Heimskringla - 16.04.1903, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.04.1903, Blaðsíða 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 10. APRÍL 1903. Nr. 27. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Sagt er að konungur vor sé búinn að lýsa því formlega yfir, að hann ásamt drotningu sinni ætli að heimsækja írland í sumar. Þessi ttðindi valda ofsakæti 4 írlandi, því írar vonast eftir að konungurinn og drotningín heimsæki sig ekki nema því að eins, að þau færi þjóðinni einhverja réttarbót. Það eru eink um landlögin, sem írar vonast eitir að þingið geri umbætur á, og kon ungshjónin skjótist svo með þau yfir til stn, og hafi þau að orðlofsgjöf. —Margrét Neve er nýdáin. Hún var elsti þegn Edwards konungs VII., oghefði talið 111 aldursftr, ef hún hefði lifað þangað til í Maí næst- komandi. Húiv var mikil vinkona Victoriu drotningar. Hún var ekkja milli 50 og 60 og útti ekkert barn. Hún var læið kona og ment- uð vel. Hún þýddi miKið af rit verkum Dantes á franska tungu, og hlaut lof fyrir það verk. Hún gekk óstudd til dauðadags og notaði aldrei staf, og var aldrei sjúk & efri árum sínum. —Háöldruð kona, Mrs Ann War- ren, er nýdáin í Bandaríkjunum. um. Hún var 103 ára gömul. —Upphlaup varð Madridum helg ina sem leið. Stúdentar og lög- regluþjónar áttu vopnaviðskifti og drap lögreglan 3 skólapilta og særði 14. Fólkið fylgdi skólapiltum, og hrópaði: ,,Lengi lifi þjóðveldi, en helja sæki inninríkisrfiðgjafann”, (Senor Maura). Þessi fylking bar) syartan íána á undan fylkingur.ni. Lýðveldissinnar á Spáni gera sér nokkrar vonir um að ná yöldum nú, meðan fiest er þar á ringulreið, og reyna því að gera upphlaup sem víðast. En eftir þessum viðskiftum að dæma, er ólíklegt að von þeirra rætist. —Búlgaríumenn og herliðTyrkja er sagt að hafi háð orustn nýlega, og hafi 1000 menn legið eftir á vfgvell- inum særðir og dauðir. Stórþjófnaður og fjárglæfra- brögð eru borin á stjdrnina á Prince Edward Island. Hún er liberöl, —Upphlaun og manndráp hafa verið á sumum stöðum í Mexico. Skríllinn hóf göngu og hrópaði: „Dauðinn sæki hershöfðingja Reyes’. Lögreglan og herliðið var sent á móti uppieistarlýðnum, og sló í bar- daga. Nokkrir féllu og æðimargir særðust. Orsökin er það, að tólkið vill ekki hafa þann mann fyrir landstjóra, sem er það nú. —Fregnriti blaðsins Daíly Mail, sem heima á í Sidney í Ástralíu, hefir nýlega sent blaðinu frétt um að fjarska mikið hafi fundist nýlega afgulli í miðju landi. Staðurinn er þetta gull finst í, heitir Adelaide. Það er sagt í þessari frétt, að þar séu heil fjöll full af gulli og ekki þurfi annað en mala grjótið og ná síðan gullinu, sem grjótið sé mjög auðugt af. Gullleitarmenn hafa einlægt spáð því, og staðið fast á því, að það væri afarmikið af gulli inn í miðju landinu,- Og hafa menn í mörg ár beðið eftir því, að það fyndist og yrði unnið. —Nýtega á að vera fundin gröf Thothmas IV, í konungadalsgraf- reitnum, sem svo er nefndur, af því að þar áttu allir konungar, sem voru íThebu að hafa verið jai ðaðir. Þessi Thothmas var einn af Faraóunum, og var af hinni 18. kynkvfsl, og gröf hanser