Heimskringla - 22.01.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 22.01.1903, Blaðsíða 3
HEIM8KR1NGLA 22. JANÚAR 1903. SÆLGÆTISLEGA EFNIS- GODUR OG ILMSŒTUR The T. L. “Cigar” Það er vinsæl teg-und, sem hefir áunnið sér hylli og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús- undir reykja nú þessa ágætu vindla. REYKIÐ ÞÉR ÞÁ? i WESTERN CIGAR FACTORY Tltos. Lee, eigamli. ■W’HTNriPEQ-. Lí K-'T ri Thos. flMMS' skoða myndirnar af þe3sum náung • um, sem þar eru, sem ég þekki flesta þá voru ýmsar rnyndir aðsveima fyr ir hugskotssjónum mínum og ýmsar spurningar að hreyfa sér í þankan- anum. Ein af þessum spurningum var á þessa leið: Hvað margir af þessum ungu og efuilegu lögfræð ingum, sem hér eru sýndir, mundu hafa verið lögfræðingar í dag, ef forsjónln hefði ekki látið verða neitt af Vesturheimsferðum síðari hluta hinnar 19. aldar. Skyldi Island, þó það sé móðir þeirra allra, hafa veitt þeim þetta tækífæri til menningar og frama, sem þeir hafa náð héi? Nei, ólíklegt þykir mér það. Það hefðu líklega einhverjir þeirra setið á smalaþúfnnni, eða hver veit hvað. Samt eru til á meðal þióðar vorrar, svo skyni skroppnir náungar, svo biindír af sjálfselsku og eigingirni, að þeim er ómögulegt að sjá, og því síðurað viðurkenna þaðgagn, þann heiður og þann sóma, sem Island og íslenzka þjóðin heflr hlotið, sem hreina og beina afieiðingu af Vestur- heimsferðum síðastliðin aldarfjórð- ung. En svona gengur það. “ftlarg- ur f'ær fyrir lltið lof, last fyrir ekki parið”, Það hetir ýmsu yerið hrós- að, sem komið hefir fyrir bjá hinni íslenzku þjóð, sem ekki heflr komist eða kemst nokkurn tíma I nokkurn samjöfnuð við gagn og gæði Vestur- heimsferða. Jæja, ritstjóri góður. Ekki ætlaði ég mér að fara að halda pré- dikun, þó nú sé nýársdagur. Sá af- dánkaði gerir það máske. En ég var að hugsa um að ininnast svolítið á umliðna árið, 6r þvf ég fór að skrifa þér á annað borð. Árið 1902, sem kvaddi oss kl. 12 síðastliðna nótt, og reyna að rifja upp fyrir oss, eitt- hvað af því merkasta, sem á dagana hefir drifið. En hvað það ætti helzt að vera, hvar ég ætti að byrja og hvar að hætta, það er nú gáta, sem nokkuð þungt verður að ráða. Saut skal á það hætta, og ekki fyrr við skilja, en búið er að mála pappírjnn með nokkrum rúnum, sem lúta að efninu. Það verður þá fyrst fyrir að geta þess, að síðastliðið ár hefir ver- ið eitt hið mesta hagsældar ár, sem liðið heflr yfir Utah. Það má segja að það hafi verið veltu ár f orðsins fylsta skylningi. Tíðarfarið hefir verlð indælt, eins og það er nú reyndar ávalt, og heilsufar og höld fjár í bezta lagi. Nýútgefnar skýrsl ur yfir búnað og framfarir í ríkinu bera þess ljósan vott, að alt er á hinum bezta framfaravegi, Tíðar- ið, náttúran og vort repúblíkanska stjórnarfyrirkomidag sýnist alt hafa haldist í hendur til að gera lítið sem þægilegast og bezt, tíl að ýta öllu á- fram og upp á við, og má svo heita það hafi verið svo í öllum greinum. Samt hefi ég hvorki tíð né ;hentug- leika á að útskýra fyrir þór hvað eina út af fyrir sig, svo ég verð að láta duga að minnast hins 'allra helzta, en það eru framfarir í bygg- ingum og umbótum, námaiðnaði og sykurgerð. Það heflr kveðið mest að þessu öllu á þessu liðna ári, og vil ég nú gefa þér hér svolítið sýnishorn af því. Svo er talið til að hér f Utab séu 34 málmanámur, auk kolanáma og annara náma, sem ég hefl ekki séð skýrslur um. Er svo ákveðið að úr þessum 34 námum hafi verið graflð síðastl. ár $21,200,000 virði af gulli, silfrí, blýi og kopar, en í síðastl. 