Heimskringla - 22.01.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 22.01.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 22. JANÚAR 1903. Beimskriugla, PUBLISHBD BT The Heimskringla News 4 Publishing Co. Verð blaðsins í CanadaogBandar $2.00 am árið (fyrir fraui borgað). Sent til Ísland9 (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist i P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Moneý Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka eni Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. Ij. Baldwinson, Editor & Manager. OfiBce ; 219 McDermot Ave. P.O. BOX Baldur-veizlan. lOc. ílutniiiííSífjaldi lofad. Baldurbúar og bændurnir þar umhverfis, héldu stjórnarformanni, R. P. Roblin, veizlu mikla í leik- húsi bæjarins f>ann 14. þ, m. Leik- húsið, sem rúmar milli 2 og 3 hundruð manna, var fult. 3 borð voru sett eftir endilöngu húsinu og það fjórða fyrir stafni þess og voru J>au öll f>étt skipuð mönnum og konum. Réttimir vom vel til- reiddir og allir skemtu sér vel, \ eizla þessi er sú fyrsta af sinni tegund, sem ritstjóri f>essa blaðs hefir séð, f>ar sem konur sóttu jafnt og karlmenn og hvað sat við ann- ars hlið við hin ýmsu borð, eins og mentuðu fólki sæmir, og þar sem konumar sátu út allan veizlutím- ann, frá kl. 7.30 um kvöldið, til kl. 1 eftir miðnætti. Astæðan fyrir þessu mun liafa verið sú að þar var ekkert vfn um hönd haft og engar reykingar, eins og þó er vanalegt við slfk tækifæri, og telj- um vér hinn nýja sið Baldurbúa einkar vel viðeigandi og umbót mikla frá J>vf, sem vanalegt er við slík tækifæri. Að endaðri máltíð fóra ræðuhöld fram og talaði Mr. Roblin þar f 2 kl. tíma og sk/rði frá starfsemi stjórnar sinnar í þau ár, sem hann hefir verið stjómar- formaður, og aldrei höfum vér heyrt hann halda öflugri eða mælsk- ari ræu en pessa. Hann sýndi fram á hagsmuni f>á, sem fylkfð hefir haft af járnbrautarsamning- um þeim, sem hann gerði við Can- adian Northem Railway félagið og lofaði að lækka bráðlega flutnings- gjald á hveiti og öðrum vörum enn þá meira en f>egar hefir verið gert. Hann lofaði áreiðanlega að hveiti- flutnihgsgjald á komandi upp- skeru bænda að hausti, skyldi ekki verða hærra en 10 cents fyrir hver 100 pund, og var þessari staðhæf- ingu hans fagnað með miklu lófa- klappi. Þetta er f fyrsta sinn, sem Mr. Roblin hefir gefið f>etta á- kveðna loforð opinberlega, og fylk- isbúar mega vera vissir um að hann stendur við J>að loforð. Sömu- leiðis lofaði hann að flutningsgjöld á öllum vörum skyldu lækka að sama skapi, hvort sem f>ær væm fluttar út úr fylkinu eða inn í f>að. Ákveðnar upplýsingar um þetta mál verða náttúrlega að bíða næsta þings; en þá verða fylkisbúum veittar ýtarlegar upplýsingar um það og önnur ágreiningsmál. A samt jámbrautamálinu minntist Mr. Roblin á fjármál fylkisins og sýndi að stjórn sín hefði haft tekju- afgang á hverju ári síðan Con- servativar komust til valda, og að tekjuafgangurinn fyrir árið 1902 væri meiri en á nokkra undanfömu ári. Hann kvað inntektir fylkis- ins fara stöðugt hækkandi f tilefni af sköttum þeim, sem lagðjr hefðu verið á járnbrautir, strætabrautir, banka, Insurance- og lánfélög og slfkar auðstofnanir. Hann dró engan efa á að inntektir af þessum sköttum mundu f nálægri