Heimskringla - 24.12.1903, Qupperneq 3
HEIMSKRINGLA 24. DESEMBER ÍÖOB,
3
syo miklum ákafa a8 halda uppi
vörn fyrir skáldinu, sem viö vor-
um aö tala um.
Við héldum áfram samtalinu
eöa öllu heldur hún, því ég var
svo sokkinn niöur í mínar eigin
hugsanir, aö ég heyröi varla hvaö
hún sagöi. Mér féll Björg betur
en nokkur önnur stúlka, enda
haföi ég á þeim aldri ekki kynst
mörgum stúlkum. Atti ég aö gera
henni það skiljanlegt ? þetta var
ef til vill síöasta tækifæriö aö tala
viö hana í næði. En var það ekki
nokkuö fljótfærnislegt aö kynnast
stúlku aö eins fáa daga og fara
svo að tala ástamál viö hana ?
Björg var vel skynsöm stúlka og
var það þá ekki eðlilegt að hún
áliti mig heimskan og framhleyp-
inn ungling ? Hvaö hafði ég aö
bjóöa ? Eg haföi liöuga fimtíu
dollara afgangs fargjaldinu til
Winnipeg. “þú máske giftist og
ferö á hreppinn,” sagöi Grímur
viö mig, og einmitt til aö komast
hjá því sendi hann mig til Ame-
ríku. Ég íhugaði alla þá velvild
sem hann haföi sýnt mér af ein-
skærri mannúö. A því var enginn
efi aö hann sendi mig til Ameríku
en til hvers ? Má vera aö hann
hafi hugsað meira en hann talaöi
þegar hann minstist á sitt æfikvöld.
Mér fanst ég skilja þaö aö ég vera
trúnaðarmaöur gámla mannsins.
þaö var ef til vill ekki svo bláföst
alvara hans aö hann vildi bera
beinin í sjónum, þaö var bara
steinrunnið orðatiltæki sem þýddi
ekki neitt. En gat ég ekki hjúkr-
að vini mínum betur meö því aö
eiga góöa konu ? Jú, á því var
enginn efi. En þá mátti ég ekki
fara á hreppinn, því Grími mundi
falla eins illa aö vera þurfamaöur
hér eins og heima. Ég varö að
v i n n a og koma mér upp heim-
ili, sem honum var boölegt — og
þá ef Björg væri ógiít — en hvaö
ég var heimskur ! Var ekki eins
líklegt, aö hún væri nú þegar trú-
lofuö?
“þú hefir ekki heyrt þaö, sem
ég sagði,” mælti Björg og sigri-
hrósandi bros lék um varir henn-
ar.
þetta var líka satt; ég vissi
ekkert hvaö hún haföi sagt. Svo
sagöi ég hálf kuldalega: “Ég var
aö hugsa um mína eigin hagi. þú
fyrirgefur, aö égtókekki nákvæm-
lega eftir því, sem þú sagðir; en
ég veit þú hefir borið skjöld fyrir
veiku hliðar skáldsins, og ég skal
játa, aö hann á það skilið, því
hann segir margt fremur vel.
I þessari svipan reið af hræöi-
leg þruma. Veöraguöinn virtist
reiöur. Voöalega krókóttir eldi-
brandar þrengdu sér gegnum ský-
bólstrana og eldlegar tungur
sleiktu yfir misfellurnar svo alt
vesturhvelið varð á svipstundu aö
einum dimmgrænum skýbólstri,
sem inætti oss frá meginlandi
Ameríku. Himininn feldi stór tár
yfir mínum fyrstu ástardraumum
og yfir heimsku minni. Björg
hneigöi sig brosandi og hvarf á
svipstundu.
þegar ég haföi hugsað um allar
þessar endurminningar um stund,
seig yfir mig nokkurskonar logn.
Ég stóö viö gluggann hreyfingar-
laus og hugsaði eiginlega um ekki
neitt, og þó var ég aö leitast viö
aö gera mér grein fyrir því, hvað
ég skyldi til bragös taka, en sálar-
færin voru einhvernveginn svo
sljó, að ég gat enga ákveöna
stefnu séö. En upp af þessum
hugsunarleysis dvala hrökk ég viö
Þaö, aö maöur lagði hendina á öxl
mér og sagöi: “Ég sé, aö þú ert
nýkominn, landi minn, ogaö eng-
inn kemur til aö taka á móti þér;
viltu gera mér þá ánægju, aö
koma heim meö mér og þiggja
miödagsverö?” Ég leit á mann-
inn sem snöggvast og sá velvild
og einlægni á svip hans, og þáði
því boöiö umsvifalaust, og varö
mér aö góöu gestrisni hans og [
ráöleggmgar.
