Heimskringla - 21.05.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.05.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 21. MAÍ 1903 Beimskriugla. PUBHSHBD BY The Heimskringla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins ( CanadaogBandar. $2.00 nm árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins bér) $1.50, Peningar sendist i P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen i Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. L. Baldwtnson, Editor & Manasrer. Office : 219 McDermot Ave. P O. BOX 1283. Eitt heiðurstrykið enn, eða hitt þó heldur. Það er í ráðgerð að C. N. fél. selji landkaupafélagi, er Col. A. D. Davidson í Duluth stendur fyrir, mest eða öll lönd sfn hér nyrðra. þar af eru 256,000 ekrur í panti hjá Manitobastjóminnin. Það stendur þannig á því, að 30. Maí 1898 gerði Mr. Greenway og stjórn hans samninga við félagið þannig að stjórnin ábyrgðist skuldabréf fyrir það, og tók þessa ekru upp- hæð í pant fyrir ál>yrgðinni. Green- way gaf þá félaginu fullgerða á- byrgðarsamninga, en skeytti ekki um að veita landinu móttöku, þótt hann ætti að gera það, [>ví járnbr. félagið átti undirengum kringum- stæðum að fá ábyrgðina frá fylkinu fyrr en f>að gæti löglega gefið land- ið sem veð fyrir henni. En f stað- in fyrir leglega aðferð í þessu máli, kaus hann þá aðferð að afhenda félaginu ábyrgðarsamningana án löglegrar tryggingar. Hann fékk að eins samþykt frá félaginu um það á hvaða stöðvum f>etta land skyldi verða. Svona stóð málið þegar fólkið í Manitoba vék honum frá völdum. Þegar núverandi stjórn kom til valda, vildi hún fá landið útmælt og ákveðið frá félaginu, en stjómin í Ottawa var ekki farin að láta mæla landið. Stjórnin heimt- aði mælingu og afhendingu á land- inu, en vinir Greenways í Ottawa skeltu við þvf skolleyrunum og liafa ekki látið mæla það enn [>á. Hafa það verið samantekin ráð Greenways og þeirra, að gera nú- verandi stjórn [>etta mól sem örð- ugast) eins og önnur mál, sem hún á undir þá að sækja. Svo kemur þessi landsala upp úr kafinu nú. Núverandi stjóm f Manitoba hefir ekki fengið umráð yfir landinu, vegna hirðuleysis Greenways og mótvinslu nú í seinnitíð. Að fylk- ið tapar á þessu landi og öðra alt að einni milión dollara er alt að kenna Greenway og stjórn hans, ásamt Sifton og öðrum vinum Greenways í Ottawa, og hefir nú- verandi stjóm verið hamlað að ná rétti f þessu máli fyrir fylkisbúa. Það er svo sem ekki tiltökumál, þótt jafn óvandað málgagn Liber- ala og Lögberg er, reyni að krafsa ofan yfir þessa svikamylnu, enda reynir það slíkt í síðustu viku, og bendlar vinfengi Roblins við C. N. járnbrautarfélagið við þetta mál, sem ástæðu fyrir tapinu. Slikt er fjas og fals. Ef að Greenway og Sifton vildu breyta sem menn gagnvart fylkinu og sjálfuin sér, þá ættu þeir tafar- laust að gera sitt ftrasta til þess að landið yrði tafarlaust mœlt, svo Roblinstjómin geti heimtað það samkvæmt lögum af Canadian Northem jámbr.fél. En það sýn- ist svo sem þeir sjái ekki sóma sinn í því, né vilji fylkinu svo vel, að það fái notið réttinda sinna sinna í þessu máli. Þeir sýnast hafa verið fljótari til að siga varðenglum sfn- um út að prédika það