Heimskringla - 01.01.1903, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.01.1903, Blaðsíða 4
HEIMSKRINOrLA 1. JANÚAR 1903. Winnipe^. Björn Guðmundsson frá Islend- ingafljóti var hér á terð fyi ir jólin, Hann hafði slasast fyrir nokkrum tíma við sögunarmylnu Kr. Finns- sonar, og þá tapað einum fingri, en varð nú að taka at sér annan fingur, í Selkirk, sem var dauður. Empire-skilvindan er ein hin bezta skilvinda, sem nú er seld á markað- inum. Jólablað Freyju er nýútkomið með myndum af ísl. skáldum vestan hafs, og nokkrum Jjóðum og sögum. Pappír er góður, efni sæmilegt, en prentun, bæði á myndum og lesméli, í lakara lagi. Empire-skilvindufélagið selur aldr- ei gamlar vindur, sem nýjar, heldur nýjar sem nýjar og gamlar sem gamlar. 2. Okt, síðastl. andaðistað heim ili bróður síns Þorláks Jónassonar að Merl P. O., N. Dak. Aðalbjörg Jónasdóttir, dóttir Jónasar Jónasson- ar frá Krossi í Ljósavatnsskarði i Þingeyjarsýslu og konu hans Guð- nýjar Jónsdóttur frá Mjóadal í Báið- ardal. Aðalbjörg fiuttist til Ameríku árið 1891.—Banamein hennar var hjartasjúkdömur. Hún var 47 ára gömul. Empire-skilvindufél. hefir |herra Gunnar Sveinsson sem aðalumboðs- mann sinn í Manitoba. Skriflð hon- um að 505 Selkirk Ave., Winnipeg, et yður yantar vindu. Ingimundur Jónssson, Seamo P. O., Stefftn Björnsson, Vestfold og Björn Lindal, Markland, allír í verzl unarerindnm. Svo og Vigfús Thor steinson, frá Gladstone, í landerind- um, voru hér á ferð um miðjan Des- ember. Enn þá keniur h......... Empire- skilvíndu auglýsingin, segir fólkið. Magnús Björnsson, 57 Victoria St„ Belur eldivið með lægsta mark- aðsverði, ogenda ódýrara fyrir pen- inga út í hönd. Bezta þurt Tama rac nú selt fyiir $6,25 til $6.50 cord. Empire-skilvindnfélagið gefur fá teekum vægari borgunarskilmála en nokkurt annað skilvindufélag. Gísli Jónsson frá Wild Oak var hér á ferð um fyrri helgi. Hanu lét ▼el af ástandi bænda f bygð sinni. Allir þeir, sem hafa í hyggju að styrkja með fjárfrarnlögum Tjald- búðina, snúi sér til féhirðis kyrkj- unnar, K. Valgarðssonar. 765 Ellice West LEIÐRÉTTINGAR. I jólablaðinu hefii af vangá fallid úr orðið ‘'mót- drægt" í fyrstu stökunui i fyrstu hmdingn, eftir S, M, Long, og í þriðja erindinu, 4. hend, á aðstanda: en áfram **þreyti“ sbeið, en ekki ‘‘held“ mitt skeið, eins og þó var í bandriti þvíer blaðið fékk til prentunar. — I kvæði 8ig. Júl. Jóhannessonar, 6, erindi, 1. hendingu, les: “gómunum“. fyrir góm- iunm,—í æfiágripi Thorv. Thorvalds- sonar, les: “Frikyrkjufél, ‘, fyrir há- stúkufélag, Þeir sem kynnu að þarfnast fundar- eða samkomusals til leigu, snúisér til féhirðis Tjaldhúðarkyrkju K. Valgarðssonar. 765 Ellice West. 5244 ínnflytjendur komu til Manitoba og Norðvesturlandsins í síðastl. mánuði. Þar með eru taldir 40 íslendingar. Bandaríkjamenn eru stöðugt að flytja til Manitoba í stórhópum til að ná sér hér í bújarðir áður en alt land er upptekið, eða komið í svo hátt verð, að það sé ókaup- andi nema fyrir ríkismenn. Hópar komu í sfðustu viku frá Dakota, Minnesota og Iowa. Þorsteinn Jóhannesson frá Ely P. 0,N. Dak„ var hér á ferð um jólin í kynnisför til kunningja í Winnipeg. Hann er á leið vestur til Argylený- lendu, og hyggur að dvélja þar um tíma áður en hann heldur heimleið- i ■, Eyjólfur Eyjólfssou að 550 Sarg- ent St„ sem búið hefir um fíma á landi sínu í Álftavatnsnylendu, kom