Heimskringla - 07.08.1902, Side 3
HEIMSKRINGLA 7. ÁGÚST 1902.
Kyrrahafsferðin.
Eftir B. L. Baldwinson.
(Niðurl. næst).
Fyrntir þeirra er við heimsótt-
um var Árni Mýrdal, eldri sonur
Sigurðar. Hann býr í næsta húsi
við heimiii fðður síns og austast allra
ísl. á tanganum. Arni er maður
um þrítugt og vinnur eins og faðir
hans að trésmlði lyrir annað niður-
suðufélagið þar. Árni hefir gott
hús, líiið en vel umgengið, og fult
af fræðibókum og tímaritum. Arni
er stúdent að náttúrufari og biáð-
skynsamur og fjölfröður, ekki að
eins um það sem daglega gerist í
umheiminum, heldur eihnig í nátt-
úruvísindum, vélfræði og stjörnu-
fræði, rétt eins og í eigin iðn sinni.
Hann er maður alvörugefinn og
skoðanafastur og þykir ekki við
allra hæfi, og er það vel skiljanlegt,
því að I hugsun og þekkingu er
hann gamall fyrir aldur fram. Hann
er uppalinn algerlega hór í landi og
er því enskufær I bezta máta. En
ekki hefir hann fyrir það vanrækt
íslenzkunámið, því hann kann víst
flestar ísl. fornsögur, sem næst utan
bókar, og í Eddunum og Grágás og
öðrum fornfræðibókum er hann svo
kunnur að hann flettir þar upp á
svipstundu hverju því atriði, er
hann óskar og um er rætt. Islenzku
ijóðin geymir hann mest öll í höfð-
inu og þekkir höfunda þeirra ofan í
kjölinn, eins og reyndar mikið af
enskum Ijóðum. Minni hans er eins
öflugt eins og hugsunin er skörp og
heilbrygð. Árni er á rangri hillu
sem handverksmaður. Hann er
skapaður til að stunda listanám og
vísindi.
Sigríður kona Arna er og mjög
vel skynsöm og prýðisvel mentuð.
Svo sagði hún mér, að ekki væri
vætusamara á tanganum, en svo að
hún hefði í síðastl. 8 ár þurkað þvott
sinn úti I hverri einustu viku, og
bar því vel saman við það, sem
sem Helgi Þorsteinsson sagði um
sama efni. Helgi er úr Mýrdalnum
á íslandi, og býr í þriðja húsi að
austan eða næst vestan við Sigurð
Mýrdal. Helgi kvað fráleitt vætu-
samara á Roberts-tanga, en í Mýr-
dalnum heima.
Meðal annara þar vestra er
Yigfús Erlendsson frá Winnipeg.
Hann hefir verið þar vestraárs tíma.
Haun hefir keypt 3 ekrur af skóg-
landi fyrir $60 hverja ekru og bygt
á því laglegt og rúmgott íveruhús.
Eina ekru var hann búinn að hreinsa
og koma í gras og garðrækt. Hinar
2 ekrurnar ætlar hann að ryðja og
hreinsa á næsta vetri. I sumar vinn-
ur hann fyrir niðursuðufólagið á
vesturodda tangans fyrir $50 um
mánuðinn og fæði. Vigfús er orð-
inn svínfeitur, hann rær og hlær I
spikinu, og kveðst ekki kvíða kom-
andi tlð. Kona hans sömuleiðis
heflr safnað holdum og bætt heilsu
sína slðan hún kom vestur. Jónas
Sveinsson vinnur og þar fyrir sama
kaupi hjá hinu félaginu. Hann
einnig var búinn að byggja, þó
ekki að fullgera hús sitt.
SERSTQK KJÖRKAUP
TJm 50 karlmanna alfatnaðir úr beztu ull og vel gerðir, með góðu
fóðri, veninlegt verð er $16.50, en til að losa þessa fatnaði frá. eru
þeír nú seld r á S 13 OO. Komið strax. sem þurflð að fá góð föt
Einniger uóg tii af Tw ed fötum; venjalega seld fyrir $8 0°. $9.00
og $1.00; nú á 50, —Ágætir hattar fyrir §1.50, Nýj'ir Fedora
hattar $1.35, 50 og upp I #3 Otl
Nýjar skyrtur og hálsbönd.—Bláir Serge fat.naðir einungis OO,
ág»t tegund. — Sérstakur afsláttnr gefiun á drengja og barnafötum
þ6nua mánuð.—Það margborgar sig að sjá okkur I
PALACE Ct.OTIIIHK; NTOIIE -- 485 Maln St.
