Heimskringla - 17.09.1903, Side 1

Heimskringla - 17.09.1903, Side 1
XVII. WINNIPEG, MANITOBA 17. SEPTEMBEE 1903. Nr. 49. PIANOS og ORGANS. Helntxman & Co Pianos.-----Bell Orgel. Vér seljnm með mánaðarafborgunarskilmáiuro. J, J. H- Mc-LEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. ew York |jfe | nsurance JOHN A. McCALL, peesident. l.ifsábyrgðir ígildi, 81. Des. 1902, 1550 inillionir Oollars. 700,000 gjaldendur, sem eru félagið eiga þaðog njóta als gróða. 145 þús. manna gengu í félagiðá árinu 1902 með 508 railiion doll. ábyrgð. Það eru 40 milliónir meira en vðxtur fél. 1901. Grildandi ábyrgðir hafa aukist á síðastl. ári um 188 mill. Dollars. Á sama ári borgaði félagið 5000 dánarkröfur—yfir 15 mill. Doll,— og þess utan ti) lifandi rreðlima 14J mill. Doll., og ennfremur var #4,T50,000 af gróða skift upp milli nreðlima. sem er i§800,000 meira en árið 1901. Sðmuleiðis lánaði félagið 27,000 meðlimum $8,750,000 á ábyrgðir þeirra, með 5 per cent rentu og án annars kostnaðar. C. Olafson, AGENT. w i nsr jsr i p e G-. .1. G. Horgan. Manager, GRAIN EXCHANGE BUILDING, Gestur Pálsson hálf gefinn. Nýjir kaupendur að ‘‘Beimskringlu”, sem senda oss $2.50 fyrirfram borgun, geta fengið vestur-íslenzku útgáfuna af ritverkum Gests sál. Pálssonar senda þeim kostnaðarlaust, og sem þeir þann- ig fá fyrir 50 cts. Alstaðar annarstaðar kostar bókin $1.00, og hér á skritstofu Heimskringlu fæst hún keypt fyrir $1.00, en í sam- bandi við Heimskringlu kostar hún nýja kaupendur að eins 50 cents. Útgáfunefnd Heimskringlu telur víst að margir íslendingar, sem enn þá hafa ekki keypt blaðið, muni gjarnan vilja eiga það og lesa, og að hið sama eigi sér stað með verk Gests Pálssonar. Þess vegna heíir nefndin komi>t að samningum við útgeíandann, sem gerir það mögulegtað gera nýjum kaupend- um þetfa boð^ fram að nýáii næstk. Heimskringla, án bókarinnar kostar $2 00 um árið. Allir þeir, sem vildu gerast kaupendur að blaðiuu og fá rit- verk Gests með hálfvirði, sendi oss með pöntunum fyrirfiam borgun: $2.50 Heimstrimla News & PeWislint Co. P. O. Ilox 1883 Winni|ieg, tlanitoba. Giftingaraldur. þessæskt í Ungverjalandi, að mað Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. —Capt. Wringle, sá er stýrði Skamrock III., skipi Liptons í kapp siglingunni móti BandaríkjamOnn um, hefir staðráðið að setjast alger- lega að í Bandaríkjunum. Hann heflr sannfærst um að framtíð sinni sé betur horgið í Ameríka en á ír landi. —Frétt frá Melbourne segir, að nýlega hafi fundist áður óþektur mannflokkur í brezku New Guinia- eyjunum, Hann er á Papus-eyju og hefst við í flóum og mýrlendi. Skýli þessa flokks eru bygð eins og fuglshreiður uppí t trjám. Vegna landslagsins getur fólk þetta ekki ferðast fótgangandi og eru pví fót- leggir þess orðnir rýrir og visnir, en bákarnir að sama skapi stórir. Yflrleitt líkist það meira apakyni en nokkur annar mannflokkur, sem nú þekkist. —Bakarabrauð hafa hækkað tals- vert í verði á Englandi í haust. —Þrír visindamenn í Paris eru að búa sig undir að fara í lofthát yflr Atlantsbaf í Maí næstkomandi. Loft- far