Heimskringla - 29.01.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.01.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGrLA 29. JANÚAR 1903 lleiiiiskriiigla. PUBLISHBD BY The Heimskringla News i l'ablishing Co. Verð blaðsins í Canadaog BaDdar. $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaapeud- um bUðsins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávisanir á aðrabanka ení Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Baidwinson, Editor & Manager. Office ; 219 McDermot Ave. P O. BOX l»83. Colonel Lynch. Fá mál hafa vakið meira at- hygli á Englandi og í öðrum Ev- rópulöndum yfirleitt, um undan- farna nokkra mánuði, heldur en landráðasakargift sú, sem brezka stjórnin hóf á hendur Col. Lynch og sem hann nú er dæmdur til að hengjast fyrir. Saga málsins er í stuttu máli sú: að þegar Bretar og Búar byrj- uðu hemaðinn þá fór Col. Lynch, sem er írskur að ætt og uppruna, yfir til Suður-Afríku og lagði f>ar af þegnhollnustu eið og gekk svo í lið með Búum og barðist með þeim gegn þjóð sinni og föðurlandi gegnum alt strfðið. Að enduðum ófriðnum fór hann til Frakklands og var skömmu þar eftir kosinn fingmaður fyrir Calway-kjördæmið á Irlandi til að sitja á Londonþing- inu. Breta stjórn hefði ef til vil' ekki amast við Lynch þó hann hefði verið á Irlaudi, þó henni findist sakir nægar til að varpa honum í fangelsi. En þegar Irar gerðu hann að þingmanni, f virð. ingar og þakklætisskyni fyrir fram- göngu hans í herdeildum Búanna, þá var stjórninni ofboðið. Hún gaf írum tilkynningu um fað að ef Lynch setti fót á England til þess að taka sæti í Londonþinginu, þá yrði hann tafarlaust handtek- inn og landráðamál höfðað móti honum. Lynch lét sér hvergi bregða en fór til Lundúna og heimtaði þingsæti sitt. Stjómin svaraði með þvf að láta handtaka hann og höfða mál á móti honum með þeim afleiðingum að hann var dæmdur til hengingar. Dómarinn í málinu gat f>ess að slík mál væra sjaldgæf og hefðu ekki komið fyrir í rfki Breta um 65 ára tfma. Hann kvað það ekki tiltökumál þó þegnar eins rikis yfirgæfu f>að og gerðust þegnar annars rfkis á friðartímum. En hann kvað það landráð á hæsta stigi af þegni eins ríkis, að bregð- ast þvf á strfðstfma og ganga yfir f óvinaherinn, og sfðan að ófriðnum loknum að hverfa aftur til f'iður- landsins, og telja sig þá fullgildan f>egn þess og scekja um hæstu em- bætti og stjómmálastöður f>ar, eins og ekkert hefði ískorist. Slfku háttalagi kvað hann verða að hegna samkvæmt lögum. með Iffláti, og svo dæmdi hann manninn sam- kvæmt þessari skoðun sinni. Það er búist við að dómi þessum verði breytt svo að maðurinn fái að halda lífl; en vfst er talið að hann fái æfilangt fangelsi. Flest blöð á Englandi mæla. móti dóminum, þykir hann vera alt of harður og biðja fanganum vægðar. Telja J>au f>að meðal annars draga úr sekt hans, að hann með þessari breytni sinni hafi unnið í fullu samræmi við geðþekni mikils fjölda brezkra borgara—Iranna — og telja þing- kosningu hans órækan vott þess að þeir hafi ekki skoðað hluttöku hans f Búastrfðinu sem glæp, og að hann hafi sjálfur ekki verið sér þess meðvitandi að hann væri með þessu að drfgja neina synd, heldur þvert á móti að gera góðverk