til bæjarins til að dvelja hjá konu sinni og fjölskyldu um jólin. Hann fer aftur út á land sitt eftir nýárið. Jens E. Daxdal frá Shoal Lake, Th Thorsteinson, Karl Thorsteinson og Einar Jónasson frá Baldur, komu inuá skr fstofu Hkr. á aðfangadag- inn. Þeir kváðu góða líðan manna á meðal þar vestra. Jón Ásmundsson, bóndi frá Sinclair P.O. Man., kom til bæjarins um jólin. Hann segir góða líðan manna í Pipstone bygð. Winnipeg taflfélðgin hafa valið menn úr sínum llokki til að tefia kapptafl við St. Paul taflfélagið á nýársdag hér í bænum. 14 manna verða á hvora hlið. Fjórir íslend- ingar, Magnús Smith, M. O. Smith, Paul Johnson og Egill Benson, og Færeyingurinn O. Djurhus, eru á meðal þeirra, sem halda eiga uppi heiðri Winmpeg-taflfélaganna á ný- áisdag Taflið ferframí St. And- rews klúbrúminu. Byrjar kl. 9^. Allir velkomnir. Mrs. William Blackwood gaf um jólin 50 Turkeys og 25 hálf- sekki af hveiti til fátæklinga í Win- nipeg, og Mr. Blackwood gaf mönn- umsínum og viðskiftavinum 300 kassa af svaladrykkjum og öli. íslenzka Stúdentafélagið er að undirbúa skemtisamkomu, er haldast skal um miðjan þ. m. Aðalstykkið vera ræður. séra Jón Bjarnason og Dr. Riddell. Næstu tvo eða þrjá sunnudaga verður ekki messað í Unitarakyrkj- unnL—Nánari auglýsing síðar. J. P. Sólmundsson. 28. Desember síðastl. gaf hra Skapti Brynjólfsson saman í hjóna- band að Hallson, N. Dak., Þórarinn G. Sigurðsson frá Hallson og ungfrú Guðlaugu Johnson frá Akrs P O.— Heimskringia óskar þessum ungu og efnilegu hjónum allrar framtíðar hamingju, MrsSigríður Kristianson frá West Selkirk, kom til Winnipeg til lækn inga fyrir jólin. Hún þjáist meðal annars af meltingarleybi, sem lækn- ar telja að stafl at tannskorti. Hún lézt af meinsemd þessari áspítalan um hér í fyrradag, og var líkið flutt til Selkirk til greftrunar. Grein sú í jólablaði Hkr., um kenslu t gamalli norrænu við Grand Forks háskólann, sem eignuð var herra Vilhjálmi Stefánssyni, var ekki af honum skrifuð, en var tekin úr Grand Forks Heraid. Að eins var greinin um Islenzkar bókment- ir í Ameríku, af honum rituð. — Þetta auglýsist samkvæmt tilmæl- um herra Stefánssonar. í næsta blaði kemur Aldamóta- lagið- ÍSLAND, eftir tónfræðing hra Helga Helgason. Hann sendi Heimskringlu lagið frá Ballard, en það kom of seint til að komast í jólablaðið eða í þetta blað. í bréfl sínu segir herra Helgason, að sér lít- ist mjög vel á sig vestra; telur tíðar- farið ágætt, útsýnið hið fegnrsta og atvinnu þá, er hann fekk strax og hann kom vestur, vel borgaða . Mrs. Thorbjörg Sumarliðason, sem hér var í bænum um tíma, að selja “Natural Body Biace” við sjúkdómum kvenna, er komin he m til sín tii Gladstone. Þeir sem vilja fá upplýsingar um þetta ágæta á- hald, fá þær tafarlaust með því að rita Mrs Sumarliðason til Gladstone, Man. íslandsfréttir komu of seint til að komast í þetta blað. Koma næsta blaði. Cuðmundur Símonarson fráJBrú Fiiðsteinn Sigurðsson, Icelandic River, B. B. Olson, Gimli, og ýmsir fleiri nýlendnbúar voru hér á ferð í þessari viku, B. B. Olson sagði oss að kosningar í Nýja Islandi hefðu farið svo, að Guðni Thorsteinson var kjörinn oddviti mótmælalaust, Með- ráðamenn eru þeir Helgi Tomasson, Hecla. Sveinn Thorvaldson, Iceland- ic River, Sigurður Sigurbjörnsson, Árnes, og Jón Pétursson, Gimli. Hefurðu gull-úr, gimsteinshring, gleraujfu eða brjóstnál ? Tliordnr Johnxon 29)! Jlain St. hefir fulla búð af alskyns (tull og silfur varniwai, 0({ selur þaðmeð lægra verði en að ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur ein» árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: 292 niAIW STREET. Thordur Johnson. Johnson Bros , áhorni Ellice & Toronto St. selja ,fyrst um sinn, móti pening- um út f hönd, vörur sínar við lægra verði, en aðrirkaupm. í Wpg, t. d.: 12 pd. bezta kafíi....... $1.00 19 pd. Molasykur..........