þetta á að rúma 13,000 tenings metra af gasi og geta borið 6 menn og stóran bát. Tveir æfðir sjómenn verða hafðir með i förinni, svo að þeir geti stjórnað lífbltnum, ef loft- farið bilar í haflnu. —Hermálastjórníii á Þýzkaland; hefir tekið rfígg á sig til þess að rannsaka meðferð ýmsra deildarfor- ingja 4 undiihermönnum sínum. Þessar rannsóknir hafa sýnt að deild arstjórar hafa haft að venju að herja undirmenn sina með svipum og mis- þyrmt þeirn á ýmsan annan hátt. Nú hefir herréttur dæmt nokkra af þessum foringjum í langar fang- elsisvistir fyrir þrælmensku. 80 slikir menn hafa þegar sætt fangels- isdómutn og 100 önnur mál standa nú yfir. Yflrmenn þýzka hersins eru í mesta máta órólegir um þessar mundir, því víð mörgum þeirra gap- ir fangelsi fyrir illa meðferð manna sinna. —Rúassastjórn heflr boðið Dana- stjórn að*afturkalla sendit erra Dana í Finnlandi, af þeirri ástæðu, að hann sé fjandsamlegur I garð ltússa. Bænin hefir verið veitt. -—Tyrkjasoldán hefir sent. út skip- un um að hver vopnfær maður í ríki sínu skulí tafarlaust settur inn í herinn og vera við því búiun, að beija á Macedoniumönnum hvenær sem kallið kemur. Það er fyllilega búist við að 1 ófrið lendi með þessum þjóðum , en peningaskortur hefir að þessum líma hindrað báða málsparta trá að hetja formlegt sfríð. Sagt er að Tyrkir hafi engin efni og að her þeirra sé illa fataður og vopnaður og í mörgum tilfellum matvælalaus. —Yale-kristniboðsfélagið I Banda- ríkjunum heflr komist að þeirri nið- urstöðu, að til þess að geta kristnað klnversku þjóðina, þá sé nauðsynlegt að stofna háskóla þar í landi, en þó með undirhúningsdeildum. Hug- myndin er að koma á stofn auk und- irbúning6deildanna kennaradeild, læknafræðisdeild, guðfræðisdeild og blaðamensku- og vísindadeildum. Kristniboðsfélag þetta hélt nýiega aðalársfund sinn og ákvað þá að hefja tafarlaust samskot I Bandaríkj- unum til þess að stofna slikan skóla yfir i Kina. Félagið vonar að með því að menta fjölda námtúsra Kína, karla og kvenna og gera þá að lærðum mönnum og konum, þá megi vænta svo mikilla áhrit'a af framtíðarstarfsemi þeirra, að öll þjóðin kristnist með tímanum. —McBride-stjórnin í B. C. hefir auglýst að fyrveraadi Liberalstjórn þar í fylkinu hafl viðhaft svo mikla óstjórn í fjármálum fylkisins, að hún hafl sökt fylkiuu fömillión dollars skuld á síða8tl. 4 árum og að af þeirri ástæðu sé nauðsynlegt að hraða fylkiskosningum þar, svo að Conservatívar, ef þeir vinna sigur, eins og talið er |víst, geti tekið til ó- spiltra mála að koma fjármálunum í rétt horf. Þessi uppgötvun um fjár- bruðl fyrverendi stjórnar hefirkom- ið fólki mjög á óvart. En ekki hef- ir því á hinn bóginn verið neitað að ákæran sé rétt. —Brezk blöð segja óumflýjanlegt að Lord Lansdowne segi af sér em- bætti í stjórn Breta tafarlaust. Upp- ljóstun um skeytingarleysi hans og óstjórn í sambandi við hermáladeild- inaog Suður-Afríku stríðið hettr æst þjóðinasvo móti honuro, að stjórnin sér sér ekki fært að hafa hann leng- ur i raðaneytinu. —Bandaríkjatélag með 50 millíón dollars höfuðstól' er