawa að skipan stjórnarinnar, og ákærður um peninga fölsun. Martfn J>essi er 65 ára gamall nú. Fyrir 20 árum síðar var hann sett- ur í fangelsi fyrir að búa til fals- aða seðla, eftir seðlum f Banque Nationale. Þann 9. þ. m. dundi önnur hörmungin yfir bæ, sem Michel heitir í B. C., 23 mílur austan við kolanámubæinn Ferrie, sem um 170 menn fórust f um daginn. Eld- ur olli Jæssum voða viðburði í Michel, Crows Nest Pass Coal- félagið átti þar 24 hús og brunnu J>au til ösku. Tvær og þrjár fjöl- skyldur bjuggu í hverju húsi. Eld- urinn tók húsin svo fljótt að ó- mögulegt var að bjarga neinu úr þeim. Þar af leiðandi er hið voða- legasta alsleysi og eymdar ástand á þessum brunastöðvum. Eldurinn náði sér f þorpið þann- ig, að námafélagið var að láta hreinsa skóg af landi á átta ekrum sunnan við J>að, og ætlaði að byggja þar hús handa verkamönn sínum, En veður var hvast, og bárust, neistar og glóð frá viðnum, sem verkamenn vom að brenna á landinu og norður yfir bæinn, án J>ess að hægt væri við að ráða. Kviknaði þegar í húsunum; enginn slökkvjliðsútbúnaðiir var til að fást við eltlinn með, og alt var brunnið á svipstundu. Eldur er enn þá uppi krfng um J>orpið í viðarnmnum, og fólkið f hættu og nauðum statt. C. P. R. félagið hefir vagna til á sporima Jað forða fólkinu, ef eldurinn kreppir svo að þvf, að J>ess þurfi. THE NEW YORK LIFE. “Pro bono Publlco” Þe^ar maður kaupir klut. Unobodsmenn New York Life ábyr»íðarfélags>ns færðu forseta félaasins, Honorable John A McCall, 56 milliónir dollars í nýjum lifs- ábyrgðum á sex vikum. og skðmmu þar á eftir færðu þeir öðrum varaforseta félacsins hra. Geo. W. Perkins, 62 milliónir doliarsí nýj- um lífsábyrKðum, Þannis; fékk félaeið EITT HUNDRAÐ OG ÁTJÁN MILLIONIR DOLLARS virði l nýjum lífsábyrgðum & fyrstu 3 mánuðum af árinu 1902. Aldrei fyr hefir jafnmikil lifsá- byrRðar upphæð safnast að nokkru einu félagi i heiminum & jafn- stuttum tima eins og að þessu STÆRSTA og BEZTA nf öllnm lífs- ábyrgðarfélðgum. THE NEW YORK LIEE er á undan öllum keppínautum i heimi. Það er einfalt sameignarfélag án no’kkurra hluthafa. allur gróði er eicn skirteinahafendanna. NEW YÓRK LIFE er á undan öðrum félögum i Canada. Skoðið vaxtasafnsskírteini NEW YORK LIFE félattsins áður en Þér gangið i lífsábyrgð i nokkru öðru félagi. J. 4». florgHll, RAÐSMAÐUR, Grain Exchange, Wiumpeg. Chr. OIaf»Hon. islenzkur agent Sú fregn kemur rétt á eftir þess- ari framanskráðu, a$ 9 vagnar séu brunnir og smáhýsi, sem við nám- urnar voru, og þeytiloftsmylnur ein eða tvær í námunum, og eldur- inn sé kominn inn f námagöngin, og þiu farin að hrynja saman. Til allrat lukku voru allir verkamenn komnir út, úr þeim, og ólfklega verður [manntjón þar. IsLAND. • Eftir Norðurlandi. Akureyri, 26. Apríl 1902, Bjargarskorturinn hefir alls ekki orðið tilfinnanlegur enn liér f Eyja firði, og má kalla, að það séu ein- göngu tvær verzlanir, sem hafa birgt almenníbg, að mat sfðan um miðjan f. m. Gudmanns Efter- fölger, og Magnús Sigurðsson á Grund, Laxdal verzlunarstjóri lét af hendi um 330 tunnur af korn- mat frá 14. Marz 14. þ. m., mest- megnis til annara en reiknings- manna sinna, Jvf að þá hafði hann áður birgt. Auk þess seldi hann á sama tíma um 4000 pd. af melis. Magnús kaupmaður Sigurðsson hefir alt af haft matvæli og getað birgt framfjörðinn. Hér hafa þvf engin