Heimskringla - 28.08.1902, Blaðsíða 1

Heimskringla - 28.08.1902, Blaðsíða 1
XVI. ÁR WINNIPEG MANITOBA 28. ÁGtJST 1902. Nr. 46. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Fólag eitt í Montreal heflr í hyggju að hita upp hús bæjarins með gufu úr pípum, er liggja skulu 6 fet undir yflrborði jarðar, eftir götunum, á sama h&tt saurrennur og vatnspípur eru lagðar. Þetta er ný uppfynding og getur hitinn orðið einkar þægilegur og ódýr, þegar notkun hitafæranna er orðin almenn. —Kvartað er yfir því við yflr- völdin í índianinupolis,Ind.,að svart- hol séu höfð þar í betrunarhúsum fyrir kvenfólk. það eru 11 slíkir klefar undir húsinu 7 feta langir og 4 feta breiðir; hvorki birta né loft kemst þar inn, og stúlkur, sem verða brotlegar við reglur stofnun- arinnar, eru settar í klefa þessa og haidið þar svo dögura skiftir, á brauði og vatni.—Mál þetta er nú þar í bæjarrétti, en óútkijáð. —Tólf mentamálamenn og kenn- arar fi á Englandi eru að ferðast um Canada. Þeir komu til Manitoba í síðastl. viku og láta vel af skólafyr irkomulaginu f þessu landi. En þess hafa þeir orðið varir, að i Ont- ario er skólakensla svo illa launuð, að það eru orðið mestu vandræði að fá hæfa kennara, og sagt að enn sé engin kennari fengin fyrir marga barnaskóla þar i fylkinu, sem eiga að taka til starfa, eftir sumarfríið, þann 1. næsta máu. —Kínverskt herskip, Kai Chiw, sprakk í ioít upp á Nan King-höfn- inni í Júní síðastl. 130 manna, er á skipinu voru drukknuðu; hð eins 1 maður komst af. Engin veit orsök tíl þessa óhapps, en getið er til að gálaus meðíerð ljósa hafl orsakaðeld í púðurgeymsluhólfi skipsins. —Eldgos mikið varð 13.—15. þ. m. á Torishinna-eyjunni í Japan. Um 150 manns bjuggu á evjunni, en létu allir lífið í gosinu og hús þeirra brunnu. Eyjan er síðan öll þakin eldhraunleðju og alt sem á henni var er ýmist brunniðeða graf- ið í leðjunni. —-Austan-blöð telja víst að Ross- 8tjórnin í Ontarío láti ganga til ann- ara kosninga þar í fylkinu, því hún heflr engan meirihluta í þinginu.— Víst má teija að Conservatívar vinni kosningar þær. —Opium verzlun í Kína borgar sig svo vel, að maður einn, sem fengið heflr einkaverzlunarleyfl á þeirri vöru í Canton-héraðinu, heflr lofað að borga Kinastjórn 1 millión doll- ars á ári fyrir það. —Tveir hópár at mönnum með hesta og áhöld eru nú að vinna á Oak Point brautinni- 10 hestapör- um verður bætt við í þessari viku. —S. D. Mann, meðeigandi Cana- dian Northern brautarinnar, segir farþegjalestir gangi nú daglaga báð- ar leiðir milli Port Arthur og Win- nipeg. Viðvíkjandi flutningi korn- togunda út úr fylkinu kvað hann fé- lag sitt þegar hafa flutt 9 millíón bush. af síðasta árs hveiti, austur til markaða og að nú gæti félagið flutt 14 millíónir bush. af þessa árs hveiti Hann kvað félagið hafa ráð á 25 gufuvögnum og 800 flutningsvögn- um til vöruflutninga. í fyrra hafði félagið korngeymsluhlöður, sem rúmuðu 2 millíónir bush,, en nú hef- ir það rúm fyrir 6 millíónir. —Persa keisari kom í kynnisför til Englands í þessum mánuði. Svo segja brezk blöð, að ekki hafl Engl- ar áður séð