Heimskringla - 12.03.1903, Blaðsíða 3
HEIM6KR1NGLA 12. MARZ 190:}.
jólakertunum fyrir börnin, að þá sé
alvarlega gætt að þvl að hvergi sé
l&tinn vera eftir skuggi. 3 5 cent
heíði I inesta mftta kostað að láta
rauðan eða grænan kertisstftf I horn-
ið þar sem drengurinn sat, ofurlítið
bréfspjald með “gleðileg jól” og rós
í kring, og fáeina brjóstsykurmola 1
bréfpoka. Og hver var svo ftvinn-
ingurinn eða gróðinn, sem fékst fyr
ir þessi 3—5 cents. Fyrst og fremst
að jólaljósið var kveikt I barnshjart
anu, og vonin og gleðin, sem hftðu
þar stríð upp & líf og dauða við
kvíðan og sorgina, báru sigur íir
bítum, Annað ást á kyrkjunni og
öllum þessum fagnaði, sem jólagleð
in á að boða. í þriðja lagi að það
iétti ofurlítið sorgarþunga I bág-
stöddu hösi, og bar þangað inn dá
lítinn geisla, í staðin fyrir að þar
margfaldaðist ait I óútreiknanlega
voðalegum mæli.
Hver einasti maður, sem gleður
fátæku börnin á jólunum, hann gerir
góðverk; hann sftir og plantar ei-
lííðarblóm, sem aldrei deyr. Mér
er sama hvort hann heitir Sig. J6l.
Jóhannesson eða hvað annað. Eða
hvort hann eða hún tröa á einn tvo
eða þrjá guði, það gerir engan mis-
mun hjá mér. Þeir eða þær, sem
jólaljósin kveikja þar sem þörfin er
mest og dlmmast er, eru réttu engl-
arnir, sem tyrir utan hræsni og yfir-
drepskap geta sungið. “Dýrð sé guði
í hæztum hæðum friður & jðrð og
veiþóknan yfir mönnunum.”
Mér verður lengi í minni gamla
kvöldið. Og ég á enga betri ósk til
en þá, til þeirra manna, sem gæta
6t I hornin til fátæku barnanna um
jólin, að þegar sorgarský dregur
fyrir gleðisól þeirra og skuggablæja
breiðist yfir veginn, sem framundau
þeim liggur, að þá komi hásumar-
tíðin mín gamla til þeirra, lyfti
blæjunni af, og færi þeim sama frið
og gleði sem mér þegar ég var ungl-
ingur.
Lárus Gdðmundsson,
Til P. S. Pálssonar.
Eg sagði ekki eitt einasta orð
um það “hversu lítilfjörlegur og
stefnulaus skáldskapur hinna yngri
höfunda væri og hversn lítið bók-
mentalegt. gildi hann hefir f sér
fólgið ekki heldur gerði ég tilraun
til að lítilsvirða vissa menn.
Ólfklegt þykir mér að þú sért svo
fávitur að f>ú skiljir ekki að með
grein þeirri, sem þú gerir að um-
talsefni, er ég að hegna en ekki að
dæma.
Ekki get ég að Þvf gert, að mér
finst grein J>in dálftið lúaleg að
hugsun og orðfæri með köflum;
þaðeru þessar lævfslegu getgátur
um það hvað ég “áliti“, sem eru
svo ósamboðnar miklum manni og
skáldi eins og þér.
Vegna þess að þú ert maður svo
ungur, að aldurs vegna gætir þú
verið sonur minn, og vegna þess að
ég hefi það álit á þér, að þú getir
orðið góður og nytsamur maður,
ef þú lætur ekki illan félagsskap
leiða J>ig afvega, þá ætla ég að
kosta svo miklu upp á þig, að gefa
þér nokkur heilræði:
Ef fundið er að við þig, þá stiltu
svo geð J>itt að J>ú ekki missir
sjónar á sannleikanum.