sem óðast að kaupa alla náma á Englandí, sem hafa krúsagerðarleir. Balfour stjórn arformaður heflr tilkynt Bretum að leirkeragerðar atvinnuvegur þeirra verðí eyðilugður af Bandaríkja- mönnum ef þeir selji þeim alla náma s'na. Hann telur Banda- menn svo hygna fjárbragðamenn og ákafa framleiðendur, að brezka þjóðin hljóti að bíða ósigur fyrir þeim, nema hún gæti að sér í tima að keppa við þá. —Afar regnfall með 70 milna vindhraða á kl.stund skall yfir alt Bretland 10. þ. m. Ákafar skemdir urðu yíða á eignum manna af völd- um flóða og snjór féll á Skotlandi. —Strætisbrautafélagið í Montreal heflr aukið höfuðstól sinn um eina millíón dollars og er hann nú alls 7 milljónir dollars. -—Búlgarar í Chicago eru að mynda eða hafa myndað herdeild. sem þeir ætla að senda til Macedonia, til að berja á Tyrkjum. Önnur lík herdeild hefir myndast í New York. Þær verða samferða yfir hafið. Ma- cedoniu-félögin í Bandaríkjunum borga allan kostnað af leiðangrinum. —Stöðug votviðri í Manitoba í síðastl. 2 vikur hafa hindrað mjög uppskeruvinnu bænda. Margir ótt- ast að hveiti og aðrar korntegundir skemmist ef ekki breytist bráðlega tii þurka. Uppskeran er talin að vera í meðallagi að vöxtum. — 22 ára skýrsla C. P. lí.-félags ins, nýútkomjn, sýnir ársinntektir þess $43,957,373, en vinnukostnaður $28 120,527. Gróði því $15,836,845 Eignir félagsins eru metnar á $341, 6.9,276, og auk þess 12 millíónir ekrur lands í Manitoba, vistar á $3,67 hver ekra, og 3.757,418 ekrur í British Columbia. Félagið heflr 11.020 mílur af brantum, að með- töldum 264 milum, sem nú eru I bY&gin&am- —Ottawaþingið er búist við að verði slifið í byrjun næsta mánaðar. Það er nú þegar búið að sitja á sjöunda mánuð, og er það sft lengsla þingseta sem nokkru sinni heflr orðið i Canada. —Frétt irá Selkirk segjr að fiski- kaupmenn þar hafl í sumar borgað járnbrautarfélaginu $45,000 fyrir flutning á flski til markaðar f Banda- ríkjunum. Þessi upphæð flutDÍngs gjalds gefur hugmynd um hve fiski- veiða atvinnuvegurinn er að færast í vöxt í Manitoba og hve umfaDgs- mikill og aiðsamur hann er orðinn. —Morð var framið hér í fylkinu um síðustu helgi. Kynblendingur skaut farandsala til ólífis fyrir eitt- hvað sem hann hafði sagt við frænku hans. Báðir voru druknir. —Efni í kappræðu: Hvort var glæpur þessi víninu að kenna eða flónRku Þeirra sem neyttu þess? —Frelsisherinn, sem að þe3sum tíma hefir stundað trúboð sitt fót- gangandi, hefir nýskeð tekið upp það nýmæti, að stofna riddaradeild- ir. Þær hafa einkennisbftning eins og fótgönguliðíð og yfir höfuð allan fttbúnað sem nauðsynlegur er til hernaðarins, svo sem tjöld til úti- vistar, hornleikendaflokk og fleira. Fyrsta riddaradeild hersins ferðaðist um Kentucky rikið, en ákveðið er að mynda nýjar herdeildir á ýmsum öðrum stöðum. —Brezka ráðaneytið er sjálfu sér sundurþykt. Svo kveður mikið að þessu, að Edward konungur hefir verið kvaddur til ráða. Chamber- iain vill hækka tolla á innfluttum vörum, en Duke of Devonshire hótar að segja af sér embætti í ráðaneyt- inu, ef Chamberlain láti ekki af stefnu