Ég vann í Winnipeg fram í
Desembermánuö og haföi einlægt
gott kaup; græddist mér fé drjúg-
um, því ég var bæöi heilsugóður
og sparsamur.
Eins og gefur aö skilja kyntist
ég fjöldaaf löndum mínurn í bæn-
um. Sumum þeirra þótti lítill
slægur í mér, því enskan mín var
meö ákveönu frumbýlingslagi; en
aö tala íslenzku á götum borgar-
innar er álitið vansæmi næst af
vissum hluta hinna yngri manna.
Ég haföi frétt aö hinn áöur-
nefndi frændi minn væri orðinn
gildur bóndi og þætti í hvívetna
hinn bezti drengur. Vínnan var
þrotin í borginni — því ekki nota
veturinn til aö skoöa landiö og
reyna þegnskap frænda míns ?
Ég ritaöi honum því hlýlegt bréf
og gat um áform mitt; ennfremur
hvaöa dag ég kæmi til þess bæjar,
sem næstur honum var.
Ég lagöi svo af staö á tiltekn-
um degi; feröin gekk vel og ég
kom til bæjarins aðfangadag jóla
aö áliönum degi. Frændi minn
var þar fyrir meö fjöruga hesta og
léttan vagn og tók á móti mér
eins og hann heföi verið faöir
minn. Hann var orðinn töluvert
breyttur frá fyrri árum; bæöi hár
og skegg var fariö aö grána, en
hvorttveggja var nú klipt og fór
honum vel.
Frændi minn var ekki verulega
skrafhreyfinn; það var eins og
hann væri í djúpum þönkum og
ég tók eftir því, aö hann brosti
tvisvar sinnum, þegar ég sá ekk-
ert hlægilegt; hann var aö hugsa
um eitthvað, sem honum var geö-
felt. En hvaö kom mér það ann-
ars viö; hans gaman var ef til
vill ekki ofmikið.
þaö var komiö myrkur, þegar
viö komum heim til hans. Húsiö
var bæöi fagurt og reisulegt, eftir
því sem vanaleg bændabýli eru í
þessu landi. Ljósbirtu lagði út um
hvern glugga, er varp angurblíö-
um bjarma á garöinn kringum
húsiö, sem aö mestu leyti var
hulinn hvítri vetrarblæju. En
samt var hægt aö sjá, að alt kring
um húsiö bar vott um þrifnaö og
reglusemi. Viö garöshliöiö mætti
okkur ungur maöur, sonur frænda
míns, er heilsaði okkur mjög al-
úðlega, tók viö hestunum og sagöi
okkur aö hafa okkur inn í hlíkuna.
I ganginum mætti okkur kona
frænda míns, sem mér leyst vel
á, þó hún væri fremur þreytuleg
og æskurósir hennar fyrir löngu
fölnaðar; þin þögla tímans rún
haföi ritaö merki sfn á hennar
upprunalega dökka hár, því það
var blandaö silfurhvítum hárum,
er gefa oss til kynna, að haust
æfinnar sé þegar byrjað. Viö fór-
um úr yfirhöfnunum og ööruin
kuldaverjum, og ég gat ekki gert
aö því, að mér fannst frændi minn
fara óþarflega hægt aö öllu. Ég
tók líka eftir því, aö hann brosti
og leit til konunnar, en hún leit
undan brosandi um leiö og hún
sagöi: “Farið þiö inn í setustof-
una, þar ér góöur hiti. jólanætur
kvöldveröurinn verður bráöunr
til.” Frændi minn opnaði svo
dyrnar og baö mig aö gjöra svo
vel og gangainn.
í stofunni var svo glóbjart, aö
ég gat ógerla aögreint neitt fyrst
í staö; en samt tók ég eftir konu,
sem sat í hægindastól og snéri
hliöinni aö okkur. En pegar ég
kom inn fyrir dyrnar stóö konan
upp og var komin í fangiö á mér
á svipstundu, kysti mig og faðm-
aöi og kallaöi mig elsku bróöir.
þetta var Björg.
Ég stóö agndofa og hélt að ves-
alings stúlkan væri búin aö missa
vitiö. Ég hrökk viö. Á bak viö
mig stóö frændi minn, kona hans
og börn, og alt petta fólk að kalla
mátti veltist um af hlátri. “Hvaö
á alt þetta aö þýöa ?” varö mér
! orði, og var ekki laust viö aö mál-
1 rómurmn titraöi.
