Heimskringla - 03.07.1903, Qupperneq 2
HEIMSKRINGrLA 2. JÚLÍ 1903,
Heimskringla.
PUBLISHBD BY
The Heimskrmgla News 4 Publishing Co.
Verð blaðsins í CanadaogBandar $2.00
um árið (fyrir fram borgað). Sent til
íslands (fyrir fram borgað af kaupend-
um blaðsins hér) $1.50,
Peningar sendist í P. 0. Money Order
Registered Letter eða Express Money
Odrer. Bankaávisanir á aðrabankaen í
Winnipeg að eins teknar með afföllum.
R. L. RaSdwlnHon,
Editor & Manager.
Offlce ; 219 McDermot Ave
P O. BOX 12»»
• •
Orþrifaráð Lögbergs.
Menn h afa veitt þvf eftirtekt
að Lögberg er eins örsnantt af
vitsnmnalegum röksemdum eins og
pað er auðugt af lognum staðhæf-
ingum um Robljnstjómina. I nœst
síðasta blaði er ]>ví t. d. haldið fram,
að ofstækisfullir fiokksmenn haíi
verið skipaðir til að rannsaka fjár-
hagsástank fylkisms, pegar Green-
way-stjómin fór frá, við byrjun
ársins 1900. Ekkert getur verið
fjar sanni en þetta. 3 menn skip-
uðu nefndina, þeir Halse, Kennedy
og Bartlett. Þessir menn vom
valdir vegna hœfileika sinna og
þekkingar sem fjárhagsfræðingar.
Allir þessir menn hafa haldið á-
byrgðarmiklum stöðum hér í fylk-
inu. og Bartlette og Kennedy eru
forstöðumenn tveggja banka hér í
borginni.
Skýrsla þessara nefndarmanna
er kurteislega orðuð, en eigi að sfð-
ur ber hún með sér það, að reikn-
ingar vom illa haldnir og oft al-
gerlega rangfærðir undir Green-
way-stjórninni. Lögb. segir enn-
fremur að ]>að hafi birt sk/rslu
nefndarmanna, en sú skýrsla er
als 150 blaðsíður af þéttprentuðu
letri í stóru bloti að meðtaldri allri
vitnaleiðslu í málinu, og ]>að er
vfst mjög lítið af þeim, sem sést
hefir í Lögbergi, enda ekki vænt-
anlegt að blaðið hafi rúm fyrir svo
mikið mál. En að því er skýrslu
nefndarinnar viðvíkur, þá segir
hún hiklaust á blaðsfðu 5 að skýrsla
Greenway-stjórnarinnar yfir fjár-
hagsástand fylkisins þann lfi. Jan.
1888, hag verið röng og afvegaleið-
andi.
Að óborgaðar skuldir f>egar
Norquay fór frá völdum hafi verið
§25,487.71, en ekki $315 j>ús. eins
og Liberalar hafa logið á umliðn-
um árum. Enn fremu sýnir skýrsl-
an að Greenway-stjórnin var búin
að eyða $15,485.75 af geymslufé til j
að borga með þvf vanaleg útgjöld!
sín, að hún skuldaði Imperial I
Bankanum rúmar 76 þús. doll ogj
að þó hafði hún óborgaðar skuldir j
upp á $156,613.58 þegar hún fór j
frá völdum og að skuldir hennar þá :
vera nær einn fjórði mil. doll.,
að þeir sem hefðu meðferð j
fylkisfjárins ineð höndum, voru á-
byrgðarlausir,
að meðferð fjárins hafi verið
óformlega meðhöndluð af fjármála-
deildinni,
að fylkið hafi verið í hættu
statt í sambandi við landþurkunar-
hérað No. 1, og að peningar hafi
verið út borgaðir á óformlegan
hátt í sambandi við það
að járnbrautaskuldabréf hafi
verið út gefin án stjómarráðsálykt-
ana, og að stór peninga upphæð
Lmfi verið borguð til eins “cont-
rnt tor” 3 mánuðum áður en tilboð
í:r.s var þegið af stjóminni (sfðan
h , fir það komið upp að þessum
scma manni hafði verið borgað
45| þús. doll. fram yfir það 3em j
hann hafði unnið fyrir eða fylkið j
hafði nokkra tryggingu fyrir,
að landsöludeild Greenway- j
stjórnarinnar hafi verið illa stjórn-
að, svo að fylkið hafi beðið tap við
j það,
Að bókhald stjómarinnar hafi
j verið þannig, að ekki hafl glögg-
lega sést fjárhagsástand fylkisisns
við enda hvers fjárhagsárs.
