Heimskringla - 16.04.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.04.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 16. APRÍL 1903 Heimskringla. PUBMSHBD BY The Beimskringla News 4 Pablishing C«. Verð blaðeps f Canadaoc:Bandar. $2.00 um árid (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen i Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. Li. Baldwinson, Kditor & Manatcer. Offioe : 319 McDermot Ave P.o. BOX Loforð Roblins segir síðasta Lögberg að svikin hafi verið, og teknr til dæmis ferða- kostnað hans og ýmsra ráðgjafa hans til /msra staða, til sönnunar máli sínu. En Roblin lofaði aldrei að hann eða stjóm hans skyldi engu eyða í nauðsynlegan ferða- kostnað. þvf að ferðalög eru nauð- synleg til stjómarútréttinga, eins og Lögb. líka játar. En Roblin lofaði að láta stjómarkostnaðinn ekki fara fram úr árlegum fylkis inntektum. Það hefir hann efnt og hefir þess utan ríflegan afgangs- sjóð í fjárhirzlunni. Greenway sökti fylki.iu f nær 250 þús. doll. skuld árlega meðan hann var við völdin, svo nú verða fylkisbúar f mörg ókomin ár að borga hátt á annað hundrað púsund doll. f rent- ur af þcim skuldum. En Roblin hefir snúið svo við blaðinu að f stað árlegrar sjóðþurðar er nú ár- legur tekjuafgangur. Roblin lofaði ennfremur að koma jámbrautamálum fylkisins í gott horf með þvf að fá lækkun á flutningsgjöldum á vörum bænda inn- og útfluttum. Þetta hefir hann efnt, og með þvf sparað fylk- isbúum hundmð þúsundir dollara á ári og aukið verðgildi hverrar ekru ’lands f fylkinu að miklum mun. Þetta þrent: I. að koma jafnvægi á útgjöld og inntektir. 2. að fá flutningsglöldin lækkuð nið- ur f hóflegt verð, og 3. að auka verðgildi landeigna í íylkinu. Það em sðal-stjórnfrœðisatriðin í stefnu og stjórn Roblins, sem verða til varanlegra hagsmuna fyrir íbúa fylgisins á komandi árum, og sem fylkisbúar munu votta honum verðuga viðurkenningu fyrir á komandi árum. Lögberg segir þinglaunin í Greeways tíð hafi verið $500, en f>að var að eins síðasta ár hans, endarnær voru pau ætíð $600 á ári, og eitt árið $700. Þinglaun nú- verandi stjórnar hafa þar á móti verið $400 á ári, að undanteknu fyrsta árinu, þegar þing stóð yfir á þriðja mánuð, þá veitti þingið $200 aukalaun hverjum þingmanni fyrir samhl jöða lreiðni allra þing- manna, jafnt Litrerala sem Con- servativa. Sparnaður við þing- mannslaunin era því nú $8000 á ári, frá þvf sem var undir Liberöl- um. Ráðgjafalaunin em sömu og áður. Ekki nennir II kr. að eltast við allar f>a;r ósönnu staðhæfingar sem Lögb. flytur um ráðsmensku Rob- lins; því öll hans störf hafa verið í strangasta samrœmi við gildaruli lög. Errda skoraði hann þráfald- lega á Greenway-flokkinn í þing- inu- og lagði s‘rstaklega hart að þeim sfðustu daga þingsins, að bera fram f þinginu ef J>eir liefðu einhverja ásiikun á stjórn sína. En þeir létu J>að ógert. Roblin bauð að þeir skyldu mega tilnefna sína eigin rannsóknarnefnd, lögfræð- inga og dómara, f þeim inálum. og að stjórn sín skyldi ttorga allan kostnað af þvf. Enginn gat tioðið betur en þetta; og Liberalar hefðu sjálfsagt þegið það tx>ð liefðu þeir treyst sér til að sanna eina