Heimskringla - 14.05.1903, Síða 2

Heimskringla - 14.05.1903, Síða 2
HEIMSKRINGrLA 14. MAÍ 1903 Beimskringla. PUBLISHBD BY The Beimskriagla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins f Canadaog Bandar. $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til tslands (fyrrr fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. 0. Money Order RegiStered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen f Winnipeg að eins teknar með aSöllum. B. Ki. Knldwinaoii, Editor & Manaeer. Office : 219 McDermot Ave. P O. BOX 128». til er Stjórnmála-pistlar, Þeir eru uð eins 3 í síðasta Lögb., og er öllum fljótsvarað. Það er al- gert ómak af blaðinu að hafa nokk- uð fyrir f>ví að sýna fólki fram á að þingmaður Gimlimanna viti ekki eða skilji kjörskilyrðin í Manitoba. Það mun vera vandleitað að þeim mönnum hér í fylkinu, sem ekki vita að borgararétturinn er að sjáli' sögðu fyrsta skilyrðið til kjörréttar Það hefir verið svo oft auglýst bæði í ræðu og riti að það ætti ekki að þurfa að taka það sérstaklega fram Þvl f>að eitt lögmál kjörréttarins gildir í öllum lfindum að kjörrétt urinn byggist á borgararöttinum og stendur eða fellur með lionum. Styrk fylkisstjórnarinnar bændafélaga, hefði blaðið átt að sneiða sig hjá að ræða, því það mál kastar engum ljóma yfir Green waystjórnina. Þessi styrkur háður lögsettum skilyrðum, sem bændafélögin verða að uppfylla svo að það er algerlega undir þeim sjálfum komið hvort þau fá nokk um styrk eða engan. En nú vill svo vel til að einmitt f>essi styrkur til bændafélaga hefir vaxið að mikl um mun undir Roblinstjóminni Skýrslur fylkisins sýna að Gimli sveit fékk um $12.50 á ári á dög um Greenways. Það var styrkur til bændafélagsins við Islendinga fljót. En á siðastl. ári borgaði Roblinstjómin því sama félagi $26.00 og bændafélaginu á Gimli $27.00 og bændafélaginu í Posen $31.00. Þess utan er nú nýtt ísl bændafélag með 68 meðlimum að myndast í Alptavatnsnýlendunni sem síðar kemur til að fá sinn styrk Það er því auðséð að það er enginn óhagur fyrir bændurna að fá frá Roblinstjóminni fjóram sinnum meira fé en Greeway veitti á sín um stjómarárum. Þessi aukni styrkur er bein afleiðing af lög- gjöf Roblins, sem þingmaður Gimli- manna greiddi atkvæði með. Það sem Lögberg segir um lög- gjöf Roblins viðvíkjandi tryggingu sveita- og skólahéraða fjárliirða, er f hæsta máta rangsnúið. Undir Grennway fyrirkomulaginu var fjárhirðir sveitafélaga og skólahér aða gert að skyldu að útvega sér á- byrgðarmenn, en það vora alt prl- vat menn. En J>egar Roblin kom til valda kom ]>að upp að mesti fjöldi af þessum ábyrgðarmönnum vom /mist dánir eða fluttir burt úr Canada og margir féhirðar höfðu f>ví als enga ábyrgðarmenn, og sumir féhirðar höfðu eytt af sjóð- unum í höndum þeirra. Askoranir rigndu að stjórninni vfðsvegar úr fylkinu að koma lagfæringu á þetta, eða að öðrum kosti að standa ábyrgð af því tapi, sem sveitir og skólahéruð kynnu að verða fyrir af handvömm féhirða sinna. Þess vegna var löggjöfinni breytt svo að allir slíkir embættismenn skyldu skyldir að taka ábyrgð f einu og sama félaginu og og stjórnin tók að sér að borga úr fylkissjóði helm- ing