Heimskringla - 12.02.1903, Side 1

Heimskringla - 12.02.1903, Side 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 12. FEBRÚAR 1903. Nr. 18. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Roosevelt forseti segir að gerð arsamningur sá sem sendiherra Breta gerði við Bandaríkjastjórn um f>rætumálið út af legu Alaska landamerkjanna, ^muni ekki verða samþyktur af senatinu í Washing- ton. —Tyrkja soldán er að reyna að útvega 500.000 punda lán til að borga vœntanlegan herkostnað í Maccedoniu. Hann liefir reynt lén tökima víða, en ekki tekist að fá það. Nú er hann að semja við tóbaksgerðarvinveldið um 100 þús- und punda lán. —Prefessor Baginski, yfir keis- aralega barnaspítalanum í Berlin, hefir tilkynt læknafélaginu, að Dr. Aronson hafi uppgötvað lyf, sem tafarlaust lækni skarlatssótt, ef því sé spýtt inn í líkama sjúklingsins. — Edward' konungur hefir í hyggju að ferðast til Irlands ein- hverntíma á komandi sumri. Brezk blöð, sem mjög hafa að undan- förnu talið hann af að fara ferð þessa, mæla nú með henni og sega að viðeigandi væri að konungur gæfi þá Col. Lynch borgaralegt frelsi í minningu uin f>á ferð. Ir- um mundi geðjast J>að vel. —Tvær konur voru hengdar i Lundúnum 4. f>. m. fyrir barua- morð. Þær höfðu tekið að sér að veita móttöku og annast um börn efnaðra kvenna, sem vildu losast við pau, en gefa rfflega með þeim. Lögreglan f>ar í borginni liefir í síðastl, nokkur ár fundið um 100 hvítvoðunga að jafnaði á ári vfðs- vegar í borginni. En síðan kon- ur þessar voru handteknar, hafa slfkir ungbarna fundir mjög svo fækkað, og gaf það illan grun um, að konur þessar hafi á nmliðuum árum valdið dauða fjölda barna. Aðrar konur þar í borginni voru hengdar í Apríl 1900 fyrir sam- kynja glæpi. —Strœtisbrautaþjónar í Mont- real, 1000 talsíns, gerðu verkfall í síðustu viku. Þeir heimta 1, víð- urkenning félagsskapar þeirra 2. launahækkun, 18c. um kl.tíma fyr- ir menn, sem unnið hafa 1—5 ár hjá félaginu, og 20c. um tfmann fyrir þá sem eldri eru í þjónustu þess. 3. að fölagið taki aftur tafar laust f þjónustu sína alla þá menn sem það hefir að orsakalausu vísað frá vinnu sfðan á nýári. 4. að hér eftirskuli engum verkamanni fé- lagsins vikið frá vinnu um stund- arsakir. 5: að félagið fjölgi verka- mönnum sfnum, samkvæmt auka- lögum þess,og 6 :launahækkun|fyrir menn, sem unnu við sporhreinsun- arvagnana þ. 3. þ. m, Nokkur of- beldisverk hafa þegar verið framin í sambandi við verkfall þetta og lögreglulið hefir verið sett til að vernda eignir félagsins. Það er talið að 150 þúsund manna noti sporvagna daglega, og að verkfall þetta komi sér mjög illa fyrir borgarbúa. —Fréttir frá Ottawa segja Grand Trunk félagið hafi breytt fyrra á- kvæði sfnu um stefnu brautarinn- ar fyrirhuguðu, og að nú sé ráð- gert að hún leggist um Winnipeg og’þaðan norðvestur gegnum Ma- nitoba og Assiniboia til Prince Al- bert. —Mál hefir verið hafið móti New York Central járnbrautarfélaginu fyrir $250 þús. fyrir dauða Alf S. Perrin, sem lét líf sitt í slysi á brautinni. —Borgar, bæja ’og sveitastjómir f Ontario áttu um síðustu helgi fundmeð dómsmálastjóra Ottawa- Btjórnarinnar, í sambandi við tal- þráðalöggjöf |>á, sem á að koma fyrir næsta rikisþing. Þessi sendi- nefnd heimtar að stjórnin veiti borgum og bæjum full umráð yfir