einustu af þeim ákærum, sem blöð þeirra og |>ar með Lögl>. bera á líoblin og stjóm hans. Slíkar ákærur eru þvf auðsjáanlega skapaðar til að villa almenningi sjónir, en standa ekki á neinum samdeiksgmnd- velli. Tillagið til akuryrkjuskólans var samþykt f einu hljóði. Enda var Greenway í nefnd þeirri, sem fjall- aði um það mál, og lagði til að skólinn væri bygður. Fjárveiting- in til þeirrar mentastofnunar er tekin samkvæmt lögum, af fé þvf sem mentamáladeildin hefir yfir að ráða. Það þótti tiyggilegra að nota f>að til þess en að taka lán til að byggja hann, eins og Liberalar mundu hafa gert, ef þeir hefðu haft völdin; öll stefna núverandi stjórnar lýtur að J>ví að fyrra fylkið skuldum, til þess að komast hjá J>ví að leggja vaxtaskatt á fylkis- t>úa eins og Greemvay gerði, sem nemur yfir milión doll. á hverjum 7 árum. Vér sjáum ekki betur en að fylkisbúar ættu að meta þá stefnu, þó að Lögberg virðist ekki geta gert það. Byg^ingaefni á / Islandi. Nýlega hefir birzt grein f blöð- unum á Islandi, eftir hra. Preben Lange, tigulsteinasmið í Dan- mörku, um að næg efni munu vera til á Islandi til tigulstein- gerðar. Vér hyggjum að átt, sé, við múrsteinsefni, þótt sú grein tali alstaðar um tigulstein. Að minsta kosti er það áreiðanlegt, að sö gnægð af tigulsteinsefni á ísl.,— sem ei er efamál— f>á má búa til múrstein úr sama jarðefni lfka. Eins og allir vita, sem þekkja þessi steinsteypuverkstæði hér, ]>á má nota óvandaðra efni f múrstein en tigulstein. Þessi P. Lange segir frá þvf í ritgerð sinni, að ungur maður úr Eyjafirði, sem hafi verið að læra snikkarastarf í Khöfn, hafi komið til sín fyrir 3 missirum síð- an, og beðið sig að rannsaka leir- tegurid, sem nóg sé af á jðrðinni sem hann faðir sinn búi á, og f döl- unum í Eyjafirði. Honum hafði verið forvitni á að vita hvort tigul- stein mætti gera úr þessum leir. Þessi ungi maður hét S. Jóhann- esson, Tigulleir þessi er nokkuð öðru- vfsi en sá leir, sem brúkaður er f Danmörku. en engu að slður segir P. Lange að næg efni séu í honum til að smfða úr honum tigulstein. Hann segir að svo mikið sé af töflugrjóti í honum, að nokkuð sér- staka aðferð [>urfi við að hafa til að ná þvf úr honum. P. Lange segir að sig furði ekki mikið á því, J>ó Island sé ríkt af /msum vöram, sem fjöldi manna hafi ekki hug- mynd um að þar sé til. Hann segir að steinarnir, sem hann hafi brent, hafi staðið vel hita og kulda, og flysjist hvorki né springi. S. Jóhannesson fékk sýnisliorn af Jæssum steinum lijá P. Lange, og sagði þeim síðar- nefnda að hann ætlaði að sækja um styrk til alþingis til að rann- saka leir við Akureyri og Reykja- vfk. Þar væra hafnstaðir góðir, °g [>yrftu töluvert af tigul- steini. En sfðan hefir P. L. ekkert frétt af þessum J. S. En P. L. þykir mál þetta svo mikilsvert, að ei sé gerlegt að láta óhreyft við J>ví. S. Jóhannesson hafði sagt P. Lange að tigulsteinn fluttur frá útlöndum til íslands kostaði kr. 80 J>úsundið, en áætlun P. L er að þúsund brent á ísl., kosti kr. 15— 17 frá verksmiðjunni, og segir hann að meiri arðsvon sé í tigul- steinsbrenslu á íslandi, en í Dan- mörku, og sé f>ar enginn samjöfn- uður á. Hra. P. Lange