Heimskringla - 28.08.1902, Blaðsíða 4

Heimskringla - 28.08.1902, Blaðsíða 4
HEIM8KRINGLA 28. ÁGÚST 1902. Til ísl, lögfræðinga 1 Ameriku. Það er tilgangur minn að l&la næsta jólablað flytja myndir og æfl- ágrip íal. lögfræðinga í Ameríku. Þess vegna mælist ég hér með til þess að allir íslenzkir lögíræðingar í Bandaríkjunum vildu gera svo vel að senda mér góða “Cabinet” mynd aí sér, ftsamt með stuttum æfl&grip um. Myndunum skal verða skilað óskemdum til allra þeirra er óska þess. Mér er ant um að geta fengið þetta sem allra fyrst og vona svo góðs til lögmannanna að þeir verði við bón minni hið allra br&ðasta.. Sömuleiðis vil ég biðja alla þ6, sem kunna að vilja styrkja útg&fu jólablaðsins með ritgerðum eða ljóð- um, að senda mér efnið við allra fyrstu hentugleika. Það er talsverð- ur peningasparnaður fyrir blaðið að geta fengið þetta í tíma. Vinsamlegast. B. L. Baldwinson. Winnipe^. Séra Bjarni Þórarinsson, messar & sunnudaginn kemur hjá löndunum f Keewatin. Hann fer á stað & morg- un. Miss Sigurbjörg Pálsdóttir á bréf frá Islandi á skrifstofu Hkr. Skfili Jóhannsson bóndi í Fiot Rouge, sem þjáðst hefir af gigt og öðrum veikindum í sl. ár, andaðist & almenna Spítalanum á laugardag- inn var, eftir 5 m&naða legu þar. Hann var nær fertugur að aldri og eftir skilur ekkju og einn son og S1000 lífsábyrgð í Canadian Order of Foresters félaginu, og laglega fasteign í Fort Köuge. Hann var jarðaður á mánudaginn. J. P. Sólmundsson, messar í Unitarakyrkjunni næsta sunndags- kvöld kl. 7. 80 karlmenn komu frá Nýja ís- landi f þessari viku til að vinna í þreskingu hjá bændum viðsvegar I fylkinu. Bæjarstjórnin í Winnipeg hefir lækkað skattasætlun sína fyrir yfir- standandi ár, niður í 22£ mills á dollar. Siguiður Guðbrandsson, frá Fells- strönd f Dalasýslu biður börn sfn Benedict, Jónas, ag Kristínu, á ís- landi, að rita ser og lofa sér að vita heimilisfe tu sína. Enn fremur el einhver hér í landi veit um áritan þeirra að þeir þá tiikýnni honum pað. Aðsetur Sigurðar er 469 Jessie Avenue, Fort Rouge. Winnipeg Man., ís í Winnipeg hefir stigið í verði frá I2c. til 16c. hver 100 pund. Frétt frá Ottawa segir að herra Sveinn Brynjólfsson, sem hefir unnið að innflutningum fyrir Dom- inionstjómina s. 1. ár, hafi leist það verk svo vel af hendi að hann verði sendur heim aftur í haust til að koma með annan hóp að sumri. Tveimur hjúkrunarkonum á Spftalanum hefir verið vikið frá atvinnu, fyrir vanrækslu á verkum þeirra. Annari var vikið frá um 3 daga tfma, en hinni um 3 mánuði fyrir jafnar sakir. Þykir þetta hin mesta ósanngimi af stjómendum Spítalans. Meinleg prentvilla hefir orðið í 5. línu í sfðasta erindi f K a n a d a kvæði St. G. Stpehanssonar, sem preutað eu í No 43 f Hkr. Það átti að vera “það geymdist þó nokkuð sem á varð ei unnið Af eldinum—o. s. frv. en ekki “gleym- dist” eins og prentað er í kvæðinu. Á þessu biðjum vér afsökunar. Þessa árs byggingaleifi f Winni- pegbæ koma upp á $1.883000. Tal- ið vist yfir 2 millíon dollars virði í húsum verði bygt hér í Wrinnipeg á pessu ári. 25 feta lóð á McDermot Ave næst við Dominion Bankan hefir verið seld fyrir $12.500 eða $500 fetið, þar á að byggja fjórloftað Hotel f haust. Hvftabandið heldur fund 2, September kl. 8 á Kate Str. 154, Aríðandi að allir mæti. Mrs. Th. Thordarson, læknis í Minneota, Minn., kom til bæjarins í fyrri viku