nokkurn mann prýddan svo miklu af dýrmætum gimsteinum eins og hann, og svo hafi allir hirð- menn hans verið búnir, sera væru þeir voldugir þjóðhöfðingjar. —Bæjarstjórnin í Paris á Frakk- landi heflr samþykt að takmarka ekki hæð bygginga S aðalverzlunar- parti borgarinnar. Hún hafði feng- ið margar beiðnir um að mega reisa 15 lofta hús í þessum parti bæjarins og var það leytt landeigendum. —Einhver gamansamur náungi sendi rýlega ofurlitin poka á póst- húsið í Pittsburg, Pa. Þegar hann var opnaður, kom úr honum undur af flóm og settust margar þeirra á póstþjónana, sem hættu strax vinnu til að geta klórað sér. Póststjórnin bað tafarlaust yflrvöldin að hefja rannsókn í þessu máli og hegna þeim sem sent hefði flærnar, ef hann flndist. —Ný aðferð til að geyma ost ó- skemdan um óákveðin tíma heflr verið reynd í Ottawa, og er innifal in í því, að dýfa ostinum í bráðið paraffin vax, sem syo myndar þunt hulztur utan um ostinn og geymir hann óskemdan og ver myglu og möðkura um óákveðin tíma. —Andrew Carnegie heflr gefið $25,000 til að tyggja bókhlöðu í Dawson City. —Mr. R. L. Borden, leiðtogi Con- servatívaflokksíns í Canada, og aðrir leiðandi menn í þeim ttokki, ætla að ferðast um Manitoba og Norðvesturlandið í næsta mánuði. —Roosevelt forseti er að ferðast nm Austur-Bandaríkin til að kynn ast þegnum sínum og búa undir næstu forsetakosningar, samkvæmt ósk forsetans verða honum ekki ha.'dnar neinar opinberar veizlur á þessu ferðalagi. Atlir sem vilja, mega sjá hann, en ekki vill hann hafa neitt með handabönd að gera, hvorki til að heilsa eða kveðja. —Tyrkjasoldán heflr ritað sendi- herra Bandaríkjanna í Constantino- pel vingjarnlegt og auðmjúkt bréf og lofar að jafna bráðléga öll ágrein ingsmál, sem nú eru á dagsk>á milli Tyrkja og Bandamanna. —Nokkrir menn hafa um undan- farinn tíma verið að bora eftir olíu hjá Birds Hill, nálægt Winnipog. Þeir hafa fundið olíuna, en í svo smium stíl, að það borgar sig ekki að vinna við hana. En þeir hafa fundið salt þar niðri í jðrðunni og er talið víst að það só nægilega mikið til að geta orðið verzlunarvara. —Tvær persónur í Quebec giftust I síðastl. viku. Brúðguminn var 75 ára, en brúðurinn 76 ára. Hvorugt hafði áður gifzt. —Róstur miklar hafa verið á Frakklandi um undanfarnar nokkr- ar vikur út af tilraunum stjórnar- innar að afnema hina svonefndu nunnuskóla þar. Herlið heflr ver- ið sent til ýmsra staða, til þess að kúga nunnurnar til hlýðni. —Kona ein var nýlega tekin föst í Ownesboro Ky. fyrir að búa tíl Whiskey en þegar hún kom f Dóm- húsið þá komst hún ekki inn um dyr- nar á sjálfum dómsalnum. Beiðni var tafarlaust send til Waehington um að mega prófa mál hennar undir beru lofti. Konan er aðeins flmm fet og 5 þuml. á hæð en svo er hún íeit að hún vigtar 430 pd. —Frá Minneota er ritað að miklar rigningar hafi gengið þar og gert stórskemdir á hveiti, sem var í hrauk- um á ökrum bænda í íslendingabygð- ir.ni, en þó sérstaklega á hörfræi sem mest var slegið og lág flatt og verð- ur að mestu ónýtt ef ekki skiptir bráðlega til þurka. —Washington stjórnin heflr á kveð- ið