af því fé, sem þessar ábyrgðir kosta, en hinn lielminginn borga sveitir og skólahérað, og er sá kosnaður sem næst $1.50 á livert skólahérað að jufnaði. Það er vel þess virði fyrir sveltafélögin og skólahéruðin að liorga þessa litlu upphæð árlega til ]>ess að hafa fulla tryggingu þess að ]>au geti ekki tapað af sjóðum sfnum hvern- ig sem féhirðar reynast. Enda var þessi löggjöf samþykt með öll- nm samhljóða atkvæðum þingsins. jafnt Liberala sem Conservativa, að félag það sem hra Fred. Halland veitir forstöðu hér f fylkinu, varð fyrir því happi að taka að sér f>ess- ar ábyrgðir, kom til af því að það bauð að taka að sér ábyrgðimar móti lægra gjaldi en önnur félög vildu gera f>að fyrir. Lögberg er fyrsta og væntanlega síðasta rödd- in hér í fylkinu, sem látið hefir til sfn heyra mót þessum lögum. Allir skynberandi og sanngjamir menn sjá og vita að þetta nýja fyrirkomu- lag er stór umbót frá því sem var á dögum Greenways. Með þessu er pólitiskum pistlum f Lögbergi svarað. “Aldamót". Séra Fr. J. Bergmann hefir ný- lega sent Heimskringlu tólfta ár- gang þessa rits (1902) og er J>að fyrsta heftið sem oss hefir verið sent sfðan ritið fór að koma út. Þess vegna höfum vér ekki heldur fyr en nú getið þess í blaði voru, en vottum nú hér með ritstjóran- um viðurkenningu á móttöku þess. Efnið f þessu riti Aldamóta er: 1. ‘'Tibrá”, kvæðisbrot eftir séra V. Breim. 2. “Að Helgafelli”, fyrirlestur eftir séra J. Bjamason. 3. “Straumar”. fyrirlestur eftir séra B. B. Johnson. 4. “Undir feldi”, kvæði eftir séra V. Breim. 5. “Hverjar kröfur ætti f>jóð vor að gera til skálda sinna”, ritgerð eftir Fr. J. Bergmann. 6. “Köllun Nemandans”, ritgerð eftir Fr. J. Bergmann. 7. “Heimatrúboð”, ritgerð eftir Fr. J. Bergmann. 8. “Því skáklið þegir”, kvæði eftir séra V. Breim. 9. Ritdómar um nýútkomnar bækur eftir íslenzka höfunda. Yfirleitt er efnið f þessum Alda- mótum mjög svo læsilegt, og sumt f>ar allfróðlegt og uppbyggilegt “Straumar”, fyrirlestur séra B. B Johnson, er vel saminn og allfróð- legnr; hann fjallar um liinar ýmsu unnar' trúarstefnur, sem ýmist eru rfkj- andi eða að ryðja sér braut í f>jóð- lffi Ajjjeríkumanna. og er f>ar farið gætilegum og virðulegum orðum um f>ær ýmsu stefnur, ogsýnir höf. f>ar vaxandi frjálslyndi í skoðunum þrátt fyrir það þó hann jafnframt láti þess getið að hann skoði sfna eigin kyrkjutrú þá einu sönnu og varanlegu. En jafnframt þvf telur hann víst að “af öllum þeim (trúar- hreyfingunum f amerfkanska ]>jóð- lífinu) sé vafalaust eittkvað að læra og á sumum þeirra sjálfsagt eitthvað að græða”. Einna lakast virðist honum vera við Christian Scienee-trúarhreyfinguna; telur enda upp ýmislegt í þeim trúbrögð- um sem sjáanlega ekki styðst við mokkur vitmunaleg rök. En þó hefir f>essi trúflokkur náð svo mik- illi festu hér í landi að hann telur sér rnilión miðlimi og befir um 623 kyrkjur og 12 milión dollara virði í eignum En tilvera hans hófst þó ekki fyr en árið 1856. Um hina æðri krítik, eða nýju guðfræðina sem svo mjög er farin að ryðja sér tjl rúms á íslandi á síðari árum, talar höf. alllangt mál og gefur ýtarlega lýsing á eðli hennar, áhrif- um og þroskun, f