Heimskringla


Heimskringla - 12.02.1903, Qupperneq 4

Heimskringla - 12.02.1903, Qupperneq 4
HEIMSKRINGLA 12. FEBRÚAR 1903. Winnipe^. Bæjarstjómin hefir í hyggjn, að bera undir atkvæði bæjarbúa, hvort ekki sé heppilegt að láta bæ- inn eiga gasframleiðslustofnun og talþráðastofnun. svo bæjarbúar þurfi ekki framvegis að sækja þetta til prívat félaga. Það er vonandi að bœjarbúar greiði atkvæði með þessu þegar þeim gefst kostur á f>ví. •‘The Winnipeg Socíal Eleven“. halda fyrstu árs samkomu sína mánud. J>. 16. Febrúar i Oddfellows Hall, cor.McDermot og Princess St. Ollu dansfólki er boðið að taka þátt í þessari skemtun. Aðgangur oOc. pariðBorgist við dyrnar.Verðlauna- dans fer fram kl. 10, og $ 10 verð- nr skift upp milli þeirra þriggja para, senl bézt dansa. C. P. R. félagið lækkar far- gjöld frá Winnipeg til Kyrrahafs- strandar niður í $29,55, frá 15. f>. m. um 60 daga tíma. MAGNÚS BJÖRNSSON, 57 Victoria St., Selur eldívið með lægsta markaðs- verði. Bezta þurt Tamarack $6 00, full borgi.n verður að fylgja hverri pöntun, þá kemur viðarinn strax, Arsfundur Heimskringlufélags- ins var haldin á skrifstofu blaðsins þann 4. þ. m. Sk/rslnr og reikn- ingar fyrir sfðasta ár voru lagðir fram og sýndu meðal annars. að kaupendum hefir f jölgaðjá síðastá ári, þrátt fyrir verð'hækkun blaðs- ins. I stjómarnefnd blaðsins fyrir komandi ár voru kosnir: Magnús Markússon, forseti, Kr. Á. Bene- diktsson skrifari, Þorsteinn Péturs son, Jóseph B. Skaptason og B. L. Baldwinson. Fundurinn samþykti að víð næstu söguskifti, þegar sag- an endar, sem nú er f blaðinu, {>á skuli næsta saga sérprentuð og send kaupendum með blaðinu aðra hvora viku. Það var samþykt að selja blaðið framvegis $2,00 um árið, en stækka það svo sem svarar sögunni, og var svo talið að félagið breytti eins sanngjarnlega við kaupendur, eins og efni og ástæður þess leyfa að svo stöddn. Sagan byrjar þvf að fylgja sérprentuð innan fárra vikna. Sagt er að Alexandra Englands- drottning hafi látið sýna sér allar skilvindur, sem nú eru á markaðin- um, og að hún liafi s.jálí skilið 100 pund af m.jólk í hverrí þeirra. Eftir það kaus hún eina þeirra og nefndi hana “Empire“. Hið konunglega kúabú er afar stórt, og þvi nauðsyn- legt að hafa beztu skilvinduna þar. Stovels Guide fyrir Febrúar ný- útkomin, hefir allar nýustu breyt- ingar á lesta- og skipagangi og yfir höfuð allar almennar nauðsyidegar upplýsingar; 160 bls, Kostar lOc. Empire-skilvindufélagið gefur fá- teekum vægari borgunarskilmála en nokkurt annað skilvindufélag. Séra Einar Yigfússon messar báðar messumar f Tjaldbúðinni á sunnudaginn kemur í forföllum prestsins. Empire-skilvindufél. hefir herra Gunnar Sveinsson sem aðalumboðs- mann sinn í Manitoba. Skrifið hon- um að 505 Selkirk Ave., Winnipeg, ef yður yantar vindu. Messað verður á veniulegum tfma í Unitarakyrkjunni næsta sunnud agskveld. Dr. W. H. Eldrids Liquid Electricity meðöl eru búin til og verka á