strætunum og öðrum alfara vegum. —C. N. Ry. félagið hefir keypt Great Nortnem járnbrautina í Quebecfylki, als 370 mflur. Sú braut var fullgerð í Nóvember 1900 og er þvf að eins 2 ára gömul. Hún liggur frá Quebecborg til Hawks- burg. Sama félag er og að kaupa Canada Atlantic brautina, sem ligg ur upp að Sault Ste Marie. Þegar sú braut er fengin, f>á fær félagið að byggja þaðan braut til Fort William,, að f>vf loknu hefir Cana- dian Northem félagið óslitna braut frá Winnipeg til Quebec; f>á stytztu og fullkomnustu í Canada. —Blaðið “London Truth'* tekur til þess hve konur þær, sem veita forstöðu sjúkradeildinni í verka- fólksstofnuninni í Colester, eru matlystugar, f> talsins; mata þeirra vikulega er, samkvæmt reikn- ingum stofnuarinnar, sýnd að vera 42 pund kjöt, 42 puup kálmeti, 42 pund brauð, 6 pund molasykur, 4J pund smjör, 6 pd. ostur, 3 pd. flesk fi pd,Jam,l3d. egg, 21 pottur mjólk, 90 pottar tevatn og kaffl og 42 pott- ar af bjór. Þetta gengur næst þvf. sem nýjustu skýrslur frá Otiawa s/na um fæðisreikning eius af þjónum hennar hör í Winniþeg, er auk kaups sfns gerði reikning fyrir 50c., fyrir hverja af þrem máltfðum á dag og að auk reikning fyrir 28 aukamáltfðum á einum mánuði. — Stjórnin f Ástralíu l>yður auð- mönnum í Ástralfu, Bandarfkjun- um. Bretlandi, Frakklandi og Þýzkalandi, að leggja fram tilboð innan 18 mánaða um áð byggja 1200 milur af járnbraut þar í landi og býður ]>vf félagi, sem brautina leggur, 90 millíón ekrur af landi, sem fullnaðar borgun fyrir verk sitt. —Forseti Ontario- kolafélagsins hefir verið kærður um að vera f samsæri meðjað hindra samkepni í sölu kola í Ontario. Mál hans var rannsakað í lögreglurétti og [>ar vfsað til æðra dóms, með því for- setinn færði enga vöm móti kær- unni. —Vínbannslögin í Vermont, sem verið hafa þar í gildi í 50 ár, vom afnumin með almennri atkvœða- greiðslu rfkisins þann 4. þ. m. Hör eftir hefir hvert sveita eða bæja fölag vald til að veita vfnsöluleyfi innan sinna takmarka, ef gjald- pegnarnir æskja f>ess. —Eldur í Oklahamabæ gerði $250,000 skaðaþann 4. þ. m. —í Jan. sfðastl. seldi C. P. R. félagið 702*581 ekrur af landi fyrir $428.011. Can. Nortliern fölagið seldi f sama mánuði 8,820 ekrur fyrir $53,640, (>ða $1,00 hærra hverja ekru, en C. P. R. föl. ÍSLAND. Fjallkonan, 6. Jan., segir rektor Bjöm Olson, lektor Þórh. Bjamar- son og Jón A. Hjaltalín liafa verfð sæmda riddarðkrossi. Vinnumaður, sem ritar í Fjall- konuna, heimtar lagasmfði af næsta alþingi, sem ákveði: 1. Lögskipaðan vinnutfma, 12 stundir á dag og fyrir hverja stund sem unnið er framyfir þann tfma, skuli kaup karla vera 25 aurar um tímann, en kaup kvenna 20 aurar. eða önnur hæfileg borgun. 2. Sunnudagar og aðrir helgi- dagar skulu helgir frá morgni til kvelds. Sekta skal húsráðanda 500 til 1000 krónur, ef hann lætur lijú sfn vinna ónauðsynlega vinnu á þeim tíma, og hjúin sjálf skulu jafnframt sektuð fry 10 til 20 kr. Nýdáinn er Sigurður Þorláksson póst]>jónn f Reykjavlk, úr lungna- tæringu. Nýárið hefir heilsað með hrein- viðri og fegurð, það sem af þvf er hefir verið hæg kæla með htfið- rfkju, sáralitlu frosti og hægum norðanvindi. Bréf frá SPANISH FORK, 28. Jan. 1903 Rhst. ' Hkr.” Þá er blessad samla árið liðið og það nýja. gengið { aarð; og óskum vér hér að það verði yður og