Heimskringla - 20.08.1903, Side 2

Heimskringla - 20.08.1903, Side 2
HEIMSKRINGLA 20. ÁGÚST 1ÍK»8 Heimskriiigla. PUBtiISHBD BT The Heimskriagla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins í Canadaog Bandar $2.00 vuaa árið (fyrir fram borgað). Sent til Isl&nds (fyrir fram borgað af kanpend- um blaðsins hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaévísanirá aðrabankaen í Winnipeg að eins teknar með afföllum. R. L. Baldwinaon, Editor & Manaaer. Ofi&ce : 219 McDermot Ave. P o. BOX !*»••* Laurierstjórnin. Oefað er Grand Trunk Pacific það stærsta járnbrautarmál, sem komið hefir fyrir löggjafarf>ingið f Canada. Það er enn þá stserra mál en C. P. R. var forðum daga, þegar það er borið saman við þenna tíma, og einkum þegar tekið er til- lit til fjárhagshliðar þjóðarinnar. í>að er það risavaxnasta mál, fyrir alda og ólionia, sem nokkru sinni hefir verið á dagskrá í Canada. Núverandi rfkisstjórn er að hamra það málgegn um þingið með flokks- fylgi og ofstopa. þvert á móti vilja leiðandi blaða í landinu, og beint á móti almenningsviljanum, og móti vilja járnbrautamála raðgjafans, sem kaus heldur að segja af sér embætti sínu, en vera með því máli á stjómarvísu. Þvf ber ekki Laurierstjórnin málið undir atkv. almennings? Því kallar hún ekki lýðsatkvæði—referendum í mál- inu? Stjómin gengur bráðlega til kosninga, og hún flýtir scr alt sem hún getur að koma því f gegn um -þingið áður. Við hvað er liún hrædd ? Er hún hrædd við sjálfa sig, er hún hrædd við þjóðina, eða er hún hrædd við m&lið? Roblinstjúminni var legið á hálsi fyrir að taka ekki lýðsatkv. í Canadian Northern jámbrautar- málinu. Járnbrautamálaráðgjafi Laurierstjómarinnar vill snfða G. T. P. málið eftir því máli. Sam- bandsstjóminni {>ykir það óhæfa— of lítið fé f því—hann varð að vík ja úr sæti. Hún þarf að hafa nógu mikið upp úr þessu máli og koma þvf f gegn áður en hún skellir kosningunum á. Þvf ekki að geyma það, og láta kjósendurna greiða at- kvæði um það. Er |>að óliberalt þegar svona stendur á? Nei, langt frá. Við hvað er stjómin hrædd, Og því flýtir hún sér svona mikið ? I fyrstalagi veit hún það að al- menningsviljinn feldi málið, og hún tapaði peningunum sem í kaupinu em. í öðm lagi veit hún það að hún kemst ekki til valda aftur, og getur ekki náð f>eim pen- ingum, sem standa á bak við í þessu máli. Þvf hrópar nú fólkið ekki á referendum f þessu máli? Af f>vf f>að sefur enn. Laurierstj. og Blair. Fyrir nokkmm dögum sfðan, eftir að Hon. A. G. Blair sagði sig úr ráðaneyti Lauriers, þá mannaði Sir Wilfrid Laurier sig upp og hélt dómadags langa ræðu f Grand Trunk Pacifie málinu, En aum- [ ingja Laurier! Vandræðin leyndu j sér ekki hjá honum. En rangt væri að segja að hans silkímjúka tunga og orðaval hefði verið ólið- legt. En stefna og málefni var alt annað. Hann hrópaði til guðs f himninum, og bað hann um náð og kraft til J>ess að Canadaríki yrði ekki of seint til f>ess að (fðlast og ná samningum við Grand Trunk Pacific fél., sem það æðsta og eina velferðarmál, sem ríkinu gœti að höndum borið. Það var ekki laust við að sumir stjðrnmálamenn brostu að brárðæði og járabrauta innblæstri gamla Lourier, og kváðu hann ver furðu varfœrinn, að kom- ast að hinu sanna og rctta málefni, sem annað tveggja var honum þoka og