Heimskringla - 26.02.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.02.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 26. FEBRÚAR 1903 Ueimskriiigla. PUBLISHBD BY The Beimskringla News 4 Publishing Co. Verð blaðains í CanadaofcBandar $2.00 um árid (fyrír frain borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaení Winnipeg að eins teknar með affölluru. H. L. Baldwinson, Bditor & Mauager. Office : 219 McDermot Ave. P o. BOX 1883. Afsökun til fólksins. Ég finn mér skylt að friðmælast við alla kaupendur og lesendur Heimskringlu fyrir 2 sóðagreinar ásaint tveim svonefndum versum, sem Kristian Ásgeir Benediktsson hefir smeygt inn í síðasta blað Heimskringlu án minnar vitundar, vilja eða samþykkis. Versin og ðnnur greinin er sjá- anlega stflað til hra. Jóns Einars- sonar hér f bæ, þess er n/lega samdi ritdóm um ísl. jólablöðin og sem birtur var í Heimskringlu. Hin greinin er blátt áfram níðsleg árás á félagsskap Islendinga hér í bæ um leið og hún fer strákslegum orðum um alvisku guðs og óbein- línis gefur f skyn að hann viti minna en “fjandinn.” Greinin um Jón Einarsson getur ekki skilist öðruvfsi en svo að hann sendi böm sfn út til að betla og sníkja. Þessi aðdróttun að jafn valinkunnum sómamanni eins og Jón Einarsson vitanlega er, er eins óverðskulduð og ósanngjörn eins og hún er fjarstæð því að vera bygð á nokkram sannleiks rökum, þvf að enginn lærgari f þessum bæ hefir unnið heiðarlegar fyrir húsi sínu heldur en Jón Einarsson hefir gert f öll þau ár, sem hann er bú- inn hér að vera, og engin fslenzk böm, sem ég þekki, koma betur fram f heimahúsum eða á manna- mótum, bæði að siðprýði, mentun eða fatabúnaði, heldur en einmitt börn Jóns Einarssonar. Eg bið því lesendur að skoða vers þessi og greinar, sem alger- legadauð og ómerk orð. Eins og gefur að skilja get ég ekki, meðan á þingönnum stendur, fengið tíma til þess að sjá algerlega einn um útgáfu blaðsins, en ég skal reyna að sjá svo til að annað eins hneyksli komi ekki fyrir aftur. B. L. Baldwinson. Árle^ur tekjuafgangur Grcenwaystj,!! Lögbergi er ekki rótt um þessar mundir. Það si't ekki mögulegt að hrekja það, sem Hkr. hefir sagt um þær afleiðingar, sem óstjórn og ó- ráðvendni (rreenwaystjómarinnar hefir haft á þetta fylki með öðru móti en því að bera fyrir sig ósann- ar staðhæfingar og heima tilbúnar tölur, eins og nú skal sýnt: 1. Lögberg segir að fylkisreikn- ingamir hafi sýnt árlegan tekju- afgang undir Greenwaystjórninni, og að öll sjóðþurðin hafi verið á sfðasta árinu, þá $248,136.40. Svar: Sjóðþurðir Greenway- stjómarinnar samkvæmt hennar eigin reiknirigum sýna þossar sjóð- þurðar upphæðir: Árid 1889 nam sjódþurðin $ 79,526 19 öll sú rannsókn hafi verið Green- way og stjóm hans til sóma. Svar : Á fyrstu blaðsfðu f skýrslu þeirrar nefndar segir að reikning- arnir hafi verið “incorrect and misleading”—rangir og afvegaleið- andi. Ef þetta er Greeway til $óma, pá er hann vel að þeirn sóma kominn. 3. Lðgb. segir sjóðþurð Nor- quays hafa verið 315 þús. dollars. Yfirskoðunamefnin segir hana hafa verið rúm 25 þús. doll. Lögb. lýgur f>ar bara um 290 þús. doll. Sannleikurinn er að fylkið mátti heita næstum skuldlaust þegar Greenway tók við völdum. 