Heimskringla - 29.01.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 29.01.1903, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 29. JANÚAR 1903. í-'-tf' f SÆLGÆTISLEGA EFNIS- GODUR OG ILMSŒTUR The T. L. “Cigar” Það er vinsæl tegund, sem heflr áunnið sér hylli og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús- undir reykja nú þessa ágætu vindla. REYKIÐ ÞÉR ÞÁ? i WESTERN CIGAR FACTORY Thos. I>ee, eigandi, WXN'NriPEG. ri Th»s. BasBSBS' flANITOBA. Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu annarstaðar. íbúatalan i Manitoba er nú.............................. 250,000 Tala bænda í Manitoba er................................. 35,000 Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519 " " " 1894 “ “ .............. 17,172.888 “ ‘ " 1899 “ “ . ............ 2’. ,922,280 Tala búpenings í Manitoba er uú: Hestar.................. 102,700 N autgripir............... 230,075 Sauðfé..................... 35,000 Svin....................... 70.000 Afurðir af kúabúum í Manitoba 1899 voru................... 8470,559 Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var..... $1,402,800 Framförin i Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af aukntm afurðum lanlsins, af auknum járnbrautum, af fjðlgun skólanna. af va i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velliðan almennings, í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum..... 50,000 Upp í ekrur................;..............................2,500 001' og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu latdi i fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflvténdur, þar ei enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, par sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágættr triskólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn, sem aldrei bregðast, í bæjunum TFinnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 íslendingar, og í sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru i Norðvesturhéruðunum og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir lO millionír ekrur af landi í iiauitflba, sem enn þá hafa ekki verið ræktaðar, eru td sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. t>etta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd f öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlðnd með fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tO HON. B. P ROBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Josieph B. Skaptason, innflutninga og landnáms umboðsmaður. manngöfgi nokkurs manns með sjálfsvirðing og sómatilfinningu að hafa ofnáinn félagsskap með Sig- urði, eftir þá lýsingu, sem hann hefir nýlega gefið af sjálfum sér í Dagskrá. Það er að vorri hyggju alt of snögg breyting fyrir mann- inn að ætla sér að stfga, svona í einu stökki, yfir úr hópi “flækingja og vændiskvenna” og upp í þann flokk, sem skipaður er mönnum eins og séra Jóni Bjarnasyni. Sigurði væri sæmra miklu að taka smærri sporin, en láta þau leiða til þess að hefja sig réttlát- lega upp í hóp þessara manna, sem hann nú skorar á, 1 stað þess að nota bindindismálið til þess að draga þá niður til sín. Það er vantrúin á bindindismálinu. Undravert ferðalag í Mið-Asíu. Dr. Sven Hedin, svenskur fræði- maður, heflr nýlega komið at'tui' til Svíaríkis eftir 3| árs ferðalag um eyðimerkur Mið-Asíu. Af þessum tíma var hann 2^ ár útilokaður frá öllum viðskiftum og samgðngufær- um við hinn mentaða beim og ferð- aðist um héruð og eyðimerkur, sem hann telur víst að ekki hatt fyr ver- ið snortnar af fófum menskra manna. Á þessu tímabili ferðaðíst Dr. Hedin yfir 6 þús. mílur á áður óþektum Jandfláka, og reyndist það ferðalag afar örðugt og hættulegt, ekki að eins í fjalllendinu, heldur miklu fremur á sandauðnunum, euda misti hann þar mikið af fyigdarliði sínu, bæði mönnum og skepnum. Dr. Hedin gerði á þessu terðalagi 2 til- raunir til að komast til Lhassa, og komst í annað sinn svo nálægt