Heimskringla - 20.08.1903, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 20. ÁGÚST 1903.
Wuta. Land f>að, er kona f>essi
hefir til forráða, er f>annig sett að
sitt rfkið er f>ví til hvorrar handar,
annað austan og norðan, hitt sunn
an og vestan; er annað þeirra
henni fjandsamlegt, hitt vinsam-
legt. t>að sem að norðan liggur og
vill henni tjón, heitir Norðurfshaf,
en það syðra, sem ann henni tram-
fara, nefnist Atlantshaf. Konung-
ungur sá er nyrðra ríkinu ræður,
heitir Frosti; hefir hann sér við
hlið ráðgjafa þann og herforingja,
er Pólstraumur heitir: sá er óvæg-
inn og illur viðreignar; leggur
hann oft með fylktix liði að strönd-
um þar sem meykonungurinn á
rfkjum að ráða; liðsmenn lians
heitaallir sama nafni—Haffsjakar;
eru þeir misjafnir að vexti og
orku, en allir þó harðir til sóknar;
vinnur Pólstraumur herforingi oft
ærið tjón og hefir f heitingum að
taka landið herskildi. En sá er
syðra ríkinu ræður og Sólráður
nefnist á hershöfðingja að nafni
Gólfstraumur; kemur hann jafnan
að ströndum sunnan ny'gin til liðs
og liknar; tekst þá venjulega all-
snörp orusta með f>eim herforingj-
um, en svo fara leikar að lokum,
að lið Frosta konungs leggur á
flótta, það er ekki fellur, eu ærinn
skaða hefir það gert vanalega áð-
ur en sigur fáist og |>að stundmn
svo mjög, að enginn er kostur
bóta.
t»að hafa menn sóð f ríki drotn
ingarinnar, að lið Sólráðar kon-
ungs kemur úr suðvestri; langt er
síðan hjá þeim vaknaði sú hugsun,
að leita ánáðir hans og annaðhvort
gerast þegnar í rfki hans fyrir fult
og alt, eða njóta þar þess uppeldis
og þeirrar menningar, sem þeim
sagði hugur um að þar mætti vera
ef vera mætti að þeir gæti flutt
heim ávexti veru sinnar þar. Þeir
lögðu af stað til [>ess að leita lands
Sólráðar konungs og fundu f>að—
það var Amerfka. Þaðan kom Pól
straumur hershöfðingi með alt lið
sitt. Þaðan höfðu f>eir notið hollra
áhrifa og blessugarríkrar hjálpar.
Þangað eru þeir nú komnir all-
margir. og f því skyni að her-
klæðast verjum Sólráðar konungs
til varnar gegn liði Frosta, f því
skyní að efla frægðir og framaEy-
konunnar í Austurvegi, mála af
henni myndir fyrir sjónum annara
þjóða, s/na íþróttir þær er hún
kendi.æfa tungu þá er hún geym-
ir, styrkja allar þær taugar og öll
þau bönd, er oss tengja við hana—
til þess söfnumst vér saman hér í
dag. Það er auðséð á fjölda mörg-
um andlitnm umhverfis þennan
ræðupall, að heilagt og alvarlegt
er aflið, sem dregið hefir Mkið
saman við f>etta tækifæri. Þegj-
andi bera augu manna f>ess vott að
hérer um djúpar tilfinningar að
ræða. Það er satt að yfirleitt eru
skoðanir manna skiftir um það
hvort æskilegt sé að blása að glæð-
um þeim f hjörtum manna f fram-
andi landi, er ættjarðarást og þjóð-
rækni nefnast, en svo hefir það
samt verið hingað til og svo mun
f>að framvegis verða, að ættjarðar-
ástin er af fjöldanum talin helgi-
dómur sá er aldrei verði komið út
fyrir landamæri þess sálarlífs, sem
tillieyrir hverjum fullkomnum
manni. Eg þekki mann, sem hef-
ir haft þau orð við mig að hann
1 i f i að eins einn dag á ári og það
sé Islendingadagurinn 2. Ágúst.
