Heimskringla


Heimskringla - 24.07.1902, Qupperneq 2

Heimskringla - 24.07.1902, Qupperneq 2
HEIM8KKINGLA 24. JÚLÍ 1803. Heimskringla. PUBLISHBD BY The Beimskringla News i Fablishiog Co. Verð blaðsins i CanadaogBtuidar $1.50 um árið (fyrir franri borgað). Sent til ísland.s (fyrir fraiu borgað af kanpend- um bUðsins hér) $1.00 Peningar sendist i P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðra banka enf Winnipeg að eins teknar með affölluin. B. L. Baldwinmm, ICdltor k. Manager. , Office ; 219 McDermot Street, P.o. BOX 1*«». Kol $2.00 Tounið, Blaðið Tribane flutti nýlega grein um eldsneytis möguleika Win- nipegbjpjar, í sambandi við verkfall kolanámamanna í Pennsylvania, sem ná hefir staðið yfir í 9—10 vikur og er líkleg-t að hafa þau áhrif að hækka verð á kolum um $2.00 tonnið eða meira, svo að verð Pinnsylvania- kola verði hér á komandi vetri um $12.50 hvert ton. Blaðið undrast yflr því að menn skuli ekki fyrir þennan tíma hafa tekið sig saman um að nema kol við Saskatchewan ána og senda hingað til bæjarins. Það lítur syo á, að þegar tillit er tekið til þess að vetr- ar eru hér langir og kaldir og að iðnaðarverkstæðin eyða miklum kola birgðum árlega. Þá mundu ódýr kol verða til þess að auka iðnað og ýmsa framleiðslu í bænum. Kolabirgðir eru svo miklar við Saskatchewan ána á löngum parti hennar að þau standa út úr bökkun- um hér og hvar, svo að menn, sem búa þar i grendinni, hafa ekki ann- að fyrir þeim en að hlaða þeim upp f vagna sína og nota til eldsneytis, og eru kol þessi sögð að vera af góðri tegund. Svo er talið að með vanalegum spaða og höggjárni megi nema 1 tonn uf þessura kolum fyrir 50 c., birgðiruar eru óþrjótandi og hægari aðgöngu heldur en jafnvel i Cape Breton í Nova Scotia. Væri síðustu daga áhöld notuð við nárna gröftinn, þá telja námafræðingar víst að náraako8tnaðuricn á hverju tonni mundi ekki fara fram úr 15 centum þegar búið væri að hlaða þeim á skip á Sasbatchewan ánni;En þaðan er vatnaleið alt til Winnipeg-borgar. Flutningurinn á kolunum hingað gæti ekki orðið mikill, og þó vel sé lagt í þann kosnað og í allan kostn- að við námavinnu kolanna og fiutnig þeirra hingað, þá þyrftu þau ekki að kosta nieira en $2.00 tonnið hing- að flutt heim tii manna. Flutning- ur kofanna frá Battleford til Winni- peg, er áætlaður 20c. fyrir tonnið, sem er sama gjald og boigað er fyr- ir kolaflutning frá ’nafnstfiðunum við Erie vatn og til Dufuth, sem er svip- uð vegalengd og frá Battleford til Winnipeg. Pennsylvaniakol eru flutt austur að hafi, hlaðin þar á skip og flutt suður fyrir alla Ameríku og norður með henni vestanverðri og svo seld í San Francisco fyrir $10 tonnið. Sömuleiðis eru kol flutt frá Wales á Englandi suður fyrir Am eríku og til San Francisco og seld þar fyrir $0.00 tonnið. En þó að það kostaði 4 sinnum meira að draga kolin á flatbátum frá Battleford til Winnipeg, heldur en það kostar frá Cleveland til Duluth, þá mundu þau þóekki kosta nema $1.00 hvert ton hingað komin. I>eggjum svo annan dollar á fyrir ágóða og heimflutn ing í hús manna hér, og þá væru þau $2.00 tonnið. Svo eru og hin alþektu Souris koi, sem talin eru all- góð og talsvert ódýrari en Pennsyl- vania- kol og má nota í alskyns ofna og hitavélar. Souris kolafélag ið