sinni. Útlitið er eins og stend ur þannig, að stjórnin verði má ske að ganga til kosninga og er henni þá taiin vís ósigur. Hftn hetir að miklu leyti mist traust þjóðarinnar við uppljóstur þann sem gerður var um Afriku afglöpin, sem svo hetir æst þjóðina, að stjórnmálamönn- um hennar er orðið ill-vært í em- bættum. —Hveitimjöl hefir |hækkað 15c. hver tunna í Montreal og líkegt að hækka meira er á líður haustið, vegna skemda á uppskerunni víða í Amei íku af votviðrum f haust. —Ræningjaflokkur kom í bæinn Valley Fields í S. Dak. á laugar- daginn var og ræntu þar bauka, að mörgum bæjarmönnum ásjáandi, og náðu $10,000 og komust burt með þá. 8 vopnaðir menn vörðu borgar. bftum að komast að bankauum til að verja hann fyrir félögum þeiira, sem ræntu fénu. —Wm S. Thornas, sem segist eiga heima f Winnipeg, var einn a£ 3 mönnum sem nýlega ræridu hótel f Seattle. Lögregluþjónn einn þar f borginni varð var við ránið og sá ræningjana og kannað- ist við þá. Ræningjamir vissu f>etta og Thomas tók að sör að skjóta lögregluþjóninn til þess að liann skyldi ekki geta borið vitni móti sér og félögum sfnum. Svo 'þegar lögregluþjómiinn var á gangi að næturlagi Jiá skaut Tliomas hann til ólífis, en leynilögreglu- Jrjónn, sem var þar f nánd, sá til verknaðinn, og skaut Thomas sam- stundis í bakið svo hann féll, var hann Jiá handtekinn og píndur til sagna. Hann kveðst eiga heima í Winnipeg, hefir og sagt til félaga sinna, sem sjálfsagt verða tafar- laust teknir. Fréttir frá Bretlandi segja stórveður hið skæðasta í manna- minnum hafa ætt yfir Bretland Þann 11. og 12. þ. m. og gert ógna- tjón á eignum og orðið mörgum að bana. Vindhraðinn vnrð HO mflur á kl.stund. Skip og bátar strönd- uðu og brotnuðu alstaðar við suður og vestur strendur Englands og skipakvfar og stórskipahafnir sóp- uðust burtu. Skógartrén voru víða tætt upp með rótum. Lfkam- ir manna, sem fórust f þt>ssu ofsa veðri, á sjó úti, hafa rekið víða upp að ströndum landsins. Tele- graph-Jiræðir og stólpar fuku niðnr á stórum svæðum. Svipaðar frétt- ir berast frá Frakklandi, Þýzka- landi og vfðar að. I Gleymið ekki Tjaldbúðarsam- komunni á fimtudagskvöldið í næstu viku. Það hefir verið ó vanalega vel vandað til hennar, eins og sést 4 f>ví að M. Rhys Thomas, Miss Hördal, Mr Hamby, Mr. Ðay, Prof. Bowles og Tumer, taka {>átt skemtununum, svo og úrval íslenzkra skemtenda. karla og kvenna. Programme verður auglýst aftur f næsta blaði. Sjáið auglýsingu á öðrum stað í þessu blaði. Unitarasöfnuðurinn hefir ákveð ið ar halda skemtisamkomu að kveldi þess 24. þ. m. Programme verður fjölbreytt og til þess efnt eftir beztu föngnm. Ræður verða fluttar; einn- ig vcrður skemt meðsöng, upplestri, kappræðum o. s. fav. Á eftir pro- gramminu kemur kveldverður. Nánari auglýsíng kemur í næsta blaði og er fólk beðið að athuga hana. Þá verður prógramið auglýst að fullu. Það má að eins geta þess nú, að á meðal þeirra sem skemta með i æðum verða Hjörtur Leo, Guð muudur Árnason o. fl. Meðal þeirra sem skemta með söng, má nefna herra Gísla Jónsson, einhvern þann bezta söngmang. er íslendingar eiga í þessum bæ. Auk hans syngja og herra Jóhann Davíðsson, Einar Ó1 afsson, Jó3ef Guttormsson, Jftlíus Davíðsson, Ketill Sigurgeirsson, Páll Magnftsson, Sigf. B. Benedikts- son, Þórarinn organisti o. fl. Aðgöngumiðar verða til sölu nft f vikunni. SAM KOMUNEFNDIN. SKEMTÞ AMKOMA verður haldin í Tjaldbúðinni næsta firatudagskvöld, 24. September. PROGRAMME: 1. Piano Solo—Mr. Turner. 