Heimskringla - 19.03.1903, Page 3

Heimskringla - 19.03.1903, Page 3
EIMSKRINGLA 19. MARZ 1903. skáld, keptust um að komast á þiggjandalistanD. Þar á meðal var stórskáldið Gröndal, en hann segir að aldrei hafi þingheimur verið eins samtaka að neita, eins og þegar þingíð neitaði sér um styrkinn. Heiir honum orðið þetta happ mikið jafn gömlum manni, þar eð hann er nú kominn á þá djöpreyndu visku- stöð, að peningar eigi ekki að reikn- ast til gildis, þegar um framfarir þjóðar og lands er að ræða, heldur all eina guðinn Jehóva. Takk Gröndal, þín reynsla er mikilsvirði, en hún er ekki fullgiid hérna í Am- eríku.—Ég ætla ekki að telja upp hverjir hafa fengið skáldastyrk né hve lengi notið. Hitt er meira um- vert hverjir ávextirnir eru af styrk- veitingunum. Það er ei mörgum blöðum um það að fletta hvar eftir þeim á að leita. Auðvitað í bók- mentum íslendínga. Jæja, þá er bezt að líta í kringum sig. En hvað þá! Drottinn minn góður! Það sjást engin undur né skelfing. Þorsteinn Erlingsson var böinn að rita öll eða flest sín beztu ljóð áður en hann fékk styrkinn. Það virðist sem hann hafi afkastað minni bókmentagróðri síðan. Matthias yrkir jafnt eftirsem áður, en engu betur. Heflr bara espast ögn í reikulum trúarskoðunum á gamals aldri. Svona hefir það gengið. Tiltölulega koma færri, og síst batri bækur og ljóð á prent eft- ir en áður. Ekki munu þessir skálda- styrks þiggjendur leggja sérlega hart að sér að gagnlegar bækur eða ritgjðrðir komi út ft öðrum tungu- málum, íslandi til lofs og frama. Enda tæplega hægt að ætlast til þess, og ekki hafa þeir bætt málið, eftir því sem þeim segist frá Ben. Gröndal og Jóni Ólafssyni. J. Ól. segir í Nýju Öldinni fyrir fáum árum, að á 20 síðastl. árum hafl ekki skrifast út 6r lærðaskólanum nema svo sem 2 menn, sem sendibréfsfærir séu, á fs- lenzka tungu. Ben. Giöndal segir í haust er leið í Arnflrðingi tölubl. 31., “Þó að rímnaskáldin væru vfða smekklaus, og þó þeir væru ekki málfræðingar, þá kunnu þeir forn- málið, og goðafræðina þúsundsinnum betur en þeir sem eru að hamast á þeim, og þó að fólkið ekki fylgdi málfræðislega með, þá skildi samt hver bóndamaður og sveitastúlka kenningarnar.”—Af þessu er auðséð, að B. Gröndal álítur að þekking á málinu sé mjög á fallandi fæti. Ég held að hann fari rétt þar, einkum að því leyti sem fornmálið snertir; flestir af þeim sem rita nú, hafa sára litla þekkingu á ísleDzkri tungu. Þeir geta ekki leynt því.—Það mætti þó sannarlega ætlast til þess, að þau skáld, sem skáldastyrk fá, reyndu að auðga þjóðinua að þekkingu óg smekk, það sem málið áhrærir. En því er ekki að fagna. Og hvar eru afurðirnar, sem þjóðin fær fyrir peninga sína, fyrst ekki auðgast bók- mentir, og málinu fer aftur. Þessi skáldastyrkur verður [>á ekkert annað en opinber framfærslueyrir þeirra, sem þiggja. Þeim getur að vísu komið hann vel, en þjóðin heflr enn þá stærra og þýðingarmeira verk fyrir höndum en fóðra menn, sem ekki geta unnið fyrir peningum þeim, sem þeim eru veittir til starfs og framfara. Lftum á stórskáld heimsins. Ekki hafa þau öll fengið skáldastyrk. Ekki man égeftir, að haf a séð það nokk urstaðar að skáld Grikkja og Róm- verja fengju skáldastyi k og þykja þó ekki verk þeirra ve'ra þýðingar- laus fyrir heiminn. Ekki fengu þeir skáldastyrk Shakespeare, Byron, Schiller og Goethe, og