4. Lögb. segir að Greenway hafi fengið lækkun á flutnings- gjöldum úr 24c. f 14c., en það er ó- satt. Samningur Greenways við N. P. félagið var að það skyldi ekki setja liærri flutningsgjöld en C. P R. gerði. En svo lækkaði C. P. R. fél. flutningsgjöld sfn, Greenway að þakkalausu, og þá varð N. P brautin neydd til að fylgjast með, en slfk lækkun var ekki Greenway að þakka. 5. Gll saga Lögb, um ísl. far- gjalda fargan Greenwaystjórnar- innar, og meðhöndlun þ<>ss fjár, má heita login frá róturn. Blaðið veit að það er hér að skýla svfvirði- legum þjófnaði Greenwaystjórnar- innar. Fylkisreikningamir sýna að fylkissjóður var látinn borga þessa fargjaldaupphœð til félags- ins og að vissum Islendingum var ár eftir ár borguð hundruð dollara fyrir innheimtu á fénu frá vestur- förum. Greenway játaði sjálfur f þinginu, að hann væri þá búinn að fá í sfnar hendur yfir $1000. En hann hefir ekki skilað svo miklu sem einu centi af þeim peningum í fjárhirzlu fylkisins, eftir þvf sem frekast verður séð af fylkis- reikningunum, þó þeir væru þaðan teknir í fyrstu. Þetta sagði Gimli-þingmaðurinn honum í ræðu f opnu þingi árið 1900, en Green- way lét vera að svara f>ví. Vér skorum á Lögberg að auglýsa 1. nöfn allra þeirra Islpndinga. sem enn þá hafa ekki borgað fargjaldaskuldir sfnar til stjóm- arinnar. 2 að sýna samlagða upphæð þeirra ógoldu skulda, 3. að birta nöfn þeirra Islendinga. sem blaðið segir hafa borgað guf uskipafélaginu, 4. ábyrgðarupphæð hvers eins J-eirra og hve mikið þeir borg- uðu úreigin vösum. Heimskringla heldur því enn hiklaust fram, að Greenwaystjóm- in hafi falsað fargjaldareikn ingana, og að engir íslendingar hafi gengið í neina ábyrgð Að fylkisreikningarnir sýni að far- gjöldin vora láauð úr fylkissjóði Að stjórnin hafi látið innkalla mik- ið eða mest af þeim, og einnig borg- að fyrir það úr fylkissjóði. En að hún hafi ékki skilað svo miklu sem einu centi aftur f fylkissjóð. Neiti blaðið þessu ef það þorir. Næst skulu sýndar þær rentu- upphæðir, sem fylkisstjórnin heflr orðið að borga á hverju ári frá árinu 1889 til 1898: VAXTAGREIÐSLU UPPHÆÐIN VAR " $ 79.626.19 k‘ 78 811.57 “ 79 502 55 “ 90,020 16 “ 86 393 43 “ 120 858.25 " 129,155.91 " 137 084.21 " 141,70427 “ 134 835.22 1 f 1890 *• “ 78 811.57 If 1891 • 79,502.55 1» 1892 < i 11 90,020 16 • 4 1893 tt •* 86 393.43 tf 1894 tl “ 120,858 25 f i 1895 tf 129,155 91 $ • 1896 f t 137,084 21 11 1897 “ tt 141,704 27 f k 1898 “ 134 835.22 tt 1899 t. “ 248 136 40 Þetta ætti að vera nægilegt svar gegn þeirri staðhæfing Lögbergs, að engar sjóðþurðír hafi verið hjá Greenwaystjóminni. 