Heimskringla - 03.09.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.09.1903, Blaðsíða 2
I HEIMSKRINGLA 3. SEPTEMBER 1903. Qeiniskriiigla. PUBLISHBD BY Th« Heimskringla News 4 Pablishing Co. Verð blaðsins í Canadaog Bandar $2.00 nm árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupend- um blaðsins hér) $1.50. Peningar sendist i P. 0. Money Oider Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávisanir á aðrabankaen i Winnipeg að eins teknar með afföllum. B. L. BaldwinNon, Edltor tc Manacrer. Office : 219 McDermot Ave. P O. BOX Nýtt gróðabragð. N/lega varð f>að opinbert á fundi í New York, sem forsetar sparibankanna þar f liorginn höfðu með sér, að verkalýðurinn þar í borginni og öðrum borgum f Banda rfkjanna hefir ýmist hætt að leggja sparifé sitt á bankana í sömu hlut- föllum eins og áður gerðist, eða menn hafa á sfðastl. m&nuðum dregið út af þeim talsvert af f>vi sem þeir áttu f>ar inni. Þessu var í fyrstu ekki veitt mikil eftirtekt, en svo þegar að þvf var g&ð, þá gerðu bankastjðmir ineð sj&lfum sér þá grein fyrir [>essu, að Ifklegt væri að hin ýmsu verkföll þar í landi hefðu haft þaru áhrifað neyða verkalýðinn eða þann hluta hans, sem fé átti sjáanlega aflögu, til að grípa til þess um stundarsakir til nauðsynlegs lífernis kostnaðar. Svo fóru bankastjómirnar að graf- ast eftir orsökinni til þessa og yfir höfuð að gera sér ljósa grein fyrir f>vf hver breyting hefði orðið á kjðrum verkalýðsms og af hverju hún ef nokkur vœri mundi stafa. Öllum var það Ijóst, að mesta góð- œði er nú í landinu, eins og sjá má af hinum tfðu verkföllum, því þau eru f flestum tilfellum samfara iðn aðarlegrar starfsemi; þess vegna var það lítt skiljanlegt hvemig á því gat staðið, að vinuulýðurii.n væri að draga fé sitt úr sparisjóð- unum. En eftirgrenzlan l>anka- stjóranna leiddi f>ann markverða sannleika í Ijóg og sem [>eir svo opinberuðu á þessum fundi, að í stað f>ess að leggja sparifé sitt á banka, sem að eins gefa 3 per cent vexti, [>á em nú /msir menn og konur í Bandaríkjunum, bæði í flokki verkamanna og einnig í flokki smákaupmanna, farnir að verja þvf litla fé sem afgangs er daglegum þörfum þeirra, til þess að kaupa hlutabréf í auðs- og fram leiðslustofnunum landsins, svo sem í banka, jámbrauta, kola, járn, stál og olfu og öðrum slfkum stofnun- um, þar sem féð er vel trygt og vel arðberandi. í flestum þessum fé- lögum eru hlutabréfin seld langt fyrir ofan jafngildi, alt eftir f>ví hve mikin arð stofnanir þær sem pau hljóða upp á gefa af sér á hverju ári að jafiutði. En verð- upphœð hlutabrf'-fanna hindrar ekki fólk þetta frá að kaupa þau. Alt er um að gera að [>au séu hlut- ir f þeim télögum, sem þjóðin er búin að fá trygging fyrir að sé varanleg eign og sé arðberandi. Það er og annað í sambandi við þetta mál, sem er alleftirtektavert, og það er að f>að var ekki innfœtt Amertkufólk, sem hyrjaði þessa hreyfingu, heldur voru það útlend- ingar: Gyðingar, Grikkir og ítalir sem þannig sýndu að [>eir höfðu meiri fjárhagshyggindi, heldur en innlendi verkalýðurinu. En svo bendir þessi breyting á fyrirkomu- lag, sem þannig er upptekið til að ávaxta sparisjóð í heild sinni á vaxandi þekkingu og skynsemi