Heimskringla - 28.08.1902, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.08.1902, Blaðsíða 2
HEIMSKKINQLA 28. AGÚST 1802. Beimskriugla. PUBLJ8HBD BT The tíeimskrÍDgla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins i Canadaog Bandar $1.50 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.00 Peningar sendist í P. O. Money 0;der Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðra banka ení Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. Ti. Kaldwinson, Editor & Manager. Office : 219 McDermot Street. P O. BOX I*»3. Engisprettur. Einn nierkur bóndi f Argyle- bygð hefir mælst til þess að Heims- kringla.Jitaði um engisprett- u r, eðli þeirra og ráð til þess að firrast skaða þann framvegis, sem þær hafa oft að undanförnu gert á ökrum bænda. Til þess að gera orðið við þes@- ari bón höfum vér eent til Ottawa eftir upplýsingum, og ennfremur fengið upplýsingar hjá Mr. H. McKellar, aðal skrifstofustjóra ak- uryrkjudelldarinnar f Manitoba, sem er einn af allra fróðustu mönn- um í þessu efni sem hér eru f fylk- inu, og setjum vér hér stutt en Ijóst yfirlit yfir þær upplýsingar. sem blaðinu hafa borist. Það eru ýmsar tegundir af skordýrum sem hafa skemmandi á- hrif á hveiti og aðrar kornteguudir bænda, og sem hin mesta nauðsyn er á að uppræta úr ökrunum strax og þeirra verður vart, og áður en þau ná að gera tilfinnanlegan skaða. Meðal þessara dýra eru hin svo nefndu Wheat Midge, Hessian Fly, Wheat stem Maggot, Frit-fly, Jointworms, Grain Aphis, Wire- worm, Cuttworm og Wheat-stem Sowfly. Wireworrn gerir stundum skaða á ökrum bænda. Eina ráðið sem enn þá hefir verið uppgötvað gegn skaðsemi þeirra, er að plægja akrana seint á haustin og sá rúgi eða byggi f þá bletti sem ormar þessir eru f, (>ví að þeir geta ekki skaðað þær komtegundir. Wheat Midge, eða Weevil, eins og það er stundum nefnt, eru litlir rauðleitir maðkar sém raða sér kringum kveitiöxin á stöngunum og draga úr vexti þeirra; }>eir lifa í jörðunni á vetuma. Ormar þessir leggja eggjum í Júnf. Eina ráðið tíl að eyðileggja þá er að brenna alt rusl og strá á ökmnum og plægja djúpt á haustin. Hessian Fly er lítil sót- lituð vængjuð fluga, | úr þuml. á lengd, hún leggur eggjum sfnum á lauf eða blöð hveitistanganna og maðkamir skrfða svo úr ekkjunum niður stangimar og éta sig þar inn f þær. Þessar flugur leggja eggj- um 2 á ári, í Maf og Júnf, og f Ágúst eða snemma í September. Lækningin er að sá seint á vorin. Annars gerir þessi fluga mestan skaða á þvf hveiti sem sáð er á haustin og skorið upp á vorin og varðar því bændur f Ontario meira en þá sem búa f Manitoba. Sama er að segja um Wheat Stem Mag- got, þó koma þeir fyrir f Manitoba og gera stundum skeða á hveiti og öðmm komtegundum. Þeirra verð- ur vart á f>vf að höfuðin á þeim stöngum sem f>eir setjast á verða hvít löngu áður en hveitið er al- ment móðnað. Skemd sú á korn- inu sem þessi maðkur gerir er nefnd “Whiteheads” “baldheads” eða “silver top”, peir naga sundur efsta liðinn á komstönginni, em grænir á lit og J f>uml. á lengd. Ráðið við þessum möðkum er að sá einni eða tveimur röðum af hveiti eða byggi, í