2. Lögberg segir að yfirskoð- unarnefnd sú, sem sett var til að rannsaka reikninfía Greenway- stjómarinnar fyrir öll árin, sem hann var við völdin, hafi sýnt að Árið 1889 ‘ 1890 ‘ 1891 * 1892 ‘ 1893 • 1894 " 1895 ‘ 1896 “ 1897 ‘ 1898 Ef það væri nú satt, sem Lögb. segir að engar sjóðþurðir hefðu verið og fylkinu ekki hleypt í nein- ar skuldir, vildi þá blaðið gera svo vel að skýra lesendum frá hvemig á því stendur að fylkið verður nú að borga nær l j hundr. þúsundum doll. á ári, sem þessi og komandi kynslóðir verða að borga, svo lengi sem skuldimar vara. Það ógeð- felda í sambandi við þessa skulda byrði fylkisins er, að hún er að mestu til orðin fyrir ófyrirgefan- lega óstjórn fylkisins undir Green- way, án þess að fylkið hafi notið tilsvarandi hlunninda. Um ábyrgðarupphæð Roblins má þar á móti segja, að hún bakar fylkinu engin útlát, en veitir þvf beinan árlegan hagnað svo nemur hundruðum þúsunda dollars, í vasa bæuda og annara íbúa fylkisins. Á þessum tveimur ámm, sem Hon. Roblin hefir stjómað fylkinu, hefir flutningsgjald á öllum vörum stigið niður, bæði þeim, sem em fluttar inn í fylkið og út úr þvf. Og ekki verður þess lengi að bíða að hveitiflutningsgjaldið fer ofan í lOc. Þessu hefir Hon. Mr. Roblin getað áorkað að eins á tveimur ár- um. En Hon. Grennway var að reyna að gera það sama f 12 ár, og meira að segja lýsti því yfir að liann vildi gefa eina mill. doll. til þess að geta gert það. En þrátt fyrir það sýnir reynslan að honum var það um megn, hversu mikið sem hann vildi leggja í sölurnar. En eins og búið er að taka fram áður, er Hon. Roblin búinn að gera þetta afreksverk á 2 árum, o g á n þess að það kosti Mani- toba-fylki eitt einasta c e n t. í ræðunni, sem Hon, Greenway hélt í þinginu um daginn, þá fann hann ekki að ráðsmensku stjómar- innar. Haun notaði tæklfæríð til að kasta fram lúalegum og óviður- kvæmilegum orðum að Conserva tivum yfir liöfuð, og fór út f sam- bandsstjórnar pólitfk, sem ekki kom þingmálum við. Hann sýnd- ist ekkert geta fundið Roblinstj. til foráttu. Þegar Hon. Roblin talaði næst, skoraði hann á Hon. Green way, ef hann hefði nokkrar ákœr- ur til gegn stjóm sinni, að koma með þær fram í þinginu. Hann mælti þessum orðum: “Ég krefst þoss að ]>ú endurtakir hér f þing- inu þau ósannindi, og hálfsagðar sögur, sem hafa verið gefin út um þetta fylki, sfðastliðið ár.” Hon. Greenway liefir enn þá látið það ó gert, og mundi þó ekki hafa legið á liði sínu, ef hann hefði séð sér nokkurt færi á þvf að staðhæfa það, sem fylgismenn hans og blöð eru prédika almenningi. Rotin rökfærsla má það heita, sem leikflokkur skuldar lætur sfðasta Lögberg burðast með, sem málsvörn fyrir efninu í Hjartadrotningunni. Þetta era málsvamaratriði flokksins: 1. Sá er samdi leikinn hét Max Werdenstein. 2. Sá er þýddi leikinn heitir Ind- riði Einarsson. 3. Sá er stjómaði æfingum til undirbúnings við leikinn í Reykjavík heitir Einar Hjör- leifsson. 4. Jón Blöndal telur hann sið- ferðislega fagran. 5 B. L. Baldwinson deplar aug- unum!! 6. Héðan hafa verið reknir tveir leikflokkar fyrir það að leika ekki eins ljót leikrit eins og sumir væntu, í þessum atriðum em innifaldar aðalafsakanir flokksins og þær sannanir sem hann færir fyrir á- gæti og siðbetrunareðli leiksins. Flest óbrjálað fólk mun nú sjá að 4 fyrstu ástæðumar sanna als ekk- ert um þetta mál, að o. ástæðan kemur efninu ekkert við, og allir kunnugir vita að 6. ástœðan er login frá rótum. Með þessu getur fslenzkur almenningur séð það svart á hvítu í Lögbergi hve óvand- aður þessi leikflokkur er að meðöl- um, og hversu gersamlega ráð- þrota