ödrum löndum vor- um bagsælt og arðberandi, Svo þakka ég líka fyrir jólablaðið sem og allan frá- gang á því. Það gleður víst alla sanna Islendinga og þjóðvini að eiga kost á að líta myndir svo margra gáfu og mentamanna nútíðarinnar, og uð lesa æfiágrip þeirra, sem ljóslega sýna að þeir hafa eindregið sálarþrek og vilja- kraft til að ná takmarkinu. Betur að sem flestir væru svo. Þá væru Vestur- Islendingar betur færir um að skipa vorn bekk hiutfallslega móti annara- þjóðamönnum, sem keppa mentaveginn f þessu mikla lýðveldi. Síðan héðan var síðast ritað hefir veðurblíðan mátt heita hin ákjósanleg- asta. Lítil snjókoma og hægt frost, ekkert sleðafæri nú um jólin, sem þó hefir oft átt mikinn þátt í jóiagleðinni hér hjá oss. En í þess stað munu flest- ir hafa fundið ánægju í að sækja heigar tíðir og hlusta á hljómfagran sálma söng hljóðandi um fæðingu frelsara þessa heims. Þar voru og börnih glödd með gjöfum af jólatrjánum, sem beygðu greinar sínar undir þunga kertanna og gjafanna. Hér í bæ voru jólin hátíð leg haldin með eins sómasamlegum til- breytingum eins og elstu landar vorir hér minnast að hafa vanisc heima á gamla fróni, en þó kvað mest að því hjá lúterskum, enda er það samboðið þeirra trú, að bera virðÍDgu fyrir Krists fæð ing, þann 25 Des. Þjóðkyrkjan hér i IJtah yiðurkennir ekki að hann sé fædd ur á þeim tíma árs, heldur eiuhvern- tíma í Apríl; um þann 16 ef ég man rétt, ég læt ósagt hverjir hafa réttara fyrir sór. En engan má furða á því þótt þannig trúað fólk haldi jólin meira fyrir siðasakir og yana, en merkan við- burð. Þann 5 þ. m. hélt foi stöðunefnd liins Isl, lestrarfélags ársfund sinD, og hlatu kosningu fyrir næsta ár: forseti, G. E. Bjarnason; bókavörður, Hjálmar Bjarnason; skrifari b, J. Johnson. fél. þetta er á góðum framfaravegi, bara þeir ungu ættu að læra að lesa sitt hljómfagra og kæra n.óðurmál, það er sómi en ekki vansæmd fyrir alla, sem eiga kyn að rekja til isl. þjóðarinnar. Lestrarfél. græddust nokkrir nýjir með- limir og erum vér þeim þakklátir fyrir hjálp sína, einkum hra G. O. Eiriksson, sem er hingað svo að segja nýkominn og, sem auk ársgjaldsins, gaf fél. aud virði nokkurra bóka, sem er hér með þakkað, G. O E. opnaði myndatöku- verkstæði sitt þann 1. p. m. og stundar nú iðn sina ásamt konu sinni, sem eins og hann, virðist fullnuma i þeirri iðn Það er ánægjuefn fyrir landa vora hér að eiga ísl. myndasmið sín á meðal, enda má vænta þess að þeir leggi sinn skerf til þess að efla hag þeirra hjóna hér hjá oss. Með byrjnn þessa árs hélt lúterski söfnuður(nn ársfund sinn og kyrkju- ráðskosningu. Reikningar liðna ársins sýna að hagur safnaðarins hefir þokast drjúgum áfram í framfara áttina bæði að formi, einingu, sunnudagaskólahaldi og yfir höfuð öllu því er guðsdýrkunar- starfsemi snertir. Lúterski presturinn séra H, Marteinson er dugandi kenni- maður og það, sem mest er um vert, gefur gott eftirdæmi utan og icnan safnaðarins; enda er það eina meðalið til þess að nokkur skynberandi maður taki nokkurt mark á kennimannsstöðu nútímaDS fyrir sig eða börn sín. Auð- vitað getur ekki presturinn míkið ai- einn, en lúteski söfnuðurinn hér hefir ætíð átt góða máttarstólpa, sem ekki hafa dansað eftir annara pipum, en ætíð haldið stefnu sinni beinni og óbif- anlegri; hefði ekki svo