samanburði við gömlu guðfræðina. Sú lýsing er, að þvf er vér fáum séð. algerlega hlutdrægnislaus og lýsir löngun höf. til að leggja málið hreint skírt og fölskvalaust undir dómgreind lesendanna; og er það jafn f>akka- vert eins og það er óvanalegt frá íálfu orþodoxu prestanria. Ritgerðir séra Friðriks em vel samdar og mikið á þeim að græða fyrir athugasama og hugsandi les- endur. Sérstaklega er ritgerðin um “Köllun Nemandans” ljós holl og lifgandi. Aðal þungamiðj- an er f>ar sú að nemendumir f öll- um löndum myndi þann flokk sem bezturn hæfileikum sé gœddur, að >jóðimar setji alt sitt traust og framtfðarvonir á f>á, og að það sé >ess vegna lffsnauðsynlegt fyrir nemandann að gera sér, þegar á námsárum sfnum. ljósa grein fyrir >vf hvað hann ætli að verða. og að lann læri sem fyrst að skilja til hlýtar hver ábyrgð á honum hvflir þessu tilliti gagnvart kynslóð sinni og öðmm komandi. Þess vegna sé það hans helgasta skylda að neyta sem bezt hann getur allra sinna hæfileika við námið; og þetta nám á að vera ekki að eins til að frœða heldur einnig til að göfga manninn. Höf. segir um þetta efni: “Þegar ölln er á botninn hvolft, fer gildi mannsins alt eftir f>vf, hvort hann er vænn maður eða óhrœsi. Og f samkepninni er gott að muna eftir því, að þegar til lengdar lætur, era ]>að vænu menn- irnir, mannkostamenuirriir, sem hafa gæfuna með sér f lffinu.... Óhræsin elta ógæfuna og ógæfan eltir þá”. Oll liugsunin f þessari ritgerð um Köllun Nemandans er heilbrigð og kenningarnar göfg- andi, eins og vera ber. Þessi eina ritgerð verðskuldar að vera víðles- in. Ungmenni hvervetna, hvort sem þau ganga námsveginn á æðri skóla eða ekki, hafa gagn af því að snfða stefnu sfna f lffinu samkvæmt bendingum hennar. Vér drögum engan efa á að séra Friðrik hefir unnið þarfara verk með þessari einu ritgerð heldur en með öllum sínum kyrkjulegum prédikunum. Þvf að í staðreynd lífsins, þá er það ekki það hverju maðurinn trúir eða játast trúa, heldur livernig hann breytir, sem gefur honum sannar- legt manngildi. Þess vegna er það svo afar árfðandi að hvetja og örfa æskulýðinn, og í raun réttri allan lýð, til f>esi að vanda framferðið og breytnina gagnvart einstaklingum heimsins, og það hefir séra Friðrik heiðarlega gert í Jæssari ritgerð sinni. Um fyrirlestur séra Jóns Bjama- souar, “Að Helgafelli”, hefir áður verið talað f þessu blaði og finst oss því nú ekki ástæða til að bæta f>ar við. Það er ádeiluræða í mesta lagi, aðal þungamiðjan er að sýna: 1. Hve íslenzkum rithöfundum, og sérstaklega blaðamönnum, hœtt- ir við að vansæma bókmentir þjóð- ar sinnar. 2. Hve kyrkjulff þjóðarinnar sé vanhelgað með nútfðarkenningum hinna nýju rannsóknarmanna biblí- en ekki mein. fsl. A 3. Að nýungagimin fastheldnin sé hið mesta þjóðarinnar. 4. Að brjóstgæði ísl. þjóðar- innar leiði hana á glapstigu, þegar hún er ekki látin stjómast af skyn- semi og réttlæti. Þetta • er sett fram í sambandi við þá staðhæfingu 5. að Vestur-Islendingar séu of góðsamir við þá mentamenn, sem berast hingað vestur frá ættjörð- inni, eftir að hafa orðið þar ómögu- legir meun. 6. Að þeir, sem staðið hafa fyr- ír mentamálum ísl. þjóðarinnar, séu búnir að nfða úr henni alla lotningu fyrir fornum venjum og hinum göfugu endurminningum úr lffi forfeðranna. 