Heimskringla - 28.05.1903, Síða 2

Heimskringla - 28.05.1903, Síða 2
HEIMSKRINGLA 28. MAÍ 1903, Heimskringla. PlTBLISHBD BY The HeimskrÍDgla News & Publishiag Co. Verð blaðeins i CanadaogBandar. J2*.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend* um blaðsius hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen í Winnipeg að eins teknar með aSðllum. B. L. Baldwinson, Editor & Manaaer. Office : 219 McDermot Ave, P O. BOX 1*83. Sjáið bautasteina mannsins. Sjáið sjóðþurð Mr. Greenways, Camerons dómsmálaráðgjafa og allra þeirra kompána, sem stjórn- uðu Manitoba. þar til íbúar þess ráku þá frá stjómmenskuunni 1899. Bautasteinar þeirra lfta þannig út : Skuld við Imperial bank- ann.................$76,036.77 Olöglega notað fé af á - byrgðarfé ýmsra sjóða 15,485.75 Ógoldnir reikningar fyr- ir opinber verk...... 23,674.76 Ógold. reikn. dómsmála- deildarinnar........... 7,530.00 Ógold. reikn. til menta- rnála ................ 64,476.69 Ogold. reikn. akuryrkju og innflutningsmálad.. 14,938.08 Ógold. reikn. framkv.- valdsins.............. 15,955.16 Ógold. reikn. fjárhirsl.. 7,002.76 Ógold. reikn. framræsln- héraða................ 18,537.79 Ógold. reikn. fylkis- landa................... 4,58.95 Intemal economy............. 439.69 Sjóðþurð als. • • $248,136.40 Þrátt fyrir þessi stjórnmensku minnismerki Greenways, sem af honum sjálfum og öllum hugsandi og skynjandi mönnum standa óhrakin í sögu Manitobafylkis um aldur og ævi, er hann nógu kær- ingarlaus og óskammfleilinn að segja á fundi eftir fund um þvert og endilangt fylkið: “Yið lofum þvf að eins, að ef okkur verður komið til valda aftur, J>á skuldbindum við okkur að gera eins vel fyrir fólkið, og við gerðum meðan við vorum við völdin”. Allir skynsamir og hugsandi menn sjá hvað f þessu aðal loforði hans og flokks hans felst. Hann ætlar að gera eins vel við fylkið og hann gerði áður, að koma f>ví í stóra sjóðjmrð, og eyða fé þess og áliti, þangað til f>að er komið á hausinn. Kjósendum gefst tæki- færi við næstu kosningar að sýna stefnu sfna og manndóm gagnvart Manitobafylki. Það hefir verið gerð fyrirspum til Hon. C. Campbell, dómsmála- ráðgjafa fylkiswis, f>ess efnis: Hvar eiga námsmenn, sem hafa atkvæðisrétt, og stunda nám, og eru ekki komnir heim úr skólum, að skrásetja nöfn sín? Svar dómsmálaráðgjafans er á þessa leið: Þeir kjósendur, sem stunda nám, og einhverstaðar eiga heima í Manitoba, hljóta að láta skrásetja nöfn sín f>ar sem foreldrar þeirra búa. Skrásetning námsmanna heyrir undir lið kosningalaganna er nefnist: “Um fjarverendur”, og par sem talað er um farandsala, sem að öðnihverju em burtu frá heimilum sínum, og aðra fleiri, sem vegna atvinnu eða brynna er- inda em fjarverandi kjörstöðum sfnum. Það era allar lfkur til þess að skrásetjarar viti og skilji þetta at- riði í lögunum, og geti leiðbeint þeim kjósendum, sem kunna að villast á ranga kjörstaði, en samt álltur Hkringla rétt að geta um þetta. Fari svo að þeir kjósendur, sem eiga að skrásetja sig sam- kvæmt (>essum lið,skrásetjisigann- arstaðar en þar sem þeim ber, pá verða þeir vafalaust strykaðir út af kjörskrá við endurskoðun kjörlist- anna. Framangreindur úrskurður dómsmálastjórans var birtur 16. þessa mánaðar. Skrásetjarar eru skyldugir að gefa kjósendum upplýsingar um kjörgengi þeirra yflrleitt. Samt eiga kjósendur ekki að ónáða skrá- setjara með óþarfa spurningum eða málalengingum í þvf efni. Undir öllum kringumstæðum verða kjósendur að mæta sjálfir hjá skrásetjurum, í skrásetningadeild sinni, nema því að eins að