segir skýlaust að hér sé að rœða um atvinnuveg fyrir Island, er skilmálalaust eigi að leggja stund á, og sem gefi af sér stórkostlegan gróða, tiæði bein- an óbeinan fyrir landið, og skapi mörgu fólki atvinnu. Það má hafa steininn marglitan, eins og tiðkast í öðrum löndum, og P. L. stað- liæfir að hann sé endingargóður og hagkvæmur til húsbygginga, og fáist tæplega eins góð tegund gerð f Danmörku. Það væri fallega gert af einhverj- um Vestur-íslending, sem hefir efni og dug, að reisa sér minnisnafn með J>ví, að koma á múrbrenslu á Islandi. Hann inni landinu og þjóðinni gagn með þvf, sjálfum sér frama, og óefað peninga ef hann færi rétt að. Útdráttur úr ræðu Hon. II. ROGERS, ráð({jafaa opinb verka, 27. Febr. 1903 (Nidurla naest.). Síðan vinir okkar fóru frá stjóm- inni þá hafa þeir borið Whitehead fyrir brjóstinu, og hafa lagt fram t>réf með honum, [>ar sem hann biður um framhald á verkinu og aukningu á því. Samkvæmt samn- ingi var hann skyldugur að flytja uppgröftinn 16 fet frá skurðbakk- anum, en hann sótti um leyfi til þessara vina okkar, áður en þeir yfirgáfu stjómarsessinn,að þurfa ekki að flytja gröftinn nema 8 fet frá bakka, því sér væri það f atla staði handhægra. Hann Jx'kti hvernig ráðsmenskan varhjá þeim. Til þess að geta fullkomlega orðið við beiðni lians, J>á bragðu þeir sér til, og gera hvað? Þetta var erfitt verk vegna þess, að öll bréf, sem koma á stjórnarskrifstof- una era númerað niður, áður en J>au eru hengd á sinn stað og sett- ur á þau komudagur, og svo átti að fara með J>etta bréf, en J>ei r stimpla það með 68,943|, svo það bar að eins hálfan stimpil skrif- stofu deildarinnar. íSvona fóru þeir að þvf. Við þekkjum manninn, sem var frumgerandi allrar þeirrar óreglu og aulaskapar. og sem var formaður skrifstofu deildarinnar. Þessum manni býður ekki við að flakka aftur og fram um héruð, og tala um framræsluna áj Boyne marsh. Honum era hvergi tak- mörk sett. Síðan hafa 7 eða 8 framræslu- héruð verið búin til f fylkinu, og vér skorum á hvern einasta ^mann, að sýna þessari stjóra það, að þar f sambandi við hafi verið eytt einum einasta doll. öðruvísi en samkvæmt samningi. Við látum verkhafend- urnar vinna verkið samkvæmt samningi og reglulegri aðferð, |jj>ar f liggur mismunurinn, sem "er á milli þessarar stjórnar, og þeirrar sem vinur minn, leiðtogi andstæð- ingafl., var formaður fyrir. Foringi andstœðingafl. hikaði ekki við að staðhæfa, að sú stjórn hefði kostað $8,000 minna en nú- verandi stjóm. Eg skil ekki hvernig hann fór að þessu, nema hann hafi látið þingm. frá Birtle gera yfirskoðun, sem svo gjarnt er að gera mistök. Þetta er f engri samhljóðan við það sem rétt er, og f>ví ósatt að öllu leyti, og ekki meiri sannleiksneisti í staðhæfing- unni heldur en er f skýrslustað- hæfingum fyrrv. fjármálaráðgjafa, sem sagðist hafa borgað $732,000 í viðsdiftum við M & N. W. járn- brautarfél., en borgaði að eins $414,000. Ef þeir vilja gera svona lagaðar staðhæfingar aftur, J>á eram við reiðubúnir að svara f>eim hvenær og hvar sem er. Vinur minn, fjármálaráðgjafinn, ræddi um þetta mál um daginn og gaf allar skýringar f J>ví og tölur. Hann viðurkendi