nánd við J>á bletti sem ormamir hafa sezt að f, til þess að kvenmaðkurinn leggi eggjum sfn- um á hið nýja kom meðan það er að spretta. Svo skyldi það slegið seinnipartinn 1 Ágúst og gefið skepnum til fóðurs eða plægt niður í jörðina. Síðað skal herfa alla akra eftir nppskeruna. Gott er og talið að bera áburð á landið. Ann- ars er ekkert óyggjandi ráð enn j>4 fundið við þessari pest. Fritfly. — Maðkur hennar er að eins einn tólfti þuml. á lengd, ljósgulur að lit; þeirra yerður vart f Júnf mán., J>eir éta sig inu f stöng- ina niður við jörðu. Ráðið til að eyðileggja þenna orm er sama og á við Hessian Fly, einnig að herfa akra eftir uppskerana eða plægja akrana á haustin. Grain Aphis eru komlýs sem lítinn skaða gera og engin ráð eru fundin til að eyðileggja. White Stem Sawfly gerir vart við sig að eins hér og f>ar á margra ára fresti, og engin ráð eru kend til að eyðileggja hana. — Cutwomi em skaðlegir f komökmm; talið er að ef alifuglar fái að vera nokkra daga á ökmnum áður en sáð er, þá eyði f>eir mestu af ormum þessum. Ekki er vfst að þessir ormar séu f Manitoba þó þairra hafi orðið vart í Ontario og Quebec. Engisprettur eru skaðlegastar allra skordýra f>eirra er sækja i akra bænda í Manitoba, Það er talið líklegt að aðalstöðvar þierra séu f Turtle Mountains, suðvestast f Manitoba, eða rétt þar fyrir vest- an, og að þær fljúgi þaðan út yfir landið og hafist svo við á ökrum bænda yfir sumarið, en livenær og hvar sem þær koma J>á gera j>ær ógna tjón á ökrum bænda og eyði- leggja marga f>eirra algerlega. Eggjum sfnum leggja þær vana- lega í vel plægða og ræktaða akra, en ekki f n/plægða jörð, af f>vf hún er of hörð og þétt f sér, en sérstak- lega vilja f>ær sendna mold til að geyma egg sín í og helzt á hálendi f>ar sem f>urkasamt er og snýr mót suðri eða austri. Aðallega velja flugur f>essar það sem nefnt er “stubble.” Þær leggja eggjum sín- un snemma f Maf, og fara að fljúga í kringum 1. Júnf. Þær era frá 7 til 8 vikur að verða fullvaxta.—Ráð- ið, eina óbrigðula ráðið til að eyði- leggja f>enna skaðsemdar gest, er að plœgja stubble-akrana djúpt, 4| til 5 þuml. Bezt er að plægja seint á haustin, rött um það leyti sem frost byrja; en þó er það ekki nauðsynlegt ef plægt er snemma að vorinu. Kvenflugau leggur egg sín f litlar skálar 1 þuml. niður í jörðu, um 30 egg eru í hverri skál og hver fluga leggur 3 skálar. Það tekur fluguna nær 4 klukkustund- um að undirbúa hverja skál fyrir móttöku eggjanna. Þessum eggj- um er lagt á haustin og þau lifa í jörðinni allan veturinn og koma upp úr jörðinni seint í Maf eða snft’-'ma í Júnf; en sé jörðfn plægð djúpi á haustin eða snemma á vor- in, svo að f>vf sé snúið niður sem upp var þegar eggin vora lögð, f>á komast ekki ungarnir upp gegnum jarðlagið en kafna niðri f moldinni. Gott er og að bera strá Og annað rusl f rastir yfir akrana og láta þær liggja f>ar nokkrar nætur, f>ar til engispretturnar safnast saman í f>ær; brenna svo allar rastimar f einu, og má f>á vænta að mest eyð- ist af f>eim engisprettum sem em á ökram sem svo er farið með; þetta skyldi gera á haustin. Ýmsar veiði- brellur hafa