kjós- andi sé veikur eða sé löglega fjar- verandi heimili sínu, eða hafi flutt búferlum í annað kjördæmi. I þessum f>remur tilfellum má hann fá annan mann til að setja nafn sitt á kjörskrá, samkvæmt ákvæð- um þar um. Útlendingar, sem ekki hafa ver- ið 7 ár f Canada, og ekki vora á kjörskránum, sem brúkaðar voru 1899, purfa að geta lesið og skilið ákveðnar greinar f kosningalögun- um, á einhverjum þessum tungu- málum, ensku, frönsku, f>ýzku, ís- lenzku eða skandinavönskum mál. Þeir sem ekki koma nöfnum sfn- um á listana, á skrásetningatlman- um (25.—30. þ. m.), og þeir sem að einhverju leyti era settir rangt á þá, verða að koma nöfnum sfnum réttá f>á við kjörlistayfirskoðunina, sem dómarar fylkisins há þann 15. Júnf riæstkomandi. Annars hafa þeir ekki kosningarrétt. / IslendingadagurinD. Eins og auglýst er nú í blöðun- um, H.kringlu og Lögb. verður fundur haldinn 1. næsta mán. á North-West Hall, til að kjósa nefnd til að standa fyrir hátfða- haldi dagsins f sumar. Þann 18. f>. m. átti að halda kosningafuiul, en af því svo fáir komu á fundinn var honum frestað. Orsakir þær sem valdið hafa því, að fáir komu á fundinn, hefir verið veðurútlit um kvöldið, og máske að sumu leyti að fundurinn var kallaður fyrri en venja hefir verið að und- anförnu. Fólki sem ant er um þenna þjóðminningardag, og vill styðja hann, sem sannir Islend- ingar og góðir drengir, verða að muna að koma á fundinn, svo hœgt verði að sjósa góða og duglega nefnd til að starfa f ár. Hátfða- haldið og dagurinn er undir f>vf komið að góðir og duglegir menn fáist f nefndina, og fólk getur ekki ætlast til að þeir komi til að kjósa sig sjálfir. Það Iiendir alt á að íslendingar geti haft stóran og skemtilegan ís- lendingadag f sumar, ef þeir vinna að þvf. Árferðið er ágætt, og ástæður fólks yfirleitt með betra móti. Það er svo mikið búið að tala um þýðingu dagsins, að óþarft virðist vera að ræða sérstak- lega um það, f hvert skifti, sem starfsnefnd þarf að kjósa fyrirdag- inn. Fólk heflr fundið sterka þjóðeraishvöt hjá sér til að halda daginn með heiðri og sóma, og það verður að minnast þess,að til þess að það verði gert, þá þarf það að hafa starfandi menn, og það liggur í höndum þess að velja þá. En til þess að gera það, þá má ekki minna vera en að það leggi það á sig að sækja kosningafundi, og eyða til þess að eins einni kvöld- stundu á ári. Ef það gerir það ekki, þá sýnist það ætla að sann- ast á þvf, það sem maðurinn sagði um árið, að Islendingar sæktu aldrei vel fundi nema annaðhvort til þess að heyaa rifist, og rffast sjálfir, eða þeir þyrftu að vera blindfullir til að koma því f verk. En í þessu máli er hvorugt til- fellið. Það er vansœmi, sem betri helft Islendinga lætur ekki v i ð - gangast, að hætt sé við þjóð- minningardagsliátíð, þó hætt sé að rífast um það í blöðunum. Það era ofmargir bjargfastir íslands- vinir hér vestan hafs til þess. Þér, sem unnið 2. Ágúst, sem þjóð- minningardegi íslands, látið ekki bregðast að fylgja þvf máli af öll- um mœtti, f því felast ykkar beztu þjóðareinkunnir, og sómi. Þið sem ekki hafið tækifœri að sækja fundinn, hvetjið vini yðar og kunn- ingja til að sækja hann. Við skul- um halda veglegri fslendingadag í sumar en nokkuru sinni áður. Það getum við ef við vinnum kappsam- lega að því. Húrra f y r i r 2. Á g ú s t. Þekking og fornmenjar. Eftir: K. Á. B. (Niðurl.). Ýmsir munir finnast í kistunum. Sumt eru verkfæri búin til úr tinnu og úr ritspjaldasteiní, sem nægtir eru af þar í nágrenninu. Sumt af þessum munum hefir verið lagt I kisturnar, sem skraut