25 ár, er upphæðin, á þessum málmteg undum talin að vera $249,394,500, sem er alllagleg upphæð fyrir ekki fólksfleira ríki, og útlitið með gott framhald í þessari iðnaðargrein er hið bezta, Næst þessu gengur sykuriðnað- urinn, sykurgerðín úr sykurrófunum Það eru nú 14 ár siðan að Utah Su- gar Co var stofuað. Það hefir aðal heimili sitt í Lehi og þar er aðal- sykurverksmiðjun- Félagíð hefir nú um þessi áramót $5,000,000 höf- aðstól. og á sykurgerðarhús i Lehi, tíingham, Provo og Springville. hér í Utah, og Bear River Valley, Wy- oming. Félagið heflr aldrei búið tii meirf [sykur en í haust; vanalega 100 punda sekk á hverri míuutu eða f það heila 21,000,000 punda, sem reikningsfróðir menn segja að muni gera vöruflufningsvagnalest 6 mílur á lengd. Forseti félagsias er Joseph F. JSmiih, en aðalráðsmaður T, B. Cutler. Næst þessu gengur “Amalga- mated Sugar Co.“. Það er einnig Utah félag og á heima íOgden. For- seti þess er David Acles, Félag þetta var stofnað fyrir 5 árum og hefir $4,000,000 höfuðstóJ. Það á sykurmylnur í Ogden og Logan, Utha, og La Grande, Ore. Það veitir 360 mönnum atvinnu og borgar út mánaðarlega 30,000 dollara. Það bjó einnig til f haust rúmar 20 millí- ónir punda af sykri, svo öll sykur- geiðin I Utah þetta ár nemur 42 millfónum punda. Öll framleiðsla Utah sykurgerð- aríélaganna á þessum 14 árum sem þauhafa starfað, nemur 145,175,000 punda; gerir Það með 5c. prís á pundið $7,288.750. Það er heild söluverð, en eftir smákaupasölu mundi það nema nær $14,577,500. Eftirfylgjandi skýrsla sýnir hvern- ig þessum sykuriðnaði heflr fleygt á- fram, í tonnatali. Ar Ton af sykurrófum 1888.................... 1,010 1889 ..................... 2,600 1890 ...................... 2,800 1891 ...................... 5,359 1892 ..................... 12,091 1893 ..................... 20,453 1894 ..................... 20,443 1895 .................... 30,000 1896 ..................... 40,000 1897 ..................... 40,399 1898 ..................... 52,471 1899 ..................... 72,944 1900 ..................... 76,859 1901 .................... 103,126 1902 .................... 196,000 Nemur aukning framleiðslu í iðnaðargrein þessari nálægt 20 Þús. pr ct. á 14 ára timabili. — Gera margir betur? Á þessu ári verða bygð sykur- gerðarhús í Sanpet og Sevier County um hér 'í Utah, og að öllum líkum eitt nfilægt bænum Boise í Idaho. Líka er auðmaður einn, sem á heima f Provo, að byggja sykurmylnu í bænum Reymond í Alberta, því þar er álitið að megi hafa fjarska mikla svkurrófuræktun, þegar framlíða stundir. Síðast vil ég geta þess, að bvgg- ingar og aðrar umbætur bæði á veg um, málþráðum og járnbrautum, hafa síðastl. ár nurnið $700,000, þar af hefar í Salt Lake City einum ver