grund- vdlli vísinda og heilsufræðinnar. Þau drepa tafarlanst alla berkla og frjógerla sjúkdómanna, sem alt af sækja að mönnum og skepnum, og eiga heima í loftinu, jörðinni og vatninu. L. E. lækna útvortis og innvortis sjúkdóma, og gera það margfalt fljótara en vana leg meðöl. Þau lengja lif fólks um mörg ár og yngja það. I fáum orðum sagt. þau eru meðöl vísindanna og framtíðar- inoar, meðöl tímans og þekkingarinnar, og óbrygðöl ábyrgð fyrir góðri heilsu og langlífi. Þau eru bæði húsmeðöl og eÍPSt&kra meinsemda. Húsmeðölin lækna alla faralssjúkdóma, verki, stingi, fak, hósta o. 8. frv. Þru reynast oft óbrígðul, þá allir hafa gengið frá að hjálpa hinum deyjandi manni. Þau eru verndarengl ar á heimilunum, þegar brepsóttir berja að dyrum.—Glösin kosta 50c. og 1 doll- ar, eftir stærðum. Sjúklingar sem þjást af staðaldslegum sjúkdómum, þ. e. gigt, hjartveiki, taugaveiklun, þunglyndi, augnveiki og hverju nafni sem vera kann, geta feng- ið meðöl Dr. W, H. Eldrids með því, að láta agenta hans vita hvað að þeim gengur. Þeir verða að senda 1 dal til agentsins, og fá áieiðanlega meðöl sem bæta þeim, i staðin. Vera rrtá að þeir þurfi meira en dalsvirðí, ef sjúkdómarn- ir eru rótgrónir orðcir, Kaupendur verða sjálfir aðná meðölunum frá agent- unum, Engum bréfum svarað, sem ekki fylgir pöntun og andvirði. Um næstu helgi hef ég L, E. meðöl Dr. W. H. Eldrids til sölu. Þeir sem vilja prófa þau geta snúið sér til mín. K. Asg. Bcnediksson, cor. Toronto & Ellice Ave. WINNIPEG. Albert Oliver, W. G. Sfmonar- son og Guðm. Guðmundsson frá Brú P, O. voru hér í þessari viku. Gestir að Heimskringlu: Jón Sigurðsson, Westbourne, Þórir Bjarnason, Duluth. Hann ætlar að ferðast um bygðir Islendinga í ManitobaogN. Dak. Steíán Kristj- ánsson, Friðjón Friðriksson, Frið- björn Friðriksson, Ami Sveinsson, John Goodman, með konu og dótt- ir, frá Glenboro; Þorsteinn Jóns- son og sonur hans, Joseph Bjöms- son og 2 synir hans, Hannes Skúla son, frá|Brú, S.Sigmar.Grund P.O. Allir á skemtiterð. Stefán Kristj- ánsson fer snögga ferð til Nýja Is- lands. WESTERN CANADA BUSINESS COLLEGE. hefir að eins ÆFÐA og HÆFA kennara.. Sérstök alúð lögð við kenslu f LÉTTRI ENSKU, EINNIG ER KENT: Verzlunarfræði, Shorthand & Type- writing, Skript. Telegraphing, Ciyil Service mentun Auglýs'ngaritun, Skrifið eftir upplýsingum og kensluverði Baker Block Wm. Hall-Jones, gegnt Union Ban k. Princi pa), WINNIPEG, Kœru landar. Eg er umboðsmaður fyrir hið al- þekta öfluga og áreiðanleea lffsábyrgð- arfélag, THE GREAT WEST LIFE, á meðal Islendinga í Winnipeg og hvar annarsstaðar sem er í Manitoba. Einnig tek ég hús og húsgögn í elds ábyrgð, og útvega peninga lán á fast- eignir með þægilegum skilmálum.— Kumið og finnið mig að máli. eða skrif ið mér, þegar þið þarfnist einhvers af því ofannefnda. M. Markússon. 