Heimskringla - 04.06.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.06.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 4. JÚNÍ 1903 Beiuiskriugla. PUBLISHBD BY Tbe Heimslfriagla N'ews 4 Pablishing Go. Verð blaðsins 1 CanadaoKBandar.$2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) 91.50. Peningar sendist i P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávisanir á aðrabankaen í Winnipeg að eins teknar með afföllum. R. Ii. Raldwinaon, Editor & Manaeer. Offiee ; 219 McDermot Ave. P o. BOX I8HS. Góð kosningalög Eins og kunnugt er, var lokið skrásetningu á skjðrskrám fylkis- ins 30. f. m. Eftir p>vf sem maður veit frekast hafa [>ær gengið vel. öflum mönnum með sannsyni mun lfka þessí nýja skrásetningaraðferð langtum ix'tur, en sá sem Green- ’vvaystjórnin hafði. hað gefur hverjuð heilvit.a manni að skilja, að f>að er hollara og frjálslyndara fyrirkomulag frá hendi stjórnar- iiinar, að fela dómurum alla umsjá á hendur með skrásetning kjós- eada, heldur en senda stórhópa ai! stjómarleiguliði út um fylkið til að tfna saman alla sína fylgismenn, og láta dauða og burtflutta menn á listana, en gera mótpörtunum ó- mögulegt að koma sfnum mönnum á kjörskrárnar, eins og œtíð varð reyndin á, meðan fyrverandi stjórn var við völdin. Það hafa lfka sum blöð, sem vinna á móti móti núverandi stjórn. svo sem Tribune og fleiri, lýst því vfir að betra og hreinna fyrirkomu- lag sé ekki hægt að hafa á tilbún- ingi á kjörskrám, en sem kosninga- iög Roblins-stjórnarinnar á kveði, og telur það fyrirkomulag langt á undan öðrum aðferðum f Canada. Undir núverandi kosningalögum er ekki hægt að koma öauðum eða burtfömum á listana. Á f>á kemst enginn nema hann sé lifandi og búi í fylkinu. Auðvitað geta menn sem svo eru gerðir svarið sig inn á listana, þó f>eir hafl ekki borgara- bréf eða annað f>ví lfkt, en mjög er lfklegt að slfkt athæfi komist upp við endurskoðun [>á, sem dómar- arnir gera. Það er því óhætt að fullyrða f>að, að stjórnin hefir gert sitt ftrasta til að kjörlistamir yrðu eins réttir og lieiðarlegir eins og hennivar unt. Þeir sem vefengja það og segja annað. eru að sverta og ófrægja dómara fylkisins. Eina Sstæðan sem við dálftið liefir að styðjast, og umsvif má telja við lista fyrirkomulagið er það, að hver kjósandi f>arf að skrá- setja sig sjálfur, og út um iand ollir það fyrirhöfn og tfmatapi. En ó- líklega telur nokkur heiðvirður borgari það eftir sér, þegar hann skoðar út í æsar hvað við f>að vinst. Það er stór heiður fyrir Manitobatylki að verða fyrst allra fylkjá í Canada að búa til heiðax- leg og sanngjöm kosningalög. Það mun ei lfða langur tími þangað til að nfu tfundu vilja ekki heyra lista- fyrirkomulag Greenway stjórnar- innar nefnt á nafn, og fá viðbjóð á slfku háttalagi stjórnar á kosninga- lista tilhúningi því sú stjórn er glæpsek. Það háttalag var ekkert annað en veiðibrella, til að fótum troða vilja almennings, en halda stjórninni með ráni og þjófnaði í atkv.greiðslunni við völdin. Islendingar hafa fengið það orð á sig hér f þessu landi yfirleitt að f>eir þektu stjórnarfyrirkomu- lagið