Heimskringla - 01.01.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.01.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 1. JANÚAR 1903. HeimskriDgla. PUBLISHBD B Y The Heimskringla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins í CanadaogBandar $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. 0. Money Order Begistered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka ení Winnipeg að eins teknar með affðllum. B. Íj. Baldwinson, Editor Sc Manager. Office : 219 McDermot Ave. P O. BOX 128». Gestur Pálsson. Rit hans í bundnu og óbundnu xnáli, fyrsta hefti; útgefendur; Amór Amason og Sig. Júl Jó- hannesson,— er ný-útkomið úr prentsmiðju ”Lögbergs”. Bók þessi sem er nær 300 blaðsíður að stærð, í stóra 8 blaða broti og í sterkri kápu, er prentuð á bezta bókapappír og að öllu hin vandaðasta að ytra frágangi, \>6 einstöku prentvillur liafi slæðst inn hér og þar. Innihaldd bókarinnar er: 1. Ágæt mynd af Gesti Pálssyni, með eiginhandar nafni hans, og þessum einkunnarorðum skáldsins: ”Hver skýra kann írá prýsund og píslum öllum þeim, sem, písl- arvottar gæfunnar líða’ í þessum heim.” 2. Formáli. Þar er í fáum orðum gerð grein fyrir þeim tveimur aðal- ástæðum sem knúðu útgefenduma til að gefa út á prent megin þorr- af skáldskaparverkum Gests, og eru þær: Fyrst, að gefa mönnum kost á, að eignast það flest í einni heild er sá maður hefir eftir sig látið, sem á síðari tímum hefir náð traust- ustu haldi á öllum betri tilfinning- um íslenzkrar alþýðu”. Og annað: ”Að reyna að svna f>ess vott f verki . að vér varðveitum minning leiðar- stjarna þeirra, er lýst hafa þjóð vorri á leiðir menningar og mann- kærleika. 3. Efnisyfirlit.— Það sýnir að áð- al-innihaldi bókarinnar er skipt niður í 5 kafla. 1: Kvæði. 2: sög- ur. 3: Fyrirlestrar. 4: Þýðingar, og 5: Ritgerðir. 4. Æfiágrip.— Það tokur yfir 24 blaðsíður, einkar vel ritað og svo nákvæm lýsing af sálarlífi, hugar- fari og lyndiseinkennum Gests, sem verðu má, ritað af f>eim, som eins og útgefendur taka fram, aldrei hafa manninn séð eða haft nokkra persónulega þekkingu á honum, og hafa því ekki eptir öðm að fara en ritverkum þeim sem eptir hann liggja enda taka útgef- endur fram, að þá langi til að sýna Gest, eins og hann var; sýna kost- ina og ekki sfður ókostina. Sálar- lífi hans og æfiferli er all-nákvæm- lega lýst, alt frá vöggunni til graf- arinnar, í þessu æfiágripi, og svo er sú lfsing dregin saman f mjög snotm og skáldlegu kvæði sem mun veraorktaf Sig. Júl. Jóhann- essyni. Ein er þó yflrgnæfandi lyndiseinkunn Gests, sem þrengir sér gegn um mörg af kvæðum hans og ritverkum, en óvfða þó, og ef til vill hvergi frekar, en í ritgerðinni: ”Aðfangadagskveld í Winnipeg”. En hún var, nálega algerður skort- ur á virðingu fyrir skoðun allra manna er hann áleit ekki jafningja sína að gáfum og menntun. Maðurinn var drambsamur, eða, eins og það er nú alment kallað, stoltur, og leit með fyrirlitningu á allan þorra manna. Skoðaði þá sem sér langt óæðri verur, en sem hann f>ó að vfsu varð að þola sam- neyti við af því hann átti engan kost á að