framtfð verða' mjög mikilvæg inntektagrein fyrir fylkið og það án þess að auka að nokkru vexti af peningalánnm eða ábyrgðir iðgjalda, eða á nokk- urn annan hátt að þrengja að kost- um almennings. Mjög góður róm- ur var gerður að ræð u herra Rob- lins og öll samkoman fór svo vel fram sem frekast mátti verða. Það er enginn efi á því að vinsældir Mr. Roblins og stjómar hans fara stöðugt vaxandi meðal fylkisbúa í réttum hlutföllum við vaxandi rétta þekkingu á þeirri þýðingu, sem starfsemi hans og hennar hef- ir haft og hefir fyrir framfarir fylkisins og hagsmuni fbúanna. Fundurinn endaði tneð þreföldu húrra fyrir Mr. Roblin og Breta konungi. Þess skal að síðustu getið að á lestinni frá Baldur til Winni- peg, fékk Mr. Roblin hraðskeyti frá bændum í Sumerset höraðinu, það var veizluboð. Þeim, ekki sfð- ur en Baldurbúum, er ant urn að sýna honum verðskuldaða sæmd fyrir stjórnmálalega starfsemi hans í hag fylkisins. Hami er reiður. Ritstj. Lögbergs getur ekki á heilum sér tekið síðan hann fór fyrir alvöra að sannfærast um það, að vinsœldir Roblinstjómarinnar fara stöðugt vaxandi um alt Mani- tobafylki. ogsæmdhans eykst því meir, sem almenningur fær ljósari þekkingu á hans ágætu hæfileik- um, dngnaði og stjómvizku, sem alt lýtur að því, að bæta hag fylk- isins, auka vöxt þess og framför og auðga íhúa þess að miklum mun. En aldrei hefir honum sviðið eins og þegar fregnin barst um það’ að kjósendur í kjördæmi Mr, (xreenways höfðu ákveðið að halc Roblin heiðurssamsæti f virðing- ar og þakklætisskyni fýrir star:' hans 1 þágu fylkisins, Það er eins og riðguðum sáraskurðarhníf hafi sungið verið f sitjandann á ritstjór anum, svo svíður honum Baldur- veizlan, ekki af því að maturinn, sem þar var veittur,. væri frá hon- um tekin, því að það vár hann vissulega ekki, heldur af ótta fyrir afleiðiugunum af þvf að Roblin gefst við slík veizluhöld tækifæri til þess að kynnast og tala við kjósenduma og skýra þeim rétt eg satt frá starfsemi stjómar sinnar og þeirri þyðingu, sem hún hefir á hag fylkisins í heild sinni. Lög- berg veit að það eru í Mountain- kjördæminu eins og annarsstaðar, svo sanngjarnir borgarar að þeir era líklegir til að aðhyllast þá stefnu f stjómmálum, sem þeir sjá að sér og öðrum íbúum fylkisins, er fyrir beztu. En þetta geta þeir að eins séð með því að þeim gefist kostur á að heyra rétt og sann- gjamlega skýrt frá málavöxtum af þeim mönnum, sem af reynslunni hafa persónulega þekkingu á mál- um fylkisins út í yztu æsar. Tœp- lega getur ritstjórinn hafa reiðst af þvf að Mr, Robltn lofaði að flutn ingsgjald á hveiti bænda skyldi vverða fært niður í lOc. fyrir hvei 100 pund frá Manitoba til stór- vatnanna eystra, áður en næsta uppskera yrði flutt út úr fylkinu. Það var þetta lOc. gjald, sem Greenway var stöðugt að vinna að að koma í framkvæmd í öll þau 12 ár, sem hann var við völdin, en sem aldrei gátu fengist fyr en Con- servatfvar komust til valda, og þó að Mr. Roblin hafi tekizt á 3 árum að afkasta því verki, sem Green- way gat ekki gert í 12 ár, þá sjáum vér ekki að hann verðskuldi van- þóknun Lögbergs eða annara fyrir það. Ekki heldur getur rirstj. hafa komist f þenna voðalega æs- ing, sem grein hans f síðasta blaði ber vott um, þó Mr. Roblin hafi áorkað þvf að færa