“Ekkert annaö,” svaraöi Björg
hlæjandi, “en að viö erum skild-
getin sistkyni ; ég er hálfu ööru
ári eldri en þú. ”
Ég var enn ekki búinn aö átta
mig á öllu þessu, og var enn á
báöum áttum um hvort Björg
væri búin aö missa vitið eöa ekki,
en hláturinn í skildmennum mín-
um kom mér til aö breyta skoöun
minní.
“því sagöir þú mér ekki þetta
fyr?” spuröi ég hálfönugur.
“Af þeirri einföldu ástæöu,”
svaraöi hún, “aö ég vissi ekkert
um skyldleika okkar fyr en frændi
fékk bréfiö þitt um daginn. Viö
fórum þá aö tala um þaö aö þú
mundir vera sami maðurinn sem
varö mér samferða. Og þá fann
frændi upp á því aö viö skyldum
veita þér þessar fágætu viötökur,
—sérstaklega meö því augnamiði
aö gefa þér einkennilega jólagjöf.”
“Hana systur þína,” tók frændi
minn undir.
Ég sá aö jólagleðin skein á
hvers manns andliti, og því skildi
ég þá ekki samgleðjast þessu góöa
fólki ? Ég þakkaöi því fyrir þessa
góðu jólagjöf meö eins fögrum
Oröum og ég kunni, en einhvern.
vegin fann ég þó til þess að ég
heföi heldur óskaö aö Björg systir
mín hefði veriö systir einhvers
annars, og mér alveg óskyld.
En sú hugsun er fyrír löngu
dauö.
Eins og oft er komist aö oröi í
daglegu máli, þá eru nú mörg ár
liöin síðan aö ég liföi þessa eftir-
minnilegu jólanótt. Mér leizt vel
á bygöina og tók mér heimilisrétt-
arland þar aö ráöi frænda míns.
Síðan hefi ég keypt töluvert af
landi, svo góökunningjarnir kalla
mig (auövitaö í græskulausu skopi)
“stórbóndann. ”
Björg systir mín er gift kona og
býr viö góö efni. Svo hefir og
fjölskylda mín aukist, því ég á
konu og börn, og svo hefir vinur
minn Grímur veriö hjá mér í tíu
ár. Hann er nú orðinn gamall
maður, en þó ern aö he'lsu. Og
ómögulega get ég lagt frá mér
pennann án þess aö þakka honum
meö klökkum hug fyrir gæfu
mína, því Ameríka hefir reynst
mér ástkær fóstra.
Ég hefi lesiö Grími framanritað
æfintýri. Hann brosti, strauk
skeggiö góömannlega, eins og
endur fyrir löngu í veitingahúsinu
á Akureyri, og sagöi um leiö :
“Og þú mættir bæta því við, |
vinur, aö mér sé eins kært aö bera j
beinin hér eins og noröur í íshafi.”
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
Styrjöldin í Sandy Bar.
Kftir BRET HARTE.
Lauslega þýtt, af Hafsteim Pktekssyni.
♦
♦
♦
♦
♦
♦
♦
*
♦
♦
♦
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦
♦
♦
♦
♦
Áður en klukkan var orðin :»
um morguninn, var það alkunnugt
með fram ánni, að félagarnir í Vina-
minni höfðu rifist og skilið f dög-
uu. Næsti n&granni þeirra hafði
um það leyti heyrt, óminn af rifr-
ildinu og tvö skannnbyssuskot'
hvort eftir annað. Hann hljóp út
f dyrnar—en gráa þokan reis upp
frá ánni—og sá óglögt annan félag-
an, Scott, er var maður mikill vext.i,
ganga niður hæðina og stefna á
jarðgöngin. Augnabliki sfðarkom
liinn félaginn, York, út, úr kofan-
mn, gekk f gagnst.æða átt til áriini^
ar og fór f fjarlægð fárra feta frarn
hjá manninum, er veitti þessu at-
hygli með forvitni. Nokkm síðar
uppgötvaðist, f>að, að ráðsettur Kfn-
verji, sem var að híiggva við fýrir
framan kofan hefði verið vitni
nokkurs liluta deilunuar. En Jón (1
var heimskur, afskiftalaus og fá.
orðnr. Olluni hluttekningar- og
kvfðafullum spurningum f máli
þessu svaraði þanu með mestu a,l-
vöru: “Mig ht iggva við, mig var
ekki f áfloguni”. “En hvað s ö g ð u
þeir, Jón?” I'að hafði Jón enga
hugiuynd um'. Starbottle sveitar-
foringi hafði mjög fimlega upp fyr-
ir lionum ýms alknnn einkunnar-
orð, sem allir niundu viðnrkenna
nægilegt móðgunarefni. En Jón
kannaðist eigi íið J>au. “Og slfk-
um naulsliausunr’, sagði sveitar-
foringinn allalvarlega, “vilja sumir
leyfa að liera. vitni gegn hvítum
mönnum. Earðn norður og niður,
þú heiðingi!”