að hér eftir skuli hver heildsölu- sali sem verzlar með oleomargarin smjör borga $480 árlegt leyfl, en smásalar $48 á ári; þessutan er ann- ar stjórnarskattur á þessu ógerðar viðbiti; í Canada er innflutningur þess fyrir boðin með lögum. —Nokkrir flskimenn fundu ný- lega í Messina sundinu 2 fallbyssur af spönsku lystiskipi; þær voru úr eir, og báru ártölin 1640 og 1632. Sllan var fengin kafari til að kanna fljávarbotninn þar og fann hann J skipið og ýmislegt, sem á því hafði verið. Tilraun verður gerð til að koma því að landi, og vænta menn að þar flnnist mikil auðæfl. —Frétt frá Kína segir keisara- ekkjan þar hafi skipað að láta taka umbótamanninn og mannvininn Kung-Yu-Wei af lífl. —Vatn hljóp f 900 feta djúpa námu hjá Rossland, B. C. í þessari viku. 4 menn unnu f námunum, 2 mistu lífið, en 2 komust með illan le ik úr henni. —Hon. Joseph Royal, fyrrum fylki8stjóri yfir Norðvesturhéruðun- um, andaðist í Montreal 24. þ. m. Hann dó úi afleiðingum af uppskurð til að ná steini úr gallinu. -'-Can. Pacific jáinbrautarfélagið lætur þess getið, að ef það geti ekki komist að samningum við biezku stjórnina um styrk fyrir að byggja hraðskreið gufuskip til að ganga milli Canada og Englands, þá ætli það að láta smíða skipin á eigín reikning og keppa svo við hveija aðra hi aðskreiða línu, sem sett veroi á Atlantshaf. Enda sé nú staifsvið félagsins oiðið svo mikið, að það megi til með að eiga skip á Atlants- hafi. — Lyfsali einn á Frakklandi, að nafni Dauvai, var dæmdur til líf- láts árið 1877 fyrir að hafa drepið konu sína á eitri. Dauðadóminum yar síðar breytt í æfllangt fangelsi og Dauval var sendur í fang-rný- Frakka í Nýju Caledoniu. Nú rétt nýlega eru fengnar fullar sannanir fyrir því, að maður þessi var sak laus af konumorðinu, og heflr því verið látinn laus eítir 25 ára fanga- vi3t. Hann hafði komið sér svo vel í útlegðinni, að yflrvöldin leyfðu honum að giftast aftur. Nú snýr hann til Marsaelles með seinni konu 'sína og 3 börn þeirra hjóna. Frakk- ar hafa byrjað gjafasöfnun handa manni þessum með því augnamiði, að gefa honum lyfjabúð í miðri Mar seillesborg. — Canadastjórnin heflr bætt þeim ákvæðum við innflutningslög ríkis- ins, að ekki skuli þeim innflytjend um leylð landganga, sem sannað er að haíi hættuloga smittandi sjúk- dóma. Innflutningar hafa svo mjög farið vaxaudi á síðari árum, að stjórnin álítur nauðsvnlegt að vanda sem mest val þess fólks er hingað flytur. —Gasbrunnur hefir fundist hjá Peiican River f Athabasca-héraðinu norður frá Edmonton. Loginn úr þeim brunni stóð 85—100 fetí loít upp og eyðir þó ekki hundraðasta parti af því gasi, sem fer þar til ó- nýtis. Maður sá, er fann brunn þenna, telur vfst að gnægð af stein- olíu sé víða f því héraði, og kveðst muni leita hennar að ári. Enn fremur álítur hann að olfa sé fáanleg í Edmonton, með því að bora eftir henni 3000 fet niður, og heflr hann þegar fengið menn til að takast það verk á hendur tafarlaust, Gasið í Athabasca segir hann ekki verði notað að svo stöddu, þvf það sé svo langt út í óbygðum, en kostnaður- inn við að leiða það