voru þó allir stórskáld. Menn segja máske að ís- lenzku skáldin þurfl að ferðast til útlanda, til að sjá dýrðina þar,— sjá reykjarsvæluna í Lundönaborg, og heyra skarkalann í stórborgunum. Ekki þurfti Schiller til annara landa til að yrkja sín ágætu kvæði. Svo held ég sé um íslenzku skáldin. Þau hafa nóg skálda auðævi á Islandi, ef þeir vilja nota sér þau. Ekki fóru þeir Kristján Jónsson og Hjálmar Jónsson, írá Bólu, til annara landa. Eiga þó flest skáld á íslandi eftir að taka sprettinn fram úr þeim, þrátt fyrir nám og farir erlendis. Ekki held ég hún sé margra þúsunda króna virði skáldmentun sú, sem þeir E. Hjörleifsson og Jón Ólafsson fengu við Amerikuferðir sfnar. Þeiiw * hafa dafnað að fróðleik og þekkingu við þær farir, en skáldatilþrif þeirra eiga öll heima í fslenzkum skálda- heimi. Ég hefi ekki séð að þeir hafl flutt nýjan erlendan skáldastraum heim með sór, sem þjóðinni verði að höppum og hagnaði í bókmentum. Sama held ég sé hægt að sanna með norsku ferðaskáldin, sem notið hafa skáldlauna og ferðast hafa út um lönd, Ef til vill halda engar bók- mentir í heiminum sér eins vel frá útlendum skáldaáhrifum, sem bók- mentir Norðmanna, og standa þó framar flestum bókmentum. Náttúra landsins og gáfnafar þjóðarinnar þarfnast ekki erlends fósturs. Nátt- úrusýnin og náttúruöflin á íslandi og sálarsjón þjóðarinnar þarf ekki að afla sér skreiðar á sérstakan hátt, til þess að þar geti þriflst stórskáld. Það er marg sannað- (Meira). Ég gleymi þér aldrei. Þú leiðin mín farna, ó liðin bernsku stund. með lff og fjör og vonargeisla bjarta; þótt tíminn só breyttur, já, líka sál og lund, þín lifir minning fersk eg kær í hjarta. Já, tilfellin lifa um liðið æsku skeið, þau letruð standa djúpt á hjartans spjaldi, á stöðvunum kœru þar létta gekk ég leið, og leikföngin með bemsku vinum taldi. Þar lék ég mér glaður f blfðum yonar-blœ, um blómarlkan lund á hlýju vori; þá brosti hver alda á björtum lífs- ins sæ, og bauð mér vinarfaðm í hverju spori. En ^tfminn er Jbreyttur og ’ burtu -'iýj liðið vor,',j með blómin frfð og j geislaskinið varma; ‘ý^SS& mér finst ég’nú þreyttur og þungt er sérhvert spor, og þokuský á hverjum vonarbjarma Þótt tfmamir breytist og blikni rós í lund. og beisk og köld sé stundum lífs- váiÍJ ins vaka’ ^ ég gleymi þér aldrei;; míti glaða BSBa i&A bernsku stund, en grátið eigi fæ ég þig til baka. Ó, lfknsami faðir mér gef þú barns- ins geð. og'gleðiljós frá árdags stundu minni nær heimsins frá glaumi að grafar þöglum beðf^ ég geng til hvíldarjþreyttur hinsta sinni. M. Makkósson. Til S. B. Brynjólfssonar. Þakklæti mitt eiga þessar línur «ð færa þér fyrir heilræðin, sem þú gafst mér í Hkr. 12. Marz *slðastl. Ég veit þau eru gefln af góðum huga, en því miður get óg ekki felt mig við þau öil. I fyrsta heilræð- inu skulum við báðír reyna að breyta k03tgæfilega eftir, það er stutt, og tek égþað þvíhér upp: “Ef fundið er að við þig, þá stiltu svo geð þitt, að þú ekki missir sjónar á sannleik- anum”. Að það sé að kveða kveíf- arskap og þunglyndi inn í fólk.Jef maður yrkir um eitthvað, sem |er öðruvísi en það ætti að vera, get ég ekki samsynt með þér. Það er skylda hvers og eins að vekja með- aumkun f jöldans á þeim sem líða, hvort heldur það er gert í bundnu eða óbundnu máli, orðí eða verki. Þetta hlýtur þú að kannast