Ef þú finnur hjá þér krafta og
köllun til að yrkja ljóð, þá gerðu
Það á þann hátt, að [>au verði J>jóð
þinni til uppörfunar til að neyta
allra sinna beztu krafta til að afla
sérgæða lffsins og njótaþeirra með
gleði og ánægju. Forðastu að
kveðakveifarskap, J>unglyndi og ó-
ánægju með lífið inn í íólk, J>ví
með því lamast J>eir kraftar sem
í manninum búa og sem eiga að
vera honum til hjálpar. Taktu J>ér
til fyrirmyndar skáld eins og St.
G. Stephánsson og Þorstein Er-
lingsson, sem ryðja brautir f ó-
bygðum og mana erviðleikana, en
ekki illviðris krákurþær, sem sjald-
an komast lengra en út f hlaðvarp-
ann og aldrei lengra. en út á sorp-
hauginn, og J>á einungis til að
kveða um kulda, myrkur, skort,
sviknar vonir o. s. frv.
Ef J>ú verður fyrir vonbrygðum
f ástamálum, J>á kveddu aldrei sorg
ar og vonleysis ljóð um brostna
hörpustrengi, ef [>ig langar til að
gráta f einrúmi til að svala sorgurn
þfnum, þá gerðu [>að, en segðu
ekki frá því á strætum og gatna-
mótum, J>ví trúðu mér, þú færð sára
litla meðaumkun, miklu heldur
verður hlegið að J>ér. Reyndu nú
að gá að hvað óendan !ega hlægi-
legt J>að er, að sjá glæsilegt karl-
menni, eins og þú ert, kveina og
gráta framan í alþýðu. Hafðu
ætíð hugfast, að það eru eins fagr-
ir fiskar f hafinu, eins og nokkur
sá sem veiddur hefir verið.
Þér J>ykja kan ske þessi heilræði
nokkuð harðyðgisleg, en þau eru
gefin af góðum hug, J>ví Það er að
eins þfn vegna að ég rita J>etta, J>ví
mfn vegna var nauðsynjalaust fyrir
mig að segja nokkuð.
S. B. Brykjólfsson.
Þing
kvikfjárræktarmanna hér I fylk-
inu byrjaði Þriðjud. 17. í. m.
og endaði þann 27., og er óhœtt að
tullvrða að það hafl verið mjög
myndarlegt og uppbyggilegt, enda
voru ýmsir af hæfustu búmönnum
Canada á þinginu og héldu ræður.
svo sem, Hon. R. P. Roblin, Hon.
Thos. Greenway, Dr. J. G. Ruther-
ford, dýralæknir sambandsstjórnar-
innar, Prof. J. H. Grisdale, af fyrir-
myndarbúinu I Ottawa, Col. McCrae,
Gulph, Ont, D. Anderson, Rugby,
Ont., S. A. Bedford, bústjóri & fyrir-
myndarbúinu I Brandon, C. Peter-
son, aðstoðarrftðgjafi akuryrkjumála
í Regina, A. McRay, bústjóri á fyrir
myndarbúinu að lndianhead, Hough
McKellar, Winnipeg, og ýmsir Heiri
viðurkendir búmenn.
17., 18. og 19. voru ársfundir
hinna ýmsu deilda. Þann 20. byrj-
uðu sýningar á lifandi peningi. Þung
vinnuhross.
21. Létt vinnuhross og keyrslu-
hross, einkum Hockneys og Through
breds.
23. og 24. Sauðfé og svín.
25. Mjólkurkýr, Holstein Airshyres
og Jerseys.
26. Shorthorns.
27. var þeim af fundarmönnum,
sem æsktu, fjdgt um svínaslátrunar-
verkstæði J. Griffins og út á búgarð
Mr. Mitchell, sem heima á skamt
héðan. Á hverju kveldi k!. 8—10
voru fyrirlestrar haidnir um búnað
og önnur nvtsemdarmál; t. d, talaði
Col. McCrae eitt kvöld um saman-
færslu á alþýðuskólum I Canada, og
lýsti hvernig tilraunir, sem gerðar
hafa verið I þá átt, hata tekist I
Austur Canada og Bandaríkjunum.
