Heimskringla - 07.08.1902, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.08.1902, Blaðsíða 4
HEIMSKKINGLA 7. ÁGÚST 1802. Winnip©'?- Winnipeg-sýningarnefndin tók tók tnn yfir sýningarvikuna S52,íi59 32. Þarafvar inngangseyrir $42 725,39. Veitingar og önnur leyfi 15,723,13, og verðlaur.akeppieyrir $3,910.80.—I fyrra voru inntektirn- ar yfir sýningarvikunð $34 33,41, eða $18 325,91 minna en"í ár. Þetta vottar framför 1 landinu. Mrs Rósa Einarnson, kona Magn- úsar Einarssonar frá Miðhúsum í Eyjafirði, andaðist hór í bæ þann 28. Júlí. Banamein hennar var brjóstveiki. Hún var jörðuð næsta dog. Hra Sæmundur Borgfjörð frá Siglunes, Man., kom til bæjarins í enda síðastl. mán. og fór aftur eftir tveggja daga dvöl hér. Hann læt- ur illa af bleytunum þar nyrðra og segir bændur muni eiga örðugt með að hafa saman næg hey handa gripa hjörðum sínum, sem nú eru orðnar nokkuð stórar hjá þeim efnaðri. Þess er beðið að geta, aðlát Skúla sál. Sveinssonar hafi borið að á sunnudagsmorgun 27, Júll kl. 4. Enn fremur að krampaflog þau er hann fékk, hafi ekki verið bein or- sök dauða hans. heldur hafi það ver- ið hin svo nefnda hitakólera, sem svo oft verður börnum ið bana, þó fullorðnir falli sjaldan fyrir henni. Sveinn Bjömsson, frá Glad- stóne, kom snöggva ferð til bæar- ins f sfðustu viku. Bell Telephone-félagið lætur þess getið, að í Sept. næstk. geti Winni pegbúartalað gegnum talþræði sína við fólk í St, Paul, Chicago, Toronto og New York, og aðra hafnstranda- bæi eystra. Félag þetta er nú og að leggja talþræði til útjaðia bæjar ins og annara staða skamt frá hon- um, til þæginda fyrir þá sem þar búa. 8 eði lOmanns geta lagt sam an í aðborga fyrir not þeirra þann- ig, ad ef árlegt talleyfi kostar $50, þá borgar hver af 10 manns $5 og allir þeir sem borga eiga jafnap að gang að verkfærinu. Strætisbrautaféiagið hér í bænum hefir borgað Winnipeg $10 þúsund, sem bænum bar að fá af þessa árs inntektum félagsins. Ottawastjórnin hefir ákveðið að 9. þ. m. skuli vera almennur helgi- dagur I Canada, f tilefni af krýn- ingu Edwards konungs. Það viðraði vel á íslendingadag inn í ár. að vanda, að eins var of hvasst veður fyrripart dagsins og svalt; loftið var þungskýjað og regn legt, en þó rigndi ekki nema ðrfáar mfnútur meðan ræðuhöldin fóru fram. Nefndin segir oss að nær 1500 manns hafi komið f garðinn um daginn, og að inntektir hafl ver- ið eins miklar eins og á nokkrum undangengnum Islendingadegi Skemtanir fóru vel fram og skipu- lega. Mesti fjöldi fólks kom í garð inn um kveldið frá kl. 9—10 þegar dansinn byrjaði. Nefndín þakkar öllum sem í ár styrktu hátfðarhald- ið með verðlaunagjöfum og með nærveru sinni á hátíðinni. Um 50 manns frá Selkirk, nokkr- ir frá Morden og Nýja Islandi og N. Dakota, voru hér á íslendingadag- inn; sömuleiðis þau Halldór Bjarna- son, verzlunarmaður frá Glenboro með konu og barn, og Mrs Gillis frá sama stað. Bæiarstjórnin hefir fastráðið að leggja steinsteypugangtröð á norð- urhlið Ross Ave. frá Isabel til Nena Sts. Kostnaðurinn rennur sem næst $2,20 á hverja 27 feta lóð árlega, í 20 ár. Edward konungur er nú svo hress að hann er farinn að ganga hjálparlaust, og er því krýning hans fastlega ákveðin á laugardaginn kemur. Flugeldar og aðrar skemt anir fara fram á Rauðá hér við bæ- inn að kveldinu. Sig. Júl. hneykslast á þvf f Dag- skrá, að Hkr. hafi auglýst niður- færslu á fargjöldum frá Winnipeg