viðjsjálf- ur- Að það sé hlægilegt að sjájfull- orðna menn gráta og kveina framan í alþýðu, skal ég viðurkenna að er satt, enda muntu aldrei hafa séð mig geraþað, ogþarft þess vegna ekki að vara mig svo mjög við þvf. Að endingu vil ég biðja þig að segja mér, hverjir þeir eru aðallega þessar illviðris krftkur, sem aldrei komast lengra en á sorphaugin, ef þú fttt við einhverja menn, svo ég geti forðast þá ogjverk þeirra. Með virðingu, P. S. PÍLSSON. Hermann^ Hallson AKURYRKJU VERKFÆRA SALAR f KDIKBIIKF - - N.-DAK Ávarpa ísleDdinga á þessaleið: Nú er byrjuð bændavinna: Byrjað er að berfa og sá. Margir koma mig að fíinna Markvert til að sjá. Það er ljótt að ljúga og stela Þó lýgin hepnist oft í bráð. En engan Landa vil eg véla, Á vélum hef þó ráð. Heill og gróða hugur spáir Hörð mun dvína fátæktin Ef að góðusæði sáir Sáðvél mín í akur þinn. D. IV Fleury & Co. TJPPBOÐSHAIiDARAR. »49 POBTitíK AVE. selur og kaupir nýja og gamla hús- ! muni og aðra hluti, einnig skiftir hús- munum við þá sem þess þurfa. Verzlar einnig meðlðnd,gripiog alskonar vörur. TELEPHONE »457.— Oskar eftir viðskiftum Islendinga, OLI SIMONSON MÆLIR MKÐ SÍNU NÝJA Skandinavian HoteL 71» Hain »tr, Pæði «1.00 á dag. SÆLGÆTISLEGA EFNIS- GODUR OG ILMSŒTUR The T. L. “Cigar” Það er vinsæl tegund, sem hefir áunnið sér hylli og vináttu vegna verðskuldaða eiginleika. Þús- undir reykja nú þessa ágætu vindla. J REYKIÐ ÞÉR ÞÁ? í WESTERN CIGAR FACTORY ú Thos. Lee, eigandi, "WIICTlSrH^JLlGh. HNMkM Qrand “Jewel 44 4 STÆBÐIR AF VIÐARSTOM AN VATNSKASSA. 3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM ÁN VATNSKASSA. 4 STÆRÐIR AF VIÐARSTÓM MEÐ VATNSKASSA. 3 STÆRÐIR AF KOLASTÓM MEÐ VATNSKASSA. Grand Jewel stor eru vorir beeztu aujrlýsendur, þegar þér kaupið stó,—kaupið þá beztu, þá sem er fyllilega trygð,—þásem hefir viðurkenningu.—Ödýrleiki ætti ekki að vera eina augnamiðið. Bkzta stóin er ætíð ódýrust- Allar stærðir f til allra nota.—Seldar alstaðar, biðjið (| kaupmann yðar um þær. Yfir 20,000 nú í stöðugu brúki, gerðar af: THE BURROW, STEWART & MILNE COMPANY, (Elstu stógerðarmenn í Canada). Neldar af eftirfvljjjandi verxlunarmwnnuin: Wínnipeg, 538 Main St.Anderson & Thomas. Baldur, Man...Thos. E. Poole. Gladstone, Man.... Williams Bros. Gimli, Man.... H. P. Tærgesen. Red Deer, N. W. T..Smith & Gaetz. Wapella, N. W. T.... J. W. Sutherland. Whitewood, N. W. T..J. L. Lamont. Selkirk, Man... .Moody & Sutherland. Yorkton, N. W. T....Chas. Beck. Beausejour.... J, E. Dugaard. Glenborw.... Doig & Wilcox. Langenburg.... W. B. Lennard. Saltcoats.... T. E. Bradford. Stonewall.... West Montgomery. Toulon,.... F. Anderson & Co. Skrifið eftir 40 blaðsíðu bók, send yður kostnaðarlaust meðan þær endast. Þær gefa þarflegar búskapar bendingar. Bækur vorar fást hjá þeim, sem selja stórnar, eða hjá aðal útsölumönnum í Manitoba og Norð- vesturlandmu, Kerrick Anderson & Co., Winnipeg líidiiinl & 0«. YIN YERZLÁRAIL ELSTA BUDIN ODYRASTA BUDIN FJOLBREYTTAST- AR BIRGDIR. Hátíða “Calender” vor “Une Veritable Teuvre D’Art” verður sendur raeð hverri pöntun til fyrsta jan. næstk. 