Eg þekki annan mann, sem segist
hafa dáið andlegum dauða þegar
hann kvaddi landið sitt í síðasta
skifti og kveðst aldrei munu lifna
aftur hérmegin hafsins. Og [>ess-
ir menn eru engar skræfur, engin
ístöðulaus börn. Það eru fullkom-
lega hugprúðir og tápmiklir karl
menn, en svona eiga f>eir sterk œtt
jarðarbönd, Þérhafið eflaust ö*ll
einhvern tfma átt vini, sem f>ér
elskuðuð heitt og fölskvalaust, og
guð gefi að þér eigið þá öll á þess-
ari stundu. Þér hafið eflaust veitt
f>vf eftirtekt hvernig vináttan, ást-
in, breytti að fmsu sálarlífi yðar
þannig, að [>ór skoðuðuð /mislegt f
öðru ljósi eftir en áður og það var
eittlivað í sambandi við vini yðar.
Yður sýndust liúsin, sem þeir
bjuggu í, eitthvað meira fyriryður
en þau höfðu áður verið; orðin sem
þeir töluðu þrengdust lengra inn f
sálir yðar—jafnvel sömu orðin sem
létu yður illa í eyrumjá annara vör-
um, fengu eitthvert töframagn, ef
þér heyrðuð þau af þeirra munni.
Meira að segja fötin sem þeir voru
í sýndust yður mörgum sinnum
fegurri, að eins af því [>eir áttu
þau. Allar þessar tilfinningar
voru og eru auðvitað ekkert annað
í sjálfu sér, en nokkurskonar sælir
vökudraumar; en hvað uin [>að. ein
mitt í þeim drauum hafa flestir
lifað sfnar fegurstu stundir full -
kominnar sælu. Eins er því varið
með ættjarðarástina. Eg þekki
marga merin og margar konur, er
sjá eftir að borga 25 cents fyrir
góða skemtun, en væri hægt að
s/na liér þótt ekki væri nema einn
íslenzkan læk eða foss eða liól eða
bala, eða jafnveí eina þúfu, þá
mundi fjöldí Islendinga—og það
þessar sömu persónur—vilja greiða
heilan dal—hvað er ég að segja!—
tíu dali, ef þær ættu þá til. að eins
til þess að sjá það, ef það væri
virkilega víst að [>að voeri íslenzkt.
Yæri hér íslenzkt moldarflag,
mundi verða aðgangur svo mikill
að á lögreglu þyrfti að halda; allir
vildu ná þó ekki væri nema hand-
fylli sinni, hafa það heim með sér
eins og einhvern helgidóm, láta
það f leirker, f þeirri von að geta
sfðar glatt sig við það að horfa á
blóm, er sprottið hefði f íslenskri
mold. Þeir mnndu geyma hana
moldina þá og [>eim mundi mörg-
um vera ant um að lienni væri
dreift yfir Þá dánu, að hún væri,
höfð næst. þeim og þeir mundu
virkilega hafa [>á trú, að það gerði
grafarhvíldiná friðsælli. Það er
ekkert nýnæmi hér í Vesturhe'mi
að sjá skrautblóm og þau fögur, en
liefði ég f liendi mér knippi af fífl-
um, sem teknir hefðu verið f ís-
lenzku túni, eða bindi af sóleyjum
úr fslenzkum velli og gæti fest á
barm hverjum einasta manni og
konu, sem hér hafa mætt í dag, þá
myndi angurblandin gleðibjarmi
lysa allmög augu, fegnaðarbros
mundi leika um varir manna og
kvenna; blóðið mundi hitna og
roði færast í kinnar, og íslenzka
túnið, íslenzki völlurinn, þar sem
sóleyjamar greru, mundu renna
upp fyrir sjónum manna með ðllum
þeim endurminningum, sem æsk-
an og bernskan eiga hms vegar
hafsins. I anda mundu menn
flytjast, li e i m, heirn f hlaðvarpann
þar sem þeir léku sér eins og sak-
laus börn, heim í litla bæinn, þar
sem þeir sátu f rökkrinu þegar frið
ur og ró hvildi yfir öllu eftir unnið
dagstarf og lilusta á mðmmu eða
pabba eða ömmu eða afa segja sög-
ur fornrar frægðar og drengskap-
ar. Þeir mundu minnast þess
hversu mjög þá f/sti að vera orðn-
ir “stórir“, til þess ‘að geta unnið
einhver afreksverk, eins og Gunn-
ar eða Kjartan og berja á þeim
sem líktust Merði eða Bolla. Já,
hún er býsna glögg í hugum
margra ættjörðin okkar. Manns-
hugsunin er eins og margbliiðuð
myndabók. Myndirnar misjafn-
lega stórar og misjafnlega skýrar,
en á fremstu sfðunni f þeirri bók
getum vér þekt myndina hennar
móður vorrar og ekki þarf að
livessa svo rnjög á hugsunardjúpi
voru til þess að blöðin fjúki til og
bókinopnist einmitt þar. Þar
höfum vérbrotið blað.