flatningsgjald á hveiti bænda niður f lOc. í stað 14c., sem gamli Greenway hélt þvf f meðan hann hafðj tögl og hagldir á fylkisbúum, og því sfzt getur bann hafa reiðst af því, að nú er árlegur tekju afgangur í fylkis- sjóði, f stað árlegrar sjóðþurðar meðan Greenway hélt um fylkis- pyngjuna. Ekkert af þessu getur hafa æst skap ritstj. Bamt er mað urinn reiður, og f ofsa bræði sinni voðalega illorður í grein sinni. Hvers vegna er þetta svo? Jú, iað er af því, að hann lætur flokks- ofstæki sitt fara f bökstaflegar gön- ur með vit og tilfinningar út af iví, að það er Mr. Roblin og Con- servatfvastjómin, sem tekist hefir að forða fylkisbúum frá þeim sí- vaxandi skuldaviðjum og áfallandi árlegri sjóðþurð, sem legið hafði á stjómarárum Liberala eins og farg á fylkisbúum, Ekki af þvf að þessar ^umbætur hafi vérið gerð- ar, heldur af því taki menn eftir —að það vorn Conservatívar, en ekki Liberalar, sem gerðu J>ær. En þetta er að vorri hyggju ekki nægilegt reiðiefni fyrir ritstjórain, því að frá almennu sjónarmiði ger- ir það ekkert til, livert nafn stjórn sú ber, sem kemur fjárhag fylkis- ins. framför þess og velsæld al- mennings f æskilegt liorf, heldur 'iitt, að það sé gert, og gert á þann hátt, að árangurinn af starfseminni sé öllum augljós og áþreifanlegur; eða svona lítum vérámálið. En ritstj. Liigbergs getur þetta sfni- lega ekki. Maðurinn er svo ras- andi, að hann sör |ofsjónir, ekkert nema ofsjónir. Tökum til dœmis grein hans í fyrra blaði, þar sem hann segir um kosningalög fylkis- ins, að þau séu svo úr garði gerð, að það skuli ekki vera mögulegt fyrir andstæðinga stjórnarinnar að komast á kjörskrá fyrir næstu kosn- ingar, vitandi þó að kosningalögin ákveða að kjörskrár fylkisins skuli samdar undir umsjón dómaranna, og af mönnum settum’af þaim. Stjórnin hefir sem sé ekki hina minstu meðgjörð með samning skránna. Það verk er algerlega í höndum fylkisdómaranna og þó slær blaðið því út, að lögin séu svo gerð að það skuli verða ómögulegt undir nokkrum kringumstæðum fyrir andstæðinga stjórnarinnar að komast á kjörskrá. Eftir þess- ari staðhæfingu blaðsins að dæma hlýturþaðað álfta alla fylkisdóm- arana vera blátt áfram pólitfska skálka, sem við samning skránna hafi það eitt hugfast, að stela kjör- rétti af hverjpm einasta Liberal í fylkinu, Hvers á Mr. Myers að gjalda, hinn nýsetti dómari. Hann hefir þó sýnt það, að nann hefir verið ákveðinn og einbeittur Liber- al þingmaður. Þvf skyldi hann vera svo snúinn, að hann geti ekki unt flokksbræðram sfnum, sem verið hafa, þess réttar, að mega greiða atkvæði við kosningar. Þessi staðhæfing Lgbergs ritstj, um kosningaölgin, er svo frámunalega fjarstæð öllu heil- brigðu viti og sannleika, að hún er tæpast svaraverð nema að eins til þess að sýna vfsvitandi öfgar og ósanngimi mannsins þegar þessi pálitisku ofsjónaköst koma yfir hann, Tökum næst aðra staðhæfingu úr sfðasta númeri Lögbergs þar segir hann um jámbrautarsamn- inga Roblinstjórnarinnar, að þeir séu “verstu, vitlausustu, ranglát- ustu járnbrautarsamningar, sem nokkurn tíma hafa gerðir verið”. Hvemig veit maðurinn þetta, er hann svo gagnkunnugur öllum jámbrautasamningnm, “sem nokk- umtíma hafa gerðir verið”, að hann sé fær um að sanna, að hann fari með rétt mál? og í nverju ligg- ur