Heimskringla - 26.02.1903, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.02.1903, Blaðsíða 4
HEIMSKRINGLA 26. FEBRÚAR 1903. I Winnipe^. Á föstudaginn var hélt sýningar- nefndin fund. Voru þá kosnir nefudarmenn. Þeir sem hlutu kosn- ingu eru flestir, ef ei allir, valin- kunnir menni Formenn hinna standandi nefnda eru: Formaður fjármálanefndarinnar er bæjarstjór- inn Arbuthnot, formaður garðsnefnd. er J. M. Ross, formaður prentverks og auglýsinganefndar er G. J. Maulson, formaður prógramsnefndar er F. W. Drewry, formaður verðlaunanefnd- arinnar, G. J. Ross, formaður að- gangs og inngöngu er D. E. Sprague, formaður sýningarnefndarinnar í garðinum er bæjarráðsm. Barcley. Sýningin byrjar mánudaginn 20. J61í. Empire-skilvindufélagið gefur fá- tækum vægari borgunarskilmála en nokkurt annað skilvindufélag. í næsta blaði kemur grein frá hra. J. Janussyni. WINNIPEG BUILDING & LABOR- ERS UNION heldur fundi síaaí Trades Hall, horni Market ojr Main Sts, 2. og 4. föstudaiiskv, hvers mánaðar kl. 8. Hra. Jón Baldwinson frá Selkirk býr nú að 2925 South L Str., Tacoma Wash. MAGNUS BJÖRNSSON, 57 Victoria St., Selur eldívið með lægsta markaðs- verði. Bezta þurt Tamarack $6.00, full borgon verður að fylgja hverri pöntun, þá kemur viðurinn strax, ÓDÝRIR LEGSTEINAR eru til eru til sölu hjá hra. J. H. Halldórs son, Hallson R. 0., N.-D. íslend- ingar ættu að finna hann að máli áður en þeir kaupa legsteina annar- staðar. htephan Scheving, sem unnið hefir á Rubert Street Barber Shop í síðastl. 6 ár, hefir nú sagt upp vinnu sinni þar. En lætur þess getið að eins og að undanförnu brýni hann skegghnífa fyrir 25c. Líka selur hann beztu tegundir rakhnífa og sitt ágæta hármeðal, að heimili sínu, 112 Harriet Street. Empire-skilvindufél. hefir herra Gunnar Sveinsson sem aðalumboðs- mann sinn í Manitoba, Skrifið hon- um að 505 Selkirk Ave., Winnipeg, ef yður yantar vindu. Þann 21. þ. m. gaf séra Einar Vigfússon saman i hjónaband herra Ólaf Ólafsson og ungfrú Hólmfríði Björgu Benediktsdóttir, bæði tíl heimilis hér í bænum. Hkr. óskar þessum ungu hjónum hamihgju og góðrar framtíðar. Hra J. Helgason frá íslendinga fljóti er staddur hér f bænum þessa daga. Hann segir stórtíðindalaust þar að norðan. Gjafir í hjálparsjóð Svíanna Sl.OO. S. S. N. Næsta sunnudagskveld verður messað í Unitarakyrkjunni & venju- legum tíma. Sökum þess að nokkrir, sem ég hefi átt tal við hér í bæ, haía eignað mér vísu þá um Þorrablótið, er birt- ist í Hkr. 19. Febr. Vísan á að vera dróttkveðin, en vantar að rétt sé,— þá votta ég hér með. að ég á e k k- e r t í nefndri vísu og vil ekki eiga neitt í henni. Hérerönnur, sem ég gengst við. Þorrablót Helga magra 29. Jan- úar 1903: Þýð af höldum þökk sé goldin þróttkum slingum Eyfirðingum- Frægð sér gátu, frjálsir blétu að fornum sið til árs og friðar. Helga magra höfðinglegri hófet ei minning nokkru sinni. Sat hug glöð um svalan vetur sjót að helgu Þorra blóti. B. H. Látin í Reykjavík 6. Jan. síðastl. Þorbjörg Syeinsdóttir, systir Ben. sál. Sveinssonar alþingismanns. Stórstúka Gootemplara heldur þing f North-West Hall 10. næsta m. Menn eru beðnir að athuga skekkju þá, er stóð í kvöldblaði Free press á þriðjudaginn var. Lib- eralklúbburinn hafði ekki samkomu í Tjaldbúðarkyrkju, heldur í salnum undir