Heimskringla - 16.07.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.07.1903, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGrLA 16. JÚLÍ 1903, Heimskringla. PUBLISHED BY The Beimskringla N'ews i Poblishiog Co. Verð blaðsins í Canadaoíj Bandar $2.00 um árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen i Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. L. Bnldwinson, Editor & Manaaer. Office : 219 McDermot Ave F O. BOX Það sem allir vita. er f>að, að Liberalflokkuriiin f Canada á enga grundvallarstefnu til í eigu sinni, og hefir aldrei átt Sá flokkur hefir lofað og lofað frf- verzlun í Canada, er hann kæmist, til valda. En þegar hann hefir fengið völdin, sem ekki hefir oft verið, þá hefir hann stolið stjómar- stefuu Conservativa. Sjá Laurier- stjómina, hún lofaði frfverzlun, en í staðin fyrir það hefir hún hækkað tolla á sumum vömm, þó hún hafi lftið eitt lækkað þá á öðram. Og nú eru tollar í rfkinu hærri per centis yfirleitt, en meðan Conservative- flokkurinn stjórnaði rfkinu. Og þar að auki hefir rfkið safnað ríkis- skuldum ár frá ári síðan Conserva- vive-flokkurinn slefti stjómar- taumunum. Menn vita hvað þetta þýðir fyrir land og lýð. I sama hlutfalli er stjóm Liberala í fylk- junum. Hóflaus eyðsla og svik á öllum hlutum, sem þeir ginna at- kvæði út frá almenningi með. Þetta er sagan sem hefir endurtekið sig nær þvf um 40 sfðastliðin ár. Kjós- endur f landinu þurfa að gá að þessari sögu, ef þeir vilja sjálfum sér og niðjum sfnum vel, og ef þeir unna Canadaríki. Það er saga, sem er óhrekjanleg. Allir vita það, að þegar Con servativar tóku við Völdum 1899, þá var Greenwaystjómin búin að setja fylkið f botnlausar skuldir, og eyða og sóa fé þess. Sú stjóm hafði gengið svo langt, að borga ekki verkalýð sfnum og menta- stofnunum kaupogtillög um nokkra sfðustu mánuði. Greenwaystjóm- in hafði lofað og gefið C. P. R. stórfé án vitundar fylkisbúa og löggjafarvaldsins, og þrætti fyrir það svfvirðilega athæfij við kjós- enduma, f síðustu kosningum. Sú j stjórn hafði ausið fé f öllum grein- j utn í vildarmenn sfna. Allar stofn- anir, opinber verk og annað þess- j háttar hafði hún ausið fé út fyrir og engu hófi náði, að eins til þess að gæða vinnutólum sfnum á. Hún hafði ekki menningu né; mannskap til að inn kalla lögleg gjöld fylkisins, og hún gaf blöðum sfnum og málgögnum fé fylkisins í hófleysi, sér til stuðnings, og sömu- j leiðis einstöku mönnum; þess í vegya var hún búin að setja fylkið ; á hausinn í öllum skildingi. En það má með sanni segja, að þegar j neyðin er stærst þá er hjálpin næst. Og það sannaðist þá, þegar Conservativar komu til valda. All- j ir hugsandi og sjáandi menn vita j hvað sú stjóm hefir gert fyrir; Manitobafylki, þótt hún hafi að j eins stjómað þvf í tæp fjögur ár. j Conservativestjómin f Manitoba hefir hafið fylkið upp úr skulda- pressunni og fjárkröggunum. kom- ið þvf ekki einasta f sjálfstætt fjár- hags ástand, heldur hefir hún auðg- að fylkið um fleiri hundruð þus. doll. Fylkið á nú tekjuafgang sem nemur #2ði9,686.5J4. Þetta hefir Conservativestjómin gert á rúmum þremur árum. Þar að auki hefir hún sett niður a 11 a n fylk- iskostnað, svo sem á sveitarskött- um, opinberum verkum, á viðhaldi opinberra stofnana og prentverki. Þar fram yfir er hið mikla og hag- kvæma járnbrautarmál, þar flutn- j ingsgjald farþegja hefir lækkað og j flutningsgjald á öllum vöruflutn- j ingi. Sérstaklega má taka fram, að meðan Greenwaystjórnin sat við völdin, þurftu bændur að borga j I4c fyrir flutnin á hverjum 100 pd. j