reykur, eða hann vildi ei brenna á sér fingurgómana, með f>ví að snerta mikið við f>vf. Það var f>ingheimi kunnugt I fyrir fram að Blair œtlaði að tala ' næstur á eftir Laurier. Stóð J>ing- i heimur milli vonar og ótta. Con- ; servativar bjuggust við að fyrryer- í anki járnbr.málar&ðgj. mundi skýra 1 frá burtför sinni úr ráðaneytinu, ; og gera grein fyrir skoðun sinni og tillögum f málinu. A hina hliðina vonuðu liberalar að Blair yrði sléttur og fáorður um málið, eins og kringumstæður stóðu. Loks kom að þvf að Blair stóð npp og 1 tók til máls. Hann var hóvœr og stiltur. Hann byrjaði á hví að i gefa skýringu um það að það hefði verið gerð tillaga um það að hann viki úr ráðaneytinu, þar eð liann : gæti ekki verið á sama máli og r&ða- neytið vildi f járnbrautarmálinu. Ekki hefði það verið Sir Wilfrid ; Laurier sem fram hefði komið með * tillöguna og ekki fylgt henni, eins og honum hefði verið borið á brýn. ! En hann hefði sjálfur verið búinn að ákveða stefnu sína í þvf máli og hvernig hann sneri scr. I stór j máli þjóðar og rfkis hefði að eins verið um eitt að gera, að standa sem maður fyrir málinu liverjar sem atíeiðingarnar yrðu. Það hefði hann gert, og það œtlaði hann séi j að gera. Hann talaði í fjóra og hálfan kl. tfma, og hefir Sir Wil frid aldrei á æfinni fengið aðra eins : gagnrýni á orðum og verkum, sem Blair veitti honum f ræðu sinni. Hann talaði sem stjórmnálamað- j ur með góðri þekkingu, og talaði sem einn af fulltrúum ríkisins og þjóðarinnar, Hanh sagði að allir ; gætu fundið að J>að væri f>ungt og strangt hlutskifti, að fordæma eitt eða annað mál, sem flokksbræður manns segðu að væri afarþýðingar- mikið, og mesta framfaramál lands og þjóðar, og fordæma f>að frami fyrir embættisbræðrum sínum i ráðaneyti rfkisins, sem hann hefði yfirgefið að eins fyrir þremur vik- um, en engu sfður kvaðst liann gera það, bæði f>á og nú. Hann sagði að stjómin vissi hað oflxið vel sjálf, að aldrei hefði verið fja.ll- að um annað eins brautarmál f þessu rfki, sem þetta væri. Það væri yfirgengilegt í öllum skiln- ingi. En stjórnin, hún fylgdi f>vf fram upp á líf og dauða og flýtti því svo gegn nm þingið að slíkrar aðferðar væru engin dæmi. Sir Wilfrid Laurier liefði sagt í ræðu sinni: ‘Til þeirra, sem vilja neyða inn á stjómina þeirri stefnu að bíða til morguns, til morguns, til morguns, til þeirra sem segja okkur að bíða, bfða, bíða, til þeirra sem ráðleggja okkur að þegja, yfir- vega, endurskoða, útreikna, og afla eftirgrenslu, er svar okkar n e i . Hér er ekki tfmi til umhugsunar, heldur til starf og framkvæmd”. Hann sagði að hann hefði kallað á guð f himninum, að veita sér og stjóminni náð til að þurfa ekki að bfð^ til morguns með þetta. Hann kvað sér ekki geðj- ast að J>ví, f>egar um fjármál og járnbrautainál eins ríkis væri að ræða, að stjómarformaðurinn hróp- aði á guð af lgmni ofan, til að taka hlntdeild f þeim m&lum. En f>að hefði Sir Wilfrid gert. Eitthvað l«gi nú á!!