Gripasýningunni var þannig
háttað: Fyrst var flutt inn ein af
þeim skepnum, er sýna átti þann
dag. Maður sem til Þess var val-
inn, hélt fyrirlestur um það kynferði
hvernig beztu skepnur af þeirri teg-
und ættu að vera. Fundarmönnum
voru fengin spjöld, þar sem hinir
ýmsu hlutar skepnunna>- voru nefnd
ir og mönnum þannig gefin kostur á
að sýna dómgreind á lifandi peningi
með því að gefa þ& skýra tölu er
þeim þótti við eiga hina ýmsu parta.
Eftir vissan tíma kallaði íund.
stjóri hina hæfustu af fundarmönn-
um saman til að dæma grip þann,
sem um var að ræða, og síðan var
kallað eftir úrskurðum manna og
og borið saman. Eftirfylgjandi er
sýnishorn af “Students” Score Card’:
a General Appirance, sundurliðað.
b Head and Neck, sundurliðað.
c Forequarters, sundurliðað.
d Body, sundurliðað.
e Hindquarters, sundurlíðað.
Fullkomnunin var 100 stig.
Það næsta sem gefið var, var
rúml. 80 stig.
Niðursett far um helming var
veitt hverjum þeim, sem sótti þingið
enda var fundarsalurinn oftast full-
ur.—Þremur af svínum þeim, sem
sýnd voru, var slátrað, til þess að
sýna mönnum mismun þann, sem er
á kjöti af hinum ýmsu kynum.
Þessi sem slátrað var, voru Tom-
worth Yorkshire og Berkshire, og
voru þau t lin að gæðum eftir þeirri
röð, sem þaa eru nefnd.
Mjólkursali Munroe, sem býr
rétt hjá Winnipeg, skýrði frá hvern-
íg sér hefði tekist við mais sem fóð-
ur, og hældi þeirri fóðui tegund
mjög handa mjólkurkúm. Hann
skýrðj frá, að síðastl. ár hefði upp-
skerasín af mais af ekrunni—hefði
numið rúml. 59 tonnum - af allstóru
svæði. Þetta er töluvert meira en
fengist hefir 'á fyrirmyndarbúinu í
Brandon, og skýrði Mr. Bedford það
á þann hátt, að Brandon liggur tölu-
vert hærra -yfir 400 fet—en Winni-
peg. Þar af leiðandi væri svalara I
Brandon; líka væri jarðvegurinn í
kringum Winnipeg mikið feitari.—
Búister við að kalda samskonar sýn-
ingu hér næsta vetur, og þá má ske
reglulega feitra gripa sýningu um
leið. Vér munum þegar s& tími
kemur láta lesendur vora vita, sem
greinilegast, hvenær og hverníg til-
högun þeirrar sýningar verður.
D. W Fleury & Co.
UPPBOÐSHALDARAR.
584» POBTaGK AVK.
selur or kaopir nýja og ga.tila hús-
muni og aðra hluti, einuig skiftir hús-
munum við þá sem þess þurfa. Verzlar
einnig meðlðnd,gripi og aískonar vörur.
TELEPHONE 1457,—Oskar eítir
viðskiftum Islendinga,
OLI SIMONSON
MÆLIR MKÐ 8ÍNU NÝJA
Skandinavian Hotel
718 Hain Str,
Fæði 81.00 á dag.
SÆLGÆTISLEGA EFNIS-
GODUR OG ILMSŒTUR
The T. L. “Cigar”
Það er vinsæl tegund, sem hefir áunnið sér hylli
og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús-
undir reykja nú þessa ágætu vindla.