með því að leggja lítilmagnanum lið af fremsta megni. Frá stjórnarinnar hálfu verður ekki séð að málshöfð- un þessi sé gerð í hefndarskyni við Lynch, heldur sem tilkynning til þegna rfkisins alment, að slfkt verði ekki liðið framvegis, þegar Ifkt stendur á og hér átti sér stað. En þetta mál vekur óefað hugsun ina um það hvað það er, sem einn borgari má eða má ekki tala og gera f landi sínu á ófriðartímum, og þeir era margir þiígnarair í brezka ríkinu, sem hefðu mikið gagn af að fá nákvæmar upplýsing- ar í því efni, því enginn getur ver- ið góður borgari eins ríkis nema hann skilji skyldur sínar gagnvart því og inni- þær af hendi eftir beztu vitund. Vínbanslögin í Vermont, Atkvæði verða greidd í Ver- mont ríkinu þann þriðja næsta mánaðar um það, hvort nema skuli úr gildi vínbanslög þau, sem þar hafa verið f gildi um 50 ára tfma. Síðasta þingið í Vermont rfkinu samþykti ‘ Local option”-lög, sem ætlast er til að komi f stað gömlu vínbanslaganna, og atkvæðagreiðsl- an 3. Febróar er um það hvort •‘Option”-lög þessi skuli ððlast gildi og hin þar með látin falla úr sögunni. Bandaríkjablöð þau, sem rætt hafa mál þetta telja n/ju lögin vel til þess fallin að spoma við of- drykkjunni og veita stjórninni möguleika til þess að láta fram- fylgja þeim. Gömlu vínbanslögin hafa ekki náð tilgangi sfnum nema að litlu leyti og hefir |>eim þó verið vel framfylgt. Vínbanslögin hafa verið fullkomlega reynd í Vermont f síðastl. hálfa öld, Þau höfðu lengi framan af svo eindregið fylgi borgaranna að vínvinir þorðu hvorki að andmæla þeim né óhlýðn- ast. Þeir, sem brotlegir urðu var /mist varpað í fangelsi, um lengri og skemri tíma, eða þeir urðu að greiða stórar frársektir Ríkis- þingið var eindregið ineð vfnbans- vinum og sneið löggjöf sína alger- lega eftir óskum þeirra. Enn að- algalli laganna var sá, að of langt var gengið f hisgningaáttina. Það var sem sé mögulegt að halda mönnum f lffstíðar fangelsi fyrir ítrekuð brot laganna, og margir eru J>eir, sem máttu sæta löngum fangelsisvistum fyrir vínveitingu og vfnnautn. Vermontlögin voru sniðin til J>ess að afnema með öllu vfnnautu og veitingu þar í rfkinu, ef það annars væri mögulegt með lagaboði og ströngu eftirliti af hálfu þess opinhera. Við reynslu lag- anna breyttist hugsunarháttur al- þýðunnar smátt og smátt. Það varð æ ljósara, með ári hverju. að hcr var að ræða, ekki að eins um þvingunar, heldur um ofsóknar lög- gjöf, sam f framkvæmdinni reynd- ist ekki hæf til að stemma stigu fyrir vfnnautn, en hélt þó sffeld- lega f fangelsum rfkisins mönnum, sem f öllu voru góðir borgarar með þeirri undantekningu að þeir neyttu vfns og veittu það f banni þessara laga. Mikill fjöldi fólks fór nú smátt og smátt að amast við lögun- um og opinberlega að brjóta þau, svo að lögregla ríkisins mátti ekki við að hafa þeim framfylgt, eins og til var ætlast í fyrstu. Það er talið að f bænum Burlington, scu ekki færri en 200 drykkjukrár, þar sem vfn er veitt f forboði þessara vín- banslaga, og á öllum hótelum rfkis- ins getur hver sá gestur fengið vfu, sem er þektur að þvf að vera heið- virður maður, eða ferðamaður. Undir [>essu fyrirkomulagi hefir uppvaxandi kynslóðin lært að drekka. Það sækir