hveitis, en núverandi stjórn færði það strax ofan f l2c þegar járn- brautarmálið var komið í gegn Og nú færir hún það ofan í lOc áður en uppskeran á næsta liausti verð- ur flutt burtu úr fylkinu. Þetta alt j hefir sparað íbúum Manitoba- i fylkis mörg hundruð þús. dollara. j Eins og allir vita, sem nokkra þekkingu hafa á j&rnbrautamálum, þá hefir járnbrauannál Roblin- stjórnarinnar orðið Manitobafylki j til stórhagnaðar, ekki einasta í j hundrað þúsundatali dollara, held- ur óbeinlfnis nú þegar f tugum millióna. Síðan sá hagkvæmi j samningur gekk í gildi hafa inn- I flytjendur frá Bandarfkjunum, j Englandi, Astralfu og öðrum lönd- j um heimsins, faiið svo stórvaxandi að þess era ekki dæmi f sögu vest- j urlandsins í Canada, og jafnvel ekki f nokkru öðru landi. Hag- j fróðir menn hafa séð hvelík hlunn- indi leiddi af þeim samningi fyrir j land og lýð, og kepst um að kom- j ast inn f Manitoba og Norðvestur- landið, sem allra fyrst; það sýna ; fólksflutningsskýrskurnar. Auð- j félög frá Randaríkjunum, Eng- j landi, Frakklandi og víðar að, hafa j keypt stóra landfláka fyrir hærra j verð en nokkur hafði liugmynd um áður. Þau fólög og menn, sem keypt hafa löndin f hundraða og þús. tali ekra,haf a séð J>að í hendi sinni að ! löndin yxi í verði við umbætt sam- ; göngufæri, og niðurfært flutnings- j gjald á afurðum landsins. Auðfé- lög og miliónamenn hafa séð meira en þetta. Þau hafa séð stórgróða í j að kaupa bæjarlóðir í Winnipeg og vfðar, af því hinir hagkvæmu jámbrautarsamningar Roblinstj- hlytu að auka fólksfjölda undvörp- um f landinu. Af öllum þessum landakaupum hafa flotið hinir hag- sælu tfmar og vinnugnægð sem nú j er 1 Manitoba. Aldrei áður hafa j tfmar eða góðæri komist nándar nærri því sem nú er. Það er öllum I lýðum ljóst,sem nokkuð þekkja sögu , [ essa lands, að sambandsstjórnin er að taka sér til fyrirmyndar stefnu Conservativa í járnbraut- armálum. Og alt saman er það að þakka viturlegri og djúphag- fræðislegri ráðsmensku núverandi stjórnar. Það er einskis virði að sítéra í góðæri nú venju fremur. I tfð Greenwaystjómarinnar komu oft eins góð ár og nú, en viðskifta- lffið stóð á alt öðmvfsi grundvelli verzlunarlega og samgfingulega, og gat þvf aldrei verið almenningi jafn hagfelt og happasælt og það reynist nú. Mr. Greenway sagði m'irgum sinnum, á sínum stjórnar- ámm, að hann vildi gefa milión doll. til þess að geta fært að eins flutningsgjald á hveiti niður— um meira dreymdi hann ekki.— En það gat hann aldrei f þessi tólf ár sem hann hékk við völdin, þrátt fyrir það þó hann ysi út almenn- ingsfé, leynt og ljóst, og án laga og réttinda. En núverandi stjóm gat fært farþegjagjald, hveitiflutnings- gjald og vömflutningsgjald niður fyrir fylkisbúa, án þess að það kostaði fylkið einn einasta dollar, og hún kom þvf f verk, að eins á rúmum þremur árum. j Það er hvorki rúm sé tfmi til að ! telja meira upp af því sem núver- andi stjórn hefir gert fyrir fylkið, því til óendanlegs hagnaðar, En stjórnarsaga þessarar stjómar er liér um slöðir orðin öllum, sem nokkuð hugsa og skilja, svo opin- lær og augljós, að um hana þarf ekki að fjölyrða. Það sem nefnt er hér, er að eins fátt eitt af mörgu, sem núverandi stjórn hefir unnið til óumræðilegra umbóta fyrir fylkisbúa. Allir sem unna sjálfum sér og sfnum góðrar framtíðar, og kunna að meta landið, þeir hljóta að sjá þann afarstóra mismun, sem er á þeim stjórnum, sm hér um ræðir. Þeir hljóta að sjá það, að þeim ber drenglyndi og landssylda til þess að greiða atkvæði með Roblinstjóm- inni á mánudaginn