hann er að hrekja svo mikið sem eitt einasta atriði af þvf sem Heimskringla hefir sagt um þetta mál. Heimskulegri, fátæklegri og fjarstæðari inálsbœtur liafa vfst fáir heyrt í nokkm máli en þær sem að framan em taldar, og séu þær rétt s/nishom af þeim vits- munum sem flokknum era eigin- legir, þá er sfst að furða þó hann sjái siðbetrunareðli f hneykslisleik þeim, sem hér liggur til umræðu; enda ber öll vömin f fyrstu 4 máls- varnaratriðum flokksins það með sér að hann hefir enga sjálfstæða skoðun á málinu, en fer eingöngu eftir annar höfðum, sjálf heilabú- in f höfðum flokkrins virðast vera í eyði og tóm og myrkur yfir djúp- inu, skynsemdardjúpinu, þar er ekki grant á þvf góða. Miklu myndarlegra ferst Sigurði Magnússyni í 3. dálka grein sinni f sama Lögbergsblaði, þar sem hann með veikum burðum reynir að færa málsbætur fyrir vati þessa leiks, sem siðbætismeðals fyrir < Vestur-Islendinga og að sýna að dómur Heimskringlu um hann sé bygður á illkvittni, rangfærslu og misskilningi. Til þess að rökstyðja þetta, lýsir liann svo all nákvæm- lega efni leiksins. En einmitt sú lýsing styður og sannar f öllum aðal-atriðum það, sem “Hk.” hefir áður um hann sagt, með þeirri einu undantekningu að maður greifafrúarinnar var látinn. En það atriði hefir enga þýðingu fyrir málefnið, og gerir efni leiksins engu betraj né karakter þeirra per- sóna sem í honum eru. En þessi dómur flnst Sigurði vorum vera “hringlandi bandvitlaus”, án þess þó hann geri nokkra tilraun til þess að rökstyðja þessa skoðun sína svo mikið sem eitt einasta rökfærsluatriði. Hann játar að greifaírúin sé eins og vér höfum lýst henni að eins, að eins stað- hæfir hann að hún hafi ekki tekið fram hjá manni sfnum, af þvf hann var—dauður! Einnig játar S. M. að barónsfrúin hafi getið þess eftir að hún komst að ótrúmensku manns sfns að “sér þætti vænna um hann en nokkm sinni fyrr,’. Þetta er gersamlega það sama sem “Hkr.” sagði, að hún elskaði hann að meira eftir en áður, Játningu barónsins kveður S. M. hafa or- sakast af tvennu: 1. þvf að hann reiddist greifafrúnni þegar hann komst að því að hún hafði ásamt honum aðra unnusta, sem hún mat svo miklu meira en hann að hún stal fé hans til að auðga þá. 2. að hann var búinn að komast að J>vf að konan hans var búin að komast að öllu athæfi hans við hjákonuna og fláttskap hans við sig. Hefni- gimi á eina hlið og þrælsótti á hina; það eru þeir göfugu eigin- leikar, sem knúðu fram játningu barónsins, og þetta ásamt öðra í leiknum er það, sem Jón Blöndal telur “siðferðislega fagurt”! Fyr má nú vera smekkur fyrir siðgæð- ifsyrimiynd til að sýna íslending uj á leiksviði fyrir 35 cent3 borg- un frá hverjum þeim, sem lætur flekast til að horfa og hlýða á hann. S. M. segist verða að vera á þeirri skoðun að “leikritið g e t i verið gagnleg hugvekja fyrir alt íólk.” Með sama rétti mætti segja að S. M. g æ t i verið siðprúður maður, að hann g æ t i komist hjá því að verða hvað eftir annað hneptur f fangelsi þessa lands fyr- ir skort á góðu siðferði. En það sem gæti verið og það sem er, eru tvö f jarskyld atriði. Sigurður segir e k k i að leikrit þetta s é gagnleg