umflýja f>ær meðan hann var hér f heimi. Að Hafnarvera hans hafi átt mikinn f>átt f að glæða eða að magna þetta hugarfar hans, má vfst telja áreiðanlegt, f>vf að f>að hefir lengi einkennt Hafnar- stúdenta og s<‘rstaklega f>á af þeim, sem einhverra orsaka vegna ekki höfðu þreyju til að ná nægilega fullkominni menntun, að lfta niður á aðra, sem væm f>eir fyrirlitlegir jarðarmaðkar, sem ekki verðskuld- uðu að þeim væri neinn sómi sýndur Þetta atriði hefðu útgefendur efa- laust tekið fram og talið með ó- kostnnum, ef þeir hefðu haft per- sónulega þekkingu á skáldinu og umgengni við liann, og eins hitt, að hann var, ef til vill, sá mesti bölsýnismaður sem nokkurn tíma hefir flutt fráíslandi vestur um haf, var algerlega ómögulegt að lfta á hina björtu hlið lffsins og enda ekki að viðurkenna að hún væri til. Með þessum undantekningum má segja að lýsing á sálarlífi og lyndiseinkunnum Gests sé rétt og vel sögð f æfiágripinu. Að sfð- ustu er þar tekið fram, það sem aldrei verður of öfluglega brýnt fyrir Islendingum, að "erlendar þjóðir hafa sangið Gesti verðugtlof og reist honum verðugan minnis- varða við altari bókmenta sinna. en vér höfum látið gröfina hans óá- reitta í 12 ár”.—Þessi setning bend ir á, að útgefendur muni hugsa sér að setja minnisvarða þann sem þeir hafa ákveðið að reisa honum af ágóðanum af sölu þessarar bók- ar og þeirra síðari hefta, sem f>eir hyggja að gefa út, á gröf skáldsins hér f Winnipeg, enda væri hann hvergi betur eða tilhl/ðilegar sett- ur, en einmitt f>ar, f>ví vandalaust er að finna gröfina. Nú, að því ersnertir aðal-inni- hald þessa heftis, sem er hið fyrsta af fjómm heftum, sem útgefend- umir hyggja að gefa út af skáld verkum Gests, f>á er í raun réttri lítið hægt að segja, f>vf að bæði eru verk hans sem mest öll hafa áður verið prentuð,/mist heima á íslandi eða hér vestra, almenningi að nokkra leyti kunnug, og svo hefir þetta fyrsta. hefti að geyma að eins lftinn hluta af verkum hans. T. d. era f þessu hefti að eins 24 kvæði af óllum þeim ljóðum, sem Gestur orkti, en auðvitað má vænta liinna annara kvæða hans í síðari eða komandi heftum- En af þeim kvæðum sem nú era birt, eru nokkur sem aldrei fyr hafa prentuð verið; svo sem; ”Hinn sfðasti Rómverji á banastundinni” einkar fagurt sorgarkvæði, í lfk- ingu við banakvæði Hjálmars hug- umstóra, og fl. ný kvæði, Af sög- um f þessu hefti era “Svanurinn” og “Kærleiksheimilið”, “Hans Yöggur,” “Uppreistin á Brekku” og “Sveitasæla.” Að einseinn fyrir- lestur. “Lffið f Reykjavfk” er í hefti þessu og svo all margar þýð- ingar. alt stuttar greinar en mjög læsilegar. Að síðustu era f fimta og síðasta kafla bókarinnar 2 rit- gerðir, “Aðfangadagskveld” tekið úr Heimskringlu og “Náttuglur,” tekið úr Suðra, Sjálfsagt verða deildar mein- ingar um það, hve vel útgefendun- um hefir tekist að velja efnið f þetta rit, og víst munu margir telja að meira hefði inátt þar vera af kvæðum en mínna af þyðfngum. En á hinn bóginn má ekki missa sjónar á þvf að ekki var mögulegt að koma nema nokkram hluta af ritverkum skáldsins f þetta hefti, og að það, sem