G. C. LONG.
Jón Jónsson, Yukonfari frá
Winnipeg, sem þangað flutti vest-
ur fyrir 2 árum, lék við hvern sinn
fingur. Hann er algerlega ein-
stakur maður í sinni röð, að þvf er
kvonfangið snertir. Jón vinnur
fyrir annað niðursuðufélagið, með
$50 mánaðarkaupl og fæði. En
hann skarar fram úr hinum ná-
ungum sfnum f þvf að eiga konu,
sem skarar fram úr honum sjálf-
um með inntektamagn, þvf hún
hefir $60 um mánuðinn og fæði,
fyrir að halda borðsal fölagsins.
Guðrún. er kona afar dugleg, hún
sér ein nm borðsalinn og fæðir
daglega frá 20-30 inanna, oftar
nær 30; svo að hún er Jóns “bett-
er half“, að bú-inntekta útvegun-
um. Þau hjón eru og frægust
allra núlifandi Islendinga, austan
hafs og vestan, f þvf, að Jón liefir
keypt ábúðarrétt á 10 ekrum lands
þar á tanganum, með sæmilegu í-
búðarhúsi og útihúsum, brunni,
girðingum, aldintrjám og berja-
runnum, fyrir einnar viku
kaup konunnar sinnar= $15,00.
Þetta mun þykja ótrúleg saga, en
sönn er liún eigi að síður, eins og
allir tangabúar vita. Enda hefi
ég hana frá Jóns eigin vörum.
Jón hefir síðan fest sér aðrar 10
ekrur lands, svo að liann hefir þær
nú 20 taisins og kveðst láta J>ar
við sitja. Þorsteinn Þorsteinsson,
frá Stafholti( ?) f Borgarfirði hefir
mjólkurbú þar á tanganum, og
nælir vel. Hann er ötull inaður f
bezta lagi og drengur góður. Hann
hafði 10 kýr mjólkandi er ég var
par, og fékk {>á frá þeim 40 gallón-
ur af mjólk á sólarhring, eða 16
merkur f mál úr hverri kú að jaín-
aði. Beztu kýmar sínar kvað
hann gefa 28 merkur í mál eftir
burðinn, ogmá afþvf dœma kjarna
fóðursins þar vestra. Þorsteinn
hefir dágott hús og unir vel hag
sfnum. Jakob Jónatansson (Jack-
son) skósmiður, frá Isafirði og
Akurayri, býr og þar á vesturodda
tangans. Hann hefir annað bezta
húsið, sem Islendingar eiga J>ar
og lifir í allsnœgtum, eins og Sig-
urður Mýrdal. Hinrik Eiríksson
hefir og sæmilegt heimili. Hjá
honum vorum við nokkrum sinn-
um, þvf við fengum ekki að ganga
þar fram hjá, án f>ess að koma inn
og þiggja góðgerðir. Einnig J>áð-
um við heimboð hjá Tryggva Jón-
assyni og Mr. Taylor og ýmsum
öðrum þar á tanganum, sem ég
ekki nenni að tilgreina, með því
að ég yrði þá að telja aftur upp
flesta af tangabúum. En ég get
sagt f>að f einu orði, að okknr hjón
um var hvergi betur tekið en á
Roberts-tanga, að ógleymdum
Victoria-búum, sem einnig tóku
okkur mjög alúðlegaog vel.
Enginn efi er á þvf, að Roberts-
tangabúum líður vel. Þeir hafa
allir sæmileghús, sumir aíbfagðs
góð, og allir sitja |>eir á löndum,
sem þeir vona að fá eignarrétt á
með tímanum. Það eru að vfsu
alt Bandarlkja stjómarlönd, og
sem þeir hafa enn þá ekki fengið
neitt vilyrði fyrir að fá til eignar.
En mér virðast allar líkur benda
til þess, að stjómin muni ekki nota
tangann fyrir herskipastöð né land-
herstöð, og væri hann þó sérlega
hentugur til f>ess, þar sem Canada
á alt kringumliggjandi land. Og
fari svo að stjórnin noti hann ekki,
f>á geta þessir menn átt svona hér
um bil víst að fá eignarrétt á lönd-
uuum, og f>ess vænta þeir fastlega
að svo muni verða innan fárra ára.