hefir gert ráðstafanir til þess að senda hingað til bæjarins nokkur þúsund ton af kolum í haust, svo að fólk þurfi ekki að líða við verðhækk- un á Pennsylvaniakolunum. Landlög Canadaríkis taka fram að rikið hafl fult vald yflr öllum námalöndum, hvar sem þau flnnist, og þá einnig að sjálfsfigðu yfir kola löndum. Það virðist því ekki nema rétt að fara þess á leit við Dominion Btjórnina að hún láti sem allra fyrst fullgera lokurnar f St. Andrews strengina f Kaaðá og þær umbætur 4 Sascatchewan ánni, sem þurfa til þess, að hægt sé að flytja kol þaðan hindrunarlaust til Winnipeg. Það væri og í fullu samræmi við þjóð- eig narkenninguna að Ottawastjórnin' léti á ríkisreikning nema kol við Saskatchewan ána og seldi svo til notenda f öllum Vestur Canada. Ætti það að geta verið góður hagur hagur fyrir ríkissjóðinn um leið og komið væri i veg fyrir að hundruð- um þúsunda doll. væri árlega kastað í auðmenn BandaríkjaDna til að efla útlent ríki og iðnað þar, í stað þess að auka vinuuinarkaðinn heima fyr- ir og halda vinnulaönunum í Canada. Þetta atriði og fullkomlega þess veit að það só athugað. Jvosningarnar á Isl. Frá vestur-íslenzku sjónarmiði eru þær að ýmsu leyti alleinkenni legar íslands kosningarnar, sem fóiu fram í sfðastl. mánuði. Endalykt þeirra er að sönnu eins náttúrleg eins og hún er skynsamleg, sú, sem sé, að heimastjórnarflokkurinn bæri sigur úr býtum og að Valtýsflokkur- inn biði ósigur. Ekki þó vegna þess að í Valtýsflokki væri ekki eins mikilhæflr drengir, eina og f flokki heimastjórnarmanna, því að mann- kostum, mentun og vitsmunum voru mennirnir í báðum flokkum full- komnir jafningjar, og Valtýsmenn engu síðri, heldur af hinu, að hin nýja stjórn í Danmörku bauð íslend- ingum meira stjórnfrelsi en Dr. Val- tý, sem myndaði stefnu sína á með an gamla þrálynda stjórnin sat við völdin í trássi við öli lög og mann- réttindi nútíma þjóða, þorði að vænta eða biðja hana um. Það er því lítill efi á þvf, að ef gf-mla stjórn- in hefði setið enn þá við völd í Dan- mörku, þá hefðu Valtýingar unnið kosningarnar á Isl. f ár, því að þá lá beinast við að þiggja það, sem bezt var í boði f sjálfsstjórnaráttina samkvæmt Dr. Valtýs stefnu. En með tilsjón af þeirri breytingu, sem orðin var í Danmörku og boðum þeim, sem nýja vinstrimannastjórnin þar gerði ísl., þá virðist oss það einkar eðlilegt að úrslit kosninganna á ísl., það er, fa.ll Valtýsflokksins, yrðu eins og þau urðu. En í hinum ýmsu kjördæmum landsius hafa kosningarnar farið þannig, að öll ástæða er til að ætla, að Valtýsflokkurinn að minsta kosti, hafi verið illa sameinaður og að sum ir í honum hafl ekki skilið það lög- mál, sem sigur pólitiskraflokka — að frá tekinni stefnu þeirra— byggist á. I Vestmannaeyjum t. d. er sjálíum foringja annars flokksins, Dr. Valý sjálfum, algerlega bolað út úr þinginu, svo þann gæti engin áhrif haft þar á þjóðmál. Ilann fell- ur á atkv. sinna eigin vina, í því kjördæmi, þar sera ekki einu eínasta atkvæði var kastað á móti stefnu hans eða þessflokks, sem hann leiddi í kcsningunum. Ura. Jón Magn- ússon, sem sótti á móti honum þar og bar sigur úr býtum, hefir ætíð verið talinn Valtýsinni, það er maður gáfaður og drengur bezti. Hann hafði verið sýslumaður þar í eyjunum áður en hann varð