gegnura 2 þuml. járnpípu sé $10,000 á hverja mflu. —4 menn hafa látist af eldingu í Manitoba í þessum mánuði; 3 Gali- ciumenn hjá Rosthern og 1 Mennon- iti hjá Hague. IsLAND. Eftir Fjallkonunui. Reykjavík, 29. Júlf 1902. Alþingi var sett á laugardaginn 26. Júlf. Konungur hafði sent boðskap til þingsins, er landshöfð- ingi las upp. Að J>ví búnu kvaddi landshöfðingi hinn elzta þinginann Sighvat Árnason, til að taka for- sæti, en Sighv. tók sér til aðstoðar Lárus Bjarnason og Hannes Þor- steinsson. Þvf næst gengu þing- menn í 3 deildir, til að rannsaka kjörbréfin. Spunnust á eftir all- lungar og heitar umræður um kosn ing Skúla Thoroddsens í Isafjarð- arsýslu, og var þó engin tillaga gerð um að ógilda kosninguna eða að fresta að samþykkja hana, og snerust umræðurnar mest um það, hvort nokkuð hefði verið ólögmætt eða hegningarvert af kjósenda hálfu við kesningarnar. Auk lög- framsögumanna þeirrar kjördeild- ar er hafði kjörbréf Sk. Sh. til með ferðar. Lárus Bjarnasonar, tóku til uiáls Skúli Thoroddsen, Guðl. Guðmunds'sen, Kristján Jónsson og Júlíus Havsteen. Loks er öllu þessu J>ófi var lokið, var gengið til kosninga og var Ei- rfkur Briem kosinn forseti sam- einaðs Jiings með 32 atkv., Júl. Havsteen fekk 1 og Hallgr. Sveins- son 1. Skrifarar f sameinuðu þingi Hannes Þorsteinsson 21 og Lárus Bjarnason 19. Sig. Stefáns- son fekk 16 og Guðl, Guðmunds- son 14. Til efri deildar voru kosn- ir Sigurður Jensson, Guttormur YigfúsSon, Guðjón Guðlaugsson og Josafat Sónatansson með 34 atkv. hver, Eggert Pálsson með 33 atkv. og Skúli Thoroddsen með 18. Bjöm Kristjánsson fekk 14 og fáir aðrir, 1—3 atkv. Foi’seti neðri deildar, Klemens Jónsson með 22 atkv. Þórh. Bjarna son fekk 1.—Varaforseti Þórhallur Bjarnason með 22 atkv. Tryggvi Gunnarsson 1. — Skrifarar: Árni Jónsson 23 atkv, Jón Magnússon 22.—Guðl. Guðmundsson fekk 1 atkv. Forseti efri deildar Árni Thor- stoinsson með 11 atkv. Varafor- seti Guðjóu Guðlaugsson með 6 eftir ondurtekna kosningu; Kristj- ánJónsson fekk4atkv. Skrifarar Sigurður Jensson og Eggert Páls- sr» Fundinum var ekki lokið fyr en kl. að ganga sex; ollu þvf hinar löngu umræður um Isafjarðarkosn ínguna, Um kveldið skemti lúðrafélagið þingmöununum og öllum almenn- ingi f þinghúsgarðinum.—Yar veð- ur hið fegursta og skemtu menn sér hið bezta. Þannig endaði þessi fyrsti dagur þingsins i fegurð og fögnuði eg vonum vér, að það viti á gott. Fiskiafli hefir vcrið góður hér f vor á opna báta, og gæftir. Verst er livað fáir róa hér á snmrin J>ó gnægð sé fiskjar alveg uppi undir landsteinum. Látinn er hér f bænum 25. þ. m. uppgjafaprestur Þorkell Bjama- son frá Reynivöllum. Hann var hinn mesti merkismaður, en hafði nú í nokknr ár þjáðst af heilsu- leysi. FIRST NATIONAL BANK. B. VAN SLYKB, FORSETI. E. FULLER, VARA-FORSETI. Madison, Wis., 14. Jan. 1902 i( Esq. President, York Cit.y. John A. McCal: Nev, Kceri herra:— Vér hefum fengið sundurliðaða skýrslu yðar fyrir síð- astliðið ár. Vér getum ekki annað en dáðst að vexti félagsins, sem skýrslan áreiðanlega sýnir, og sem ekkert annað félag jafnast við. Vér