ið bygt upp á $2 500,000. Stjórnín er nú einnig að byggja þar afar- stóra og vandaða byggiugu, gizkað er á að muni kosta með öllu tilheyr- andi ^ millíón dollars. í því húsi verður Postofficed og skrifstofur allra þjóna Btjórnarinnar fyrir Utah, og gerir vel ef húsrúm hrekkur, því ær- ið nóg er að starfa hjá “Uncle Sam“. Að endingu vil ég geta þess, að fólkstalan í Utah er um 277 þús. Virðingarverð allra skattberandi eigna $118,019,500. Skattar 4.8/10 mills, sem nemur síðasta ár $53b, 168,00 Þinn með virðingu. E. H. Johnson. Stjórnamefnd almenna spítalans í Winnipeg biður Hkr. að viður- kenua móttöku á peningagjöfum frá Islendingum, að upphæð $265, 45. Þessum peningum hefir verið safnað af: Mrs Ellen Johnson...... $62,00 “ Gnðrún Péturson.... 13,50 “ Guðrún Bjömsson.. 5,00 “ Rósa Vidal........... 15,30 “ Signý Olson.......... 30,50 “ B. Magnússon....... 9.50 “ Guðrún Borgfjörð... 20,75 “ Guðrún Friðrikson.. 37,00 “ Agnes Thorgeirson.. 41,50 “ Olga Olgeírson..... 10,40 Kvenfél. Vonin, Selkirk 10,00 Als $265.40 Spitalanefndin getur þess í bréfi sfnu, að samskotalisti Miss Olga Olgeirson hafi tapast, en svo reiknast, að f Jhonum hafi staðið upphæðin, sem að ofan er nefnd. Það þarf ekki að taka það fram, að spítalanefndin er mjög ánægð með þessa gjöf og vottar Islending- um innilegt þakklæti fýrir hana, enda er hún þjóðflokki vorum mjög til sóma, og konur þær, sem fram- kvœmd hafa haft á máli þessu og svo mikið verk hafa lagt á sig til að safna fénu, verðskulda beztu þakkir allra Islendinga fyrir þetta starf sitt. Vegna rúmleysis i blaðinu get- um vér ekki birt nöfn gef endanna eða upphæðir þær, sem hinir ýmsn einstaklingar hafa gefið. Tonibólu-ljóð. Samkomurn ýmsum sagt er oft frá sífelt þeir leikina minnast líka’ á, sem eru með “critic” alt af að strita í isleuzku blöðin slöðugt að rita. Samkoma er það, sem að mig þá svo lítið langar að minnast hér á. Það hvorki skal vera lof eða last, en læt mig samt bundinn við sann- leikann fast. Ekki’ er það “konsert” eða neitt ball, og ekkert “sócial” né drykkju “rall”, En að eins “tombóla” er það þá— sem ætla ég nú að skýra frá. Þrfðja Deseœber það munum vér Að þesskonar samkoma boðuð v»r hér Troðfult var húsið trúa má þvf Tombólur, fóikið só'.gið er f. Toinbólur eru einkennilegar ýmsum punktutr. ég lýsi nú þegar: Einn er við dyrnar peuinga’ að passa og piltur annar með númer í kassa, Inni þar heyrast alskonar leeti enginn þómöglar þó’t fái’ ’aDn ei sæti Því rétt einsog var i réttunum heima í ruglingi allir um gólfið þar sveima. Fínindum og stolti þar út skúfað er eining og glaðværð í hásæti fer, og viðbúinn máttu vera nú, að verðirðuspurður “Hvað dróst þú?” Alla má þúa, engan að þéra. ekki þarf neina kunnuga’ að gera s ,mir þar bara öxlunum yfta Og ávarpa hinn næsta: “Viltu’ ekki skifta?” Og þar er einn siður, ja sá er mjög skrítinn sem að mér þykir nú mestu lítinn. Menn nenna’ ekki að taka af sér húf- ur né hatta eru’ í heitustu “kótum” um gólfið að dratta. Býsna mikið þeir bera í vösuin af blómstur krukkum og lampaglös um myndir í “ramma” af ’kvín’ og ‘kíng’ klukkur og margslags glyevaruing. Mér sýndist