landrit arí og vanD sór þá ást og hylli eyja- búa. Það hefði mátt cetla honum svo mikið pólitiskt vit og þekkingu að hann hefði heldu'- sótt 4 móti ein- hverjum heimastjórnarmanni í ein- hverju öðru kjördæmi, heldur en að ráðast á sinn eigin leiðtoga og fella hann. Svo er og kosning hans frá kjósendanna bálfu bein vantrausts yflrlýsing á Dr. Valtý perónulega, þótt kjósendurnir hafl aðhylts stefnu hans í heild sinni. Yfirleitt ber Vestmannaeyjakosningin vott um það, að Jón hafl verið undir áhrifum landritaraembættisins, er hann sótti móti sfnmm eigin leiðtoga í þessari kosningu. Einkennilegt er og það flokka fyrirkomulag, sem augljósf heflr orðið í sumum þeim kjördæmum, er senda 2 málsvara á þing. Þar sem kosnir voru sinn maður af hvor- um flokki. Það virðist hafa yerið gert til þess að hver gæti ónýtt ann ars atkvæði í þinginu, svo að kjör- dæmið gæti verið sem næst málsvara- laust, í stjórnarBkrármálinn að minsta kosti. Það er sýnilega eitthvað rangt við það fyrirkomulag, sem framleiðir slfk kosninga afglöp. Svo má og virðast að þau kjör- dæmin, sem nú kusu Valtýinga, hafl með því hafnað, eða viljað hafna, þeim boðum, sem nýja stjórnin í Danmörku heflr boðið íslendingum, en sætt sig betur við betur við það tyrirkomulag, sem Valtýsfrumv. fór fram á. Auðvitað er munurinn á stefnu flokkanna ekki svo afar stór- vægilegur eftir því, sem vér lítum á málin. Þar varðar mestu heimilis- festa hins fyrirhugaða ráðgjafa, og hún virðist eðlilega eiga að vera 1 höfuðstað landsins. En sé svo að ráðgjafi þessi skuli kosinn af kon- ungi og til lífstíðar, þá er hann og verður sama sem ábyrgðarlaus fyrir þingi og í virkileikanum, hvað sem hann kann að verða í orði kveðnu. Réttast væri að leggja valið í hend- ur þings og skylda konung til að staðfesta það val, en binda embættis- tiðina við vist tímabil, svo að þjóð- in geti með léttu móti losnað við þann ráðgjafa sem henni fellur ekki við, eða ekki rekur embætti sitt sam- kvæmt óskum hennar, og valið sér annan í hans stað. í því liggur hia sanna ábyrgð ráðgjafans gagn- vart þingi og þjóð, og f því er feng in hin bezta trygging fyrir því að hann ræki skyldur stnar samkvæmt óskum þjóðarinuar, og án slíks fyrir- koraulags getur ísland aldrei haft fullkomna sjálfstjórn. Svo þarf og að fá takmörkun á hinu konunglega neitunarvaldi. Að því fengnu eru, eða verða, ísl. sjálfum sér ráðandi, en ekki fyr. Eftir þeim fréttum, sem enn þá eru komnar hingað vestur, verður ekki annað séð en að sumir þeirra, sem kosnir hafa verið, hafl náð kjöri fremur á persónulegum vinsældum en þvf, að þeir héldi fram nokkrum ákveðnum skoðunum. Það er sann gjarnt að ætla að slfkir menn hafi hugsað að sér að fylgja á þingi þeim ílokknum sem sterkari reyndist er á hólminn væri komið. Enda geta það oft verið mikilhæflr menn, sem leggja skvnsamlegar tillögur til þingsins mála þótt þeir hafi ekki þann kjark að geta verið með minni hlutanum. Eitt er það við þessar kosningar, sem Vestur-fsl . kom nokkuð óvart, en það var atkv.fjöldi fyrrum ritstj. Jóns Ólafssonar í Reykjavík. Jón sótti móti Tryggva Gunnarssyni, einum mikilhæfasta, þjóðhollasta og stáldaglegasta manni á Islandi, svo að fáir hér væntu Jóni sigurs. En að hann skyldi að eins fá 5 atkv. í, bæ, sem telur um 