__J REYKIÐ ÞÉR ÞÁ?
í WESTERN CIGAR FACTORY
É Tho». Lee, eigaudi. ■WITSTIsriIEUEGk
Smnn'
Qrand “Jewel“
4 STÆKÐIR AF VIÐARSTÓM ÁN
VATNSKASSA.
3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM ÁN
VATNSKASSA.
4 STÆRÐIR AF VIÐARSTÓM
MEÐ VATNSKASSA.
3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM
MEÐ VATNSKASSA.
Grand Jewel sitor eru vorir
beeztu auglýsendur, þegar þér
kaupið stó,—kaupið þá beztu, þá
sem er fyllilega trygð, þftsem hefir
viðurkenningu.—Ódýrleiki ætti ekki
að vera eina augnamiðið. Bezta
stóin er ætíð ódýrust- Allar stærðir
til allra nota.—Seldar alstaðar, biðjið
kaupmann yðar um þær.
Yfir 20,000 nú í stöðugu brúki,
gerðar af:
THE BURROW, STEWART & MILNE COMPANY, uhith
(Elstu stógerðarmenn I Canada).
Heltlar al" eftirfvlgjamli verxlniiarmoiinniii:
Winnipeg, 538 Main St.....Anderson & Thomas. Baldur, Man.....Thos. E. Poole.
Gladstone, Man.... Williams Bros. Gimli, Man....H. P. Tærgesen.
Red Deer, N. W. T.....Smith & Gaetz. Wapella, N. W. T.... J. W. Sutherland.
Whitewood, N. W. T......J. L. Lamont. Selkirk, Man... .Moody & Sutherland.
Yorkton, N. W. T.....Chas. Beck. Beausejour.... J, E. Dugaard.
Glenborw.... Doig & Wilcox. Langenburg.... W. B. Lennard.
Saltcoats.... T. E. Bradford. Stonewall.... West Montgomery.
Touion,.... F. Anderson & Co.
Skrifið eftir 40 blaðsíðu bók, send yður kostnaðarlaust meðan þær endast. Þær gefa þarflegar búskapar
bendingar. Bækur vorar fást hjá þeim, sem selja stórnar, eða hjá aðal útsölumönnum í Manitoba og Norð-
vesturlandmu, Merriclt Anderson á Co., Winnipeg.
SPURNINGAR.
1. Getur alþýðuskóla kennari heimtað
rentur af þeim hluta launa sinna
sem ekki eru borguð í réttan gjaldaga af
skólanefndinni. Ef svo, hvað háar?
Svar:—Já.—5 per cent.
2. Er ekki sveitnrstjórnin skyldug til
að borga þá reutu þegar drátturinn
stafar af því að hún borgar ekki skóla-
stjórninni þá upphæð sem henni ber,
þegar skólastjórnin óskar þess?
Svar: Já. Eftir að skuldín fellur í
gjalddag. 5 ser cent.
B. Hver er réttaeti vegurinn til að fara
með svoleiðis mál?
Svar: Skólastjórnin verður að stefna
sveitarstjórninni fyrir skuldinni. Ef
sveitarstjórnin getur ekki borgað verð-
ur hún dætcd gjalþrota.
Dr. Olafur Stephensen,
Ross Ave. 563, ætfð heima frá kl.
—3^ e. m. og 6—8-J e. m. Tele-
phone Nr. 1498.
Þeir eru aðlaðandi.
Ég legg áherzlu á að gera brjóst
sykurinn aðlaðandi, bœði f útliti
og að gæðum,
GÓMSŒTIR “CREAMS“
EFNISRÍKT “CHOCLATE.
HOLLIR “TAFFIES“,
HREINN “BRJÓSTSYKUR“.
Selt í stór- eða smákaupum, 1
skrautkössum. Munið að sérhver
moii er gerður af beztu tegundum
og lireinasta efni.
Takiðeinn kassa heim.
Bezta brauð í borginni og ódýrt
W J. BOYD.
422 og 579 Main St.
Heimili séra Bjarna Þórarinssonar
er að 527 Young Street.