tuttugasta þessa mánaðar. Þeir sem ekki geta séð |>að eru leiddir af fáráðum og blindum ofstækis- mönnum, sem að eins eru keyptir og leigðir fyrir peninga og atvinnu- loforð. Liberalflokkurinn á enga stefnu til í eigu sinni, og er bygð- ur upp að eins með mútum, at- vinnu spursmáli og blekkinguin. íslendingum hér í landi, sem heið- arlegum og framsýnum mönnum, ber skylda til að greiða atkvæði með Roblinstjóminni af þvf hún er Conservativestjóm, og liefir margsannað að hún (>r landinu til gagns og frama. Látið ekki leið- ast af lygum og blekkingum leigra Liberala! Og verið sjúlfstæðir Is- lendingar! ()g getið ykkur þá sögu f þessu landi sem ykkur er til heiðurs og góðrar minningar um ókomnar aldir. Þá eru þið sannir Islendingar! Látið úrkastið úr Islendingum í þessu landi hrekj- ast livar í höfn sem vill verkast. En J>ið sem sjálfstæðir erað, sýnið þrótt og þor, að fylgja göfugu og góðu málefni. Er ísland að blása upp? Eftir Dr. M. Halldórsson. Park River, N. Dak. ,.Heima er h*gt að þreyja1', Stgr.'Th. Mjer, sannast að segja, blöskr- aði,þegar jeg um daginn las í blaðr einu, að yfir fimmhundrað Islend- ingar væri n/komnir hinga til lands og að von væri á enn fleiram innflytjendum heiman að þetta sumar. Mjer datt þá í hug, hvort það væri sannmæli, að Island væri að blása, upp og verða óbyggilegt, og fólkið væri því að stökkva af landi burt, að ekki væri hægt að hafa ofan af fyrir sjer þar framar. Jeg hef á öðram stað bent á, að fomsögur Islnnds votti, að alt nátt- úrufar þess hafi um allan þann tfma, sem þær ná yfir, verið næsta sviplfkt þvf, sem nú er, og að þó sjá megi af sögunum, að allur gróður hafi til forna verið á Is- landi að mun meiri en nú, J>á sje þetta fremur mönn-unum að kenna, en náttúrunni. Vfða er fsögunum sagt t. a. m., að landið hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru, þar sem nú era uppblásin holt og melar og að kornyrkja hafi til forna verið vfða. þar sem nú era mýrar og forir, og jeg sýndi þá fram á, að þetta hefði orðið frem- j ur af mannanna völdum, en náttúr- unnar. I sögu Guðmundar hins { góða er Islandi svo lýst, „að það j nafn megi segjast eiginlegt þeirr- { ar eyju, þvf að [>ar er íss f nóg { bæði lands og lagar. Á sjánum [ liggja þeir haffsar, að með sfnum ofvægilega vexti taka þeir að fylla norðurhöfin, en yfir háf jöll landsins svo úbræðilegir jöklar með yfir- vættis hæð og vfdd, að þeim mun útrúlegt þykja, sem fjærri eru fæddir. Skógur er þar engi utan j björk og þó lítils vaxtar. Kom vex í fám stöðum sunnanlands og { eigi nema bygg”. Mætti eigi enn lýsa Islandi á likan hátt? Lands- lag er hið sama núáíslandi og fyrrum; hnattstaða þess hefur eigi breytzt, loftslag er við lfkt og á söguöldinni, kuldar hvorki meiri [ eða minni, það sem óx á Islandi í fornöld, gæti þvf og að líkindum vaxið J>ar enn; þar sem birkiskóg- ar áður uxu, enda þótt smávaxnir | væru f samanburði við skóga er- j lendis, eru nú að eins eftir fáeinar [ örkumla hríslur, eða þá melar eða [ forsað. JFnjóskadalsskógurinn varj fyrir hundrað árum sfðan álitlegur, { en er nú nær horfinn. Húsafells- j skógurinn var fyrir öld sfðan mjög blómlegur, en er nú fyrir löngu fallinn. Hallorinsstaðaskógurinn lang-álitlegasti skógurinn & öllu {landi, er nú að eins eftir fáein trje J og kjarr, og jafnvel þessar örkumla hrfsiur eru á förum, svo ój>yrnii- j lega er með þær farið og óskyn- j samlega, aldrei er hlúað að hrísl- unitm, Þær eru eigi varðar fyrir átroðningi penings, og óspart er hrís rifið ár frá ári til eldiviða og kolagerðar, en