—Sannleikurinn í f>essu máli væri sá. rikið gæti beðið, f>jóð- in gæti beðið og þim;ið gæti beðið með f>etta mál, en senator Cox g«ti ekki beðið, það væri morgur málsins. Hann kvað engu máli ætti að flýta. svo að þjóðin og þingið hafi ekki nógu langan tíma til að íhuga það rækilega. Hann gat ekki séð að það væri nokkur skynsemi að kasta slíkri f liugun upp á guð, vegna þess að þjóðin og þingið mætti ekki vera að því sjálf. Á einum stað í ræðunni fór Blair þessum orðum um stefnu Liberala: “Við erum ekki einasta að snúa bakinu við þeirri snefnu, sem við höfum fylgt í sjö ár, og við erum ekki að eins að fordæma hana ofan fyrir alt, en við erum að skrifa f>á stafi, þau orð, sem aldrei verða útþvegin aftur úr sögu þessa tfma. En stjórnin hún scr það ekki hvað hún sjálf er að gera, eða kærir sig ekk> um að sjá það, sem hún er að aðhafast”. Hann skýrði frá því, að yfir höfuð vissi hann ekki, sem járnbr- málaráðgj.. unt ýmislegt viðkorn- andi byggingu þessarar brautar. Hefði aldrei getað fengið upplýs- ingtir sem hann skildi urn f>au at- riði, en þaðan að minna skildi öll stjómin um málið, en hann sj&lfur, og þetta væri málið sem ekki mætti bfða umhugsunar til morguns, að sögn og ósk forsætisráðherrans. Guð ætti að koma og taka við yfir- vegun og umhugsun málsins, sem pénustu bundinn andi stjórnar- innar. Það væri ekki geðfelt að benda á annað þjóðmálafargan, og hér væri komið málunum, en ein- hver yrði að lyfta upp tjöldunum f>egar svona langt væri gengið, f>ó aldrei nema senator Cox gæti ekki beðið. Hann þyrfti að ná milli- ónum af peningum af peningum f viðbót við f>ær sem hann ætti fyrir. Hann játaði það, sem fyr, að nauðsyn bæri til að braut kæmi frá hafi til liafs. En J>að vfcra til tvær eða fleiri aðferðir fyrir stjórn- ina til þess, en að ausa fé og lönd- um ríkisins f Grand Trunk Pacific félagið. Fyrst af öllu hefði stjóra- in átt að hugsa um framlengingu Intercolonial-brautarinnar, sem væri rfkis eign, vestur að Stór- vötnunnm. Stjórnin hefði lfka á þessu þingi gengið f ábyrgð fyrir f>á jámbrautaeigenduma McKenzie & Mann, eftir fulla árs umhugsun. Því þá ekki að nota brautir þeirra f sambandi við stjórnarbrautina frá hafi til hafs, fyrst stjómin veitir f>eim ríkisábyrgð. En hluturinn væri sá, að stjórninni væri ekki ant um að fá braut frá hafi til hafs, annars hefði hún kvatt fylkin og Vesturlandið til málanna. En henni væri ant um, að koma kaup- unum frain við Grand Trank Pacific, og senator Cox mætti ekki bfða. Eitt kvað hann vera áreið- anlegt, og J>að væri það, að ef fólk- ið í Canada vissi alt nm f>etta G. T. P. mál og skildi það eins og vera þyrfti, þá greiddi f>að ein- róma atkvæði á móti málinu, ef þvf væri leyfð atkvæðagreiðsla. J>eim svíður. Lesendur hérlendra blaða hafa eflaust veitt þvf athygli, að í kosn- ingabaráttum ræða þau málin sem á dagskrá era í það og J>að skiftið, og rökstyðja skoðanir sínar svo sem f>au hafa föng til. En forðast persónulegt saurkast, sem þau vita að aldrei getur haft nokkra heilla- vænlega þýðingu fyrir nokkurt málefni. Og enn freinur hafa hér- lendu blöðin þann sið að láta j út rætt um kosninga atriðin strax að kosningum afstöðnum. Þetta er bæði sanngjarnt og sjálf- sagt; þvf að atkvæði almennings j er æðsta úrskurðarvald f þeim á- j greiningsmálum, og að þvf fengnu er J>að |>ýðingarlaust að lialda uppi ofsafullum æsingaræðum um þau. ; Ekki er þessu samt þannig varið með “Lögberg”, J>að virðist hvorki hafa vit né velsæmistilfinn- ingu til þess að sitja á strák sínum og bera liarm sinn f hljóði yfir kosninga ósigrinum; lieldur tekur f>að nú að emja og rymja persónu- leg