verið notaðar til að veiða f>essi dýr og hafa sumar þeirra reynst allvel. en ekkert með- al er óbrygðult nema djúp plæging og bezt að h ú h sé gerð seint á haustin. Þetta er sameiginlegt á- lit allra fróðustu búfrœðinga í land- inu og er bygt á inargra ára reynslu bænda. Aðgætandi er og J>að að allir bœndur í sama héraði, sem hafa orðið fyrir skemdum af [>ess- um dýram, verða að viðhafa sömu aðferðina, annars geta þau dýr, sem er leyft að vera óáreittum f einum akri, dreift sér á næsta ári út yfir alt héraðið og gert stór- skemdir. Mannúð Breta. Þeir sem muna eftir stríðinu milli Frakka og Þjóðverja fyrir 30 árum, og óvinsældum þeim sem jafn an síðan hefir verið milli þessara þjóða, mun þykja allmikill munur á bróðurhug þeim sem nú þegar ríkir milli Breta og Búa að nýafstöðnu stríðinu milli þessara þjóða, eða hatr- inu, sem um þær mundir ríkti milli Frakka og Þjóðverja. Svo er þessi munur mikill að allra þjóða blöð bafa gert hann að umtalsefni síðan herforingjar Búanna komu til Eng- lands, um miðjan þenna mánuð. Þar var þeim tekið svo sem væru þeir óskabörn Breta og það þrátt fyr- ir að þeir voru búnir að eiga sinn þátt í að fella 80,000 brezka her- menn og baka rfkinu 1100 millión doll. fjárútlát fram að þessum tima. Má vera að einmitt þetta hafi aukið á vinsældir þeirra á Bretlandi. Þvf það má brezka þjóðin eiga að þó hún gefi ekki eftir með góðmensk- unni þegar út í stríð er komið, þá er hún fús á að láta í Ijós virðingu sína og velþóknun á þeim mönnum sem sýna það táp og þá hreýsti sem er við hennar hæfi, jafnvel þegar það kemur fram hjá andstæðingum henD- ar. Hún dregur engar dulur á það nú að hún hafi mætt meira en jafn- okum sínum í hernaði þar sem Búa- þjóðin er, því aldrei fyr hefir eng- land komist í jafn krappan sjó í hernaði eins og í þessu stríði og aldiei fvr hefir hún orðið að Jeggja eins mikið fé í sölurnar eða eins marga menn móti hverjum einum ó- vini, eins og í þessu stríði, og aldrei fyr hefir ' hún mætt jafn mannúðlegum óvinum eins og Búunum. Þetta er ekki að eins skoðun Breta, heldur einnig allra annara þjóða, sem nokkuð þekkja til hernaðarsögu heimsins. En þó að aðrar þjóðir viti og kannist við þetta, þá gegnir það furðu að Bretar skuli geta opnað augun fyrir því svona undir eins að afloknu stríðinu og áð- ur en púðursvælan hefir almenni- lega rokið burtu af stríðsvellinuin. Þess vegna láta blöð þjóðanna undr- un sfna í ljós yfir því hve einkar hlýlega þessum mönnum var fagnað í Bretlandi, ekki að eins af stjórn og hermálamönnum landsins, sena sýndu þeim aila mögulega virðingu, heldur einnig af konungi sjálfum. sem tók þeim eins og alda vinum sínum og vottaði þeim persónulega aðdáun sína fyrir hreysti þeirra og þjóðar þeirra og þakklæti sitt og Englands fyrir ágæta meðferð á brezkum her- föngum, meðan á ófriðnum stóð, og er þetta talið eins dæmi í sögunni, og enn mestri furðu gegnir það að eng- inn einasti einstaklingur alþýðunnar skuli hafa látið óánægju í Ijós yflr komu þessara manna til Englands, þvf að margur þeirra á þó um sárt að binda í ástvina missi fyrir kúlum Búanna. En öllu þessu er gleymt samstundia