Tangabúar kvöddu okkur hjón á
sunnudaginn með þvf að lialda
skógargildi mikið á landi Helga
Þorsteinssonar, og voru f>ar sainan
komnir flestir Islendingar og
nokkrir enskir og norskir. Ávarp
var flutt til okkar hjóna og ræður
haldnar. Þar var og hornleikenda-
flokkur, sem skemti með nokkrum
vel spiluðum lögum, og vfst mun
það vera eini hornleikendaflokkur-
inn, sem Islendingar eiga f>ar á
ströndinni, og er f>að heiður mikill
fyrir Tangabúa. Klukkan 4 um
daginn kom ffn kerra, dregin af 2
eldishestum, sem Jón Jónsson
hafðipantað fyrir okkur hjónin og
vorum við keyrð þá um kveldið
yfir til Ladnes, sem er lítið þorp
við Fraser-ána neðarlega Canada-
megin. Land f>ar í kring er slétt
og skóglaust, og kostar um $100
hver ekra, svo að f>að mundi J>urfa
f>ar sem nœst 16 þúsund dollars til
þess að fá jafnstóran blett og
mönnum stendur til boða f Mani-
toba og, Norðvesturlandinu fyrir
$10 heimilisréttargjald. Jón fylgdi
okkur yfir til Ladnes ogskildi ekki
við okkur fyrri en hann hafði borg-
að keyrslumanni að fullu úr eigin
vasa og einnig fyrir kveldverð okk
ar þar.
Blaðið “The Spanish Fork Press“,
dags. 24. Júlí, flytur svolátandi aug-
lýsingu, sem ljóslega sýnir að Lög-
bergingum heflr brugðizt bogalistin
I Spanish Fork. I ár, eg eiga Spanish
Fork íslendingar þökk skilda fyrir
staðfestu slna og hreinlyndi I skoð-
unum þeirra á gildi 2. Ágúst:
“2 Ágúst verður hátíðlegur hald-
inn af íslendingum eins og vant er,
jafnvel þó að E. H. Johnson og B.
Johnson reyndu að koma fóikinu til
að trúa því, að það gæti ekki haldið
daginn h&tlðlegan I &r. En við viss
um allir tilgang þeirra, svo þeir
urðu fljótt í minni hluta, og við
vorum neyddir til f>ess að velja
nýja nefud, til að annast um hátíð-
arhald dagsins, sem alt gekk á-
gætlega. B. J. sagði af sér ritara-
störfum. E. H. er enn f>á formað-
ur gömlu nefndarinnar, en hann
er Þar einsamall. Yið bjóðum
enn f>& þeim herrum B. J. og E.
H. Johnson að vera með okkur á
2. Agúst hátíðinni, en með þvf
skilyrði að þeir hegði sér almenni-
lega. E. H. hefir talað alt sem
talað hefir verið um nokkum und-
anfarin tíma, en nú álítum við
okkar tfma kominn til þess að
hafa orðið.—Við auglýsum pro-
gram síðar.
Nýja nefndin.
VIKTORIA BAKKMANN.
Fædd 20. Dosembe'' 1846,
D&in 21. Apríl 1901
Á rtmnarvoarum mótgangsöldur risa
ogmyrkur d'-eg'ir fyrir gleði sól;
nú slokknað er það jjós mér gerðilýsa.
þess ljóma dimmur heljarskuggi fól;
til hjarta blæða sorea djúpu s&rin
og saknaðs hrynja beískaf aueum tárin
Ee raunir mínar rekja skal ei allar,
hér reynslutíminn endabr&ðnm dvln,
því ótt að kveldi æfidegi hallar,
en elskufljóð samt minnasr verðég þín;
er leiddir raía & liðnum æfibrautum
0(? liðsemd veittir jafnt I sæld og þraut-
um.
Þútrygðog dygð mér sanna jafnan
sýndir,
oesamvizkunnar löam&lsæ fékst aáð;
þú aldrei sannri trú úr hjarta týndir.
en treystir mest A drottins hj&'parráð.
í sölum hans nú sælu færðu notið,
og sieurlaun meðtrúum þjónum hlotið.
Þótt æfisól þín sé til viðar hnigin
ok sverði jarðar hyljist heinin bin,
þín frelsuð önd i æðra veldi stiein,
sem alskær stjarna K»ðs á himni skin,
bars ljóma mun hún eilffð ea?nnm alla,
þvf enair skuggar þar & lífið falla.