og fór héðan til Sel- kirk að finna foreldra sfna. Þær ísl. konur, sem stóðu fyrir fjársöfnun til almenna spítalans meðal Islendinga í fyrrahaust, biðja þess getið, að þær ætli að takast samkyus verk á hendur í ár. Þær óska að Islendingar vildu leggja tillög sín til spítalans í sínar hendur, svo hægt sé að vita með vissu hve mikið þeir gefa til hans á þessu ári. Rfimlega 11,000 manns eru þeg ar komin að austan til að vinna við uppskeruna í Manitoba og enn vant- ar 10,000, sem bændur hafa beðið um, en ekki getað fengið. Hrað- skeyti hetír verið sent austur um að fitvega þessa viðbót, og nokkuð af mönnum er nfi á leiðinni hingað og talið víst að nægileg hjálp fáist inn- an tveggja vikna. Eg hefi meðtekið hefti af öðr- um árgangi Taflritsins “I uppnámi. Eg óska að allir þeir sem keyftu fyrsta árgang ritsins höldu áfram og kaupa þenna ný byrjaða árg. og en fremur að nýjir kaupendur panti ritið hjá mér, sem állra fyrst. Allir kaupendur þurfa að senda mér borgunina fyrir fram. Ar- gangur kostar 50c. Þetta rit er sérstaklega vandað, og fróðlegt, og eigulegt fyrir alla. Magnús M. Smith. 435 Young Str. Loytd Geysir Lodte, No. 7119, I. O. O. F., M. U.. heldur fund á North West Hall þriAjudai;sk v. þann 2. September næstk. kl. 8 — Ó»kað eftir ad allir, sem hæglega eeta komið því við, sæk fund inn. Árni Eggertsson. P. S. Hjónin Jón og Th. Finnson, að Addington P. O., Man., mistu 10. síðastl. mánaðar, elztu dóttur sína Margrétu, 12 ára að aldri (fædda 22. Okt 1890). Banamein hennar var langvarandi höfuðsjfikdómur, sem þjáði hana mjög sátt 3 siðustu vik- urnar. Eldiviðarsalar bæjarins segja eldi- viðinn hækka í verði á komandi vetri og kol að öllum líkindum verði hærri en þau voru í fyrra, að und- anteknum Souris kolum, sem verða á sama verði og áður—$4,50 tonnið. ÓDÝRAR MATVÖRUR. Mo’.asykur 19 pd $1; íaspaður sykur 22 pd. $t; pfiðursykur 25 pd. $1; Kaffi bazta teaund llj pd. $1; B.king Powd ar 5 pd. kanna 40c og 1 pd kanna lOc. Sagogi jón 24 pd $1; hrisgrjón 24 pd $1; þorskur saltaður, heill 5c. pd.; þorskur í pökknm 6c. pd ; þvottabalar No. I 55c., No. 2 45c . og No. 8 35c ; þvotta- sápa, Royal Ciown, 6 stykki 25c ; sveskjur, stórar. 5 pd. 25c.. minni aveskjur 6 pd. 25c ; smjör lOc. og 12Jc. pd , eftir gæðum. J. J. Joselwich íiOl Jarvis Ave. Stephan Sigurðsson gefur viðskiftavinum sínum bend- ingu. Ég bið vinsamlega alla viðskiftavini mína i Ný Islandi, sem sku.'da n,ér eitt- hvað, mikið eóa litið, að muna eftir því að vera búnir að borga méi, það sem þeirskulda, á þeim tima, setn um var samið. Þeir sem ekki verða búnir að því, eða þá aðsemja upp á annan máta, svo að ég geti gert mig ánægðan með það, meua búast við að hæsta renta falli á þeim. skuldir á þeim tíma. Það er eins og yður er öllum kunn- ugt, að ég lána yður friviljuglega og meðánægju.í þeirri von að það megi bæta hagsmuni yðar á meðan á erfið- leikunum stendur, svo að þér megið bú- ast við að ég verði aftur eins harður þegar til kemur að innkalla útistand- andi skuldir. ef einhverjir kynnu að gleyma ad borga skuld sína án þess. Svo þekkið þér mig svo vel og dæmið eftir því hvort að ég muni þá ekki lána yður fraiiivegis það sem riauðsynlegt er, tins og að undanförBu, Svo að endÍDgu sk»I ég lofa yður því, að selja yður allar vörutegundir með sama verði og þér getið fengið þær bil legastar i Seikirk, að