Alt þetta sýnir skýrsla nefnd-
arinnar, og yfirleitt er það sjáan-
legt að alt stjómarfar gamla Green-
ways hefir verið lauslopalegt og ó-
nákvæmt, og að fylkið hefir beðið
I peningalegt tjón við það. Vér
í getum sagt lesendum og Lögb.
j það, að Roblinstjórnin biður um
J fylgi kjósendanna aðallega fyrir
| það, sem hún hefir orkað að starfa
j 1 hag fylkisbúa, að hún hefir komið
fjármálum fylkisins í gott horf,
| hefir gert þá beztu járnbrautar-
samninga sem til eru og til stór-
| hagnaðar fyrir almenning, hefir
komið opinberum stofnunum í gott
j horf og minkað kostnað þeirra, í
j samanburði við aukna fóllstölu á
J þeim, hefir tekið að sér að veita
fríjar kenslubækur til alþýðuskól-
j anna í fylkinu, sem nemur um
$100,000 á ári. hefir tekið að sér
að byggja búnaðarskóla og yfirleitt
: að koma á ýmsum öðram þðrfum
umbótum, hefir veitt meira fö til
vegabóta, framræslu ogbrúargerða.
j Og alt þetta án þess að auka út-
J gjöld almennings að nokkrum
mun. Þetta metur fólkið og þess
j vegna verður Roblin haldið við
j völdin.
Ljóðmæli.
Fyrsta bindi af nýjustu útgáf-
| unni af ljóðmælum lárviðarskálds-
í ins íslenzka, séra Matthiasar Joch-
umsonar, er nýlega komið hingað
vestur um haf, og hefir Heimskr.
verið heiðruð með einu eintaki að
tilhlutun útgefandans. hra. Öst
luns á Seyðisfirði, og vottum vér
honum þökk fyrir það.
Allur ytri frágangur þessa
bindis er hinn vandaðasti; pappfr,
letur, prentun og kápa samsvarar
hvað öðra að gæðum og er að því
j leyti í samræmi við ljóðmælin að
útgefandinn hefir ekki átt völ á
j nokkru betra en því, sem hann nú
| leggur fram fyrir sjónir almenn-
j ings.
Bók þeSsi er nímar 300 blað-
síður að stærð 1 stóra 8 blaða broti
I og hefir að geyma nær 300 kvæði
j orkt frá ýmsum tfmum alt frá 1850
fram yfir síðustu aldamót, en
enganvegin em það öll ljóðaleg af-
rek skáldsins á sfðustu hálfri öld,
þvf að minsta kosti 2 önnur bindi!
jafnstór þessu eru sfðar væntanleg j
úr prentsmiðju hra. Ostlunds, með
áframhaldi af Ijóðagerð skáldsins.
I þessu fyrsta bindi eru sum
kvæðin frumhugsuð, en önnur orkt
sem þýðingar af kvæðum erlendra
skálda. Bezt virðast oss frum-
hugsuðu kvæðin. Þar sem séra j
Matthias talar af sfnu eigin, má í
vera að það sé þjóðemistilfinningin J
sem hér ræður fyrir dómgreindinni
og yfirbugar hana, en oss virðast
kvæði hans bezt, ekki að eins fyr-
ir þá sök að þau hafi á sér mestan
þjóðernisblæ og slái þess vegna J
hve glöggast á sálarstrengi ísl. j
lesenda, heldur fyrir það að „hugs-!
unin er vfðtækari og skarpari þeg-1
ar hann tekur af sínu eigin, heldur j
en þá ei hann stjórar rímgáfu sína
niður við hugsanir annara skálda
og að eins útleggur ljóð þeirra. Þó
er surnt af því framkveðna í þessu
bindi sem vel hefði mátt missast.
Það getur ekki talist nein fyrir-
mynd f skáldskap, hvorki að efni
nö orðfæri, en er auðsjáanlega sett
þar til að fylla upp rúm, sem betur
hefði mátt og átt að skipa.