Æ, vertu sæl mín vina hjarta kæra,
af veKÍlifs. eg stúrinn sakna þín:
af hjarta bakkir þér skal ávaltfæra-
oe það er hezta von oe hupKun min.
að tenKjast aftur lífs á landi eÍKum
þars lifa við um eilífð sa an meÍKum.
Kristjan S. Bakkmann.
M, Howatt & Co.,
FASTEION asalar.
PENINGAR LÁNAÐIR^
205 Mclntyre Illock, VViniiipesr.
Vér höfum mikið úrval af ódýrum
lóðum í ýmsum hlutum bæjarins.
Þr játíu og átta lóðir í einni spildu á
McMicken og Ness strætum. fáein á
McMíUan stræti í Fort Rouge og nokk-
ur fyrir norðan C. P. járnbrautina.
Vér ráðleggjum þeim, sem ætla að
kaupa að gera það strax, þvi verðið fer
stöðugt hækkandi.
Vérhöfum einnig mikið af lðndum
bæði unnin og óunnin lönd um alt fylk
ið, sem vér getum selt með hvaða borg-
unarmáta sem er; það er vert athug-
unar.
Vér lápum peninga þeim mönnum
em vilja hyggja sín hús sjálfir.
M. Howatt & Co.
“Flor de Albani.”
NÝIR VINDLAR
\ ) Vel tilbúnir, ljúíir og heilsustyrkj-
andi, úr Havanblöðutu og Sumatra-
umbúðum.—Allir vel þektir kaup-
menn hafa þá til sölu. Prófið þessa
ágætu vindla.
WESTERN CIGAR FACTORY
Tlios. L,ee, eigaudi, ’W'XTT2SIXT^EGr.
Uppskeru-vinnendur.
-A.IDNJ'OXÝTXlSr TIL B-Æ]2slXD_A_.
----æ-------
Akuryrkjadeild fylkisstjórnarinnar.hefir sent uppskerufregnritum sínum
eftirfyljandi spurningu :
“Hve marga kaupamenn þarfnast bændur i þínu “Township’’ yflr
uppskerutímann” ? Svörin eru nú sem óðast að koma. Til staðfestir.gar
þeim svörum þá er nú verið að senda eyðublöð til allra yagnstöðva um-
boðsmanna í fylkinu, til uppfyllingat af bændum.
FREKARI RÁÐSTAFANIR FRÁ BÆNDANNA HÁLFU
ERU NÚ NAUÐSYNLEGAR.
Stjórnardeildin og járnbrautafélögin munu gera alt, sem mögulegt er,
til þess að útvega kaupamenn, eins og að undanförnu. Þessir menn
verða fyrst fluttir til Winnipeg frá austurhéruðunum fyrir $10.00 og frí
ferð frá Winnipeg til hvers þess staðar í fylkinu, sem vinna skal í. Á-
byrgðin á því að ráða þessa menn f Winnipeg er lögð & bændurna sem
þurfa kaupamenn. Bændur ættu því tafarlaust að halda opinbera fundi í
bvgðarlögum sínum, sem næst járnbrautarstöðvum, og velja sendimenu
til að koma til Winnipeg og ráða mennina. Bændur sem þannig senda
menn ættu að skjóta saman í ferðakostnað þeirra ($1.00 frá hverjum mun
nægja) sem sendir eru, og sendimenn ættu að koma til Winnipeg einum
degi áður en mennirnir koma að austan. Bændur ættu að útbúa sendi-
menn sína með greinilegar skýrsiur um hve marga menn þeir þurfa og
hvaða kaup þeim verði borgað. Tveir kaupamanna hópar eru þegar
fengnir, og fer sá lyrri frá Toronto þann 19. Ágúst en hinn síðari 9. Sept-
ember. Akuryrkjudeildin mælist til til þess að sendimenn frá hinum
ýmsu stöðum fylkisins gefi sig fram á akuryrkjudeildar skrifstofu fylkis-
stjórnarinnar og skýri þar frá nöfnuin sínum og hve marga menn þeir
þurfi að r&ða í uppskeruvinnu, og að þetta sé gert iyrir 19. Ágúst. Sendi-
menn verða og að enkurtaka þetta verk sitt þremur vikum síðar til þess
að fá menn til að “stakka” og þreskja hveitið. Þetta er sú eina að-
vörun, sem bændum verðnr gefln um það hvað þeir verða að gera til þess
að fá mannhjálpina. Ef bændur í einhverju héraði vanrækja að sinna
þessu, þá er ábyrgðin þeirra ef þeir fá ekki næga vinnuhj&lp. Sendi-
menn til Winnipeg eru vinsamlega beðnir að snúa sér til J. J. Golden á
akuryrkju og vinnuskrifstofu, stjórnarinnar 617 Main St. Winnipeg.