um 3000 til 4000 ára gömul. Beinarusl af flestum dýrurn og fugl- um fundust í séstöku skoti í graf- hvelfingunni. Þar heflr einnig fund is skrautlegur hervagn frá þeim tím- um, og sem þessi faraó ók í inn og út um Theba. Það er hið eina, sem óskemt er, því það sér ekkert á hon- um. Á hann eru krotaðar orustur þær, sem faróínn heflr átt í Sýríu. Það er mjög vel gert, og eru andlit- in á herteknum mönnum úr Sýrfu, sem fluttir voru til Thebu og hneptir í þrældóm, mjög vel gerð. —Macedoniumenn eru að útvega sér sjálfboðalið. Professor Michai- louski fór til Englands og ætlaði að fá þar sjálfboðalið, en það varð alveg árangurslaust. Englander ekki af- lögutært af herliði. Meðan velska fótgöngulið Breta var í Suður-Atríku ófriðnum, hafði það geit, sem það fangaði þar, og lét hana ganga í broddi fylkingar, samfleytt í 2 ár. Nú hefir konung- inuin þóknast að taka geit þessa, og lAta setji hana í geítahjörð sína í Windson Great Park, en gaf liðinu af'tur geithafur úr hjörð sinni, valda skepnu og góða, sem tekur við starfi Suðar Afrlku geitarii.nar. Hún kann illa við sig í nýja heirakynninu; hún þykist auðijáanlega ófrjálsari f hjöið konungsins, en í Kruggersdorp, þar sem heímastöðvar hennar voru áður. Vond matreiðsla er talin orsök fyrir 400 hjónaskilnuðum í Chicago síðastl. ár. Það er að segja, að bændurnir hafa fært vondan matar- tilbúning hjikonum sínum, sem aðal ástæðu fyrir því, að þeir gerðu lög- skilnað við þær. —Á Frakklandi vinna 15,319 kvenmenn yið járnbrautarstarfa. Flestar eru þær verðir við j rnbraut- irnar, þar sem þær liggja þvert hver um aðra. Laun þeirra eru lá, en allar hafa þær ofulitla skemmu til í búðar, með fáein ferhyrningsfet í kiing um fyrir blómarækt, leigufrí- ar, Þær vinna alla daga í árinu og fá engan frídag, hvorki helgidnga né aðra daga, og starfstími þeirra er 15 18 k'ukkutlmur. 5275 af þeim fá ekki nema $2,90 um mánuðinn- 7000 fá $4,10 og upp í $7,72, og 601 frá $7,91 til $10.61. Að eins fá 60 konur úr þessum flokki hærra kaup, en engin fær meira en $31,84 um mánuðinn. í fyrri viku kom Perry ásamt tveimur aðstoðarmönnum sínum tii Selkirk. Hann er verkfræðingur hjá Trans Canadian járnbraatarfó laginu, og hefir starfað að landmæl- ingum fyrir norðan Winnipegvatn í vetur. Ferðin að norðan var lang- sótt og erflð og uppgáfust hnndar þeirra af ófærð og vaðli- Perry seg ir að þeir hafl rannsakað og mælt 200 mílur, um 70 mílur austan við Norway House. Þessum mœlinga- fiokk hefir liðið frekar vel í vetur, og vetur þar nyrðra segja þeir bú- inn, Þeir sem eftir eru, eru nú að mæla land austan við Island Lake. —f vikunni sem leið gerðu 2,500 múrarar og daglaunamenn verk- fall í Sviss. I erringar elóst á milli þeirra og lögreglunnar og léku þeir hann ærið hart, og hefir fram- kvæmdarvald þjóðarinnar kallað 7 herdeildir út til að annast um frið og spekt. Búist við að verkfallið standi ekki lengi, því það ernýlunda þar í landi. — Að undanförnu heflr verið yfir- giipsmikið verkfall I Hollandi. Allir sem hafa unnið við vörufiutninga á vatni og landi hafa haflð verkf'allíð. Er því umferð á járnbrautum og vatnaleiðum