Heimskringla - 25.06.1903, Blaðsíða 3

Heimskringla - 25.06.1903, Blaðsíða 3
HEIMSKRINGLA 25. JÚNÍ 1903. svefnherbergi hjónanna, og drepið pau án nokkurra umsvifa, Onnur sagan er sú, að ]>eir hafi rétt kon- unginum skjal og skipað honum að skrifa undir f>að, sem p/ddi l>að, að hann segði af sér konung- dóminum. En hann hafi neitað að skrifa undir J>að, og hafi gripið skammbyssu og skotið foringja morðingjanna, og þá hafi fylgdar- menn hans skotið konungshjónin 1 staðinn fyrir að handtaka þau og láta landslögin ákveða dórn þeirra. Þessi saga er auðsjáanlega fölsk. Hefðu þeir ekki meint annað en fá konunginn til að segja af sér, þá var ekki lögleg aðferð að brjótast inn til hans á næturþeli, og heimta afsögn lrans. Engin landslög munu bjóða slíkt athæfi, Ein sag- an segir, að konuugurinn hafi skot ið drotninguna og sjálfan sig á eft- ir, þegar hann hafi séð morðingj- ana koma inn. Þeir eru jafnvald- ir að dauða þeirra, þó svo hefði verið. Ein sagan segir, að her- liðsforingi, sem konungur lét vfkja úr stöðu fyrir 2 árum, hafi skotið konunginn mörgum skotum, og fylgimenn hans hafi kepst um að skjóta á hann sem flestir, og lík hjónanna liafi verið leikin svfvirði- lega. Það fara tvennar sögur um greftrun hjóna þessara. Onnur sagan segir, að þau hafi verið greftruð f hinni konunglegu lfk- hvelfingu f Belgrade. Hin segir að stór gryfja hatí verið tekin handa (>eim, og þar hafi þau verið dysjuð sem pestarhundar. með hinni mestu fyrirlitningu. Margskonar sögur ganga um það, hvað það var, sem konungur- inn braut á móti J>jóð sinni. Hann á að hafa látið taka ýmsa menn af lífi, sem mótfallnir voru stjórn hans, án dóms og laga. Þetta hafi fólk ekki þolað. En það getur þol að að gera sig sjálft sekt f því, að fella dauðadóm yfir öðrum. Þjóðin á að hafa líkað gifting konungsins illa, því Draga drottning hafi verið vœndiskvendi áður en hann átti hana. Einkum kvað þó sú höfð- ingja stétt, sem mest hafði um það að segja. hafa verið á móti kon unginum. Þar að auki ganga sögur um samkomulag þeirra hjóna, og eru þær þveröfugar hver annari. Önn- ur saga segir að hann liafi verið orðinn dauðleiður á drottningunni og viljað losa sig við hana með öllu móti, En hin sagan segir að hann hafi ekki mátt af henni sjá og hafi farið í öllu að hennarvilja; }>ar á meðal hafi hann ætlað að láta bróður hennar erfa konungdómi'in eftir sig, en (>að hafi þjóðin ó- mögulega getað liðið. Allir sjá að helmingur er lygi af öllu þessu um tali, sem þjóðin í Serbiu og blöðin þar og annarsstaðar hlaupa með. Fyrst sumt er lygi, svo gatur það lfka alt verið lygar, eða orðum auk- ið. Það sýnist, sem þetta mál sé svo einskisvert, að engin Þjóð skifti sér af því. Sannleikurinn er óefað sá, að stórveldin vilja sein minst skifta sér af því. Sfzt af öllu byrja, þvf alstaðar er pottur brotinn, að meira og minna leyti, og margt kynni óþægilegt að vakna upp hjá þeim. Híá þeim eru vfða flekkir á fati, og þeim er vandaminst, að lofa öllu að drasl ast. Brúka lögin og réttina þegar þeim er hagur að, en ólög og of- beldi þegar það kemur sér vel, Um framtfðarálitið og söguna eru menn ekki að hugsa. Að meta heiður og dygðir er þeim sem ann- ar hégómi og fánýtt kenninga þvað ur, sem engjnn vill fara eftir. K. Á. B. II. Bréf. Þegar saga skáldskaparins er rannsökuð frá þvi fyrsta, og þang- að til nú, (>á mun engum blandast hugur um, að hann er nú orðinn fagrari, fullkomnari, og ytírgrips- meiri að hugmyndum, kenningum, og lærdómi, en hann var á fyrstu tímum. I honum er meiri fagur- frœði, giifgi, og mentun. Davíðs- sálmarnir, sem biblían segir helga og háa, eru eftir hennar sögu, ein- hver sá elzti skáldskapur sem kristni heimurinn á í eigu sinni. Það mun hver niaður með