lesendur nú ekki finna þar, geta þeir vænt að fá í komandi heftum. Eins munu verða skiftar skoðanir á þvf, hvem- ig þeim hafi tekist meðferðin á verkum Gests. Til að dæma um það, er nauðsynlegt að hafa nægan tfma til að lesa hefti þetta saman við upprunalegu handritin, eða það, sem áður hefir verið gefið út af þeim, en Jtil þess höfum vér engan tíma, og eftirlátum þvf öðr- um það verk. En vér teljum út- gefenduma hafa unnið þarft sóma- verk að takast á hendur útgáfu á ritverkum pess frægasta söguskálds sem Island hefir átt. Fyrir þetta verdskulda þeir að bókin sé vel keypt og víðlesin. Bókin er hin eigulegasta bæði að efni og ytra frágangi, og með það jafnan hug- fast að arðinum af útgáfu hennar á að verða varið til þess að reisa verðugan minnisvarða yfiir Gest Pálsson, eða f minningu hans, telj- um vér rétt og skyldugt að hún verði svo vel keypt að hún komist inn á hvert íslenzkt heimill hér vestan hafs. Bókin kostar í kápu $1,25 og í bandi $1.50. Til sölu hjá H. S. Bardal, Elgin Ave., og P, S. Páls- son, 741 Ross Ave. Winnipeg, og fleiram. Eftirköst. Það liefir slettst upp á fyrir þeim skirlffu í Montreal nú fyrir skömmu. Mr. Branet, liberal þingmaðurinn nýkosni fyrir St. James kjördæmið, hefir verið dæmdur úr sæti og bannað að taka |>átt í landsinálum um 7 ára tfma. Liberalar unnu þá kosn- fngu, eins og margar fleiri, moð alskyns svikum og lagabrotum. Enda sagði dómarinn að kosning þessi hefði verið sú langsvívirði- legasta, sem sögur fara af í Can- ada, fram að þessum tfma. Það var meðal annars sannað fyrir rétti að hra. Brunet hafði fengið einum vinnumanni sínum hálft þriðja ]>úsund dollars til að brúka við þessar kosningar, en hvorki gat hann né sá sem tók við þeim neitt sagt um það hvað af þessum skildingum hafði orðið, þeir vissu bara að J>efr vora eyddir, höfðu einhvemvegin gengið f kosninga kostnaðinn. A liinn bóg- inn var J>að sannað að margir höfðu verið keyptir til þess að greiða at- kvæði vfðsvegar í kjördæminu und- ir nöfnum ýmsra annara manna, hverra nöfn voru á listanum, sumra lifandi, og sumra dauðra. Sumir þessara manna greiddu atkvæði frá 16 til 25 sinnum sama daginn, við sömu kosninguna. Umsjónar- maður þessara glæpaseggja var ná- frændi Jnngmannsins sem kosinn var, og var sá dæmdur í 6 mánaða fangelsi. En Ottawastjórnin náð- aði hann eftir tveggja og hálfs mánaða betrunarhússvinnu. Næst var höfðað sakamál mót Rodolphe Hetu, einum af undirkjörstjóran- um. Sá maður er leikinn í at- kvæðafölsun, Það var sannað fyrir rétti að yfir 80 kjósendur greiddu i hans kjördeild atkvæði með con- servativeumsækjandanum, en úr kassanum komu að eins 4 atkvæði af þessum 80. Aðferðin við J>etta var sú sama er svo lengi hefir hefir haldið Ross-stjórninni við völdin í Ontario, kjörstjórinn skifti um atkvæðin. Hann tók atkv. úr höndum kjósendanna, en f stað þess að láta þau í kassann, eins og lög bjóða, þá stakk hann öðram atkvæðaseðli í hann úr pakka sem hann sjálfur hafði útbúið og öll voru merkt fyrir Mr. Bergeron. Þessi maður var dæmdur f tveggja ára fangelsi og enn þá hefir hann ekki verið