nær engin nú sem stendur. ÍSLAND. Eftir Norðurlandi. Akureyri, 14. Febrúar 1903. Afturhvarf. Séra Rjörn B. Jóns- son í Minneota skrifar ritstj. Nl. í bréfi, sem kom nú ineð Agli: „Ein- kennilegt er það—það segi óg til að gleðja yður—að á allra síðusta tíð virðist vera að koma reglulegt aftur hvari mjög viða til als, sem er ís- lenzkt. Það gæti ég á margan hátt sannað”. “Þetta ár var sannkallað velti- ár”, skrifar séra B. B. J. enn frem ur, „enda framfarir ótrúlega mikl- ar. Drottinn heflr sannarlega bless- að bvgðir vorar”. Mannalát. Þann 4. þ. m. and aðist hér í bænum Guðríður Jónas. dóttir, tengdamóðir kaupmanns Jak obs Gíslasonar, 73 ára gömul, ekkja Davíðs Sigurðssonar, fyrrum veizl- unarmanns á Akureyri, dáins 1899. 21. Febrúar. Húsfrú Guðrún Sigurðardóttir á Möðruvöllum i Hörgáidal, kona Stefáns Stefánsson- ar eldra á Möðruvöllum, lézt kl. 10 í gærmorgun úr lungnabólgu eða af leiðingum hennar, lúmlega sjötug að aldri. Nýlega andaðist Hallgrímui Þórðarson á Völlnm í Eyjaflrði, nær þvi 83 ára gamall. Dáinn er tómthúsmaður Bene dikt Olafsson á Akureyri, einn af elztu borgurum bæjarins. Einnig er dáinn Jóhannes Jóns son á Hranastöðum í Eyjafirði, er þar bjó lengi ágætu búi og mörgum er að góðu kunnur. I gærdag andaðist hér í bænum merkiskonan ekkjufrú Margrét Hall- dórsdóttir, systii cand. Jóhannesar Halldórssonar hér í bæ, prófasts Daníels a Hólmum og þeirra svst- kina Hún var hátt á ftttræðisaldii. Tíðarfar óstöðugt, enda allkvef- hætt og kvillasamt hér umslóðir. 28. Febrúar. Aðfaranótt hins 20. þ. m. brann til kaldra kola brauð gerðarhús Höepfners-verzlunar hér í bænum, Norður o' suðurendí húss ins var einloftaður, en iniðhluti húss ins þríloftaður stöpull. I norður- endanum var bakaraofninn, en í suðurendanum og miðju húsinu uppi íbúð forstöðumanns brauðgerðar- hússius, Axel Sehiöths. Um berkiaveiki og varnir gegn henni hélt héraðslæknir Guðmundur Hannesson injög fjölsóttan alþýðn- fyrirlestur í stóra salnum í Hotel Akureyri á miðvikudagskveldið var. Dinir eru tveir merkisbændur í Kelduhverfi, Þórarinn Björnsson, fyrrum bóndi á Víkingavatni.greind- armaður mikill og fróður yel, og Indriði IsaKsson, Keldunesi, taljnn einn af beztu bamduin sveitarinnar. Fyrir skömmum tíma fór Þórður Jónasson í Saurbrúargerði, sá er áð- ur bjó á Skeri og lengi var hafn- sögumaður við Eyjafjðrð, ftleiðis heim til sín af Kljftstrðnd, en fórst í þeirri för, að menn halda. í lónunum milli Ness og Höfða. Hann var ó fundinn er síðast fréttist. Veðráttan umhleypingasöm mjög; þó hafa hákarlaskipin Phönix og Stormur farið í hákarlalegar og afl- að vel, flutt mikinn hákarl á land. Með síðasta pósti barst verzlun- arstjóra Grönvold sú tilkynning frá herra kaupstjóra Chr, Havsteen,. er dvelur í Khöfn, að frá þessu nýári 1903 væi i Gránufélag hætt allri á- fengissölu hér. 7 Marz. Úr Svarfaðardal er skrif að 28. f. m.. “Skepnuhöld hér f sveit munu nú vera í bezta lagi Hér er hvorki síldar- né þorskaafli nú og hefir ekki verið síðan í haust í Nóvember, MjÖg Þungt kvef hefir gengið hér að undanförnu, en engir hafa dáið úr því það ég til