hér betur en flestar aðrar að komnar f>jóðir. Þetta er heiður fyrir f>á, og ættu þeir að gæta hans, og láta afkomendurna erfa hann ó- flekkaðan. Til þess þurfa þeir að sýna það í verkinu og framkom- unni, að þeir þekki góða löggjöf frá svívirðilegri. Þeim ber að sýna [>að í verkinu, sýna Það þegar þeir greiða atkvœði, að f>eir heri skyn á framkomu og starfsemi stjómanna, og haga sér þar eftir. Þeir sem greiða atkvæði gegn Roblinsrjóminni f næstu kosning- um, sýna annað tveggja óhreina þekkingu, eða blint flokksofstæki. Sú stjóm hefir að öllu leyti starfað vel og trúlega fyrir fylkið, bæði f fjármálum þess og löggjöf. Það er svo stórt millibil á henni og fyrir- verandi stjóm, að þar er ekki sam- jöfnuður á, hvemig sem á það er litið frá stjómfræðislegu sjónar- miði og heilbrigðri þekkingu. Þeir sem ekki vilja játa f>að með at- kv.greiðslu sinni, þeir stafa skugg- um á minningu sfna fram um ókom- inn tíma. Þvðinsarmikið atriði, Þegar járnbrautarmálið, um Rainy River brautina var fyrir þinginu, þá fluttu sumir þingmenn- irnir hér vestra öflug and- mæli gegn málinu, nema f>vf að eins að stjómin fengi að ráða að nokkru leyti flutningsgjaldi braut- arinnar, og væru ekki lægra en f>að, að f>eir peningar sem varið væri f hana gæfu vanalega vexti. Auð- vitað setti stjómin þau lagaákvæði í gegnum þingið, hvað sem minni- hlutinn sagði. Þá kom fáum eða engum þingmanni til hugar að tak- tnarka ábyrgð stjórnar>nnar, eða vfkja henni við á hagkvæmari hátt, en gjafir og styrk frá stjóminni, bæði f löndum og peningum. Með- mælendurnir stöguðust á þessu gamla, að brautin bygði upp land- ið, og eftir f>vf sem bygðin færi vaxandi, eftir því yrði alt þægi- legra og ódýrara. Félagið heimt- aði $35,000 ábyrgð fyrir hverja mílu brautarinnar, og $25,000 ábyrgð f áhöldum og “Stock”, og veitti stjórnin þetta fúslega. og þeir sem mæltu móti þvf, urðu út- hrópaðir ofstækismemi. eða ósann- gjarnir mótpartar stjórnarinnar. En tímamir hafa breyst sfðan, f>ó ekki séu mörg ár sfðan. Við skulum ekki síteraeða miða við orð og gerðir neins smámennis. við skulum taka til dæmis forsætis- ráðherrann héma f Manitoba, Hon. R. P. Roblin, sem ætfð heflr inót- mælt öðrum tillögum til járnbrauta en tómri ábyrgð stjóma, fyrir svo og svo mikilli upphæð á hverri mflu, en mótmœlt peningastyrk, og stjómin hefði umráð á flutnings- gjöldum. Nú biður Grand Trank Paeific félagið um $55.000 styrk á mfluna. Hon., R. P. Roblin hefir látið það álit sitt f ljósi, að sambandsstjórnin gerði rangt í að veita þessa upphæð. Hann hefir nýlega sagt: — Mfn skoðun er sú, að það fél. ætti að eins að fá ábyrgð hjá sam- bandsstjóminni, sem ekki næmi meira en $10,000 á mfluna, [>ar sem brautin liggur um sléttlendi, og fengi að veði fyrir þeirri ábyrgð fyrsta veðrétt í brautinni og eign- um hennar. Þann styrk væri ég fús að veita, en hvað sem þar færi fram yfir, og heimtað væri, mundi ég mótmæla af ítrasta megni. Forsætisráðherrann lét það ó- tvírætt f ljós, að sambandsstjórain ætti fyrir [>á ábyrgð að áskilja sér fullan rétt til að ráða flutnings- gjaldi, og fargjaldi ferðafólks