einmitt J>etta hefur orðið til þess, að skógarnir, er svo j víða er getið f fornsögunum, eru [ nú nær nlgerlega eyddlr eða eru að ' eyðast heima á Fróni. — Annars j hefur Islendingum heima eigi far- ist ver f þessu atriði, en löndum hjer. Bændur hér f Dakota eyða og brenna skógunum á löndum sínum dagsdaglega, og J>egar ekki geng- ur nógu fljótt að eyða þeim með j óskynsamlegu skógarhöggi. eða j tneð þvf að beita f fje skógunum, j þá eru nú margir bændur farnir [ til að sprengja upp skógana með {dynamite, þá gengur enn fljótar j að lóga J>eim. Og aldrei verður neinum íslenzka bóndanum hjer á að planta trje í stað þeirra, sem j lóguð eru; með þessu áframhaldi mun lfka bændum, að minsta kosti ! í Dakotabygðinni, takast að gjör- eyða öllum skógi á löndum sínum á fáum árum.—Kornakrarnir, sem opt er talað um í fomsögunum, að hafi vaxið heima, sjást nú hvergi á landi; menn hafa reyndnr á vorri öld gjört heima tilraunir með korn- yrkju á ýmsum stöðum á landinu; kornið hefir að vfsu sprottið nokk- urn veginn, en samt hafa menn strax hætt við komyrkjuna, og hafa sagt, að of mikið yrði að hafa fyrir henni, og af þvf að hún eigi þegar í stað svaraði kostnaði, hætt við tilraunimar að rækta korn, og huggað sig með þvf, að korn gæti á Islandi aldrei vaxið að neinum mun og eigi orðið fullþroska, nema f einstaka ári og veðurlag væri of kalt. Svona hefur nú áframhald- ið verið, og er eigi von þá, að vel fari. Þar sem korn óx & dögum Guðmundar biskups, gæti það vaxið enn; veðurlag hefur eigi ! vesnað svo heima á Islandi sfðan á 15. öld að sagan af honum var j færð í letur, og eigi er veðurlagi þá lýst þar betur.en nú er,en hitt er það, að fommenn lögðu að mun meira á sig, til þess að rækta korn og eins við skógrækt; og töldu eigi eftir sjer, að leggja f kostnuð, þó þeir sæju eigi þegnr peninga í aðra hönd, eins og landar nú sýn- ast gjöra alment heima á íslandi; en drottinn selur sínar gáfur að eins við mannsins svita og fyrif- höfn. Þetta gleymis t mönnum.— [ M jer þykir eigi undra sæta, þótt inönnum heima á íslandi finn- ist opt lífið súrt f )>roti og langi til á stundum að bæta kjör sfn m( því að flytja af landi burt og leii hingað „f sælunnar reit“. Það ( eigi skemtilegt á vorin fyrir bæn( ur, þegar frostaköstin koma, rje þegar jörð er orðin auð, gróður ( kominn og grasið farið að sprett og að sjá allan gróðurinn svo s segja hverfa á einni nóttu. Það ( von þó að ískaldur hrollur fari \ um allt, sem lifandi er. Allir firi ir norðunlands fyllast á vorin rnt haffsi og af hæztu tindum n augað eigi eyja út fyrir fsbreiðun sem liggur fyrirlandi, og hrfða byljir og fannkomur fara yfir al Iandið og afmynda hvert hol hvern hól og hverja þúfu og sljet ir yfir allar lautir; og svo þega þessi ósköp Ijetti, veðrið l0ks e orðið hl/rra, og sólinni hefur lok tekizt að þýða klakann og snjóinn, balarnir og túuin eru orðin gróin aftur grænu grasi, þá byrja rign- ingar að ganga, úðar og óþurkar og helzt fram á slátt og enda leng- ur og gjöra J>að lítt mfigulegt að hirða heyið.