Heimskringla - 24.09.1903, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.09.1903, Blaðsíða 2
 HEIMSKRINGLA 24, SEPTEMBFR 1903, Heiniáriiigla. PUBLISHBD BT The Heifflskriagla News & Pablishing Go. Verð blaðsins ( CanadaogBandar. í'2.00 om árid (fyrir fram borgað). Sent til tslands (fyrir fram borgað af kaupend- um bUðsins hér) $1.50, Peningar sendist í P. 0. Money Order Registered Letter eða Express Money Odrer. Bankaávísanir á aðrabankaen i Winnipeg að eins teknar með afföllum. K. [j. RaMwinmin, Editor & Manager. Office : 219 McDermot Ave. P o. BOX 1«HS Nýja tollverndarstefn- an á Bretlandi. Breyting sú á fjárhagsmálum Breta , sem nú er f vændnm, bein- ist í tollvemdaráttina. Mr. Cham- berlain fylgdi þeirri stefnu að koma á vöruskiftum milli allra hluta hins brezka veldis, með jöfnum tollurri, án tillits til tolllaga annara þjóða. En stefna hans varð óvin- sæl f Englandi, og það lá við sjálft að stjórnin yrði að ganga til kosn- inga út af innbirðis sundrung í ráðaneytinu. En Balfour hefir um stundarsakir tekist að koma öllu í ljúfa löð með því að mynda stefnu sem allir ráðgjafarnir geta aðhylst. Þessi stefna Balfours er innifalin í f>vf að innleiða tollvemd f stjórn- arfar Breta. Hann gerði þessa stefnu sfna kunna með 500 síða bæklingi, sem nfgefinn var út að hans tilhlutun, og hefir að geyma alskyns verzl n ■ arskýrslur um mörg undanfarin ár, og samanburð á þeim, og er f>etta gert til að syna iðnaðar- og auðæfulega afstöðu Englands við önnur ríki. Bók þessi sannar að undir frjálsverzl- verzlunarstefnu Breta hafi fram- leiðsla landsins farið minkandi á sfðustu áratugum; [>rátt fyrir vax- andi fólksfjölda; en að á sama tfmabilinu hafi iðnaður Ameríku- manna, Rússa, Frakka, Þjóðverja og brezku nýlendanna farið óð- fluga vaxandi undir tollverndar- fyrirkomulaginu. Þetta segir Bal- four að sanni að tollverndun sé ekki eins skaðleg og Bretum hafi verið kent að skoða hana, eða eins og hún f fljótubragði líti út að vera. (íEg er, segir hann, frjáls- verzlunarmaðnr, en ekki þeirrar tegundar, sem álít.a kenninguna um frjálsa verzlun svo yfirgrips- mikla og hæga að vera færða í framkvœmd, að sérhvert hugleiðslu takmark sem hún leiðir til, eigi að verða viðurkent án efa eða skil- yrða’’. Og í öðrum stað segir hann: j “Það getur eigi verið rétt fyrir land, sem stjómast af frjálsverzlun- j arskoðunum að keppa við f>au lönd sem byggja alla sfna starf-! semi á tollvemdar hugsjónum. Vor mesta nauðsyn er þvf að losa um þau bönd, sem hafa reirt oss í það ástand. sem vér nú erum komnir í”. Með þessu á hann auðgjáan- lega við f>á hugsjón þjóðarinnar, sem svo fast hefir haldið henni, við frjálsverzlunarstefnuna að iðn- j aður hennar og verzlun hefir kom- j ist í hraklega afturför, meðan allar J aðrar menta þjóðir hafa tekið stór- j stig framfaraspor undir toll- verndunarfyrirkomulaginu. Enda j segir Balfour ennfremur: “Það eina sem vér getum gert við tollvemdunarþjóðirnar er, að; breyta við þær eins og f>ær breyta j við oss, óg eins og þær breyta hver j við aðra. Vér verðum” segir i hannn, “að hætta að byggja á hag fræðislegum hugsjónum, sem þess- ! ar |>jóðir ekki trúa á, og beita í stað þess við þær þeim fjárhags- i