3Ó5 flain St. Winnipeg. Þeir eru aðlaðandi. Ég legg áherzlu á að gera brjóst sykurinn aðlaðandi. bœði í útliti og að gæðum, GÓMSŒTIR “CREAMS“ EFNISRÍKT “CHOCLATE. HOLLIR “TAFFIES“, HREINN “BRJÓSTSYKUR“. Selt í stór- eða smákaupum, 1 skrautkössum. Munið að sérhver moli er gerður af beztu tegundum og hreinasta efni. Takiðeinn kassa heim. Bezta brauð í borginni og ódýrt W. J. BÖYD. 422 og 579 Main St. Heimili séra Bjarna Þórarinssonar er að 527 Young Street. Ferðaáætlun. Póstsledans milli Ný-Islands og Winnipeg Sleðinn leggur á stað frá 605 Ross Ave, kl, 1 hvern sunnud.. kemur til Sel- kirk kl. 6; fer frá Selkirk kl. 8 ámánud— morgna; kemur tjl Gimli kl. 8aðkv.; ferfráGimli á þriðjud.m., kemur t|t Icel, Riverkl. 6.; fer frá Icel, Rlver kl. 8 á fimtud.m., kemur tilGimli samd. Fer fráGimli kl. 7 80 á föstud.m., kem- ur tll Selkirk kl. 6 samakv.; laugard. kl. 8 frá Selkirk til Winnipeg. — Herra Runólf Benson, sem keyrir póstsleð- ann, er að finna að 605 Ross Ave. & laugard. og sunnud., oggefur hannall- ar upplýsiugar ferðalaginu viðvikjandi. MILLIDQE BROS. West Selkirk. 404 Mr. Potter frá Texas sn og hneig með stunum afturábak í stólnum, Brackett og Lubbins náðu óðara vatni og stöktu á hana. Hún leit á Brackett og neytti allra krafta að hugsa. Svo reit hún fáein orð, þó hún ætti afarbágt með það, og mælti því næst við hann: “Lögregluforingi Brackett, hér er um líf og dauða að tefla fyrir mig. Mi ég treysta þér till alls. 1 Ég er þinn þénustu búinn”. “Það er ágætt. Þú gecur fengið alla þi peninga, sem þú vilt. Farðu tafarlaust til Par- isar, og findu mann þann, sem þessi miði vísar á. Hann afhendir þér bréfaböggul aftur í stað- inn, Færðu mér hann. Fyrir það gef ég þér 600 pund sterling út í hönd, þegar þú kemur”, Hún fékk honum farareyrir og mælti: "Lubbins. farðu og fáðu dýrasta keyrsluvagn handa lögregluforingja Brackett”. Hann gerði eins og honum var skipað. Á meðan töluðu þau saman í svo lágum róm, að sá sem stóð á hleri gat ekki heyrt hvað þau sögðu. En það var á þá leið, að hann yrði að ná bðgglinum hvað ssm það kostaði, ogef hann yrði eltur eða setið fyrir honum á leiðinni til baka, svo hann kæmist ekki undan, þá ætti hann aðeyðileggja hann til fulls og alls uaeð ein- hveij'1 inóti, Hún ætlaði að segja fleira, en Potter þoldi ekki að sjá þautalasaman og heyra það ekki. Þessi orð ;hljómuðu í eyrum þeirra, með hinni hræðilegustu mannsrödd, sem hugsast gat: “Bréfið! Hraðskey tið! eða lif ykkar beggja!” Mr. Potter frá Texas 405 Áðnr en ómurinn hafði borist um stofuna, var Brackett horfinn út úr dyrunum. en mundi hafa fallið dauður á þrepskjöldinn, með kúlu í hjartastað, ef lafði Sarah Annerly hefði ekki hlaupið í fang Texasbúan og hrópaði: “Dreptu mig fyrst! Eg elska ekki lifið lengur!” Það var líka satt, þvi næði hún ekki bögl- inum, sem hún fyrir góðmensku var völd að, ;að var til, þá gat hún ekki lifað lengur. Hinn blóðþyrsti Potter var neyddur til að lækka byssuna, sem hann miðaði á Brackett eða skjóta hana! Brackett komst ofan stigann og í vagninn, og lét keyra sig i fijúgandi fart til járnbrautarstöðvanna. Með hræðilegu öskri þreif Potter til hennar, og var það í fyrsta skifti í lffinu, sem haun var neyddur til að leggja hendur á konu. og hljóð- aði' “Árar og illþýði”. Hún sneri sig af hon nm, hljóp að borðinu, greip hraðskeytið ' og brendi það. Þrátt fyrir jötunkrafta og handa- fálm hans, gat hann ekki náð öðru en öskunni af því af borðinu. Hann greip utan um hendurnar á henni í bræðisinniog kreisti þær, því hún hafði náð horni af skeytinu. Hann