að stríðinu loknu, og þjóðirnar standa undrandi yfir faðm- lögum Breta og Búa. En dást þó að göfuglyndi beggja. Ljóðabréf til Stephans G. Stephanssonar. gaudi, snemma í Febrúar 1902. Nú skal gera nýjan brag, nótt til vitnis kalla. Sittu heill við sól og dag, sjóli Klettafjalla. Mér er kær þín mærðar snild; mæt era efnisgæðin. Höfuðþökk og hugar-vild hafðu fyrir kvæðin. Gull þitt tók ég fyrst f fang, fylti muna vasa, þegar “úti á víðavang“ varstu á fjalli grasa. Ærsla-fengin æska mfn á þér festi gætur; sfðan hef ég sótt til þfn sólskin margar nætur. Þú hefirlátið Braga-brand blika á degi og njólu; numið fágætt námaland nærri himni og sólu. Borið hefirðu Braga-full báðum vinnu-höndum, ljóðelsk sál þfn lýsi-gull leyst úr klettaböndum. Óttast hvorki ógn né grand einn við náma-brotið, “gullkistumar sett á sand“ sendar heim f kotið. —Vfðsjá þfn og mynda mergð muna leiðan hressir, “þegar J>ú á “flugi og ferð“ fálka augun hvessir. Hleypi-gjarna hyggjan mfn hné að myndum þínum; arnar-hliðskjálfs útsýn þín ögraði huga mfnum. Lýðurinn kýs hin léttu spor, lóuflug og kvakið; en alt af sýnir afl og þor, amarvængja takið. Hvergi flónsku gefur grið góðlund orða vægin; sverð, en ekki sálnafrið sendurðu oft f bæinn. Orð þfn sýna málsins mátt, mælgisflauta 1/ði. Óðsnild þína ymur dátt “áin héraðs prýði“. Grettis hefirðu j>egið f>rótt, f>rek og kosti marga; alt af hefirðu aleinn sótt “eldinn til að bjarga". Eflaust hefir um þig nætt í þeim styrjar voða; en “drengur“ lifir enn “af ætt Ingimundar“ goða. Þó þú flyttir bú og bygð burt, og kveddir Fjörðinn; elju f>fna ástog trygð átt hefir móðurjörðin. Allra krafta og auðnu hjól ef mér gefið væri, æfi pinnar aftansól út í Fjörðinn bæri. —Beztu þökk fyrir mfna og mig, meistari hugum-kæri. Eg skal seinna yrða á f>,ig, ef ég kemst í færi. Fjalla-rið og gjálpar-göng geng ég ekki f þaula þúsund rasta leið er löng lötum bónda-staula. Hálfrar jarðar bungu-brfk brotnar ei né J>ynnist. Má þó vera hin mikla vík milli okkar grynnist. Hugurinn getur hleypt 4 sprett f>ó hamli fótum lögur. Hér er, sjáðu, liönd mfn rótt, heldur þunn og mögur. Guðmundur Friðjónsson. (Sunnanfarí). KAUPMANNAHÖFN, 20. Júlí 1902 Kærl vin ! Síðast f>egar ég skrifaði Hkr. var ég í Boston, Mass., en nú er ég kominn hingað og er enn heill á húfi. Förin austur yfir Atlantshaf gekk vel yfirleitt; auðvitað voru flestir á skipinu sjóveikir tvo fyrstu dagana—og ég veikastur, en svo- leiðis smámunir gleymast, þegar frá líður, þó manni flnnist það alt annað en smámunir meðan á því stendur. Skip það er við sigldum með lagði á stað frá New York þann 25. Júnf, og til Hafnar komum við 6. Júlí. Skipið var nýtt og fallegt, en heldur Iftið í samanburði við sum stór-línu-8kipin. Það hafði þó í þess ari ferð sem næst 1000 farþegja. Við stigum fyrst fæti á land við Christiansand f Noregi. Það ersmá borg ein við suðurströnd Noregs og sýnist vera innilukt á milli kletta, þar til maður kemur inn f höfnina. Mér sýndist alt þar vera heldur hrjóstugt og hrikalegt. Daginn eftir komum við til Hafnar og var 08s þar vel tekið af Good-Templur- um, en engin viðstaða var