til Kyrrahafs, sem gilti í 60 daga frá 11. til 15. Júlf, og telur að blað ið hafi taliðfrá 11 til 15 vera 60 daga. Þetta er rangt. Lestir fél., sem niðurfærslan gilti með fór fiá Winnipeg þann 11., i2„ 13., 14. og og 15. Júlf og farbréf þau sem keypt voru á þessum dögum giltu um 60 daga frá útgáfu degi. Þetta ætti að hafa verið skiljanlegt hverjum með al vitraanni, þó það hafl “bor ið öf- u gt að“ í heilabúí Sigurðar. Þeir sem hafa unnið verðlaun á íslendingadaginn geta vitjað á- vísana á ]>au á Skrifstofu Heims- kringlu á föstudaginn 8. þ. m. frá kl. 10 tfl 12 listi yfir verðlauna gefendur og verðlauna vinnendur kemur f næsta blaði. Af þvf að svo langt er enn þá til almennra fylkiskosninga, verður pólitiskum hugleiðingum í Lögbergi ekki svarað að svo stöddu, Fólk verður leitt á því góðgæti þegar það er uppihaldslaust í blöðunum. Slíkar hugleiðingar blaðsins eru hvort sem er ekki annað en útlegging út get- gátu greinum í Free Press, og hafa ekki við annað að styðjast en það, að reyna með þessu móti að sam- eina hina litlu krafta, sem nú eru eftir í Liberal flokknum hér í fylk- inu. Jón Jónsson, Jónesonar Capt. frá Gimli, sem fyrir nokkrum tíma fór tii Yukon, hefir komíð þaðan aftnr og sezt að f Tacoma á Kyrrahafs- ströndinni, Jón lætur illa af á- standinu í Dawson Cfty. Segir þús undir manna gangi þar daglega nm göturnar atvinnulausir og svo fá- tæka, að Ottawastjórnin hefir orðið að setja þar upp ókeypis matarveit- ingahús þar sem hundruð manna eru fæddir daglega á rfkisins kostn- að. Svo leizt Jóni illa á sig vestra, að hann dvaldi þar að eins rúma viku. í Tacoma hefir hann á þriðja dollar á dag við algenga vinnu og lætur hið bezta yfir kjörum sínum þar. Hra Arnór Arnason, raálmfræð- ingnr, frá Chicago, er hér á skemti feið með konu sína og barn. Hann kom til að vera hér á Islendinga dagiun og til að finna ýmsa kunn ingja þeirra hjóna hér og í Brandon. Hann fer heimleiðis um næstu helgi. Á sunnudagirin kemur, þann 10 þ. m., verðurmessað f Unitarakyrkj- unni eins og að undanförnu kl. 7 að kveldinu. Allir velkomnir. Mrs Ingibjörg Þórarinson, kona séra Bjarna Þórarinssonar, ól 12 punda stúlkubarn að kveldi 30. Júlí. Hún var búin að vera rúm- föst sem næst 2 mánuði. En nú gekk alt vel. Móður ogbarni líður ágætlega. Dr. Watt stundaði kon- una og t kst vel að vanda. 46 Vesturfarar komu til bæar- ins þann 30. Júlf |>ar voru frá Sauðarkrók Vopnafirði Seyðisfirði Norðurfirði og Eskifirði. Þeir komu með Allan Lfnunni. Bága tfð sögðu þeir í Skagafirði og ]>ar um sveitir. Hafís lá við land þar til seint í Júnf. Grasspretta lítil en skepnuhöld þó allgóð. Bjargar- skortur var á mörgum heimilum Norðanlands í vor. Mikill Vestur- farahugur í fólkf á Islandi til ætt- ingja og vina hér vestra. Búist við að margir flytji á næsta ári. Skafti Brynjólfsson frá Norður Dakota kom hingað fyrir nokkrum dögum með konu sfna alfarinn að sunnan. Hann hefir í hyggju að kaupa hér land í grend við borgina og setja þar upp bú. Lönd á hann enn [>á f Norður Dakota, sem hann œtlar að leigja, og hafa á þann hátt ítök f tveimur mestu stórrfkjum heimsins. Jón Hjálmarson frá Hallson P. O. var hér f bænum frá fyrri helgi fram yfir Islendingadag, í kynnisför til fomra kunningja hér. Winnipeg “Byggingamannafé- lagið” heldur fund í T rades Hall á horninu á Market og Main St. á föstudagskveldið 8. þ. m. kl. 8. Allir vinnendur eru beðnir