7. Að engir fari eins glanna- lega með móðurmál sitt, eins og ís lendingar, þeir ragli og skemmi það með stafsetningarhringlandan- um og nýyrðagerðinni. Ýmislegt fleira mætti tilnefna, en menn verða að lesa fyrirlestur- inn til þess að geta haft hans full not. Einria dýpst d/fir höf. árinni f þar sem hann minrrist á Sigurð Júlíus, og ekki verður með sanni sagt að þar kenni rnikils náungans- kærleika. Veslings Sigurðrrr á sannarlega um sárt að binda eftir alla þá opinberun sem ]>ar er gerð um hann og blað hans. Þekkintr 0g fornmenjar. Eftir: K. Á. B. I Yfirleitt kemur oss ]>essi fyrir- lestur svo fyrir að liann muni ekki orka J>vl að hafa heillarfk áhrif á >á sem hann lesa, hvort sem andi rans eða málsframsetninginjer tek- in til grandvallar, og sfstjjaf öllu munu menn alment geta jfallist á rá kenningu höf. að ]>að geti verið háskalegt fyrir siðferði eða sálarlíf iiólks að því sé sagður sannleikur- inn, en svo skilst oss þó orð hans liggja á blaðsíðu 55 í ‘Aldamótum’. Margt fleira mætti með réttu segja um þennan fyrirlestur, en til þess höfumvérenga löngun, með ]>vf að blað vort hefir á sfðastl. sumri kvittað fyrir f>au orð sem séra Jón hefir þar sagt f Þess garð. En að frátekinni þessari ritsmfð hans hefir þetta hefti Aldamóta svo gott efni að það ætti alment að lesast með athygli af fólki voru. Hafi Goethe haft rétt fyrir str, að sá maður sem ekki skildi annað tungumál en móðurmálið, þá gæti hann ekki skilið ]>að vel, ]>á má ganga að ]>ví sem sjálfsögðu. að sá maður, sem aldrei hefir vogað sér út yfir bæjartakmörkin, eða út úr sveitinni, þá hljóti hann að vera alveg ókunnugur öðrum stöðum. Hann er meira að segja svo and- lega fátœkur, að hann er brjóstum- kennanlegur andlegur vesalingur. Hann er f svipuðu ástandi og sá maður sem ekki er læs. Og sá maður, sem ekki er lesandi, hann heflr ekki leitað sér fjársjóða og fjölvísi hins liðna tíma. Hann hefir skamma hugmynd um hvaðan hann er kominn eða hver liann er Auðvitað getur þessi vesalingur. á hroka-bullandi sundi í hyldýpi van- þekkingarinnar, verið á kafi í pen- ingadyngum, ]>ó liann liafl ekki huginynd um afa sinn eða ömmu Umrenningurirm og flækingúrinn geta gengið upp að honum og brugðið honum um ættleraskap og annað verra, án þess að hann eigi til sjálfstæða þekkingu, uð verjast ]>eim áburði. Það er ekki lærdóm- ur og fjölfræði, sem lætur að sér hæða, en það er fáfræði og heimska Þeim fer einlagt fækkandi nú á dögum, sem betur fer, sem standa uppi á sviði þekkingarinnar sem mosavaxtnar hrossabeinsvörður, langt upp 1 örævum, og era langt á eftir sól og sumri hinnar æðri f>ekk- ingar. Samt er heimasetan hjá mörgum ærið rfk enn þá, og landi og lýð til skaða oglmeysu. Það er ekki langt sfðan, að J>að kom fyrir á Englandi, að gömul kona vel metin og guðhrædd, þurfti að ferð- ast út úr sveitinni, sem hún hafði alla sína æfi búið í. Hún sá þá eindest á rjúkandi ferðinni. Hún varð hræddari en frá verði sagt, og bað að forða sér við slíkri djöfla- sjón. J>ví til vítis ætlaði hún sér ekki að fara. Það varð að flytja