bæn um að hann var þaðan að eins eina dagleið þegar hann var stöðvaður af hóp manna og snúið út af leið sinni og hótað lífláti ef hann gerði nokkra tilraun til að nálgast staðinn. Dr. Hedin skýrir svo frá að hann hafl gert uppdrætti af öllu landinu, sem hann fór um og að þeir mundi sýna að núverandi uppdrættir af Asíu séu algerlega rangir og þyrftu mikilla umbóta við. Einnig sýndi hann að vatn hefði verið á leið sinni og kvaðst hann hafa fundið með fram ströndum þess margar borgir og musteri, eínnig handrit, sem gæfu margar nýja upplýsingar um ásigkomulag landsins og þjóðanna, «r þar bjuggju á þriðju öid. Dr. Hedin kveðst hafa fundið stjarnfræð- islega afstöðu 118 staða á þessu ferðalagi sínu. Örðugast kvað hann a!t hafa gengið fyrir sér í Thibat héraðinu. I annari ferð hans frá Charklik til Ladakh, sem varaði 8 mánuði, tap- aði hann nær öllu fylgdarliði sínu af því að hæð landsins yfir sjávarmál er þar svo afarmikil, þar eru dalirnir hærri yflr sjávarmál heldur en hæsti tindur á Blanc fjailinu mikla. Það reyndist mjög érfitt að draga and- ann í því loftslagi á þessari leið, eínnig misti hann 44 hesta af 45, sem voru í lestinni og ennfremur 30 af 36 úlföldum. Sjálfur segist Dr. Hedin hafa haldið beilsu sínni ög kröftum að eins með þvi að sitja alla daga kyrr I söðlinum á hesti sínum og að hneppa aldrei frá sér fötum nema þegar bráð nauðsyn krafði. Tveir félagar hans, sem dóu á þessari leið, önduðust í söðlum slnum og vissi enginn af því fyrr en að kveldi að náttstaður var tekinn. Hinir tveir félagar hans. sem létu þar líf sitt, segir hann að hafl dofnað fyrst á fótum og svo upp eftir þar til dauðinn náði heilataugunum. Á þessu þúsund mílna ferðalagi á Thibet- eyðimerkunum, kvað hann ískald an vindnæðing hafa stöðugt blásið. Ekki kveðst hann aftur leggja sllka ferð á sig hvað sem í boði sé. Örð ugasti kaflinn af öllu ferðalaginu var frá Yangikal til Cherchen Daria, 180 mílur vegar, alt það var ein öslandi sandauðn með hólahryggjum frá 3 til 4 hundruð feta háum, 3 vikur var hann að komast þessa vegalengd og svo var kuldinn mik- ill að kvikasilfur nærri fraus, og mælirinn sýndi 33 gráður fyrir neð- an Zero, eða 31 gráðu á Reaumeur, en að öðru leyti var veðrið þolan- Iegt. Á þessari leið hafði hann 4 fylgdarmenn, 1 hest og 7 úlfalda, sem alt komst áfrara dema 1 úlfaldi, sem dó á leiðinni. Víst telur hann að ökki hafl menn áður farið yflr þá sandauðn, enda mætti hann hvergi fólki uálægt stöðvum þessum. 4 úlfaldar vorn klifjaðir með ís, því hvergi fékst vatn, en á tveimur voru flutt matvæli og eldiviður. Dr. Hedin segir að ef annaðhvort ísinn eða eldsneytið hefði þrotið, þi hefði hann og félagar hans farist á þessu ferðalagi. Mjög voru samt fylgdarmenn hans hræddir við för þessa og sjálfur kvaðst hann hafa verið sömu ckoðunar og þeir, en allir voru hraustir og traustir ogþví gekk alt slysalítið. Það eitt varð þeim til lífs á þessarí leið, að rétt þegar ísinn var allur þrotinn þá gerði snjó bil, svo þeir gáttu haft að sér nægi- Iegan vatnsforða; en kalt var þeim í stórhríðinni, því að ekkert var tjald í förinni, og þeir urðu að grafa sig í snjósköflum til að halda lífi, þar til þeir komust yfir þessa “Gobe”. eyðimörk. Um tilraunir sínar til að nálg- ast Lhassa segir Dr. Hedin: ‘ Ég gerði að sumrinu tvær tilraunfr til þess að komast til Lhassa. í fyrra skiftið skildi ég eftir mest af fyigd- arliði mínu og farangri, cn hafði að eins tvo menn með mér, 4 hesta og 5 úlfalda. Við vissum hvers við átt- um að vænta ef við yrðum hand- teknir. Annar fylgdarmaður minn hafði verið í Lhassa og af honum hafði ég fiétt ýmislegt um staðinn. Hann sagði, og við vorum allir sann- færðir um, að ef við kæmumst uniir manna hendur þá þýddi það dauða okkar. Sjálf borgin, sem ekki er stór og sem aðallega myndast af musterum, var um þann tíma ársins full af fólki, því að pílagrímar ferð ast gangað á sumrum. Mér var sagt að Dalia Lama, seir. er stór maður