undantekinni mjölvöru eiugöngu, sem bætist á íiutn- ingskostnaður. Eg ætla að hafa meiri vörubirgðir í haust, af öllum tegundum, en ég hefi nokkru sinni haft að undanförnu og gefst þannig betia tækifæri fyrir menn að fá það sem þeir ósba eftir. Þér, sem að skuldið mér, eigið ekki fyrir þá sök forðast að koma til mín og kaupa af mér nauðsynjar yðar, fyrirþá peninga, sem þér kynnuð að hafa, enda þótt að kringumstæður leyfðu ekki að þér borguðu alla skuldina, eða nokkuð af henni. Svo að endingu lofa ég að reynast yður eins og þér reynist mér. Allra vinsamlegast. STEPHAN SlGURÐSSON. Dr. Olafur Stephensen, Ross Ave. 563, ætíð heima frá kl. 1$—3£ e. m. og 6—8£ e. m. Tele phoneXr. 1498. Hefurðu gull-fir, gimsteinshring, gleraugu eða bi jóstnál ? Tliorrlnr JolniHon 292 llain St, hafir fulla búð af alskyns gull og silfur varniogi, og selur þaðmeð lægra verði en að ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eina árs ábyrgð. Komið, 8jáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: 292 niAIN STREFiT. Thordur Johnson. tmi- — Winnipeg Fish Co. 229 l'oi'tiijje Ave. ve zlar með flestar tegundir af fiski ÚR SJO OQ VÖTNUM, NÝJAN, FROSIN, SALTAÐAN og REYKTAN,—íslendnin^ar ættu að muna eltir þessum stað, þegar þá langar í fisk.—AUar pantanir fljótt af hendi leystar. KENNARA VANTAR *«***«##*#***#********«*<» * * # * * * * # Mk. * # # * * * * * # * * * # « DREWRY'S nafnfræga hreinsaða öl “í’reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- * drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Xgætlega smekkgott og sáínandi i bikarnum utvo.r þ»aaír drykkir er seldir ( pelaflöskum og sérstaklega setl- aðir til neyzlu i hcimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öilum vín eða ölsölum eða með þvi að panta það bejnt frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY Manutactnrer A Iniporter, WIANiITKO. ###*####*#*##*#########**# * # # # # # # # * # « # # # # « * # # « # # # við Kjarnaskóla. Kensla f'er ftam frá 1. Október til 16. Desember þ. á. og frá 16. Janfiar til Marzmánaðar loka næstk. Uinsækendur verða að hafa kennarapróf og snúa sér til: Gdttormgr '1’horsteinson Sec.-Treat. HÚSAVÍK P. O. MAN. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Main 8t, - - - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR11. BIÐJIÐ UM_ 0GILVIE HAFRA Ágætur smekkur,— Hismislausir.— Ábyrgðir að vera órnengaðir.— 1 pokum af öllum stærðum.— OGILVIE’S HUNGARIAN eins og það er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL. Heimtið að fá “ O G I L V I E ’ S ” Það er betra en það BEZTA. HEFIR ENGAN JAFNINGJA. Selt í stór- eða smákaupum, f skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassn heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, W. J. BOYI). 422 og 579 Main St. M. Howatt & Co., FASTEIGN A^ALAR. PENINGAR LÁNAÐIR.. 205 Mclníyre Block, Winnipe«r. Vér höfum mikið úrval af ódýrum lóðum í ýmsum hlutum bæjarins. Þrjátíu og átta lóðir í einni spildu á McMicken og NesS strætnm, fáein á McMPlan stræti i Fort Rouge og nokk- ur fyrir norðan C. P. járnbvautina. Vér ráðleggjum þeim, sem ætla að kaupa að gera þaðstrax, því verðið fer stöðugt hækbandi. Vérhcfum einnig mikið af löndum bæði unnin og óunnin lönd um alt fylk ið, sem vér getum selt með hvaða borg- unarmáta sem er; það er vert athug- unar. Vér lánum peninga þeira mönnum em vilja byggja síu hús sjálfir. M. Howati & Co. LÆKNIS ÁVÍSANIR NÁKVÆMLEGA AF HENDI LEYSTAR. Beztu og ágætustu meðöl, og lyfja- bfiðarvörur, ætíð á reiðuni höndum. Allar meðalategundir til í lyíjabfið: DR CHESTNUTS. Xordveatm hornl Porfage Ave. og llain St. Pantanir gegnum Telefón fljótar og áreiðanlegar um alla borgina Telefon er 1314' Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norðvesturland inu —Tiu Pool borð.