HUQH McKELLAR,
SKKIFSTOFDSTJÓRI AKURYRKJU OG INNFLUTNINGADEILDARINNAR.
THE HECLA
eru beztu, ódýrustu og eyðslumiustu
hitunarvólar sem gerðar eru þæT
gefa mestan hita með minstum
eldivið. Eru bygðar til að endast
og vandalaust ad fara með þær.
Fóðursuðu katlar fyrir bændur
gerðir úr hezta járni eða stáli, ein-
mitt það sem þér þarfnist. Bið.ið
árnvörusala yðar um þá, peir sel.*
allír vörur vorar.
CLARE BRO’S & Co.
erksmiðjur: 5Vlnnípe*
dRÉSTON, ONT. Box 1406.
172 Mr. Potter frá Texas
Eftir þvi sera tírninn leið virtist Errol smát
og smáttEbatn a.Hann fór aðranka við ýmsu.og
sá tímijkom, að hann þektiSarah Annerley og
mundi greinilega eftir öllu, sem fram við þau
hafði komið. Samt gat hann aldrei munað
verulega eftir allri nóttinni, er þau voru síðast í
Adallah höllinni, og hefir ópíum-lyfið óefað vald
ið því. Hann hafði líka gleymt höglinum, að
hún hélt, og þótti henni nr jög vænt um það.
Húnhafði leitað eftir honum alstaðar, en gat
hvergi fundið hann enn þá. Hún rannsakaði
alt, sem kom frá Egyptalandi og átti einlagt von
á að hann kæmi—máske þaðan, 3einast hélt
hún að hann hefði farist og væri alveg dottinn
úr sögunni. Aðra Stundina var hún hálfóróleg
út af honum, en þó fór nú að fyrnast yfir það
fyrir henni,
Karl Errol fekk vissu um það að faðir hans
hefði frétt um að hann lagi í sárum, og væri
þarna niður kominn. Honum þótti undarlegt
að hann skyldi ekki sjálfur koma og sjá sig, eða
senda þá einhvern af nánum vinum til sin. Það
virtist sem hann hefði gleymt syni sínum fyrir
fult og alt.
Að öðru hverju komu einhver harma og von-
le.ysis ský yfir andlitið á lafði Sarah Annerley.
Einkum þ& Errol var að tala um föður sinn eða
heimför og leiðindi. Lampson tók eftir þessu
og sagði stundum: “Hvað gengur að hinni
elskulegu frú? Svei, svei, ég verð að halda að
húu hati sjálfa sig og alla aðra!” H&nn þekti
hana frá því hún var ungabarn, og vissi alt um
hagi hennar.
Mr. Potter frá Texas 178
Þegar Errol var að fara með harmatölur
um föður sinn og Ástralíuveru sína, þá færðu
þau honum blöð og hraðskeyti, sem þau höfðu
fengið frá Ástralíu, og varð hann ætið mjög
glaður við það. og hét þvi að hann skyldi flýta
sér heim til föðui síns .eins fljótt og hann væri
ferðafær.
Alt eintal og umtal, sem Errol hélt um fðd-
ur sinn hafði syrgjandi og stundum næstum
tryllandi áhrif á lafði Sarah Annerley. Eitt
sinn þegar hún hafði heyrt hann taia alt kveld-
ið um heimför og föður sinn, þá gekk hún um
gólf inn í herbergi sinu og barðist við hugsanir
sinar. Hún heyrðist ekkert mæla nema þessa
setningu: “Ef ée segði honum það, þá fengi
hann dauðlegt hatur á mér”. Siðan formælti
hún föður sínum í gröfinni.----
Það var auðséð bæði á útliti'og framgöngu
hennar, að hún hafði mikið að bera, og virtist
f.ira vaxandi, en ekki minkandi. Það var einn
morgun þegar Errol var fariun að klæðast fyrir
nokkru, að læknirinn bjó vel um haun í hæg-
índastól út við gluggann, svo hann sœi út á
fjörðinn og hafið, og gætí notið annara unað-
semda, að Lampson bað lafði Sarah að tala við
sig einslega. Þau gengu afsiðis og læknirinn
byrjaði samtal við hana á þessa leið:
“Ég hefi tekið eftir því, að þú þarft lækn-
ingar við, lafði Sarah Annerley”.