hinar lægstu drykkjustofur bæjanna og gerist óreglufólk, og lögreglan fær ekkert við [>að ráðið. Nú fara þessi nýju “option”-lög fram á að leyfa vfn- sölu í 18 veitingahúsum í Burling- ton, sem scu undir umsjón lög- reglunnar, en bæjarbúar lofa að sjá til þess að annarstaðar skuli vín ekki veitt í borginni, eftir að þessi 18 gistihús hafa fengið lögveradað vínleyfi. Hvað atkvæðagreiðslan kann að ákveða f þessu máli er enn ekki hægt að segja, en ekki verður því neitað að breytingin, ef hún kemst á, er í meira lagi ógeðfeld öllum hluta þjóðarinnar, sem ann vfn- banni. Það er ekki í fljótu bragði sjáanlegt að það sc spor til fram- fara eða þjóðarheilla að nema úr gildi 50 ára gömul vínbanslög og engin sönnun fyrir að minna verði drukkið eftir en áður. Það gefur og ilt eftirdæmi öðrum rfkjum, sem nú hafa vínbanslög f gildi hjá scr, og hvetur fremur en letur til þess að fá þau einnig þar afnumin. En svo eiga þeir. sem í fjarlægð búa örðugra með að dæma rétt um þetta en hinir, sem lifa undir á- hrifum slfkra laga. Harvard háskóla bréf. (Niðurl. næst). Ef maður hefir gert sér hug- mynd um að Cambridge væri reisu- legur nýmóðins bær, þá er sú "hugsanavilla” fljótt leiðrétt eftir að hingað kemur, þvi bæjarbúar gefa manni f skyn að bærinn sé eldri en síðan í gær eða fyiradag, og bærinn sjálfur ber það með bér líka. Alt það sem er elzt er dýrmætast bér, og ekkert hús er rifið fyr en það getur ekki lengur tollað uppi. Þó eru fá hús eftir nú siðan frá landnámstíð, en fjöldamörg frá því löngu fyrir freisisstriðið. Einkum eru það þó kyrkjur, þær eru lengi seigar við það gamla, sem hafa nú margar 50 um tírætt, og ber ekki á öðru en þær geti enzt í 50 ár enn. Fyrir framan margar þessar gömln kyrkj- ur standa steintöflur, er sýna hve nær söfnuður sá og kyrkja hafi myndast, er eigí þetta hús, og hvenær húsið hafi verið bygt, því í fyrndinni aðgreindu kálvinistar hér kyrkjuna ag söfnuðinn. í kyikj unni voru að eins þeir, sem fyrir margítrekaða vandlæting prestsins síns höfðu orðið snortnir af “heilögu afli” og orðið á þann hátt fullvissir um sína útvalningu, “því margir voru kallaðir en fáir útvaldir” hljóð- aði kenningin 1 þá daga. I söfnuð- inum voru allir þeir, er einskis höfðu orðið varir og máttu eiga & öllu von í öðru lífi. Þessir aumingjar áttu ekki upp á pallborðið á þeim dögum, þeir voru sektaðir ef þeir fóru ekki til kyrkju, til kyrkju og ríkis urðu þeir að gjalda en höfðu þó ekki at kvæðisrétt í neinum málum. Ef þeir komu ekki til kyrkju í 3 sunnu- daga samfleytt, þó þeir gildu sitt sektarfé voru þeir sóttir heim til sín og þegar til kyrkjunnar kom hýddir eða settir I gapastokkinn. Þegar þeir komu til kyrkju gekk ræðan vanalega út á að útmála kvaiastað inn og svo var bent á þá fram í sætunum, sem ofurlftið sýnishorn af því hversstands snáðar það væru, sem drottinn hefði frá allrl eilífð út- valið til helvíti8. Það er orðið harla létt að standa í söfnuði nú hjá því sem þá var, þegar maður þarf ekki, til þess að fá inngöngu jafnvel í hina einu sönnu lúterku kyrkju, að trúa því einu sinni að kölski, herjans sonurinn, sé til, og er “guðvelkom- inn samt.” Eftir þessari lýsingu á safnaðar- líflnu, mætti maður álíta að