Heimskringla - 19.03.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 19.03.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 19. MARZ 1903 Heimskriugla. PUBLISHED BT Tbe Heimskringla Sews 4 Pablishing Co. Verð blaðsins í CanadaoR Bandar $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslanda (f.yrir fram borgað af kaupeud- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabanka eni Winnipeg að eins teknar með adöllum. B. I>. Bnldwinaon, Editor & Manager. Office : 219 McDermot Ave, P o. BOX Vertu í samræmi við sjálfan þig Aðal-stórmál komandi tfma, er að koma 4 jöfnuði og samræmi milli verkalfðsins og auðvaldsins, eða peningamanna. Það er ekki tal- að tfðar né hærra um nokkurt ann- að málefni nú, en það. En svo virðist að hávaðinn og mælgin yfir- gnæfi mannréttindi og landslög f því efni. Þegar vinnuvélarnar komu til sögunnar þá hrópaði vinnuþurfandinn að eigendur þeirra tæki verkið frá sér svo hann stæði eftir með tómar hendur. Ars ár- lega fjölgar vinnuvélum og starfs- svið þeirra verður einatt vfðtæk- ara og fullkomnara. Margir hafa tapað vinnu við komu þeirra, en þar hafa lfka komið nýjar atvinnu- greinar inn á starssviðið. Það er engum efa bundið, að kjör sumra verkamanna era verri nú, en kjör þrælanna voru í Ameríku. Þeir áttu ætfð heimtingu á að deyja ekki úr hungri og kiæðleysi og fá alla f>á aðhlynning, sem þeir þurftu með. Það sáu eigendurnir iíka hollast að gera, svo þrælar þeirra gætu afkastað sem mestu og beztu verki. En þessi svo nefndi frjálsi verkalýður þessa tfma fær sitt af- skamtaða uppeldi — vinnulaunin— og með það verður hann að lifa og deyja. Þar að auki á hann enga vissa atvinnu hjá húsbændum sfn- um, þeir geta sagt honum að fara í dag eða á morgun, (>ví einlagt er meira vinnulýðsframboð, en vinna, hvar sem leitað er. Hæst af öllu er nú talað um sam- steypufélögin, eða “Trusts,” sem verkstæðaeigendur og auðmenn mynda. Frjálsast þjóðin í heimi, Bandarfkin, eiga ekki til lög, sem geta hainlað tilveru og sjálfdæm- um þeirra f atvinnu og viðskiftum, eftir þvf, sem forseta þeirrar þjóð- ar segist frá. Vinnul/ðurinn og viðskiftamenn þeira óttast að þau svelgi og sölsi alt undir sig, og er sú hræðsla ekki ástæðulaus. En þegar vel er aðgætt þá fylgja þau félöig einmitt sömu meginreglu og verkalyðurinn, sem sameinar sig til að geta heimtað og fengið hærri laun fyrir vinnu sfna, en hann get- ur án félagsskapar. Er þá hægt að reikna nokkrum manni, mönnum eða félagsskap það til ólaga eða rang sleitni? Auðvitað ekki. En það má brúka hann svo, að hann verði einhverjum til meins. og sé það gert, er hann skaðlegur, hvort held- ur rerkamenn eða félög gera (>að. Kaupfélag eða verzlunar- og við- skiftafélag Svisslendinga eð ekkert annað en samsteypufélag, eða við- skifta-“trust". Það er afargagnlegt og hagfelt félag. Afhverju? Af því að þeirkunna að fara með það. Það sem að er félögunum hér 1 landi er fáfræði og starfs vanþekk- ing að kenna. Við skulum f- mynda okkur að öll samsteypufé- lögin séu ill og bölvuð, og þeirra augnamið sé ekki annað en rýja og flá viðskiftamenn, bæði að vinnu og viðskiftum. Og við skulum telja öll verkalýðsfélögin saklaus eins og lamb til slátiunar leitt, há- sanngjöm og sfsaklaus f allri fram- komu gagnvart hinum félögunum. Þá ættu þau að hætta við að um- gangast “tollheimtumenn og ber- synduga.” Þau ættu að hætta öll- um viðskiftum við okurfélögin, og ekkert af þeim að þiggja. Þau ættu að framleiða