að sækja fundinn, þar eð sendinefnd frá múrsteinsleggingamönnum og veggjaliinsmönnum yerður þar á fundinum J. Wkst, ritari. HVERS VEONA þér æltnð að kaup* PAIR PLAY nmnntébakið: Af þvi það ar bezta tefcurd. Af þvi það er endmear bezt. Af því þnrfáid þér þær stierstu 5 eða 10 centa plötur. Af því að rnerkin á þvf krefjast verðlauna. Af því að kaupinönnum er heim- ilað að skila yður aftur andvirði þess, ef þér eruð ekki ánœgðir með það. THE EMPIRETOBACCO CO. Ltd. ÓDÝRAR GROCERIES. Saltaður beinlaus þorskur í 1 punds pökkum, 6c. pd ; Sveskjur 5c. pundið; Molasses 35c. g’allon; kaupeudur leirgi til ílátÍD; Syróp 30c eallon. kaupondur 1 ■f'tti til ílátin. KaíH 11 pd $1. Mal- aður sykur 22 pd. $1. Molaaykur 18 pd. ít. Púðuisykur 25 pd. $1. Bak- inKPowderðpd könnur 45c. Jaro og Jelly 7 pd. .fata 40c Sætabrauð 10c. pundið. ‘ J. J. Joselwich ROI JarvÍH A ve. Dr. Olafur Stephensen, Koss Ave. 563, ætfð heima frá kl. —3^ e. m. og 6—8^ e. m. Tele phone Sr. 1498. Hefurðu gull-úr, gimsteinshring, gleraugu eða b. jóstnál ? Tliordnr JoIiiiNoa SÍBSS Main St. hafir fulla búð af alskyns gull og silfur varningi, og selur þaðmeð lægra verði en að ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eino árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: 292 inAIN STREET. Thordur Johnson. KENNARA VANTAR við Kjarnaskóla. Kensla fer ftam frá 1. Október til 1«. Desember þ. 4. og frá 16. Janúar til Marzmánaðar loka næstk. Umsækendar verða að hafa kennarapróf og snúa sér til: Guttormcr Thorsteinson • Sec.-Treaa. IIÚSAVÍK P. O. MAN. Kennari getnr fengið stöðu við Minerva- skóla frá 1. Sept. til 18. Des. 1902. Svo verður skóla haldið áfram eft- ir n/árið. Umsækjendur skýri frá mentastigi og reynslu sinní við bamakenslu og tilgreini kaúphæð. Tilboð verða að vera komin til undirritaðs fyrir 13. Ágúst næst- komandi. JÓHANN P. ÁRNASON. Sec. Treas. Gimli, Man, Kennara vantar til Baldurskóla fyrir kenslu tfmabilið frá 15. Sept. til 15. Des. næstkomandi. Umsækjendur til- greini á hvaða mentastigi þeir eru, og hvaða kaup þeir vilji hafa. Til- boðum veitt móttaka af undirskrif- uðum til 15. Agúst uæstkomandi. Hnausa, Man„ 30. Júní 1902. O. G. Akraness. ritari og féhirðir. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 .Tlain Mt, - - - Wiiinipi-g. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. olisimonson’” MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA Skandinav an Hotel 718 IMftin 8tr. FæAi $1.00 á dag. Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt í stór- eða smákaupum, f skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, W. J. ROYI). 422 og 579 Main St. *#*«*##«« #«** # * * * * £ 3 # f # * * # # * # * # # # DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “F reyðir eins og kampavín." Þetl er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætiega smekkgott og sáínandi í bikarnum • i>áClr þ“«sír drykkir er seldir I pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu i hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vín eða ölsölum e :a með því ad panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L DREWRY- flannfactnrer & Importer. WláKJFKG. #»«####################### * # * # « # # # # # # « # # « # # # « # # * The Ogilvie Flour Mills Co., Millufélagið, sem H R. R PRINSINN AF WALES Pantar hveitið hjá. I.lil. Ogilvie’s Hungarian er BEZTA HVEITIÐ, sem fæst. Biðjið um: Ogilvie’s hveiti. LÆKNIS ÁVISANIR NÁKVÆMLEGA AF IIENDI LEYSTAR. Beztu og ágætnstu meðöl, og lyfja- búðarvörur, ætíð á reiðum höndum. Allar meðalategundir til í lytjabúð: DR. CHESTNUTS. Nordvcstnrliornl Portage Ave. og llain 8t. Pantanir gegnum Telefón fljótai og áreiðanlegar um alla borgina Telefon er 1314- Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norðvesturland inu —Tíu Pool bord.