kyrkjuDni. Stefán Valdimarsson á bréf á skrifstofu Hkr., frá Minnesota. Munið eftir að lesa auglýsignuna um meðöl Dr. W. H. Eldreds á öðr- um stað f blaðinu, er K. Ásg. Bene- diktsson selur. Séra Bjarni Þórarinsson messar kl. 11 f. h. á sunnudaginn kemur í húsi hr. Stefáns Teitssonar á Point Douglas. Tafimenn í Winnipeg hafa þreytt kapptafl undanfarandi daga, og hefir hra Magnús Smitt unnið fyrsta piís, og hefir 2 töfl fram yfir þann hæsta, Það er engum vafa bundið að M. Smith er langt á undan öðrum tafi- mönnum hér í Manitoba og þó víðar sé leitað. Hra Jóhannes Einarsson frá Churchbridge heflr dvalið í bænum þessa daga. Hann sótti gripasýn- ing, sem hér er haldin, og er einn í verðlaunadómsnefnd, sem skipuð er til að dtema um sanðfénað þann, sem sýndar er þar. Veðrátta hefir verið frekar köld síðan síðasta blað kom út. Húsa og lóða kaup hafa verið iítil síðustu daga. Kaupendum hefir þótt of kalt til að skoða eignir, að land- söiumenn segja. A ársfundi Unitarasafnaðarins, er haldin yar siðasti. sunnudag, var samþvkt að selja kyrkjuna, þar eð staðurinn þykir óhentugur, og að byggia nýja og stærri kyrkju sunnar í bænum. — Meðlimum fer stöðugt fjölgandi: rétt nýlega hafa um 30 manns innritast í söfnuðinn. — Á- kveðið var að halda samkomu til arðs fyrir söfnuðinn innan skamms, —í safnaðarnefnd voru þessir kosnir ?. Swanson. Þorsteinn Borgfjörð. E. Ólafsson. S. B. Benediktsson; Jóhannes Frimann- Fundarbod, Conservative-klúbbuiinn heldur fund í Tjaldbúðarsalnum næstkom- andi þriðjudag kl. 8 að kvöldinu. A fundinum halda þessir ræður: The Hon. R. P. Roblin, Mr. B. L. Bald- winson, Mr. H, Whitla og fleiri. Hin nýju kosningalög fylkisns verða ná- kvæmlega útlistuð á þossum fundi. Það er óskað eftir að sem Islending- ar sæki þennan fund. Ódý rar Grroceries. 11 pd. af bezta kaffi $1,00; raspaður sykur 21 pd. $1,00; molaSykur 19 pd $1,00; púðursykur 23 pd. $1.00; hrís- grjón 23 pd. $1 00; Baking Powder 5 pd. baukar 40c.; 1 pd. lOc. Jam 7 pd. fata 35c. cg 5 pd, fata 26c.; smjör 1 pd. 15c. ág.ogl2Jc., 2 pd.25c, Sætabrauð 30 pd. fyrir $1.60. 6c. pd. Jingbr snaps 1 pd. 5c. 4 baukar af niðursoðnu kjöti 25c. 4 könnur Peaches 25c. 4 könnur Black Rasberry 26c. 7 pd. fíkjur 25c. 7 pd. svestejur 25c. J. J. Joselwich 301 Jarvis Ave. WESTERM CANADA BUSINESS COLLECE. hefir að eins ÆFÐA og HÆFA kennara. Sérstök alúð lögð við kenslu f LÉTTRI ENSKU, EINNIG EK KENT: Verzlunarfræði, Shorthand & Type- writing, Skript, Telegraphing, Ciyil Servicementun Auglýsingaritun, Skrifið eftir upplýsingum og kensluverði Baker Block Wm. Hall-Jones, gegnt Union Bank. Principal, WINNIPEG, Vantar mann til að selja og keyra út brauð. Stöðug atvinna. Umsækj- endur sendi tilboð sfn með eigin handarbréfum og tiltaki sfðasta verkveitanda sinn, og meðmœl- endur. W.,J. BOYD. Til sölu eru 2 búlönd í Argylebygð. Á öðru landinu eru plægðar 120 ekrur af hinu 80 ekrur. Á öðru er hús og fjós, á hinu er hús, Löndin eru W | Sec. 32, Tp. 7, Ii. 13 W. Semja má við undirritaðann. Þorsteinn Jónsson Brú P. O., Man. Tíl leigu í Árnesbygð í Nýja-IsJandi 140 ekru búland með ágætu íveruhúsf og gripafjósum, fyrir 40 gripi, fast við þjóðveginn, og vel hentugt til greiða sölu. Menn snúi sér til Nikulásar Össursonar, River Park, Man. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall í Norövesturlandinu.