alt sem þau þurfa sjálf, þá gæti ekki okurfélög- in verið til ef engir feugjust til að vinna fyrir þau og engir til að kaupa vörur þeirra. Eðlilega segja verkamannafélögin, við getum það ekki, af þvf okkur skortir stafsfé að byrja. Þetta er sterk ástæða, og nær þvf rétt f alla staði, að undan- tekinni einni setningu, og liún er sú: “að það sem þú getur ekki veitt [>ér sjálfur, það geturðu ekki átt vfst að aðrir veiti þér.” Þegar litið er yfir reynslu sögu mann- mannkynsins, þá kemur það al- staðar fram að það sem læzt og gagnlegast hefir verið unnið á þess- ari jörðu, það hafa þeir fátæku aðallega gert. Minstakosti lagt hyrningarsteinana undir (>að. Sá auður sem nú er í höndum auð- manna og auðfélaga hefir verið framleiddur af fátæku fólki fyrr og sfðar. Þaðan verður honum ekki náð með kveinum og bænum volgi og útmálun fátæktarinnar. Til þess þurfa önnur meðöl. Verka- lýðurinn verður að vinna sér fyrir nýjum lífsforða, og þegar hann fer til þess, og hœttir að vinna fyrir auðfélögin, þá geta þau ekki haldið auðnum inni hjá sér. Hann hlýt- ur að dreifast frá þeim fyrri eða síðar. Það er hart aðgöngu fyrir foreldra sem væru flugrfk og fengju bömum sfnum alt f hendur, en bömin neita þeim um framfærslu, og kæmu sér svo fyrir að landslög- in hefðu ekkert um það að segja, þau þurftu að byrja á nýjan leik að afla sér framfærslu. En það verða þau að gera ef J>au vilja vera sjálfstæð og sjálfbjarga, að hætta að hugsa um auðinn tapaða, sem þau og for- eldrar þeirra hafa safnað. Það er ekki meiri fátœkt 1 heim- inuni nú en var á fyrri öldum. Auðsafnið er meira, og fult svo dreift sem þá. En auður fæst aldr- ei nema einstaklingurinn eða fé- lagið vinni fyrir honum. Rúm- málsfræðin er ekki bygð á útmæld- um konunga-akvegum, sagði Eu- clidan við konung Egyptalands forð um daga. Vegurinn um starfssvið samkepninnar er ekki lagður gulli né gimsleirium heim að dyrum auðlegðarinnar. Og enginn fær þar inngöngu nema einhver hafi borið hita og þunga dagsins hans vegna. Ef verkalýðurinn beindi augum beint að upptökum auðsins, beint að reynslusögu mannkyns- ins, og reiknaði út orsök og afleið- ing, þá mundi þjóðimar eiga til þekking sem hægt væri að beita gegn ranglæti einstakra manna og félaga, og þá mundi auðurinn ekki hrúgast saman á örfáum stöðum 1 landinu. En þar sem hann er, þaðan kemur hann ekki þó óp og vein heyrist í Rama. Það má minnast hér sögunnar um læknir- inn og móðurina. Kona lét sækja læknir, og bað hann að lækna bamið sitt, sem kvaldist þunglega. Hann léf. hana fá meðal. Þegar það var búið að taka inn, virtist fyrri veikin hverfa, en það fékk ofboðslegan krampa, og teygðist sundur og saman. Hún sendi taf- arlaust eftir lækninum aftur. Hann sá að móðisin var gagntekin af angist; þá mýkti hann sorg henn- ar með þvf að segja henni að þetta væru þær afleiðingar af meðalinu, sem hann hefði búist við, en hann hefði enn nú annað meðal, sem læknaði krampann, en barnið kæmi kann ske aldrei til heilsu. Það væri mest komið undir henni og líkamsbyggingu þess. Svo er það með verkalýðinn, að hann læknast ekki af peningum auðmanna, eða lögum sem hann lítur ekki eftir. Svissland og Nýja Sjáland era dæmi þess að verkalýðurinn getur ráðið við ofurmagn auðsins og auð- mannafélögin. Reynsla komandi alda verður sú, og engin önnur, að jöfnuður og samræmi kemst því að eins á milli verkalýðsins og auð- valdanna, að verkafólkið taki að sér framleiðslu á peningum og stjómmensku. Vinnan er fyrst, til als. Auður og góð lög koma að eins fyrir hana. Hún er alstaðar á undan, og það þarf hver maður að skilja og þekkja. Tek j uafgangur árið 1902 $289,686.34. ÚTDRÁTTUR ÚR FJÁRMÁLARÆÐU Hon. JOHN A. DAVIDSON’S, er hann flutti 25. Febr. í fylkisþinginu (Niðnrlag). 