7,000 fbúa, það gat engum til hugárkomið, sem nokkuð þekkir fortíð Jóns og hæflleika. þann hæng, að Bandamenn veiða um langan ókominn tíma að halda við öflugtím herafla þar á eyjunum, til þess að alt fari þar ekki aftur f bál og brand. Þess er opinberlega getið að sumir leiðtogar eyjaskeggja muni gera sitt ýtrasta til þess að blása að nýrri uppreist þar á eyjunum nema Bandaríkjastjórn friði þá með rífleg- um peninga upphæðum, sem þeir kváðu vera fúsir til að þyggja. Sum blöð Bandaríkjanna eru farin að minna þjóðina á það að forseti Diaz I Mexico hafl eitt sinn orðið að grípa til þeirra óyndisúrræða, til þess að losast við hóp uppreistar- manna. að kaupa helflng þeirra til þess að drepa hinn helfingign. Og eitt af Bandaríkjblöðunum hefir með mestu rósemi getið þess til að það geti komið að þvf að Bandarfkja- stjórnin verði að viðhafa lík meðöl til þess að losast algerlega við fram haldandi ófrið þar á eyjunum. Þetta er dáiítið grunsamlegt upphaf friðar- tfmabilsin9, og bendir Ijóslega iil þe3s að Bandaríkjaherinn hafi ekki með fjögra ára starfa sínum þar eystra getað friðað eyjarnar, eins og boð- skapur forsetans kveður verið hafa, og ekki I neinni líkingu við það, sem brezki herinn heflr friðað Suður- Afríku með þvf í einu að binda formlegan enda á ófriðinn og um leið að ávinna sér tiltrú og hlýðni andstæðinganna. Þess má og geta að Roosevelt forseti hældi mjög her Bandaríkjanna, sem barðist á Cuba, en hann heflr ekki hlaðið neinu hóli á þá, sem barist hafa á Filipseyjum. Þvert 4 móti hettr hann rétt nýlega til neyddur orðið að vfkja einum af foringjunum þar, JacobH. Smith, frá embætti, ásamt með valdslegum á tölum, fyrir dæmafáa harðneskju og níðingsskap, er hann sýndi í skipun- um sínum þar eystra. Þar sem hann lcvaðst enga fanga vilja hafa, en bauð að “bienna og drepa” alla j'fii 10 ára að aldri. Og þó þeim skip- unum væ:i ekki hlýtt bókstaflega, þá var þeim fram fylgt svo ræki- lega að Bandaríkjaþjóðin hefir tapað trausti eyjabúa og virðingu þeirra. Enda er slfkt níðingsboð alveg ó heyrt 1 nútíma sögu þj iðanna. Það er fyrir slik afglöp ofstækisfuflra og blóðþyrstra> valdsmanna, sein Banda ríkjaþjóðin ðll verður að bera kinn- roða fyrir öllum mentuðum heimi, um leið og það fyrirbyggir friðar- möguleika á eyjunum, nema með langvarandi hervaldskógun. Það er og rótgróið þjóðernishatur í hin- um hvfta ^hlutal’Bandaríkjaþjóðar- innar "gágnvarr"biökkúmönnum og þaðjgildir engu síður á Filipseyjum; og þetta hatur milíi þeirra sigruðu Glögt verður enn þá ekki séð hvernig fiokkarnir skiltast á í þingi. En trúlegt er að Valtýingar verði þar sem næst 12 að tölu, eða sem næst 2-5 af neðrideildarmönnum. Um elrideildarmenn hefir enn þá engin frétt borist hingað vestur, en vænta má að þeir að mirista kosti verði allir heimastjórnarmenn, svo að báðar þingdeildir verði Dr. Valtý andsiæðar. Að þjóðin |megi yænta þess bezta frá þeim mönnum, tem hún heflr nú valið, éfum vér ekki. En hins vegar verður því ekki neit- að að hún heflr hafnað góðurn kröft- um og mjög míkilhæfum mönnum þar sem eru Pál! Briem, Hannes ílafstein, Jón Ólafsson og Dr. Valtý, því alt eru þetta gáfu- og menta menn og þjóðhollir, og allir bera þeir gott skyn á þjóðmál Islands. Friðurinn áFilips- cyjum. Lins