—Og þó,—ef menn heima á Islandi vissu sönn deili á hversu hagar í þessu landi. með alla þess kosti og yfirburði, og þrátt fyrir það, að loftslag iæri hjer hálfu mildaia, tíðin hagstæð- ari, jörðin auðunnari og gæfi meira af sjer en heima, þá finnst mjer samt að menn. sem annars géta komizt af á Fróni, ættu að hugsa sjer tvisvar sinnum um, áður en þeir færu að yfirgefa óðul sfn og eignir og flýja hingað. Það fer um menn eins og um plöntur, J>ær þrífast hvergi eins vel, eins og þar sem þær eiga heima og hafa sprott- íð. Takið jurt, seni gróið hefur á Fróni, tlytjið hana til annarar heimsálfu, gróðursetjið hana þar, sem ef til vill er miklu frjóvgari jarðvegur og mildara loftslag en heima á okkar kalda Islandi; hún getur aldrei dafnað þar eins vel og heima; heldur eigi ylm sínum og angan eða lit. Jeg reyndi þetta f'yrir mörgum árum, þegar fluttar voru jurtir heiman af Islandi og gróðursettar f grasagarði háskólans í Kaupmannahöfn eða var sáð til Iþeirra íslenzku fræi; jurtirnar spruttu að vísu, urðu kann ske stærri og gróður þeirra meiri, en [ fengu aldrei J>ann ylm og útlit og systur þeirra heiina á Fróni.—Það er satt, sem orðskviðurinn segir, að „heima þrífast börnin bezt“.— | Mjer finnst það nái eigi nokkurri | átt, að flýja að heiman, þótt hart [ láti í ári. Hvern veg fer hjer f Dakota, Jxtr sem Islendingar, er [ flutzt hafa liingað vestur fyrir mannsaldri síðan, eiga stórar og blómlegar nýlendur. Allt sýnist [ leika bændunum íslenzku í lyndi; þeir sitja sem stórliöfðingjar á góð- um jörðum; jarðvegurinn er frjó- samur og gefur mikla uppskeru ár- lega. Tfðarfar er að mun mildara og jafnara ená Islandi og þó—þeg- ar Irostin koma eða hitarnir og þurkarnir ganga á sumrin eða rign ingar ganga á haustin og hamla hveitiuppskerunni, eða J>að koma hagljel á miðju sumri eða engi- sprettur. sem á einu vetfangi eyði- ! leggja allan gróður, svo eigi verð- ur stingandi stráið eftir; er þá eigi jafnan viðkvæðið, að Dakota sje eigi byggileg. nema fyrir Indfán- um, Eskimóum og öðrum Skræl- ingjalýð; er þetta sanngjamt og rjett? Og þó mönnum hjer líði yfir höfuð vel og menn hafi nóg fyrir sjer að leggja, eru menn eigi sf og æ, að hugsa um að flýja hjeð- an að sunnan ? Menn taka sig svo hópum saman og flytja úr frjóv- sömu bygðarlagi og flytja sig vest- ur að hafi, eða jafnvel norður f Kanada -tvö—þrjúhundruð mflur norður—til [>ess að flýja kuldann! Menn trúa því jafnvel, að þvf norð ar sem dregur, þvf heitara og f frostrminna sé loftslagið, heyrði jeg einu sinni Kanadaagent full- yrða þetta, ei: eftir inínu litla viti, getur eigi svo verið, nema svo skyldi vera sem f Rymbyglu segir, að helvfti sé nyrst á jarðarhnettin- um og þaðan leggi ]>á hita um Norður-Kanada; um það get jeg eigi borið.—Nei, J>að eru brotin ker f öllum lftndum, og hvert land hefur sína kosti og bresti, Island hefur og sannarlega sfna kosti, og jafnvel þó stundum láti þar hart í ári. Það er satt sem þjóð- skáldið okkar góða kveður: „Oft finnst oss vort land eins og hel- grinda hjam, en hart er það að eins sem móðir við barn, það agar oss opt með sín ísköldu jel, en á samt til blíðu, það meinar alt vel’. Og þó að Vesturheimur, Banda- rfkin og Kanada, hafi fjarska mikla kosti fram yfir gamla (landið og landskostir sjeu að öllu betri en heima; J>ó að veðuráttufar sje miklu mildara en á Fróni, þá er þó varúðarvert, að fleyja íslandi að eins vegna kulda og haffss. Menn verða líka sannarlega að hugsa um að mönnum geti Jlíkam- lega í heilsulegu tilliti liðið hjer vel. Heilsa er mikilsvirði og ný- byggjar þurfa eigi hvað sfzt að halda á hraustum lfkama, þvf víst er það að menn þurfa eins hjer í Vesturheimi Jog annarsstaðar, að vinna fyrir daglegu brauði í svita sfns andlitis. Hjer koma landam- óvanir allri jarðyrkjuvinnu, taka sjer lönd í óbygðum, fjarri jám- brautum, og þó menn eigi nema fái fyrir ekkert bújörð. þá þarf að að vinna hanaogyrkja; menn geta eigi látið jörðina óunna í askana. Nei, það þarf vinnu til þess, að hún gefi af sjer uppskeru, og það mikla vinnu. Menn þurfa að heiman að ,venjast matarháttum innlendra manna og menn þurfa að venjast loftslaginu.