fyrir aimenn- ingi að þetta stórtap fylkisins sé vinfengi Hon. Roblins að kenna, við C. N. járabrautarfél., sem eru tilhæfulausar lygar. Það verða ekki allir svo blindir, að þeir gleipi slfk ósannindi án þess að komast fyrir sannleikann f þessu máli. Það er langt sfðan að Hon. Rob- lin hefir skorað á Hon. Greenway að neita þvf að þetta sé saga máls- ins, eins og hún er skýrð hér f fá- um orðum, en Grennway hefir ekki vogað sér að svara þeirri áskorun einu orði enn þá. En hlaupagos- um hans og þarfakörlum væmir ekki við að ranghverfa málinu í flokksblöð unum. Aftökur án dómsúrskurðar . Aftökur án laga og dómsí Banda rfkjunum hafa vakið mikið umtal, og hefir Mr. J. E. Cutler, sem er útskrifaðnr frá Yale háskólanum, lagt fyrir sig að stúdéra þessar af- tökur. Rannsóknir J. E. Cutler$ eru bygðar á ofbeldissögum og lög- leysuverkum skrílsins um sfðastl. 2t ár, sem endaði 1. Jan, þ. á. A þessu tímabili hafa farið fram 3,233 aftökur án dóma. Þeir sem drepnir hafa verið, era bæði hvftir menn og svertingjar, í aust- ur- suður- vestur og norðurríkjun- um. Canadamenn munu verða hissa, þegar þeir komast að þvf, að af þessari tölu eru það að eins 1872 svertingjar, sem lfflátnir hafa yer- ið, en 1256 hvítir menn, og 105, er hafa verið af öðram mannflokka litum, en um nokkra er ekki getið, hvaða flokkum þeir tilheyrðu. Og hefir æði og flýtir skrílsins valdið þvf, að ekki hefir verið sk/rt frá. þvf. Að jafnaðartali hafa 89 svert ingjar verið líflátnir, en 59 hvítir menn; 61 kona hafa verið teknar lffi, og af þeim hafa 38 verið svart- ar, á þessu tímabili. Svo á hverju ári, síðan 1881, hafa hvítar konur verið lfflátnar f Bandaríkjunum af sfnum eigin þjóðar mönnum. Ekki bafa allar þessar skyndiaftökur verið hengingar. Svo hundruðum skiftir hafa verið skotin, og nokkr- ar persónur hafa verið brendar á báli. Nokkrar persónur hafa ver- ið grýttar f hel, og fáeinir verið rifnir sundur lifandi f æði og ofs*- látum skrflsins. Amerfka er auðsjáanlega langt á undan öðram löndum f mörgu, en hvergi eru meiri verkamanna vand- ræði en þar um þessar mundir. Það era nú 100,000 verkamenn sem hafið hafa verkfall á svæðinu milli Stórvatnanna og New York. Um 18,000 mylnumenn hafa gengið frá verki sínu f Massachusets, og stendur til með fleiri. I borginni Waterbury, Conn., hafa lengi stað- ið verkföll og deilur með vinnulýð og verkveitendum,svo stræti borgar- innar eru þéttskipuð herverði. Sú deila spratt afþví að verkamenn reyndu til að hamla 2 utanh'lags- mönnum að vinna á meðal sfn. I New York eru skipasmiðir, jám- smiðir og katlasmiðir, svo áleitnir við menn sína að þeir þola ekki harðstjóm þeirra, og standa til vandræði nœstu daga á meðal þeirra. Öll byggingafélög, austan frá Atlanzströnd og vestur f Chi- cago, eru að leita sér eftir ósam- lyndi og vandræðum við verkalýð sinn, og era þegar búin að hafa upp á þeim. Jámbrautarfél. eitt heldur enn þá jafnvæginu, en það getur ekki enst til þess lengi. Futningurinn á Stórvötnunuin hangir á þræði, og er brostinn þá og þegar. I Chicago eru frjóspfr- ur óánægju og sundurþykkis óð- gróandi. I Suðurrfkjununum eru verkfallsvandræðin enn þá heft með þrælatökum harðstjóranna. NÝTT TÍMABIL