legu hvötum sem þær algerlega skilja”. Það er óþarft að viðhafa ljósara I mál eða framsetning hugsananna en þetta til f>ess að skilja að brezki ftjórnarformaðurinn telur það nú j eina lífsskilyrði Englands að þjóð- J in láti af frjálsverzlunar missýn- ! ingum, og taki á stefnuskrá sína veruleika tollvemdunarinnar eins j og hann er í öðrum löndum og j hefir gefist. vel. Liberalblöðin á Englandi láta hið versta yfir Jæssari bók Balfours, og telja hann nú hafa sýnt sig sem eindreginn tollverndar mann, án þess þó að hafá þjóðviljann með j sér. A hinn bóginn er þvf haldið fram að bændalýður landsins sé { ; með stjórninni vegna þess að frjáls-' verzlunarstefna Breta . hafi haft skaðleg áhrif á landbúnaðinn. Sir Guilford L. Molesworth segir um f>að: “I mörg ár fann England ekki j til neinna illra afleiðinga af yerzl- ! unarstefnu sinni. Það hatði á j fyrri áram ýmsa yfirburði yfir aðr- ar þjóðir og var sér f>ess meðvit- andi að f>ær mundn þurfa margra ára undirbúning til þess að geta; kept við Breta. En auðæfi þau, j j sem árlega fóru út úr landinu- til j þess að kaupa fyrir vörur, sem mátt liefði framleiða heima, urðu: að vopni í höndum þjóðanna sem j fengu þau, og hefir nú gert f>eim mögulegt að keppa við Breta á f>eirra eigin heimamarkaði. Þessi breyting gerðist á 25 ára tímabili. Þegar fór að Kreppa að Englandi: þá vora lagðir alskyns skattar á landsbúa, og langmest og ósann- ; gjarnast á bændur og búal/ð, og ! þess vegna hefir landbúnaðuriun ^ beðið mesta hnekki af þessu kæru- ; lausa fyrirkomulagi. Nefnd var sett til að athuga þetta ástand, árið 1879, og við f>á rahnsókn varð það opinbert að landbúnaðurinn var eyðileggingu undirorpinn. Það var sannað fyrir nefndinni að á 6 næstu undangengnum árum höfðu bændur Bretlands beðið eignatjón, sem nam 190 milliónum dollars, Höfuðstóll þeirra hafi rýmað svo sem þessu svaraði. En f>essi rým- un var talið sein næst jafngildi als pess hagnaðar sem landbúnaðurinn hafði getið af sér á þessum 6 ámm. Þessi rýrnún f landbúnaðinum hafði og það í för ineð sér að bænd- ur mistu móðinn við jarðræktina og margar jarðir, sem áður voru vel unnar, lögðust f eyði. Svo leið tíminn til 1893, þá var önnur nefnd sett til að athuga f>etta mál. Skyrsla þeirrar nefndar sýndi að landbúnaðurinn var sem næst eyði- lagður. Með pessari skýrslu voru uppdrættir af ýrnsum héraðum, sem áður voru undir ræktun, en sem þá vom algerlega eyðilögð af óhirðingu. Bændnr urðu að borga leigu af búlöndum sínum af höfuð- stólnum, þvl ágóðinn við búskap- inn varð enginn, svaraði ekki kostn- aðinum. Allur búpeningur hafði ryrn að og fækkað; heil svæði lögð ust f eyði og land hrapaði f verði. Flestir bændur urðu skyldugir, og landeignir margra vom seldar. I einu tilfelli var jörð seldtfyrir 420 pund Sterliug, sem nokkrum ámm áður, þegar vel lét f ári, hafði selst fyrir 8,000 pund. Yfir 3 milliónir ekrur lðgðust f eyði á áranum frá 1868—1893, sem ánur voru allar undir kornrækt”. Bæklingur þessi sýnir að á sama tfmabilinu, sem öllu hefir þannig f>okað afturábak á Eng- landi, f>á hefir landbúnaði toll- vernduðuþjóðanna miðað mjög-1 mikið áfram; f sumum löndum hefir hann tvöfaldast og meira; t. d. hefir vöxtur