illmæli uin mig, í stað þess að koma auðmjúklega fram fyrir al- menning og játa yfirsjón sína og synda afglöp f sambandi við öfga- fullar staðhæfingar og ófiverra slúð- ursögur, sem það burðaðist með um margra vikna tíma fyrir þann minnistæða 20. Júlf síðastl., f>egar Liberalflokkurinn var veginn og léttur fundinn á metum kjósend- anna í fylkinu. Til dæmis má benda á að í sfðasta Lögb., 13. þ. m., er varið nálega hálfum þriðja dálki til þess að benda lesendun- um á það að ég hafi skrifað hlægi- lega hólgrein um sjálfan mig f Heimskringlu. Þrátt fyrir [>að f>ótt blaðið hljótj að vita að ég ritaði ekki einn einasta staf í það blað, Þvf eins og lesendum má vera kunnugt, þá hef ég varið öll- um tíma mínum til undirbúnings kosninganna bæði í Gimli og öðr- um kjördæmum, einatt síðan síð- asta þingi var slitið. Eg hef þvf ekki átt kost á að vera við blaðið hversu feginn sem ég hefði viljað gera það. En hitt er eigi að sfður satt, að sem auglýstur ritstjóri blaðsins, ber ég lagalega ábyrgð á öllu þvf, sem það hefir meðferðis, hvort sem ég er nær eða fjærver- andi, og þeirri ábyrgð dettur mér ekki f hug að reyna að lötta af mér. Eg skal jafnan fús til að gangast við öllu sem ég tala rita og gjöri. En ég álft ekki sjálf- sagða skyldu mína að liggja þegj- andi undir lognum staðhæfingum Lðgbergs eða annara, og sam- kvæmt þeirri liugsun era þessar línur ritaðar. Það virðist svo mem nú ætti að vera kominn tími til J>ess fyrir Lögberg að mannast svo að það gæti ritað um m&lefni þau sem á dagskrá era lijá þjóðinni, með rök semdum og styllingu, án þess að binda sig eingöngu við æsandi og perónulegar óhróðurssögur um ein- staka menn, með öðrum orð- um J>að ætti að reina að rita fyrir h u g s u n fremur en fyrir tifinningar fólksins. Það ætti að fylgjast svo mikið með menningar og mentastraum hér- lendu þjóðarinnar að það geti séð og skilið að núverandi ritaðferð J>ess er algerlega ósæmileg, óhæfi- leg og drepandi fyrir flokk þann og þau málefni, sem f>að er að berj- ast fyrir. En þvf miður hefir blaðið ekki enn f>á náð þeim menn- ingar f>roska að geta fylgst með tfmanum. Það beitir sífelt sömu aðferðinni, sem það lærði fyrst þegar það fékk tilvern sfna. Þá, á meðan landar vorir voru ungir og fákunnandi 1 landi hér og höfðu óþroskaða þekkingu á stjómm&lum, gat Lögberg með þessari aðferð sinni leitt þá í stórhópum með sér að málum. En eftir f>ví sem árin liðu og Islendingar þroskuðust f pekkingu á málum landsins og á stefnu ogbardaga aðferð Lögbergs, eftir þvf hefir þeim óðum fækkað sem fylgt hafa blaðinu að málum, og nú er svo komið, eins og ljós- lega sást f ýmsum kjördæmum við nýafstaðnar kosningar, að f>að er orðið næsta áhrifalítið blað á met- um almennings álitsins. Þetta er f>að sem nefnast mætti “að þrosk- ast niður á við”, og f>essi “þroskun niður á við” byggist á tveimur að- alástæðum: Fyrst að Islendingar hér með vaxandi mentun og f>ekk- ingu, hafa miklu þroskaðri og sjálfstæðrri skoðanir nú en fyr á árum. Þá fylgdu þeir f>eim að máluin, sem þeir álitu hafa mest vit og þekkingu á þeim málum, sem lutu að velferð lands og f>jóð- ar. En nú finna þeir og skilja að f>eir eru sjálfir lierrar sinna eigin vitsmuna og allra f>eirra skilyrða, sem þekking og sjálfstæð skoðun i byggist á. Þess vegna eru þeirnú