— Nú er svo varið, að breytingin á hita og kulda, sem mannlegur lfkami getur þolað, el mjög svo lít- ill f hlutfalli við hita mismun lofts ins þar sem menn búa. Á sumum stöðum f Sfberfu getur frostið orð- ið alt að 56 stig á Celsius og þó búa þar menn. I hitabeltinu get- ur hitinn orðið 35 st til 40 st. Cel- sius. Mismunurinn á loftslagi á þeim stöðum, þar sem menn byggja, getur J>ví orðið yfir 90 st. Celsius. Hinn vanalegi hiti lfk- ama mannsius er hjá heilbrigðum manni 37 37-J st. C., og frá þvf iná ekkert út af bera, ef manni á að lfða vel. Hið lægsta hitastig, sem til þessa liefur verið mælt hjá lifandi manni, er26 3/5 C. Eng- inn maður getur þvf staðizt, að lík- amshiti hans minki meira en svari hjer um bil 10 stig C. Enn minna þola menn að hitinn stigi, en tak- mörkin eru mismunandi efti þvf sem mennirnir eru á sig komnir en yfirleitt -er óhætt að segja, að ef líkamshitinn fer yfir 43 st. C. þá er dauðinn viss. Sú breyting, sem maðurinn þolir f innvortis hita sínnm er þess vegna að eins 15 stig, en loftið sem hann lifir í getur sýnt hjer um bil 6 faldan mismun. Ef manni á að líða vel, vera heill heilsu og hafa fullkomið starfsþol, þá má hinn innri liiti aldrei breytast að neinum mun, frá þvf sem hann er eðlilega. Það er þvf ljóst, að líffæri mannsins verða að vera svo útbúin, að þau geti haldið sínuin hita í.jafnvægi með- an þau eru heil og ýmist minnkað hann eða aukið eftir þörfum. Hjá Rússum þeim, sem baða sig alls- naktir í snjó um liávetur í hörku gaddi, lilýtnr innvortis hitinn að vera mjög mikill, ogaptur hitinn hjá manni sem lifir þar sem lofts- hitinn er að jafnað 35 stig, C.. hlýtur að vera því nær enginn. Það er tvennt. sem kemur til grefna, þegar mæla skal mannlegan lfk- amshita; J>að er efnabreytingin, sem fer fram f mannlegum líkama, bruna þeirra efna, sem líkaminn fær með fæðunni, en við hann eykst hitinn, hitt stefnir að rýrnun lfkamshitans, sem er hitaleiðslan og hita útgeislan líkamans sam- fara útgufunar vessa eða svita frá yfirborðf líkamans. Allir vita af reynslu að menn borða meira þ(>g- ar kalt er í veðri en f hitum. Þvf kaldara sem er, því meira brenslu- efni þarfnast líkaminn. En hveru veg fer nú, ef menn lifa í því lofts- lagi, að útvortis og innvortis liit- inn er næzta sá sami? Eigi dugir m’anninum þó, að hætta að jeta og drekka, þvf þá er auðsætt að líkamanum óðum hnignar og veiklast. Við það að líkaminn kólnar að utan, eykst blóðstraum- urinn út að húðinni eða yfirborð- inu. Btarf hjartans eykst, og jafn ótt og blóðið kemur út undir ytir- borðfð, þá kólnar það. Ef nú inn- vortis hitinn Vex, þá kemur fram sviti. En til þess að svitinn geti kælt sem mest, J>arf hann jafnóð- um og hann kemur, að gufa burt af líkamanum. Nú vitum vjer það allir, að rakir hlutir þorna fyrr í þurru, en saggasömu lofti. Til allrar hamingju er einmitt svo á- statt f hitabelti jarðarinnar, að loftið þar er vanalega miklu þrungnara af vatnsgufu, en í kulda beltinu. Ef hinn innvortis hiti eykst, verður svitinn meiri. og ef svitaútgufunin og svitaleiðslan frá lfkamanum getur eigi haldið lfk- amshitanum innan vissra tak- inarka, þá veiklast maðurinn og hann sýkist af hita. Onnur er og hættan sem liggur fyrir norður- landabúum í heitu löndunum, og það er, að annaðtveggja borðar hann meiri og kröftu gri fœðu, en líkami hans þarfnast, og þá veikist hann, þvl að hinn eðlilegi líkams- hiti hans eykst um of og mótstöðu-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.