lilutdrægnislaust þœr tölur sem hærri voru hjá okk- ur en fyrrv. stjóm. Hann viður- kendi að opinbera byggingamar kostuðu nú $24,000 meira. Og það sér hver maður, að svo hlýtur að vera, þar sem nú eru á f>eim 580 sjúlingar, en ekki nema 470 þegar þeir vora flestir í tíð fyrrv. stjóm- ar. Þetta er sannleiki, sem enginn vogar að neita. Það er skylda vor að annast J>á sem sjúkir era og þurfa skjóls, og við ætlum ekki að fara illa með [>á. Það er þess vegna meiri kostnaðnr við J>essar stofnanir, og skora ég á leiðtoga andstæðingafl. að s/na okkur taf- arlaust að ég hafi ekki rétt fyrir mér, ef honum er það mögulegt, hversu lftið sem það kynni að vera. Það er enn þá eitt, sem ég vil minnast á. Það er mál sem leið- togi andstæðinganna hafði mikið um að segja í gær, sem sé M. & N. W. landamálið. Eg er sannfærð- ur um það, herra minn, að f tilefni af þvf, sem um J>að hefir verið rætt riú f seinni tfð á milli almenn- ings, að þá J>arf ég ekki lengi að eyða tfma f útskýringar um það, að eins minnast á það sem hann sagði í gær viðkomandi kaupmál- anum. Hann sagði það hefði verið góð kaup, og gekk svo langt að segja að með réttlátri ráðsmensku þá gæti fylkið grætt á því landi eina milión doll. Það væri gott og blessað ef J>að ætti sér nokkum stað. Eg hefi skýrslu eftir yfir- skrifstofustjórann f fjármála stjóra- ardeildinni, sem annast iii(>st um þetta mál f peningasökum, og skil- ur f járhags- og skuldbindingamál eins vel og nokkurannar í fylkinu, og ekki síst þetta mál. Skýrsla sú sýnir að þau lönd kosta okkur $2,298,498.65 árið 1910. Þetta er hans skýrsla, og f>ó er þar ekki meðtalið 3 per cent rentur af öllum ágóða, sem mun nema um $100 þús., og sem við J>urfum að fá til þess að koma vel út úr J>vf. Við viljum selja þessi lönd á $4.50 ekr- una, svo við gætum losað fylkið við þá ábyrgð, en við höfum feng- ið $4, og svo skulum við gæta að hvað vinir okkar voru viljugir að selja þau fyrir þegar þeir vora við stjóraina. Það kemur sér vel fyr- ir okkur að hafa það í- höndun- um. Leiðtog andstæðingafl. sagði: “Um langan tfma hefir stjóm- inni J>ótt J>að fýsilegt ef hún gæti selt J>au svo að þau mættu þvf, sem þau standa fyrir, svo það sé búið með J>að mál. Þær ráðstafanir sem gerðar voru 1885 hindruðu stjórnina frá að koma landinu í peninga fyrr en hún gæti fengið $2.50 fyrir ekruna. Samt sem áð- ur varð stjórnin að gefa nokkuð mikið eftir af landinu, þegar félag- ið borgaði $1.00 fyrir ekruna og áfallna vexti, og á þann tiátt gekk nökkuð af bezta landinu inn til fél. aftur. Ef samningunum hefði verið lofað að vera eins og þeir voru, og stjórnin hefði haldið á- fram að borga vezti [>angað til 1910, J>á hefðu verið fallnir $3.50 á hverja ekra f landinu. Hann(Mr. Greenwayjkom með sér staka ráðagjörð, sem hann bar und- ir aðra; hún var sú að auglýsa suð- ur fráog eystra, að sjórnin hefði með samningum við járnbr.fél. áformað að búa til járnbr. geymslulönd, þar sem væri sérstaklega liagfelt og gott væri afstöðu, og löndin væru góð, og fá fólk til að setjast á f>au eða kaupa, og kaupdagar ábúanda skylki að eins vera fyrsti Maf eða fyrsti Júnf næstkomandi, og þann- ig