á f>eim pörtum brautarinnar, sem hún veitti styrk til. Þessi yfirlýsing forsætisráðherr- ans okk§ir f Manitoba, f>yðír [>að, að styrkveiting á að vera ákveðin af stjóminni sjálfri, og landsbúar eiga að hafa fullkomna tryggingu fyrir hverjum einasta dollar sem rfkið ábyrgist, og félagið fær út borgað á [>ess ábyrgð. Það er þýðingarmikið þetta álit, og einkar skynsamlegt, sem ráðherr- ann gefur hér og f>að sýnir stefnu og járnbrautamála þekkingu nú- verandi Conservativeflokksins. Og f>ótt f>að komi ekki alveg saman við stefnu Tribune blaðs- ins, (sem vill láta auka og fjölga brautum, sem rfkið eða fylkin eiga sjálf), |>á vill blaðið geta [>ess opín- berlega að [>að er þýðingarmikið mál að vita f>að fyrir víst, að for sætisráðherra fylkisins, sem er mjög vel að sér í jámbrautamálum, og hefir tekið stærri hlutdeild f þeim en aðrir, skuli hafa lýst þess- ari stetnu sinni í jámbrautamálum yfir; og verði farið eftir heririi, færir iiún fbúum landsins bezta veðgildi og stórhagnað í hendur, hvar og livenær sem henni er fylgt. Þessi stefna er beint á móti yfir- 1/stri stefnu f járnbrautamálum hjá Mr. Greenway, sem er bara styrkveiting til jámbrauta í beinum peningum, undir ýmsum tegund- um samninga, og án allra umráða á flutningsgjöldum og farþegja- gjaldi. Stefna Hon. R. P. Roblin stendur á bjargi, en hitt er stefnu- laus hringlandi. Þetta er útdráttur og efni úr grein, sem nýlega stóð í blaðinu The- Winnipeg Daily Tibune. Um Búa. Mörg blöð og menn héldu því fram meðan strfðið stóð yfir á milli Breta og Búa, að Búar væru stjórn- leysingjar og hálfgerðir villimenn. Nú hæla enskublöðin þeim, og fleiri f>jóðir fyrir óviðjafnanlega stjómmensku, og hversu vel [>eir felli sig að brezka stjórnarfyrir- komulaginu. Eins og kunnugt er höfðu Búar lýðstjórn f Transvaal á meðan á ófriðnvm stóð, og fórst þeim stjórn sú vel úr hendi. Það sýnir ljóslega að Búar eru stjómar- farsmenn góðir, hve fljótt f>eir semja sig að stjórnarfari brezku- krúnunnar. Og ekkert útlit er fyrir að ólöghlýðni eða skilnings skortur á stjórnfari þvf, sem þeir búa undir nú, verði framvegis deiluefni. En hitt er lfklegt, að Búar [>rái að verða sjálfum scr stjórnandi, og reyni til f>ess, live- nær sem þeir sjá sér tækifæri með góðu móti. Kunnugir menn segja að land þeirra taki nú undra skjótum fram- förum og viðreisn, eftir hinn langa og harða ófrið. Stjómin á Englandi segfr að það sé ekki takandi f mál að gefa Irum sama stjómarfar og útlendurnar hafa, t. a. m. Canada, Ástralfa og S.-Afrfka framvegis. Hún segir að [>að sé engin sanngirni f [>ví, að œtlast til annars eins, en hitt væri takandi í mál að gefa Irum sö^mu stjómmensku og fylkjunum í Can- ada er stjómað undir, og rfkjum f Ástralíu, og hafa þar fyrir ofan löggjafarþingið á Englandi, sem hefði lagasmíðar Irlands f höndum sér, en landið sjálft hefði að eins löggjafaratkvæði f sínum sérstöku fylkjamálum. Það voru þeir tfm- amir f þinginu á Englandi, sem Adam Smith talaði sem spáinaður tímans og breytinganna. Þegar hann barðist með hnúum og hnef- um íyrir því, að nýlendurnar í Ameríku fengju að