Ferðaáætlun __
Póstsledans
milli Ný-tslands og Winnipeg
Sleðinn leggur á stað frá 605 Rosa
Ave, kl. 1 hvern sunnud.. kemur til Sel-
kirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. 8 ámánad..
morgna; kemur tjl Gimli kl. 8aðkv.;
fer frá Gimli á þriðjud.m., kemur tji
Icel, Riverkl. 6.; fer frá Icel, River
kl. 8 á fimtud.m.,kemur tilGimli samd.
Fer fráGimli kl. 7 30 á föstud.œ., kem-
ur tll Selkirk kl. 6 sama kv.; laugard.
kl. 8 frá Sdlkirk til Winnipeg. — Herra
Runólf Benson, sem keyrir póstsleð-
ann, er að finna að 605 Ross Ave. á
laugard. og sunnud., og gefur hann all-
ar upplýsingar ferðalaginu viðvikjandi.
MILLIDGE BROS.
West Selkirk.
396 Mr, Potter frá Texas
honum fyrir sjónir, hvernig hann Jstæði að Jvígi
gagnvart réttvísfnni.
“Eg sver það frammi fyrir hæsta rétti, að
faðir þinn lánaði mér þessa peninga!’
‘ Þú færð ekkert tækifæri til þess. Föngum
«r ekki leyfður eiður fyrir rétti i Englandi”.
“Hamingjan góða! Ég varbúinn að gleyma
því!”
“Þar að auki”, og hún lækkaði röddina og
gerði sig eins sannfærandi og stilta og henni var
anðið, “var Sir Jones Stevens bankastjóri í
tuttugu og fimm ár, og hæstmetinn maður. Og
öllum heiminum er það opinbert að hann lánaði
ekki geninga, án þess að fá eða taka óyggjandi
ábyrgð fyrir þeim. Heldur þú virkilega að
kviðdómurinn dæmdi eftir því sem þú einn segir
og þvert á móti almennings álitinu, sem Sir
Jones Stevens hafði. Hann mundi ekki trúa
þvi.aðhann hefði lánað nær hungurdauðum
strákræfli 80 gullpeninga til að komast burtu úr
landi. Nei, langt frá. Hann var ekki þektur
að þessháttar barnaspili”.
“Nei, nei”, stundi Potter. “Hann hafði
tækifæri til að koma stuldinum á Ralph Errol,
og svo hefir hann lánað mér stolna peninga. Það
er hægt að lána penÍDga án tryggingar, en hanu
hefir verið ekta enskur að tilfinningum og fram-
íerði, Lafði Sarah Annerley, þú eyðilagðir
sönnunina mina, en það er ekki um ceinan að
veita réttlætinu [lið’’.
“Það er alt um seinan, og ég geri ekkert
annað en frelsa þig frá því að verða handsamað-
ur og settur í fangelsi”.
Mr. Potter frá Texsa 397
“í fangelsi!” En hann bætti fljótlega við:
“Hún dóttir miu! Þetta eyðileggur hana alveg.
Já, hún dóttir min, lafði S&rah Annerle/,—hún
Ida dóttir mín. Þeir drepa hana mín vegna.
Það erskylda þín að afstýra því. Hugsaðu um
hana. Hvernig mundi þér liða, et þú elskaðir
mann, og fengir svo alt i einu svívirðingu föður
þíns frainan í þig, oggætir ekki hjálpað honum,
eða þér, og þó væru þið bæðí saklaus”.
Hún hrópaði upp yfir sig: “Mér mundi falla
það afarilla. en ef ég gæti ekki gert við því. þá
yrði ég að sitja með það”.
“Jæja, Potter. Þú gerir bezt í að flýjahéð-
an tafarlaust; flýja uudan tangarhaldi ensku
rétt vísiuuar. Hún gleymir þér aldrei, eins
lengi og þú ert á vegum hennar”.