þar verða á fólhinu fart- inn forsetinn auglýsti tvo fyrir kvartinn fram og til baka það var að þjóta af þrengslunum glös voru ýmsir að brjóta. Senn höfðu allir fult i fangi og fundu til þreytu að vera á gangi, karlmenn þar hlutu kvenmansskó, hver varð að sitja með það sem ’ann dró. Karlmanns nærföt kvenmaður dró kfmdu þá sumir, hún sjálf að því hló. Ungur piltur í mig þar hnipti: “Ætli etúlkuna vanti’ ekki skifti?” Palli var þar með ljómandi “leisu” Laugi hlaut einhverja skrítna peisu hann vildi mögla en þó átti’ að þegja, það var kvenmanns silkitreyja. Ég hélt að hann væri heppinn maður og hvislaði’ að honum: vertu glaður, skoðaðu' ei hissa skrautgripinn skiftu við miss, sem dró nærfötin. Með “krullutöng” hann Kristján var, Katrín líka hlaut skegghníf þar, Þetta var öfugt enn, það ég sá að þau viðhvort annaðskíftu þá, Já, ýmislegt var þar af ágætum vör- um ógrynni af klútum og bollapörum, og alskonar gliogur, sem ei fæ hér talið alt var þó fremur smekklega valið. Allir drættír upp gengu þar Enda líka framorðið var, ým8ir með leirtau héldu nú heim f hálkunni’ og myrkrinu’ eg vorkendi þeim. Oft er misjafn sauður f mörgu fé það er málsháttur sannur þótt gamall sé svo þegar yfirleitt alt var þar dæmt öðrum þótti gott en hinum slæmt. Tombólur flestar taka3t vel, tombólur beztar af samkomum tel. Tombólur ætti öllum að Uka, því oft þær gjöra fátæka rika. OLISIMONSON MÆLIR MKÐ 8fND NÝJA Skandinavian Hotel 718 jflain 8<r Fæði 81.00 á dag. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Slain St, - - - Winnlpeg. R. A. BONNBR. T. L. HARTLBY. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norðvesturland inu—Tíu Pool.borð.—Alskonar vín og vindlar. Lennon & Hebb, Eigendur. líiijiiinl & Co. VIN VHP7T AKAtt ^ ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST - AR BIRGDIR. Hátíða “Calender” vor “Une Veritable Teuvre D’Art” verður sendur með hverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 305 flain St. Winnipeg. (Prógrammið, á eftir tombólunni) Gunnlögur Jóhannsson gengur þar á gólfið, sem “plattform” menn kalla hann einn stóran hamar i hendi sér bar og horfði með djörfung á alla. Haun setti þar á sig sérstaka rögg. í saloum var háreisti’ og kliður. Á borðið hann lamdibýsna stórt högg oe bað fólk að setjast niðnr. "Prógrammið á að byrja brátt bíðið þið róleg þarna. Ég bið ykkur svo að hafa ekki hátt og hlusta’ á hann séra Bjarna.” Svo hrópar hann aftur “hlýðið þið mér, hver maður átti að sitja, Sigurður Július séég er hér, sá ætlar kvæði að flytja. Og Upplestur fáið þig ágætann í ofan á lag með hinu Sigurður Magnússon er með hann 8eiot á prógraminu. G. H. B. B. OLSON, Provincial Conveyancer. Gimli Ma.n. Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði f útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES”, HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt f stór- eða smákaupum, f skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, W. J. BOYD. 422 og 579 Main St. (Janadian Pacifíc }{ailway Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til allra staða í ONTARIO, QUEBEC og SJÓFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Viðstöðuleyfl veitt þegar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des. 21. til 25. og 30. 