— Tlu Pool-borÖ,—Alskonar vín og vindlar. Lennon A Hebb, Eigendur. Kœru landar. Ég er umboðsmaður fyrir hið al I þekta öfluga og áreiðanleea lífsábyrgð- arfélag, THE GREAT WEST LIFE, á meðal Islendinga í Winnipeg og hvar annarsstaðar sem er i Manitoba. Einnig tek ég hús og húsgögn í elds ábyrgð, og útvega peninga lán á fast- eignir með þægilegum skilmáluœ.— Kumið og finnið migað máli, eða skrif ið mér, þegar þið þarfnist einhvers af því ofannefnda. M. Markússon. 467 Jessie Ave. Winnipeg, Man, Ferðaáætlun^... Póstsledans milli Ný-Islands og Winnipeg Sleðinn leggur á stað frá 605 Ross Ave, kl. 1 hvern sunnud.. kemur til Sel- kirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. ð ámánud. morgna; kemur til Gimli kl. 8aðkv.; fer frá Gimii á þriðjud.m., kemur tj; Icel, Riverkl. 6.; fer frá Icel, River kl. 8 á fimtud.m., kemur tilGimli samd, Fer fráGimli kl. 7,30 á föstud.rr., kem- ur tll Selkirk kl. 6 samakv.; laugard kl. 8 frá Selkirk til Winnipeg. — Herra Runólf Benson, sem knyrir póstsleð ann, er að finna að 605 Ross Ave. á laugard. og sunnud., oggefur hann all ar upplýsiugar ferðalagiuu viðvíkjandi MILLIDQE BROS. West Selkirk. TIL SÖLU Gott búland, 80 ekrur, í Skooke-ár- dalnnm á Vancouver-eyju. 25 mílur frá borginni Victoria i British Colurabia, 3 milur frá ágætri höfn, pósthúsi, skóla og verzlun, gott íbúðarhús, fjósogfleiri úthýsi. Laudið er hálfa mílu með fram Skooke-ánni, sem hefir ógrynni af lax og silung, mest af landiuuer vel hreics- að og ÍDngirt, talsvertaf aldinatrjám og margar tegundir af berjum, verð $1,200, á seljanda vísar: C, B, CASPER. Blaine, Wash. P. O. Box 232- Þeir eru aðlaðandi, Ég legg áherzlu á, að gera brjóst sykurinn aðlaðandi, bœði f útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt í stór- eða smákaupum, 1 skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt \\. J. BOYD. 422 og 579 Main St. Hefurðu gull-úr, gimsteinshring, gleraugu eða brjóstnál ? Thordur .lolniMon 292 llain St. hefir fulla búð af alskyns gull og silfur varniiigi, og selur þaðmeð lægra verði en að ir. Hreinsar úr fyrir $1,00 og gefur eino árs ábyrgð. Komið, sjáið, skoðið og sannfær- ist. Staðurin er: 202 niAI\ STBEET. Thordur Johnson. DREWRY’S nafnfræga hreinsaða öl ‘‘lf'reyðir eins og kampavín.” Þett er óáfengur og svalandi sælgætis- drykkur og einnig hið velþekta Canadiska Pilsener Lager-öl. Ágætlega smekkgott og sáínandi í bikarnum Báðir þessir drykkir er seldir í pelaflöskum og sérstaklega æti- aðir til neyzlu í hcimahúsum. — 3 dúsin flöskur fyrir $2.00. Fæst hjá öllum vin eða ölsölum eua með því að panta það beint frá REDWOOD BREWERY. EDWARD L- DREWRY- yianntactnrer & Iniporter, WIWIFEG. 0GILVIE 0ATS Ágætur smekkur.—Hismislausir.— Ábyrgðir að vera ómengaðir.— 1 pokum af öllum stærðum.— OGILVIE’S HUNCARIAN eins og það er nú til búið er hið ágætasta FJÖLSKYLDU MJÖL- Heimtið að fá “OGILVIE’S” það er betra en það BEZTA. HEFIR ENGAN JAFNINGJA. ISidianl & Co. YIN YERZLARAR. (Jiinadiiin Pacific l{ailway Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur lœgsta fargjald til ailra staða í ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST- AR BIRGDIR. Hátíða “Calender” vor “Une ONTARIO, QUEBEC SJOFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. Yiðstöðuleyfi veitt þegar komið er austur íyrir FORT WILLIAM. TOURIST Veritable Teuvre D’Art” verður sendur með hverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 305 flain St. Winnipeg. Bonner & Hartley, Lögfræðingar og landskjalasemjarar 494 JHnin St, -- - Wlnnipeg. B. A. BONNER. T. L. HABTLBV. og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des, 21. til 25. og 30. 