rangsleitni samninganna? Blfkt verður að dæmast af áhrifum þeim, sem þeir hafa á hag fylkisbúa. Með þessum samningum hefir fylkið fengið flutninga og fargjalda, um- ráð á 1500 mílum af járnbrautum, eins gersamlega eins og ef fylkið ætti hvern dollar f stofnfé þeirra, og þessi flutningsgjalda umráð veita Manitobafylki um t v ö li u n d r u ð þúsund dollars bein- an hagnað á ári‘ sem árlega fer vaxandi eftir því sem fylkið bygg- ist og búskapur bænda og aðrir at- vinnuvegir fjölga og aukast f fylk- inu. Og alt þetta án þess að fylk- ið verði fyrir svo miklu sem eins eents útlátum, beinlfnis eða óbein- lfnis fyrir þann feykna hagnað, er það hefir fyrir þessa samninga. Það er satt, að fylkisstjórnin heflr gengið f ábyrgð fyrir þvf að vextir skuli borgaðir af vissri “upphæð af skuldabréfum félagsins, eftir að far og flutningsgjald með brautum þess hafa komist niður fyrir ákveð- ið gjakl, en bæði er það að fylkið hefir fulla tryggingu með fyrsta. og öðrum veðrétti í öllu brautakerf- inu fyrir ðllu því, sem það kynni að þurfa að leggja út, sem greiðslu af vöxtum félagsins, og svo er. eins og oft hefir áður verið tekið fram. als engin hætta á því, að fylkið þurfi nokkum tfma að borga svo mikið sem eitt cent af vðxtum af þessum skuldabréfum. Þvf að C. N. félagið hefir þegar f byrjun svo rniklar inntektir af starfi sínu hér i fylkinu, að það hefir sjálft borg- að öll útgjöld sem á því hvíla og alla vexti af öllum skuldabréfum þess, og þó haft svo mikin afgang í gróða, að það sér sér fært að færa enn niður flutningsgjöld á vörum þeim sem það flytur inn í fylkið og út úr þvf. Og það má óhætt vona að þessi flutningsgjalda lækkun fari árlega sílækkandi eftir þvf sem landið byggist og vömflutningar aukast, Annað sem }>essir samn- ingar hafa haft f för með sér er að auka stórfeldlega innflutning fólks úr Bandaríkjunum inn í fylkið og að auka með þvf landverð að stór- um mun, svo að jarðir bænda eru nú miklu meira virði en þær voru meðan Liberalar liöfðu stjórn fylk- isns í höndum sínum. Það var sannur frelsisdagur fyrir Manitoba þegar Conservatívum voru fengin völd fylkisins í umsjá. Þetta eru bændur og businessmenn út um fylkið farnir að sjá, og þess vegna eru þeir teknir til að halda stjóm- arforseta Roblin heiðurssamsæti hver í kapp við annan, til að votta honnm og stjóm hans með því þakkladi sitt og vináttu, og að vorri hyggju verður stjórnleg starf- semi Mr. Roblins í hag fylkisbúa aldrei of vel þökkuð. Þetta látum vér nægja að sinni. Að eins skal það tekið fram, að skortur á flutn- ingsvögnum á C. N. brautunum f Manitoba á sfðastliðnu hausti var ekki meiri en á flestum öðrum brautum, bæði í Canada og Banda- ríkjunum, eins og allir vita. sem lesið hafa blöðin, og satt vilja segja um málið, og það er enganvegin rétt,að kenna stjóminni um það, þótt þessi nýja braut hafi ekkj flciri vagna að tiltölu, heldur en elztu og fullkomnustu brautir í landinu. Enda hafði C. N. braut- in fleiri vagna að tiltölu og flutti út meira hveiti og aðrar vörur held ur en C. P. R. félagið og það vita Baldnrbúar allra manna bezt. Um N. P. einkalagningsleyfið, sem Lögberg og önnur Liberalblöð era sffelt að stagast á, getum vér sagt, að það mál verður á næsta þingi skýrt svo ljóslega og nákvæmlega, að