31., og Jan. 1. Gilda til 5. jan., aó þeim degi með töldum. Eftir frekari r.pplýingum snúið yðnr til næsr» umboðsmanns C. P, R. fél. eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG. D. W Fleury & Co. UP PBOÐSH A LDARAR. «4» PORT «K AVE. selur og kaupir nýja og ga.nla hús- muni og aðra hluti. einnig shiftir hús- munum við þá sem þess þurfa. Veizlar einnig meðlönd, gripi og alskonar vörur. TELEPHONE 1457,— Oskar eftir viðskiftum Islendinga, 35*3 Mr, Potter frá Texas hótelinu að leita Arthur uppi, kom dóttir hans inn í Hotel des Bains, og fann hún Lubbins í ganginum. Húnbaðhatmað færa lafði Sarah Annerley heimsóknarmiða sinn, og mælti þetta þann veg, að hann gleymdi að ljúga að henni. að hún væri ekki heima. Ida fór inn i bið3tofuna á undan, og fam vesalings Ethel þar sem enga lyst hafði á að snæða miðdagsverð þenna dag. Og i staðinn fyrir að svara Idu, hljóðaði |hún og veinaði af undrun. og hljóp til hennar og mælti með skiálfandi róm: “Þú ert þá komin hingað í sömu erindagerðum og ég er”. “Hvaða erindi er það?" sagði Ida alveg hissa. Ethel lét ekki "standa á svarinu og hélt á- fram: “Að hind''a manninn, aem ég elska, og manninn sera þú ant, frá þvíað berast á bana- spjótum og hata hveru Jannan”. Þessi orð óg iátæðið sem þan voru töluð með gerðu Idu da uðhrædda. Hún hrópaði: “Hvaðáttu við? Eg skil þig ekki! Flýttu þér að segja það, Hvada flækjur eru nú nýjar á seiði”.—Og síðan fékk hún æðisflog, þegar Eth- el skýrði henni fr<á í fáum orðuin að þeir Arthur og Errol hefðu átt deilu saman, En siðasta setningin fór alveg með sjálfsvald Idu, þegar Ethel bætti við: ‘ Bróðir minn barði þenna inann. sam é? elska”, “Eu hvað gerði herra Errol þeim manni sem ég slska?” hrópaði Ida náföl. Hún nötraði og skalf á beinunum því hún vissi vel livaOa ondalok svona mál fengju í Texas. Mr Potter frá Texas 357 “Hann hélt hendi hans kyrri, og barði hann ekki aftur”. “Guð launi honum það”, 'sagði Ida. “Haun sagði að þessi maður, sem þú elskar, væri bróðir minn”. “Það var göfugt 02 mannlegt”, mælti Ida f lágum róm, og mælti síðan upphátt: “Ég skal endurgjalda honum þetta stiax í dag”. Síðan spurði hún hvort Arthur væri virkilega staddur i Boulogne þegar, Svariðvar játandi. Hún sagði Ethel að hún yrðí að bíða þarna þangað til Errol kæmi að finua lafði Sarah Annerley. “Þú holdur að hann heimsæki liana hérna?” Þessi spurning var mælt með mikilli áherzlu svo ungfrú Potter svar&ði með sannfærandi orð- um og látbragði: “Hann gerir þaðuf því hann elskar þig, Ethel Lincoln. Efastu aldrei ura að Karl Errol elski þig ekki. Eg ælla og Skal finna bróður þian og konia með hann hingað, og láta hann afsaka það sem hanu hefirjgert á hlnta þessa göfuga Iprúðmennís”. “Þú heldur þá aö Karl sé göfugur?” sagði Ethol og andaði léttara en ádur. Henni þótti vænt um að heyra Errcl hrósað, Hún mælti þvi: “Þakka þér lyrir. Þú hefir traust á Karli”. “Eg elska hann!” * ‘Ó —ó—óuss-----”. “Sem bróður”. sagði Id i og hló, og gekk út, og horfði eflir Ai thur. Henni