veit. Þann9. ,Ian. síðastl. andaðist að heimili sínu Jóhann Guðmunds- son í Hamarkoti, ráðvandur maður, hníginn á efri aldur. Heilablóðfall varð honum að bana. Einnig er dftinn Bergur Bergsson á Hæringsstöðum, faðir Páls kaup- manns f Olafsfirði. Yflr 100 hákarlar voru veiddir hér á Pollinum upp um ís síðastl. mánudag og þriðjudag. Sjómaður Jón Friðfinns'On veiddi með öðrum manni 47 hftkarla, raest á einum sól arhiing. Flestir voru hákarlarnir smáir, hinn stærsti þó nálægt 6 áln- um. Til jafnaðar mun hverhákail ekki gera meíra en I kr. Mjög lítið f'anst af tiski í maga hákarlanna, en mikið af sel, í einum var heill hóp- ur. Til beitu hafa veiðimenn eink- um notað hrossakjöt og selstykkin úr maga hftkailanna. Annars er hér aflalaust á öllum Eyjafiiði og hefir verið það síðan í haust. Tíðarfar. Frostlítið hefir ottast verið þessa viku, þó aldrei hláka, loít oftast þykt og drungalegt. en snjókoma lítil. Þó féll töluyerðnr lognsnjór á miðvikudagsnóttina. Eftir Þjóðviljanum. Bessastöðum, 17. Febrúar 1903. Sumarveðrátta má heita að ver- iðhafinúum hríð, hlakur og þíð- viðrí á hverjum degi. Annarstaðar af landinu er llka einmunatíð að frétta. T. d. unnu Skagfirðingar að jarðabótum fyrir jólin og er það fá- gæt veðurblíða á norðurlandi. 10. Marz. Fríkyrkjusðfnuðurinn í Reykjavík hefir nú komið sér upp kyrkju og varhún vfgð 22. f. m. af hinurn væntanlega presti fríkyrkj- unnar. Ólafi Óiafssyni ritstj. Kyrkja þessi er hin vandaðasta og söfnuðin- um til sóma I henni geta setið um 600 manns. Kyrkjan kostaði um 20.000 kr. auk organs, sem pantað hefir yerið fyrir 4 J þús. kr. í ráði kvað vera að rafiýsa kvrkjuna og kostnaður við það ftætlaður um 2000 kr. í fríkyrkjusöfnuðinum eru nú hér um bil 1000 manns. Skipstrand, Um miðjan f. m. jstrandaði enskur botnverpill fram i undan Jökulsá ft Sólheimasandi og fórustmenn allir er á voru. Ofsaveður á landnorðan helir ver- ið hér tvo síðustu dagana. 19. n arz. „Motor”-bátar. Herra Árni Gíslason, formaður og útvegs- maður í Isafjarðarkaupstað, hefir í vetur lfttið setja .,motor”-véI í roðrar bát, sem er eign hans og hr. Soph. J. Nielsens, fyrrum verzlunarstjóra og er Árni formaður á skipinu. Klæðaverksmiðja í Reykjavík. Á furidi, er haldinn var í Reykjavík 12. Marz síðastl., var stofnað hluta- félag, er nefnir sig „Iðunn”, og er ætlunarverk þess, að koma á fót full- koiuinni klæðaveiksmiðju í Reykja- vík. Stofnféð er ætlast til að nemi 60 þús. kr., og að félagið hah að auki 15 þús. kr. sem starfsfé, og er upphæð hvers hlutar 500 kr. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan verði reíst inn við Ranðará, og að gufafl verði notað, til að knýja áfram vél- arnar. Tíðarfarið hefir í þ. m. verið afar- óstððugt og stormasamt, og snjóar öðru hvoru. 14. þ. m. gerðí suðaust- an hvassviðri, og hellirigningu, svo að jörð varð þft alauð að kalla, en daginn eftir var hann með úrsynn- ingsjeljum, og dyngdi þá aftur^niður nokkrum snjó. og hefir tið síðan ver ið mjög umhleypingasöm. 3. þ. m. andaði8t í Reykjavík, á kaþólska spítalanum.húsfrú Jóhanna Friðríksdóttir, seinni kona Gunnars kaupmanns Einarssonar í Reykjavík —Banamein hennar var tæring. Manntjón á þilskipum við Faxa- flóa, í miklu veðrunum 8.