kornræktarinnar aukist á Frakklandi um 141%, í Þ/zkalandi um 143%, Hollandi 150%, Belgiu 127% og ítalfu 104%. J Alt þetta eru tollvemdarlönd, en á Englandi hefir hann eyðilagst und- ir frjálsverzlunar-fyrirkomulaginu. Stjómin hefir vanrækt að vernda. iðnað bændanna, en lagt á þá þunga skatta til viðhalds skipa flota og herdeilda o. s. frv. Nú era bændur þar f>ví vakn- aðir til meðvitundar um að l>ráð þörf sé á þvf að landið viðtaki aðra viðskiftastefnu en verið hefir og f>að semji sig að siðum f>eirra þjóða seni óðfluga hafa vaxið f iðn- aði og auðsafni, meðan þeir hafa hrakist afturábak. Samkvæmt þessu hefir Balfour því myndað sfna n/ju stefnu, sem gerir toll- verad að aðalhyrningarsteini til að byggja viðreisn og væntanlega framför þjóðarinnar á. Það er betra fyrir Breta að sjá seint en sjá aldrei hvað til f>eirra friðar heyrir. Þejr eru þegar farnir að rumskast, famir að finna til f>ess að fastheldnin yið úreltar hagfra:ð- ishugmyndir hefir orðið f>eim ærið dýrkeypt, og Balfour f broddi fylk- ingar hyggur nú að reisa þjóð sína af kodda andvaraleysisins, koma á hana lixeyfingu til verzlunar, iðn- aðar og akuryrkjulegra fram- kvæmda undir liagkvæmri toll- vemdarstefnu að dæmum annara [>jóða heimsins og hann telur vfst að f>jóðin fylgi sér að f>essu máli. Ameríkanskur manndómnr Roosevidt forseti liélt nýlega ræðu um þetta málefni á fundi „Holy Name“-félagsins í New York. I þeirri ræðu sagði hann meðal aunars á þessa leið: „Ég hlustaði f morgun á ræðu, sem flutt var fyrir hermönnum Bandaríkjaflotans, þar sein aðal- hugsunin var sú, að hver Amerfku- maður yrði að vera góður einstakl- ingur, til þess að geta verið góður liorgari. og eitt af atriðum þeim, sem sérstök áherzla var lögð á, var f>að, að maðurinn verður að vera hreinn 1 orðbragði, ekki sfður en lifnaðarháttum sfnum. Hann vrerð- ur að sýna með orðbragði sfnu, ekki sfður en í verklegum fram- kvæmdum, hollustu við skapara sinn og frelsara, ef hann á að geta verið það sem f>jóðin hefir rétt til að ætlast til að hver maður sé sem ber einkennisbúning hennar. Vér höfum ákveðna biblíu-sönnun fyr- ir þvf, að f>að er ekki það sem f mannsins huga kemur, heldur það sem maðurinn talar, sem hefir á- hrif á umheiminn. Ég er ekki að tala hér við neina sjúklinga, ann- ars hefði ég ekki haft fyrir þvf að koma hingað, heldur er ég að tala við hrausta. sterka, framtakssama menn, sem eru önnum kafnir við þung og óbrotin liversdags stiörf, og tilveran, ef hún á að vera nokk- urs virði, krefst þess að menn erv- iði af ýtrustu kröftum. En þegar ég tala við yðnr, sem daglega strit- ið fyrir tilvera yðar, þá ern þér þess vegna menn, sem hafið áhrif til ils eða góðs, og þess vegna hafið f>ér, sem gæddir erað starfskröftum þá sérstöku skyldu að rækja, að beita þeim svo að f>ér með þvf gef- ið öðrum gott eftirdæmi. Eg bið yður að minnast [>ess, að þér getið ekki haldið yðar sjálfsvirðingu, ef þér eruð of málóðir eða viðhafið lett orðbragð, að hver sá maður, er hugsar sér að lifa hreinu og óflekk uðu lfferui hlýtur að Ifða tjón við það, ef orðbragð hans er ekki. að sama skapi hreint og óflekkað. Allir sem hér era viðstadðir þekkja þœr freistingar, sem sffeldlega um- kringja