náðaður af stjómfnni. Brunett varði mál sitt með J>vf að segja að öll þessi sviksemi væri sér óafvitandi og mót vilja sfnum, en þó játaði hann að hafa sjálfur borgað yfir sex þúsund dollars í kosninga- kostnað, en gat J>ó enga grein gert fyrir J>vf hvernig J>vf fé hefði verið varið, og sfðar viðurkendi hann að hafa að auk fengið Azaire Brauet hálft þriðja J>úsund til að vinna með. Þetta töldu dómaramir næga sönnun J>ess að hann, sjálfur um- sækjandinn, hef ði verið framkvöðull allra svikanna og kosningaglæp- anna og f vitorði með J>eiin seku, og þess vegna féll dómur á hann, bæði að þvf, er Jungsætið snertir, og einnig J>að að mega ekki sækja um J>ingsæti aftur um næsta 7 ára tfmabil. Svona gengur það í heiminum, jafnvel þeir hrein- hjörtuðu vérða stundum að þola mótlæti. Sú eina huggun er þó í máli þessu, að báðir þessir fangels- islimir verða væntanlega lausir um næstu kosningar, og geta þá með endumýjuðum kröftum veitt Laur- ierstjóminni það lið, sem kunnátta þeirra oggóðvilji f hennar garð gat ekki f þetta sinn áorkað eins og til var ætlast. V enezuela-málið. Elins og getið var nm í síðasta blaði, þá hafa Bretar og Þjóðverjar lagt saman lið sitt til þess að k úgi lýðveldið Venezaela til að borga skuldir sínar til brezkra og þýzkra borgara þar í ríkinu, sem það skuld- aði þeim fyrir járnbrautarbyggingar og vinnu við önDur opinber verk. Skuldir þessar eru orðnar 7 ára gamlar og eru sagðar að nema als um 15 millionir dollars. Bretar og Þjóðverjar segjast hafa reynt alt sem í þeirra valdi hafl staðið, með frið- samlegu móti, til þess að fá rikið til að greiða þegnum sínum þessar skuldir, en tilraunum hafi í engu verið sinnt, og þess vegna hafl þessi stórveldi neyðst til að beita valdi við Venezuela til að fá fé þetta inn- heimt. Venezuela getur náttúrlega enga verulega mótspyrnu veitt svo öflugum andstæðingum og er því að- gerðarlaus. En aðal ástæðan sem liggur til grundvallar fyrir því að skuldir þessar hafa ekki verið greidd ar fyrir löngu, er sú, að Venezuela stjórnina heflr um mörg ár grunað, að Bretar væru í samsæri með upp- reistarmönnum þar í lýðveldinn og hafl hjálpað þeim um voþn og aðrar nauðsynjar og að þetta hafl verið gert með vitund og samþykki brezku stjórnarinnar og embættismanna hennar, og með því að slíkt samsæri hefði bakað Venezuela-ríki hið mesta tjón fjárhagslega. þá hefir st.jórn- inni þar ekki (fundist ástæða til að hraða skuldalúkningum sínum til brezkra þegna þar í landi. Þessa hefir enda verið getið opinberlega þar f blöðum, En engar slíkar á- stæður hafa verlð færðar fyrir drætti á skuldalukningum ríkisins við þýzka þegna. Nú heflr fioti stór- veldanna skotið niður varnarvirkj- f einni af aðal-höfDum ríkisins og sökt einu herskipi þess, þrátt fyrír það, þó ekki væri búið að segja rík- inu strið á hendur. Stórveldin hafa þegar játað, að þar hafi verið of langt gengið og hvorirtveggju, Bret- ar og þjóðverjar, reyna að kenna öðrum um sökina. En eptir öllum fcéttum að dæma, þá eiga Bretar þar upptökín, en bafa að eins notað Þjóðverja sem hjálparmenn að verk- inu. Um