—9. þ. m, hafa því miður orðið mannskaðar á sumum þilskipunum hér við Faxa- flóa, er voru nýlega lögð út til fiski- veiða, ftður en veður þetta skall á. ew York |_ife nsurance l.o. JOHN A. McCALL, prksidext. l.ifsábyreðir f gildi, 31. Des. 1902. 1550 niillionir Dollain. 700,000 ejaldendur, sem eru félagið eiga það og njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagið A árinu 1902 með 303 miliion doll. ftbyrgð. Það eru 40 milliónir meira en vöxtur fél 1901. Gildandi ábyrgðir bafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan til lifandi weðlima 14J mill. Doll.. og ennfremur var @4,750,000 af gróða skift upp milli iredlima. sem er @800,000 rae'ra en árið 190f. Sömuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750 000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu óg án annars bostnaðar, C. Olafson, J. «. Tforgan. Manager, AGENT. ORAIN EXCIIANQE BUILDINQ, •W INNTIPEG. Strandið á Skeiðarársandi. Eir.s og drepið heflr verið á í blöðurn hér vestra strandaði þýzkt skip, sem hét Freidrich Albert á miðjum Skeiðaiársandi 19 Janúar siðastl. Skipverjar voru 12 ogkom- ust allir lifandi á land. Frost var allmikið, hvassviðri og náttmyrkur, og drífa nokkur. Strandið var með hftsjó, svo sjór féll undan skipinu að miklu leyti. Allir menn voru í svefni nema vökumaður þegar skip- ið strandaði. Það fyltist strax af sjó. Skipverjar náðu engu úr því nema litlu af matvælum og d&litlu af fatnaði, og allir voru þeir mjög vanbönir að mæta harðindum. Þeir láu útí í 11 sólaihringa og 3 dóu, en 6 kólu meira og minna. Aðmorgni þess 30. kl. 9J ftrd. komust 9 af þeim til mann abygða. Allan þann tíma urðu þeir að viðhafast á sand- inum og Eöfðu^lítið afdrep, Þeir gerðu 3 tilraunir að vaða yflr vötn- in, ýmist upp undir jökli eða neðár, en urðu jafnan frá að hverfa, því vötnin reyndust óvæð. Við strand- ið höfðu þeir gert sér skýli úr tunnu ræflum, sem rak af skipinu, og breiddu segldruslur yflr. Þrjár nætur g&tu þeir hatst þar við. Þeir leitnðu daglega mannahygða. Fyrír framundan sér sáu þeir hungur- dauðu.eða að frjósa f hel. Yfirstýri- maður ætlaði að brjótast yfir svo nefnt Hvalsíki 27. og fór einn sfns liðs, og veit enginn um hann síðan. Hefir druknað eða frosið í hel þar á eyrunum. Stðan smíðuðu hinir sér lleka, og drógu hann ýmist í vötnum eða stjökuðu sér yfir dýpstu álana, Einn dag sáu þeir manníerðir vestau Hvalsíkis, er gengu á fjörur. en með engu móti tókst skipbrotsmönnum að vekja þeim eftirtekt á sér, enda veður hvast og vegalengd mikil Samt herti þetta á þeim að brjótast upp á líf og dauða vestur yfir vötn- in, sem þeim tókst loks, en 2 af þeim frusu í hel í vötnunum. Þá þeir komu vestur yfir fundu þeir sleðaslóð og röktu hana til kvelds og láu þá úti undir bátflaki | úr mílu frá bygð. Næsta morgun komu peir að Orrastöðum; þar býr fátækur bóndi og einyirki, eu veitti þeim móttöku af liinni mestu snild. Hann brá tafarlaust við að útvega menn og hesta að flytja þá köldu og sjúku á læknissetrið. Vegir voru vondir og fönn mikil, vötn auð eða illa held.