“í gærkveldi kom Ralph Errol til Englands
og var óðara rekinn úr landi hingað til Boulogne
Af því er auðséð að enska réttvísin hefir gát á
ykkur, hvort sem þið eruð háir eða lágir. ríkir
eða fátækir.
Hún sá að þessi orð höfðu áhrif á hann, svo
hún bættí við: “Þú verður að flýja til Parísar
með flutningslestinni, sem fer af stað eftir fáar
mínútur. Þaðan getur þú farið til Marseillo, og
með skipi þaðan til H&vana, New Orleans eða
Galvestcn, í fyrra málð’ .
“Og síðan”,—spurði hann, því hann gat ekki
hugsað lengur sjálfur
“Mér «r sarna hvert þú ferð þaðau, að eins
að þú náist ekki”. Hún fyigdi honum að leyni-
dyrum, sem voru á stofunni og sýndi honum
hverníg haun gæti sloppjð burtu. án þess að
400 Mr. Potter frá Texas
IV. Bok.
Herra Potter leggur af stað á
hergöngu sina.
19. KAPITULI.
Ljónið vaknar.
Gamli Potter er horfinn. Lafði Sarah Ann-
erley hrósar happi, og leyfir lðgregluforingjanum
Brackettað koma inn. Hann kemur og hefir
hina mestu varkárni á sér. Lubbins fyigir hon-
um inn fyrir hurðisia, og þykir vænt nm að sjá.
að enginu er inni hjá frúnni. Hann hefir beðið
roeðöndinaí hálsinum þangað til að hann var
viss urn að hún var ein inni í stofunni.
Hún þekti Brackett lftið og hafði hærru hug-
mynd um knrlmensku hans. en hann verðskuld-
aði, þegar alt kom til alls. Hún bjóst við að
þurfa að múta honurn t',1 þess Potter fengi tæki-
færj til að komast burtu úr Frakklandi, án þess
að verða fangaður.
Hún bauð Brackett sæti og sagði honum. að
hún hefði mjðg gaman að tala við hann. Hún
korast fljótt að þvi, að honum var vel sem vart
að Potts slippi, svo hann þyrfti ekki að fást við
hann í það skift.i. Að vísu mintisthann þannig
Mr. Potter frá Texas 393
Hún reyndi að b eyta umtalinu, og talaði
um marklausa hluti, og var einlagt að reyna að
hugsa upp, hvernig hún ætti að láta gamla
manninn vita á hverju hann ætti von. er. hann
var svo undur hrifinn og ánægður í náveru
hennar, að hún kendi í brjóst um hann. En
tímiun leið og hann þurfti að flýja. Hún komst
ekki að, að tala, því hann var farinn að tala um
dóttur sína, og var einlagt að vegsama hana fyr-
ir velvild hennar til Idu.
í þessura svifum bankaði Lubbins á hurð-
ina og fór hún að sjá hann, Hún [varð öskugrá
í fraraan. þá hann sagði að lögregluforinginn
herra Brackett vildi fá að tala við hana tafar-
laust.
Hún sagði þjóninum að láta Brackett biða
niðri fáeinar minútur. Hún var loks neydd til
að segja Potter gamla hvernig komið var.
Hún gekk til hans djarflega og mælti: “Það
er enskur lögregluþjónn eða foringi niðri. Hafðu
ráð mín; farðu án þesshann verði var við þig ’.
Hve þá?” spurði hann og varð alveg hissa.
“Hve þá. Af því hann á að taka þig til
fanga”
“Mig til fanga! Það eru undra tíðindi!”
tautaði Potter og greip til skammbyssunnar, að
vita hvort hann hefði hana i vasa sínum. “Hann
ætlar að fanga hávirðugan Sampson Potter!*
Hann endurtók þessi orð og orustuglampinn
leiftraði úr augum hans.
Hún sefaði hann, og hann gleymdi mætti
þeitn sem feist innan í skammbyssunum, með að
segja: “Ekki Sampson Potter, en Sammy Potta