leið létu þeir þess getið, að þeir ætluðu að setja ”Peaceful Blockade” eða friðsamlegt lending- ar bann meðfram ströndum landsins svo að engra þjóða skip gætu lent við strendur eða á hafnir rfkisins. Strax og frétt þessi barst út um heiminn, sendi Bandaríkjastjórnin skeyti til þyzku stjórnarinnar og heimtaði tafarlausa skýringu á þvf, hvað meint væri með ”friðsamlegu strandlendinga banni” (Peaceful Blockade). Hún kvað Bandarfkin eiga skíp á höfum heimsins, sem væru á leið tíl lendingarstaða í Vene- zuela og hygði að láta þau lenda þar þrátt fyrír bannið. Þjóðverjar voru seinir til svars—svöruðu engu. En Balfour gat þess í ræðu f brezka þinginu, því þjóðverjar höfðu auð- sjianlega leitað andsvars frá honum um þetta mál, að Bandaríkjunum yrði gert jafnhátt undir höfði og öðrum þjóðum. meðan á hafnbann- inu stæði. Þegar Bandaríkjastjórnin frétti þetta, þá sendi hún tafarlaust skeyti til Admiral Dewey og bað hann halda með flota sinn (30 öflug herskip) til Venezuela og fylgja verzlunarskipum Bandaríkjanna inn á hafnir ríkisins, þar sem þau þyrftu að lenda. Það virðist að hafa kom ið hik á Breta og Þjóðverja, er þeir fréttu þetta, því að skömmu þar ept- ir létu þeir þess getið, að þessi ”Peac- eful Blockade” ætti að eins við skip sem væru eign Venezuela-ríkis eða þegna ríkisins. Þetta var Dewey strax látinn vita og þegar hann sá að stórv. höfðu brotið odd af oflæti sínu og dregið inn hornin, þá stakk hann Uppáþví við stjórn sína.aðsenda að eins fá skip til Venezuela svo sem til að ftyrkja embættismenn Banda- ríkjanna þar, og um leið sjá til þess, að skip Bandaríkjanna gætu óáreitt tekið sér lendingu hvar við strendur rikisins sem þeim líkaði bezt, og sú tillaga var samþykt. Nú heflr Ítalía og Frakkar sleg- ist I leikinn. Ítalía legst á band með Bretum og Þjóð verjum að heimt a skuldir af Venezuela, en Frakkar kveðast skulu teknir til greina þegar til samninga kemur. Almennings- álitið f Bandarfkjunum er mjög æst á móti Bretum og Þjóðverjum út af þessum ófriðí við nfibúa-ríkið, og hefir það vakið svo mikla eptirtekt í Evrópu, aðbæði stórveldin hafa hik- að við framkvæmdir þar til þau sjá greinilega hver endir þar á verður Við þetta bætist og það að ýmsir vel metnir Bretar, svo sem Mr. Stead og aðrir mannvinir hafa haldið fundi í Englandi og þar skorað á Banda-1 ríkjamenn að þola engan yfirgang af Evrópu þjóðum, en halda fast við Munroe-regluna. Enda væri það brot móti þeirii kenningu, ef Banda- menn leyfðu öðrum þjóðum að herja k Venezuela. Sá kvittur heflr og komið upp, að skjöl hafi fundist í Caracas, og séu nú í höndum Vene- zuela stjórnarinnar, sem sanni ljós lega að Bretar séu í sambandi við Matos-upprei'starflokkinn þar í landi, og að skip með hergögnum til upp- reistarmanna hafl með vitund Breta verið send til Venezuela. Ýmsir auðmenn þar f landi hafa boðið fram allar eigur sínar til þess, að mæta skuldakröfum stórveldanna, og Cast- ro forseti heflr falið herra Bowen. sendiherra Bandarfkjanna, að semja við stórveldin um frið og borgun á öllum skuldakröfum þeirra, og þetta hafa stórveldin samþykt