heil- brigðri skynsemi sjá og finna, að þar er ekki alt gull sem glóir. Hugsunarháttur þeirrar aldar leyn- ir sér ekki, og eru þeir sálmar að öilum lfkindum langtum yngri en biblfan telur. Við skulitm lfta yf- ir skáldskap Grikkja. Hann er bæði fagur og lærdómsrfkur frá þeirri tíð. En þó er allmikið af ýmsu, sem hárfínir fagurfræðingar og skáld þessara tfma þurfa ekki að öfunda grfsku skáldin af. Frum- blærinn skfn alstaðar út úr honum, sjm eðlilegt er. Hugsanirnar og andlegur gróður, staðfestir ekki það virkilega og daglega. Skáldin eru á fleygiferð út um heirna og geima ímyndunaraflsins. Hugs- anirnar eru risavaxnar, tröllslegar og s/na frumneskju fornaldarinnar. En yfirleitt stendur hann ekki á f istum og djúpum grundvelli hinn- ar liærri fagurfræði og virkilegra sanninda. Við græðum mest á honum, að sjá ástand og hugsunar- hátt þess tíma. sem hanii fram- leiddi, og þvf fremur, sem Grikkir voru þá fremri öðrum þjóðum. Trúarbrögð þeirra, eða gríska goða- fræðin þykir fögur og tilkomumik- il, en mörg finnast þau dæmin f henni, og beztu skáld og rithöf- undar þessa tíma mundu ekki lfta við slíkum samtfningi, er öfundis- verða né þrungu aðdáun. Grikkir komu guðunum ekki liærra en upp á f jöll og tinda yfirleitt. Þar áttu þeir sín helgu og háu lieimkynni Og svo einkendi lfkamlegar hvatir guðina í hvevetna. Þetta sýnir hugsjóna frumgur hjá skáld- unum, og þeirrar kynslóðar, sem þau bjuggu á meðal. Þessvegna er það, að þegar goðatrú Grikkja og Rómverja er brotin til mergjar, þá er ekki feitum liesti þaðan að rfða, nema þekkingin þroskast á hugsunarhættinum í þá daga, og á gangi mannkynssögunnar. Skáld- in eru sálarspegill af andans at- gjörvi þjóðanna. Það hafa þau verið og verða, og (>essvegna eru þau gimsteinar í aldanna djúpi, fyrir fræði- og mentamenn, sem ransaka og leita s<t þekkingar á mannlffinu hér á jíirðu. Þegar við gætum að, og töium og álítum sem ráðvandir og sann- leiksleitandi menn, (>á er okkar kæri norðurlandaskaldskapur forn- aldarinnar ei eins aðdáanlega fagur og smekkauðugur, eins og margir gera orð á. Tökuin okkar góðu kæru Eddukvæði, tökurn kveð- skapinn í fornaldarsiigum Norðurlanda, Noregskonungasög- um, Islendingasögum, og hvað á eftir öðru af þesshátttar, og við hljótum að finna að sumt af þeim skálkskap er fábjánalegt og einkis- virði, þó óta.l inargt sé ágætt og ó- viðjafnanlegf, og sem um aldur og œvi stendur óhaggað f bragartúni, og föinar og eyðist aldrei fyrir nýj- um tfmans öflum. Engu síður, eru (>að bókmenta fjársjóðir, þvf til þess að geta þekt, fortfðina þurf- um við að eiga myndir og merki af henni. Og við þurfum að eiga myndir af öllu sem til var, ljótu og góðu, háu og láu, til þess að njóta sannra ávaxta af þekkingu vorri á þeiin tímum. Kennilýðurinn segir að biblfan sö helg bók, og það er hún í sögu- legum skilningi, þvf hún byggist, á þekkingu fyrri alda. En samt er margt ljótt sagt í biblíunni, og mundu fáir nútfðarhöfundar kæra sig að láta eigna sér það, eða setja nöfn sfn í pant fyrir ýmsu rugli og ósæmilegum lýsingum og sögum, sem þar stunda. Aftur er margt þar svo spaklega sagt og málað með andans krafti, að þaðfölnar aldrei né hnigur í gleymskunnar djúp. Menn hafa fram á þessa daga tekið svo lftið eftir hvað f þeirri ,helgu bók stendur vegna þess, að kent hefir verið að hún sé helg og heilög. Og það sem mönnum hefir verið kent úr henni f kristinlærdóini og fræðum, það hefir verið valið af betri endanum, að undanteknu ýmsu, sem lýtur að auka og halda við hræðslu. Kennifeðurn- ir fóru líka kænlega að velja þessa bók sem heilaga, Þeir taka hana af því hún er elzt allra bók- menta, og það sem hún segir frá, hefir farið fram í fjarlægustu lönd- um. Svo það er ekki að furða, þó menn, sem hvorki [>ektu til sög- unnar né landanna hafi lítið farið £ Islenzkii frumbyggjar vita aö þeim veKnar betur hér ea á gamla la> din >. Þeir komast strax að því að það er mei'i hagnaður að kaupa frumbysrsjara- kaftt-brent en óbrent.. Þar er hreint og rusl- laust og An steina. Biðjið kaupmennina um það það er mikiu betra eu óbtent kaffl.