HLÝTUK AÐ VERA Á FERÐINNl. Þessi yfirvofandi og komandi vandræði hljóta að skapa aðra öld og stefnu, en að undan heflr rfkt. Fyrsta sporið til breytinga, er það spor sem Bandarfkin stigu þegar þau útnefndu fulltrúanefnd til að skera úr kolaverkfallinu í Pensyl- vania, oger sú athöfn það eina hæli og von, sem verkalýðurinn verður að binda framtíð sfna við, um þver og endilöng Bandaríkin. Nýtt tfmabil fyrir verkal/ðinn er f nánd, tímabil, sem verður að græða yiflr þau svöðusár, sem vinnu- lýðnum hafa verið og era enn þá veitt af verkveitendum. Það er svipað ástand þar nú, og var á Englandi á sfðarihluta næstl. aldar. Ameríkumenn sjá einlægt betur og betur, að þeir mega til, hvað sem það ko3tar, að koma upp öflugum og eindregnum verka- mannafélagsskap, sem bindistein- ingu frá hvirfli til táar, er vægðar- laust útboli alla þá, sem ekki vilja standa f honum, rétt eins og ríkis- iöggjöfin verður að gera við þá sem ekki viljá góðfúslega hlýða borg- aralegum lögum. Og þar næst þarf verkal/ðurinn að stytta vinnu- tfmann og hækka kaupið sam- kvæmt þvf gildi, sem felst í fram- leiðslunni á vörumarkaðinum, þeirr- ar vöru sem þeir framleiða. En samt er það ekki kaupgjald- ið, sem er þungamiðja hins kom- andi bardaga. Um langan,dangan tfma hefir fyrirkomulag verka- mannafél. f Amerfku verið ógrund- vallað. Þar hefir það verið höfuð- venjan að hver verkamaður berðist einn og fyrir sig, og samband iðn- aðarfélaga og starfsmannafélaga hefir verið ótraust og fúið í flest- um tilfellum. En nú erkomið svo að verkalýðurinn í Amerfku er far- inn að taka upp sömu fyrirkomu- lagsstefnu og tfðkast á Englandi/ einkum að því leyti að láta ekki utanfélagsmenn taka vinnuna úr höndum félagsmanna. Afstaða verkveitenda f Ameríku er ei ósvipuð afstöðu þeírra manna á Englandi, sem hafa verk á jám- brautum. Þeirra aðalregla er sú, að viðurkenna ekki verkamanna- félög, eins lengi og þeim er unt að komast fram hjá því. Þar neita verkgefendur að viðurkenna verka- mannafélagsskap, og vilja ekki við- urkenna að félagsskapur ráði fyrir vinnuframboði. Og þegar verka- menn mynda félagsskap, þá reyna þeir fyrst af fillu, að segja þeim upp vinnu, og fá utanfélagsmenn f staðin. Allir sáu hversu þessi stefna kom greinilega fram í kolaverkfnll- inu f Pensylvania í sumar sem leið. sama er að segja um verkfallið í Waterbury, það sem strætisvagna- félögin áhrærir. Samt ber þess að geta með allri virðingu, að gegn- um alla þessa vandræðafullu og ömuiegu verkfalla ófriði, þá finnast alstaðar svo mannúðlegir verkveit- endur. að þeir vilja fegnir játa rétt verkalýðs sfns fram yfir utan- félagsmenn, en þeir fá þess ei ráðið vegna annara stéttabrœðra sinna, sem fyrirlfta félagsskaj) og at- vinnutryggingu þeirra, sem bera heiminn áfram á vinnunni. r Alt fram að þessum tfma og þann dag í dag, hefir sú skoðun ríkt meðal verkveitenda f Amerfku að það sé viss tegund af fólki sem sé úrkast og hreinsun þessa heims, sem ekki eigi skilið að fá vinnu á einum eða öðrum stað. Af því sprettur þessi stött þar, sem kallað- ir eru flækingar og umrennendur, sem allir fyrirlíta, og hafast við á víðavangi, og hafa steina fyrir brauð og hnaus fyrir kodda, og eru