okkur alla hér f heimi, og allir lútum vér þeim freistingum einhverntfma, að meira eða minna leyti. Eg bið þvf ekki um eða heimta fullkomnun af nokkrum manni. En ég ætlast til þess og heimta, að menn sýni einlægan vilja og viðlaitni í f>ví að vera sem hreinastir og flekklausastir f hugs- unum orðum og athöfnum, eins og ég tók fram í inngangsorðum mín- um, þá virði ég þennan félagsskap yðar, sem afl það, er miðar til þess að lyfta upp og bæta vort þjóðfé- lags fyrirkomulag. Ollum vorum kröftum ættum vér að beita til f>ess að sameina hina sterku eiginleika við þá dygða eiginleika, sem hreifa sér f brjósti hvers góðs borgara. Eg ætlast til að þér séuð sterkir. Eg mundi ekki bera virðingu|fyrir ykkur, ef þér væruð f>að ekki. Mér er engin þægð f að sjá merki krist- indóms að eins meðal sjúklinga. Ég vil sjáog vita það vera hreyf- andi afl í hugsunum, orðum ogjat- höfnum hins styrkari hluta þjóðar- innar, J>vf ég veit að þér missið ekkert af afli yðar eða “hugrekki við það að vera siðprúður. Þvert á móti óska ég að vita hvern með- lim þessa félags verða betri og göf- ugri einmitt fyrir hlutdeild sfna f því, betur hæfa til að vinna averk sinnar köllunar, livert heldur á friðartímum eða á tfmum st.riðs og styrjalda, ef það kynni að bera j[að höndum. Osk mín er að sjá sterku mennina í f>essu landi vera sið- prúða og siðprúðu mennina verða sterka. Þar til við fáum komið þessu til leiðar, getum við ekki vonað að verða eins liappasælír eins og við ættum að vera, Það er jafnan tilhneiging til þess með- al sterkra manna og pilta, sem tæp lega hafa náð mannsaldrinum, að vera vondir. Þeir álíta f>að dugn- aðar og karlmensku merki. Hversu oft heyram vér ekki unga pilta státa af því, að þeir œtli ser að fara og skoða heiminn, og f>að sem þeir eiga við er, að f>eir ætli að skoða J>á hlið mannlffsins, sem f>eim væri f>úsund sinnam betra að sjá ekki. Eg bið hvern yðar hér að gæta bróður yðar, með því að gefa ungu kynslóðinni f>au eft- irdæmi, sem varna lienni að fá falska hugmynd urn tilveruna og mannlífið. Eftirdæmin eru öflug- ust allra hluta f lífinu, því jafnan megið þér búast við að hin unga kynslóð breytir eftir því sem þér breytið, en ekki eftir f>ví sem [>ér segið þeim að breyta. Það er þ/ð- ingariaust að prédika fyrir þeim, ef yðar eigin framkoma er ekki í fullu samræmi við þær prédikanir. Ég óska að yður, meðlimir f>essa félags, sem haldið á lofti þeim eiginleikum, sem unga fólkið dáist að,hepnist að vera f>eim fyrirmynd í öllu þvf sem laðar þá og leiðir f rétta átt. Minnist f>ess að breytn- in hefir áhrif, ekki síður en orð- bragðið. Ég óska að sjá hvern mann færan um að halda sfnum rétti gagnvart þeim sterkii, og |að fyrirverða sig fyrir að misbjóða þeim sem er minni máttar. Eg óska að sjá þá ungu færa um að afkasta fullorðins verkum og að gera það á f>ann hátt, að pað sé vel unnið. Eg óska einnig að sjá hann andlega sterkann, svo að hann láti ekki bugast fyrir kúgun og óréttlæti annara. Ég óska að sjá alla koma fram S(>m sterka með limi sfns þjóðfélags, og á heimilum sfnum að vera góða menn og breyta vel við konur sfnar; mæður og böm. Minnist þess, að það er breytnin, en ekki orðin, semjhafa hin öflugu og varanlegu