skyldi selja kaupendum löndin með góðu verði. Hann liélt að hæfilegt væri að selja ekruna á $3 með vægum borgunarskilmálum, og lfku fyrirkomulagi og C. P. R. fél. hefði á landsölu sinni. En það var einn tíunda við kaupfestu og afganginn f jöfnum nfu ára borg- unuin. Það var J>að sein Mr. Greenway var viljugur að gera, en svo stend- ur hann upp nú og fordæmir okkur fyrir landsöluna, með einum tíunda af verðinu borgun út í liönd og hitt á nfu árum. Við höfum þessa borgunarskilmála af J>ví, að með því móti getum við selt landið með hærra verði, en aðferðin er einmitt sú sarna eg hann áleit bezta einu sinni. Við fáum ekki einasta hærra verð með þessu móti heldur fáum við lfka rentur af eftirstand- andi niðurborgunum. Og J>ar að auki þurfum við ekki peninganna allra við. nú sem stendur, þvf við höfum eina milión doll. í fjármála- deildinni. Viðvíkjandi verðinu á landinu sagði fyrrv. fjárm.ráðgj.; “Stjómin tók ekki fyrsta tækifæri að taka landið. $3 mundu ekki vera ósanngjarnt verð á ekranni á landinu sem stjómin hefir nú tekið við; ef hægtværi að selja það fyr- ir þetta, þá væri hægt að græða á J>ví um hálfa mil. doll.” Við skul- um nú bera þessar staðhæfingar saman við þæi sem yfirskrifstofu- stjóri hans gaf, sem segir að $4.50 þurfi að fást fyrir ekruna svo land- ið mæti skuld þeirri sem á því sö. Fjármálaráðgj. hélt áfram: Afleið- ingarnar af þessu láni er það, að stjórnin þarf nálega að borga f úr mil. til þess að öðlast hald á þess- um viðskiftum sem fyrirrennarar hennar gerðu, og einmitt fyrir það, að þeir vora að gera þetta, þá væri [>eir ákærðir fyrir, að setja fylkið f skuldir. Almennar tekjur hrykkju ekki fyrir útgjöldum þessa líka, og þess vegna yrðu þeir að taka pen- ingalán. Ef stjómin héldi áfram að borga þetta þá yrði hún líka að halda áfram að taka peningalán”. Þetta eru staðhæfingarnar, sem ég hefi kvartað undan, af því þær koma ekki heinm við sannleikann f málinu, Sú einasta upphæð sem borguð var, nam $414,000, og [>ar f vorn peningarnir til Hudson Bay- járnbr.fél. Eg held að ef þessi stjórn heldur áfram og við verðum á ferli, og ég er sannfærður um að hún heldur áfram, þá verðum við megnugir að leysa svo úr ]>essu máli, að fylkið tapar engum pen- ingum; við höfum [>anniu fyrir- komulag á þessum löndum, sem við erum að selja. Við höfum selt ekruna fyrir $4, sömu ekrumar, sem leiðtogi andstæðingafl. var fús á að selja fyrir $3. Þeir segjast ætla að leita fyrir si't eystra og syðra. Ef til vill fá þeir sér nokkra af uppboðssölum Hiftons til að vinna fyrir sig, og ná í liagnaðinn fyrir almenning. En við höldum áfram að auka hann framvegis, og vorium að hann fari stöðugt vax- andi. Mig langar til að verja fáeinum mínútum til að nrinnast vinablaðs okkar Free Press. Það blað ber okkur J>að á brýn að nrisbrúkað sé át>yrgðarfé félaga, sem er undir hendi stjórnarinnar, í sambandi yið J>etta landamál. Ef sú ákæra væri sanngjörn og gerð af- ráð- vendni, þá höfum við svör á reið- um höndum J>ar. En sú ákæra er ósönn að öllu leyti og Free Press ætti að afsaka hana. Eg hugsa að þið séuð mér sammála um f>að. Mr. Roblin:—“Það eru einungis kurteisir menn, sem