“Þarf, já, en hvaða lækningu hefir þú fyrir-
skrifað handa mér?”
1 Góðan félagsskap, stúlkur, tvær þínar
baztu vinstúlkur, ungfrú Ethel Lincolu og ung-
176 Mr. Potter frá Texas
urinn, sem þessi Ethel nefndi bróður sinn,
kipti henni ofan úrbátnum.
Haun mælti þessi orðvið sjálfan sig: “Þetta
var ekki snyrtilega gert. Ethel—það eitt 'af
faliegustu nöfmm, sem ég þekki. Þegar ég er
orðinn friskur, þá er ég viss um að ég get hjálp-
að henni liprara en svona út úr bátnum”. Hann
teieði úr sér og hrópaði hálfgertfupp: “Sannar-
lega er ég óðum að koma til.—Aldrei liðið eins
vel og nú".
“Þegar venjulegar kveðjur voru um garð
gengnar og einar tvær þrjár gestaspurningar,
þá leifc ungfrú Pottei inn i húsið os spurði með
hálfgerðri óstiilingu: “Hvar er sjálf hetjan?"
“Ó, ég held ég sé búin að sjá hana”, greíp
Ethel látt fram í. "Hann er ljóshærður og
bjartleitur, með fögur og stilt blá augu, og
sterkur sem ljón. Hann togaði mig með tillit-
inu næstum því út úr bátnum áðan”.
“Ætíð það sama upp á teningnum fyrir
Ethel”, mæiti bróðir hennar, með ávítandi lát-
bragði. Þessum stúlkum var vel kunnugt um
ævintýri Errols, því Potter hafði skrifað langt
og greinilegt bréf um það, og hrósaði hann Ástr-
aliu-raanninum á hvert reipi fyrir hrevsti og
dugnað. En bréf þetta hafði ekki haft eins góð
og innileg áhrif á Arthur Lincolu, eins og á
stúlkurnar. Vildi hann helzt að aldrei vseri á
það minst. Hann var búinn að unna ungfrú
Potter hugástum langa-lengi, og varð strax hálf
smeikur að þessi Errol mundi koma þar inn i.
“Mér er sama; hann er fallegur — laglegur
Mr. Pottei frá Texas 169
mönnum. Heyrirðu það! Láttu náinn órænd-
an”.
“Hver árinn er þetta, frú mín góð. Kreistu
ekki sundur haudlegginn á mér!” mælti Lamp.
son hálfveinandi, þvi hún hafði lagt æðisgengna
áherzlu á síðustu setningnna og herti miskunar-
laust á takinu. En lækninum varð það til láns
að henni heyrðist hún heyra stunu neðau úr her-
bergi sjúklingsins. og þant því þangað, og gamli
Lampson á eftir henni, og nuggaði handlegginn.
og setti sér að reiðast ekki, hvað svo sem á-
gengi.
Þegar hann kom inn í herbergið, þá
stóð hún og starði á sjúklinginn, sem var sof-
andi, Þetta gaf Lampson alveg spánýja hug-
mynd. Hann leiddi hana út í hliðarherbergi og
sagði við hana:
“Þú elskar þenna unga mann alveg sjóð-
andi vitlaast”.
Hún gerði hann hálfhissa með því að svara
með festu og kjarki: “En sú hugmynd!” En
eftir fáein augnablik gat hún ekki staðið mátið
lengur. Hún fól andlitið á milli handa sér og
fór að gráta,
"Hana nú, engin slik læti, og þetta hér
inni! Engan kveifaraskap, Enga daðursskræki.
Enginn kona getur gift sig fyrri en brúðgum-
iun er komian, heill og ósjúkur-------”,
“Giftsig!—ég að giftast.—Þú ert búinn að
gleyma hver þú átt að ivera, læknir Lampson,
Ég hefi verið ekkja |að eÍBS |þrjú missiri". Hún
mælti þetta með göfgí og tign i látbragði og
svip, eins og henni var framast nnt, undir