brætuefnið hélt áfram að vera
óskýranlegt. Með ljúflyndi, hátt-
lægni. lipurð og stillingu, liöfðu
félagarnir unnið sér heiðursnafnið
“sáttasemjarar” f sveitarfélagi,1
seni var eigi mjög heigt til kyrlátra
dygða; þeir höfðn og verið mestu
alúðarvinir. Það hlaut að vekja
atliygli þorpsbúa, að slíkir menn
skyldu alt f einu komast f ákúft
rifrildi og vopnaviðskifti. Fáeinir
þeirra fóru af forvitiii og rannsök-
uðu orustustaðinn, Vinaminni, sem
nú var mannlaust og f eyði. Engar
menjar um óreglu eða uppnám
fundust f laglega kofanum. Morg-
verður var lKirinn á ólieflað borð f
mestu röð og reglu- Panna stóð
onn þá á arni; í henni var nýbakað
brauð. Glæðurnar, sem nú voru
kulnaðar, liefðu á líkingarfullan
(1 Kínverjar eru oft kallaöir J<Vn (John
Chiimmanh— Pýö.
hátt getað bent á illar ástríður, er
höfðu ætt þar fyrir tæpri klukku-
stund. En nuga Starbottle’s sveit-
arforingja—þótt það væri dálftið
blóðhlaupið og sollið — leit ætíð
eftir raunhæfum smáatriðum. Við
rannsóknina fanst byssukúluhola f
dyrastafnum, og liinumegiii hérum
J>il beint á móti fanst íinnur hola f
gluggagrindinni. Sveitarforing-
inn vakti athygli manna á J>vf, að
önnur holan var jafnvfð hlaupinu á
marghleypu Scott's en hin hlaup-
inu á skanibyssu York’s. “Þeir
hljóta að hafa skotið hcr um bil
liénia”. sagði sveitarforinginn um
leið og liann setti sig f stellingar,
“ekki meir en 3 fet livor frá öðrum
og þó hittu þeir ekki!” Kveitar-
foringinn lægði röddina; á henni
var indæll viðkvæmnisblær, er hafði
álirif á áheirendumar. Þeir kom-1
ust og við af memri tiltínningu yfir
því, að hér liefði góðu færi verið
slept.
Eit Kandy Bar átti að verða
fyrir stærri vonbrigðum. Mótstððu-
mennimir liöfðu eigi hitzt, sfðan
deilan liófst. Og það barst, í hljóð-
skrafi mann frá manni, að þeir
hefðu, hvor um sig. einsett scr að
drepa livor annan “við fyrstu
sjón", er |>eir hittust aftur. Sakir
þess voru menn f dálítilli geðs-
hræringu og (ég er hræddur um)
allglaðir og ánægðir |>egar York
kl. 10 steig út úr drykkjustofunni,
Magnólfu, og gekk lít á einu göt-
una f þorpinu, er var löng og illa
lögð. í sama augnabliki fór Scott
út. úr smiðjunni, er lá við vegamót-
in. Það lá undir eins í augum
uppi, að annaðhvort hlutu J>eir að
mætast eða annar þeirra nð snúa
við.
Á svipstundu fyltu manna-
audlit dyr og glugga f öUum
drykkjustofum f nágrenninu. Ó-
teljandi inannahöfuð komu f ljós á
árbökkunum og bak við grjóthrúg-
urnar. Tómur flutningsvagn sem
stöð við vegamótin, varð undir eins
troðfullur af mönnnm, sem virtust.
hafa þolið upp úr jörðunni. í
brekkunni var alt í uppn&mi; þar
hlupu menn fram og aftur. Hcrra
Jack Hamlin hafði stöðvað licst
sinn á veginum yfir liæðina. llann
stóð uppréttur npp í eætinu á ein-
cykisvagni sfnum. Mótstöðumenu-
irnir fœrðust nær og nær hvor öðr-
nm. Athygli allra beindist að þeim.
“York á undau sól að vega”,
“Scott ætlar að miða á hann við
tréð þama”, “hann bíður eftir
færi til að hleypa af”, heyrðist frá
vdgiiinum, og sfðan varð þögn.
Meðan allir stóðu á öndinni, belj 1
aði áin og söng og vindurinn þaut
f trjátoppunum með móðgandi
kæruleysi. Starbottle sveitarfor-
ingi fann til móðgunar þessarar.