möguleg, því kl. 3 morguninn eftir áttum við að vera komnir I gufubát, er skyldi flytja OS8 yfir til Malmö í Svíaríki og þaðan með lest fórum við samdæg- urs til Stockholms. För sú var lík- ari sigurför en nokkru öðru. Hér mn bil á hverri vagnstöð var ose mætt með söng og hljóðfæraslætti. Við komum til Stockholms að kveldi hins 7. Júlí, og þingið byrjaði kl. 9 dag- inn eltir, og stóð yfir til þess 16. s. m. Að mörgu leyti var hástúku- þing þetta mjög lærdómsríkt, fyrir mig að minsta kosti. Þar mátti sjá menn, bæði svarta og hvfta, frá öll- um heimsálfum. Menn tengda því bræðrabandi, er Good Templarafé- lagssíapurinn, næst hinni kristnu kyrkju hefir gert mest til að gróð- ursetja á meðal mannfélagsins;’menn af ýmsum þjóðflokkum, talandi mis- munandi tungumál, en samt allir stefnandi að sama takmarki—vinn- andi i sömu áttina; menn af öllum stéttum: prestar, lögmenn, læknar, þingmenn, bændur o. fl. en allir þó bundnir sama bróður og kærleiks bandi Ég hefi að minsta kosti lært það, að elskaog virða Good Templ- ara félagsskapinn meira en ég hefi áður gert, einmitt fyrir þessa tilraun þeirra, að gróðursetia í hjörtum manna hina gullvægu, guðlegu lífs- skoðun um bróðurband mannkyns- ins og föðurelsku guðs.—Allar um- ræður fóru fram friðsamlega og voru algerlega lausar við persónulegar slettur, og var þó einatt meininga- munur um þýðingarmikil spursmál. Öll mál voru rædd frá ýmsum hlið um, áður en þau fengu samþykki, eða þeim var varpað fyrir borð. Það eitt út af fyrir sig var lærdómsríkt. Ég var stundum í byrjun m&ls sann- færður um, að þetta mál væri sann- gjarnt og rétt, og ætti því að hafa fraragang, en svo gat sú skoðun breytzt eftir að fleiri höfðu talað og aðrar hliðar málsins voru opnaðar. Ég get ekki sagt þér nærri þvf eins mikið af þinginu og mig langar til, þvf Hkr. hefir naumast rúm fyr- ír það nú, þegar þið farið að birta Islendingadags-ræðurnar, og svo snerta þessar fréttir að eins vissan flokk af kaupendum blaðsins, nefnil. Good Templarana, og þó þeir séu töluvert margir, þ& er ef til viil ekki rétt af mér að vera áð taka upp rúm blaðsins, ef þið hafið annars nokkuð nytsamara að segja. Annars má ég til að geta Þess— svc mínir íslenzku Good Templarar f Manitoba fari að vinna betur; að við Ameríknmenn vorum í stórkost legum minnihluta & þingiuu og töp- uðum svo að segja hverju einasta m&Ii er við vildum komafram; t. d. sóttum við hart um að fá næsta þing haldið í Ameríku, en borgin Belfast á Irlandi var kosin með miklum meiri hluta atkvæða. Og þetta er sízt að undra, þegar þess er gætt, að ein einasta stórstúka — stórstúka Svía, heflr fleiri meðlimi heldur en öll Bandaríkinog Canadatil samans, er hafa þó um 40 stórstúkur.—Eins var um embættismenn. Tveir okk- arbeztumenn hnigu f valinn: Jones frá New York og Cotterill frá Was. hington; báðir ágætjs embættismenn hástúkunnar. Nú sem stendur höf- um við að eins skrifarann, Colonel B. F. Parker, hér vestra. Mér var farið að leiðast löngu áður en þingið endaði. Tími þings- ins gekk oft í veizlur og skrúðgöng- ur. Störkostlegust mun fagnaðar- veizlan hafa verið, sem haldin var í konunglega leikhúsinu. Þar voru mörg þúsund manna saman komin, þar á meðaj krónprins Svía og tvær prinsessur frá Danmörk. Ræður voru fluttar af ýmsum mönnum og ein af íslending, Haraldi Níelssyni, sem var erindreki íslands. Hann var sér og þjóð sinni til sóma og hlaut verðskuldað margendurtekið lótaklapp fyrir. Ræða hans, sem var á dönskn, bírtist einnig í blöð unum.