— Islendingar eiga hér að stríða við örðug- leika. Einu þeirra er að óbrent kafti tapar einum fimta við brensluna. Hygnir menn kaupa pionbbr COFfee-brent, hreint, ó- mengað. Spyrjið eftir þvi, skrifið eftir þvi ásamt enn þá betra og ljúffengara blue ribbon coffee beíta kaffi í Canada Skrifið og finnið: Blue Ribbon Mfjr. Co. Winnipeg. mmmmmmmmmimimmmm út í að hrekja lielgi biblfunnar á miðöldunum og fram undir þessa t.fma Þegar allur þessi skáldskapur fyrri tfma er tekinn til yfirvegunar, og borinn saman við skáldskap þessa tíma, þá sést það, að starf- svið mannsandans er á stöðugu framfaraskeiði. Leitar stöðugt hærra og hærra, og frarn á við. Þar kemur fram sama li>gmálið,og f liinu líkamlega starfi, að alt þráir þróun og fulikomnun, og æðri og betri kjör bæði f andlegum og líkamleg- um og líkamlegum skilningi. Alt lffið er umbótaþrá, stig af stígi, lijá einni kynslóð eftir aðra. Og eitt er áreiðanlegt, að aðalheildin fullkomnast. Auðvitað finnast alt of vfða vegsummerki fáfræði og skilningsþrengsla fornaldarinnar á meðal vor þann dag í dag. Og þann dag í dag eru til svo barbar- iskir menn, að þeir leitast við að lialda meðbræðrum og systrum sínum inn í kolníðamyrkri austur- landa, og lengt aftur f fornaldar- þokunni. Það gera sumir af eigin- gjörnum og ómannlegum eigin- girnis ástæðum. En aðrir eru svo andlega blindir, að þeir halda að þeir séu að vinna sjálfum sér og samtíðinni þárft verk með því. En enginn spornar á móti þvf lög- máli, sem lffið frá upphafi hefir verið ákvarðað til að ná. En eins og myrkrið fylgir dagsbirtunni, svo fylgja nátttröllin ljóssins börn- um alstaðar ámanns lífsleiðinni. Og við köllum allamótspyrnu vondaog óskum að hún væri engin til, þó er hún nauðsynleg og ómissandi. Hún æfir skynsemina og örvar andann til að hefja sig upp fyrir liana, þvf það er satt hið fornkveðna spak- mæli: ,þar sem er ekkert strfð þar er engan sigur að fá.‘ En mann- kynið er skapað til að sigra. K. Ásg. Benediktsson. Til átthaganna. Til þín breiðan yflr ál ástkær, foina móðir, læt ég huga hvarfla og sál heim á æskuslóðir. Alt þar stendur opið mcfi', eins og fyrr á dögum: fjöllin, heiðar, fjörður, sker, og fé í grænum högum. Þá máninn leið um loftsins veg og ljómaði stjðrnu fjöldinn; ó, hvað þá var yndisleg útsjónin á kvöldin. Eins var morgun mæra stund, er Mai-sólin blíða sína yfir grös og grund geisla sendi fríða Að lita yflr löginn þá, lygnan, sléttan, skæran, og fyrir ofan fjöllin há, með foss og lækinn tæran. Hlusta á Ijúfan lækjarnið, lóukvak og spóa, og sjá þau flögra við og við um völiinn, hraun og móa. Litlum býlum lfða frá léttan reykjar eiminn, mynda hringa um hvolfin blá og hverfa út í geiminn. * * * Þó fátæksért og föl á kinn, og firðar oft þig smái, sakleysisins svipur þinn sést á hverju strái. Sú er tíðum óskin ein, þá ælidagarlinna, að ég aiætti bera bein brjósta milli þinna. E. V. Föngun villidýra Menn hafa yfirleitt litla liug- mynd um hvernig villidýreru föng- uð út f skógum og eyðimörkum. Það eru sérstakir menn, sem leggja þæf veiðar fyrir sig. Venjulega eru það hvftir menn, sem ráða fyrir veiðunum, en innlendir menn bœði f Afrfku, S. Ameríku og annarstað-1 ar sem vinna eiginlega verkið. Það er mikil eftirspum eftir lifandi villidýrum. Bæði d/ragarðaeig- endur, og dýrafræðisfélög, halda uppi eftirspuminni. Venjulegast •em það kaupmenn, sem