vandræði orðið, og nú eru margir búnir að birgja sig langt fram á sumar. Úr fljótum og Siglufirði er sögð neyð af bjargar- skorti: lítill matur þar til í verzlun um síðan um nýár. í Ólafsfirði hafa aftur á móti verið nægar birgðir. I Skagafirði hefir verið mjög kornmatarlftið f allan vetur. t koaspónafrétt af Langanesi segir mestubágindi þar, jafnvel farið að skera til matar. Fiskiafli allmikill hefir verið kringum Hrfsey síðan snemma í Msrf Jqgar gefið befir fyrir veðr- um og hafís. En þar fyrir utan og innan hefir hann verið lftill, þangað til nú nýlega, að farið er að aflast inn undir Hjalteyri. Af sel hefir mikið aflast, síðan fyrir páska út við Látur og utar, eins og drep- ið var & f Norðurl. sfðast. Fjöldi manna hefir 6tundað þá veiði og fengið 10 til 20 seli á bát. 3. Maf. Nýtt 6trandgæzluskip kom tilReykjavíkur í Marz, í stað Heimdalls. Það heitir Hekla og yfirmaðurinn er R. Hammer höf- uðsmaður, sá er verið hefir yfir- maður á Diönu hér við land undan- farin ár við landmælingar. Samsæti. Þann 17, Aprfl síð- astl. héldu Eyfirðingar sýslumanni Klemens Jónssyni allf jölment sam- sæti að Hrafsagili, til J>ess að fagna heimkomu hans úr utanför- inni. Eftir Þjóðviljanum. Bessastöðum, 30. Aprfl 1902. 27. Marz sfðastl. andaðist í Stykkishólmi prófastsfrú SoflBa Emilia Einarsdóttir, kona Sigurð- ar prófasts Gunnarssonar í Stykk- ishólmi, hafði verið veik sfðan um síðustu áramót. Látin er 14. Marz frú Elinborg Kristjánsdóttir á Skarði í Dala- sýslu, ekkja séra Jónasar heitins Guðmundssonar, er síðast var prestur að Staðarhrauni (d. 1897), en dóttir Kristjáns sál. Magnús- sens kammerráðs að Skarði. 6. Maf. Aðfaranótt þess 2.Marz p. á. andaðist konan Guðmunda Jónsdóttir á Næfranesi í Eyrafirði, éftir barnsburð. Hún ól 2 bi>rn andvana p. 25. Febr. eftir lang- vinnar pjáningar, en lifði eftir pað við miklar kvalir 4 sólarhringa. Að kveldi þess 3. Marz andaðist á heimili sínu óðalsbóndinn Guð- mundur Þórarinsson á Næfranesi, fæddur í innri Lambadal í Dýra- firði 1837, þar sem foreldrar hans bjuggu, Þórarinn Sveinsson og Valgerður Guðmundsdóttír. Jarðskjálftakipp, J>ó eigi harðan, varð vart við hér 29. f. m. kl. 10| f. m. Sumarveðrátta má heita að ver- ið hafi hér einatt síðan sumarið byrjaði, talsverður hiti flesta dag- ana og úrkoma skapleg. Síðustu dagana norðanátt með kælu. 12. Maí. Látin er í Reykjavfk 2. þ. m. frú Jónína Magnússon, ekkja séra Finnboga Rúts Magnús sonar prests til Húsavíkur (d,1890) en dóttir Markúsar kaupmanns Snæbjamarsonar á Geirseyri við Patreksfjörð. Eftir Austra. Seyðisfirði, 10. Maf 1902. N/lega er látinn óðalsbóndi Þórarinn Þórarinsson á Grásíðu í Kelduhverfi, nálega níræður. Enn fremur lézt á föstudaginn langa ungfrú Sigurveig Guð- mundsdóttir á Lóni í sömu sveit. Hún var góð stúlka og vel gefin,— að' eins um tvítugt. Tíðarfar hefir nú undanfarandi verið hið blíðasta og ís loks leystan allan af firðinum og rekið til hafs. í dag er nokkuð kaldara, þoka og súld. Skip sökk út af Skjálfandaflóa seint f f. m. Menn komust allir af. Skipið var fermt kolum til Poppsverzlunar á Sauðárkrók. Kaupför eru nú kominn á Vopnafjörð, Húsavík og Siglu- fjörð 17. Maí. Mannalát. N/ dáin er ekkja Jóns Arasonar á Víði- mýri, hjá syni sfnum séra Sigfúsi á Mælifelli; hún var merk og gáf- uð kona. Hafísinn. Hann mun nú eigi siglingum