hana heim aftur, án erindisfram- kvæmda. Það finnast mörg fleiri dæmjn um heimasetu fáfræðina, en hjá þessari gömíu konu. Hvað gerir ekki páfakyrkjuvaldið enn f dag? Og mótmæíendakyrkjan er litlu framar. Þau öfl standa öndverð gegn nýjum skoðnnum og vfsinda- sönnunum, og verður litlu minna við sýn ]>eirra en kerlingunni við að sjá eimlestina. Hræðslan við ljósaskifti sannleikans, heldur mörgum andlegum vesaling inn í myrkram fáfræðinnar, og f>oku vanþekkingar og margra alda vana. Og til eru menn með góðri þekkingu og greind, sem fyrir eig- ingjarna hagsmuni vilja ekki haf- ast við á öðrum stöðum, en þessum. tíá maður sem er hugsandi og vill afla sér upplýsinga í anda og sannleika, hans aðalleiðarstjarna er sagan, um undanfarirm tfma. rústum hennar verður hann að finna hymingarsteina undir þau nýskoðunar musteri, sem hann ætlar að byggja. Við getum sem menn, ekki metið annan sannleik en þann, sem finst innan okkar skilningstakmarka. Okkur er ekki gefin skilningsvíðs/ni, til að fara “út yfir gr">f og dauða”. Okkai sannleiksleit er f okkar skilnings- heimi. Annnað er grufl og get- gátur, Annara heima sanninda leitum við þá ]>angað kemur. Saga mannkynsins er sú lind sem við verðum að leita að sann- leikanum í. Við ]>urfum að leita hins sanna upphafs á tilveru vorri á þessari jörðu. Við þurfum að rýna gömul skjöl, gamlar sögur, rekja sögu og ástand þjóðanna og mannkynsins, f>ekkja viðburðina og hugsunarháttinn. Mynda hver fram af öðrum heildarþekkingu á mannlffinu, sem einlagt heldur á- fram til fullkomnunar. Við þurf- um sí og æ að leita með elju og at- orku, hressa og glæða skynsemina. Eg ætla í eftirfarandi ritgerð að skýra frá helztu atriðum um ný- fundnar fornmenjar, sem óefað em einar af þeim allra merkustu foramenjum, sem fundist hafa 4 Norðurlöndum, fyrr og sfðar. Maður heitir H. J. Daviós; hann er prófessor við Yale háskólann. Hann ferðaðist um England f fyrrasumar og var f rannsóknarför. Hann skýrir frá fornmenjafundi f>ar afar merkilegum, og sem á lofti verður haldið um aldur og ævi. Fyrst vom fommenjar þessar fundnar af manni, sem heitir R. Mallet. Hann keypti landspildu í St. Merryn, í Cornwall, og ætlaði að byggja hús á henni, en ]>á kom það f ljós að ]>ar var dauðramanna reitnr. Þegar verið var að grafa fyrir undirstöðunni, komu grafar- arnir ofan á skrýn eða kist.u á 15 feta dýpi. I henni voru leifar af líki og Þar að auki ýms einkenni- leg áhöld og skrautgripir, og ber f>ess vott að hafa geymst þarna síðan fyrir tíð Rómverja á Bret- landi. Eigandinn fákk strax nokkura nafnkenda fræðimenn, svo sem Muller, Baring, Gould og R. A. Bullen til pess að rannsaka f>enna stað og annast um gröftinn. Mallet lét strax byggja þarna fommenja skála, í staðin fyrir ívemhús, með þeim útbúnaði sem þurfti til þess að handleika og geyma forna gripi, rannsóknarstofu og kenslustofu, þar sem kend er mannfræði. Lfk húsið hefir orðið að stækka hvað ofan f annað, því f>að er firna mikið sem kemur upp af líkum. Ætlað er að ekki séu fœrri en 50 þús. lfk grafin f þessum bletti sem Mallet á Saint er ekki nándar nálægt búið að grafa upp svo margar kistur enn þá. Og þykir sjálfsagf að f>ama sé fundlnn afarstór grafreit- ur og fima gamall. Allur fjöld- inn af líkunum hefir verið grafinn ber, eins og siður befir verið f þá daga. En j>iir sem munir eða gripir háfa verið lagðir í mold með þeim dánu, þar era skrýn eða kist- ur, Lfkin hafa verið lögð í röð við hliðina hvert á öðru. Með ]>essum fundi birtir mikið yfir 4 standi og lífskjörum þessara fom aldarbúa, fyrir vorum augum. (Meira). „Hvað vantar oss? Hvers höfam vér þörf?