1902 kostaði sjúklingurinn okk- ur að jafnaði á dag: Selkirk 56 l/8,c Brandon 46 l/'5c, ólæknandistofn uninni 46 7/10c eða til jafnaðar á öllum þessum stöðum 49^c. Árið 1899 var sami kostnaður á dag: 56JjC, 52|c og 42|c eins og áður hefir verið sýnt, eða jöfnuður als 50§c, og sýnir það að menn em færðir fram dálítið ódýrar en áður. Þetta er (>vf eðlilegt og röttlátt þó kostnaðurinn aukist við hækkandi tölu þurfalinganna. í dómsmáladeildinni hefir kostn- aðurinn aukist dálítið og stafar það af auknum kostnaði við dómgæzlu og fleira. Sumt af þvf fólki, sem flutt hefir verið inn f fylkið eru ekki æskilegir innflytjendur. og hafa kostað það töluverða peninga í dómgœslu út af fyrir sig. Vaxandi útgjöld f akuryrkju- máladeildinni stafa mest af inn- flutningi, sem þar heyrir undir, og enginn mun finna að þvf þó pen- ingum sé eytt til þess. Það em ofurlftið aukin útgjöld í stjómarskrifaradeildinni. 3 tíðustu stjómarár fyrrv. stjórnar voru tekj- umar $16,648.87, en kostnaðurinn $23,101.36; (>að er, þá var borgað út 38 per cent meira en inn kom. Þessi þrjú ár, sem við höfum stjórnað, hafa tekjurnar í þeirri deild verið $26,436.24, en útgjöldin $21,682.26. eða 21 per cent fram yfir útgjöldin. Ég held þetta sé nægilegt til að sýna réttmæti stjómarinnar fyrir auknum útgjöldum. Það er ekki hægt að ætlast til að stofnanirnar í Selkirk, Brandon og Portage la Prairie séu látnar líða fyrir oflítil tillög, eða annað þessháttar. Hlut,- urinn er að stjómin starfar fram á við með ráðum og dáð, og vill geta komið því svo fyrir, að þessar stofn- anir beri sig þannig, að Iftalaust sé. Það má hafa landskrifstofuna fremur til samanburðar en nokk- urn annan lið. Útgjöldin vom þar 1899 $44,723,41 en 1902 $71,017.81. Tekjumarvoru fyrir árið: $65,785.89 en síðara árið $119,510.57, eins og sýnt er áður. TJtgjöldin hafa auk- ist um 60 per cent en inntektimar um 90 per cent, eða á hinn veginn, að tekjurnar vora 50 per cent hærri fyrra árið en kostnaðurinn, en 65 per cent hærri en kostnaður sfðara árið; tekjuauki hjá okkur er þvf 15 per cent. Það er enn þá eitt, sem ég vil minnast á, Það er M. & N. W. löndin. Við eram ákærðir um ó- réttláta sölu á þeim. En ég hugsa að vinir okkar hinum megin muni hætta þvf, þvf þeir hljóta að muna að eitt hið fyrsta lagaframvarp, sem lagt var fyrir þingið eftjr að stjómin tók við völdum, var um, að þessi lönd yrðu fylkislönd, og að þeir peningar, sem inn kæmu fyrir þau skyldi renna inn í sjóð fylkisins, en ekki höfð undir sér- stökum lið. Þar var engin rödd á- móti, og ég fæ nú ekki skilið hvem- ig mótstöðumenn vorir vilja kynna sig að (>ví, þá þeir hafa samþykt lög um það með okkur. Það er staðhæft að þeir peningar ættu að skoðast sem geymslufé, og vera aðskildir frá fylkissjóðnum, en hvemig á þvf stendur skil ég ekki. Væri sú stefna tekin fæ ég ei séð að það græði mjög mikið á því, þvf ef þau skoðast sem geymslufé, þá kæmi það illa heim við ráðsmensku þeirra sjálfra á þannig löguðum inn- tektum, og sem aldrei höfðu það fyrirkomulag. Við höfum borgaðút $118,907.77 af ógoldnum vöxtum á þessum skuldabréfum, og þeir sem hafa litið á framvarp fjárlag anna geta séð, að við ætlum að