Sem sýnishorn af löttmetinu
er þetta á blaðsfðu 164:
“Skamkell fór að skrifa blað,
skjögraði hlöðukálfur
Lyga-Mörð að lesa það,
löð honum Fjandinn sjálfur”
Eða þetta á blaðsíðu 165:
“Hvað segirðu, Hannes, nú
um heiminn þarna í Dölunum?
Hýrnar ei þín hruma trú
á helvfti og kvölunum.
Er ei lffið bænda-bú
bundið fast á hölunum
og góssið líkast gamalkú
grindhoraðri á mölunum”.
Og enn á sömu blaðsíðu:
“Skundaðu burt af Skaganum
með skíirfliákal í maganum
hingað að Guttormshaganum
eða hengdu þig strax á snag-
anum”.
ltHér er kot sem heitir for;
hefirðu, bróðir, lyst og þor.
flyttu þangað þá í vor;
]>ár má fullvel deyja úr hor”.
Fleira mætti tilgreina af ljóð-
um f þessu bindi sem ]>annig era
að efni og hugsuh, að þau geyma
ekkert ljúft eða lærdómsríkt fyrir
lesandann, en svo er og því láni að
fagna að þetta sem til er fært er
nálega það eina i bókinni, sem
heita má ónýtt eða verra en það.
En svo koma fyrir gullfallegar
stökur, sem bera með sér lff og yl
f huga lesandans. Þar talar Matt-
hias spaklega eins og t. d. þetta á
blaðsíðu 159:
“Heyrði eg móður bugga hörn
hjartaljóði ffnu
og sama hljóðið særðan örn
syngja jóði sfnn”.
I þessari litlu vísu blasir við
j manni fullkomnara og lærdóms-
J rfkara náttúm kvæði en alment
! gerist í ljóðabókum. Sama er að
; segja um “Kór” við Skólaminni
j á blaðsíðu 187, hann er svona:
“I sálarþroska svanna
býr sigur kynslóðanna,
og hvað er menning m a n n a
ef mentun vantar snót”.
Það em svona hugsanir sem
j gera bók þessa dýrmæta og aldrei
j fyrnist yfir. Annars er fátt af sér-
j stökum stökum í þessu bindi, það
eru flest alt löng kvæði og flest
| þeirra era fullkomið meðallag að
j gæðum, miðað við alt það sem al-
menningur þekkir eftir lárviðar-
j skáldið.
Það má telja víst að bók þessi
| seljíst vel hér vestra. Það má
heita að hvert eínasta fsl. manns-
bam beri ljóð Matthiasar á vömm
sínum, og flestir munu vilja eiga
og geyma ljóðasafn hans. Þess
vegna má vænta þess að ekki
að eins þetta rit, heldur einn-
ig þau sem síðar eru væntanleg,
verði svo vel keypt að þau komist
á bókahillur flestra ísl. húsfeðra í
Vesturheimi. 2 myndir af höfund-
inum, önnur frá 1872, og hin frá
1892, em framan við Ijóðmælin.
Kyrkjuþingið
Og
séra Oddur.
Nftjánda kyrkjuþing, hins Ev.
lút Kyrkjufélags fslendinga í
Vestrheimi, var sett 8. Júnf í kyrkju
Argyle manna. A þinginu vom
mættir 6 prestar kyrkjufélagsins,
og yfir 40 erindrekar safnaðanna.
Málfrelsi var þeim veitt á þinginu
Pétri Hjálmssyni, K. Ólafssyni og
séra Einari Vigfússsyni.
Þing þetta mun ekki hafa
verið sérlega afkasta mikið f hin-
um andlegu málum. Mikið af
tímanum gekk f yfirskoðun skýrslna
og reikninga. Um skólamálið
hafði verið rætt allmikið, og kom
enn frain liiti í því máli á milli
sunnan og norðau manna. En
engin föst niðurstaða mun náðst
hafa f þvf.
Séra Jón Bjarnason flutti nú
engan fyrirlestur, en séra Fr. J.
Bergmann flutti fyrirlestur, minsta
kosti að nafninu til.