467 Jessie Ave. Winnipeg, Man. Indælasta tfðarfar sfðan f byrjun þessa mánaðar, sólbráð og hitar síðustu daga og er [>að rrijög óvana legt veður í Manitoba í Febrúar. Látinn er í Argylebygð Bigur- bjöm Jóhannsson frá Fótaskinni í Þingeyarsýslu. Séra Bjami Þór- arinsson fór vestur í gærdag til að jarðsyngja hann. Til sölu eru 2 búlönd í Argylebygð. Á öðru landinu eru plægðar 120 ekrur af hinu 80 ekrur. Á öðru er hús og fjós, á hinu er hús, Löndin eru W | Sec. 32, Tp. 7, R. 13 W. Semja má við undirritaðann. Þorsteinn Jónsson Brú P. 0., Man. Waghorns Gnide, fyrir Febrúar, hefir allar nýjustu upplýsingar um lestagang á jámbrautum og gufnskipnm og um peninga og póstmál og aðrar nauðsynlegar upplýsingar, sem hver maður þarf og ætti stöðugt að hafa við hend- ina, Jl40 bls. Kostar lOc. WINNIPEG BUILDING & LABOR ERS UNION heldor fundi sí taí Trades Hall, horni Market og Main Sts, 2. og 4. föstudagskv, hvers mánaðar kl. 8. Bæjarstjórnin innheimti $20 þús. á síðastl. ársfjórðung fyrir neyzluvatn frá 2300 húsráðendum bæjarins. A priðja þÚ3. innflytjendurkomu til Manitoba f sfðastl. mánuði. Bæjarstjórnin hefir látið negla upp á ýmsar vatnspumpur bæjar- ins auglýsingar um, að eftir 6 mánuði verði pumpunum lokað. Þetta þýðir áð hvert hús f nágrenn- inu við þær verður að nota bæjar- vatn. Halldór Ólafsson frá Brandon kom snöggva ferð til bæjarins um síðustu helgi. Hann segir nm 10 Islendingar muni flytja sig frá Brandon til Kyrrahafsins 17. þ. m. LEIÐRÉTTING. í “Jólagjc’f Ru- berts'1 í jólablaði Hkr, eru leiðréttar hér með þesear prentvillur. samkvæmt tilmælum séra Hafsteins Péturssonar: 48. línu, barnaraddir, les: barnaraddir íeinu. 78. 1.. arinhellunni, les: arin- hillnnni. 162. 1.. rauðskinsbandi, les: sauðskinsbandi. 217. 1., vafið, les: hlaðið. 400.1„ hendina, les: höndina, 448. 1., rétti hann sig, les: rétti hann I sig þreytulega. Góð tíðindi hlóta það pð vera öllum, sem veikir eru að rafmagnsbelti mín (Electric Galva- icBelt) eru hin undraverðustu belti í heiminum. þar eð þau lækna sjúkdóma hetur en önnur belti, sem kosta $5 til $30. Þessi belti mín endast æfilangt og gangA aldrei ;úr lagi Þau eru árbiðan- !eg að lækna liðaveiki, gigt, tannpínu, kiftlaveiki, alskonar verk, sárÍDdi og kvalir, svefnleysi. hægðaleysi, lifrar- veikí, hjartveiki, bakv.erk, nýrnaveiki, magaveiki, höfuðverk, kvefveiki, La Grippe, andarteppu. taugasjúkdóma og alskonar kvensjúkdóma. Éngar ástæð í.r «.ð vera veikur, þegar þér getið orð ið læknuð. Þér verðið varir við verkan- ir beltisins eftir lOminútur. Eitt belti sent gegn $1,25 fyrir fram borgun. J. LAKANDER. Map'e Park, Kane County, 111. U, S.A. VOTTORÐ. Rafmagnsbelti J. Lak- ander, Maple Park. 111., hefir bætt mér óskiljanlega. Eg hefi verið þjáð af máttleysi og gigt og óvanalegu svefn- leysi. Eftir að hafa brúkað beltið í einn mánuð, fanst mér ég vera eins frísk og ég var fyrir 5 árum, Icelandic River. Man., 8. Des. 1899. Guðfinna Jóhannson. Tíl leigu í Árneabygð í Nýja-Íslandi 140 ekra búland með ágætu íveruhúsl og gripafjósum, fyrir 40 