fólksins, auk þess sem það hefir af- ar mikla þýðingu til góðs fyrir þær stofnanir, sem það leggur fé sitt f, [>vf að það þ/ðir velþóknuh verka- lýðsins á f>éim stofnunum. Það er óþarfi að færa nokkrar röksemdir til að sanna þá staðhæfingu. að f>ess dreifðari sem hlutir eins jám- brautarfélags eru meðal almenn- ing, f>ess tryggara er f>að félag og óhultara gegn hatri og ofsóknum sérstakra mannflokka og öllum þeim afleiðingum, sem sllkri óvild fylgja, og sama gildir við aðrar nauðsynja stofnanir. Hugsum oss að [>essi hreyfing gangi svo langt, að allar þær hundr uð millíónir dollars, sem þjóðin á nú á sparibfinkum landsins, væru lagðar f hlutabréf f slíkar stofnanir þá væri langt spor stigið í áttina til þjóðeignar slíkra stofnana, og [>ar af leiðandi langt spor stigið til þess að koma á betra sainkomulagi en að undanförnu hefir átt sér stað milli auðs og erviðið, [>ví að [>á væri [>að til hagsmuna fyrir alþýð- una, sem væri meðeigandi í þess- um stofnanum, að koma í veg fyrir verkföll með öllum þeim skaðlegu afleiðingnm, sem }>eini fylgja: öf- undsýki óreglu- og aðgerðaleysis- seggja yfir velgengni allra [>eirra, sem nenna að hugsa og starfa, mundi þá að miklu leyti hætta að gera vart við sig. Það yrði þá sjá- anlegt að einstaklingar alþýðunn- ar fengju full laun atorku sinnar og fyrirhyggju, og þeir sem hvor- ugt þetta hafa til að bera, yrðu að sætta sig við hinar náttúrlegu af- leiðingar af mannrænuleysi sfnu og ódugnaði. Ýmsar iðnaðarstofnanir hafa á sfðari árum tekið upp þann hátt, að bjóða verkamönnum sínum hluta f stofnunum þeim sem [>eir vinna fyrir, með miklum afslætti frá markaðsverði, til þess að gefa þeim kost á að verða hluthafar og auka áhuga þeirra fyrir vexti og velgengni þeirra stofnana og njóta að sfnum hluta vinnuarðsins af þeim. Sérstaklega hefir st&lfélag- ið mikla f Bandarfkjunum gengið á undan f [>essu efni. Aðrar stofn anir hafa gefið verkamönnum sfn- um þóknun (lx>nus) eftir ákveðið tímabil, með sama tilgangi og að framan er sagt, og enn önnur félög hafa, sérstaklega járnbrautarfélög, svo sem Pennsylvania, C. P. R. og fleiri slík félög hafa tekið upp þá reglu, aðeftirlauna gamla verka- menn sina fyrir langa og dygga þjónustu. Alt [>etta eru hvetjandi meðöl til f>ess að halda sem bezt- um og flestum mönnum sem allra lengst við sömu atvinnu, en bezt er þó fyrsta aðferðin, sú, að gera verkamenn einnar iðnaðarstofnun- ar hluthafa í þeirri stofnun. Það hefir og komið til orða að verka- mannafélögin, sem slfkt gætu hve- nær sem þau vildu orðið hluthafar f [>essum stofnunum með [>vf að kaupa hlutabréf þeirra í markað- inum eins og hver annar almennur hluthafi verður að gera, og [>ó slík félög gætu ekki lagt til næga pen- inga til að kaupa upp fleirtölu hlutabréfa, [>á gætu þau samt keypt nógu mörg til [>ess að eiga tilkall til að hafa mann úr sfnum flokki f stjómarráðinu, sem svo fengi fulla þekkingu á [>eim starfsregl- um og öðram atvikum sem slfkar stofnanir stjómast af. Með [>essu móti mundu hugir verkveitanda og vinnuþiggenda dragast saman, því að hvorirtveggja hefðu f>á sameig- inlegra hagsmuna að gæta, hvorir tveggja væru [>á orðnir „auðvald“ f orðsins fullu merkingu. En hættu- tfmabilið