Það sem söguríkast er við
þetta kyrkjuþing, er óefað það, að
það afdankaði séra Odd úr sinni
þjónustu fyrir “lækningar” og
“auglýsíngar”, eða aðallega fyrir
“dáleiðslustarfsemi”. Auðvitað
vora séra Oddi gerðir tveir kostir,
eins og eftirfylgjandi nefndar-
skýrsla ber með sér:
“Nefndin, sem sett var til að í-
huga málið um afstöðu séra Odds
Gíslasonar til kyrkjufélágsins, hef-
ir íhugað það og átt tal við hann
sjálfan um aðal-atriðin. Hún
benti lionum á að að dáleiðslu-
starfsemi lians og auglýsingar í
þvf sambandi, hefði vakið hneyksli
í kyrkjufélaginu, skoraði á hann
að hætta við þetta, og lýsti yfir
því fyrir honnin, að kyrkjufélagið
mundi ekki sjá sér fært að styrkja
hann sem trúboða sinn, ef liann í
þessu efni héldi uppteknum liætti.
En séra Oddur kvaðst ekki með
neinu móti fáaulegur til að hætta,
við lækningar sfnar, sem hann
sagi ekki bygðar á dáleiðslu, held-
ur á því sem á ensku máli nefnist
occult science og vilja heldur
verða iif allri styrksvori f framtfð-
inni af hálfu kyrkjufélagsins.
Þetta svar sér Odds var svo
ákveðið, að nefndin sá sér ekki
annað fært en að ráða þinginu til
að samþykkja að séra Oddur legði
trúboðsstarfsemi sína f kyrkjufél.
niður, þar sem hún getur ekki með
nokkru móti samrýmst því, að
gefa sig við heimulegum vfsindum,
svo nefndum. En f viðurkenn-
ingarskyni fyrir starfsemi hans á
liðnu ári, leggur nefndin það til að
honum séu veittir $50 úr kyrkju-
fölagssjóði á þessu þingi.
A kyrkjuþingi 22. Júní 1903.
F. J. Bergmann, Jón Sveinsson,
Guðmundur Marteinsson,
Stefán Jónsson”.
Þetta sýnir að hann varð annað
hvort að liœtta “dáleiðslustarf-
semi” sinni. eða hætta að starfa
innan verkahrings kyrkjufélagsins.
Kaus hannheldur að kveðja kyrkju-
félagið, en að hætta töfralækning-
um sfnum,
Svona er nú saga séra Odds
og kyrkjufélagsins komin og er
hún lftið öðm vísi, en búast hefir
mátt við. og nokkurir hafa séð fyr-
ir fram. I umræðum á þinginu
kom í ljós að þingmenn álitu þessa
læknisstarfsemi séra Odds það
sama sem á forn-fslcnzku nefnist
kukl eða galdur, en galdramenn
geta ekki átt andlegt samneyti með
sannkristnum mönnuin. Kyrkju-
þinginu var þvf, samkvæmt trú-
stefnu sinni, nauðugur sá kostur að
leysa séra Odd undan skyldum
hans og ábyrgð, sem trúboða
kyrkjufélaglns. Aðallega mun
þessi stefna þingsins þó hafa verið
bygð á þeim óviðurkvæinilegu aug-
lýsingum séra Odds, sem stögugt
hafa birzt í kyrkjumálgaguinu,
Lögbergi, um undanfama mánuði.
Það má nú ætfð við þvf búast, og
er vitanlegt, að ekki verður hjá
þvf komist að hneykslanir komi
fram. En undarlegt er það í hæsta
máta að þeim skuli vera valdandi
sá maður, sem nálega allan sinn
aldur hefir unnið f þarfir lútersku
kyrkjunnar, og um sfðustu ár hefir
verið f embætti sem trúboði kyrkju*
félagsins. En svo verða eflaust
deildar meiningar um það hvort |
þessi starfsemi séra Odds sé nú í
raun og veru svo ámælisverð, að j
hann fyrir þá skuld þyrfti að út-:
*
skúfast úr kyrkjufélaginu, og J
sjálfsagt verða þeir margir sem
lfta svo á, að á sama standi hvort
lækningar séu gerðar með algeng- J
um og alþektum meðölum, eða
með lfttþektum töfralækningum,
svo framarlega sem livortveggja að-
ferðin komi að jöfnum notum.
Ritstjóri Free Piess
settur inn,
Á þingiu í vetur margskoraði
Hon. Roblin á mótstöguflokk sinn,
að koma þar fram með þær ákærur,
sem blað lians og pólitiskir sendlar
bæru sér og stjórn sinni á
brýn. Hann bauð þeim að velja
sjálfir dómara f málinu og stand-
ast allan þar af leiðandi kostnað.