gripi, fast við þjóðveginn, og vel hentugt til greiða sölu. Menn snúi sér til Nikulásar Össursonar, River Park, Man. Herra Sigurður S. ísfeld, að Garð- ar, biður þessar prentvillur í jólablaðs kvæðum hans leiðréttar: “Gamli prestarinn“, 4, er.: sem bylgj- unum mót; ,á að vera: sem byljunum mót. “Eg elska. Eg hata“; 1. erindi: elfustraum. á að vera: elfarstraum 4. er. 1 h.: Ég hata straum; á að vera: Ég hata storm. Siðasta erindi 5, h.: Myrkum dag; á að vera: Myrkri dag, Kennata vantar, að kenna við Geysirskóla, frá 15. Marztil Júní loka þ. á. Um- sækjendur tiltaki hvaða mentastig þeir hafa, ásamt kaupupphæð re þeir vilja f&. Tilboð verða meðtekin af undirrituðum til 25. þessa mánaðar. Geysir, Man., 2. Febrúar 1903. B.jarni Jóhannsson. ritari, G. S. Dist. ÞAKKARORÐ, Við undirrituð vottum hér með heiðurshjónunum, Sigtr. Stefánssyniog konuhans Guðrúnu Jónsdóttur, að Brú P. O., okkar innilegasta þakklæti fyrir allaþá umönnnn, aðhjúkrun og hjálp, sem pau hafa veitt Maríu dóttur okkar, 7 ára að aldri, í þá 4 mánuði, sem hún hefir Þjáðzt af beinátumeinsemd ,í lær. inu. Þessi heiðurshjón tóku sig fram um að hefja fjársamskot til styrktar dóttur okkar, og söfnuðu meðal íhúa bygðarinnar $90,65 í peningum: Þetta gerði okkur mögulegt að senda dóttur okkar til uppskurðar á almenna spítal- anum f Winnipeg þar sem hún nú er á bezta batavegi, Fyrir allar þessar gjafir vottum við gefendunum okkar innilegasta þakklæti og biðjum algóðon auð að launa þeim góðverk þeirra þegar þeím rnest á ligg- ur. Brú P. O., Man. 5. Febrúar 1903. Björn Björnsson. Guðný (Emarsdóttir. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl “Freyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öi. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum Báðir þessir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega æti- aðir til neyzlu f hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vin eða ölsölum eða með þvi að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DBEWRY Hanutacfnrer & Importcr, WINNlFKd. 0)0(0 m o)ora [NWJ o)o (o wo(o 0)0(0 o)o{o So(o pofo p0(C yo(a P>(a o)Ö(c o)o (p 0)0(0 5)o(o WOtó wo(o Wofo o)o(a o)ora BIÐJIÐ UM_ OGILVIE OATS Ágætur smekkur.—Hismislausir.— Ábyrgðir að vera ómengaðir.— 1 pokum af öllum stærðum.— OCILVIE’S HUNGARIAN eins og það er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL- Heimtið að fá “OGILVI E’S” það er betra en það BEZTA. HEFIR ENGAN JAFNINGJA. Bonner & Hartley, Lðgf'ræðingar og landskjalasemjarar 4»4 flain St, - - - Wlnnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES", HREINN “BRJÓSTSYKUR11. Selt í stór- eða smákaupum, 1 skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt W. J. BOYD. 422 og 579 Main St. Riáard & Co. YIN VFB7T ARAR- ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST- AR BIRGDIR. Hátíða “Calender” vor “TJne Veritable Teuvre D’Art” verður sendur með hverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 305 riain St. Winnipeg. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall í Norðvesturlandinu.— Tíu Pool-borð.—Alskonar vín og vindlar. Lennon & Hebb, Eieendur. OLISIMONSON MÆLIR MEÐ 8ÍNU NÝJA Skandinavian Hotel 71» JHain Str. Fæði $1.00 á dag. 370 Mr. Potter frá Texas mundi ekki þola þig vegna föðnr þíus. Hver hýður þér annað eins og þetta tækifæri?” Hann hrópaði upp yfir sig: “Annað eins tækifæri og þetta. Eg hefi einn ásetning, og hannersá, að frelsa föður minn frá rangri á kæru og dónai, og auka veghans og heiður, svo að sú siúlka, sem ég ann vilji deila lífskjörum sinum með mér. Því ef ég fæ ekki Ethel Lin- coln, þá er ég ófarsæll maður um aldurog ævi”. Hann sá stúlkuna, er hann unni i anda og baráttu hennar. sem hann og bróðir hans hofðu ollaðhenni,—hvað átti hann að gera? að hverju aðganga. //onum fanst alt ætla að verða tóm ur draumur og lokleysa. I því heyrði hann Et- hel mæla látt: í'Karl, óg er þin. Sniðugleiki þessarar konu getur ekki aðskilið okkur”. Hann leit upp og sá Ethel Lincolu standa á milli sín ðg lafði Sarah Annerley, sem hörfaði fáeiu skref afturá bak, og mælti: ':Ég hafði gleymt því, að þú varst nálæg”. Hún hafði gleymt því alveg þegar hún átti við Brackett, og henni varð það á að kannast við bréfið, sem hún skrifaði stjórn- inni frá 'Venice. Ethel var ekki hrygg eða vandræðaleg i út- liti. Hún fyrirleit keppinaut sinn með svip og látæði, og sýndist jafnyel vera reiðubúin til að ráðast á hana, eins og haukur ræðst á dúfa. “Þúheyrðir alt?”, tautaði Errol. ,‘Nógu mikið til þess, að ég elska þig heitar en þessi kona gæti nokkru sinni gert”. ÞeSsi játning, og traust á honum, sem lýsti sér i orðum hennar, ollu dauðlegu hatri hjá lafði Sarah Annerley, og kom henni til að segja: “Þá Mr. Potter frá Texas 375 tala meira”, og hann oetlaði að láta hana hætta. Hún vék honum fr sér, og rueð töfrandi fagurri framkomu og Ijómandi andliti mælti hún með ákefð: “Ég skal endurgjalda þér fyr- ir hann; Karl Errol, ég leyfi mér að gefa þér sig- urvon í málinu þfnum”. “Sigurvon!” bergmálaði Arthur önugur. “Hvað ætli þú vitir um þetta mál”. Hún gerði þau öll hissa, er hún hélt áfram og mælti: ‘ ITimesí gær stóð auglýsing um dreng, sem hvarf fyrir 30 árum----”, “Guð minn góður !” hrópaði lafði Sarah Annerley, og nötraði á beinunum. “Hvað viltu gefa til þessað finna drenginn, Karl Errol?” “Aft sem ég á”. “Hann hvarf. Hann er dauður. Það er ómögulegt annað!” hrópaði lafði Sarah Annerley. ‘ Þá ætla ég að koma með hann á sjónar- sviðið”, svaraði Ida. "Hann vogar sér ekki að koma aftur íil Eng- lands!” hrópaði lafði Sarah Annerley. ‘ Hann flúði þaðan fyrir 30 árum, fyrir strákapör”. Ida sá að Errol horfði á hana og ætlaði ekki áð ná andanum, svo hún sneri sér að henni líka og mælti: “En hann er saklaus, Ég veit um það”. "Hvernig geturþú sannað það?” "Með að leiða hann fram sjálfan”. “Sjálfan!” hljóðaði frúin svoallir urðu for- viða, og