f þessum félagsskap yrði þá. f>egar svo illa léti f ári, að það yrði tap í stað gróða við starfsemi einhverrar slfkrar stofnunar og það má jafnan búast við að slíkt geti af einhverjum ófyrirsjáanleg um orsiikum komið fyrir, en jafn- vel þá mundu verkamenn græða það, að fá þekkingu á þvf hver völd f>að eru í verzlunar og iðnaðar heiminum, sem tap og gróði slíkra stofnana stjórnast af, ef [>eir vissu [>á hvar orsakimar lægju og sú þekking út af fyrir sig gæti ver- ið [>eim stórmikils virði fyrir fram- tíðina. Ýmsir hagfræðingar og f>að jafnvel úr flokki verkamanna hafa bent á það. að verkamanna félögin hafi til umráða sjóði til hjálpar veikum meðbræðrum, og enn fremur sjóði til þess að l>orga vikulega vissa upphæð þeim sem gera verkföll; slíkir sjóðir, eða sér- staklega sá síðarnefndi. gœtu orðið notaðir tilþess að kaupa upp hluti f iðnaðarstofnunum landsins. Fé- lögin gætu enda lagt skatt á verka- menn sfna f [>eim árum, sem at- vinna er nægileg og kaup gott og notað [>ann sjóð sem þannig^mynd aðist, til þess að kaupa hlutabréf f þessum iðnaðarstofnunuin. Slfk- um peningum væri vel varið; [>eir væru bæði tryggir og arðberandi. Vextir þeirra eða ágóði ^hlutabréf- anna gæti orðið notaðir til styrkt- ar veikum hluthöfum og sjálf inn- stæðan væri varanleg eign, sem gengi til ekkna og erfingja Jæirra látriu. Eitthvað Þessu lfkt mun liafa vakað fyrir þeim útlendingum sem byrjað hafa þá hreyfingu í New York rfki, að kaupa hlutabréf í tryggum iðnaðarstofnunum [>ar eystra. Hugsanlegt virðist að þetta geti orðið fyrsta sporið í átt- ina til [>ess að jafna misfellur þær sem svo tíðar eru nú á dögum milli auðs ogatvinnu í Ameríku. Hugs- unin að ná hlutabréfum í verkstæð um iðnaðarstofnananna s/nist hyggileg, að minsta kosti eins hyggileg fyrir verkalýðinn, eins og fyrir auðmenn landsins. I Cana- da á verkalýðurinn nú sem stend- ur um 80 millíónir dollars f spari- bönkum ríkisins, eða sem næst $14,50 á hvert nef í landinu. Af þessu fé l>orga bankarnir að eins 3% á ári, en f>að er miklu minna en flestar stofnanir landsius borga af hlutabréfum sfnum, Svo era póst- húsbankar rfkisins. I fyrrageymdu þeir 1 Ontario $255, í Quebec $292, í Nova Scotia $268, f New Bruns- wick $385, í Manitoba $161,’f Brit- isli Columbia 282, í Prince Ed- ward Island $234 og í Norðvestur- héruðunum $171 aðjafnaði á hvem mann, sem átti fé á þessum bönk- um. Á þessum stöðum er féð vel geymt, en það væri alveg eins vel geymt í hlutabréfum, segjum Win- nipeg-strætisbrautafélagsins, sem nú kosta $215 hver $100 hlutur, og borgar 6% eða meira á ári hverju f ágóða af hverjum dollar í söluverði hlutabréfanna, Ýms önnur félög borga hærri rentu, svo sem bankafélög og Montreal Tele- graph, Dom. Coal, Lake of the Woods og fleiri félög, sem eru eins trygg og ríkisskuldabréf. Ýms af þessum félögum borga alt að 10c. á hverju ári f ágóða af hverjum dollar, sem hlutabréf þeirra hljóða upp á, og gróðinn fer alt af vax- andi eftir þvf sem landið byggist og iðnaður eykst í þvf. Slík hluta bréf seljast ætfð á markaðnum fyrir fult verð, svo að þeir sem eiga þau, geta altaf fengið peninga sfna, ef þeir vilja losast við hlut- ina. Hluteign f slfkum féliigum hefir