almenningur mun sjá og viður- kenna, að þar er engin flugufótur fyrir staðhæfingum Lögbergs og annara Liberalblaða. Harvard háskóla bréf. Kæri herra ritstjóri :— Eg veit varla hyert það nemur því að efna loforð mitt við yður að senda yður nokkrar línur héðan, því bæði er orðið langt síðan ég kom og ég búinn að gleyma miklu af því nýsiárlega, sem ég sá hér fyrst eftir við komum, og svo sé ég að það berast fréttir að blaði yðar úr öllum áttum, og það frá viðburðaríkari stöðum en héðan. En svo aftur á móti er Hkr. góðra gjalda verð og mjög kærkominn gestur fyrir þá, sem lifa hér eins og “farþegjar sjóinn við” og heyra ekkert íslenzkt orð nema til sjilfra sín, það er að segja þegar þeir ekki þá þegja, líkt og landarnir sem búnir eru að veia hér nærrí í 1000 ár upp með Charles ánni, og búnir eru að tapa málinu náttúrlega fyrir löngu eins og spáð er fvrir Islendingum í Dakota og Manitoba. Það var hörmulegt ann- ars að það skyldí ekki komast á fót hjá þeim skóli eða að rninsta kosti íslenzk bókasafn áður en svona fór. En í þá daga var skinn svo dýrt og þeir nýbyggjarar svo fátækir, að það var óhugsandi að koinast yfir marg ar bækur, og skrælingjar ófianlegir til að viðurkenna, hvað þá að kenna, íslenzkuna svo mikið sem fyrsta ár- ið í undirbúningsdeíldinni, svo það var ekki við að búast að færi öðru- vísi en fór. En svo ég fari ekki að telja mér raunatðlur, þegar ég á að senda yður fréttapistil herra ritstj., þá er víst bezt að fara ekki lengra út í þetta efni, enda er það löngu liðíð, en teikn þessara tíma öll önnur og gleðilegri. Ferðalag hingað austur frá Winnipeg er engin æfintýraför. Það gengur vanalegast fljótt og vel, mað- ur heldur áfram viðstöðulítið unz takmarkinu er náð. Þann tíma sól- arhringsins, sem Ijóst er, er fátt að sjá nema smá bæi hér og hvar og þar á milli sléttiir, skógaeða vötn. Aust- ur að Chicago er laridslagið mjög tilbreytingalítið, hér og hvar hólar og hæðir með smávötnum á milli eða á eða læk á stöku stað, en þess utan eintómar eyður og akiar. Enginn getur þó borið á móti því að á viss- um stöðum er útsýuið bæði fegurra og tilbreytilegra en maður á að yenj ast í Manitoba, t. d. í Norðmanna nýlendunni hjá Stillwater í Wis- consin og víðar í því ríki: en yfir það heila tekið er Ameríka lík sjálfri sér þar eins og annarstaðar. Eftir 42 tíma ferð frá Winnipeg, þar af stendur maður 12 tíma við í St. Paul, kemur maður til Chicago kl. 8 að morgninum, og heldnr þaðan af stað aftur að kveldinu, austur á leið. Við fórum með Wabash brautinni, sem ekki leggur út fyr en kl. 10.30 að kveldinu- Biðin hefði orðið okkur nokkuð löng þar hefðum við ekki verið svo bej p- in að hitta vin minn, Gísla Jónsson, frá Flatatungu, Gíslason, sem Jrar er á læknaskólanum, Hann var með okkur allan daginn og skildum við ekki fyr en nokkrum mínútum áður en lestin fór af stað, þá var klukkan mikið gengin ellefu um kveldið. Eg var hálf kvíðafullur yfir því að hann næði ekki heiin með heilu og höldnu, ég margbað hann því að taka strætisvagninn, en hann þver. neitaði að gjöra það, því hann sagð ist ekki ætla að fara að taka upp á sig ómök og ónot að fara að rífa upp bankaþjónana þegar komin væri nótt, til þess að víxla ávísunum fyrir sig, en á sér sagðisf hann ekki hafa meira en svo