liafa erindreka á f>iriginu í London. Hann var vanvirtur og [>að var hlegið að hon- um fyrir fjarstæður og auladóm, af [>eim sem slfkt vildu ekki heyra. Þá mælti hann f sfðustu ræðu sinni, sem hann hélt í því máli: “Eg sé í anda aðal krafta og kjarna þessa löggjafarvalds flvtjast vestur um hafið, og ég sé yfirvigt betri helmings þjóðarinnar flytjast þang- að líka, Frelsið og réttindi skapa sér þar lönd og ríki, sem þau fá ekki að stofna á meðal vor hér”. Mikið hefir ræzt af þessum orðum. England tapaði óefað miklu af sinni betri þjóðarhelft vestur um liaf. Og hvað sem lfður frelsi og réttvfsi í æðsta sessi löggja-farvalds- ins í Bandarikjunum, þá áttu [>eir dýrgriþir |>ar eitt sinn heima, í breytni hinna ágætustu manna, sem snert hafa höndum á stjórnar- taumum nokkurs ríkis. Svo orð Aðam Smith komu nákvæmlega fram, eiris og hann sá komandi tíma f anda, þegar hann stóð [>reytt- ur og þjakaður uppi, að tala máli frelsis og mannréttinda, gegn liöfð- ingjavaldi, [eigingimi og skamm- sýni. Mikill hefði sá munur verið, á ástandi brezka ríkisins, ef þiagið hefði þá séð eins langt og þessi eini maður sá. Þá hefðu Banda- ríkin enn í dag staðið í sambandi við brezkaveldið. Hvílfkt þó ekki ríki hefði [>að ógnarveldi verið. Hvernig væri nú ástatt á írlandi ef Irar hefðu haft sama stjómarfyrir- komulag og Canada og Ástralía? Hvernigskyldilöggjafarþing f Dub- lin lfta út, sem búið væri að standa þar sem sambandsþing Irlands f hundrað ár? Hvemig ætli [>jóðin og landið lfti út undir þannig lag- aðri stjóm? Hver getur metið þann mismun, sem á því væri, frá því sem nú er? Hvern er að skulda um hann? Þingið í Lunnúnum? Nei, ekki að öllu leyti, en lang- mest landeigendur, flesta enska, sem hafa selstöðvar á írlandi, og þjóðina Irsku fyrir skóþurku sfna. Það er von [>ó Irum svfði, og svfði sáran. I fyrstalagi að vera undir- okaðir og umkomulitlir, og öllu fremur [>ó, að sú stjóm, sem seg- ist vera að leggja undir sig lönd og ríki til að bæta andlegan og lfkam- legan hag þeirra sem þar búa, sú stjórn leyfir auðmönnum og fjár- plógsmönnum að sjúga nær að segja blóð og merg úr undirokaðri þjóð, sem stendur rétt neðan við fótskör ríkis og stjórnar, alveg inn í stjórnarheimilinu. Þegar alt er tekið til greina. þá hafa ekki marg- ar þjóðir, eða helzt engar, nú á seinni tímuin verið leiknar eins miskunarlanst og Irar erú leiknir af Bretum. Þýtt. Barna þrældómur í Bandaríkjunum. Ekkert ástand getur jafnast á við liarnaþrældóminn í New Jersey ríkinu, þar sem glasgerðarverk- stæðin eru, nema þrælahaldstfmar fomaldarinnar. Og jafnvel hefir þrældómur fullorðinna maniia, jafnt svartra sem hvítra manna ekki komist á annnað ómann- úðarstig, sem bama þrældómur í verkstæðum f í New Jersey-glas- gerðarliéruðunum, þar sem börn á unga aldri eru gerð að innstæðufé verkstæðaeigendanna. Ákvæði laganna f ríkinu eru eiuskisvirt í tilliti til þessa ósvífna barna þrældóms. Lögin ákveða sk/rt og skorinort, að börn innan tólf ára aldurs megi ekki vinna í búðum eða verkstæðum á nokkur- um stað í ríkinn. Ennfremur er annað lagaákvæði um það, að börn innan