og skýrt var frá í Heims- kringlu nýlega, þá heflr Roosevelt forseti tilkynt Bandaríkjaþjóðinni að friður sé kominn á, á Filiyseyjum. En samt bera blöðin daglegar fréttir um smá slagi milti eyjabúa og lier- liðs Bandamanna. Allar fréttir lúta að því, að eyjabúar hafi enn þá ekki lagt niður vopn sín þar eystra og að nokkur hluti þeirra sé enn þá ein- beittur f því að gera Bandamönnnm liflð eins leitt og þeim er mögulegt. Þeir virðast álfta að umskiftin, frá spánverskri kúgun til amerisks her- og harðstjórnarvalds, séu ekki ákjós- anleg. Og þeir sýna það daglega í verkinu að þeir vinna eamkvæmt þeirri trú. Það er og nú fullsýnt að friðurinn svo nefndi hefl í för með sér og þeirra sigrandi, er lfkiegt að loða við þar á eyjunum löngu eftir að friður er kominn á í orði kveðnu. Ástæðan fyrir þessu er sú að hvíta hluta þjóðarlnnar er frá barndómi kent að skoða svertingjana sem ó- æðri verur og að halda þeim í áþján með ofbeldi ef nauðsyn krefur. Og þessi kenning er nú flutt og færð f framkvæmd þar yfír á eyjununi, þrátt fyrir það þótt margir af leið- togum eyjabúa séu gáfaðir og há- lærðir menn frá beztu háskólum Ev- rópu. Þetta ofbeldi hinna hvítu týr anna er dagfega áþreifanlegt í Man ilaborg í öllu viðsksftalífl og félags- skap og á þann hátt leistur kínversk- ur múr milli hinna hvítu og svðrtu borgara, sem svo blæs æ meira "iið þjóðhaturs bálinu sem lengra líður. Stjórnin á ef til vill b&gt með að fá þetta afiiumið af því að það er rót- gróið í eðli fólksins og iög og lands- venjur sníðast að sjálfsögðu sam- k>æmt þyf. En Bandaríkin gæt.u vel staðið yið að fara að dæmi Breta í suður Afríku og*J breyta svo við Filipseyjamenn að þeir findu sig undir löguin og landsvenjum jafn- ingja annara borgara í ríkinu, bæði lagalega og’félagslega, þá má vænta ful8 friðar á Filipseyjum,* en tæpast fyr. Kyrrahafsferðin. Eftir B. L. BALD\yiNSON. (Framh). Ég get þess hér til leiðbeiníngar, að þar í Bandarfkjunum jeru menn sektaðir fyrir að spíta á gangtrað- ir bæjarins, en út á strætin má hrækja að ósekju. Sagt varJJ[mér að aðalgöturnar í Seattle væru þvegnar með vatnssprautum 2 í viku. Enda ber bærinn vott um útvortis hreinlæti íbúanna. Eitt hvað af Islendingum er f Seattle, en ógátti ekki kost á að sjá nema fáa af þeini. Svo búa og einhverj- ir bændur þar f grendinni, en J>4 gat ég heldur ekki séð. Eg hafði heyrt að Tacomaborg, sem stendur við endann á sundinu, rúmar 30 mílur suður frá Seattle, væri fagur á að líta, og þvf langaði mig til að sjá J>á borg. Ég mætti meðal annara landa f Ball- ard, gömlum vini, ser._ vann með mér á gufubátnum Victouia á Rauðá og Winnipegvatni undir forustu Capt. Jónasson, fyrir 2Ö ár- um. Það varCapt. Jóh. Helgason.er var í Ballard f erindum fyrir félag það í Seattle, sem hann vimír fyrir. Eg ságði honum frá fyrirætlun minni að ferðast til Tacoma og kvaðst hann mundi þá fylgast með til að sýna okkur hjónum borgina, þvi hann var þar knnnugur. End- irinn á þeirri ferð varð sá, að Jóh. borgaði allan kostnaðinn, bæði á gufuskipinu fram og aftur og eins á gistihúsinu þar. Það var ekki við það komandi að við fengjum neitt að borga. Og Irorgina sýndi hann okkur alla og umhverfis hana og lét sór að öðru leyti ant um að skemta okkur sem mezt og bezt. Tacoma er snotur bær, með yfir 50,000 íbúa. Það er talin mesti mentabær þar á ströndinni. Járn- brauta- ogskipastöðvar J>ar er sagt að liafi kostað um 15 millfónir dollars. Skipabryggjurnar með fram ströndinni eru taldar 2 mílur' á lengd og 150 fet 4 breidd, Þar, eins og annarsstaðar 4 ströndinni, er mikil timburgerð. Á síðasta ári voru J>ar framleidd 212 millfónir fet af timbri. Verð $17 millíónir. 