að sér væri óhætt með það heim. Eg lét hann þá ráða og kvöddumst við svo búið, og hét hann að skrita mér strax og hann fengi línu frá mér héðan. Ég lét ekki bíða að skrifa eftir að hÍDgað hingað kom, en ekkert svar hef ég fengið enn, og uggir mig því að þar hafi farið eftir sem ég kveið fyrlr að kynni að ske um kveldið þá við skildum. Ég bið fólk hans samt að óttast ekki, hafi það fengið bréf frá honnm síðan 18. Okt. síðastl. Sunnudagsmorguninn þann. 19. Okt. komum við til Detroit, Mich. og stönzuðum við þar klukkutfma og hálfan. Eftir ytra útliti að dæma er það með þeim fallegri bæjum sem ég hef komið í og án efa sá þrifalegasti. Útsýnið er þar mjög tilkomumikið og vfðsýnt. Vatn á tvo vegu og hinum megin iOntaro skaginn. Frá Detroit fórum við yfir til Windsor og var lestin með öllu- saman ferjuð yflr fljótið og fók það rúman hálftíma, Það hafði ég aldrei séð fyr gert og þðtti mér tíðindum sæta. Allir farþegjar ruddust út úr vögnnnum stiax og lestin var kom- in upp á bátinn, upp á dálítinn pa.ll, sem varum 3 mannhæðir fyrir ofan aðal þilfarið, og sá maður þaðan langt inn í Canada. En ekki var það sem inn í neinn töfra heim sæi, og þó er sá skagi sagður vera mjög frjófsamur og kallaðnr ‘aldingarður Canada.” Þenna Ameriska aldin garð” bygðu fyrst af hvítum mönn- um þeir.sem heldur vildu vera ánauð- ugir þegnar konungs en taka þátt í frelsisbaráttu Bandaríkjam. 1775— 82, eða eiga heima í frjálsu landi. honungur úthlutaði þeim að afloknu stríðinu þenna skaga og settust þeir þar að og þar hafa þeir og afkom- endur þeirra alið aldur smn síðan. Það er annars merkilegt í sögunni hversu ætíð heflr tekist eitthvað ömurlega tíl með alia aldingarða, eins og þeir eru þó ettirsóknavert pláss, en þó sýnist síðari villan hafa orðið argari hinni fyrri í þessu til- felli, nema því að eins það sé svo leiðis að þeir einir eigi skilið að lifa I aldingarði, sem ekki þekkja mis- muninn milli góðsog ils. Ef svo er, þá var engum gert rangt til þótt “LoyaP' istunum væri gefinn Ontario- skaginn. Til Niagara Falls, Cnnada- megin, komum við um kveldið og mr þar stanzað til kveldverðar. Ekki höfðum við tíma til að fára ofan að fossinum því eftir hftlftíma var haldið af stað aftur, og eftir að farið var frá Buffalo var haldið á- fram viðstöðulítið unz komið var til Camb/idge morguninn eftir. Á þessum síðasta áfanga er laudslagið mjög tilbreytilegt og víða fallegt, eu nokkuð er það hrjóstugt og öiæía- legt, þó einkum strax og komið er í Ný-Englandsríkin. Þegar maður getur fyrst glórt út um vagnglugg ann og séð hvar maður er staddur, sér maður ekkertannaðenhiminháa hóla, alla skógivaxn og hér og hvar fra.m aní brekkunum hús og hús á stangli. Daljrnir, sem maður fer eftir, e>u allir mjóír og þrengslalegir og gróð- urlitlir eftir því sem séð verður; bæirnir flestir smáir og gamaldags- legir og húsin flöt og fornfáleg. Á vagnstöðvunum á þessari leið var hvergi neinn ólmandi eða læti þegar lestin staðnæmdist, menn fóru sér að öllu rólega. Þeir sem fóru ofan á þessum eða hinum staðnum, fóru þegjandi og í hægðum sínum, og þeir sem biðu þeirra fyrir utan létu sér í engu óðslega að heilsa þeim eða sýna þeim önnur vinalæti sem tíðk- anleg eru milli innlendra, og vana- legast ganga af með hljóðum og há- reisti. Það