þessa aldurstaSmarks, skuli vera skyld til að ganga á barna- skóla f rfkinu, að minsta kosti sextfu daga af árinu. Bæði þessi lagaákvæði eraopin- berlega troðin undir fótum, með sérstakri og miskunarlausri óhlýðni við lögin. Takið eftir þessum drengjum, sem eru á nfunda ári og þar lítið yfir, margir horaðir, heilsuleysis- legir votútar. Þeir eru drifnir á fætur kl. 6 á morgnanna, og einum kl.tfma seinna em þeir sestir í tveggja feta fjarlægð frá gler- bræðsuofnum, ogþar sem hitinn er svo mikill að enginn almennur hitamælir er til, sem sýnt getur hitastigin. Þama em þeir neyddir til að sitja í fimm kl.tfma, sem kvalir og leiðindi gera mörgum sinnum lengri en þeir eru. Þeir verða að beygja sig áfram og aftur á bak á hverjum fimtán Sekúndum að minsta kosti, [>ví þeir verða að vinna 1 samræmi við mennina sem bræða og treypa glerið fyrir ofan þá. I miðmunda frá kl. 7 til kl. 12 á hádegi, er þeim Jeyfð hvfld, sem varir 15 mfnútur, sem þó ráðsmaður verkstæðisins getur breytt út af ef sýnist. En þeir mega ei leggja sig fyrir eða fara út til að fá sér frískt loft, eins og sumir mundu halda. Þeim tíma verða þeir að verja til að bera inn til sfn, að minsta kosti fjórar fötur af vatni, og má aldrei vera minna en 10 pund af vatni f hverri fötu að jafnaðartali, sem bræðslumennimir þurfa að hafa við hendina þegar hvíldartfminn er búinn. Þar næst verða þessir litlu og veikluðu þrælar, að byrja á verki sfnu aftur. Þeir eiga að fá kl.tíma til miðdagsverðar. Að þeim tfma liðnum verða þeir að byrja á mín- útunni, og vinna f skorpunni til kl. 5 á kvöldin. Á miðdagsverðar- tímanum verða þeir að bera vissan mæli af vatni, og á morgnanna þegar verkið er byrjað, verða þeir að hafa sótt' nóg vatn, sem endist þangað til að þeir fá þessa svo- nefndu hvllci, sem getið er uni hér að ofan. Morgnn vatnsburðurinn nieinar það að þeir verða að byrja á honum kl. 6.30 á hverjum morgni. Flestir þessir aumingja drengir eiga heima utan borgar, 8 10 mfl- ur frá verkstæðinu, sem þeir vinna á. Verkfallið sem kom fyrir á milli More Jones verkstæðanna í Bridgeton og í Minotola, og þeirra sem hjá þeim unnu, hefir orsakað það, að varla nokkurir drengir, sem heima eiga í verksmiðjubæjunum, og sem færir era um þetta þræla-1 verk, fá inngöngu í verkstæðin, vegna félagseininganna. Eigend- urnir eru því neyddir til að fá sér drengi utan af landsbygðinni, og eru það þvi bænda og fátæklinga synir, sem verða að bráð þessara þræladrotna. Drengirnir verða þvf annað tveggja að rfða á lijólum eða ganga inn ( verkstæðaÞorpin á morganna, og [>ar af leiðandi verð- ur svefntími þeirra Styttri en vinnutfmi lengri en þeirra fáu sem búa kringum verkstæðin. Afleiðingarnar eru auðséðar á þessum ólánsömu ungu þrælum, og þeir mynda kynslóð með sér- stöku vaxtarlagi og útliti. Þeir eru fölir, veiklulegir og grannleitir, lotnir 1 lierðum, baki og hnjálið- um; og verst af öllu er það, að þeir eru lirifnir frá móðurhnjánum og foreldra umönnun og settir f þrældóm, þar sem livorki andi, skynsemi né likamskraftar ná eðli- legu þroskastigi, og á þá staði, sein þeir eru gjör eyddir