2. Vocal Solo —Mr. Thorólfsson. 3. Uppiestur—M. Marbússon. 4. Vocal Soio—iliss S. Hördal. 5. Vocal So'o—Henry Thompson. 6, Bæða—séra Fr. J. Bergmann. 7. Dialogue—Mr. &Mrs. Collingwood Johu Collfngwood, Misö Belinda Collingwood, Joshua Soper, 8. Vocal Solo—Jackson Hamby. 9. B.seða—Stefén Guttormsson. 10. VocJ Solo—Sölvi Anderson. 11 Upplestur—Kristinu Stefánsson. 12, Vocal Solo—David Jonasson. 13. V7ocal Solo—Mr. Day. 14. Örgan Recital—Prof. Bowles. 15. Vocal Solo—Mr. Rhys Thomas. 16, Vocal Solo—Miss Johannesson. 17. Upplestur—Miss lua Jchnson. 18. Vocal Solo—Miss S. Hördal. 19. Vocal S<>lo—Sam. Ross. Byrjar a slaginu klukkan 8 að kvölinu. Iungniigiir Siöefyrir fullordna I5c fyrir börn. K. Á. Benediktsson hefir ó- dýrari lóðir en aðrir á Toronto, VJct- or Sts. og Garwood Ave. Uppboðs-sala. Hra. K. Valgarðsson hefirákveð. ið að láta uppboðssala M. Conway selja við opinbert uppboð, föstu- daginn 25. Sept. næstk. kl. 2 e. h., fasteign slna og lausafé, er saman- stendur af: Landeign 100 fet á Ellice Ave. x llfi á Simcoe, (sett laglegum skýli- trjám og grasi vaxið, “sodded”), 8 herbergja hús ásteingrunni, (hit- að úr kjallaranum með Hot Air), 2 fjós fyrir 30 gripi (með heyloft- um) og ágætur brunnur, 25 mjólk- urkýr, inargar snemmbærar, 2 bol- ar. 4 kvígur, 1 “lumber”-vagn með heygrind, 1 “team”-vagn, 2 mjólk- urvagnar og öll venjuleg mjólkur- sala áhöld, 1 “buggy” og 2 hestar. Landið alt inngirt og yfir höfuð er alt í bezta ásigkomulagi. Úppboðið fer fram að heimili eigandans, 765 Ellice Ave. 1 ýmsum löndum hafa verið gef- in ftt lög, sem ákveða hvað karl eða kona má vera gamalt þegar það gift- ist. I Frakklandi og Belgiu á mað- urinn að vera 16 ára, en konan 15, á Spám er manninum leyft að gift- ast 14 ára, en kvenmanninum 12. Á Þýzkalandi verður konan að vera 16 ára, en fyrr varð maðurinn að vera 18 ára, og nft ákveður hin borg aralega iögbók að karlmaðurinn skulivera21 ftrs- í Austurríki er jafnt talið gilda fyrir þau bæði, þau verða að vera 14 ára, en aftur er unnn sé 14 ára, ef hann er kaþólsk- ur, en 18 ára, ef hann er protestant: þar á móti á konan að vera 12 og 15 ára. í Rftsslandí er þetta þvert á móti, því þar er það konan. sem skal vera eldri, og má hftn vera það yngst, að vera 16 ára, þar sem maðurinn aftur á mótf þarf ekki að vera meira en 14 ftra til þess að geta gengið í hjónaband. I Grikklandi og Svisseru hin sömu lög með það og á Spáni, að eins er það ( Tyrk- Iandi, sem engin fyrirskipun er með aldur; þar er það að eins heimtað, að persónurnar hafi svo og svo mikla þekkingu á stjórn rfkisins, til þess að þau geti gifst. J. P. ísdal, þýddi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.