—Alskonar vín og vindlar. I.ennon & Hebb, Eieendur. B. B, OLSON, Provincial Conveyancer. Gimli 4/an. OLISIMONSON MÆLIR MKÐ 8ÍND NÝJA Skandinav an Hotel 718 Mftin Str, Fæði $1.00 á dag. Fljotusta og skemtilegusta Ieidi AUSTUR Og VESTUR TORONTO, MOTREAL, VACOUVER, SEATTLE. CALIFORMIA KÍNA. og til hversannarfstaðar&hnettinum sem vera vill. Allar upplýsingar fást hjá Wm. STITT C. E. McHPERSON aðstoðar umboðs- aðal umboðsmadur maður farþega farþegalestanna. lestanna. WINNIPEG. y k-AiTPin ^ GADDAVIR og alla vanalega HARÐ- VÖRU hjá: G. M. BROWN 8tonewaIl. NORÐDR ap pósthúsind. Verd m.jög sanugjnriit. 194 Mr. Potter frá Texas “Ég andvarpa þangað til ég fæ að sjá föður þinn, maschére”, mælti garala ekkjan, frú greif- ans af de Saint Germain, “Monaieur de Pottah mun minnast mín frá trúlofknaraldri sinum, en æskuárum minum,—þegar við—við döns'-.ðum la minuette” “Þær gömlu ættirnar í Virginia-rikinu, þessir Fairfaxar, Leear, Washingtonar Og Pott- arar, fiuttu mikið af okkar beztu ættaieinkenn- um úr gömlu álfunni vestur til þessarar nýju álfu. En Egad ! Ég er svo óumrœðilega sæl nú, af því að þeir hafa sent okkur ofur lítil til baka aftur með þér, elskubarnið mitt”. Þetta grenjaði hertoginn af Sussexshire með sömu rödd og þegar hann var oð grenja í þjónana sína á tóuveiðum, þegar hann sá þessa undra fríðu mey frá Texas. “Það er annars undravert, að sjá tapaða fegurð koma aftur frá Ameríku; en það væntir mig að Potter riddari frá Texas birt- ist osshér með hinumríkis sæmandi beygingum, sem prinsinum var sýnt í fyrri daga, og sem ekki er nema smámunir í samanburði við hÍDa sönnu og réttu hirðsiði fyrri daga. Biðjið föður yðar að heimsækja mig—mig sem bý hér, óðar og hann er komin til Engiands”. Svona móttökur, sem mættn Ida Potter hvi- vetna á meðalheldra fólksins, sýndust gera ung- frú Potter enn þá höfðingættaðri, aðalbornari og fegurri i allra aagum, en nokknð annað. Ungfrúin var að velta þessu öllu fyrir í huga sínum ámeðan húngekk inn i setustcfuna. Þar fanD hún þau Van Cott og lafði Sarah Mr. Potter frá Texas 199 hendina á ungfiú Ethel i kveld þegar húnkemur heim, þá muntu sjá hringinn á græðifingri á vinstri hendi—trúlofunarh'inginn,—ó, mér þyk- ir vænt um þig; ástin fjötrar mig til æfienda, ó— þú veizt um það alt saman!” “Viltu gera svo vel og hringja, og biðja um eitt glas af vatni", mælti lafði Sarah Annerley i iágum róm, og bætti síðan við: "Þú ert alveg viss í þinní sök?” “Viss?