vexti, 27 éra gamall. færi aldrei að heiman en stundaði »töð- ugt trúariðkanir sínar. Við klædd- umst svo sem við værum Mongola- pílagrímar og eftirlíkingin var full- komin, en það er einB o' þeir viti alla hluti þar í landi. Við héldum leiðar okkar í mestu makindum og kom ekki til hugar að hjarð- og veiðimenn þeir sem við mættum á leiðiriui, væru í raun réttri að eins spæjarar, sem aidrei litu augum af okkur, og að þeir hefðu sent ríðandi sendiboða til Lhassaborgar til að til- kynna þar ferðalag okkar, og að við hefðum skilist við föruneyti okkar og værum ú leiðinni til borgarinnar. Þannig héldum við áfram Sn þess að mæta nokkurri mótstöðu, þó við færum iðulega fram hjá svörtum tjöldum, sem grunsamlegir en þó yelvjljaðir menn bjuggu í. Þegar við áttum eftir eina dagleið til Lhassa þá var það um koldimt kveld að við vorum allir í einu umkringdir af Thibetsmönnum, sem allir voru alvopnaðir. Þeir sögðu okkur að ef við hreyfðum okkur þá yrðum við drepnir. Meðal þessar manna voru margir Lamas og elnn gamall prest- ur, sem var okkur mjög góður. Þegar ég var tekinn fangi, heimtuðu inenn þessir að ég tæki af mér svörtu gieraugun. Þeir sögðu mig vera Englending og áttu von á að ég hefði blá augu. En þeir undrnðust ekki lítið þegar þeir sáu að þau voru dökk. Okkur var haldið í ströngu varðhaldi, 37 menn voru settir til að gæta okkar og eldar voru kveiktir á stóru svædi, svo við skyldum ekki eíga neinn kost á að tiýja. Þarna vorum við 3 varnarlausir menn á móti hundrudum alyopnaðra manna. Þarna vorum við í 5 daga, meðan sent var eftir landstjóranum yttr Naktahu héraðinu, til þess að dæma í máli okkar. Okkur var neitað um allar upplýsingar um ástæður tfl varðhaldsins, eða um Lhassa, okkur var að eins sagt að við yrðum drepn- ir ef við hreyfðum okkur- Ég varð þess var að menn þessir voru alger- lega þekkingarlausir á umheimin- um. Eg er sannfærður um að til raunir þeirra til að halda leyndri allri þekkingu á Lhassa, er bygt á pólitiskum, en ekki á trúarlegum á stæðum. Að þessum 5 dögum liðn- um kom landstjórinn og 67 stór- höfðingjar með honum, allir riðandi á hestum og mjög skrautbúnir, þeir einnig hóldu þvl fram að ég væri Englendingur, og sögðu mér að Dilia Lama hefði sjálfur sent þá orð- sending að vel skyldi með mig farið og mér veitt alt sem ég þyrfti án endurgjalds, en að ég skyldi tafar- laust llfiátinn ef ég gei ði hina minstu tilraun til að komast I Lhassaborg. Síðan vorum við látnir lausir og okk- ur fylgt út fyrir landamæri héraðs. ins af 25 mönnum. Þrátt fyrir þessa raun gerði ég þð aðra tilraun til að komast að borginni frá annari átt, þá með öllu föruneyti mínu. En þegar við vorum þriggja daga leið frá borginni, þá voruœ við stöðvaðir af 500 alvopnuðum ridd- urum. Ég áttí nú von á því vesta, en I stað þess var vel með okkur farið. Einn af yflrmönnum liðsins kvaðst hafa bréf frá Dalia Laraa, um að alt herliðið skyldi líflátið ef ég héldi áfram. Þessi flokkur fylgdi okkur aftur í tíu daga til þess að vera vissir um að við gerðum enga tilraun að komast í borgina, og ég er sannfærður um að einginn Ev- tópumaður getur komist inn I þá borg, því að fólkið er, eftir þetta, varara am sig en það hettr áður verið.” Um Lob vatnið segir Dr. Hedin að það hafi nú verið að eins þur dæld, og ekkert lífsmark var þar sjáanlegu á neinu. Það var dautt land á norðurströnd þessa vatns, sem eitt sinn var, fann hann mörg musteri og hús með háum turnum. Þar voru 4 þorp í beinni línu með fárra raílna millibili. Strætin voru breið og rústirnar sýndu að sum musterin höfðu verið afar skraut- legar byggingar. Þar voru vagnhjól, járnaxir og afarstór leirker og mörg handrit á vanalegu kínversku máli, sem ég hef sönnun fyrir að séu 1,600 ára gömul. Ég gat lesið eitt af þessum bréfum, það var frá stjórn málamanni; í því tilkynnir hann að herdeild mikil með 40 yfirmönnum verði send til bæjarins, og mælist til að hún fái sæmilegar viðtökur þegar hún komi