og virðinga merki við hina framliðnu. í sum- um kistunum, þar sem konur hafa verið látnar. hafa fundist leifar af spunasnældum og nokkurskonar rokkhjólum. ÞesBÍr munir eru úr steini, og firnagamlir. Fyrir snældu hala hafa bein verið notuð, og sum- staðar viðarhalar. Ofan á sumum kistum hefir fundist verndargrafir og töfragripir, sem grafnir hafa verið með þeim framliðnu, honurn til verndar. Sumt af þeim eru tinnur. í sumum stöðum er þeim raðað inn- an í eirhringa, og er enginn efi á að þetta hefir átt að þýða verndun hinna framliðnu. Tvær rómverkar mintir hafa fundist, og er mynd af Faustinus, konu Marcusar Aurelíusar, og sést á myndinni að hún heflr vafið hárið i hnút aftan á hnakkanum. Á hinni mintinni er mynd af óþektri konu, og stendur hún á myndinni. Yflr- skriftin á henni er ólæsileg, samt heldur Dr. Head, sem er fornfræð- ingur, og starfar við British Museum, að hún sé: Augusti Pii fíl(ia). Ekki als fyrir löngu fann maður, sem var að plægja náiægt þessum kyrkju- garði, lítinn koparpening, sem smíð- aður hettr verið í spönsku nýlendun- um I Suður-Ameríku, en ólæsilegt er letrið á honum nema: VIII. Áður en farið er að ákveða nokkuð um aldur þessa þýðingarmiklu forn- menja, þá þurfa menn að fá dálitla hugmynd um leirkrukkur, kofa og sorphauga, sem fundist hafa I þeseu nágrenni, sem er svo afarauðugt af fornmenjum. Tvær leirkrukkur hafa fundist þar. í annari þeirra voru leifar af stórri eirsveðju, með tveimur rónaglagötum á falnum. Ennfremur var í henni fórnarker, snældusnúður og heiðni. Hún er hérumbil 20 þumlunga á hæð og um 15 þuml. þar sem hún er víðust. Hún er um hálfanþuml. á Þykt. Fórnarkerið er 2.1 þuml. á vídd en 1 i á hæð. Lok var yfir því, og er það búið tilmeð því móti að pressa leir’og gras saman. Hin leirkrukkan, sem datt I sundur, þegar við hana var komið, hefir óefað geymt líkösku eða mannlegar leyfar. Hún var grafln djúft og var úr Ieir sandi og grasi. Það er eftirtektavei t við hana, að kringum hana hafa verið látin um tvö tonn af möl og hellum. Síðan heflr hún verið þakin með sandi og viðarkolum, og utan á raðað stein- spjöldum, og hefir frágangurinn ver- ið vandaður. Hún stóð á hvítum skeljasandi. Undir henni fanst eir- prjónn og tala ævafornleg með fleiru smávlslegu. Hún var stærri en hin og margfalt þykkri. Hún heflr óef- að verið grafin I jörðu löngu fyr en Rómverjar stigu fæti á Bretland. Eftir að þeir komu til sögunnar þar, fóru munir og inenjar að bera merki hins rómverska og griska hagleiks. Það má ganga út frá því sem áreið- anlegu að llkbren3la heflr stundum tiðkast á því tímabili sem menjar þessar eru frá. Þetta tramanskráða gefur okkur tilefni til að gera eina eða tvær á lyktanir viðvlkjandi þessu efni. Það er fullsannað að ýmsir munir úi steini hafa verið lagðir I jörð með þeim framliðnu, svo sem tinna, við- arkol og fleira. Þessar tegundir eru annaðhvort lagðar ofan á lfkin eða við höfðalag þeirra. Sú venja heflr tlðkast meðal allra þjóð- flokka, á meðan þeir voru í hálf- gerðu villimanna ástandi, að láta ýmsa muni og dýrgripi I grattr hinna framliðnu. Þessar siðvenjur, sem fjarskildar eru núverandi greftrunar- sið, hafa Ifklega haft tvöfalda þýð iugu. í fyrstalagi, að munimir hati átt að þýða fararefni hins látna, til hins ókomna heims, og I öðra Iagi hafl þeir þýtt virðingarmerki frá þeim lifendu og nokkurskonar skiln- aðarpanta. Kemur þar fram bæði trúin á annað llf, æðra og eftirkom- andi, og mannlegar saknaðar til- flnningar. Þessi Ijós, sem kveikt hafa verið I hugskoti mannkynsins frá þvi fyrsta að