varmjögantum að hann bæði Errol afsökuuar á fljótfærni smni og asnaskap, og sjá um að pessi dcila hjaðnaði 360 Mr. Potter frá Texas sitja þarna við gluggann, innan við tjöldin eina minútu. Eg þarf að tala augnablik við einn af gostum mínum”, “Auðvitað hefi ég ekkert á móti því” svar- aði Ethel, og settist þar, sem frúin ákvað. Hún hugsaði með sér, ef þes.si gestur væri Kail, þá hefði hún látið sig fara inn i stássstofuna á með- anþauitöluðu saman. Síðan mælti hún upp- hátt: “Mérer yndi að þessari fögru útsýn fram um höfnina, og við hana get ég un&ð hálfan klukkutíma, ef það tekur þig svo lengi að tala við gestinn”. “Það verður að eihs fáaJ minútur, sem ég þarf að tala við hann, en ég ætla að draga tjöld in fyrir, svo við gerum þér minna ónæði”, mælti Sarah. ‘ Spjaidið segir að hann þurfi að tala við mig um áríðandi erindi”. Siðan dró hún tjöldin fyrir, sem voru þung og fögur, og lokaði ungfrú Lincoln að baki þeim þá hló hún meðsjálfri sér. og hugsaði: Eg drep ástþeirra—þau eru undir tninni miskunn nú. Hún fær að heyra hvert orð og hlusta á það frá Karls eigin vörum, að hann er sonnr útlaga, og glæpamanns. Hann getur þá fengið hugmynd um hennar barnslegu tilfinningar, og hvert þær eru þess virði, að karlmaður gefi þeim gaum, sem búitin er að þekkja þær”. Þegar hún reikaði frá tjöldunum mælti hún milli tannanna: “Eg skal sprengja hjörtu þeirra!" Siðan brosti hún út undir eyru, og flýtti sér fram að Jhnrðinni. því hún heyrði að einhver kom, Oi hbið þar, ogmælti við sjálfa sig: “Hannkemur! Karl kemur !” Hún hataði Mr. Potter frá Texas 353 Potter fór aftur inn í skothýsið og reycdi aðra byssu. og hafði riffil í hinni hendtnni, og skaut þá jafnt báðum höndum, og gerði svo mikla skothrið, að búðarhaldandinn vildi fá hann til að sýna opinberlega skotíþrótt sina. Þegar Potter var að enda við að reyna byss- urnar, kom vesalings Van Cott þangað. Hann hafði verið að biðja um ný föt með hraðskeyti, en heyrði þenna ógna hávaða um leið og hann fór fram hjá búðinni, og sá Potter, og sá að hann var hæfinn, svo haun flúði eins og fætur toguðu í hinn enda borgftrinuar, og h&fðist þar við þang að tii hann komst álestina, sem fyrst fór til Parisar, Hann hélt að Potter gæti naumast haft upp á sér í eins stórri borg og Paris er, Allan tfmann skalf hann og nötraði og kaldur svitinn raun um hann. Hann leit flóttalega alt i kringum sig. og átti von á að sjá Potter koma á móti sér á hverri mínútu, því hann taldi það sjálfsagt að hann heföi verið að æfa sig áð- ur eu hann skoraði sig á hólm, og hann veinaði upp yfir sig: “Guð minn! Hann ætlar að drepa mig með skammbyssu!” Potter likaði marghleypan, sem hann reyndl þar, og tók því tvær byssur, og um leið og hanu var að stinga þeim á sig mælti hann; “Þegar maður þarf að eins að verja sig innan lægri stéttar maHnfélagsins, hefi ég látið eina dug* hérna megin hafsins. þótt ég findi vel aðég var ekki netna hálflifandi, ef á mig væri ráðist, en nú hefi ég vopn i biðum höndutn, og er hvergi hræddur. Mér finst ég vera kominn aftur í stríðið í Texas, og eigi hergöngn íyrir hendi".

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.