Þegar ég lft yfir þennan hóp
dylst mér það ekki, að hann er
býsna mennilegur. Þó er það eitt
sem ég sakna og sakna sárt; það
er skotthúfan og peisan. Þér get-
ið lfklega ekki gizkað á það hversu
mikillar ánægju það fær mér, að
horfa á tvær stúlkur, sem ég sé
þama fram undan mér—auðsjáan-
lega nýkomnar að heiman. Mér
finst eins og þessar stúlkur vera
eittlivað skyldari mér en allir aðr-
ir, er ég sé hér.
Ef ég mætti nokkra tillögu
gera f þá átt, að auka helgi íslend-
ingadagsins, þá er hún sú, að allar
konur og allar stúlkur, sem föng
hafa á. kæmu sér upp íslenzkri
peisu og skotthúfu, helzt að húf-
urnar væru prjónaðar úr bandi, er
spunnið hefði verið heima á ís-
laudi og peisurnar gerðar úr vað-
máli þaðan. Þennan búning ættu
þær að eins að bera einn þrjúhundr
að sextugasta og fiinta part af ár-
inu—að eins á Isleudingadaginn
2. Ágúst.
ÍSLENZKIfí FfíUMBYGGJAfí.
Þegar fyrstu íslenzku frumb.yggjarnir
ko nu hingað, var eyðilegt um að lítast eftii
því sem nú er En sá mismunur er ekki eins
raikill og munurinn á vanaiegu kafli og
kaffinu sera blue ribbon hefir fraro að bjóða,
og sem allir sækjast eftir, sem þekkja það.
Menn geta fengið það hér um bil f öllum búð-
um. Það er laust við alt rusl og óhroða,
brasðgott með þsegilegura keim.
Heimtið pioneer coffee af þeim sem selja
ykkur daglegar nauðsynjar, þú fáið þið bezta
kaffið sem tiler.
Ef þið viljið fá enn þá dýrara kaffi. þá skrif-
ið þið eða finróð Blue ribbon mfo, co,
Reynið bez'-a og hreinasta kaffið sem til er.
Blue Ribbon Mfg. Co. Winnipeg-.
Að endingu vil ég bera fram
þá einlægu ósk, að eins og Gólf-
straumurinn héðan frá Ameríku
þar austur um haf liitar og hlýir.
er nokkurs konar vemdarengill
ættjarðar vorrar gegn ofurvaldi
þvf, sem á landið herja frá ríki
Frosta, eins megum vér lialda fast
við áform vort. að veiti heim and-
legum straumi, sem rfki menning-
arinnar og framfaranna vinni eins
mikið gagn og hinn straumurinn
vinuur í rfki náttúmnnar. Með
þeirri ósk í huga sér og í þeim á-
setningi að sýna það f verki, liver
eftir sfnu megni, vona ég að allir
taki undir með mér og segi.
Lengi lifi Island !
Kardínálarnir.
Blaðið New York hefir ný-
lega prentað eftirfylgjandi töflu
sem s/nir tölu karinálanna gagn-
vart tölu kaþólskra trúenda í heim-
inum. Eru hlutföllin á milli kar-
dinálanna og trúendanna of mis-
jöfn.