borga afganginn á þessu ári. Og hvf ætli við höfum ekki ráð yfir pen- ingunum, sem Hon. John Norquay hafði borgað rentur af, og fyrir- rennarar okkar. Þessi stjóm þarf að borga þær rentur, sem eftir era, og það er alveg rétt að andvirðið renni f fylkissjóð. Eftirfylgjandi liðir sýna skuldir á landinu, ef það á að skoðast sem geymslufé: Þiijcgja Ara vextir af upphæðinni, er M. & N. W fél var veilt samkviemt rai'tniogum frA 31. Des 1899 nefuilega $374 163.62 raeð 5% gerir... $ 56,124 64 Frá þeim tíma borgað...... 118,907 77 Landmæling borguð 81. Desember 1899 ........ 21,780 30 Vextir borgaðir af þessum tveimur síðustu tölum, 31. Des. 1902 ........ 9,012.4 Kostnaður við þetta....... 15,000.00 Samtals....... 229,825.54 Samlagðar inntektir af landsölunni til 31. Des. 1902 var $182,681.75. Af þessu fékk Greenwaystjómin $5,394, þá er eftír $177,287,75, sem stjórninin hefir fengið, svo auðséð er þegar litið er á þetta, að þessi stjórn hefir enn þá ekki fengið nógu mikið til að borga kostnað- inn við þetta, en vinir okkar, and- stæðingaflokkurinn er að álasa okk- ur fyrir að hafa dregið fé út úr þvf. Það er þvf enginn flugufótur fyrir staðhæfingum þeirra, því enn þá eru óborguð 90% af andvirði land- anna, sem endurborga að fullu skuldbindinguna til fylkisins, og skal ég sýna það síðar. Næst vil ég skýra frá því $500,000 láni, sem þessi stjóm tók, um leið og liún tók við völdum. Með þeim peningum borgaði hún þessar upphæðir: Sióðþurd................. $248,136.40 Kostnaður við stj byeging arnar 1900, 1901, 1902.... 81,363.19 Viðgerð á undirstöðu bygg- inganna als............. 14 472 86 Járnbr N. P. R. og C. P. R. als.................... 82,775.26 Aðrir járnbr.styrkir 1900, 1901, 1902 als............ 48,678.07 Til Emerson bæjar 1900, 1901 og 1902 ........... 9,409 50 Sveitafél. Stanley re Nelson. 3 000.00 Minnedosa bær, kaupáskuld- abióf. og vextir 1899—1902.. 11,279.05 D. D. No. int upphæð og vextir.................. 4 625.22 D, D No.2 upphæðog vextir 3,859.70 Laudmælngar, 10 cts. ekr. M. & N. W. járnbr.land.. 21,780.78 Lán á útsæði 1901, eftir eru 19.909.77 $549,289.79 Þar frá dragast: Skólaábyrgðir... $ 37 0 00 Lán til sveitafé- laga 1899—1902 2,010.59 Sami liður, 1890 til 1899 og 1902 11,166.03 Sami liður 1894, 1899 og 1902... 2,801.85 Lán til osta og smjörgerðarfél. 1899 til 1902. með fleiru..... 1.839,44 -------$17 817.91 Eftir........... $531.471.88 Þessi afgangur sýnir núverandi ósamkvæmni f tekjuafgangi og pen- ingasjóði, sem að eins nemur fá- einum dollumm. En ég ætla að láta það standa heima, því þessar skýrslur em áreiðanlega réttar. Þær voru ekki búnar til sem kosn- ingaskýrslur, heldur sem sannar og áreiðanlegar skýrslur frá hendi fj ármálaráðgj af ans. Eftirfylgjandi skýrsla er yfir inntektir og útgjöld á árunum 1900, 1901 og 1902, árin sem við höfum st jórnað -. Árið 1899 var samþykt að veita University of Manitoba lán, og þá borgar $2,500. Stjórnin hefir borgað þetta lánsfé út að fullu, en þessir $2,500 vom ekki borgaðir fyrr en 1900, svo við verðum að draga þá frá skýrslum áðurnefnds árs. Þannig standa fjármálin f dag í bókunum. Peningar sem nú era til, eru $317,229.83. Ég efast um að nokkur fjármálaskýrsla hafi nokkurn tíma verið réttar framlögð hér í þinginu eða armarstaðar, og sem ber eins hámæmt saman við þær skýrslur, sem ég hefi lagt hér fram að undanförnu, sem fjármála- ráðgjafi þessa fylkis. Fylgjandi skýsla sýnir eignir og ábyrgðir, og sýnir að eignasjóður- innertuttugu og fimm mill- iónir, sex hundruð sextfu ogeittþúsund, sjö hundr- u ð og t v e r d o 11 a r a r og sautján cents. BEINAR TEKJUR. Dom. Gov. Cap. aod Int. account.............. $3,907,801.23 School lands fund ac- count, Júní 31. 