—Alskonar vín og vindlar. Lennon A Hebb, Eisændur. verð Fyrir minna en hægt er að fá nokkurstaðar annar- staðar, tekur undirritaður að sér út búnáð eignarbréfa (Deeds), veðsknlda- bréfa (.VortRages) og alskonar smmi- ÍDga (Agreements), og ábyrgis' laga- legt gildi þeirra fyúr dómstólum f J/an- itoba. K. B. 01.80N. Proviucial Conveyancer. Gimli J/ari. (JaDadiao Pacific J{ilvvay. Fljotusta og skemtilegusta leidi AUSTUR VESTUR TORONTO. MOTREAL, VACOUVER, SEATTLE. CALIFORNIA KÍNA. og til hvers annarfstaðar á hnettinum sem vera vill. Allar upplýsingar fást hjá Wm. STITT C. E. McHPERSON aðstoðar uraboðs- aðal umboðsmaður maður farþega farþegalestanna. lestanna. WINNIPEG. KAUPID. QADDAVIR og alla vanalega HARÐ- VÖRU hjá: G. M. BROWN Stonewall. NORÐUR AF PÓSTHÚSINU. Vcrd nijiig Manngjnrnt. 170 Mr. Potter frá Texas þeim krinpumstæðum, sem .læknirinn sótti að henni. 2 Þetta er einmitt hættulegasti timinn”. greip Lampson fram i. ‘Átján eða tuttugu mánaða ekkjustand er hættulegt!” Hún leit fyrirlitlega og ógnandi til hans og eldur brann úr augum hennar. Hún bróp- aði: ‘ Nóg sagt! Þú hefir ekki nokkurt vald til að gera gys að tilfinningum eða kringumstæð- um”. Þegar hún hafði mælt þetta flýtti hún sér ofan og var þrútin af bræði og kallaði með titrandi röddu: “Martina, ég er veik. Hjálpaðu mér að komast i rúmi !” Martina var hálfhrædd við að gera þetta. því hún hélt að allir væru veikir af Nflár-hita- veikinni, og var hrædd við að hún mundi smitt- ast af Annerley. Hún mælti við sjálfa sig: ‘Ef hún hefir fengið veikina.þá fer ég frá henni tafarlaust”. Dr. Lampson stóð nm stund i sömu spor- um oghorfði á eftir lafði Sarah Annerley. Loks rankaði hann við sér og mælti við sjálfan sig: “Vesalings kvendjöfullinn 1" Læknar og lögmenn, sem vinna fyrir fami- líur, komast oft að ýmsu, sem heimurinn veit ekkert um. Hann hugsaði þetta mál fram og aftur. Þegar hún var sautján ára, þá gifti faðir hennar hana hertoga Annerley. Sir JónesJStev- ens græddi alt sitt ofijár á bankakaupum ogsöl- um, og var á þann hátt upp hafinn með titlum og orðum, og álitin einhver mesta stærð- Mr. Potter frá Texas 175 glær strætin, sniðin til af húsnm og byggingum og heiðbláan himininn upp yfír, og dró Septem- barsólin undra liti ura loft og láð. Hún sá bát lenda við húsið og út úr honum kom Englend- ingur. á að gizka þrjátiu ára garaall, og leiddi unga og fagra konu. Errol .hafði ekki tima til að undrast yfir manninum og stúlkunni, þvi hann heyrði kvenlegan hlátur, og sá stúlku, er var miklu lfkari álfamær, en menskri konu. Hún kallaði með |þýðri rðddu: “Arthur, gerðu svo vel og hjálpaðu mér, annara fell ég ofan i vatnið, en ég kann ekki að synda”. Ungi maðurinn, sem hún talaði til, hafði verið að styðja hina stúlkuna, en sneri sér óðara við og hjálpaði þessu fagurkvendi, nm leið og hann mælti með háðkeim í rðddinni: “E-.hel, láttu ekki svona; það er enginn piltur hérna nærri”, “Hvaða innskotssetning á þetta að vera— hvaða glappaskot hefi ég þá