taldir neðar mannfélaginu. Það voru þeir tfmar þar, að allir menn unnu og unnu hart, til þess að fæða sig og sína. En |>á uppgötvuðu verk- veitendur það, að allir menn af- kasta ekki jafnmikilli vinnu. Þeir sem seinastir voru var vísað á dyr. Og svona gekk það koll af kolli, þangað til að myndast hefir stétt í í þeirri álfu, sem hefst við á flakki og flækingi. Margt af þeim eru hæfileikamenn, þótt þeir séu seinni að grafa eða erja en aðrir. Þetta athæfi þar er komið svo langt, að gömlum mönnum, sem unnið hafa fleiri tugi ára á verkstæðum, er vís- að frá vinnu þegar þeir jafnast ekki lengur við yngri menn. Og í mörgum tilfellum liggur ekki ann- að fyrir þeim en flækingur, það sem eftir er æfinnar. Enginn heilvita maður mun segja að þetta eigi svona að vera, þegar tillit er tekið til mannréttinda. En svona er vinnusamkepnin orðin f þessari miklu álfu; þetta er ekki landinu að kenna j>ví það hefir nægtir til að sjá fyrir þeim gömlu, sem ungu og fullvinnandi; en það er verka- mannafélagsskapnum að kenna og eigngirni þeirra sem verkið veita. Sum verkamannafélög f Ame- ríku hafa það í stefnuskrá sinni, að meðlimir þeirra vinni ekki einu sinni þar sem utanfélagsmenn vinni, heldur lfka fari ekki að þvf verki þar sem þeir hafi unnið. Og suin halda sér við þetta, en sumum dettur slíkt ekki í hug, og ganga inn í verk fyrir lægra kaup en fé- lag þeirra heflr ákveðið að þeir mættu og jafnvel í sumum tilfell- um fyrir lœgra gjald en utanfélags- menn vilja fá. Sumir halda að þetta sé ekki satt, en það eru til gildar og góðar saunanir fyrir þessu. Hvað meinar annað eins og þetta? Ekkert annað en að verkalýðurinn er að afmá sína eig- in virðingu og svfkja sjálfan sig. Ef að verkamannafélögin f Ame- rfku œttu marga John Michells fyrir foringja, þá væru þau hólpin, en þau eiga ofmarga af öðru sauða- húsi, sem eru ætfð til sölu til sjálfra sfn og annara, sem selja bæði eigin virðingu og félagstraust sem þeim hefir verið trúað fyrir af meðbræðrum sfnum. Þeir gera sín helgustu réttindi, tiltrú og manndóm að verzlunarvöru, og það er þess vegna, sem verka- mannafélagsskapurinn er eins hald- laus og sýktur f Ameríku, eins og hann nú er. Verkamenn í Ame- ríku hafa verkamannadag á árinu. Eftir þeim sögum, sem fara af hon- um vestan um haf, þá er hann meira drykkjuhátfð en nokkuð annað. Það er ekki lotning og virðing, sem mestu ræður þann dag, heldur sýna þeir sig fyrst f skrúðgöngu, láta glymja í stfgvél- unum sfnum og flaggast áfram með bönd og borða, og jafnvel geta ekki ent gönguna svo að rekast ékki úr liði inn á hótel og knæpur, og drekka þar, tala hávært um fé- lagsskap sinn og þykjast öðrum fremri. Bíðan lenda þeir í illdeil- umogjafnvel áflogum, og sjálfsagt að verða blindþreifandi fullir, svo skikkanlegt fólk fær viðbjóð á þeim, þegar verkveitendur standa álengd- ar og benda á þetta verkamanna sjálfstæði og virðingu þess í land- inu. •* * ■* Þessi grcin er lauslega þýdd úr “London Daily Mail”. Hún er of hörð að sumu leyti, að minsta kosti það sem áhrærir vestur Can- ada, en hún lýsir ástandinu rétt að vissu leyti. Verkamannafélags- skapurinn er óefað sá öfllugasti fé- lagsskapur, sem hægt er að mynda, og sú tfð