280 framlerðsluverkssæði af ýms- um stærðum eru J>ar f borginni og veita þau vinnu 6500 manna. Auk timburs vorn þar framleidd yfir 300 millfónir af sedrus þakspæni á síðastl. ári. Skipaverzjun var þar í fyrra $33^ millíón. Þar er málm bræðslustofnun, er framleiddi 4 sama ári $3J millíón. Hveiti var þar malað fyrir $2 millíónir. Korn- geymsluhlöður borgarinnar hafa rúm fyrir 5 millfónir Bush., Alt er J>ar miklú liæglátara en í Seattle og meira lfkt borgum í Austur-Canada. Eins og aðrar borgir þar á ströndinni stendur hún f brekku allbrattri, götur eru breiðar og hreinlegar og margar á- gætar verzlunar- og privat bygg- ingar. Lystigarðar bæjarins eru einkar fagrir og útsýnið |>aðan yndislega fagurt. Þareru yfir 20 mentastofnanir með nær 200 kénn- urum og yfir 7000' nemendum. Verð skólanna er talið $900,000. Borgin er í stöðugri framför, Á síðastl. ári voru reistar nýjar bygg- ingar fyrir $850,000. Skattar eru nær 3c'.' á dollar. Fáir Islendingar eru í Tacoma. Þeir sem ég va’rð var við, eru: Þor- steinn Borgfjörð, Jón Jónsson, Jón Baldvinsson, Halldór Hall- dórsson, allir fjölskyldufeður frá Selkirk. (luðmundiir Sveinsson hefir vérið J>ar í 15 ár, og ungur maður, Helgi Frlmann Helgason. Þar er og Bertel Högni Gunnlaúgs son málfræðingur. Ég gerði tvær tilraunir til að sjá hann, en hann var fjárverandi í hvortveggja skift- ið. ísl. frá Selkirk em allir ný- komnir J>angað vestur og því ekki búnir að búa um sig. Þó "voru þeir allir f góðúm húsum ogjhöfðu laglega muni innanstokks. Þeir vinna allir við timbur. 'Þorsteinn Borgfjörð hefir $14 um vikuna og frían eldivið. Hann er vökumað- ur yfir timburmillu. Hann er vel ánægður að vera þangað komiun, og sama er að segja um liina. lJón Baldvinsson hefir $12 á viku. í húsi hans mætti ég Helga Frfman. Hann bauð okkur hjónum á leik- húsið um kveldið og þáðum við J>að boð. Helgi lætur vel af hag sfnum. Hann hefir stöðuga at- vinnu. Mér kom borg þessi vel fyrir sjónir og vel get óg trúað þvf, að þangað sæki ísl. framvegis ekki síður en til annara staða þar á ströndinni. Það er hæglætis svip- ur [>ar yfir öllu og einkar alúðlegt fólk. Húsaleiga er J>ar að mun ó- dýrari en í Seattle. í bænum fundum við stúlkueina nýlega komna frá íslandi. Hún heitir Þuríður Kristjánsdóttir, frá Nesi í Selvogi f Árnessýslu. Hún kvaðst hafa fengið 18 kr. í árskaup á íslandi fyrir algeng vinnukonu störf. Ennúíærhún $1,25 ádag f Tacoma, við að straua föt.— Fjögra daga kaup hennar þar er hærra en 365 daga launin á föður- landinu. Hún kvaðst ekki fara til Islands aftur, J>ó hún ætti kost á þvf.