afsaka orð og verk”. Mr. Rogers:—Við lýsum þyí yfir að við höfuin ekki vanbrúkað þessa ábyrgðarjreninga; það hafa verið innleidd tög um að allir þeir pen- ingar séu hafðir sérstakir f inn- tektaskýrslunum. Þetta var gert til hægðarauka, og enn ]>á höfum við ekki fengið einn einasta dollar frá M. & N. W. af þanniglöguð- um ábyrgðarpeningum. En við höfum ekki enn þá fengið nógu mikla peninga upp úr þessum löndum til að borga eða mæta skuldinni á þeim. Við höfum þvf ekki eytt einum dollar af ábyrgðar- peningum félaga, og þvf ætti Free Press að koma frani á almannfæri ogbiðja afsökunar á Jrvf. með stór- um fyrirsögnum, að sig skorti [>ekkingu á opinberum málum. Það mun J>ykja skrítið [>egar talað er um vanbrúkun á þessum ábyrgð- arpeningum, sem fylkið géymir fyrir félög, að það sé að eins einn maður sem sekur er f því athæfi, og J>að er maðurinn sem situr liéma á móti okkur og er leiðtogi andstæðingaflokksins. Eg ætla að lesa ykkur ákvæðin sem sftérað lief- ir verið í, J>á f>etta mál hefir verið rætt, þau eru frá 1885. Þið hafið öll heyrt getið um leynistjómar- fundinn 1897, J>egar þessi herra- maður tók úr ábyrgðarfé félaga í fylkinu áttatfu og sex þúsund doll. og var J>að f sambandi við M. & N. W. löndin. Hvernig fór stjórnin að [>vf ? Hún leitaði f ákvæðun- um frá 1885, hvert hvergi væri hægt að fá heimild til þessa fyrirtækis, en fann ekki. Eg ætla að lesa greinamar, sem þeir þurftu að brjóta til þess að ná fé úr þeim sjóði: 8. grein:—Þessu landi eða ábyrgð skal fjármálagáðgj. halda, sem tryggingu fyrir hönd fylkisins, og má ráðstata þvf smátt og smátt eins og stjórnarákvæði mæla fyrir. 9. grein: Abati sá sem J>essi lönd eða ábyrgð ge'fur af sér, skal fjármálaráðgj, annast., og ber hon- um að verja honum til vaxta- afborgana og annars kostnaðar, sem }>ar að lýtur. Árið 1890 liorgaði M. & N. W,- félagið $86,000, og litlu síðar $14,000, og var J>að fært til reikn- ings, sem vaxtaborganir. En á sanra tfma og félagið borgaði þessa upphæð, þá drógu aðstandendurnir 86,000 ekrur frá ábyrgðinni. J-ess vegna er ekki hægt að sjá hvernig stjórnin gat skilið lögin og dregið út úr J>eim heimild til að flytja þetta fé inn f tekjur. Vegna þessa athæfis er fyrrv. stjórn, sú einasta stjórn sem stendur for- dæmd frammi fyrir fólki fyrir van- brúkun á slfku fé. Árið 1910 verðum við að standa reikningsskap fyrir þessum $86,000. Allir vita J>að, að féð átti ekki að ganga inn f almennar tekjur tvis- var sinnum. Fjármálagáðgj. átti að geyma þetta fé, senr ábyrgðarfé, en það var tekið og brúkað af stjórninni, J>egar hún var f fjár- baslinu 1897. Það væri því rétt- látt, og vona ég að FreePress konri fram fyrir almenning og biðji fyr- irgefningar á þessu ráðslagi, og noti þá sínar stóru fyrirsagnir aftur. Skandinaviska kenslan við Harvatd , Eftirfarandi grein er þýdd úr Apríl númeri Harvard Monthly, er út kom árið sem leið, er var samin, sem hinar aðrar greinarnar um ger- mönsku deildirnar við háskólann, í því númeri, í tilefni af gjöf Þýzka- lands keisara til þýzka gripasafns- ins, á myndum af öðrum listaverk- um. Þessi grein um Skandinava er að vísu í sjálfu sér ekki nein nýung að