verið þá væri hér að líkindum enginn lúterskur söfn- uður. í stjói narnefnd yfirstandandi árs voru flestir þeir sömu endurkosnir, og hra. Sæmundur Johnson kosinn yfir- kennari sunnudagaskólans, og ungfrú Sarah T. Johnson aðstoðarkennari oger það vel valið því bæði eru einkar ná- kvæm við börnin og kenslunni vel vax- in, enda elska og virða börniu þau bæði, einkum konuna, sem frekar öllum öðr- um hefir gengist fyrir þvi að æfa börn- in, stór og smá, við söng og lestur, og hefir framkoma þeirra bæði & jólum og oftar verið hin ánæjulegasta íyrir aila, sem hlut áttu að máli; söngur barn- anna, oft í margmenni, hefir verið af- bragðs góður, og á ungfrú Sarah þökk og heiður skilið fyrir þá rækt, sem hún hetír !agt við skilning þeirra, eins og ait annað, er hún leggur hönd á. Um liðan landa vorra alment má segja að hún sé viðunanleg, þeir þokast stöðugt áfram í framfara og velmeg- unaráttina. Þeir hafa keypt um 100,009 hluti í ýmsum námafélögum á 2—4 síðastl árum, og vænta þeir að hafa af því meiri arð en nokkru öðru, sem fátælingar eiga kost á að ieggja fé :útt í. Þeír eru margir af auðmönnum- Utah ríkis, sein lagt hefa fé sitt í náma- gröft og á stuttum tíma orðið stór vel eínaðir af því; því hér eru fjöllin auðug af næstum alskyns málmum, og má með sanni segja um Utah að hún er dýrmætt ríki að fleiru en veðurblíðu, og er enginn efi á að hún á mikla framtið. Ráðgert er að innan skams verði byrj- að á því þæginda- og framftra fyrirtæki að leggja rafmagnsbraut þvert ýfir Utahsýsluna og um aila helztu bæi hennar, alla leið frá Lehi til Pason, um 50 mílur vegar, án allra sambands greina. Svo þykir líklegt að VVashing- tonst jórnin veiti fó til vatnsveitinga í Utah. Fáist það, þá verður gott að eiga landblett i Utali dalnum, Nú hefir bæjarstjórnin í Spanish Fork látið mæla út farveg til vatnsieiðslu hingað, og á- ætlun um kostnað á því verki. Það hefir um mörg ár verið rætt um þörf bessa fyrirtækis, en aldrei komist leugra fyr en nú að málið verður lagt undir atkvæði bæjarmanna innan íárra vikna, og talið líklegt það nái samþykt um meiri hlutans. Rétt fyrir jólín giftist dóttír hra. G. E. Bjarnasonar hérlendum verzlunar- manni, og óskum vér henni til ham- ingju. Bjarni J. Jónsson. MARKERVILLE, ALTA. 24. |Jan. 1903, (Frá fréttaritara Hkr.). Vt'ðrátta er hér nú yfir lang- an tfma góð og stilt. Um jólin gerði dálítið kuldakast, en síðan hefir verið bezta tíð, væg frost, kyrviðri og engin snjór fallið f þessum mánuði. Mislingaveikin geysar hér nú á stöku heimílum, allskæð, og skilur nálega ekkert eftir af ungu fólki og bömum, þar sem liún er komin; fluttist hingað frá Calgary. Sagt er að bóluveik- in sé komin meðal enskra fyrir sunnan Red Deer ána, og að tvö Township séu undir sóttverði, og uinsjón lækna, er sendir vora [>ang- að frá Innisfail og Calgary, þetta er eftir lausri frétt frá Innisfail, sem sagði veikina komna í ljós á 10 manns. á allháu stigi. Ákveðið hefir verið að leika “Hi>rmanna-glettur“ og annað leikrit til, öndverðlega í næsta mán uði, til arðs fyrir lestrarfélagið Iðunn. Það var myndarlegt og vel úr garði gert jólablaðið f>itt Heims- kringla mfn, og votta ég bæði f>ér og hinum heiðraða ritstjóra kæra þökk fyrir það; ég liafði hina mestu ánægju af að lesa það, og enga hefi ég heyrt minnast á ]>að