$1.00 23 pd. raspaðan sykur......$100 20 centa kaffibætir á 12 cents pd. 40 centa te .....á 35 cents pd. 35 centa te ...... á 30 cents pd. 9 pd. haframjöl............25c, 98 pd. ekta hveiti........$1.90 98 pd. Strong B. $1.80. hreinsaðar rúsínur 9c. pakkinn;J3^ pd. cúrínur 25c; 9 pd. epli 25c; 5 pd. sveskjur 25c.; 60c. Jamfata á 50c. o. s. frv. ÞAKKARORÐ, Ég undirritaður votta hór með inni legasta þakk;æti mitt fyrir peninga- gjafir þær sem mér hafa veittar verið síðati konan min varð fyrir því sjúkl dómst lfelli, sem geiði nauðsynlegt að taka af heuui annan fótinn, á þunu hátt, sem gerir hane óhæfa til verka framvegis.—Gjafirnar voru: Frá Kvenfél. Tjaldbúðarsafnaðar $10 Frá kvenstúkunni ísafold...... 10 Frá Mrs og Mr. Skagfjörð (safn- að af þeim)................... 12 Fyrir þessar gjatir votta ég löndum minum innilegasta þakkiæti, sem ug öllum öðrutu. sem glatt hafa mig eða börn okkar hjóna ineð gjöfum um þessi íól, Winnipeg, 26, Des. 1902. Albeit Jónsson. Ármann Jónasson, kaupmaður í Selkirk, verzlar með alskyns “Groceries”, álnavöru og nærfatnað, einnig leir og glasvöru, og beztu tegund steinolíu ettir 15. Nóvember 1902, Ham, beztu tegund á 12^ cent. Góðar mjólkurkýr til sölu á öllum tímum árs. Sérstaklega óskað eftir viðskiftum íslendinga.—Munið eftir að borga mér Heimskringlu fyrir jólin.—Búðin er á Clandeboye Ave. næst vínsölubúðinni. Ármann Jónasson. Frrh1~‘lr" i—i Póstsledans milli Ný-íslands og Winnipeg Sleðinn leggur á stað frá 605 Ross Ave, kl. 1 hvern sunnud.. kemur til Sel- kirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. 8 ámánnd. morgna; kemur til Gimli kl. 8aðkv.; fer frá Gimli á þriðjud.m., kemur tR Icel, Riverkl. 6.; fer frá Icel, River kl. 8 á fimtud.m., kemur tilGimli samd. Fer fráGimli kl. 7 80 á föstud.i*'., kem- ur tll Selkirk kl. 6 samakv.; laugard kl. 8 frá Selkirk til Winm'peg. — Herra Runólf Benson, sem keyrir póstsleð ann, er að finna að 605 Rosb Ave. á laugard. og sunnud., oggefur hannall- ar upplýsingar ferðalaginu viðvíkjandi. MILLIDQE BROS. West Kelkirk. nrHC — Wmnipeg Fish Co. 229 Pertage Ave. verzlar með flestar tegundir af flski ÚR SJÓ OQ VÖTNUM, NÝJAN, FROSIN, SALTAÐAN og REYKTAN.—íslendnin'rar ættu að muna eftir þessum stað, þegar þft langar í fisk.—Allar pantanir fljótt af hendi leystar. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið veljækta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi i bikarnum Báðir þessir drykkir er seldir { pelaflöskum og sérstaklega ætl- aðir til neyzlu í heimahúsum. — 8 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vin eða ölsölum eða með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- .llanulacturer & Importer, WINNITEW. BIÐJIÐ UM_ 0GILVIE 0ATS Ágætur smekkur.—Hismislausir.— Ábyrgðir að vera ómengaðir.— I pokum af öllum stærðum.