spurðir eru eftir dýrunum, en þeir standa f sambandi við dýrafangarana. Sum- ir liafa menn stöðugt á þeim stöðv- um þar sem dýrin eiga heimkynni, og liaga þeir veiðunum eftir árs- tfðum, og /msu öðru. Þegard/ra- garðaeigendur panta ljón hjá villi- dýra sala, og hann hefir ekki til ljón, sem þeim likar þá sendir hann mann á ljónaveiðar til Afríku, og hann kemur ekki aftur fyrr en hann hefir fangað það dýr, sem kaupendurnir hafa beðið um. Það er erfitt að handsama villi- dýr eins og gefur að skilja. En þeir menn sem fást við það, vilja lielst ekki annað gera en vera á | veiðum þegar þeireru orðnir vanir þeim. Ljón eru venjulega veidd á þann hátt að snörur eru lagðar fyr- ir þau. Þær eru ristar úr sterkum gripahúðum. Kjötbitar eru brúk-; aðir fyrir beitu eða agn. Veiði-I mennimir verða oft að bfða marga daga þangað til ljónið gengur f I snöruna. Þegar (>að er komið f | hana er hún dregin saman og um háls eða fætur, og ljónið látið ólmast þangað til það er uppgefið, þá eru fætur þess bundnir saman. Síðan er það látið í ljónabúr, ogflutt eins fljótt og ferð fellur þangað sem það á að fara. Tigrisdýrin eru ennþá grimm- ari en ljón, og verri viðfangs. Það er sjaldgæft að fullorðin tigrisd/r náist lifandi. Venjulegast em fullorðnu dýrin drepin fyrst, með- an ungarnir eru ungir. Þeir eru síðan teknir og aldir upp, og eru | þægir viðfangs. Veiðimenn þessir segja, að I langverzt sé að veiða giraffa af öll- í um dýrum. Fyrst og fremst erlft- j ið til af þeim, og svo eru þeir ákaf- j lega hræðslugjarnir og afar skjótir J á fæti. Allar upphugsanlegar að-; ferðir hafa verið reyndar, en eng- in hefir reynst annari betri. Al- gengasta aðferðin er sú, að veiði- maðurinn leggur fyrir þá langan vað, og hefir lóð á báðum endum. Vaðurinn er lykkjaður niður svo ] að hann þvælist um fætur þeirra. ! Flæki þeir sig í vaðnum, þá geta þeir ekki sloppið við að verða hand- samaðir. Flestir þeir gfraffar sem eru undir mannahöndum hafa náðst' á meðan þeir voru komungir og höfðu ekki vit á að forða sér.— Þessar viilidýraveiðar eru að mörgu leyti mjög hættulegar, og hafa margir æfðir veiðimenn látið lffið fyrir (>ær. En þessi dýr eru í liáu verði, og alt er lagt í sölurnar fyrir peningana. KENNARI getur fengið atvinnu við kenslu- störf í skólanum Norðurstjarnan f Grunnavatnsnýlendu frá 17, Ágúst til 17. Desember þessa árs. Tilboð- um um starf þetta verður veitt mót- taka af unöirrituðum til 1 . Ágúst næstkomandi. Umsækjendur til greini á hvaða mentastigi þeir ern og hvað þeir setja npp hátt kaup. OttoP. O., Man. 27. Mai 1408. B. Thordarson, skrifari og féhirðir. HINN AQŒTI ‘T. L.’ Cigar j er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja aðia vindla en þá beztu. Búnir til hjá : í WESTERN CIGAR FACTORY Thos. I.ee, eigandi, 'WIlTiN'IPEGI. flANITOBA. Kynnid ydur kosti þess áúur en þór ákveðið að taka yður bólfesta annarstaðar. íbúatalan i Manitoba er nú.............................. 275,000 i Tala bænda í Manitoba er................................ 41,000 Hveitiuppskeran i Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519 “ “ “ 1894 “ “ ............. 17,172,883 “ '• “ 1899 “ “ ..............2'i .922,280 “ “ " 1902 “ “ .............. 53 077,267 Als var kornuppskeran 1902 “ “ ............ 100 052,343 Tala búpenings í Manitoba er nú: Hestar...... .......... 146,691 Nautgripir............... 282,343 Sauðfé.................... 35,000 Svín.................. 9'.598 Afurðir af kúabúum i Maritoba 1902 voru................... 8747.608 Tilkostnaður við byggingar bænda i Manitoba 1899 var.... $1,402,300 Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af autntm afurðum lanisins. af auknum járnbrautum, af fjölgun skólanna. af va i- andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi vellíðun almennings. í siðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum..................... 50,000 Upp í ekrur.........................