Rfki kaþólskir kardínálar
Ástralfa 739,122 1
Austurríki 27,754,977 5
Þýzkaland 17.674,921
Frakkland 40,990,923 7
England 1.500,000 8
írland 3,310,028 1
Ítalía 32,449,754 39
típánn 18 059,500 5
Bandarfkin 9,239,166 1
Hér eru að eins þau rfki og
lönd nefnd, sem hafa kardinála-
sæti í kardínálaráðinu. Kaþólski r
menn eru f stórhópum og millíóna-
tali víða ánnarstaðar, en á nefnd-
um stöðum, en þeir hafa ekki þau
réttindi að liafa kardfnála í ráði
æðstu embættismanna páfadóms-
ins. Mið- og Suður-Amerfkumenn
hafa engan kardfnála, og eru þeir
þó'svo millfónum skiftir kaþólskrar
trúar, Sem stendur liefir England
engan kardfnála f þessu eina sæti
sem það er ekki enn þá búið að
velja kardínála í stað Vaughans,
sem dauður er fyrirstuttu sfðan.
Það leynir sér ekki, þegar lit-
ið er á þessar tölur, að páfinn og
ráð hans fer ekki eftir fólksfjöld-
anum og atkvæðamagni. T. a. m.
hefir Frakkland yfir 40 millfónir
kaþólskra manna og að eins 7 kar-
dinála, en Italfa meira en 8 rnillí-
ónum færra, en 32 kardínálum
fleira. Má vera að páfinn og ráð
hans svari þessu því, að þeir mæli
ekki erindreka kyrkjunnar eftir
pólitiskum mælikvarða í atkvæða-
greiðslu, þar sem stjórnmenskan
byggir aftur undirstöðu sina á ein-
staklings viljanum. Þeir um það.
En aftur er hverjum skynbærum
manni það óskiljanlegt, að Italir
hafi svo mikin og fagran kyrkju-
legan þroska, að þeir vegna auð-
mjúkrar trúar eigi 39 sæti í kaþ-
ólska kyrkjuráðinu. ítalir eru
alstaðar þektir sem einhver óment
aðasta, latasta og óliemjulegasta
þjóð í Norðurálfunni. Auðvitað
em margar undantekningar frá
þessu, því þjóðin á bæði mentaða
menn og listamenn, sem aðrar þjóð
ir, en almúginn er yfirleitt prakk-
aralýður, í þann reit skýtur kyrkj
an dýpstum rótum. En þetta er
alls ekki svo undarlegt, þegar gætt
er að sögunum fyrr og nú. Ekki
einasta sögu kaþólsku kyrkjunnar,
heldur lútersku kyrkjuunar. Páf-
inn hugsar má ske sem svo, að
bezt sé fyrir sig að liafa sem flesta
af ráðanautum sínum sem næsta
sér, og f öðru lagi er hann má ske
fösari á að skipa þá menn kardin-
ála. sem hann þekkir persónulega,
og búa rétt í kringum hann. Þetta
er gömul kyrkj ulegjregla 'og vanda
söm, sem yfirmenn kyrkjunnar j
yfirleitt hanga f, þegar þeir eru að
vernda gjörðir sínar. En [hve rit-
aði og talaði Leo XlII.J'þá svo
heitt og skýrlega umjj sósíalismus
og jafnaðarmensku,ef húnjgat ekki
einu sinni að þessu leyti átt við j
annan verkahring páfa veldisins?