— OGILVIE’S HUNGARIAN eins og það er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL- Heimtið að fá “OGILVI E’S” það er betra en það BEZTA. HEFIR ENQAN JAFNINQJA. Hiáirii & (!o. YIN Vff.im.ARAR ^ ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST- AR BIRQDIR. Hátíða “Calender” vor “Une Veritable Teuvre D’Art” verður sendur með hverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 305 flain St. Winnipeg. Gr. J. Goodmann í Hamilton, N. Dak., er reiðubúinn að keyra ferðamenn hvert sem vera skal. Hann helir góða hesta og vandaðan útbúnað. LÆKNIS AVISANIR NÁKVÆMLEGA AF HENDl LEYSTAR. Beztu og ágætustu meðöl, og lyfja- búðarvörur, ætíð á reiðum höndum. Allar meðalategundir ti! í lytjabúðp DR. CHESTNUTS. Nordvestmliorni Portage Ave. og llain St- Pantanir gegnum Telefón fljótar og áreiðanlegar um alla borgina. Telefon er 1»14 Einlægt tilboð. Setidiö lOc. í silfri og 2c. frímerki, eða l2c, f frímerkjúm og ég skal senda. yður rueð pósti fyrirfram borgað alla eftirtalda hluti: Draumabók með þýð ingu allra drauma, 1 Lækningabók.. 1 Matreiðslubók. 1 Söngbók með nót- um. 1 sögubók. 1 fagran brjósthnapp. 48 myndir af merkutn mönnum og kon- um. Vers í Authograph Albums. Staf- rof elskenda. Rósamál og margt. fleira. Þér getið skilað þesau strex aftur o(c fengið peninga yðar til baka, ef yður lika ekki hlutirnir. — Skrifið til J. LAKANDER. Meaple Park, Kane Co. 111. Heimili séra Bjarna Þórarins- sonar er að 537 Young Street. 380 Mr. Potter frá Texas “Talaðu sannleikann”, svaraðihann, ‘ Segðu henni—að ég géti þ»ð ekki”, “Mig iðrar þess ekki”, og sló Errol með vetlingnnum ( andhtið. Mælti þvi næst með háðsvip: “Þú ert ragmenni”. Auuað eiu8 misboð og þatta olii þviað Errol réði sér ekki. einkum af því að stúlkan, sem hann unni hugástum, heyrði það. Augun i honum urðu jafnvel stærri, an þau urðu þá hann sneristfyrst á móti Armeníumönnum og Tyrkj- um í Evyptalándi. “Nei”, hrópaði hann með reiðisvip og hljóp til Arthurs, og útlitið var það. að manndráp hefði vel getað áttsér stað þenna dag i sumarhöll barons Lincolns. Errol var hamslp.us af gremjn, og tók þó eftir sripnum á unnustu sinni um leið og hún rauk á milli þairra og hrópaði raeð örvinglun; “Arthur, þú ert bróðir minn. Karl er kærasti minu”. Hún hélt höadanu n uppog líktist því að hún stæði ruilli tveggja villidýra. Yfirkominn af raunum og stríði peuna dag, hot fði hann á Arthur og var auðséð að hann minkaðíst sín fyr ir þau orð sem hann hafði talað. Errol greip fram f: “Þú ert bróðir hennar”, Þvi næst skjögraði hann út úr stofunni. Mr. Potter frá Texas 335 nst, þá væri það sjálfsagt að Karl gengi af bróð- nr sínum dauðum. Hún hafði heyrt svo miklar hreystisögur af honum meðan hann dvaldi i Egyptalandi, að hún áleit hann hetju. Potter svaraði þessum orðum hennar og reyndi að sefa hana, þvi hún var hálftrylt og f æstu skapi. Hann kvaðst hafa tekið eftir Arth- ur, og sér sýndist hann karlmannlega bygður, og mundi spjarasig þótt hann glímdi við tlgris- dýr”. “Ójá andvarpaði hún “En enginn getur haft nokkurn hlut á móti Karli mínnm. En hanD vissi að ég ann bróður mínnra, Ég ætla að brjóta odd af oflæti minu, og ætla að biðja hann að hlífa Arth ir, því ef þeir berjast, þá er Karl tapaður mér um aldur og æví”. “Það er skínandi hugmynd, ef þú ert viss um að hann elskar þig”, svaraði Potter. "Ef hann elskar raig?” og traustið og trúin skein út úr látbragði og svip stúlkunnar, syo Texasbúinn hætti