áhrif. Það er þýðingarlaust fyrir yður að ætla að tala hugrekki í sonu yðar. ef þér sjálfir leggið á flótta. Enga þýðingu hefir það heldur að segja þeim, að vera sannsöglir, ef þér erað það ekki sjálfir. Með fróm- lyndi, siðprýði og hreinlæti kemur hugrekki, viljakraftur og áform. Þetta sameiginlegt er [>að afl, sem gerir hverjum manni mögulegt að beita hollum áhrifum á meðbræður sfna í daglegum störfum lffsins. Þér verðið að hafa hugrekki og föðurlandsást og [>essir eiginleikar verða að stjómast af vitsmunum. Dómurina. Yfirlit yfir atkvæðagreiðsluna við sfðustu fylkiskosningar í Ma- nitoba sýna að f 39 kjördæmum, er kosningar voru hafðar f, vora greidd 53.232 atkvæði af 62,242, sem voru á lista, svo að als vora að eins 9.014 kjósendur, sem ekki greiddu atkvæði. Conservatívar fengu 26.929"atkv. Liberalar “ 23.740 “ Óháðir “ 2.563 “ Svo að stjórnin liafði 1684 at- kvæðum fleira en Liberalar og all- ir óháðir umsœkjendur til^samans. Meðal fleirtala [>eirra Liber- ala, sem unnu kosningar sfnar, var 98 atkv., en fleirtala Conserva- tíva var að jafnaði 130 atkv. Lang- mesta fleirtölu atkv. fengu þeir Roblin og Rogers, sá fyrri á fimta hundrað, en hinn síðari hátt á fjórða liundrað. Als sóttu 9 menn um kosningar, sem vora óháðir umsœkjendur og 6 þeirra töpuðu tryggingarfö sínu—$200 hver. Þessir voru mennirnir: Redford Mulock f Emerson R. L. Cross í Killarney R. W. Wilson i Mountain H. Dirks í Rhineland F. J. Hunter f Turtle Mountin Wilfiam Scott í Mið-Winnipeg 6.218 atkv. voru greidd við þessar kosningar fram yfir þau, er greidd voru 1899, og þó var ekki kosið í Grimli í ár, en þar voru yfir þúsund nöfn á lista. Vaxandi langlífi. Það er ekki lítið eftfrtektavert að í réttum hlutföllum við rénandi líkamsafl mannkynsins [>á eykst langlffi þess. Sannanir fyrir þessu komu f ljós í New York fyrir nokkr- um vikum á alsherjarfundi sem “actuaries”*hinna ýmsu lífsábyrgð- arfélaga héldu þar. Ýmsir af fundarmönnum héldn þar ræður eða fyrirlestra, og reyndu að gera grein fyrir og að sameina ástæður fyrir því að lengjandi líf færi sam- fara þverrandi líkamskröftum. Það var sýnt fram á að á Bretlandi hefir þjóðinni verið að smáhnygna í langan tfma svo að núverandi kynslóð þar kemst f engan sam- jöfnuð við þá sem voru þar uppi fyrir 50 árum, hvorki að stærð né kröftum. Þessi staðhæfing er sönnuð með því að hermenn Breta nú á dögum eru bæði talsvert lægri og léttari en skýrslur sýna þá að hafa verið sem mynduðu her Breta fyrir 50 áram. Hermála- deild Breta hefir um langan aldur haft fastákveðnar reglur fyrir því hve stórir þeir menn ættu að vera, sem í herinn gengju; en þessum reglum hefir orðið að breyta á viss- um tfmabilum með því að lækka stærðarkröfuna eftir því sem kyn- slóðimar hafa frrið lækkandi að vexti, og nú síðast fyrir 2 árum var sfðasta breyting gerð til þess að veita aðgöngu í herinn miklu minni mönnum en áður voru þegnir, af því að nægilega stórir menn til að upp'ylla fyrri kröfum- ar voru ekki fáanlegir, og samt varð hermáladeildin af hafna fnll- um þriðjungi þeirra sem gáfu kost á sér í herþjónustu, eingöngu fyrir aflleysi. Nú liefir öflugt félag— enska kynbótafélagið mætti máske nefna það—myndast á