En Greenwsy og fylgismenn hans
%
þögðu, og þorðu hvergi fram að
koma með nokkuð ákveðið, en
héldu áfram að bera það út að
Roblin og stjórn hans væri óþol-
andi og eyddi og spenti fö fylkis
ins á allar lundir, ásamt flestum
upphugsanlegum rógi og æru-
krenkjandi ákærum. En f þing-
imi voguðu þeir sér ekki að segja
nokkuð af þeim ákærum, sem þeir
báru út á milli almennings, og
forðuðust að gera nokkura ástæðu
til þess, að ákærur þeirra yrðu
rannsakaðar opinberlega. En
blöðin og þeir sem ræður liéldu á
meðal fólks héldu áfram með
dylgjur og slúður. En svo bar
undir fyrir fáum dögum að ráð-
gjafarnir voru allir fjarverandi,
að líta eftir kjördæmum sínum,
þá kemur andinn yfir aðalmálgagn
liberala, blaðið Free Prdfes, sem
öll hin málgögnin dansa eftir.
Blaðið gat ekki hamið strákskap
sinn lengur og ber ákveðnar ákærur
á Roblinstjómina, Ritari fylkisins,
Hon. McFadden átti þar mestan
hlut að máli. Hann sem hinir ráð
gjafarnir var fjarverandi og út í
bygðum, þar samgöngufæri eru
slæm og jámbrautir ekki nálægar.
Blaðið liefir gert sér von um að sér
dygði þetta ómannlega athæfi þeg-
ar þeir væru hvergi nærri.
Hon. McFadden komst fljót-
lega að þessum óþverrastrykum
blaðsins samt sem áður, og flýtti
sér inn til Winnipeg. Hann lýsti
því tafarlaust yfir, að blaðið Free
Press færi með vísvitandi ósann-
inni, og vonaðist eftir að blaðið
tæki orð sfn til baka, eða leiðrétti
þau. En það þagði. Ráðgjafinn
lét þvf lögmann sinn taka upp
málið. Lögmaðurinn lét taka rit-
stjóra Free Press á laugardaginn
var, og lióf sakamál gegn blaðinu
fyrir útburð á mannlasti og æru-
krenkjandi álygum. En ritstjór-
inn hefir gert sig sekan um mann-
orðsglæp. Dómstælamir fá að
skera úr þessu máli, og sú ráðning
getur máske orðið mörgum Liber-
ölum að góðu, ef þeir kunna að
færa sör hana í nyt.
Ritstjórinn fœr nú að vera laus
Hann sjálfur og tveir æðstu höfuð-
paurar Free Press, lögðu fram
$2,000 í veð, að hann mætti, og
hlypi ekki burtu.
Inn í Asíu.
í vetur var sagt frá för Sven Hedin
og þeirra félaga, til Lama, í þessu bl.
Eins og kunnugt er urðu þeir frá
að hverfa eftir fleiri ára tilraunir
og mannraunir. Afarstórt svæði
austan við Himalaiafjöllin nefnist
Tibet. Þar inn í er Lama. Lý-
lega kemur maður til sögunnar, sem
heitir G. Z. Zoubikov, og er rúss-
neskur þegn. Hann kveðst hafa
búið all langan tfma í Lhassa, og
vera orðinn kunnugur þar í landi,
sem umheimurinn alt fram að þessu
héfir harla lítið vitað um. Hann
ætlar að gefa út bók bráðlega, og
og lýsa siðum og háttum íbúanna
þar. Zoubikov er háskólagenginn
og lœrður. Hann er Buddhatrúar,
og þessvegna, að mörgu gagnkunn-
ugur þjóðinni í Tibet. Hann kann
tungumál hennar mjög vel, sem
J nefnist ,hin heilaga tunga.‘
Hann hefir lialdið fyrirlestur
J nýlega fyrir jarðfræðingafélag á
Rússlandi, Inn fyrir landamæri
Tibets hafa Evrópumenn ekki feng-
j ið að koma, síðan frönsku land-
i könnunarmennirnir voru reknir
burtu úr Lhassa, á öldinni semleið,
nema viss partur af rússneskum
mönnum. Það eru þeir menn sem
tilheyra Buddhistic Bouriat of the
Baikaltrúarbragðaflokknum. Þessir
Bouriatar eru skynsamir og frjáls-
| lyndir og sinnaðir menn. Þeim til-
J heyrir Zoubikov. Hann kvaðst
i hafa dvalið meir en ár í Lama.