tökum eftir því, að eignir þær, sem félagið hefir stofn- að fé sínu f, hafa hækkað að mun í verði og eykur það trygg- ingu allra viðskiftamanna þess, með þvf eignirnar em allar af beztu tegimd. Og satt að segja höfum vér í undanfarin nokkur ár haft skýrslur yðar sem fyrirmynd f vali okkar á eignum sem bankinn liefir varið peningum sfnum í. New York Life ábyrgðarfélagið getur vel staðið við að segja allan sannleikan um starf sitt. Alt of margar ábyrgð- arstofnnair segja bara part af sannleikanum. Yðar með virðingn. N. B. VAN SLYKE, forseti, €1. Olafson, J. 11. iTloixan. Manager, AGENT. GRAIN EXCHANGE BUILDING, w x nsr jsripe g-. lagði samdægurs af stað til íslands. Sömuleiðis Miss K. Johnson skerati ferð til Reykjavíkur; bæði væntanl. aftur í haust. Mr. Arnói Arnason, með konn og dóttur er nýfarinn til Winnipeg og annara fieiri staða, býst við að verða 3—4 vikur. Mrs. J. Thordarson, með móður og tvö börn, og Miss R. Magnúson til Wisconsin og víðar.—Aðrir halda sig að mestu leyti innan vébanda borgarinnar og verða að þola hita og þunga dagsins. Þetta er alt, sem ég get um þá sagt en ekkert veit ég þó til hliðar lagt, en seinna meir ef sé ég eitthvað fleira ég sezt þá niður "strax” og læt þig heyra. Homo. CHICAGO 30 Júlí 1902. Fáar eru fréttir héðan, friður og ró hvflir yflr félagslífl landa vorra, svo að ekkert verður um það sagt. Kyrkjulffið var hér með fjörugra móti síðastliðinn vetur—nóg af guð fræðingum og mikið af messum.— Séra Jón Clemens lauk hinu æðra próft við prestaskólann hér, og áður en hann fór héðan, gerðu nokkrir vinir hans samskot og gáfu honum hempu sem mínnismerki fyrir dugn- að á mentaleið hans og góða fram komu meðal landa. Cand. theol. Pétur Hjálmsson messaði hér oftast og líkuðu ræður hans alment mætavel. Þriðja guð- fræðinginn höfðum við, Kristinn Olalsson, ungan og efnilegan mann, sem einnig stundar nám hér í sumar við æðri mentastofnun í bænum Þegar nú hverjar 20—30 sálir hafa prest, flnst mér að þær ættu að verða góðar, enda er nú sjón sögu ríkari.Jþvf að slðan hætt var að messa, hafa íslendingar ekki haft neina skemtisamkomu.—Nokkrir hafa far ið burt úr bænum um leDgri eða skemri tíma. Ólafur Jónsson Ólafs sonar ritstjóra lauk prófl við h&skóla hér um síðustu mánaðamót og Samtíningur. I Nú er stundað bezt Og bætt bú að Helgafelli, taðkláfamir gátu grætt grænkuna Jiar á velli. Undrast menn livað mykjan lér makalausan gróður, Töðufallið talið er tíu kúa fóður. Fjósakonan flautúm á fyllir sig f vetur; kýmar gamla Kórmak hjá kálfana fæða betur. II Sefar hitann sólarlag svölun flytur löngum, þverrar strit við þrotinn dag. þornar sviti af vöngum. III. Engann góðann ávöxt ber áköf trúarræða; deila um það sem dulið er dugar ei til að fræða. Það er furða, þeir sem nú þykjast veginn rata, síklifandi sína trú saurga mest og ata. Vanaþrætur vinna smátt Verkin gilda meira. Oft vill trú sem liggur lágt, láta til sín heyra. S. S, Ísfeld. talaði þar als ekkert um kristindóm- inn; það var guðstrúin’ sem fyrir- lesturinn gekk út á og hvað heirn- spekingar og n&ttúrufræðingarnir hefðu að