og það f för með sér, að hlut- hafar eiga kost á að kynnast hver öðrum og öllum hag og háttsemi félaganna og starfi og framkvæmd- um [>eirra; og enn fremur má vænta [>ess, að hluthafar eigi hæg- ari aðgang að vinnu og embættuin f slfkum félögum, heldur en þeir sem enga hluti eiga f [>eim. Fyrr eða síðar kemur sá tíini, að íslendingar og aðrir upplýstir menn fara að gefa þessu máli meiri gaum, en þeir hafa gert til [>essa dags. Þegar sá dagur kemur, þá er stigið eitt aðalsporið f áttina til þess að þeir taki sanngjarnan þátt f starfs og iðnaðarlffi þessa lands. En sá sanngjarni þáttur liggur i [>vf, að þeirnjóti sfns fulla skerfs af gróða [>eim og atvinnuafli, sem þessar stofnanir hafa í för með sér. Heimskringla hefir gert sfna vísu í þvf að benda á þetta, en fólkið verður að hafa framkvæmd- ina. f Nýjir tollar á Islandi. Eitt af máluni þeim, sem al- þingi í sumar hefir til meðferðar, er frumvarp [>að frá séra Eggert Pálssyni að landsstjórnin leggi inn- flutningstoll á smjörlíki, 10 aura á pundið, og 2 aura á hvert pund af osti, og 1 eyri á hvert pund af kartöflum. sem til landsins eru fluttar. Þetta mun eiga að vera tekju- tollar til arð fyrir landssjóð. Enn þá er óvfst hvað alþingi gerir við frumvarp petta, en svo mikið er víst að sumt í þvf ætti að fella. Um tollinn á smjörlfki má segja, að ef hann á að vera til þess að út r/ma þeirri vörn úr landinu, þá er hann máske alt of lágur. En nú víkur málinu svo við á Islandi að þjóðin framleiðir ekki eins mikið smjör og hún þarf til heima nota, og verður þvf að kaupa útlent smjör eða annað viðbit f þess stað, og af þvf að fátœktin er annars- vegar en þörfin fyrir einliverja við- bitsnefnu hinsvegar, þá neyðist fólkið til að kaupa þenna óhroða, sem [>að lætur sér nægja í stað smjörs. Athugun þingsing verður. þvf að lúta að því að úrskurða hvort fólkið eigi að fá kost á að ná að sér þessari vöru með sem minst- um kostnaði, eða hvort hún með tollálagningu á að verða svo verðhá f innkaupum að þjóðin kjósi frem- ur að kaupa útlent smjör, sem að sjálfsögðu er bæði ljúffengara og hollara, þótt það sé nokkuð dýrara. Sé hið sfðara tilgangurinn, þá er 10 aura tollur á pundið alt of lág- ur, en se það ekki tilgangurinn, og sé þingið þeirrar skoðunar að þjóðin hafi ekki efni á að kaupa sér smjör til viðbits, þá er þessi tollálagníng í hæsta máta óþörf, og ætti ekki að eiga sér stað. Um toll á osti er það að segja, að ostur á Islandi er nú þegar svo dýr að óþarfi er að ofþyngja gjald- þoli almennings með tollbyrði á þá vöra; hún er hvort sem að eins keypt af [>eim sem búa í bæj- um við sjávarsíðuna, og sem sfzt allra landsbúa era fœrir um að rísa undir aukinni byrði. Ostur er holl fæða og ætti ekki að vera gerð almenningi d/rari en nauðsyn krefur. Ef stjórnin þarf nauðsynlega að fá sér inntektir með tollum, þá ætti hún að leggja þá aðallega á munaðarvöramar, svo sem víd, öl, tóbak, vindla og annað þess háttar. En út yfir tekur það ákvæði f þessu frumvarpi, sem fer fram á það að leggja einn eyri á hvert pund af innfluttum kartöflum. Það eru f>0 aurar, eða sem næst 17c & hvert bushel af karöflum, en sá tollur er að mun hærri en nemur öllu verð- inu á kartöflum keytum í