“ Niðurl. Eg sagði að við iiofðum ekki tíma til að 3inna þeim andlega störf- um, sem okkur eru þó nauðsynleg, vegna þess að við þurfúm að vinna alla daga, og þegar við komum þreyttir heiin að kveldi, erum við alveg óhæfilegir fyrir bóklestur og þau sálarlega störf. Líkaminn þarf að fá hvíld, til þesssálin njóti sín Eg hefi eigin reynslu fyrir þessu. Mín mesta skemtan er bóklestur, en þau daglega störf, sem ég hlýt að vinna, meina mér að njóta þeirrar skemtanar; þau gera mig ómeðtæki- legan fyrir það andlega eða sálar lega, og sofna út frá því. Verkalýð urinn þarf að jhafa styttri vinnu tíma, svo sálin hafl meira tækifæri. Sálin þarf að mentast, svo hún verði hæfileg að stjórna líkamanum. Mað- ur þarf að njóta sín betur en maður gerir enn þá. Maður þarf að vinna það sem hann er skapaður til; það sem náttúrau tilvísar honum. Maður þarf að vera frjáls, en ekki ánauð- ugur þræll, |fá góða siðferðislega mentun, samfara jafnrétti til þarfa lífsins, svo maður geti verið ánægð ur. „Bókstafurinn deyðir, en andinn lífgar”. Þau daglegu störf, sem menn verða að vinna, en sem þeir ekki eru skapaðir til að vinna, er bókstafurinn, sem deyðir andans ruefileika, því „enginn kann tveim ur herrum að þjóna, guði og Mamm- oni”, þeim andlegu og líkamlegu störfum. Þetta málefni þarf að íhug ast betur en gert er. Jafnréttið þaif að fhugast, prédikast, og verða líf og sál í hvers manns hjarta; þessi tfmi er í nánd, ekki fyrir mín orð, eða þin, heldur þess, sem 011 alheimsvél- in fær sinn lífskraft, viðhald og full komnun frá; einu gildir hvað hann er nefndur; hann er krafturinn, sem rikir í þér og mér og öllu alheims- rfkinu, rauði þráðurinn, sem gengur í gegnum ait fyrirkomulagið, bæði sem verið heflr, er og verður. Það er ekki til nokkurs fyrir okkur að ætlaað reyna að stöðvagang tímans, við höfum ekkialltil þess, það er afl máttugra en öll auðfélaganna pen ingaöfi, sem tímanum, óendanlega tfuianum áíram rennir. Takið eftir. Afgrunnsdýrið með síimm undarlegu einkennum, sem I byrjun sýndust vera, hygg ég hafi komið á tímann, sé nú orðið um það bil fullmagnað, og sæki því hér eft- ir á seinni hluta þess. Merki þús- nndáraríkisins, eru að verða sjáan- leg og sannfærir oss um, að yið ber- umst áfram með strauin tímans, nauðugir viljugir, og reynum að gera eitthvað, en vitum ekki hvað, eða til hvers. Það illa sem oss mæt- ir, köllum við illt, vegna þess að við fhugum ekki þess nauðsynlegu þýð- ingu; við gefum þvl ekki frjálsa rannsókn, leitum ekki eftir afstöðu þess við það góða, því sálína vantar þá nauðsynlegu æflngu að þekkja eðli þess andlega, eins og það lík- amlega- Daglegu störfln iíkamlegu eru helmingi meiri en þau í raun réttri þyrfti að yera, ef