segja um hana með og mót, en þetta var, sem menn mega rainn- ast, gert eingöngu frá kristil. sjónar- miði, og fyrirlesturinn trúvarnar- legs (apologetisk) en als ekki trú- hrundningslegs eðlis, jafnvel þó svo skýrt, sem hægt var, teknar væru fram mótbárnr nokkurra vísinda manna, og sérstaklega þá efneskju- spekinganna (materialistanna) gegn guðstrúnni, sem ég jafnharðan reyndi að hrekja. Mér komu því þessinefndu um- mæli um fyrirlestur þenna undar- lega fyrir, og ltkar þau yfirleitt ekki, bæði sökum þess að ég við þetta tækifæri als ckkert amaðist við krLtindóminum, og svo hins vegna, að ég yflrleitt flnn enga köll- köllun hjá mér til þeís, jafnvel þó ég, sem margir fleiri, kunni að hafa ýmis'egt við kyrkjuna að athuga er gengur undir Krists merkjum, eða heldur kyrkjurnar, hinar sí og æ munnhöggvemdisk kyrkjur, vænandi hverar aðrar villutrú og villnkenn- ingum, en út í þá sálma fór ég held- ur ekkert í þessum umrædda fyrir- lestri mínum. Málkunningi minn óskar að ég l&ti prenta fyrirlestur þenna, það geri ég ekki að svo stöddu; en fús er ég til, svo sem ef ég kæmi inn í Winnipeg í haust — sem ég geri ef fólk mitt kemur að heiman þangað— að fiytja þenna sama fvrirlestur fyr- löndum mínum þar, ef þeir vilja láta svo lítið að koma og hlýða á. Efnið er ekki svo þungt sem sumir kynnu að ætla. p. t. Brú P. O. Argyle 18- Aug. 1902 Stefán Sigfússon. Herra ritstjóri. Gerið svo vel og og veita eftir fylgjandi línum viðtöku í blað yðar: Eins og ég get verið m&lkunningja mínum, herra S. Benediktssyni í Selkirk, þakklátur fyrir það, að hann mat fyrírlestur minn þar sfðast um “trúna og vantrúna” þess verðan að geta hans með lofl heldur en iasti f opinberu blaði, eins get ég á hinn bóginn ekki þakkað honurn það, að hann kveður mig við það tækifæri hafa larið þeim orðum um kristin- dóminn, að ég spáði honum bráðum endi, eða & þá leið. Þetta er sem sé als eigi rétt hermt, ég vona að aðrir þar viðstaddir minnist þess, að ég Blaðið ”Free Lance" Innísfail Alta. dags 7. Ágúst flytur svolát- andi grein: Laugardagurinn f sl. vjku var h&tíðisdagur Islendinga við Tindastóll. Það var þjóðhátíð þeirra. Samkvæmið var haldið á fagurri hæð og var þaðan ágætt út- sýni yttr sveitina-það var reglulegur Alberta sólikin^dagur og alt h&tíða- haldið fór ágætlega fram, þrátt fyrir lítinn regnisskúr, sem gcði um kveldið. Af ræðupallinum blakti fáni Danmerkur að viðbættri ísl. stjörnunni.það var gjöf til íslendinga- dagsins frá herra Jesse Stewart í Innistail. Kæðupallurinn var Bettur fögrum lundi umhringdur Poplar tr&m, sem skyldu fólkinu frá sólar- hitanum. Meðal ræðumanna voru þeir herra St. G. Stephansson C. Christiánson, Christian Johnsson, J. Húnfjörd, J. A. Simpson, þingmaður og G. W. West. Meðal skemtana var mjög unaðasríkur söngur. Oss þykir fyrir að geta ekk birt nöfn þeirra er sungu, og hjálpuðu á þann hátt til að auka skemtun dagsins. Tindastóll leikflokkurinn skemti með ágætlega spiluðum lögum með- an dansinn fór fram, og allir skemtu sér hið bezta frá morgni til kvelds,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.