saga þess byrjar, sem dafnað og glæðst hafa samfara víðlendari og fegri sjóndeildarhring, minsta kosti hið sfðarnefnda. Þá má vel ímynda sér með gild- um ástæðum, að þessir fornaldar- menn hafl haft mikið uppihald og tiltrú á eldinum, og þar af komi það, að þeir hafi látið tinnu I kistur framliðinna. Ef til vill hefir það verið siðvenja þeirra, að slá eld í gröfunum og lýsa þeim burtförnu é- leiðis til annara bústaða, og leggja þeim til eldkveikju. Einnlg hefir tinnan eða eldkveikjan máske átt að þýða eld hjartnanna, — þeirra sem eftir lifðu. Óefað heflr eitthVað llkt þessu vakað fyrir þessum fornaldar- mönnum. Þá má minnast með fáum orðum á kofa eða skýli, sem fólk þetta hefir búið sér til. Á landi uppi frá Con stantine-eyjunni, hefir fundist afar- gamall kofl. Hann er 14 fet á lengd og 9 fet á breidd, ofurlltill rangali heflr verið bygður fram frá dyrunum. Veggirnir eru hlaðnir þannig að sporöskjulag er á kofan- um. Þeir eru 2\ fet á hæð. Hellu- þak er á honum. Hann fanst I Okt- inánuði 1901. Hann var fullur af sandi og kominn I jörð niður. Þegar búið var að moka hann upp, þá fanst á gólfinu, beinagrind af nauti, og kindabein, svínabein, hestabein, kan- ínubein og skeljar. Hamar úr steini og er skaftir greipt fyrir hendina, og gerður úr forngrýti, líkur “ping- pong”-knatttré, sem nú tíðkast. Alt bendis á að íbúar þessa kofa hafi verið við leirkerasmíði, þegar þeir skildu síðast við hann, þvi þar finst allmikið af samansöfnuðum leirkera- leir og yerkfæri sem notuð hafa ver- ið til að lýja hann saman við sand. Þar er arinn og finnast menjar af glæneyti. Annar arinn, sem lík- lega hefir verð notaður á sumrin, er norðanundir kofanum. Þar í kring er mikið af beinamuli og sjávarskelj- um ásam leirkeraleir, af sömu teg- und og finst inn I kofanum. Mest af beinunum heflr verið brotið til mergjar og sum af þeim hafa verið löguð til sem alir og holmeitlar. Mr. Bullen hefir bent á, að hann sé bygð- ur af mönnum, sem báru góð kensli á herkænsku. Inngangurinn snýr upp til lands, og Constantine-eyjan er á milli siglingaleiðar og hans. Hann stendur nokkuð hátt, svo víða má sjá frá honum, en afarvont hefir verið að veita honum eftirtekt frá siglingaleiðinni, hinum megin við eyna. Sorphaugarnir, eða eldhúshaug- arnir, hafa ekki annað að geyma en allan úrgang, sem fallist befir til hjá þessum frumbyggjum. í Harlyn Bay hafa fundiat nokkurir haugar, og hafa þeir verið rannsakaðir. I þeim er mest beinarusl og viðarkol. Þeir eru fyrir löngu komnir I jörðu og grasigrónir. Sumttaðar er átta feta dýpi ofan á þá. Þeir geyma I sér efni sem sanna það, að frumherj- ar þessir hafa fengist nokkuð við leirkerasmíði, slðustu tfmum eink- anlega, og ennfremur menjar, sem sýna að þeir hafa verið veiðimenn, sérdeilis á fyrrahluta tímabilsins, eins og þegar er búið að geta um hér á undan. Kyrkjan á Constantine- eyjunm á að hafa verið bygð af trú- boðurn fyrir fullum 1600 árum. Hún stendur I biðbiki á sorphauga- þústum, sem ná þar yfir allstórt svæði. I henni eru fornir steinar, sem hafa verið ævagamlir þegar þeir voru látnir í hana. Af þeim menjum sem á þeim finnast, má fara nærri um trúarbragða hugmyndir þessa frumbyggjara. Þær trúardýrkana- reglur, sem þeir hafa haft, eru mjög skyidar þeim, sem ^alstaðar finnast þjá þjóðflokkum meðan þeir voru á lægstum stigum þekkingarinnar. Það má ekki enda svo þessa þýð- ingarmiklu fornmenjasögu, að ekki sé minst á tvent f sambandi við hana. Það er um uppruna þessara frumbyggja og tímabil það, sem þeir haía verið uppi á. Margt og eink- anlega