hugvekja, enda getur hann það ekki ef hann vill satt tala, því að öllu efni til er þessi leikur einn af allra sauragustu hlandforum mannlífsins, sem þeir Sigurðamir og Skuldarflokkurinn hafa enn þá borið upp að vitum Vestur-Islend- inga. Sé það nú satt, sem Skuldar- flokkurinn staðhæfir, að Indriði Einarsson hafi valið leik þennan sem sérstakt siðbetranarmeðal fyr- ir Vestur-íslendinga, þá teljum vér að honum hafi tekist svo illa að iniklu sæmra liefði verið fyrir hann að annast um þá hluti, sem honum sérstaklega koma við og varðar um, en skifta sér ekki af Vestur-íslend- ingum. Indriði er alt of gáfaður maður til að sjá ekki að aðal ein- kennin í þessum leik era lauslæti, þj(>fnaður, lukkuspil (gambling, sem er fjársekta og fangelsisglæp- ur samkvæmt lögum þessa lands), heiftrækni og þrælsótti og laus- mælgr. Alt þetta era þangamiðju atriði leiksins, og vér segjuin liik- laust að alt þetta sé siðspillandi og geti aldrei orðið siðbetrandi fyrir Vestur-íslendinga eða aðra menn. Enda þarf ekki annað en að at- huga hversu leikrit þetta er til vor komið og munu þá flestir skilja að enginn hollur straumur geti rann- ið gegnum svo sauruga farvegi. Heimskringla heldur fram jæirri stefnu f máli ]>essu að Austur-ís- lendingar hafi engan siðferðislegan eða annan rétt til þess að velja sið- betrunar meðöl fyrir fólk vort hér vestra, þvf að siðgæðin hér era vissulega á eins háu stigi og þau eru á íslandi, eða hafa nokkurn- tfma verið hjá þeim sérstöku mönn- um, sem hér ræðir um í sambandi við þetta saurleikrit þeirra Sig- urðanna. I öðra lagi er þess að gæta að sú ailferð að halda jafnán upp að vitum almennings þvf, sem lægst, ljótast, ógöfugast og glœp- samlegast finst í manns eða d/rs- eðlinu, er ekki og verður aldrai til þess að mynda siðabót hjá nokkrum flokki fólks, ekki einu- sinni hjá Skuldarflokknum. Partur úr fyrirlestri um Andatrúarfiæði, Eftir A. R. Wallace, F. R. S. (Niðurlag). Nú skulum vér athuga hver eru hin markverðu sérkenni þessara fyr- irburða. Hvað kenna þau oss, þegar þau eru skoðuð í heild sinni? Mér virðist þau fyrst benda á. að vera náttúrleg náttúru undur, en ekki í- myndaðir viðburðir, Þeir eru allir líks eðlis, þó mismunandi í sérbenn um sínum, og þetta gildir í öllurn löndum heimsins, hvort heldur í Ameríku, Evrópu eða Ástralíu.hvert heldur á Englandi, Frakklandi, Spáni eða Rússlandi, þá eru þeir al staðar eins, en þósvo mismunandi, að sýnilegt er að þeir eru ekki gerð ir hver eftir öðrum, og hvort sem meðalfærin eru menn eða konur, piltar eða stúlkur og jafnvel í sum- um tilfellum ungbörn, og hvert sem þau eru mentuð eða ómentuð, þá eru fyrirburðirnir alstaðar jafnir að full- komnun. Af þessu drögum vér þá ályktun, að þessir fyrirburðir séu eðlilegir, en ekki yfirnáttúrlegir, að þeir séu framleiddir samkvæmt því alsherjarlögmáli náttúrunnar, sem á kveður samband möguleika milli hins jarðneska og andlega heims og að þeir séu þess vegna samkvæmir hinu ákveðna eðlislögmáli. I öðru lagi er þess [að gæta—og það er í raun Jréttri hið markverð asta við þessa fyrirburði, að þeir f öllum tiifellum taka á sig mannlega mynd. Vér verðum þeirra