þeir haíl verið öfundverðir, sem stóðu í kyrkj- unni á þeim dögum og er það að vísu rétt, eða fyrir það fyrsta, þeir höfðu ágætlega gott tækifæri I póli- tík, en svo voru þá aftur á móti ekki allir, sem voru færir uca að vera snorfnir af þessu “heilaga afli,” og það þurfti töluverða heilsu til að bera það. Svo vildi það reynast seinna, á dögum "atturhvarfsins míkla” (The great awakening). menn sáu sýnir og heyrðu raddir, sem sögðu fólki ýmist að hengja sig eða skera, og er sagt að einir tveir hafi hlýtt röddinni og gert það, sinn upp á hvora vísu. Ein af þessum kyrkjum, sem nafnfrægust varð f Boston á dögum “afturhvarfsins”, og kölluð var “Brimstone Corner,” var seld kaupmannafélagi hér nú fyrir 2 vikum síðan fyrir |i,250,000. Það mætti koma upp snotrum húsum í Winnipeg, ef kyrkjuraar, sem þar eru til sals legðu sig upp á annað eins, en þess verður víst langt að bíða. tbúðarhúsin hér eru mörg afar- gömul og af_ þeim eru fegurst fyr- verandi heimili skáldanna Long- fellows, Lowells og Holms. Lowells- húsið var áður landsstjórasetrið á meðan Ný-Englandsríkin lutu Bret- um. Það er mjög stórt og vandað hús með Ijómandi fallegum grund- um hringin í kring, settum alskonar trjám, svo sem eik, ösp, lindum o. fi. Þar “undir linditrjánum” sat Lowell þegar hann reit Biglow Papers, Har- vard Commemoration ode og fl.. Hér annars útir og grúir af sögustöðum um alt, stöðum, sem urðu frægir fyrir hjna og aðra við- burði á dögum frelsisstríðsins. Hér i Cambridge, svo sem 400 faðma frá aöalvesturhliðinni á háskólagarðin- um, stendur á miðju strætinu ofur- lítill grasflötur, á að gizka 200x100 fet á stærð og á honum srendur afar stórt tré, sem nú er orðið að mestu visið en er haldið saman með ein- lægum járnspöngum og festum. Af þessu tré hafa verið sendir lirnir út um öll Bandaríkin og gróðursettir hór og hvar, svo nú má segja að tréð breiði lim sitt yfir alt landið. Undir þessu tré tók Washington við aðal formensku nýlendu hersins þeg ar frelsisstríðið hófst. Skamt frá þessum fleti er annar dálílill flötur og á honum stendur »ð eins ein stefntafla. Þangað safnaðist bænda- fólkið úr öllum nærliggjandi héruð- um nóttina fyrir bardagann við tíunker Hill, konurnar að fylgja bændum sínum og sonuin að kveðja, en þeir, áður en morgnaði, að halda áleiðis til Bunker Hill. Á meðan fólkið var að kveðjast stóð forseti Harvardskólans, sem þá var, og var þar staddur, upp, og gekk inn í miðja mannþyrpinguna og flutti bæn, bænin stóð yflr hálfan tíma og að henni lokinni fór hver sem leið lá, konuruar hejm en þeir til bardagans, hvaðan margir komu ekki aftur og höfðu þannig kvatt ástvinina í síðsta sinn. Mælt er að 1 Ijósaskiftunum um morgnninn, þegar skothljóðið barst frá Bunker Hill. að maður hafl gengið hraðan frá Harvardskólahús- inu vfir á flötinn sama sem fólkið kvaddist á um nóttina, og segja munnmæli að það hafi verið gamli forsetinn að biðjast fyrir á ný og árna bændum sinnm sigurs Á Bunkir Hill hefir nú verið reistur 229 feta hár minnisvarði úr gráum steini. Hann er í lögun líknr og turn og er bægt að ganga hann upp að innan upp í rjáfur, en tjl þess að komast alla leið upp gengur maður upp 229 tröppur. Þar upp á eru gluggar og sóst