—Leikbú3ið er fegursta bygg- ingin er ég hefl enn séð í Svfþjóð eða Danmörk. Ónnur stóreflis matar- veizla var haldin oss í stað, er nefn- ist “Salt söbaden”, og erálitin að vera fegursti staðurinn í ríkinu, að eins fáar mflurfrá Stockholm; en þvf miður var veðrið ógeðfelt þenna dag og menn nutu því ekki þessarar skemtunar eins vel og ella hefði ver ið. 13. Júlí var ákaflega mikil skrúðganga um helztu götur bæjar ins og út í einn skemtigarðinn. í skrúðgöngunni tóku þátt um 50,000 bindindismenn, berandi fána sfna og merki í broddi fylkmgar. Við íslendingar höfðum einsett okkur að sjá dálítið af borginni Stockholm áður en við færum aftur til Hafnar, en þingíð hafði dregist svo lengi; endaði þann 16. Júlí, að við höfðum að eins tíma til að skoða Riddarakyrkjuna; þar eru konungar Svíagi afnir og standa lfkkistur þeirra í hvelfingum í kyrkjunni, og eru skrautbúnar mjög. Þar var stein- mynd af Magnúsi Hlöðul&s og margt fleira af fornmenjum. Á leiðinni frá Stocholm til Málmo stönzuðum við 1 kl.tíma í Lundi. háskólaborg Svía, Þar er ein elzta og frægasta kyrkja á Norðurlönd um, og fengum við að sjá hana, en ekki þótti mér hún eins tilkomumik- il og Riddarakyrkjan, þó hún væri stærri og líklega eldri. Og svo kom ég aftur til K.hafn- ar, borgarinnar, sem ég hafði heyrt svo mikið talað um og hælt fyrir fegurðarsakir. Og ég hefi sannar- lega ekki orðið fyrir vonbrygðum. Þetta er ein sú fegursta borg, sem ég hefi séð, og hefi ég þó enn séð lítið af henni. Það er alt s o ólíkt því sem er hjá okkur fyrir vestan, að ég get ekki vel lýst því, svo að fólk þar fái ljósa hugmynd um hvernig all er hér, en ef við hugsuðum okkur byggingar lfkar þeim á Aðalstrætinu í Winnipeg ná lægt Portage Aye. dreifðar um þver- an og endilangan Winnípegbæ, frá einum strætisenda til annars, þá fengjum við dálitla hugmynd, þó óglögg væri, um mikilfenglegleik hygRÍoganna í stórborgunum. En það eru ekkj byggingarnar í K.höfn er gera borgina svo unaðslega fagra, heldurtorgin og skemtigarðarnir og stóru fallegu trén, garðar, líkir City Hall Square í Winnipeg, nema einn þá fallegri óg tilkomu meiri, eru f 100 stöðum í borginni. Borgin yflr það heila tekið er uokkurskouar Elm Bark, ræktuð með rósum og blómum og stór skrauthýsum þess & milli. Mest af öllu hafði mig langað til að sjá G a r ð, bústað þann er flestir ísleDzkir stúdentar fá hæli & í fyrstu 5 árin við nám sitt við K.hafnar- hóskóla. Og nú hefi ég séð húsið að utan, og er það engu líkara en húsínu þar sem hannGoveinor Law- lor með sinni sveít býr í. Allir Vest ur-Is!endingar vita hvað meint er með því og þetta er skrifað fyrir þá. Enjég vona að það sé öðruvísi að inn an, þetta hús, dálítið smekklegra og skemtilegra en ytri mynd þess ber vott um, annars