kemur að Ameríkumenn láta. kveða að sér f þeim félagsskap, þótt hann sé vfða í bamdómi enn þá. Þekking off fornmenjar. Eftir: K. Á. B. (Framn.). Lesendurnir fá fullkomnari hug mynd og þrokaðra víðsýni, að þess sé hér getið, að líkur fundur fanst áður í Cornwall. Sumir þessir graf- reitir eru svo gamlir, og ómögulegt er að ákveða aldur þeirra. Það má benda á grafarþrór í hæðunum og klöppunum, sem nolaðar eru alla leið frá St. Anthony niður til Tennor. Þar finnast mestu kynstur af verk- færum og áhöldum tornaldanna í dyngjura úr steini, svo sem tinnu- hrífur, örvahausar og fleira, sem var á undan eyröldinni. Steinhringirnir, sem fundist hafa við Boscawen og annarst., eru líklega eldri en þeir, er íundist hafa við Stonehenge, og á- litnir e>u að hafa verið búnir til 1600 árum f. K., og steinsúlurnar og minnismerkin við Trenugg og Treva eru óefað frá steinaldartímum. í síð aritíma grafreitum flnnast menjar eiraldarinnar, svo sem sveðjur, sylgj,- ur, prjónar, kjálkakrækjur, spensli, meitlar, nafrar, spjót, axir og sverð. Mikið af þessu flnst f Penzance og St. Miehael hæðunum og víðar. Af öllu má ráða það, að Cornwall og grendin þar hafa verið veiðistöðvar fornaldarbúa, sem þar bjuggu fyrir þangaðkomu Rómverja. Hver sem Ies rit það sem Royal Institute of Cornwall gefur út, einkum V. bindi, hann fær góða þekkingu á því tíma- bili, þegar Rómverjar komu til sög unnar á Bretlandi. Frá þeim tíma finnast peningar víða f jörðu, í hrúg- um; og margir aðrir dýrgripir og verðmætir munir. Þá verður enn- fremur að lýsa staðnum Harlyn Bay í þessu héraði, sem eru afar auðugar fornmenjastöðvar. Harlyn Bay er vogur einn lítill sem skerst norðarlega inn í Corn- wall. Þar er dýrðlega fagurt út- 3ýni, og loftslag hið indælasta. Þar hafa fundist margar merkar forn- menjar. Þær finnast 600 fet upp frá núverandi fjöruborði, undir þremur mismunandi jarðlögum, á 12 til 20 feta dýpi.Efata lagið er 12 til 15 fet á dýpt, og saman stendur af foksandi, Ijósleitum á lit, og fanst mjög lítið af þýðingarmiklum forn- meDjum í því lagi. Næsta lag er um 6 þumlunga á þykt. f því er svartur sandur, og má svo heita að í þvt séu auðugar fommenjanámur af allra handa fornaldarmunum og frá fleiru en einu tímabili, jafnvel fram- an úr steinöldinni. Þriðja lagið er 2—4 fet á þykt. í því lagi flnst mikið af kistum eða skrýnum og mannabeinum og er það gamall grafreitur, en jarðlag það er blautt og vatnsðsa. Þar neðan við er malar og skeljagrjóts lag, og eins langt og menn vita er þaðneðsta jarð myndunarlagið. í yfirborði þess flnst mikið af fornmenjum nær að segja í hrúgum. Landslaginu hall ar þarna tii sjávar, og það álíta jarð fróðir menn að 183,000 ferhm. af strandlengjunni nú, hafl verið í sjó á tíð Rómverja á Bretlandi. Fræði- maðurinn Leland staðhæflr, að á svæðinu á milli Lands Enda og Schilly eyjarinna hafi verið 140 kyrkjusoknir, og að líkindum álika mörg þorp og bæir. Ummál Harlyn Bay grafreitsins hefir enn ekki verið ákveðið, en það er álitið að ná yfir langtum stærra svæði en landeign Mallets nemur, sem er um f úr ekru. Það er áætlað að þar séu grafln um 50,000 lík. Það fyrsta sem veitti þessum stöðvum fullkomna eftirtekt, og brá