úr þeim langt út á haf og yflr allan Boston bæinn. Við fórumupp í turninn nokkru eftir að við komurn hingað. Mig langaði til að sjá út á hafið. Ég sá út á haflð, en ekki alta leið, eyjarnar sem ég sá voru eyjarnar í Boston- flóanum. Skamt frá Bunker Hill niður við sjóinn, er ein af herskipa- l^yíum Bandaríkjanna, og þar um- hverfis höfnina er einn af óþrifaleg- ustu pörtum Boston. í suðaustur þaðan aUlangt, er hið fræga Faneuil Hall, og þaðan í suðvestur er þing- hús Massachusetts-ríkisins, stór bygg- ing með logagyltum turni, er sést glampa á yfir allan bæinn. Þó Boston og Cambridge séu taldir tveir bæir þá eru þeir það þó ekki að neinu nema nafninu til, því þeír eru bygðir alveg saman, og það eina, sem aðskilur þá er Charlesáin. Annars er allur fjarðarbotninn hér eintómur bær, eða smábæir, sem bygst hafa inn að Boston og orðið sameinaðir honum. Af þessum ná- granuabæjum er Cambridge sá eini, sem hefir sérstaka bæjarstjórn, og má sjá það á mörgu, en einkmn því, að engin vínsala er leyfð í Cambridge, en í Boston, og bæjum þeim, sem honum tilheyra, flóir alt í víni. Samt er það nú ekki beinlínis bæjar- stjórninni að þakka að Cambridge er vínlaus, heldur ótta almennlngs að skólinn yrði nokkuð hávær ef niltar gætu fylt sig rétt við kenslu- stofu dyrnar. En fyrir það sama er drykkjskapur mjög lítíll hér, og ber valla við að skólapiltar séu reknir fyrir óreglu. Opinberar-3tofnanir í Boston og Cambridge eru fjölda margar, svo sem hin og önnur söfn og skólar, en af þeim eru þýðingarmést bókasöfn- in, sem í báðum bæjunum eru mjög vönduð og stór. Bæði þessi bóka- söfn eru frí fyrir almenning, og í Boston, til þess að gera fólki þægi- legra að nálgast bækurnar, erudeild ir af aðalbókasafninu til og frá út um bæinn, líkt og á sér stað með pósthúsið í Winnipeg. í Cambridge er ein bygging látin nægja fyrir bæinn, Það sem einna eftirtekta- verðast er fyrir ókunnuga í sambandi við þessar opínberu stofnanir, er byggingarlagið og letiið, sem al- staðar er graflð utan og inuan á veggina á þessum húsum. Til dæmis á bæjarráðshúsinu í Cam- bridge stendur með stórum stöfum yfir dyrunum að utan, partur af boðorðunum , og svo þetta: ‘‘Það er heiðarlegt að vera í embættum og sjá um að lögunum sé hlýtt, sæll ei hver er hlýðir þessum boðum en þá sem brjófa þau mun yðra þess eilíf- lega.” Það er ekki ókeimlíkt nokkru sem stendur í I. Sam.: “Settu mig í embætti einhvers prestanna svo ég fái brauð að eta o. s. frv.” Það er gott að vera í embættum, svo hefir það reynst seint og snemma. Á tukthúsið er graíinn partur af boð- orðunum og svo setningín: “D:ott- inn hegnir óguðlegum”, en innan á ínnri stafninum í bókahlöðunní stendur þetta: “í þakklætisskyni við heilaga þrenniugu guð föður og son hans Jesúm ikrist og heilagan anda, þú skalt ekki aðra guði hafa fyrir mér” o. s. frv., öll boðorðin npp aftur, og á eftir þessu kemur. “Kæru börn ef þér h ildið þessiboðorð verðið þér farsæl, en ef þér brjótið þau munið þér sjá eftir því.”