Þó við frá sögulegu^E sjónarmiði
gengum út frá því; að ítalfa sé
frumheimkynni og]grö6rarstía|kaþ
ólsku kyrkjunnar og] þar af leið-
andi eigi þjóðin þar meiri’Jheimt-
ingu en aðrar þjóðir] að hafa aðal
forsjá kyrkjunnar f hendi (sér, þáj
liefir sú skoðun ekki við nokkurn
hlut að styðiast, þegarjffarið er á
annað borð að ryðja Jirautjjafnað-
armenskunni. Það er vonandi að
Pius iiáfi 10, sem sagður JerJmesti
mannvinur, rétti lilutljtrúbræðra
sinna bæði í þessu sem öðru. Það
sýnist á engri óransakanlegri reglu
bygt, að kardinálarnir séujað eins
64. Megi ekki fækka þeim á ítalu j
þá er að f jölga tölu kardinálaráðs-
ins. og láta alla kaþólska menn
liafa réttindi, bygð á mannréttind-
um, sem aðra menn. Þegar á
æðra skoðana stig kemur, þá eru
það niannréttindin fyrst afj<>lln, er
ráða. Og þau eiga að ráða. Það
vita allir hugsandi menn, að trúar-
skoðanir eru að mestu utau við
hversdags lffsbaráttu einstakliugs-
ins. En mannréttindin “koma til
greina. nær því að segja] í hverju í
spori f lífinu. Og eftir því, sem
einstaklingurinn hefir þau meiri,
eftir því er hann göfugri. Það erj
von [>ð opnar undir blæði þeirn |
mönnum, sem eru sjáandi]og]hugs j
andi. þegnr þeir sjá og finna
þrælavaldið yfirgnæfa réttlæti og
mannúð, hvort heldur það er f
kyrkjulegum eða verslegum mffl-
um. Og svo ætti páfanum og ráði j
lians að fara í stjórnmálura kyrkj- j
unnar. Láta alla hafa sania rétt,
fjær og nær, og hafa kardfnálatöl-
una sem jafnasta, og bygða á fólks
fjölda.
Nýjar náinur.
Það hefir lengi farið orð af
því, að auðugt væri af málmum og
öðruin d/rum jarðefnum með fram
Athabasca fljótinu í Norðvestur-
landinu. Þeir menn sem þar hafa j
verið kunnugastir og mest hafa j
rannsakað landið, hafa haldið því
frani að ekki skorti annað en pen-
inga til að vinna námur þar. Sú
stund sýnist nú komin, að pening-
arnir séu fengnir, og að þar verði
byrjað á námastarfi. Maður heitir
Alfred von Hammerstein, sem
kunnugastur allra hvftra manna er
á þessum stöðvum. Hann er ný-
kominn til Edmonton, úr ferð
senni til Englands og vfðar um
Evrópu. Með honum kemur inað- j
ur úr Lundúnum, sem er umboðs-
maður auðfélags þar. Þeir hafa
þegar skroppið út f óbygðir þangað
sem Hammerstein hafði fundið
mestu námalfkindi, og segja að
þar séu námar, sem geymi rhodum,
bismuth og platinu. Hammer-
steiu hafði tekið sýnishorn af þess-
um efnum með sér til Englands
og látið rannsaka þar. Þessu fé-
lagi leist svo vel á þessi sýnishorn.
að það sendi þenna mann með hon-
um, og ef honum sýndist staður-
inn eins álitlegur og Hammerstein
lét af honum, [>á hefir það pen-
inga ú reiðum höndum, til að byrja
námavinnu. Ennfremur er sagt
flANITOBA.
Kynnið yður kosti þess áður en þér ákveðið að taka yður bólfestu
annarstaðar.
Ibúatalan i Manitoba er nú.............................. 275,000
Tala bænda i Manitoba er................................. 41,000
Hveitiuppskeran í Manitoba 1889 var bushels.............. 7,201,519
“ “ “ 1894 “ “ 17,172,888
“ “ “ 1899 “ “ 27.922,280
“ “ “ 1902 “ “ 58.077.2S7
Als var kornupp3kerau 1902 “ “ ............. 100 052,343
Taia búpenings í Manitoba er nú: Hestar...... ........... 146,591
Nautgripir................ 282,848
Sauðfé.................... 35,000
Svin................... 9'.598
Afurðir af kúabúum í Maritoba 1902 voru................... 8747.603
Tilkostnaður við byggingar bænda í Manitoba 1899 var.... {1,402,300
Framförin í Manitoba er auðsæ af fólksfjölguninni, af auknt m
afurðum lanlsins. af auknum iárnbrautum, af fjölgun skólanna. af va i-
andi verzlun, af vexti borga og bæja, og af vaxandi velHian
almennings,
í síðastliðin 20 ár hefir ræktað land aukist úr ekrum........... 50.000
Upp í ekrur.................................................. .2,500.000
og þó er síðastnefnd tala að eins einn tíundi hluti af ræktanlegu landl
f fylkinu .