fornaldarljósi um þessa staði, var aðalallega sá atburður, þegar graf- arar Mallett glömruðu rekum símum við fyrstu steinspjaldskistuna, því þær eru úr steinspjöldum, hliðarnar og lokin, sem fundist hafa þar nærri. A þessum stöðum þann dag í dag eru steinspjöld notuð í veggi, þök og minnismörk og annað fleira, Þegar búið var að grafa foksand- inn frá fyrstu kistunni, og hún var tekin upp til rannsóknar, varð þá vart við aðra og óðuin hverja af annari. Þó steinspjaldakistur þessar séu ekki með nýrri tíma hagleiks áferð, þá sýna þær þó elju og smekk þeirra sem bjuggu þær tib Þær fara ekki yfir 5 fet að utanm'di, og í mörgum þeirra er 18 þuml.'hólfí höfðaendanum. Kisturnar eru með vennskonar lagi. Önnur tegundin fjórfiötuð, hinar sívalar.Síðari lögun- in var höfð þegar fieira en eitt lík var látið í sömu kistu, svo sem bðrn með foreldram. Þær eru grófari að áferð en betur gengið frá samfell- ingum. Bullen segir að þetta yflr- kistulag tíðkist enn í dag á sumum stöðum hjá Tyrkjum. Mallet hefir sjálfur gert þá uppgötvun, að lega þeirra er miðuð við pólstjörnuna í flestum gröfunum, og í einstöku til- fellum við aðrar merkisstjörnur, svo kynslóðir þessar hafa auðsjáanlega veitt stjörnugangi eftirtekt og metið hann mikils. Það sem er gagnlegast fyrir þekk- inguna í þessum steinspjaldakistum eru líkin, og þeir munir, sem hjá þeim flnnast. Það er líka all merkilegt að upp- götva hvernig frá líkunum hefir ver- ið gengið. Flest hafa verið beygð saman þegar frá þeim var gengið í kistunum, þannig að hnén eru eins náin kinnum og hægt er, og svo hafa þau verið lögð á hliðina í kist- unum. I kistunum hafa þau geymst furðu vel þenna öróva vetra. í höf uðkúpunum eru tennurna á mörgum lítt skemdar, og halda lit og lögun. Flest líkin eru í sömu stellingum og þegar þau voru látin f kisturnar, á þann hátt, sem lýst er að ofan. Tvö lík hafa fundist í vesturjaðri graf- reitsins, annað af fullorðinni persónu en hitt af barni, sem voru flött út, en vel má því yalda grjótgarður sá sem þar er 1 jörðu, og búið er að grafa 20 fet með fram, en eigi fund- ist endir á enn. Sumir seg.ja að þessi fundur styrki hugmynd Hadd- ens, ein3 fornfræðings, að það hafi verið siður í firnd og fornöld, að mannabein þyrfti sem grundvöll til steinbygginga. Mr. Bullen segir þannig um þetta: “Ég hefl lítinn efa á því, að við höfum hér fundið menjar af mann- offrum. Það var gengið þannig frá þessum líkum, að þau hafa sam kvæmt aldartrúnni átt að vera til styrkingar og varðveislu steinbygg- ingunni upp yfir þeim, til verndar grafreitnum, sem þessi grjótgarður lýkur eflaust *m, eða heflr átt að gera”. Til þessa athæfis finnast allmörg dæmi, þótt sjálfframboðaoffrunin í Odhran (sjá Haddens The Study of Man, p. 847) séu ljósastar. Á nokkr- um öðrum stöðum er fullsannað að sjálfsoffar heflr viðgengist í fyrnd- inni. í sumum kistum sem þarna finn- ast, eru höfuðkúpurnar brotnar, annaðhvort rétt eftir dauðann eða jafnvel verið dauðamein þeirra. Ein kúpa heflr fundist, sem brotin eru göt á í mörgum stöðum, og á nefbeinunum sést að persónar. hefir fengið afarhögg þvert yflr andlitið. Það er kunnugt að sumstaðar hefir verið venja að mola höfuðkúpur dauðra