kreisti hana þangað til hann náði miðanum úr lófa hennar og vék sér út í horn og fór að reyna að lesa hann. Hún kallaði hann ræningja og raggeit. Á miðaDum sá hann að eins tvö orð: Paris og nafu sonar síns, sem var liðsforingi i Bandaríkjahornum. Hann vissi ekkert hvernig á þossu gæti staðið. "Hvern fjandann hefir þú aðhafst við son minn?” öskraði haun. Hún svaraíi með hæðnis 408 Mr. Potter frá Texas og honum leið afarvel við þá hugsun um kveld- ið. Hann reyndi að gera herbergisþjóninum það skiljanlegt. að hann hefði ei drepið þenna uudar- arlega Texasbúa. sem var á ferðinni, af tómri hlíf1 við dóttur hans, sem væri séi£nákunnug. Potter lenti inn á milli Þjóðverjaog Frakks. og skildi heldur lftið það sem þeir töluðu. Hon- um þótti slæmt að ge‘a ekki fengið nokkrar upp- lýsingar um leiðina til Parisar, og borgina þá þangaðkæmi, og hann gáði nú að þvi, að hann var í vandræðum að finna son sinn, þótt har.n væri í Paris, af því hann gat ekkert talað í frönsku. Loks mundi hann eftir leiðarvísinum sem Colonel Cottontree ráðlagði honum að kaupa íLundúnum. Hannfanu hann í vasa sinum; hannvará frönsku og ensku.og ætlaðtir þeim sem lítið eða ekkert kynnu í málinu. Honam þótti afarvænt um hann. því hann var viss um að hann dæi þó ekki úr hungri, þvi hann gæti bent matsveininum á þá rétti sem hann vildi. Siðan fórhannað leggja niður hvernig hann skyldi haga hernaðinum, því alt varð hann að hugsa, sem horshöfðingi og sem við hemað. Ef hann hefði vitað hvar son sinn var að finna, þá hefði hann auðvitað keyrt tafarlaust til hans, en það var öðru nær eu hann vissi svo mikið. Það seinasta sem hann vissi um son sinn var það, að þegar hann kom til Lundúna. þá var þar bréf nýkomið til bankans, sem hann hafði viðskifti við. Bréfiðbafði farið af stað frá Genoa, en þangað var of langt að fara, þótt liann eiginlega vissi ekki hvort sá staður var í Mr. PotteJ frá Texas 401 á þetta, að ef hann yrði tekinn, þá hlyti það að gera alveg út af við dóttur hanr, og færa skugga svivirðingar yfir hana, og það vildi hann ekki vera orsök í þyi, ef hann gæti hjá þvíkomist. Samt sem áður hljóp hún á sig, eftir að hún hafði komist að aliti Bracketts á þessu máli. “Ég hugsa, að þegar þú sagðir honum frá, að hann væri glæpsekur frá yngri árum, þá hafi houum orðið ilt við”, mælti Brackett. ‘Því ég heyrði til hans ofan. Hann á að vera blóðþyrst ur manndrápari, eða það hefir mér verið sagt”. “Blóðþyrstur. Það getur verið að þessi Sampson Potter sé það. en Sammy Potts var hugdeigur drengur”, Hún sagði honum hvern- ig honum hefði orðíð við, þegar hún þýddi hon- um hvernig alt stæði. Og hann hefði beint orð- ið lnfhræddur ogskjálfandi þegar hún hefði tal- að um enskujréttvisina við hann. Hann hefði skolfið, og skimað út i öll horn, hvort hann sæi ekki lögregluþjóninn álengdar. Brackett stökk á fætur og spurði: “Hvaða leið fór hann héðan? Ég verð að fanga hann innan fimm mínútna. Ég þarf að flýta mér í þeim erindum". Hún flýtti sér að hurðinni til að hindra hann fráað fara út og hrópaði: ‘‘Lofaðu einum glæpamanni að sleppa”. “Aðsleppa glæpamanni eftir þrjátíu ára burtuveru! Það er ómögulegur hlutur, frú mín”, og vildi fá hana til að fara frá dyrahurð- inni, “ Það verður að vera gert”, 0 » hún hamla'U Brackett að komast út.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.