til fyrirstöðu, hvorki hér eystra eða fyrir autanverðu Norð- urlandi, en við og við kemur hafís- hroði inn á Eyjafjörð á austurreki, jafnóðum er hann rekur út af Húnaflóa, sem er svo lengiað tæm- ast. Heppileg sigling. Hólar bratu fyrst lagísinn utan við Oddeyri inn að Wathnes bryggju þar, og svo braut Njölair sig inn á Pollinn svo lagísinn komst þá á útrek; há- karla og fiskiskipin gátu þá loks komist út. Sfhreyfivél. Ólafur Hjaltsted, er nú hefir verið í Höfní vetur tilþess að full- komna þessa uppfynding sína, hef- ir verið boðið 50,000 króna, að eins fyrir einkaleyfi til að mega selja pumpuna úr vélinni, en Ólafur vill ekki láta pumpuna undir 100,000 krónum. Skipsbruni. Hvalveiðamaður Berg sendi eitt af skipum sínum í vor til Jan Mayen til að líta þar eftir hvölum; hitti skipið þar á fsnum 45 menn, lítt vistaða, af sel- veiðaskipi, er hafði brunnið J>ar upp, og flutti J>á alla til IsíPfjarðar. HNAUSA, MAN.. 3. Júnf 1902. (Frá fréttaritara Hkr.). Hitar og skúrir hafa skifst á um tfma, og útlit fyrir mikið gras- ár, enda sagt svo vel sprottið 1 nýju bygðinni vestur af Geysi, að vel mætti fara að heyja þar, ef hægt væri, votlendis og vætutiðar vegna. í síðastliðnum mánuði hljóp skot úr byssu skáhalt í bak ungl- ingspilti0 við Icelandic River, og heyhnffur datt úr heystakk ofon á annan pilt hér í Breiðuvík um sama leyti og skaðaði hann milli herðanna. Báðir eru á góðum batavegi. I fyrri nótt brunnu inni í fjósi Ingólfs bónda Magnússonar, Hnausa, 4 kýr og 1 kálfur, til dauðs. Orsökin til brunans halda menn að hafi verið eldur, sem ver- ið var með við fjósið um kveldið, heldur en að J>rumur, sem gengu um nóttina, hari kveikt 1 þvl. O. G. A. Úr bréfi til ritstj H.kringlu. Friðurinn. Ef trúa má hraðskeytum og fréttum hinna mörgu stórblaða þessa lands, þ& er nú friður saminn milli Breta og Búa, friður, sem hefir \trið dýru verði keyptur. Sú fjár upp- hæð sem Bretar hafa eytt í þessum ófriði er svo stórkostleg að fáir geta gert sér grein fyrir því þó tölumar séu gefnar. Eins er óvíst að nokk- urn tíma verði réttar tölur gefnar yfir það hræðilega manntjón, er biðar hliðar biðu I þessu ójafna striði. Ójifna segi ég, þar sem & aðra hlið voru tvö í&tæk og f&menn lýðveldi, en & hina hliðina var B;eta veldi með óeyðandi fj&rmagn og her- mannafjölda, og þess utan vin&ttu ef ekki hjfelp hins voldugasta lýðveldis í heiminum, Hver hngsandi maður gat ’ ' séð þegar í byrjun hvernig tlóðugi hrikaleikur mundi fai >, en fáir munu þeir verið hafa er b. ugg. ust við að Búar mundu sýna þ& yörn er þeir gerðu, og gera Br tm sigurinn eins kostnaða'rsaman. Því þó sumir menn og blöð haldi >d fram að Búar hafi komist að ága-.um friðarsamningum, þá er það ekkeri annað en hljómfagurt gjamm. r töpuðu því, sem þeir lögðu líf o; i> sölurnar fyrir. Þeir töpuðu ,f- 1 stæði og tilveru sinni sem séiswk þjóð. En Bretar á hina hliðina unnu það, sem þeim þótti mestu varða, sem var lýðveldisstjórnin í Afriku. Og þó vér getum gr&tið yfir því að þessi tvö lýðveldi eru ekki lengur til, að ranglætið varð yfirsterkara, eins og svo oft feður f heiminum, þá höfum vér allir, sem elskum frið og hötum stríð og blóðsúthellingar, á stæðu til að gleðjast yfir því að fifð- ur er fenginn, þó hann hafi verið dýr, hræðilega dýr. G.“A. Dai.mann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.