hér f grendinni, án þess að lúka lofsorði á það. Pappír og allur frágangur þess er vandaður og efnið fjölbreytt og hugðnæmt, en þó finst mér kvæðin eftir þá Sig. Júl. Jóhannesson og St. G. Steph- ansson bera af öllum hinum. Kvæð ið “Anna“ ber vott um, að Sigurð- ur er skáld, ekki lítið, eins og fleiri kvæði hans sýna. Kvæði Steph- áns eru, eins og flest sem hann yrkir, samin með mestu vandvirkni og snild. Jólanóttin, eftir G. A. Dalmann, er afbragð í sinni röð, enda minnist ég þess ekki, að ég hafi séð neitt eftir Dalmann öðru- vfsi en vel ritað; efnið er að jafn- aði vel valið, hugsunin ljós og vel samanhangandi og búningurinn og málið sómir sér vel, og aldrei hefi ég séð Dalmann grfpa til þess, að beita persónulegum ósóma, þótt hann hafi átt við andstæðinga sfna. En svo er alt 1 blessuðu jólablað- BW York | nsurance l.o. JOHN A. McCALL, peesident. Lífsábyrgdir i gildi, 31. Des. 1902, 1550 millioiiír llollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu i félagiðá árinu 1902 með 302 miliion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meira en vöxtur fél. 1901. Gildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan t.i) lifandi rreðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var #4,750,000 af gróða skift upp milli ireðlima, sem er #800,000 meira en árið 1901. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar, O. Olafson, J. fí. Morgan, Manager, AGENT-. GRAIN EXCHANGE BUILDING, AA7 HsTNTIPEG. inu höfundunum til sóma, þrátt fyrir það. þó eitt beri af öðru, og mega kaupendur Heimskringlu vera þeim iunilega þakklátir. Að eins þætti mér hagkvæmara, að jólablaðið værl í smærra formi, svo þægilegra væri að geyma það óskemt, sem annau menjagrip, til minningarum Heimskringlu sem er svo f jölmörgum af oss kærari en nokkurt annað Yestur-íslenzkt blað. Svo óska'ég ritstjóra Heims- kringlu og blaði lians heilla og hamingju f framtíðinni. ÚR BRÉFI FRÁ BALLARD, dags. 1. Febrúar 1903. Eftirfylgjandi bréf frá merkum íslendingi í Ballard er svar móti spurningu Hkr. um lát Ingvars sál. Olson. ... .“Á föstudaginn eftir jól, eða annan í jólnm, fór Ingvar héð- an frá Ballard inn til Seattle, en á laugardagsmorguninn snemma j!anst hann liggjandi í blóði sfnu með skurð, sem náði frá hársrótum að aftan yfir utanverf liáhöfuðið hægramegin og fram á gagnauga, og annan sem tók næstum frá eyra til eyra þvert yfir höfuðið, og tvo minni skurði á hálsinum. Föt hans voru rifin og hann var með- vitundarlaus, og fekk liana aldrei eftir það. Þetta var á bakstræti sunnan og neðanvert við Yesler- way. Hann var fluttur þaðan á spítala skamt þaðan og þar lá hann þangað til hann dó á þriðjudags morguninn 30. Des. sfðastl. Eftir því sem biöðin skýrðu frá réttarhaldi, sem fram fór f tilefni af þessum atburði, virðist sem Ingvar sál. hafi komið inn í Willard Sa- loon neðst á Yeslerway, mjög seint á föstudagskveldið og beðið veit- ingamanninn þar að vísa sér á gistihús, og að veitingamaðurinn liafi vísað honum á japaniskt gisti- hús rétt þar lijá. En sökum þess að komin var nótt, hafi framdyr þess verið lokaðar, og Ingvar því farið út um bakdyr saloonsins í þvf skyni að komast á gistihúsið um afturdyr þess, sem vissu eins og bakdyr saloonsins að bakstræti því er hann sfðar fanst á. Mat- reiðslumaðurinn í Þessu