1902.... 708 418.85 Loans, advances, etc.... 137,810 62 Public buiidings, furnish- ings, etc............ 876.665 72 Cash on hand............ 317 830.22 Provincial lands........ 23 753,199 35 Eignir als........ $29 701 715 49 Fylkislandadálkurinn er metinn þannig : Afhent fylkiuu ekrur............ 1,127 298 Óafhentar fylkinu ekrur.... 6,282.720 Samtals ekrur..... 7,410,000 Ekran reiknuð á $3, gerir $22,230,000.00 Ógoldnar afborganir og vextir.................. 1,528,199.35 Samtals....... $23,753,199 35 BEINAR ÁBYRGÐIR. Skuldabréf fylk- insSeriesA.. $ 787,426.67 “ C.. 256,986.66 “ E.. 1.498 933.83 “ F.. 997,666.66 “ G.. 500.000.00 --------$4.040,013.32 $25.661,702.17 Þá em eignir fjárhirzlunnar, sem hægt er að sýna nákvæmlega, þar eð þær em undir stjóm fjármála- deildarinnar. Þær eru þussar: Peningar................ $ 317.830.22 Ledger assets........... 137,810.35 Landafborganir.......... 1,523 199.25 Samtals.........$1,978,839 82 Ég hika ekki við að segja f tilefni af þessum sk/rslum, að verði Con- servative fjármálastefnunni fram- fylgt um næstu fjögur ár, hver svo sem gerir það, þá getur hann haft tekjuafgang nægilegan til að borga upp öll skuldabr^f fylkisins, Það er sumt í áætluninni, sem betra er að útskýra þegar hún kem- ur í nefnd áður en það er gert hér. Þar eru liðir óvissra útgjalda, svo sem kostnaður við tilbúning kosn- ingalista og þar gerir stjómin fyrir kosninga kostnaði við almennar kosningar. AÐAL SKÝRSLUR YFIR TEKJUR OG UTGJOLD, 1900, 1901, 1902. CONSOLIDATHD REVENUE ACCOUNT. 1900 útgjöld............ $1,085,405.31 Þar dregst frá af fyrra árs reikningum................ 156.613.88 1901 útgjöld.... 1902 útgjöld .. 928,789.43 988,250.63 1.248.128.31 Samtals................. $3,165,170.37 Þar frá dregst láns út- borgun....................... 125,159.83 eftir ............... $3 040 010 54 Tekjur fram yfirútgjöld.. 317,229,83 Tekjur..................... t 905,331.06 Tekjur.................... 1,008 653 35 Tekjur.................... 1,443,255.96 Samtalt............ $3 357,240.37 1900 Samlagt........... $3,357,240 37 SKÝRSLA ÚR HÖFUÐBÓK, Tekjur....................................... $ 549,851.86 Dregst frá skuldaskirteini................... 500,000.00 eftir............... Ú tgjöld...................... $3,357.240.37 49,851.86 87,618.30 1901 Tekjur.......................................... 65,828 02 Útgjöld......................................... 134,064.82 $ 37,766.44 68 236.80 1902 Tekjur............................................ 85,895.28 Útgjöld........................................... 109,095.81 ---------- 23,200.53 Additional ledger assets.................................. $ 129,203 77 Less item of 1898—99 journalized in 1900 ...................... 2.500.00 Net Addissional ledger assets ....................... 126.703 77 $500 000 lán borgað: Sjóðþurð fyrverandi stjórnar.............. ................ $ 248 136.40 Addissional ledger assets.................................. 126,703.77 Járnbrautastyrkur með fleiru............................... 125,159 83 $500,000 00 C. R. peningar: Tekjuafgangnr fram yfir útgjöld.............................. $317 229.83 Peningar i fjárhirzluunni 31. Des. 1902 ..................... 