Mani- toba á haustin. Hér hafa verið keypt heil jámbrautarvagnhlöss af kartöflum frá bændym f norðvestur liluta fylktsins fyrir ekki meira en | þess tolls sem séra Eggert vill nú láta leggja á þessa vöra á Is- landí. Kartöflur keyptar frá Nor- egi og Skotlandi hafa á umliðnum árum kostað um 12 kr. hver funna, komin til Isl., og þegar svo þessum tolli prestsins er bætt þar við, þá verður tunnan sem næst 141 kr., eða yfir $1.00 hvert bush., sem er meira en þrefalt d/rara en sama vara kostar hér f landi. En verði þessi tollálaga á hinn bóginn til þess að kenna Islendingum að rækta svo land sitt að þeir verði með tímanum kartöflulega sjálf- stæðir, þó þeir komist ekki svo langt að græða árlega milliónir króna á þeirri starfsemi, eins og vinur vor Stefán B. Jónsson liefir haldið fram að mögulegt sé að gera, þi hefir ekki verið til einskis barist. Þá er tollur þessi 1 mesta máta þarflegui og nauðsynlegur; og ætti að komast á sem fyrst. / Islenzkar bókmentir. Svo er nú komið um síðir, að fegurð fjallanna á Fróni hefir vak- ið eftirtekt skemtiferðamanna og má nú sjá í hinum miklu amerík- önsku bókhlöðum hillur hlaðnar með myndabókum og ferðasögum þeirra. Englendingar, Þjóðverjar,1 Ameríkumenn og Frakkar keppast i [>ar hvér við annan, og lær flestum saman um, aðlandið sé fagurt, frftt og „yfirbragðs mikið til að sjá“. Ransóknir vísindamanna, hvað snertir fslenzkar fommenjar, hafa aldrei verið sóttar með meira kappi ennú, og varia lfður svo mánuður,' að ekki komi út bók eða bækling- ur um Eddu eða Völsungasögu. Nútfðar bókmentirnar eiga öðru happi að hrósa. Þær standa eins illa að vígi og vísindamennirnir á- * gætu, synir Darwins, frægð feðr- anna yfirskyggír nútíðina svo al- gerlega, að jafnvel stórmennin vekja litla eftirtekt, Þegar Fran- cis Darwiu kveður sér hljóðs og vill ríikstyðja hinar stjörnufræðis- legu uppgötvanir sfnar, þá hlýðir enginn á, en allir þylja lof hinum mikla Charles og lesa í tfunda sinn ritgerðir hans um d/r og jurtir. Þegar Matthias eða Þorsteinn flyta kvæði, snúa flestir hinna lærðu Þjóðverja bakinu að og rita stór- yrtar lofklausur um Snorra Sturlu- son og Egil Skallagrímsson, og barma sér yfir því, að nú finnist ekki lengur nokkrar bókmentir á Islandi. Og svo halda lærðir menn f Winnipeg fyrirlestra til að sýna fram á, að nútfðar bókmentir Is- j lands séu léttvægar og lítilf jörlegar. Þrátt fyrir alt s/nist nú betri tfð í vændum. Hinu mesta bóka- j safni Bandaríkjanna — bókhlððu Bostonbæjar—hafa nylega borist þrjár markverðar bækur: „Three Visits to Iceland“, eftir Mrs Dis-! ney Leith; „Geschichte der Is- ! landischen Dichtung der Neuzeit1, eftir Carl Kuchler og Islandische Dichter der Neuzeit, eftir J. C. Poestion. Mrs. Leith mælir hlýjum orð- um til íslendinga og ber þeim góð- an vitnisburð á alla vegu. Hún segist hafa þýtt töluvert mörg ís- j lenzk kvæði. en flest þeirra eru i annarstaðar prentuð en í bók þess- ari. í bókinni era þó nokkur kvæði, á meðal þeirra lipur [>/ðing af kvæðinu „Gunnarshólmi“ og frumsamin erfiljóð eftir Grfm Thomsen. Það eftirtektaverðasta við bókina er. að Mrs Leith segist munu beita öllum kröftum til út- breiðslu íslenzkra bókmenta. Höf- undurinn er