að vatninu. Á svæði þessu var gamall brunaskógur, mörg af trjánum eru enn standandi, en flest eru þau fallin og hörð og brot- gjörn eins og gleg. Það er enginn etí á því, að fyrir 1,600 árum hefir verið greið póstletð alla leið frá Pekin til Kashgar, líklega lengst vegur í heimi. Dr. Hedin varð og fyrir mörg- um ættntýrum á Dauðahaflnu í Aust- ur-Thibet. Sjór þessi er afarstór en ekki djúpur. Hann sigldi um sjó þenna á smábát og var oft í mesta lífshættu vegna krappsjóa, og svo var saltið í honum mikið að bátur. inn og árarnar urðu hvítar eins og snjór, og þegar sjávardropa var skvett á sandinn var þar grár salt- depill. Við þennan stað dó einn af fylgdarmönnum hans á sama undar- lega hátt og hinir, sem um er getið, Dr. Hedin ætlar að gefa út skýrslu um ferð sína og rannsóknir. Hann tók 3000 myndir og dró upp kort 1000 feta langt. Saga hans með uppdráttum, myndum og öðrum upp- lýsingum, verður í 7 stórum bindum, það tekur nokkur ár að gefa hana út. Sitt af hverju Eftir Joh. Sigurðsson. (Framh.). Nú eru Sósíalistar enn meir að hefjast handa og ná meiri festu og á- liti. Þeir komu mönnum sínum í 3 sæti á þinginu [í Mass. báflokkur hefir þótt fremur öfgafullur og mætt óvinsældum og fyrírlitningu hér í Bandaríkjunum, enda hafa þeir gold ið líku líkt og valið kapítalistum óiögur nöfn Þeir segja að í báðum gömlu flokkunum séu kapitalistar og þeim sé um megn að færa I lag hið rammskakka fyrirkomulag auð- valds og kúgunar. Þeir segja að Trust3 lifi og þróist svo lengi sem ekki verði algerlega kypt fótunum undan hinum eldgamla erfðarétti eigna og óðala. Landið á að verða eign allra jafnt, eins og loftið sé nú. Járnbrautir og verzlunarferðir allar séu I höndum stjórnarinnar, sem á að stýra þjóðarsameígninni, sem húsfaðir heimili. Þeir segja að ef þjóðin eigi snýst því fljótar að þess ari stefnu og kemur Sðsíalista I for- seta stólinn, og yflr höfuð geri lög- gjafarvaldið sósíaliskt, verði kúgun og einkaleyfi auðfélaga svo magnað, að seinast fái menn ekki anda dreg- ið, ekki að nota loftið eða vatn eða sjó, hvað þá heldur land eða afurðir þeirra án leyfls, og það með afar- I kostum. Þar með mun fylgja ör- byrgð hinna þjáðu verkamanna, er einkis geta notið nema vinna og þræla eða deyja úr sulti og alsleysi. Landið á að vera öllum jafn frjálst til afnota. Verkamaðurinn á að hafa allan hagnað af erviði sínu, slíkt fæst með því að allir hafl jafn- an iétt og sé hjálpað með lögum að taka þátt í öllum fyrirtækjum, fá sinn hlut af gróða þeim er hver verksmiðja eða verzlunarfyrirtæki lætur í för með sér. Allar kaup- hallir og kaupspilamenska (Chamber of eommerce and Speculators) eiga að hverfa Þetta alt á nú langt í land, að flestra áliti, þó er álitið að þessi flokkur muni við næstu kosn- ingar uefna sitt eigið forsetaefni. Margir hinir vitrari menu standa nú allnærri þessum flokki, t. d. þeir er berjast íyrir því, sem þeir kalla “Municipal ovvnership11, sem er inni- falin í því að borgarbúar í hverri borg eigi sjálflr strætabrautir og sam göngufæri öll, einnig vatnsleiðslu og strætaljós m. 11. Hinn allra fram- kvæmdarsainasti maður í þessa átt er Mayor Johnson í Cleveland, Ohio Tímaritið “Arena“ (Nov. 19Q2)telur hann einn hinn umsvifamesta og þarfasta umbótamann Randaríkj anna síðan Henry George leið, enda er hann hans lærisveinn. Hann hef ir mjög hreinsað ti! í pólitík Cleve- landborgar og komist þar á Municip- al ownership—og mörgum fleiri um- bótum og nýmælnm. Bryan hefir líkar skoðanir í mörgu og er blað hans “Commoner“ eitt hið allra hreinskilnasta ogbezta blað sem nú fæst við pólitík 1 Banda- ríkjunum. Þar sem alt er þrungið af fjárfýkn, mútupólitík og alskyns rotnun og varmensku, og því geng- ur Bryan ekki að komast að kosn- ingum, að hann segir sannleikann hispurslaust og kann enga króka- vegi til að ná atkvæðum. Ég nefni ekki fleiri atkvæðamenn í pólitlk Bandarlkjanna, því bæði eru mér þeir minna kunnir og hafa ekki eins mikla