—þetta er víst fyrsti minnisvarðinn, sem reist- ur heflr verið heilagri þrenningu og átti það vel við að hann væri settur hér í landi pílagrímanna, í landinu sem þeir höfðu uppruualega ætlað að koma á fót guðsríki í, með réttar- bót Kalvins sem stjórnarskrá, <>g Mósesarlögum sem húsaga, Skemtigarðar eru margir og myudarlegir i báðum bæjunum, og svo er allur norðurbakkinn með fram Cbarles ánni alla leið upp fvrir Watertown (3 mílur vestur af Cam- bridge) settur til síðu fyrir skemtan- ir. Aðal-garðurinn í Boston er stór flötur framundan þinghúsinu, á að gízka 40 ekrur að stærð. Stórt vatn er í miðjum garðinum og skip- að bekkjum í kring. Hér og hvar innan um garðinn standa mynda- styttur af stórmennum landsins. Yið suðausturenda garðsins stendur reisu- leg kyrkja, sem kölluð er Park Street Church, og fyrír framau hana er verið að setja upp afarstóra og tilkomumikla myndustyttu af þeim P'-esti, er frægastur heflr verið hér austanlands síðan Ameríka bygðist, og sjálfsagt á sama tíma fremstur allra guðfræðinga í kristnaheimin- um á öldjnni sem leið, nefnilega William Ellery Channing. Það er hans lærisveinn sem þjóðskáld vort Matthias Jochumson telur sig, sem og fjöldamargir anrir mannvinir víðs- vegar um heiminn, og það er kenn- ing hans, sem séra Magnús J. Skapta. son hefir verið að reyna að fi landa vora til að veita athygli vestur frá, en sem fyrir fjöldan af þeim, enn sem komið er, heflr ekki verið nógu móðins til þess þeir vildu hlusta, eða að minsta kosti það er viðbáran, sem altaf hefir verið höfð. Það hef- ir ekki verið nógu fínt. Það var á innflytjendahú8inu í Winnipeg, nú fyrir tæpum þrem árum síðan, að það sagði við mig drengur, sem var uýkominn að heiman, það sem ég gleymi aldrei þegar ég hugsa til hinna og annara hreyfinga á meðal vor Islendinga hér vestra. Eg spurðl hann hvað hann ætlaði að gera hér í Ameríku, og svaraði hann fljótt til og kvaðst mundi “spila hér fínmann”, það er þó ekk- ert óhræsi, enda hafa þeir bæði eðl- isávísunina og fyrirmynd höfuðs- raanna sinna sér til vísbendingar, ef eitthvað skyldi verða til að villa þeim sjónir. En til þess að fara ekki lengra út í lýsingu á “Boston Common”, zem garður sá er nefndur er ég hefl þegar minst á, má nefna “Common- wealth Avenue”, sem eitthvert fal- legasta strætið f Boston. Það er afar breitt og langt, eftir því miðju liggúi breiður grasflötur alsettur trjám og á hverjum 200 föðmum stendur myndastytta af helztumönn- um Ný-Englandsríkjanna, en við suðurendan stendur stór steinhöggvin mynd af Leifi hepna. Leifur setur hönd íyrir höfuð og horfir skáhalt undan sól á land upp, upp með vík- inni sem Charles áin myndar. Gr unn- urinn, sem Leifur steDdur á, er stein- stólpi er stendur niðri f steinþró sem er höggvin Ifkt og skip í lögun með drekahaus á og sporði- Drekahaus- inn spýr vatni ofan í skál sem skip- ið stendur í. Á stólpann er grafið með rúuum: “Leifur Hinn Heppni Eiríksson.” Nábúi Leifs á þessu stræti er Wm. Lloyd Garrison, og trúi ég ekki öðru en þar sé gott í ná grenni, þótt annar sé heiðíngi en en hinn Unitari. Á myndastyttu Garrisons er grafin grein úr hinni frægu ræðu, er hann hélt hér, á dög- um þrælahaldsins í Suðurríkjunum, og sem hann barðist fyrir að fá af- numið. Það byrjar á orðunum: “Mér er alvara”. — Og hann sýndi það fram í dauðann að honum var alvara, sannfæring hans var honum of heilög til þess að vera honum nokkurn hlut minna