auðsjáanlega auðug að fé og mjög hrifin af fegurð Is- lands og skáldskapar þess. Bókmentasaga Kuchlers er prentuð í tveimur heftum; hið fyrra (um Söguskáldskap ál9, öld) 1896 og hið síðara (unl Sjónleika skáldskap) 1902. Bókin er als 166 bls., en hefir þó að líkindum útheimt meiri rannsóknir og lang- vinnara erfiði en hin miklu stærri bók Poestíons. Hann hefir jafn- vel útvegað sér handrit af sjónleik um, sem aldrei hafa prentuð verið, og lesið heila árganga af viku og mánaðar ritum til þess að láta enga eftirtektaverða smásögu gleymast. Þannig hefir hann fund- ið fimm sögur eftir J. M. Bjarna- son í Heimskringlu og tvær sögur Kr. A. Benediktssonar, aðra f Heimskringlu og hina f Oldinni, A meðal söguritara virðist honum finnast mest til um Gest Pálsson og Jón Stefánsson (Þorgils Gjall- anda). liitdóma hefir hann um þessa vestanhafs íslendinga: Gunn stein Eyjólfsson, J. M. Bjarnáson, K, Á. Benediktsson. Jón Einars- son, Sigurbjörn Stefánsson, Gunn- laug E. Gunnlaugsson og Þor- steinn M. Borgfjörð. Bók Poestions er útgefin í Leipzig, er ágætlega prentuð, í stóru 8 bl.broti og 530 bl.sfður að leugd. I formálanum skýrir hann fyrst frá örðugleikum verksins og bendir á að einmitt hið bezta f fs- lenzkum ljóðum hljóti að tapast í þ/ðingu kvæðamia á|annað tungu mál. T. d. segír hann eru kvæði Matthíasar svo fslenzk. að varla er hugsandi að snúa þeim á þýzku, kvæði Steingrfms, á hinn bóginn, eru f anda svo lík kvæðum Þjóð- verja, að þeim verður tiltölulega auðvelt að snúa. Afleiðingin er, að Poestion hefir þýtt tólf kvæði eftir Steingrfm, en að eins tvö kvæði eftir Matthías—kvæðið um haffsinn (1888) og kvæðið „Eggert Ólafsson“. A fyrstu fimm blaðsíðum bók- arinnar er yfirlit yfir sögu og fom- ar bókmentir Islands. Síðan snýr Poestion sér að nútfðinni—hinum þremur sfðari öldum—og lýsir sið- um og mentalífi íslendinga og breytingum þeim sem gerst hafa, einkum á 19. öldinni. Hann talar fyrst um sögur og sögulestur,— fornsögur, riddarasögur, huldufólks og draugasögur s. s. frv. Hanu sk/rir frá hvernig handrit og prent aðar bækur fóru bæja á milli og hvernig bóka- og lestrarfélýg hafa inyndast á seinni árum, Þar næst talar hann um rímnaskáldskap og rímna kveðskap, kvæðakapp (að kveðast á) og um skáldskap yfir höfuð. Á meðal annars segir hann að varla muni svo tvítugur maður á landinu, sem ekki hafi hann einhverntfma hnoðað saman vfsu, Hann skýrir nákvæmlega hvaða hugmynd sé fólgin í orðunum skáld þjóðskáld, hagyrðingur, hagmælt- ur. leirskáld, skáldi o. s. frv. og segir, að skáldskapur sé meira um hönd hafður meðal almennings á sumum pörtum laudsins, en á öðr- um; meira t. d. á Norðurlandi en á Suðurlaiuli. Margar sögur segir hann einnig um orðfyndni íslend- inga og einkum um hvað oft þeim verður vísa af munni Jvið allskonar tækifæri. Meðal annars segir hann frá áskorun Páls lögmanns Vfdalíns á Jón s/slumann Sigurðs- son að botna vfsuna: Hani, krammi, hundur, svfn, hestur, mús, titlingur, og hvað heppilega Jón svaraði: galar, krúnkar, geltir, hrín, gneggjar, tfstir, syngur, Hann segir einnig frá krafta- skáldum og hvemigséra Hallgrím- ur Pétursson kvað tóuna til dauða.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.