Englandi, sem með hjálp stjórnarinnar þar hefirþað markmið að auka líkams- vöxt og krafta komandi kynslóða þar í landi. En samhliða þessum sannindum kemur sá sannleikur í ljós að fólkið í landi þar, sem ann- arstaðar f siðuðum löndum, er að verða langlífara en fyrr átti sér stað. Eftir ræðum þeim að dæma, sem fluttar voru á þessum New York fundi, þá er það sameiginleg reynsla allra lífsábyrgðarfélrga í hinum mentaða heimi að líf munna sé að lengjast. Til dæmis sýna skýrslurnar að þar sem dauðsföllin á Bretlandseyjum árið 1838 voru 23 af hverjum 1000 manna, þá voru þau ;ið eins 19 af 1000 árið 1900. En meðal kvenfólks varð manurin enn þá meiri, eða 17 á móti 22. Skýrslurnar sýna einnig að þessi framför hefir farið smávaxandi ár frá ári, sem bendir til þess að von- legt sé að vaxandi langlffi sé við- varandi og muni fara vaxandi. Fyrir þessu eru laldar margar á- stœður, svo sem vaxandi heilbrigð- isfræðisleg þekkfng alþýðunnar, betri húsakynni, betri fatnaður, meiri lfkamsæfingar,meiri útivinna og það að fólk heldur sig mejr úti ungir beru lofti en það gerði á fyrri árum; enn fremur meiri læknisfrœðisleg þekking, og aukin þekking með tilhögun á upp barna. Alt þetta hjálpast að til að lengja lff einstaklingsins þrátt fyrir vax- andi starfslegar framkvœmdir og samkepni í atvinnuvegum, sem slftur mönnum meira nú á dögum heldur en makinda og fram- kvæmdaleysis tilvera fyrri áragerði. Það ber og mikið meira nú á dög- um á ýmsum hættulegum sjúk- dómum svo sem krabbameinum og tæringarveiki. En afleiðingin af [>essu jafnast upp með vaxandi þekkingu á læknisfræðinni. T. d. hefir William Waldorf Astor ný- lega gefið $100,000 til þess að upp- götva lækningu við krabbameini, og aðrir auðmenn leggja árlega stórar upphæðir til rannsókna á upptökum sjúkdóma og til að upp- götva lækningu við þeim. Alt þetta heflr þau áhrif að lengja lff manna, og í samræmi við váxandi langlífi ættu að lækka árleg iðgjöld lf f sábyrgðarfélaga, en ekki að hækka um 200 þer cent, eins og Workman félagið er nú farið að gera. Kínar í S.-Aíríku. Það er skoðun margra manna, að iðnaður og starfslegar fram- kvæmdir f Suður Afrfku geti [>ví að eins þrifist, að kínverskum verkalýð sé ekki le/fð innganga í það land Þeir, eða margir þeirra, sem elztir eru og reyndastir f heimi hér og ferðast hafa um löndin og veitt [>vf eftirtekt, sem fyrir augu þeirra og eyra hefir borið, halda því frain sem óyggjandi sannleika, að innflutningur Kínverja f stór- hópum í eitt land sé blátt áfram rotliögg fyrir iðnaðinn í því landi, Þeir benda á að Bandarjkin hafi fengið næga reynslu á þessu á fyrri árum sfnum og að löggjöf þeirra miði nú öll að þvf að hindra innflutning þessa fólks inn í land sitt, í Afríku stendur svo á, að nálega allir gull- og demantsnám- ar eru í höndum Breta og annara auðmanna f Evrópu, svo sem Þjóð- verja og jFrakka. Eins og nú stendur nota þessir námaeigendur Kaffira verkamenn og gefast þeir fremur vel. En það hefir nú & sið- ari áram orðið allmikil [>urð á þess um vinnukrafti, svo að námaeig- endur eru famir að fara fram á það við brezku stjómina, að hún veiti sér leyfi til þess að flytja inn í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.