þýðingu fyrir stefnurnar sem ráða:Jenda yrði það alt of Iangt mftl. Alls er álitíð að uppi séu 11 pólitisk- is flokkar í Bandarikjunum, en þeir sera ég hefl nefnt ern fjölmennastir og mitt álit er, að Sósialistar eigi mikfa framtíð fyrir höndum. Þess er vert að geta, að upp eru komin 'ýms verzlunarfélög í sósía- lisku augnamiði. Hið helzta þeirra kallar sig: The Cooperative Assocí- ation of Amerlka. Aðsetur þess fé- lags er í Lewiston, Maine.S tofnandi þess heitir Bradford Peck, og er ætð ur og flugríkur verzlunarmaður. Að- al augnatr.ið þessa félags er, að láta hvern meðlim njóta als ágóða af því sem hann vinnur, eða réltara sagt, af því sem hann framleiðir. Hver félagsmaður leggur til $25 og fyrir það eru keyptar ýmsar vörutegund- ir og ?komið upp verzlunarbúðum. Þar kaupa síðan meðlimirnir allar slnar nauðþurftir, en þar að auki er öllum selt er vilja, en ágóða öllum skiít jafnt milli félagsmanna. Marg- ir mur.u hugsa og eegja, að þetta sé sama og “trusts“ gera, en svoer eigi ef betur er að gáð, þótt þeim svipi saman í því aðal “prinsípi“ eða meg- inreglu, að skifta ágóðanum jafnt á milli reglulegra félagsmanna og eins í því, að leitast við að fyrir- byggja samkeppni (Competition), þá er munurinn sá, að “Trusts“ mynd- ast með axíum og með svo háum summurn oft og tíðum að einungis hinir ríkari geta keypt þær og þess- ar axíur eða hluteignabréf hækka I verði því meirsem félagiuu vex flst urum hrygg. Cooperative félög hafa í raun og veru engar axlur, sem hækka I verði eftir gróðamagni fé- lagsins, Það kostar altat jafnmikið að gerast hluttakandi félagsmaður hve ríkt og gamalt sem félagið verð ur, og ættu allir að geta séð þenna mismun, en þvi tek ég þetta fram hér, að ég hetí ekki séð þefta tekið fram í neinu íslenzku blaði, að eins kauptélags tímaritið íslenzka hettr reynt að sýna þenna mun á -‘Trust*' og “Coeperative“ verzlunarstefnu, og er það einkum hið þingeyiska kaupfélag, sem heflr samið löggjöf sína mjög I þessa átt. Geti þessi nýja stefna útbreiðst, sem raunar engin vafi er á, því það heflr magn- ast á þremur árum, svo það á marg ar verzlunarbúðir víðsvegar um Bandaríkin, t. d. 50 búðir I Califor- nia,—þá verður það eina rftðið til að eyðileggja einokunarfélögin. Meira. OLISIMONSON MÆLIH MKÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavian Hotel 71/4 iTlain 8tr, Fæði $1.00 á dag. Qonner & Hartley, Ijögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Baiii St, - - - Wiiinipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLBY. Woodbine Restaurant Stærsta Billiard Hall í Norðvesturland- iuu —Tíu Pool borð.—Alskonar vin og vindlar. Lennon & Kebb, EUrendur. liiiliiinl & (jl. YIN VPP7TftPAl? ^ ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST - AR BIRGDIR. Hátíða “Calender” vor “Une Veritable Teuvre D’Art” verður sendur með liverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 305 iTain St. Winnipeg. D. W Fleury & Co. UPPBOÐSHALDARAR. ÍÍ49 POBTaOK AVK. selur og kaupir nýja og ftamla hús- muni OK aðra hluti, einnifí skiftir hús- munum við þá sem þess þurfa. Verzlar eitinie meðlðnd.gripi o« alskonar vörur. TELEPHONE 1457.—Oskar eftir viðskiftum Islendinga, B. B, OLSON, Provincial Conveyancer. Gimli 4/an. Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES", HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt í stór- eða smákaupum, f skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt, H J. BOYD. 422 og 579 Main St. (Janadian Pacific |(ailway Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til allra staða í ONTARIO, QUEBEC og SJÓFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Viðstððuleyfi veitt þegar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des. 21. til 25. og 30. 31., og Jan. 1. Gilda til 5. jan., að þeim degi með töldum. Eftir frekari upplýinguni snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél. eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.