—Ó, ég er sannarlega viss í minDÍ sök. Þau Errol og Ethel sitja ætíð í öðrum enda á bátnum, en þau Ida og Arthur i hinum, en ræðararnir i miðjum bátnum og glápa geisp- andi út í loftið, eins og þeir séu að leita að dúf- unni i Saint Mark. Ég skil það”. Og svo hélt hann áfram að vaða elginn og var það alt annað en heilsusamlegt fyrir hana, að heyra til hans. Hún gat ekkert gert, og vissi ekki hvað hún átti að gera. Þetta var þyngra en en nokk. ur svefnmara. En hún varfljótlega vakin upp úr þessum kringumstæðuna. Van Cott hélt að hann hefði bezta tækifæri, og hugði að nota það lika: Hann hrópaði því áfergislega: “Tvö trúiofuð pör; við skulum gera þau þrjú, svo við séum öll trúlofuð. sem hér erum !” Hann ætlaði að leggja arminn utan am hana, og augun i honum flutu í vatni, sem voru blóðrauð og þrútin, þegar hann mændi >. hana með til- beiðslu látæði, sem engin sorg komst að, og sagði f urrandi málrámi: “Hjartkæra Sarah! Þú og ég. —við gerum eitt parið,—þrjár trúlofanir,— 198 Mr. Potter frá Texas um hánótt, þá skreið b&turinn minn fram hjá öðrum bát. Ég heyrði að tvær persónur voru i honum, sera ég ætla ekki að nefna, en þær voru að kyssast”. “Hvað áttu við?”, greip frúin fram í. “Og ekkert ljótt, það fullvissa ég þig um,— alt eðiilegt— furlitið puntað og stásslegt. Þau eru auðvitað trúlofuð; ég veit það”. “Hver eru trúlofuð?" Þetta mælti hún með andköfum, því hún var að tapa sjálfsvaldinu algerlega. 1 Errol og Ethel Lincoln”, “Ertu viss um það?” “Ó. já”. En Van Cott flýtti sér svo mikið að segja frá þessu, að hann tók ekki eftír því, að lafði Sarah Annerley var við þad að fá yfirlið, þegar hún spurði eftir hvaða persónur væ.u trúlofaðar. ' Taktu nú eftir. í dag sá ég Erro! fara eft- ir Merceria, og var auðséð að hann hafði stór- mál á höndum. Ég veitti honum eftirför. Hann smeygði sér inn í gimsteinabúð, og sýndist þó næstum skammast sín fyrir að f era það. Ung- ir menn eru ætíð hálfskömmóttulegir þegar þeir eru að kaupa fyrsta trúlofunarhringinn, svo fer það í vana.—Já, þetta er fyrsti trúlofunarhring- urinn, sem hann hefir keypt, hugsaði ég með sj&lfum mér, svo ég fór inn í búðina & eftir hon- um. Þegar hann sá mig, blóðroðnaði hann, og reyndi að fela erindið fyrir mér, en ég hafði eigi augun af honum, Það var hringur með stórum gimsteini og tveimur smærri, sínum til hvorrar hliðar við hann. Hann kostaði £300. Horfðu á Mr. Potter frá Texas 195 Anneriey, og spurði hún óðara og sýndi um lfeið að hún var í raiklum geðshræringum. “Hefirdu séð Errol? Eg—ég—er—ég er hrædd um að næturloftið sé of rakt fyrir hann, sjúkling í afturbata “Þetta næturloft mun ekki heldur vera holt fyrir ungfrú Ethel”, skaut Van Cott inn í um leið oti hann kvaddi. Þau fóru öll ofan i framdyr hússins og sáu þær hann fara á stað i skeratibátnum, því hann bjó að Hotel Barbesi. Þær fundu þau Errol og Ethel. Þau sátu hlið við hlið í bát, sem hann hafði leigt af bátmönnum, ogláhann fast upp vað innganginn. “Við höfum verið að reyna að láta vatnið taka af okkur skuggamyndir með tilstyrk tungls ljóssins. En grýtis stingflugurnar ónáða okkur, og aðrir ekki. Það er samt skemtilegt hér”, mælti Ethel um leið og hún leit með sektarsvip til þeirra. "Já, dæmalaust skemtilegt og skáldlegt næstum því”, greip Errol fram í um leið og hann roðnaði lítið eitt við, því samvizkan hefir óefað ákært hann fyrir ræktarleysi við þá konu, sem lagði svo að segjalífið í sölurnar fyrir hann, þegar hann lá milli lifs og dauða. Nú þegar hjálp hennar er ekki lengur nauðsynleg fyrir hann, lætur hann hana eiga sig. , “Ég sé það,—alveg skáldlegt, alt saman”, tók lafði Sarah Annerley undir í lægri róm. “Ja—ja,—Skáldlegt eins og nokkuð getur verið”, mælti Van Cott hlæjandi. “Ef glaða- tunglsljós verður annað kveld, þá kem ég hingað

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.