alt sem menjarnar sjálfar sanna og sýna, bendir á að þessir fornaldarmenn hafi verið upp runnir á brezku eyjunum, og hafi því verið innlendir mannflokkur mávera að frum uppruni hans hafl verið keltneskur. Þeir hafa óefað verið uppi við Harlyn Bay þúsund árum áður en Rómverjar komu þar til sögunnar. Þeir hafa verið uppi áður en eiröldin kom fyllilega til siígunnar. Það sýnir það að meDjar frá tíð Rómverja finnast alstaðar í jarðlögum, sem eru ofar en frum- byggjamenjarnar finnast I. Enn fremur ber þess að geta, að það var á hernaðaröld, sem Rómverjar komu þangað, og lifðu þar hermannallfl, eins og sagan skýrir frá, og menjar frá þeirra tímum sýna það, sem finn ast Ijörðu. En hjá þessumfrumbyggj- um finst enginn líkur herbúnaður, og sá sem tíðkaðist hjá Rómverjum, og Bretlandi, á þeim tlma, sem þeir voru þar. Steináhöldin, tinnan og leirkerasmíðið, bendir líka ótvírætt á að það er á undan tíð Rómverja. Það er ómögulegt að svo komnu að ákveða með vissu á kvaða tíma þessir fornaldarmenn hafa verið uppi, en alt sannar það, að þeir hafi verið fyrir afarlðngu I Halyn, þótt ómögulegt sé að ákveða hvað langt tímabil þeir hafa hafst þar yið. Þeir hafa'aldrei verið síðar uppi en 1000 til 1500 árum fyrir Krist, að minsta kosti. Það hafa engar sögur farið af þessu fólki, sem bjó I Harlyn Bay fyrir tíð Rómverja á Bretlandi. Það er spurning, hvort þetta fólk heflr beinlínis búið á þeim stöðum sem grafreitirnir finnast á, eða það heflr búið á eyjum eða landi, sem náð hefir fram I sjó, en er nú sokkið. En allar llkur og ályktanir leiða þá skoðun fram, að þessir fornaldarbúar hafi ekki haft grafreiti I mikilli fjar lægð frá þeim stöðvum, sem þeir höfðust við á. Að síðustu má geta þess, að þessi fornmenjafundur, heflr leitt töluvert ljós yfir þá öld og kynslóðirsem menn höfðu litla eða enga hugmyndum áður, og þó ekki enn þá búið að rann- saka fund þenna nema lauslega, I samanburði við það sem verður gert. Sannleikurinn er sá, að fornöldin liggur eins og ómæld og óþekt meg inslétta á bak við okkur. Mun þessi atburður og fundur leiða til þess að farið verði að rannsaka og leita, síðan lesa og heimfæra margt sem umliðinn tími geymir I skauti sér. Þegar sá tími kemur að hver ein- staklingur fer að vilja hugsa og læra sjálfur, en gerir sig ekki leng- ur ánægðan með margupptuggnar kreddur og kynjasögur, þá fer að birta í heimi vísindanna, og í heim- um sögunnar og sannleikans. Og sá tími er I nánd, að maðurir.n kemst fram úr þokunni og molviðr- inu, og inn á braut æðri köllunar. Eina meðalið til þess er þekkingin hjá þeim sem vilja hafa til að afla hennar og leita hennar, til heilla og hamingju fyrir mannkynið. Er gull í skelinni? Eitt af því fáa sem amar að Canadamönnum þessa dagana, er greinarkom, sem millíónamaður- inn Andrew Camegie hefir nýlega skriíað um Canada.En þeir áttu sér einkis von frá honum nema góðs eins. Þeir hafa ekki alls fyrir löngu f>egið allmiklar fjárupphæð- ir frá honum til að reisa bæjabók- hlöður hér og Jmr í Canada, sem ekki J>ýða annað en menningar- mörk þessa auðmanns, sem vin- gjamlegir, en efnasmáir íbúar hafa leyft honum að setja niður hjá sér, og skuldbundið sig og sfna til að halda við um ókominn tfma. Þeir segjast því hafa búist við öðrum atlotum frá hans hendi, en að rýra og sverta Canada, eins og hann hefir nú orðið glapsekur um. And- rews Carnegie hefir fundið spá- manns og dómara sæti, einhvers staðar uppi í skýjunum, líklega einhversstaðar í uppheiminum fyr- ir ofanCanada, og lætur þaðþramu- boð útganga, að Canada eigi enga framtfð fyrir höndum, nema því að eins að það gangi í samband við Bandaríkin. Enginn jámiðn- aður geti átt sér stað f Canada, nema í smámolum, sem ekki sé þess virði að líta við.