600.29 $317 830.12 Það er ýmislegt fleira, sem kem- ur í þá gjaldliði, og sem stjórnin þarf að gera ráð fyrir, bæði í akur- yrkjudeildinni og dómsmáladeild- inni. Gjöld til sambandsstjórnarinnar aukast um $32,000, fyrir landmæl- ingar á fylkislöndum, I opinberu- verkadeildinni er styrkur er nemur $25,000 til sveitarfölaga. Áætlun á tekjum á næsta ári er svipuð og í fyrra, og mætir fullkomlega áætl- uðum útgjöldum. En ég skil fjár- laganefndinni eftir að ræða um þessa liði. Stjórnin hefir leyst öll sfn loforð um endurbót á fjárhag fylkisins, vel af hendi. Við höfum borgað sjóðþurðina, sem við tókum við, og nú á fylkið álitlegan tekjuafgang. Við höfum aukið peningastyrki til fólksins, og á sama tíma mætt vax- andi útgjöldum, sem óumflýjanlega fljóta af fólksfjölguninni í fylkinu. Samt getum við látið fólkið eiga $317,000.00 í sjóði, að eins eftir þrjú ár. Ég held ég geti ekki sýnt öllu betur fjárhagsráðsmensku stjórnarinnar, en ég hefi gert. Ég er fús á að leggja allar þessar fjár- málaskýrslur fram fyrir fólkið í fylkinu, og láta það dæma um þær. Og það mun viðurkenna það á sín- úm tfma, að þessi stjóm er spar- söm og starfar að málum fylkisins með ötulleik og ráðvendni. “Úr ICELANDIC LYRICS.” Eftir Bliss Carman. Svo ræddi hún lilja við rós: “Það rírnar vort fegurðar-hrós Er Svanfríður gengur hér garðin- um f”, Svo gengdi rósin því: “Hún skyggir á alt okkar skart, Samt skulum við þrauga með ró, Hjá öllum elskhugum verðum Við fmyndin hennar þó”. -----Ég ljóða mér ekki til lofs, Til lýðhylli, metnaðs né fjár, En getið mfn vil ég að verði 011 veraldar komandi ár. Mig langar að langt fram f öld Mér 1/si svo maður við mann: “ Já, skáld var hann sagður á sinni tfð— Hún Svanfrfður elskaði hann”. Stephan G. Stephanssson. Um skáldalaun á Islandi. Ég gat þess þegar ég skrifaði greinina um ísland, í fyrra, að ég ætlaði að skrifa um skáldalauna- málið á Islandi. Það hafa æðimarg- ir af kunningjum mínum mint mig á þetta. Þar að auki hefir eitt sinn kennari minn, mag. Ben. Gröndal, mint mig á þetta, og er ég honum þakklátur fyrir efltirtektina, og gamlan kunningsskap, þar að auki. Ei eru mér gleymd orðin þótt ó- greidd séu enn þá. Að þetta heflr dregist svona lengi eiu fleiri en ein ors/Jk tU, aðallega sú samt, að f fyrra sá ég að tíminn var of naumur, til þess að blöð héðan að vestan gæti flutt ritgjörðina heim til íslands áður en alþingi kæmi saman, en mér þætti bezt að þau orð, sem ég segi um skáldalaunaveitingar, gætu bor- ist þeim fyrir augu, sem mestu ráða um veitinguna. Með því að fela nú Heimskringlu heimflutninginn. þá áygg éð að hún nái til Rvíkur með hana fyrir þing í sumar, og þeim sem lestrarlist hafa gefist kostur á, að sjá hana. Ég veit að gamli Gröndal sparar þá ekki augun sín. Hitt veit ég ekki hvort hann segir “Takk” í anúað sinn, eða sest á dómarastólinn, og rekur hámóðins réttarfar um Ameríkumenn. Sagan er þá á þessa leið: Milli 1870—80 bárust þau stórtíð- indi til Islands að Normenn veittu skáldum sínum skáldalaun Um þetta var strax mikið ritað og nokk- uð rætt. Þar kom að, að það var laminn sá móður og frami í nokkur fslenzk skáld, að þau sóttu um skáldastyrk til alþingis. Samt gekk þar á þóf mikið um hverjir væru verðugir. Síðan var byrjað að veita skáldalaun og skáldastyrk. Þá var þetta sælgæti sem hver annar ný- móðins frami. Allir, sem töldust

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.