en óbeygjanleg alvara, og hann dróg enga dul yfir það heldur, hvoiki í viðræðum við aðra eða með sínum eigin verkum. Það ar alt saman alvara, sú alvara, sem aldrei lét að sér hæða, og það sem betra var, hæddi sig aldrei sjálf. MinnisvarðL Gests Pálssonar. Eins og Islendingum vestan hafs og austan er kunnugt, höfum við ráðist í að gefa út rit Gests sál. Pálssonar í þvf- skyni að geta reist lionum verðuguin minnis- varða Fyrir meira en tveimur ár- um augl/stum við þetta í íslenzku blöðunum beggja megin hafsins og óskuðum að þeir, sem kynnu að hafa í höndum eitthvað af ritum eða verkum Gests, létu okkur það f té. Við pessari ósk okkar brugð- ust menn yfir höfuð mjög vel og drengilega, og safnaðist okkur svo mikið af handritum að við höfum nú nægilegt á 50 —60 arkir — u m þúsund blaðsfður— af úr- valsritum eftir Gest. Við sendum út boðsbréf og gátum pess að bókin yrði fullprent- uð um miðjan Nóvember 1902 og J>að var hún; en J>ví miður drógst það lenður en við áttum von á að bókin yrði heft; fyrir þá sök var ekki hægt að senda hana út á á- kveðnum tfma. Á þessu biðjum við afsökunar bæði útsölumenn okkar og aðra kanpendur. Okkur fellur J>að mjög illa að hafa ekki getað staðið við heit okkar, þótt það væri ekki okkar sök. Við höf- um enn ekki fengið í liendur nema nokkuð af bókinni og fyrir þá á- stæðu gátum við ekki sent hana til allra í senn eða í tæka tfð. Menn minuast J>ess einnig að við auglýstum að nokkuð af bók- inni yrði í bandi; bæði fyrir það, sem að ofan er greint og fleiri á- stæður getur það ekki orðið, á því biðjum vér einnig afsökunar. Hér eftir verður bókin til sölu víðsvegar út um nýlendur og í öll- um bæjum þar sem ísl. búa. Aðal- útsölumaður okkar í Winnipeg er hra. Sigfús Anderson, 651 Banna- tyne Ave. Þetta fyrsta hefti, sem út er koraið, er nokkru stærra en upp- hafléga var ákveðið, en verð ekki hærra. Næstu tvö hefti verða prentuð áður langt líður og pegar þau koma, verður J>að eigulegasta bókin, sem út hefir verið gefin á íslenzku vestan hafs; ætti hún að seljast svo vel að ágóðinn hrykki fyrir veglegum minnisvarða, því flestum Vestur-Islendingum mun vera vera kært að sjá minning Gests Páls- sonar haldið á lofti. Þetta er líka í fyrsta skifti, sem Vestur-ísl. hafa ráðist f svona fyrirtæki. p. t. Winnipeg 22. Jan. 1903. Aknór Árnason. Sig. JfJL. Jóhannesson. Áskorun Sigurðar Júlfusar í sfðustu Dagskrá, til ritstjóra þessa blaðs og söra Jóns Bjarnasonar og Þorgilsar Þorgilssonar, að kapp- ræða við sig um bindindismálið, getur ekki orðið tekin til grejna af ritstj. Hkr. af 3 eftirtöldum ástæð- um. 1. Sigurður tekur ekkert fram um [>að hverja liði málsins hann vill ræða, og við hver takmörk um- ræðan skuli bundin. Þessl áskor- un er því svo óákveðin að ekki er mögulegt að vita með vissu hvað hann vill. 2. Vér hyggjuin að meininga- munur milli Sigurðar og manna þeirra, sem hann skorar á, sé ná lega enginn að þvf er snertir skað- semi ofdrykkjunnar. Þó J>eim beri ef til vill ekki algerlega saman um J>að hver meðöl séu réttlátust, á- hrifamest og heppilegust til að sporna við henni. 3. —Það er aðalástæðan að það er sjáanlega engin hagur fyrir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.