manna með steinum. Hér sýnir lfkið jafnvel að því hafi verið grandað með steinroti. Hendurnar liggja upp fyrir höfuðið, og vísleggj- ast yfir brotinu. Það gétur jafnan verið rétt hjá Bonson að sú venja hafi átt sér stað í Harlyn, að flýta fyrir dauða sjúkra manna með því að rota þá. Ekki ólíklegt að sjúkl- ingurinn hafi verið íluttur til grafar og látinn ofan í hana, og hans síð- ustu skil hafi verið að rota hann, og ganga frá honum síðan. I sumum sívölu kistunum eru leyfarnar órannsakaulegar, en eng- inn efl er á því að þar eru margar höfuðkúpur brotnar, og líkin hafa verið limuð sundur. í fornöld var það venja á Egyptalandi að sundnr lima lík, því þar voru búnir til réttir úr kjöti og merg framlið- inna manna. Hvort þessi venja hefir átt sér stað í Harlyn, er spurn- ing sem er fyrir ofan úrskurð að svo stöddu. í sumum sívölukistunum er auðséð, að útlimir hafa verið limað- ir frá líkamanum, því steinfiðgur liggja á milli liðamótanna. Sama á sér stað um höfnðkúpur og hálsliði. Það lítur út fyrir að þessi sandurlið- un hafi verið gerð áður en líkin voru látin ofan í grafirnar, og sumt af limunum hafl ekki verið komið í gröflna, en grafsettir síðar við tæki- færi. De Beddæ, F. R, S., gefur það á- lit, að stærð þessa líka, sé af meðal- stóru fólki, vel bygðu. Höfuðkúp- urnar, sem hann heflr mælt og rann- sakað, sanna það. Beinagrindurnar sýna að karlmennirnir hafa verið yfirleitt 5 fet 4| þuml. á hæð, en kyenfólkið 5 fet 1| þuml. Beinin sýna að fólkið hefir verið þrekvaxið og kraftamikið. (Meira). Sólaruppkoma. Byrjaðu ekki nýja öld með því að ryfja upp fyrir sjálfum þér né öðr- um harma þina og mótlæti á hinum liðnu öldum, því það skapar þér að eins áframhald af því illa. Gleymdu öllu tapi þínu, kvölum og mótlæti, því það er hugsun þín, sem veiklar líkama þinn og framtíð. Láttu hugsun þína halda fast við hina björtu hlið lífsins, og láttu hana aldrei víkja frá því; því með því verður líf þitt kraftur, mannkyninu til blessunar, og sjálfum þér til heiðurs. Láttu ekki hinar gömlu kenningar fjötra þig í fangelsi hugsunarleysis og vonleysis. Trú þú því að eins, sem hugur þinn segir að sé rétt. Fylg því aldrei annara skoðun fyrir peuinga, vináttu eða annan ávinn- ing, því með því gerir þú þig að ó 3jálfstæðum aumingja. Skoða þú mótlæti þitt sem nauðsynlega reynslu til að endurskapa þig og gera þig hæfari að vinna hlutverk þitt í lífinu. Vertu liíandi frá hvirfli til ilja. Anðaðu djuft. Fyltu öll hólf líkam- ans daglega með nýjum lífskrafti. Boðaðu sjálfum þér að þú sért hraust- ur, ánægður og hamingjusamur, því það bætir þig, og þú verður það sem þú býður þér að vera ef þú hlýðnast þínum eigin hugsunum nógu lengi. Sálar og líkamskraftar fást ekki nema smátt og smátt, minst fyrst en meira síðar, ef reynt er að fullkomna sig stöðugt, alveg að sínu leyti eins og vöxtur jurtanna. Gleymdu aldrei að vera glaður, brostu aldrei sjaldnar en þrisvar á dag, 30 sinnum er þó miklu betra. Reyndu og reyndu aftur. Þannig veitir þú hugsjónum þínum það afl, sem þær þurta til að geta þroskast og fullkomnast. Hættu ekkl þó út- sýnið sé ískyggilegt um tíma. Seinna

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.