31., og Jan. 1. GiJda til 5. Tan., að þeim degi með töldum. Eftir frekari upplýingum snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél, eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG. 368 Mr. Potteifrá Texas að hér i hótelinu, að Potter sé horfinn úr borg- inni”. “Jæja þá; farðu og vittu um það. Eg skal láta bíða eftir þér með máltíðina”. Ida talaði og bar sig eins og engin hætta gæti verið á ferð- um, enda treysti hún oz trúði á fcður sinn. Arthur varð næstum forviða, hversu hún var örugg. Hann sá hana setjast við matborð ið, og sá að hún hafði eins góða lyst eins og ekk- ert væri á ferðinni. Það var ö’ru máli að gegna með vesalings Ethel. Klukkan var átta þe?ar máltiðin var úti, og svo varð hún níu. Hún fór að verða hálf- óróleg. ekki af þvi að hún væri hrædd um föður sinn. heldur af því að hún var hrædd um Arth- ur. Hún vissi hvernig hann mundi fara að, ef hann mætti einhverju óvanalegu á götunum í þessari frakktesku borg. Klakkan tíu kom Atthur aftur og færði henni þær fréttir, sem loks komu róti á hana. Þær voru, að skipun hefði komið til stjórnarinn- ar á Frakklandi, frá stjórninni á Englandi, að láta taka Sammpson Potter fnstan tafarlaust, og stjórnin á Erakklsndi hefði óðarasett lögregluna af stað, að finna manninn. en þegar Po‘ter komst að hvað var á ferðinni, þá flúði hann taf- arlaust með næstu lest til Parisar. Lögreglu- foringi Brackett hafði sést hla pa á þá lest þeg- ar hú i rann af stað. Aithursendi föður sínum hraðskeyti um alt þetta, og fékk það svar, að hann yrði á Frakkiandi næsta dag. Éngri stúlku mun vera létt um að hlusta á svona lagaðar fróttir um föður sinn. Auðvitað Mr Potter frá Texas 373 börnunum!” Hann var að hugsa um að senda hraðskeyti og segja stjórninni upp vinnu. vegna heilsubilunar. En þegar hann ætlaðt til þess, kom honum enn þá nýtt ráð í hug. Hann hugs aði sér að láta það berast út, að hann væri að leita uppi mann. sem g&ngi undir nafninu Samp son Potter, en héti annað, og vær i stórglæpa' maður, svo Texasbúinn gæti flúið í skyndi, en hann sjálfur haidið lífinu. Hann var of kunnug- ur hryðjusögum, sem hann hafði lesið úr Ame- riku til þess að hann efaðist um, að Potts yrði lengi að drepa sig. Með glöðu geði hafði henn viljað fanga bandóðan óbóta fant á Englandi, eða blóðþyrstan upphlaupsmann, sem sloppið hefði frá galganum á FrakkJandi, hjá því sem eiga við þann Potts, sem var það hryllilegasta illmenni og erkifantur, sem til var í allri Mið- Ameríku. Einnmitt þenna sama dag var hann að lesa sðgu, sem hét: “Pottsthe Pirate of the Prairies ‘, og hugsaði aö sú hryllilega saga væri rétt lýsing af Sammy Potts. “Hvernig í da uð anum hefir stjórnin komist að því að hann er hér á ferðinni”, tautaði hann um leið og hann gekk út, að koma fréttinni á flot, Potter skildi eftir bréf hjá vinnukonu mála- færslumanns Portmans, sem auglýsti eftir hon- um. Þegar hann kom