—(Hvemig fer nú fyrir Laurierstjóminni með jámbrautateina verkstæðið, sem liún er að fæða af sér í Montreal?) Hann segir að Cape Breton hafi ekkert til síns ágætis nema hylling- ar. Hann segirað verklegur iðn- aður geti aldrei þrifist í Canada. Alt gangi í að byria hann, en hann komist aldrei á ;legg. Hann reyn- ir að sýna með skýrslum, að engir hafi fœðst í Canada í síðastl. 10 ár. Hann fer rangt með það að mannafæðingar hallœri sé í Cana- da. Þar getur kvenfólkið gert liann ósennindamann, ef hann tal- ar oftar um mannfæðingar hallæri f Canada. Hann fer lfka band- vitlaust með hyllingamar í Cape Breton, því áttatíu áragamlir fiski- menn staðhæfa, að þar sé langoft- ast Þokur, og hyllingar séu aldrei f svarta þoku og sudda. — Fleira fárlegt segir karlinn um okkar fagra Canada. Og blöðin í land- inu eru hávær og heit yfir ósvífni hans og flysjungs hœtti. En ef einhverjum manni skykli í ró og spekt detta (>að f hug, að Andrew Camegie sé vitur maður og dálítið djúphygginn, og talaði hér f líkingum, þá mætti ráða sumt í gátu karlsins. Segjum að hann meini með sameiningar lfkingunni, að Canada þurfi að verða sjálfstætt ríki. Fyrr njóti það sín ekki að öllu leyti. Að iðnaðurinn verði kák þangað til hann eigi heimal- inn húsbónda. Að hyllingarnar á CapeBreton séu trausts og vonar- augu Canadamanna austur á brezku eyjunum, svefninum sjálf- stæði og sjálfstjóm f kotinu sjálfu. Fæðingarhallærið um síðastliðin 10 ár sé fæðingarhallæri á nýjum hugsjónum í stjómarfari og þjóð- skipunarfræði. Ég leyfi mér að skilja gamla Carnegie á þenna veg, fyrir sjálf- an mig. En þið megið skilja hann eins og ykkar ljós lýsir yður. K. Á. B. Endurminningin er svo glögg um allt, sem að f Klömbrum skeði; fyrir það augna fellur dögg, og felur stundum alln gleði.— Þú getur nærri, gæzkan mln! Guðný hugsar um óhöpp sfn. Þegar óyndið þjakar mér, þá er sem málað væri’ á spjaldi plássið kæra, sem inn frá er —frá efstu brún að neðsta faldi— og blessað rauna byrgið mitt, sem blasir rótt móts við húsið Þítt. Man eg í Klömbrum meir enn vel morgna, hádag—en bezt á kvöldin, þá ljómandi færði fagra hvel forsælu misjöfn skugga tjöldin yfir livern blett, og hvert eitt svið, hinumegin við sólskinið. Þar var eg bæði þreytt og aum, þungsinna—hress og ánægð stund- um; hirti’ ekki þar um heimsins glaum; hafði lítið og nóg í mundum; græddi þar vin—og misti mest, sem mfnu hjarta var sárast fest. Ekkert, sem fyrir augun bar inn’ f Klömbrum, égfæ að lfta— stærsta ljósið og stjörnurnar, með stefnu sömu, tíð fram fta; svo fögur vitn’, að samur er sælu stjórnarinn þar og hér, Guð er eins nærri, og man til mfn, miskunarríkur harma stillir; ástin hans heldur aldrei dvfn, enginn hans vinskap máttur spillir; þvf á ög vel að þreija nú, þó mér annara bregðist trú. Það dr ekki svo þægilegt, þegar vinanna bregst ágæti: lijartanu svíður heklur frekt; hamingjan sýnist rýma sæti; indælar vonirfjúka frá; fellur skemtunin öll í dá. Hugprýðin verður heldur smá; hjartað sorgunum léttirvarla; á morgnana kvíðvænt þykir þá, þennan að lifa daginn allan; hver af öðrum nær kveldi þó— hvíld I svefninum drottinn bjó. Að lofa guð fyrir liðna tfð, lærist þeim reynda vissulega; hver og ein mæða ströng og stríð stillist og batnar furðanlega; tilfella mergð og tímanum tekst bezt að 'glata sorgunum. /

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.