gistihúsi var tekinn fastur, fgrunaður um að liafa ráðið fngvar sál. bana, en við prófið sannaðist ekkert á hendur honum, svo honum var slept- \ ið líkskoðun þá. sem fram fór. virðist sem læknunum hafi þótt. sennilegt að maðurinn hafi verið sleginn með sandpoka, því höfnðskelin var brotin, og heilaliristingur hafi or- sakað þetta langameðvitundarleysi fremur en blóðmissir. Úr hans var kyrt í vasa. lians og eitthvað af pen- ingnm fanst, á honum. Þetta virð- ist fremur mæla móti því að liann hafi verið myrtur tll fjár, þó mér vitanlega enginn efist um að hann hafi verið drepinn. Jarðarför Ingvars sál. fór fram sunnudaginn 4. Jan, að viðstödd- um mörgum íslendingum. Séra Jónas A. Sigurðsson flutti ágæta ræðu í líkhúsinu og embættaði við greftrunina. Ingvar sál. var graf- in í Queen Anne Hill grafreitnum. Sú hæð er víst hæst og himninum næst af öllum pörtum Seattleborg- ar, Þaðan er útsýni fagurt ogþar taka náttúrufegurðin og kyrðin höndum saman yfir Ingvari sál. hinum fyrsta íslendingi, sem orðið hefir herfang hálfvillunnar og ó- þokkaskaparins í Seat.tle, þessari miklu Sodoma Kyrrahafsstrand- arinnar. SPURNINGAR. Er sá maður, sem á 2 lönd i sama skólahéraði, en sem ligeja í 2 vega- stjóradeildum, skyldur tíl að greiða 4 dagsverk í veginum á ári, þar eð þeir sem eiga 2 lönd innan sömu vegastjóra- deildar, þurfa ekki að greiða nema 3 dagsverk? SVAR. Þessari spurningu getur ekki orðið svarað algerlega ákveðið, en 2 lögmeun, sem athugað hafa málið, era þeirrar skoðunar, að sveitin hafi vald til a>> leggja dagsverkin á á þenna hátt. 94. gr. sveitalaganna tekur fram, að dagsverk séu lögð á lönd eftir virðing- arverði þeirra, og orðið Property (eign) er þar bundið við þau lönd, sem einn maður á innan einn&r vegastjóradeild- ar. Sú grein ákveður og, að 1 dagsverk ekuli lagt á fyrir $200 landeign, og 2 dagsverk fyrir 200—500 dollara eign og 1 dagsvefk fyrir hver $500 í landeign þar yfir, Minnisvarði YFIR Gest Pálsson. Nuer fyrsta hefti af ritum bans fulipreutað. VESTUR.ÍSLENDING AR! Látið nú sjá að ýður sé ant um heið- nr þjóðarinnar o>r kaupið þessa bók; húu er ekki tiefin út í gróðaskyni. heid- nr verður ÖLLUM ÁGÓÐANUM varið til þess að reisa Gesti PAlssyni minnisyarða Það er heiður fyrir Vest- ur-íslendinga að verða fyrri til þessa fyrirtækis, en bræður þeírra heima, Bókin verður öll um sextíu arkir i stóru broti, eða því sem nsest ÞÚSUND BLAÐSÍÐUR. Þeir sem kaupa öll heftin fá þau á $3,00. Bókin fæst hjá: Sig, Júl, Jóhannessyni, Winnípeg, Arnóri Árnasyni, 111 O'est Huron Str. C lictgo, 111. Birni Benediktesyni, Selkirk, Steingrími S, Isfeld. Garðar Magnúsi Bjarnasyni, Mountain, Gunnari Gunnarssyni, Pembina. Hirti Davíðssyni, Baldur. Jónatan K. Steinberg, Ballard. Thor Bjarnasyni, Dalnth. J, Ásg, J, Líndal, Victoria. Arthur Johnson, BraDdon. Sigurði Jóhannessyni, Keewatin, Bjarna Péturssyni, Hensel, E, H, Johnson, 3panish Fork, og víðar, Nákvæmari reikningar verða birtir & prenti yfir allan kostnað og tekjur, til þess að menn geti séð að ekkl er í gróðaskyni unnið. Þetta verður vandaðasta, stærsta og merkasta [bókin, sem prentuð hefir verið hér vestra á islenzku máli; kjör- gripur, sem ætti að vera á hverju heim ili. SEXTÍU ARKIR! ÞÚSUND BLAÐSÍÐUR!

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.