varir sem hafandi mannlegar hreyfingar, lögun, hugmynd, mál, rithönd og til finningar. sem vér allir skiljum og gleðjumst við. Þessar verur eða fyrirburðir eru eins misjafnir að til tölu eins og menskar verur eru mis- jafnar. Sumir eru á háu og sumjr á lágu stigi, en allir eru þeir í öllu eðli sínu mannlegir. Þegar andarn ir tala, þá er málrómur þeirra mann legur, og þegar þeir verða sýnilegir, þá er skapnaður þeirra allur mann legur. Vér getum þreífað á þeim og athugað líkamsbyggingu þeirra nákvæmlega og alt þeirra eðlisfar er mannlegt ogólíkt öllum öðrum ver- um. Myndir sem teknar eru af þeim eru jafnan mannlegar í sjón, en aldrei líkar, djöflum, englum eða skepnum. Þegar að mót eru tekin af þessum andlegu yerum, þá eru þau æfinlega út í yztu æsar mann- leg í lögun. Það eru engir tveir flokkar þeirra, sem aunar er mann- legur, en hinn ómannlegur. Þeir eru allir mannlegir. Takandi tillit til allra þessara yflrgnæfanlegu sann ana. Hvað eigum vér að álíty um vitsmuni og iökleiðslu þeirra, sem segja syo, að alt þetta sé eintómur hugarburður, sem segja oss, að allir þessir fyrirburðir öll þessi teikn handskriftir, málverk, upplýsingar og fyrirburðir komi frá óæðri verum, sem aldrei hafi menskar verið. Slfk röksemdaleiðsla og staðhæfingar styðjast ekki við neitt skynsamlegt eða áreiðanlegt. Það mætti eins vel segja, að ef vér fengjuœ bréf frá Mið Afríku, ritað á góðri ensku, eða bréf frá Englandi eða Ameríku, ritað með stálpenna oggóðu bleki, en und irritað með nafninu "Satan”, að þá væru bréfin ónátturleg og frá lágum heimum, bygðum af djöflum og frumlegum verum. En svo vér nú sleppum þessari hlið málsins og tökum að athuga aðra hlið þess, þá sem sé, er lýtur að því að þekkja hina ýmsu ein- staklinga, sem birtast í verulíkum, þi höfum vér yfirfljótanlegar sann- anir fyrir því, að ýmsir sem við 03s ræða og birtast oss, eru menn og konur, sem áreiðanlega hafa lifað hér á jörðunni. Fyrsta sönnun til staðfestingar þessu er sú, að mál það sem notað er f þessum opinber&Bum, er vanalega á því máli, sem talað er í því landi, sem [>ossar opinberanir eða fyrir- burðir fara fram f. Indverskir and- ar, sem vanalega birtast sem umsjá- endur meðalfæra, tala vanalega á bjagaðri ensitu, blandaðri indversku skriflegar opinberanir koma á ýms- um málum, vanalega skillanlegar móttakanda þeirra. en stundum þó, eins og ég hefi tekið fram, á annar- legu máli, en ætíð á einhverju á- kveðnu tungumáli. Að hugsa sér að óæðri verur hafi getað öðlast mátt tíl að nota þannig öll hugsanleg tunguraál heimsins, virðast að vera staklega heimskulegt Þegar um það er að ræða, að þekkja svipi lið- inna manna, þá eru sannanir nægar fyrir hendi um það etni. Ég skal nefna 2 tilfelli, sem til sönnunar þessu, sem ég þekki persónulega til, og ég og [vinir ndnir hafa reynslu fyrir. Annað þetta dæn i hefi ég frá vini mínum herra B!and í Was- hington, hinurn alþekta Indíánavini. Hann haíði ýmsar andafrymleiðslu- samkomur, og notaði sem meðalfæri vinkonu sina, sem gerði það í vina- skyni viðj hann, án þess að gera þetta að atvinnu sinni eða að taka borgun fyrir það. Með hjálp þess- arar konu