—Haldið er að 3 af þeim verði ferðaíærir eftir lítinn tíma., en 6 liggi lengi í kali. Kölin eru mest á höndum og fótum, og voru þýdd í snjó og köldu vatni.—Strand þetta var langsfrá ölluin mannabvgðum, og á versta stað, og eru þar aldrei maunaferðir, nema þeirra er ganga á reka milli Hvalsíkis og Skeiðarár, en þeir ganga aldrei um h&vetur, því slíkt er talin háskaför.—Strandmenn þessir hafa sýnt framúrskarandi mikla dáð og þrautseigu í að bjarga sér. Viðtökur bóndans á Orrastöð- um & Brunasandi eru annálsverðar, og á hann í hæsta máta skilið að fá virðulega viðurkenningu fyrir þær. —Leið sö sem skipbiotsmennirnir brutust eftir, er talin af kunnugum ófær öilum mönnum. séð hina fyrcefndu útgáfu, með því hin síðarnefnda ,er að ýmsu leyti ó- fullkomin og hroðvirknisiega af hendi leyst. Æflsciguna aftan við bókina þyrftu og þeir, sem þegar hafa eign- ast hana, að senda Jóni Ólafssyní, af því álíta verður að slík æflminning sé iniklu fremur lýsing & einni hlið karakers Jóns Ólafssonar, heldur en lyndiseinkunnum Gests sáluga. Hesteyri, l3.Febrúar 1903. SlC.URÐUR PÁLSSON. S. Anderson. V EGGJA= Pappirssali. Hefir nú fádæma miklar birgðir af alskonar veggjapappir, þeim fall- egasta, sterkasta og bezta, sem fæst f Canada, sem hann selur með lægra verði en nokkur annar maður hérna megin Superiorvatns, t. d.: fínasta gyltan pappír á 5c. rúlluna, og að sömu hlutföllum upp í 50c. Vegna hiuna miklu stórkaupa, sem hann heflr gert, getur hann selt nú með lægra verði en nokkiu sitini áður. Ilann vonast eftir að Iflendingar komi til sín ftður en þeir kaupa ann- arss'aðar, og lofait til að gefa þeim 10% afslfttt að eins íuóti peningura út í hönd tii 1. Júni. — Notið tæki- fæiið meðnn timi er til. S. ANDERSON. (»51 Riiuiiiit)ne Aveiuu*. Telefon 70. Yfirlýsing FRÁ ÍSLANDI. Með þvt að ég hefi selt þeim herrum Sigurði Júlíusi Jóhannessyni og Arnóri Árnasyni í Ameríku út gáfurétt minn að skftldritum GESTS sftl. PÁdSSONAR bróður míns, er þeir Sigfús forleggjari Eymundsson og Jón Ólafsson ritstjóri hafa tekið sér þann myndugleika að gefa nokk- uð af ritum þessum út án minnar vitundar og vilja, þá leyfi ég mér hér með að skora á alla góða Islend- inga, sem unna skáldlegum listum, að kaupa ekki þessa útgáfu þeirra Sigfúsar og Jóns, fyrr en þeir hafa Legsteinar —* Ég hefi tekið að mér útsölu á legsteinum fyrir eitt af hinum stærstu og áreíðanlegustu marm- arverkstæðum í ríkinu, og vegna þess að ég hef feomist að raun um að verkið er vandaðra og verðið að mun lægra en hjft keppinautum okkar, þá vildi ég mælast til að landar mínir láti mig vita áður en þeir panta legsteina hjá öðrum. Borgunar- skilmáli er líka betri en hægt er að fá hjá flestum öðrum á- reiðanlegum félögum. H. J. HALLDORSON. HALLSON N. DAK. LAND TIL SÖLU að Brú P. 0., Argylebygð, S. W. J 8. Tp. 6, R. 13, VV. lst. M. Þeir Bem kunna að vilja eignast ágætt land í Argylebygð, með vægum skil- málum, snúi sér til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Hallgrímur Jósephsson. Brú P. O., Man.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.