með því að biðja Roosewelt forseta að skera úr þrætum við Venezuela og hafa fullnaðardóm í þyí máli. Annars þykir það alment ofsa fljótræði, sem Bretar og Þjóðverjar hafa sýnt, í þessu máli, í því að vera samtaka í að brjóta fyrst allrá þjóða. Samn- ing þann er gerður var í Hague, um að leggja þjóðamál í gerð, þegar þegar ágreiningur kæmi fvrir, og að eins að berjast með vopnum þegar slíkar sáttatilrauuir ekki tækjust. Það þykir engum efa bundið, að Venezuela sem vitanlega er í ó- bættri sök fyrir seinlæti í borgun skulda sinna, ef ekki í beinni svik- semi, verði undan að láta í þessn máli, en á hinn bóginn dylst engum skynberandi manni það, að þessar stórþjóðir hafa vaðið að þessu litla rfki í þetta sinn, með meira ofbeldi og yfirgangi, en þær mundu hafa látið sér detta í hug, að gera, ef stærra og voldugra ríki hefði átt hlut að máli, svo sem Prússar eða Bandaríkjamenn. Og víst mun mörg- um þykja Bretar og Þjóðverjar hafa lotið lágt, að þurfa að ganga í bandalag til að berja á eins litlu ríki og þeir hafa nú gert. Herra E. E. Best, skóla Inspect- or fylkísstjórnarinnar, hefir beðið Heimskriuglu að færa lesendum sín- um þá frétt, að bæði hann og Mr. Mclntyre aðal-umsjónarmaður fylk- isskólaona, séu einkar vel ánægðir með skólakennsluna í Gimli.sveit og framför skólabarna þar. Mr. Best ferðaðist um Nýja ísland í October s. 1, í embættiserindagjörðum sínum og lét mjög vel af menntaástandi ungdómsins í nýlendunni. Hann kvað skólahúsin yfirleitt vera ágæt- lega góð og kennarana ástundunar- sama og vel vaxna stöðu sinni. Mr. Best kom með nokkur sýnishorn af rithönd barna frá 5 til ]3 ára aldurs og einnig uppdrætti af ám, löndum og sérstökum hlutum og taldi hvoru- tveggja í fremstu röð og fyllilega eins gott og fengist heflr frá nokkrum öðrum sveitaskólum sem hefðu jafn- stuttan kennslutíma á hverju ári. Mr. Best kvað kennsluna fara þar fram 6 mánuði af ári hverju, ýmist 3 mán. að haustinu og aðra 3 mánuði að vorinu eða þá í samfleytta 6 mán- uði eptir því sem á stæði. Til Mikl- eyjar kvaðst hann ekki hafa komist, en hann bjóst við að ferðast aptur um nýlenduna að vori og koma þá til Mikleyjar- Við íslendinga-fljót kvað hann vera skólahús með þeim langbeztu i fylkinu eptir því sem gérðist í sveitum. Félag kvað hann hafa myndast í nýlendunni, til að vinna að eflingu menntunar þar og sagði herra Stefán Sigurðsson að Hnausa vera heiðursforseta þess. Herra Best bað blað vort að bera nýlendubúum þá ósk sina, að sem flestir þeirra sem áhuga hafa fyrir menntun og framförum íbú- anna, vildu ganga í þetta félag og styrkja það eptir mætti. Sðmuleið- ís kvað hann það mjög æskilegt, að árlegur skólakenslutími, í skólunum rar, væri lengdur um 2 til 3 mán uði. Það er álit hanns, að 6 mánaða kennslufími sé alt of stuttur, og hann mæltist til þess, að nýlendn- menn vildu athuga það, hvert, ekki sé heppilegt og hægt, að lengja tím- ann að mun. Hann kvað námfýsi og skarpleika barnannna þar, verð- skulda að þau ættu aðgang að kennslu meira en 6 mánuði úr árinu, og áleit að íélag það sem um er get- ið, gæti haft mikil