yrði ég hræddur að íslenzku K.hafnai stúdentarnir kynnu að draga dám af sínum sessu- nautum. Rétt nálægt Garði er hót- el Alaska, þar sem íslenzk blöð eru æfinlega við hendina og íslendingar hafa frían aðgang að þeim fyrjr til- stilli nokkurra íslendinga hér í Höfn. Eg hefi komið þar, en ekki haft tíma ti[ að lesa blöðin; samt tók ég eftir því, að ekkert blað frá Vest- ur Islendingum var þar sjáanlegt. Það væri mjög vel gert af íslenzkum blaðaútgefendum í Vesturheimi, ef þeir vildu senda' blöð sín “gratis“ til þessara manna, því þeir hafa sannarlega þörf á að fræðast um okk ur Vestur-Islendinga eftir því sem mér heyrist. En svo er nú eftir að vita hvort þessir menn, stúdentarnir sérstaklega, álitu sig ekki fyrir ofan það að lesa vestan blöðin okkar. Ég hefi heyrt það frá einum eða tveim- ur, að þeir lesi aldrei neitt blað að vestan nema Sameininguna. Auð- vitað eru það h&lærðir guðfræðing- lengst á eftir tímanum; ekki fyrir þaðað þeir lcsi Sameininguna.heldur vegna þess að þeir lesa ekkert ann- að en ‘Sameininguna. Við Vestur- Islendingar kaupum blöð þeirra og bækur; við fylgjumst með málum þeirra og höfum stundum jafnmikla þekking á þeim og þeir sjálfir, en þeir, þessar blessuðu dauðýflis-rolur, álíta það óþarfa, og jafnvel fyrir neðan sig, að fylgjast með málum vorum Vestur-íslendinga. Ég er strax nú orðinn stór-undrandi yflr þekkingarleysinu á okkur Vestur- Islendingum og starfi okkar, og þó hefl ég að eins mætt örfáum mönn- um. Eini maðurinn, sem ég hefi mætt hér, er skilur okkur Vestur-íslend- inga, sem les blöðin okkar og fylg- ist með málum vorum, er séra Haf’ steinn Pétursson. Hjá honum hefl ég séð bæði Hkr. og Lögb. Ég verð lfka að geta þess, að hann og hans góða frú hafa tekiðmér sem væri ég sonur þeirra, og hafa gert alt er í þeirra valdi stóð, til að gera dvðl mína hér sem skemtilegasta og við- kunnanlegasta, Ég hefi daglega ver- ið á heimili þeirra, lesið þar og borð- að og notið allra þeirra hlunninda, er ástúðlegt og skemtilegt heimili hefir fram að bjoða. Sára Hafst. heflr gengið með mér um borgina og sýnt mér það sem markverðast er að sjá. Ég hefi haft gaman af að taia við hann um eitt og annað. Alt ber vott um að hann er hámentaður mað ur og getur verið svo skemtilegur f viðræðum, að ég hefði hreint ekki trúað því. R a n g i n d i þau og 6 s ví f n i s 1 y g a r, er hann hefir orðið fyrir af h&lfu nokkura manna, hafa ekki gert hann beiskan eða graman, heldur heflr hann tekið því með ró og stillingu og virt það að vettugi. Það er svo sem ekki hægt að búase við öðru en asnasparki af ösnnm. Ég býst við að verða hér enn þá nokkra daga og fara sfðan til Reykja víkur. Þaðan skrifa ég þér svo, ef ég skyldi staðnæmast þar; annars þarf þess ekki, því þá kem ég aítur til Winnipeg og sé bæði þig og aðra vini mína og kunningja. I. B. Búasou. Ný bók. VATNSÞRÓIN heitir rit það, er Jafnaðarinannafólagið |hér f borginni hefir gefið út nú fyrir skemsfu. Fr&gangur þessa rits, sem er 40 bls. að stærð, í kápu, en betri að öllu leyti, en <;g minnist að hafa séð á nokkurri bók á fs-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.