um morguninn fékk hann bréfið. Hann gerði lögreglustjórninni taf- arlaust aðvart, og voru gegar þerðar ráðstafanir til að taka hann fastan. Það tók Brackett langan tíma að koma þess- nýungum á flot. Sú saga flaug eins og eldur í sinu, að einhver afar skringilegur stórglæpa- 372 Mr. Potter frá Texas gefnirí Scotland Yard, að borga hÚ3bónda þín- um vinnulaun sín, Snapper rniun, og vilja þurka hannútaf Jögreglustjóralistanum. Orð sem ef til vil hafa verið sannari en Brackett eiginlega meinti. Snapper samhrygðist húsbÓDda sínum með þvi, að hlaupa upp í fangið á honum og sleikja hann allan og veifa skottinu, ofur glaðleg- ur á svipinn. Hann unni húsbónda sínum raeð allri þeirri blfðu. sem náttúran hafði geflð hon- um, og var viljugur að f.ylgja honurn gegnum allar heimsin3 hættur, hvert sem vera vildi. Og sannaði haun húsbónda sínum það seinna þann sama dag. Eftir dál tla stund sá Brackett að hann yrði að gefa málinu gaum tafarlaust. Hann las skjölin yfir aftur og sannfærð st um, að ekki væri um nokkuð að villast í þessu máli. Að einsvar ofurlítiil partur óskrifaður neðan við lýsinguna af Potts. Hann skrifaði þar: ‘Hærtu legasti. blóðþyrstasti glæpamaður, sem maður þarf að hafa alla varasemi við að fanga”. Haun hugsaði að mestagæfaufyrir sigv®riaðPotts gæti komist burtu, svo hann þyrfti ekki aðeiga nokk. uðviðhann, en þá mundu starfsbræður síuir leggja það ú*. & versta veg fyrir sér, og hann minkaði í álití. Nú kom honum til hugar, aðgangur marms- ins, þegar hann var að reyna byssurnar í byssu- búðinni fyrir fánm klukkustundnm, og var sú endurminning alt annað en upplífgandi fyrir hann. ‘ Guð minn góður! Hann hefir verið að búa sig undir að veita mér viðnám eða þeim sem tæki hann. Guð sé með konunni minni og Mr. Pottei frá Texas 36» sagði Arthur henní þær mjög lipurlega, rétt eins og þá krakkar ern að segja hvert öðru sögu, sein i raun og veru séu alveg þýðingarlausar. Sumir strákar, sem höfðu verið verstu prakkarar þegar þeir voru ungir, höfðu orðið að miklum mönn- um síðar, Þegar Arthur var ungur sjálfur. þá var hann stórþjófur á seetabrauð og berjasósu. Nú var það athæfi orðið langt fyrir neðan hann. Hann hugsaði að svona gæti það verið 'með alla stráka, og Potter raundi nú vera áreiðanlegur og heiðarlegur maður. Hann fór að mýkja fréttina fyrir Idu með þessum og öðrum dæmisöguin; eu honum varð ekki um sel þegar hún rauk upp og sagöi: “Tal- aðu ekki rneira um þetta, ef þú ætlar að giftast mér Ég er viss um þó allir strákar í heiminum séu þjófar á eitt og annað, þá hefir faðir minn ekki verið það, hvorki þegar hann var drengur eða fullorðinn”. Hún fór líka með rétt mál, því hávirðulegur Sampson Potter var áiitjnn sá ráðvanda3ti mað- ur, sem þektist í Tex ,s, þrátt fyrir það, að hann hefði ákaflega stóra gripaveizlun. Þegar hún hafói varið föður sinn á þessa leið, gekk hún til rekkju. Þegar hún var hátt- uð andvarpaði hún: ‘ O guð í himninum ! Eg sem átti að gefa föður mínum aðvörun um að vera varan um sig, þangað til hann væri búinn að sanna sakleysi sitt, hefi svikið hann í hendur óvinaima, með lausmælgi”. En þrétt fyrir a lar kvalir og ásakanir, sem húnleið, kom henni ekki til hugar eitt augnablik að faðir hennar væri sannur um nokkra sök.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.