menn nytu náttúrugæðanna sameiginlega og réttilega, og hefðum sama tillit til náunga okkar og sjálfra vor. Baráttan fyrír daglega lífinu er of mikil, þvf hún deyðir f sálinni hennar heztu ogfullkomnustu hæfi- leika. Við þurfum að taka fram- förum f því siðferðislega góða í bróð urlegri framkomu hver við annan. Kennimennirnir okkar, sem almént eru kallaðir sálusorgarar, sálnahirð- ar, andlegir leiðtogar o, fl., þyrftu að leggjameiri áherzlu á það pré- dika siðalærdóminn inn í hjörtun, líkt og þeir hafa reynt að prédika trúarlærdóminn, því siðalærdómur- inn er málefni, sem allir skilja og öllum sameiginlega er nauðsynleg að skilja, svo menn viti hver skylda mansins er í daglegri fjamkomu og afstöðu hver við annan. Trúarlær- dómurinn er þvert á móti eintóm ráð gá a. endalaus mannlegum skilningi takraarkalaus, eingöngu sálarlegs eðlis, sem fáir hafa neitt annað en skímu af, sem almenningur ekki hefir tima til að leggja neina sérlega rækt við vegna þeirrar daglegu bar- áttu fyrir lífinu, sem hver og einn verður að hafa. Samt vil ég ekki að öllu leyti missa hann úr hínum mannlegu störfum. Hver er nú annars á þessum tiira afstaða prestanna? Er engin lifsíns breyting til í þeirra hrjósti, sem hvetur þá til að koma nú fram og láta til sín heyra og mæla því málefní bót eða bann, sem nú er að koma upp á dagskrá tímans. Þeir eru hvort sem er vanir að vasast í politík og öllu mögulegu, og f raun- inni lasta ég það ekkert, því það er mín sannfæring, að hreinhjartaðir muni guð sjá, því hvar ætti maður að húast við hreinna og kærleiksrík- ara hjartalagi en hjáþeim, sem hafa tamið sér þá list frá barndómi og svarist bjartaulega inn á þá lífs- stefnu, að vera meðalgangarar milli guðs og manna, jafnt ríkra sem fá- tækra, Þeir eru mennirnir, sem maður ætti að mega trúa fyrir að vera ekki hræsnarar. Þeirhafa pré- dikað, að maður ætti að elska guð, og náungan, án manngreinar áiits. Nú, ef fieiri hluti þeirra skyldi vera andstæður socialismus, hvernig á þá að skilja það? Hvað eru slíkir menn? Hvert er þeirra augnamið? Eg vil segja: að niðurþrykkja lít- ilmagnanum, en smána skaparann. „Liðsemd prestamir lögðu litla, sem von var að”. þegar Júdas hafði svikið frelsarann og féll f örvænt- ing. Ætli fari ekki líkt um þetta? Það sem opinberað er smælingjum, en hulið vitringum yeraldar þessar- ar, og smælingjarnir verði að sjá um sig sj'ilflr, eins og þeir prestarnir hugguðu Júdas með. Það heflr nú þegar verið vakið máls á þessu, bæði í Heimskringlu og Vínlandi, en þó er eins og menn forðist um það að rita, þvf ekkí sést enn þá að neinir fleiri taki til máls. Væri gott ef einhver fengi hvöt til þess við framkomu mfna. B. G. B. Aðgæzluverðar tölur. Ágrip af fróðleik þeim, sem fólg- inn er í manntalsskýrslunam frá 1, Nóv. 1901, er komið út í .Statistisk Aarbog’ 1902. Tölurnar þar benda allljóslega á örðagleika þá, er land- búnaður yor heflr átf við að strfða síðari árin. Reykjavíkurbúar eru taldir 6682; 1890 voru þeir 3,886,Jen 1S80 2567. Þar verða framfarirnar ekki véfengd ar. Ekki heldur í hinum kaupstöðun- um, sfzt á Akureyri. Þar voru bæj-

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.