áhrif í þá átt, að fá lengdum skólakennslutíma komið í framkvæmd. Einnig bað hann blað vort að taka það fram, að þótt skólahús nýlendunnar væri ágæt, þá skorti þar tilfinnanlega nógsamleg kenusluáhöld, og taldi hann hina mestu þörf á að þau væru aukin hið allra bráðasta, svo að þau nægðu þörfunum, t. d. sýndi hann oss, að sum rithandar sýnishornin voru rit- uð á mjög óvandaðann "scribbling- paper”, og þó þessi sýnishorn væru góð, þá hefðu þau eflaust orðið betri ef pappír hefði verið vandaðri. Á- höldin til skólakennslu eru tiltölu- lega ódýr og þess vegna létt að afla þeirra. Á þessu óskar herra Best að bót verði ráðin svo fljótt sem verða má. Hann segir bæði kennara og nemendurna verðskulda það, að skólaáhöldin séu eins fullkomin og flnnast í beztu barnaskólum. Það gerir kennsluna léttari og fullkomn- ari og námið auðveldara., Keynzlan heflr sýnt að ungmenni frá Nýja-ís • landi, sem gengið hafa háskólaveg- inn hér, hafa sýnt meiri námshæfi- leik.i að tiltölu við tölu þeirra, en nokkrir aðrir nemendur, og einmitt þess vegna er það áríðandi, að undir búnings-kennslan í heimaskólura sé sem allra fullkomnust og áhrifamest og góð og fultkomin skólaáhöld eiga mikinn þátt í að gera hana það. Þetta biður herra Best Ný-Islend- snga að hafa hugfast og með bót ráð- inni á þessu, telur hann nemendur þaðan verða fylsta ígildi beztu nem, enda hér í fylkinu. Nýárið. Ljómar ból, signandi sól, tefur ei hraðfleygt hjól. Dagarnir koma og berast á braut, byrgjandi tilfellin, gleði og þraut. Tíminn er leiftrandi Ijós. Fold og sjár, himininn hár, óma nýtt náðar ár, lofandi fyrir hið umliðna alt, unað og sorgina, heitt bæði og kalt, eilifa alföður stjórn, Nýja tið, brosandi blíð, hagsæld krýu lönd og lýð; hrek þú burt kúgunoghræsni cgtál, hljóma lát frelsis og sannleikans mál, friðinn og falslausa trú. Þjóðum lands, lífl hyersmans flétta þú kærleiks krans; mýkjandi sárin og þungbæra þraut, þerrandi tárin á reynslunnar brautj bætandi mannlífsíns böl. M. Markusson. Á gamlárskveld 1902. Vér kveðjum í hjörtunum hrærðir þig hagstæða blessaða ftr, stríðinu friðinn þú færðir svo fækkuðu blæðandi sár. Manns æflskeið endar um siðir og af þerrast syrgjenda tár. í kvöld allir kveðja nú lýðir þig, h verfandi framliðna ftr. Nú er f nótt öllum hulið hvað nýárið færir í heim, en einstakling engum er dulið hvað eftir þú skilur hjá þeim. Burtfarar sálm vill hversyngja, er svífurðu út lífshallar gólf, um allan heim klukkurnar klingja, þá kveður á slaginu tólf. Þakkargjörð greidd sé af öllum gjörvöllum kristninnar lýð, til drottins í himnanna höllum fyrir handleiðslu á liðinni tíð. G. H. Hjaltalin. Af þeirri ástæðu, að eitthvað af fornum og nýjum kunningjum mín- um verði á braut Heimskringlu, þá bið ég hinn heiðraða ritstjóra að Ijá eftirfylgjandi linum rúm í blaðinu. Ferðin mín gengur syo ljómandi létt því Ifflð og sólin skutu mér á þenna skinandi sprett, til að skoða hér jólin, Þó borgin sé háð þessum breytinga soll og bergmáli af glaumi, þá flnst mér að vera mfn, vera hér holl,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.