Sumarið 1900 kom Zoubikov
J til landamæranna í Tibet. Hann
j var þá í för með sjötfu pílagrímum.
Þar á meðal voru margir Lawabúar
j Hann fór gegnum Boumza fjöllin,
j og um sama skarðið og Przheval-
j sky var rekinn baka úr, af íbú-
um landsins 1879. Á þeirri leið
j sést ekki trö eða skógur,en fjallsýni
J er þar fögur. eins langt og augað
eygir—frá austri til vestur.—Fjalla
kveðjur umlykja sjóndeildarhring-
| inn, og eru þau snævi þakin að of-
| an- Hann sá fyrst yrkt land, og
j kornakra þegar hann átti 70— 80
1 mílur eftir til Lhassa. Loftslag
var þurt og ómilt. Snjófall er þar
I í landi, frá því í December og þar
til í Marz, við og við. En frá því
f Maímánuði og þangað til f Sept-
I etnber er regnfall að öðru hverju.
Aprflmánuður, September og Okt-
óber og Nóvember mánuðir eru úr-
komulausir, og stöðug þurviðri þá
mánuði. Hiti þá mánuði er að
j jafnaði um 55 stig á Farenheit,
1 Sjaldan kaldara á morgnana en 42
stig, 07 st. um miðjan dag ag 55 á
j kvöldiri, og framundir morgun. í
Desember stfgur kuldinn venjulega
að meðaltali 17 og upp f 27, Sumir
j hafa giskað áað fólkstalan þar væru
j 33 milljónir. En lfklega fer hún
j ekki fram úr 3—4 miliónum nú.
Fólkinu fer óðum fœkkandi. Valda
! því landplágur, sem þar ganga stöð-
ugt, svo sem kúabólan. Enn frem-
j ur einlífi presta, sem þar eru ótelj-
andi.
Hér um bil alt miðbikið í Tib-
et er tilheyrandi Dalai Lamas. Að-
eins hinir æðstu embættismenn í
Lhassa hafa óðalrétt þar og mega
vera erfðaeigendur að löndum
forfeðra sinna. Flest liúsogbygg-
ingar eru þar úr steini eða múr, og
hafa reykauga aðeins í eldhúsum.
Enn fremur eru reykholur á veggj-
um milli herbergja, svo reykurinn
leikur þar um alt húsið, og eru hús
yfirleitt mjög köld. Almúginn þar
ber hvít klæði, en ríkismenn em
j klæddir rauðum klæðurn, embœttis-
menn gulum, en hermenn bláum,
sem ofin eru úr hörlfni, Kvenfólk
I
er hlaðið gullstássi og gimsteinum.
j Aðalfæða þess er grjónagrautur,
súpur, hrátt .kjöt. bæði sauðakjöt,
og jakuxakjöt. Smjör og súr-
mjólk er Þar mikið brúkað tilfæðu.
Samt étur fólk þar tiltölulega mest
af jurtafœðu.
Trúarbrögð fólksins er meira
J æsingar og tilfinningar í ákveðn-
j umformum,enguðshugmyndir. Eru
þau skoðuð sem töfrar og dulfræði,
og æðstu og háleitustu athafnir
mannsins. Meðalatrú er þar afar-
lítil, og þau ekki höfð í afhaldi,
enda eru þungar og miklar drep-
sóttir- Siðferðið er á lausum kjala
og hjónabandsskyldumar ljettar.
Fjölkvæni og frilluhald er þar al-
i gengt.
Borgin Lhassa var reist á sjö-
J undu öld, Borgarstæðið hefir ver-
ið valið á einkarfögrum stað. Hún
stendur í hlíð sem snýr á móti suðri
og vestri. I kring um liana eru
| ljómandi fallegir aldingarðar og
I akuryrkjulönd. Uitchú-áin rennur
j sunnan við borgina. Dýki og
i skurðir eru grafin meðfram henni,
I svo hún hlaupi ekki upp á landið