* Við dvöldum að eins 1 nótt og part úr tveimur dögum J>ar í bæn- um og héldurn svo áfram ferðinni þaðan til Seattle, og fórum þaðan samclægurs til Whatcom, yfir 100 mflur norður frá Tacoma og korn- um þar næsta morgun kl. 8. Whatcom er laglegur bær með 7000 fbúum, Hann stendur við innri endann á Bellingham-vfk- inni á h&um bakka um 100 fet yfir sjávarmál. Bæjarstæðið er að mestu slétt, strætin breið og bygg- ingar margar ágætar. og útsýnið ið fegursta, en alt virtist mér J>ar fremur hægfara og ólfkt mjög fleygingsliraða J>eim, sem var á öllu f Seattle og Ballard. Þó er framför nokkur í bænum og tals- vert af góðum byggingum var þar í smfðum. Landið umhverfis borg ina er sagt að sé mjög frjósamt, og yfirleitt er landið í Whatcom County talið hið bezta, sem fáan- legt er f öllu Washingten rfkinu. Af hálendinu virðast eyjarnar úti í sundinu með fjöllin f fjarska meira líkt íslenzkri náttúrufegurð, en flest annað ér ég hefi söð; að eins er útsjón þar enn þá fegurri, en ég hefi séð á Islandi, og hefi ég þó komið í allar sýslur landsins og ferðast um flestar þeirra. Járnbrauta samband frá What- com til umheimsins er ágætt. 12 jámbraUta lestir ganga J>ar daglega um bœinn. Aðalatvinnuvegir fólks í bæ þessum er timburframleiðsla, J>ví sögunarmillur eru þar stórar og í öllu Whatcom héraðinu eru 68 slfkar millur, sem daglega fram- leiða nær 400,000 fet af ágætu timbri og ’ö^ millfón af J>akspæni. Við ^þær liafa nær 2000 nianna stöðugá atvinnu Þar er og nokk- ur skipagerð, múrsteinsgerð, stein- tak, járnsteypuverkstæði, ölgerð o. fl. J>. h. Skattar era afar háir í Whatcombæ, nær 5c. á hvert doll- ars virði f eignunl manna föstum oglausum. Þó er $300 lausafjár- eign manna undanþegin skatt- greiðslu. Auk þessara afarháu skatta yerða fasteigna eigendur að borga í e i n n i upphæð fyrir allar umbætur, sem liærinn lætur gera 4 bæjarlóðum eða uinhverfis J>œr, Annars eru eignirnar seldar fyrir umliótaskuldinni. I canadiskmn bæjum eru slfkar umbætur borgað- ar af gjaldjægnum í árlegum af- borgunum á 11 til 15 ára timabili. Skipahöfn er stór og ágæt við bæinn og bryggjur með þeim stærstu, er ég sá á ströndinni.— —Þessar ísl. fjölskyldur eru f bæn- um, eða öllu heldur f flæðarmálinu undir bakkanum við utanverðan bæinn: Þórður Jóhannesson (frá Rauðkollsstöðum), Gruðmundur Bjarnason (úr Árness/sln), Bjami Gfslason, Loftur Guðmundsson, Guðmundur Gfslason (frá t->áur- um), Þórarinn Gfslason, Guðm. Þorsteinsson (einbúi), Ólafur Þor- kelsson (einbúi), Mrs Þurfður Þor- kelsson (einbúí), Mrs Helga John- son og Mrs Anna Sveinson, sem þar hefir verið í sfðastl. 14 ár. Hin- ir hafa flestir verið var að eins fá ár. Alt [>etta fólk hefir bygt hús sfn J>ar á mölinni, að mestu úr rekavið, sem skolast upp að fjör- unni, og eldivið fá J>eir allan ókeyp is fluttan af sjónum upp að húsun- um. Þeir búa [>vf leigufrítt, skatt- frítt, eldiviðar- og vatnsfrftt, og má telja J>að alt stór hlynnindi, Vinnu hafa húsráðendur ýmist á sögunarmillu, sem er rétt hjá hús- um þeirra eða uppi f bænum við byggingar og önnur störf. Kaup- gjald er J>ar lægst $1,75 á dag. En ekki er atvinna [>essi stöðug, og svo var mér sagt að æði margir iðjuleysis dagar teldust þar áári hverju, og ekki létu sumir þessara manna neitt vel af hag sfnum og voru þeir f þvf undantekning allra annara ísl. þar vestra. En svo virtist mör [>ó sem fólk J>etta bjarg aðist allvel, þótt ekki létuþeir mikið af gróðanum. og hafa J>ó sumir þeirra þungar fjölskyldur

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.