að sesja fleira i þessa átt, þó haan væri að yelta málinu fyrir sér á ýmsa vegu; hann var smátt og smátt að komast að þeirri niðurstöðu, að Errol væri skálkur og væri alveg á valdi lafði Sarah Annerley, og töfraður af fegurð hennar. Fegurð hennar hafði fengið mjög mikið á Potter deginum áður. Niðursokk iun við þessar hugsanir sfnar sagði hann við sjálfan sig: ‘ Ó, þessir villingar, þessirunguó- tömdu villingar. Þeir hafa töglin og hagldirnar þegar þeir laika ástaleiki. Við þetta blóðroðnaði Ethel, bæði af angist 334 Mr. Potter frá Texas “Þú heldur þó ekki að hann sé dauður?” hrópaði Ethel, þvi látæðf, gamla raannsins gerði haua hrædda, Hann sneri sér frá henni og svaraði ekki, þvíeinvíga reynzla hans um 30 ár í Texas kora honum til að halda að annar hvor þeirra væri að velli lagður. Að siðustu mælti hann: “Þegar ungur maður ber annan, þá getur það haft vandræða afleiðlngar í för með sér. Við verðum að finna þá, ef það er mögulegt”. “Þeir—þeireru komnir til Boulogne”. ‘ Við erum hér líka. Við verðum að hitta þá, og stöðva i tima”. ‘,í tíma,—áður en hvað skeður?” mælti Ethel, “Áður en þeir drepa hvor annan”. Og áður en Ethel visei hvað hún ætlaðl að gera. er Potter búinn að koma henni upp i keyrsluvagn og kora inn á flugaferð úr höfninni npp { borgina, og tók ekki eftir að ráðskona Lincolns barons stóð á hryggjunni og hrópaði á eftir þeim, þvf hún hafði farið með Ethel. Hún elti þau og hljóðaði af öll um mætti. Hún varensk kona og hafði aldrei áður komið til Frakklands, og skoðaði það ætíð sem heimkynni hálfviltra roaana, sem ætíð væru reiðubúnir að skera þá á háls. sem þeir Eæðu í Keyrslan varaði ekki lengi, Vagninn fleygðist upp til Quai Bonaparti, og yfir brúna, sem nefnd er Du Barrage, og áfram tíl Hotel des Bains, Þar hélt Potter að hann hlyti að get.a fundið annan hvorn pvirra msnna, sern hann leitaði að. E'hel hafði tíina til ad hvi-da ad garala Potter, þótt keyrslan væri ákof, að ef þeir beið- Mr, Potter frí Texas 83Í 16. KAPITULI. Van Cott lenti í vestrana fellibylnum. Van Cott hvarf fljótlega út úr bókhlöðunni. Arthur dvaldi er svaraði einurn klukkutima inni eftir að Errol hvarf út, Honum þótti þar ekki viðkunnaalegt. í staðinn fyrir að Systir hans liti á hann vinar og s.ystur augum, þá mælti hún veinandi i ákæru rómi: ' Þú barðir hann i návist minui. En hann virti þig ekki þess að slá þig aftur. Etiaust að samu leyti af því að þi ert bróðir minu. Ó, bann breytti göfuglega, og sem sómadreng bar að gera”. Arthur þakkaði sínutn sæla að komast frá ákærura og augnaráði systur sinnar. Hann var líka að hugsa ura kœrustuna sera var fjærver- andi, Hanu afréði því að bregða sér yfir til Boulogne. og án þess að tala eitt órð meira við Ethei, elti hann ungfrú Potter ^fir sundið, í mjög leiðu skapi. Hann fór leiðina. sera liggur ura Dover og Calais. EthJ tók eftir því nokkru seinna, að hann var farinn, og varð hún hálf óróleg um hvað hann raundi aðhafast. Hún var hálf- hrædd um að hann hefði farið á eftir Errol, og ætlaði að hitta hann í heimsókninni hjá lafði Sarah Annerley. Hún varð dauðhrædd, að þessir meun, setn hún unni báðum hugástum, raundu berast á, ef til vildi, blóðugum bana- spjótum, et hún væri hvorgi nAIæg. Auraingja Ethel sem bæði var æst oj óttaslegin, leitaði ráða hjá ráðskonu föður síns, og úrræðin urðu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.