helzta sem maður tekur eftlr við bændabýlin á þessum stöðv- um eru girðingarnar, sem hrófað er upp úr lausagrjóti, sem stunglð heflr verlð upp úr hólunum Alstaðar þar sem maður fer eftir brautinni sjást þessar girðingar á báðar hend- ur. Mér datt strax í hug túngarð- arnir sem ég hef heyrt gerið um að séu á Islandi, en ekki veit ég hvort þessir Ný-Englandstúngarðar eru neitt líkir þeim, og eitt er víst að hvergi voru að sjá nein “Grettistök” í þessum görðum. En ef túngarð- arnir á Islandi eru ekki fallegri en þessir garðar eru hérna þá er það áreiðanlegt að þeir eru engin bæjar- prýði, því til þess að halda steinun- um kyrrum er troðið mosa og mold í allar misfellur,—En svo þarf mað- ur nú reyndar ekki að lá bændum hér þessa byggingaraðferð, því það er margur yeggurinn, þótt ekki sé úr grjóti, sem hlaðinn er upp á líkan hátt, og margir sem gefa sig í að halda honum við og fylla upp í eyðurnar með' engu vandaðra efni en torfl og mosa. Þær eru margar gömlu flíkurnar sem enn er reynt að halda saman ineð nýjum bótum og þeir ekki svo fáir sem læra aðal- lega upp á það ad klippa bætur; því það er um að gera að láta ekki al- múgan komast úr sínum hversdags- görmum, og ekki út fyrir vegginn, uinfram alt ekki út fyrir vegginn. (Meira). Ókurtetsi á hæsta stigi. Samkomunni, sem haldin var á Nortli West Hall 13. þ.m. varþað til stórlíta hversu óvirðuglega ein persóna, sem fram kom á prógram- minu, var leikin af áheyrendunum, nefnil Miss Emily Morris, sem síðast á prógr. spilaði piano solo. Þegar Miss Morris var kölluð upp, þnsti allur fjöldinn út, en flest af þvf er eftir sat talaði svo hátt að vart beyrðist hvort verið var að spila eða ekki, samt sá ég örfáar manneskjur sitia kyrrar og gera tilraunir til að hlusta. Slík vanvirða, sem þessi, ætti aldrei að koma fyrir, f>ví þó fólkið ætli ef til vill ekki að fyrirlfta þann er fram kemur heldur skoði sein- asta stykki prógrammsins zem út- göngu-march, hvert heldur það er upplestur, kvæði, ræða eða hljóð- færasláttur, f>á er það þó tfl að meiða tilfinningar þeirra, er fram koma, og lýsir ókurteisi þeirra er á hlýða, og til að spilla stóruin fyr- ir eftirfarandi samkomum, sem f>ó má ætla að verði stofnaðar eins og þessi áminsta samkoma, til að hjálpa J>eim sem bágt eiga. Btykki það, sem Miss Morris spilaði var vel f>ess virði að hlust- að væri á það með athygli, þvf ein- mitt f>að var einna bezt fram borið af öllum Music stykkjunum á J >ei rri samkomu. Lagið sem Miss Morris spilaði var fremur af léttri tegund og hvergi innihélt J>að ]>ungt eða flókið harmony, en samt sem áður er lagið hljómafagurt og töluvert rnikil fingra æfing. Miss Morris gjörði mjög vel og á þakkir skyldar frá öllum er viðstaddir voru. Jónas Pálsson. SPANISH FORK, UTHA. 1. Janúar 1903 Herra ritstj. Gleðilegt nýtt ár! Egjjheld ég verði nú að slá f að rita þér fáeinar línur, fyrstog tremst til að óska þér til lukku og gengis á þessu nýbyrjaða ári, og þar næst til að þakka þér fyrir “Cempiimentary- ið“, og síðasten ekki sízt, fyrir jóla- blaðið, sem ég álít prýðilega úr garði gert, bæði að efni og frágangi, og sömuleiðis huglátlega og myndar lega jólagjö* trá prcntfélagí Hkr. Þegar ég var að lesa blaðið og

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.