•••••..................................2,500 000 og þó er siðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landl i í fylkinu . Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innflvténdur, þar er enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mörg uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrir karla og konur. í Manitoba eru ágætir frískólarfyrir æskulýðinn. í Manitoba eru mikil og fisksælveiðivötn sem aldrei bregðast. í bæjunum Wlnnipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun nú vera vfir 5,000 tslendingar, og i sjö aðal-nýlendum þeirra í Manitoba, eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru í Norðvesturhérudumun og British Columbia um 2,000 íslendingar. Yfir ÍO millionír ekrur af landi í Slaniioba, sem enn þá hafa ekki venð ræktaðar, eru til solu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum. Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins. og járnbrautarlönd með fram Manitoba og North iVestern járnbrautinni eru til sölu. Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, til' IIOW. R. P ROBLIN Minister of Agriculture and Immigration, WINNIPEG, MANITOBA. Eða til: Josepli B. Skapatnon, innflutninga og landnáms umboðsmaður. Kr. Ásg. Benediktsson selur gift- ingaleyfisbréf hverjum sem þarf. ISAK JOHNSON. P.ÍLL M. CLEMENS. Jolmsoii & Cleiiiens ARCHITECTS & CONTRACTORS. (íslcnzkir). 410 McGEE ST. TELEPHONE 2093. Taka að sér uppdrátt og umsjón við byggingu alskonar húsa. Bonner & Hartley, F-iögfræðingar og landskjalasemjarar 494 Main St, -- - Winnipeg. R. A. BONNER. T. L. HARTLEY. ‘AllaiiLinaii’ flytur framvegis íslendinga frá íslandi til Canada og Bandaríkjanna upp á ó dýrasta og bezta máta, eins og hún ávalt hefir gert, og ættu því þeír, sem vilja senda frændum og vinum fargjöld til íslands, að snúa sér til hr.H. Ní. Barilai í Winnipeg, sem tekur á móti fargjöldum fyrlr nefnda línu, og sendir þau upp á tryggasta og bezta máta, kostnaðarlaust fyrir send anda og móttakanda, og gefur þeim sem óska, allar upplýsingar því við- vikjandi. Fari ekki sá sem fargjaldið á aðfá, i fær sendandi peningana til baka sér að kostnaðailausu. $3,000.00 - = SKÓR Thorst. Oddson hefir keypt 3.000.00 virði af skótaui, sem D. W Fleury & Co. IJPPBOÐSHALDARAR. Slin il STREET, two doors north of Portage Ave. selur og kaupir nýja og gamla hús- muni og aðra hluti. einnig skiftir hús- raunum við þá sem þess þu,.'„. Verzlar einnig nneð lönd, gripi og alskotiar vörur, TELEPHONE 1457.—Oskar eftir viÖ8kiftum Islendinga. OLI SIMONSON MÆLIR MKÐ 8ÍND NÝJA Skandinavian Hotel 718 Main 8tr. Fæði $1.00 á dag. Woodbine Restaurant Stœrsta Billiard Hall í Norövesturlandinu. } Tlu Pool-borö.—Alskonar vín og vindlar. Lennoii A Hebb, Eurendur. (Janadian Pacific |{,ailwaf Jola skemtiferdirnar i Desember. Fram og aftur j lœgsta fargjald til allra staða í 'O ONTARIO, QUEBEC og SJOFYLKJANNA. Gildir þrjá mánuði. V iðstöðuleyíi veitt þegar komið er austur fyrir FORT WILLIAM. TOURIST og fyrsta pláss SVEFNVAGNAR á hverjum degi. Jola og nyars-farbrefin fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU vanaveiðs.—Farbréfin til sölu Des, 21. til 25. og 80. 8l., og Jan. 1. Gilda til 5. Jan., að þeim degi með töldum. liann selur með stórum af- : slætti allan þennan mánuð fyrir peninga, í búð sinni að 483 Ross Ave. Eftir frekari upplýingum snúið yður til næsta umboðsmanns C. P, R. fél eða skrifið C. E. McPHERSON, Gen. Pass. Agent, WINNIPEG.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.