allri lilut- töku f mentun og menningu, en hrærast og hjara f hyldýpi fáfræð- innar, án nokkurra hlunninda frá mannlegri þekkingu. Þrír af hverj- um fimm drengjum, sem vinna á þessum verkstæðum vita ekki hvað þeir heita og þaðan af sfður meira. Þó þeim sé bent á nöfn þeirra á prenti liafa þeir ekki meiri hug- mynd um þau, en ólæsir menn á rúnaletri. Frú Lampliere, sem hefir varið nálega allri sinni æfi til þess að bœta kjör þessara vesalings bama, hefir gefið út þá staðhæfingu opin- berlega, að mörg þessi ungmenni, hafi ekki hugmynd um hvað þau heiti. Og séu þau spurð eftir nafni þá vísi þau til verkstjórans eða foreldra sinna, ef þau þekkja þá. Auðvitað er þessi barnaþræl- dómur stórfeldastur f þeim verk- stæðum, serii gömul eru orðin. George 8. Bacon, sem er ráðs- maður fyrir Whitall-Tatum myln- unni, hefir gefið greinilegasta út- skýringu fyrir hönd verkstæða- eigenda, um þenna barnaþrældóm. Á hans verkstæði er reynt að gera afsakanir fyrir þessum unglinga- þrældómi og lagabrotum. Þessi Bacon hefir ekki gert nokkura til- raun til að dylja ]>að, að börn inn- an lögaldurs vinni fyrir það félag. Hann segir að orsökin til þess, að börn séu notuð í þyí verkstæði sé að eins sú, að vinna þeirra sé ódýr- ari en fullorðinna manna. Á sama tfma játar hann hreinskilnis- lega, að hann vilki undir engum kringumstæðum vita til þess að synir sfnir innu á þeim stöðum, hvað sem f boði vœri. Þegar hann var spurður eftir hvað glersteypu- mennirnir mundu taka til brags, ef aldurstakmark vinnudrengjanna væri fært upp í 16 ára aldur, [>á svaraði hann á þessa leið: “Eg býst við að við reyndum að mæta þeirri lagaákvörðun, eins og þeirri sem nú er f gildi. En ald- ursliœkkunin hefði það í för með sér að gler yrði að stfga f verði. Eftir þvf sem drengirnir eru eldri, eftir því þurfum við að gjalda þeim liærri laun. Þannig eru kringum- stæurnar og eftir þeim verðum við að fara. Eigendur glersteypu- verkstæðanna segjast verða að nota drengja vinnu, vegna þess að full- orðir menn geti ekki gert þá vinnu sem drengiruir gera. Bæði söu [>eir ofstórir að vinna í þeim stöð- um sem drengirnir vinni f, og þeir séu ekki eins liðugir að beygja sig og hreyfa eins og drengirnir. En í íiðmm stöðum þar sem glassteypuverkstæði eru, eins og í Indiana og New York, þar er laga- aldurstakmarkið hærra en í New Jersey, þar eru það nær fullvaxtnir menn on fullorðnir, sem gera samn verk, og smádrengir f New Jersey, og þar ekki fundið að þvl að þessir fullorðnu menn geti ekki gert verk- ið eins vel og þörf er á. Sú eina og aðalástæða er sú að verkstæðaeigendurnir geta fengið þessa litlu drengi fyrir 57c til 62c á dag, en þurfa að gjalda fullorðn- um $1 til $1.50 á dag. Þess vegna taka þeir drengina fram yfir. Af- leiðingarnar verða þær, að börn eru tekin og tjóðruð niður 1 þessitm þrældómi, sem bæði drepur þau lfkamlega og andlega, og kaup þeirra er miðað við aldur, stærð og þrek, með hinni mestu nákvæmni, og miðað við kaup fullorðinna, sem er frá einum dollar og upp í einn og hálfan doll. á dag, og eru það lægri daglaun en alment er f öðrum rfkjum þar