Manitoba er hentugt svæði til aðseturs fyrir innfivténdur, þar er
enn þá mesta gnægð af ágætum ókeypis heimilisréttarlöndum og mðrg
uppvaxandi blómleg þorp og bæir, þar sem gott er til atvinnu fyrii.
karla og konur.
1 Manitoba eru ágætlr (riskólarfyrir æskulýðinn.
f Manitoba eru mikil og fisksæl veiðivötn, sem aldrei bregðast.
í bæjunum R'innipeg, Brandon, Selkirk og fleiri bæjum mun n4
vera vfir 5,000 fslendingar, og i sjö aðai-nýlendum þeirra i Manitoba.
eru rúmlega aðrar 5,000 manna. Þess utan eru f Norðvesturhéruðunum
og British Columbia um 2,000 fslendingar.
Yfir ÍO millionfr ekrur af landi i Hauiioita, sem enn þá
hafa ekki verið ræktaðar, eru til sölu, og kosta frá $2.50 til $6.00 hver
ekra, eftir gæðum. Þetta land fæst með vægum kaupskilmálum.
Þjóðeignarlönd í öllum pörtum fylkisins, og járnbrautarlönd með
fram Manitoba og North Western járnbrautinni eru til sölu.
Skrifið eftir nýustu upplýsingum, kortum o. s. frv. alt ókeypis, tU‘
HON. R. P ROBLIM
Minister of Agriculture and Immigration,
WINNIPEG, MANITOBA.
Eða til:
JoHepli B. Sknpatxon, innflutninga og landnáms umboðsmaður.
að maður að nafni Chamberlain frá
Pretoria liafi farið í fyrra með
þessum Hammerstein til hinna svo
nefndu Pelican strengja, til þess
að rannsaka þar gosbrunna, og á
annan stað, þar sem stjórnin lét
byrja á að grafa eftir oliu 1899,
sem svo var strax hætt við. Fyrir
hönd ríkisfélags hefir þessi Chamb-
erlain gert tilraunir að fá þann
stað leigðan um nokkur ár, sem
væntanlega olfunámu. Fái hanu
stiiðvarnar leigðar ætlar liann að
byrja tafarlaust á þvf að bora eftir
olíu.
Hammerstein segir að engin
tregða verði á, að fá peninga til að
vinna með þær miklu og marg-
breyttu námur, sem séu í Atha-
bítsca héraðinu, þegar einhverjir
séu byrjaðir, þvf eftirtekjan hljóti
að verða mikil.
D. W Fleury & Co.
UPPBOÐSHALDARAR.
»2« SIIÍTH STKEET,
two doors north of Portage Ave.
selur og kaupir nýja og gamla hús-
muni og aðra hluti, einnig skiftir hús-
munum við þá sem þess þuiTi. Verzlar
einnig meðlðnd, gripi og alskouar vörur.
TELEPHONE I 457. - Oskar eftir
viðskiftum Islendinga,
OLI SIMONSON
MÆLIR MEÐ SÍND NÝJA
Skandinavian Hotel
718 fflain Str,
Fæði $1.00 ádag.
(janadiag fatifit ([ailwai
Bonner & Hartley,
Liögfræðingar og landskjalasemjarar
494 nainSt, -- - Winnipeg.
R. A. BONNER. T. I,. HARTLBY.
Jola skemtiferdirnar i
Desember.
Fram og aftur
lœgsta fargjald
til allra staða í
ONTARIO,
QUEBEC
og
SJOFYLKJANNA.
Gildir þrjá mánuði.
Viðstöðuleyfi veitt þegar komið et
austur fyrir FORT WILLIAM.
TOURIST
og fyrsta pláss
SVEFNVAGNAR
& hverjum degi.
Jola og nyars-farbrefin
fram og til baka kosta TVO ÞRIÐJU
vanaverðs.—Farbréfin til sölu Des.
21. til 25. og 30. ál., og Jan. l!
Gilda til 5. ]an., að þeim degi með
töldum.
Eftir frekari upplýingum snúið yður
til næsta umboðsmanns C. P, R fél
eða skrifid
C. E. McPHERSON,
Gen. Pass. Agent,
1 VVINNIPEG.