öðru en þvi, að hún er eftir kennar- ana í Norðurlanda málum við h&- skólann, mann sem álitinn er einn í fremstu röð fræðimanna í þessum greinum í Austur ríkjunum og sem ekki hefir lagt það í vana sinn að skjalla neinn. Þótt greinin komi því með eitthvað sem íslendingar hafa þegar heyrt eða hugsað, þá er hún eftir nýjan mann, sem þeir hvorki hafa heyrt eða séð. “Á meðal Evrópumanna, er sezt hafa að í Bandaríkjunum, eru engir eftirtektaverðari en Skaudinavar, engir er hafa betri andlega arfleifð að fornu og nýju til brnns að bera, engir líkari oss að eðli og upplagi, eða fljótari að semja sig að siðum vors þjóðflokka, engir, vér megum vera fullvissir um það, er að jafnri hluttöku muni hafa heillaríkari áhrif á framtíð þjóðveldisins en þeir. Nú þegar hafa Skandinavar, sérstaklega í Vesturríkjunum, náð miklum efna legum framförum og komist til mik- ílla metorða, er þeim hafa'borið sök- um þeirra eigin atorku, ærlegheita, einbeitts vilja og ættgöfgi. Alveg eins og Norðmenn, þegar þeir í fyrndinni lögðu frá ættjörð sinni til þess að taka sór bólfestu & Frakk- landi og sfðar & Englandi, og sömdu sig brátt að ytri kringumstæðum og félagslifi þess er þeir komu í. Á sama hátt hafa Skandinavar nú á vorum tímum siglt vestur um haf í annað sinn til þess að skapa sér heimili í landi því, er þeir urðu fyrst ir til að íinna, og með ánægju skoða þeir sig hér ekki sem framandi, held- ur sem meðborgara vora, hverjum oss er ljúft að fagna. Eins og vér vitum, hafa þeir ekki komið hingað tómhentir né tómhjartaðir. Sterkbönd tilflnning- anna tengja þá enn við þeirra fornu stöðar og þjóðflokk. Þeir eru erf- ingjar fomrar síðmenningar, er ætti að blómgast hér & ný í þessu landi velmegunarinnar. Tíl þess að hjálpa borgurum þessa lands af skandinaviskum ætt- um að mjnnast sínnar eigin fornald- ar, til þess að kynna öðrum amerík- önum auðlegð þeirrar menningar, hafa námsgreinar í skandinaviskum bókmentum, að fornu og nýju, veríð settar á fót við Harvard-háskólann nú fyrir nokkrum árum síðau, og nú þegar hafa þær dregið að sér fleiri nemendur, en hægt er að segja að eigi sér stað í evrópiskum háskól- um í sambandi við málefni er auð- sjáanlega liggja jafnlangt fyrir utan það, er almenningur lætur sig mestu varða. Nú fyrir skömmu hefir frú Emil C Hammer, með $500 árlegri gjöf til skandinavisku deildarinnar til minningar mannsins, er var konsúll Dana á Boston-höfninni frá 1859 til 1894, gert tils’ign og rannsóknir í þessum fræðum auðveldari. Herra Hammer var maður gæddur frábær- um hæflleikum og manndómi, stór- lundaður, óeigingjarn og örlátur. Á meðan hann lifði gaf hann við ýms tækifæri bækur til bókasafnsins við- komandi Skandinavia, og þar að auki var hann búinn að ásetja sér að sýna á annan hátt hluttöku sína í þessari viðleitni háskólans, þegar dauðinn batt enda á starfsemi hans. Frú Hammer, í þetm tilgangi að við halda minningu manns síns við Har- vard, kaus því að styrkja það mál- efni, er hann hafði sýnt slíkan áhuga íyrir. Hún gerði að skilyrði fyrir gjöf sinni til bókasafnsins, að pen- ingunum skyldi varið að mestu til

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.