sem glerverk- stæði eru. Þar að auki hefir þessi barna vinna mjög illar afleiðingar í för með sér fyrir þá fullorðnu, sem vinna á verkstæðunum. “Glass Union”-in hefir tekið höndum saman, að afstýra því að börn séu látin vinna í þessum verkstæðum. Þvf hún á sér ekki einungis stað í þeim verkstæðum þar, sem verk- stæðaeigendur neita að viðurkenna verkamannafél.skap, heldur einnig þar sein eugir aðrir en verkfélags i meðlimir vinna. Og þar er hafður j sami mælikvarðinn á kaupi barn- j anna og annarstaðar, og af þvf að kaup félagsmanna er [>ar ákveðið, þá reyna þau verkstæði alt seni þau geta til þess að láta börnin vinna sem flestar tegundir af vinn- unni, og þoka félagsmönnum úr plássi frá þeim. En í staðin reyna félagsmenn að útbola of ttnguin börnum frá vinnu, svo þetta veld- ur bölvun á báðar hliðar, auk hinn- ar hryggilegu ómannúðar, sem þrældómur bamanna héfir í för ineð sér fyrir þau sjálf, sem ekki er hægt að nefna aiiiiað en hróplega svívirðingu fyrir land og þjóð, sem að eins fáeinir fjárpúkar koma til leiðar, þvert ofan í lög og lands- | réttindi, Það má svo að orði kveða að öll j þessi vesalings börn séu svift þeim : mentalegu hlunnindum, sem þeim ber samkvæmt mentalöggjöf rík- isins. Þessir tilfinningalausu verk- j stæða eigendur benda á kvöldskól- ana, þegar tim þetta er að ræða, | sein sérstaklega liafa verið stofnað- ir handa börnum sem látin eru vinna f þrældómi alt árið í kring. En þegar gætt er að þvf, að 10 ára, 11 ára og 12 ára gamlir drengir, margir heilsulausir, magrir og illa til reilta, Þurfa að fara á fætur kl. 5.30 á morgnanna, og byrgjaðir eru á undirbúningsvinnu kl. 6.30, eða stundu fyrir kl. 7, þá verður liverjum manni það ljóst. að þeir eftir dagsverkið, eins og búið er að lýsa þvf, munu ekki vera hæfir til gagnlegs náms við þenna svo nefnda kveldskóla. Ennfremur ber þess að gæta, að | þessir drengir skiftast á að vinna ; dag og nótt, aðra vikuna á daginn j og hina á nóttunni, svo þeim er ; lffsins ómögulegt að stunda skól- ana að nokkru ráði. Venjulega j eru þessir vesalingar svo þjakaðir af vinnu dagsins, að ]>eir velta um sjálfa. sig á livaða stað sem er og sofna, sem skepna, til næstu sólar- uppkoniu. Það er til saga, sem allir kunn- ugir þekkja á þessum stöðum, um ftalskan dreng, sem var svo þreytt- ur eftir erfiði dagsins, að hann féll sofandi á járnbrautina, sem hann gekk eftir heim til sfn um kvöldið. Það var í Minotola. Þar svaf hann sem dauðadrukkinn maður, þar til lestin kom, rann á hann, og sneri þreytusvefni hans upp f grafar- blund. Drengur þessi var tæpra 10 ára að aldri, og hanu var búinn að vinna sainfleyt. við sama gler- bræðsluofninn f 2 ár. Hvílfk og slík meðferð. Þó [>að fari heldur vaxandi, að ftölsk börn vinni á þessttm verk- stœðum, þá eru það þó langmest börn, innfæddra foreldra 1 Banda- rfkjunum, sem vinna þar. Meðal- talsaldrar þeirra eru tæp 11 ár. Drengirnir vigta frá 45 pund til 55 pund. Það sem er undraverð- ast af öllu, er að sumir menn geta mælt þessu atliæfi bót. (N. Y. American and Jaumal).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.