jafnvel Arthur. Ida (hélt áfram: “Já 'heldur þú aðjég sé 374 Mr. Potter frá Texas ákalla hann um að yfirgefa þig ekki, þá sá óg í augum þessarar hefðarfrúar sigurleiftur”, Hann gekk frá benni og beint þangaö sem Errol stóð, og hlýddi á, en Karl varð fljótari að tala: "I hamingju nafni hreyfðu ekki hendi þínni til mín, Svo framarlega sem þú vogar það, þi gleymi ég því að hún er systir þín. Þá fær þú að eius eitt að vita, og það er það, að ég er karlmaður”. Hann mæltí síðustu orðin af móði, en síðan lækáaðí hann löddina, og mælti siðustu orðin stilt og hljótt, en ómur þeirra hljómaði se a dauðadómur í eyrum þeirra, sem heyrðu þau. Án efa hafði spádómur gamla Potters rætst—púður, blý—dauður,—ef Ida Potter hefði ekki komið að, eins og á vænjum vindanna, og staðnæmdist á milli þeirra manna, sem sýudust vera búnir að tapa vitinu. Hún sá áeftir Artur, og flýtti sér inn á eftir honum. “Hættið tafarlaust”' Hún mæiti þessi orð með þeirri áherzlu, að þeim báðum féll- ust hendur, Hún sneri sér að Arthur og mælti einbeittlega: “Hannerprúðmenni, og þú verður að biðja hann afsökunar’ ’. Án þess að gefa útskýringu, er svarið: "A 1 d r e i“, svaraði hann þrákelknislega. "Þá geríég það fyrir þínahönd”, mælti hún hátt, og sneri sér að Errol með virðingarmerki og tiltrúnaði, og blóðið sauð í æðum Arthurs. er hann heyrði hana segja: “Karl Errol, bróðir usgfrú Ethel skilur ekki þii.ar örðugu kringum stæður, en ég skil þær. Fyrirgefðu honum og gleymdu framkomu hans, mín vegna”. “Þú lítillækkar þig Ida. Þú fær ekki að Mr. Potter frá Texas 871 skulum við víta hvaðheitt þú ant honum. Veistu hvaða maður hann er?” “Já, hann er maður sem ég elska”. Hún gekk upp að henni rólega og stóð Ethel grafkyr sem myndastytta, og mælti, “Elskar þú hann svo heitt, að þú viljir misbjóða ætt þinpi, og vinir þínir snúi baki sínu við þér, og faðir þinn og bróðir fyrirlíti þig? Ef þú getur gengið að þ essu öllu, þá njóttu hans. Þessi maður, sem þú ant, er----”. Húu þagnaði, því Érrol hrópaði til hennar í hásum málróm: “Miskunn! Segðu henni tkki um vanvirðu mina og minna!” Hún 'tautaði: Eyrirgefðu Karl!” Hún hrópaði siðan hærra en hann: “Hann er þjófs- niðji! sonur ú 11 a g a ríkisins”. Ethel féll að fótum hans og grátbændi hann, að lýsft orð hennar lýgi. Hann SDeri sér undan, en beygði sig þó ofan að henni og hvíslaði: ‘ Ég get ekkí neitað þvi sem hún segir’. Þessi orð ætluðu að gera út af við aumingja Ethel. Hún fól andlitið milli handa sér og grét. “Þúsér nú hver ann þér heitast”, mælti lafði Sarah Annerley með hæðnisbrosi og sigur glotti, sem þó hjaðnuði sem dauða hafs skúm, á sama aughabliki, þvi Ethel hvarf til mannsins, er hún unni, og lagði hendur um háls honum og mælti: “Þér ann ég heitar en ðllu öðru, þó sért sonur þessa manns, þá ertu samt kœrasti minn. Taktu ekki eftir því, sem þessi kona segir. Ég skal ætið vefja þig ástarörm- um”.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.