orðnir ótalhlfðnari og óteyman- legri en áður. Hin önnur ástæða er sú: að | það liggur á meðvitund Islendinga að Lögberg sé ekki einlægt f þeim skoðunum, sem það þykjist fram- fylgja í stjómm&lum. Þessi skoð- un almennings er viturleg og bygð á gildum rökum; t. d. hafa lesend- ur tekia eftir því að blaðið frið- mælist aldrei við lesendurna fyrir öfgar J>ær og loginn heimskuþvætt- iug, sem þaðer jafnan fult af fyrir allar kosningar. Jafnvel þegar J>jóðin er búin að sýna með at- kvæðam sínum að staðhæfingar I þess hafa verið út í hött og á eng- i um sönnum rökum bvgðar, Meira að segja er blaðið svo bligðunar- laust að það hleður skömm á skömm ofan með þvf, eftir að það hefir séð villu síns vegar, að halda samt áfram að segja vísvitandi ósatt, eins og í þessu umrædda blaði, þar sem f>vf er haldið fram að Green- i way hafi verið búinn að semja um byggingu á jámbraut til Oak Point áður en hann fór frá völdum 1899. ; Blaðið veit sjálft að enginn lilutur er fjarstæðari sannleikanum en I f>essi staðhæfing þess. Og þó kemur það með hana eins og hún | væri óhrekjandi sannleikur. Eg skil það vel að Lögb. sö illa við að unna mér sannmælis í f>essu ! brautarmáli, en f>að skal mega til að gera það livort það vill eða ekki, J þvf að ég tel mér fært að sanna hvern hlut ég á að J>essu máli, svo | að ekki verki með rökum lirakið. | Um aðra starfsemi mfna í sam- i bandi við Gimli-kjördæmið liirði ég ekki að ræða. Sú starfsemi mfn er hvort sem er ekki til lykta leidd. B. L. Baldwinson. Herra Gunnsteinn Eyjólfsson, j póststjóri við fslenclingafljót. hefir i sent Lögbergi ímyndaðan útdrátt I úr samsætisræðu, er ég flutti við i íslendingafljót að kvöldi 25. Júlí I síðasl. Gunnsteinn hefir fengið á í sig talsvert orð sem skáldsagna . höfundur, enda gætir þessarar gáfu hans í áminstri grein, J>vf það má j svo heita að hvert atriði sem þar j er áminst sé ýmist logið frá rótum | eða svo afbakað og fært úr réttu j horfi að eannleikanum er ekki leyft að koma f ljós, svo að lesend- j um skuli vera als ómögulegt að fá i sanna og rétta hugmynd um það, sem fram fór á þessari samkomu, Vel skil ég að Gunnsteini liafi gengið gott eitt til að rita grein þessa. Hann hefir vitað að Lög- bergi mundu svíða sárin undan ó- i sigri síðustu kosninga. Hann j hefir minst sögunnar f biblíunni I f>ar sem getið er um sjúkdóm j Lasarusar og að hundar hafi i komið og sleikt sár hans, og hann hefir fundið það siðfræðis- og | kristilega skyldu sfna að teygja út lyga. mannlasts og rógburðartung- I una og sleikja með henni sár Lög- [ bergs, ef ske mætti að með þvf j gæti dregið úr sviðanum. En ég get fullvissað Gunnstein um að til- ! raunir hans í þessa átt eru árang- urslausar. Það voru svo margir á þeirri samkomu, sem heyrðu hvert orð sem talað var, að honum verð- ar ekki leyft að komast upp með þá staðhæfingu að ræða infn liafi | verið lfk þvf, sem hann reynir að ; mála hana. Enda ber öll grein j hans það með sér, að hann hvorki hermi rétt né ætlist til að því sé trúað, J>ví hann tekur það berlega I fram að orð mín séu eigi rétt til- færð, atriðin eigi í réttri röð og að hann riti eftir sögusögn og sam- kvæmt tilmælum annara. Það er auðfundið að hann kærir sig ekki um að feðra sjálfur efni greinar sinnar og ber f>vf aðra fyrir sig. i