gert, — og enginn ungur maður—það vona ég ekki sé—ó, ó---------”. Þessi seinustu orð mælti hún fijótlega og flóttalega, og kafroðnaði út að eyrum. Henni varð litið upp eftir byggingunni þegar hún kom auga að sfðustu á Errol upp i glugganum. Bróðir hennar kiptl henni upp 4 tröppurnar, því hún var nærri hrotin ofan i vatnið þegar hún sá Errol. Báðar stúlkurnar voru klæddar í fallega og dýra sumarbúninga, og lfktust meira drauma- gyðjum en stúlkum, eDda fanst Errol til um að þær, og hann hljóðaði upp yfir sig, þegar mað- 174 Mr. Potter frá Texas frú IdaPotter. Önnur er mesta tilbeiðslu goðið í Lundúnum um þessar mundir en hin skarar fram úr öllum stúlkum i Ameríku fyrir fegurðar sakir”. "Þú hefir gert mér þægt verk, læknir L&mpson”. svaraði lafði Sarah Annerley. ‘ Ha, ha!” svaraði Lampson nokkuð upp meðsér, og hélt áfram: "Eg gef að eins for- skrift íyrir góðum og trúum meðölum. Þær voru staddar í Floreoce á meðal einhverra kunn- ÍDgja, en Arthur Lincolu sendi þeim hraðskeyti. Þær hafa samþykt að koma hingað, og yfírgefið þann stað, sem þær bjuggu á og ætla að vera hjá þér um tfma, og verða komnar hingað ef til vill eftir fimm mínútur”, mælti hann og leit á úrið sitt um leið. “Þá verð ég að senda skemtibátinn minn á móti þeim”. “Það er búið að senda hanu allareiðu. Ég sá um það. Hver skoliinn er þetta!” Það heyrðust nettir og fagrir .hlátrarjí innganginum á Grand Canal, og lafði Sarah Annerley hróp- aði: “Stúlkurnar erukomnar!” og flýtti sér ofan tröppurnar, sem láu ofan að yfir- borði vatnstrætisins. Hún vildi sjá sem allra fyrst þær failegustu stúlkur, sem heimurin i á- leit þær að vera. Ef nokkur skyndileg upphrópun kemnr meira róti en önnur á hug karlmauna, þá er það þessi: “Stúlkurnar eru komnar”, Sjúklingunnn upp á loftinu heyrði þessa setningu. Hann fór að reyna að gægjast út um gluggann og sá það sama og þau, sem stóðu úti f dyrunum. Spegll- Mr. Potter frá Texas 171 in á meðal höfðingjanna, Þar að auki sinti hann opinberum störfum fyrr og sfðar. Her- toginn Aiinerley var náfrændi drotningarinnar og heilmikili glæsiroaður og barst mikið á. En eftir að hann giftist, þá breyttist hannjog varð garaall og óþjáll f allri framkomu. Hann hat- aði konu sfna, þvf húo fyrirleit hann af öllu hjarta. Sir Jones Stevens var maður aldrei á- nægður eða kátur, og var auðséð að eitthvert leyndarmál þrengdi að honnm, og virtist honum ekkert láta hetur en raka saman peningum, Frá því að hún gíftist santján ára gömul, bjó hún með honum, þar til hún var tuttugu og þriggja ára, og átti engan vin, og engan sem elskaði hana, þá dóu þeir báðir með rúmu árs millibili. Árstekjur hennar voru taldar tuttugu og fimm þúsund pund sterling. Og þóttu þær miklar, svo fáar konur á Englandi höfðu jafn- miklar árstekjur. Húnátti mann, sem hún gat ekki unnað eða. litið réttu auga, og föður, sem hvorki virt- ist vera velunnari hennar eða verndari. Og það var eins og einhver þoka og ’dulinleiki safnaðíst utan um lafði Sarah Annerley, var það til þess að margir héldu að alt væri fult af leyndarmál- um i kringum hana. Hún fjarlægðist því alla meir og meir. Um þetta var læknirinn að hugsa. Hann fór og leit á sjúklinginn. Hann hafði aldrei tek- ið eítir því fyrr en nú, hversu fallegur og gjðrfi legur að Ervol var, Og hrópaði hann upp nokkrar setningar við sjálfan sig um þenna unga mann.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.