fekk hann ýmsar vitranir frá móður sinni. Hann hafði enga hugmynd um að hægt væri að taka myndir af andlegum verum. Ená einum þessum vitrunarfundi sagði móðir hans honum, að ef hann færi á myndastofu, skyldi hun reyna að vera nálæg, svo að hann gæti fengið mynd af sér. Engin myndasmiður var nefndur á nafn, svo maðurinn fór næsta, dag með vinkonu sinni. Mynd var tekin af þeim; en mynda- smíðurinn kvað eitthvað rangt við hana, svo hann yrði að taka aðra. En þau sögðust heimta að fá hana eins og hún væri. Á þessari mynd voru 3 persónur, en þriðja persónan var 'ekki móðir herra Blands, Á næstu andasamkomn létBland spyrja hverju það sætti að önnur kona en móðir hans hefði verið á myndinni. Andi móður hans sagði honum, að það hefði verið vinkona sín, sem hefði farið f sinn stað til að vita hvort hún kæmi fram á myndinni. En að næst skyldi hún sjálf koma þar fram með honum, ef hann vildi sitja fyrir í annað sinn. Hann sat þá aftur fyrir næsta dag, og þá kom kona fram á myndinni með honum, sem hann þekti að var móðir hans. En einn af vinum hans taldi víst að myndasmiðurinn, hefði haft mynd at móður hans og látið hana koma fram á myndinni. Til þess að sópa burtu öllum efasemdum í þessu efni, hélt hann aðra samkomu og lét kalla fram anda móður sinnar og biðja hana að birtast aftur á mynd með sér, í öðrum búningi, Hún lofaði því, og í næsta sinn birtist hún á mynd með honum í sömu fötum, en með mjög mismunandi brjóstnál. Allar þessar myndir sýndi hann mér um leið og hann sagði sögu sína. Ég álít sögu hans sanna og sé enga ástæðu til að efa að hann haíi haft samband við látna móður sína, eins og hann skýrði frá. En af því eigin reynsla er betri en aðfengn ar fréttir, þá skal ég einnig skýra yður fránokkru, sem kom fyrirmig í Ameríku, þó það sé ekki eins undra vert eins og það sem ég hefi nú skýrt yður frá. Ég átti bróður, sem ég var 8amtíða 7 af uugdóms árum mínum. Hann dó fyrir meira en 40 árum. Þessi bróðir minn átti vin í Lundúnum áður en ég kyntist hon- um, sem hét William Martin, en bróðir minn hét William Wallace, og vissi ég ekki að nafn vinar hans var William, af því hann nefndi hann ætíð að eins Martin. Ég vissi ekkert meira, en bróðir minn beflr nú legið 1 gröf sjnni í 44 ár, og ég get sagt með snnni, að nafn Martins var mér alveg gleymt í siðastl. 20 ár, En er ég var í Washington fyr- ir skömmu á andatrúarfnndum, þar sem áhorfandur fá skrifleg skeyti, þá fekk ég mér til mestu undrunar svo- látandi skeyti: "Ég er William Martin, og eg íita fyrir vin minn William Wallace, til að láta þig vitaað hann muni í annan ttma regna að komast í sambaud við þig’. Ég er algerlega sannfærður um, að að eins einn maður í Ameríku, að undanteknum sjálfum mér, vissi um nafn bróður míns, eða um vináttu hans og Martins, og sá maður var í California. Ég er algerlega sann- færður um að enginn í Austurfylkj- unum gat mögulega hafa þekt þessi nöfn. Og þess vegna virð.st inér þetta vera hin ljósasta sönnun þess, að mannlegar verur og svipir hafl þekkingu hver á öðrum og samband sin á meðal. Þýtt úr “Light op Truth".

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.