Þegar þessa er gætt, og hins, að al- menningur skilur tilgang Gunn- steins, þá hygg ég að grein hans krefji ekki frekari andsvars frá minni hálfu. En þó skal [>ess get- i ið að ég er við því búinn að ræða | kvert sérstakt atriði úr áminstri j ræðu minni við Gunnstein eða | hvern annan, sem vera vill, svo að j almenningur fái kost á að kynna sér málsatriðin og dæma um hvor j for með réttnra mál. B. L. Baldwinson. MINNI íslands. Heim úr vestri hugan ber liafs of bláar slóðir þar sem dags við upprás er okkar kæra móðir. Hún um alla heimsins braut livar sem lægi vegur. sitt f kalda segul-skaut sona hjörtun dregur. Það er yndi enn að sjá, eftir tfma liðinn, ytír bænda býlin smá breiðast dalafriðinn. Þar sem Sóley. sumarrós, situr í hlaðbrekkunni; f>að er eins og lftil ljós logi’ í helgum runni. Björgin lyfta brúna svört brötttm tindum fjalla, en liið neðra blika björt blóm um gil og hjalla. Þar við klaka og kólgu ský, kuldasvipinn strfða, saman falla faðmlög f fegurðin og blfða Hugur vor þig hlaðna sér himinljósa-baugum, ægislijálm á höfði J>ér hetjumóð f augum. Oft sú minning okkar slær instu hjartans strengi. Blessist öll þfn bygð og sær bæði vel og lengi. Vorrar bernsku fagra fold, foldin vorra drauma, frjófgun þfna frjófgi mold frelsis n/rra strauma. Ar og friður alt f>itt ráð örmum vefji sínum, meðan nokkur drengskapsdáð nafnar f sonum þfnum. S. S. Isfeld. * * * Ofanprentað kvæði var prent- að f 44. nr. Hkr., en ekki eins og f>að var frá hendi höf., og er það hér með leiðrétt og hann beðinn velvirðingar.----Ritstj. / Island. Kæða flutt 2. Ágúst 1903 af SlG, J(JL. JÓHANNESSYNI. Háttvirta samkoma ! Kæru Islendingar ! Bræður mínir og systnr. Þannig leyfi ég mér að ávarya ykkur og þannig vonast ég til að mér sé óhætt að ávarpa ykkur í dag, — já, að minsta kosti í dag. Eg vonast til að svo heilagt afl hafi dregið okkur öll saman á þennan stað, að við höfnm ekkert meðferð- is liingað af neinu þvf, sem dragi úr fullkominni heimild f>ess að mega kalla hvert annað bræður ög systur; ég vonast til J>ess að draug ar þeir, sem þvf miður of oft eggja til hins gagnstæða, hafi verið svo trúlega lokaðir úti frá þessum—ég vildi mega segja—heilaga stað, að f>eir fái hér engra áhrifa notið. Margar vora þær sögurnar, er vér heyrðum sagðar af voram afa og ömmu eða pabba og mömmu f rökkrinu heima og byrjuðu á f>ess- um orðum: „Einu sinni var kóng ur og drotning í ríki sínu og karl og kerling f koti sínu“. Þessi einfalda óbrotna byrjun er okkur flestum minnisstæð og flestum kœr. Eg ætla að byrja á líka leið, ekki þó að öllu eins; ég ætla ekki að segja frá kóngi og drotningu f rfki sfnu, ekki heldur karli Og kerlingu f koti sfnu; ég ætla að segja frá einni roskjnni konu, sem ég vil kalla drotningu f rfki sfnu. Rfkið hennar er ekki stórt og f>að er ekki auðugt svo menn viti til; en kistu eina mikla hefir hún f>ó geymda í fórum sín- um, er hún liefir fyrir eigin sjóð enn þá sem komið er. Granar suma að þar muni vera fólgið fé allmikið og Tfmi konungur muni sfðar opna kistu f>essa með lykli f>eim er Þekkiug nefnist, en aðrir glotta liæðnislega og telja f>að fá- sinnu eina, eru þeir miklum mun fleiri.— Þess er gætandi að spámenn þjóðanna hafa jafnan verið f minni

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.