Alt í einu fékk hann “háleitt hug-
kvæini”: Án þess að líta við
sveiflaði hann staf sfnum aftur
fyrir sig, ávítaði gervalla nátt.úr-
una og sagði: “Shu!”
Mótstöðumennimir vóru nú
að eins örfá fet hvor frá öðrum.
Hœna hljóp þvert yfir götuna fyrir
framan annan þeirra. Fis fauk
niður úr tré, sem stóð við götuna,
og féll fyrir fætur hinum. Mót-
stöðumennirnir gáfu þessari ertni
náttúrunnar engan gaum. Þeir
gengu linakkakertir og alvarlegir
livor gegn öðrum, horfðust í augu
og—fóru hvor fram hjá öðrum!
Meim urða að lyfta Starbottle
sveitarforingja niður úr vagninum.
“Þetta þorp hérna er komið í hund-
ana”, sagði hann dapur í liragði og
lét, eins og þyrfti að styðja hann inn
í Magnólfu. Eigi er hægt að segja
með hverjum fleiri orðum hann
hefði látið t.ilfinningar sínar í ljós,
þvf Scott kom í sama bili tjl þeirra.
“Talaðir þú til mín?” spurði hann
sveitarforingjann og lét hiind sfna,
eins og af tilviljun, falla kunning-
lega á herðar göfugmennfs þessa.
Sveitarforinginn kannaðist við
nokkurskonar leynilega hending í
snerting þessari og eitthvað óþekt
en ákveðið f augnatilliti spyrjand
ans. Hann lét sér því nægja að
svara virðulega: “Nei herra minn”.
Aðferð York skamt þaðan var jafn
einkennileg og sérstakleg. “Þú
fékst allra bezta færi: sakir hvers
hlemdir þú ekki á hann?”, sagði
.lack Hamlin. þegar York kom nær
eineykisvagninum. “Sakir þess að
ég liata liann” var svarið. Að eins
Jack heyrði það. Svari þessu var,
gagnstætt almennri œtlan í þeim
efnum, eigi livæst út milli varanna,
en borið fram með venjulegri raust.
En Jack Hamlin, sem var athug-
all mannkennir, tók eftir því, að
hendur Yorks vóru kaldar og varir
hans þurrar, þegar hann hjálpaði
lionum inn í vagninn og brosandi
samþykti orð þessi, sem virtust vera
mesta fjarstæða.
Þegar fbúamir í Sany Bar vóru
orðnir sannfærðir um, að þeir York
og Scott mundu ekki skera úr
þrætu sinni ávenjulegan þarlendan
hátt, þá gáfu þeir henni ekki fram-
ar neinn gaum. En brátt barst sá
orðrómur út, að málaferli mundu
verða um Vinaminni og félagarnir
mundu berjast af öllum kröftum
um eignarréttinn. Alkunnugt. var
að námuland þetta hafði gert félag-
ana að rfkum mönnum. En nú
var það upparið og ónýtt. Einum
eða tveimur dögum áður, en þrætan
liófst, höfðu þeir jafnvel talað um
að yfirgefa Vinaminni. Kakir ]>css
nrðu málaferlin að eins skoðuð sem
ástæðulaus skapraun. Nokkru síð-
ar komu tveir málaflntningsmenn
frá San Eranscisco til þessarar
“tállausrar Arkadíu”, Þeir urðn
brátt stöðugir gestir f drykkjnstof-
unnm og—sem var eitt og hið sama
—trúnaðarmenn fbúanna f Sandy
Bar. Afleiðingin af trúnaði þess-
j um vóru margar vitnastefnur. Og
þegar málið um Vinaminni kom
fyrir réttinn, þá mættu allir ibú
arnir í Sandy Bar annaðhvort sem
| stefnd vitni eða af forvitni. Gjáin-
j ar og skurðirnir vóru auðir og
! mannlausir uinhverfis, svo mörgum
mílum skifti. Eg vil ekki reyna
| að lýsa málaferlum þessum, sem
I þegar nrðu vfðfræg. Það nægir að
benda á orð málflutningsmanns
j kærandans; “Mál þetta er óvenju-
! lega þýðingarmikið; það felur i
sér meðfædd réttindi óþreytandi
! staTfsemi, er hefir veitt ótæmandi
j auðæfum gulllands þessa þroska
vöxt og viðgang”. Einnig má
benda á látlausari orð Starbottle’s
sveitarforingja: “Málið er rugl og
þvættingnr, sem göfngmenni hefðn
i getað leitt til lvkta á 10 mfnútum
I við drykkjuborðið, ef þeim var al-
1 vara, cða á 10 sekúndum með
marghlcypum ef þcir vlldu gcra að
gamni sfnu”. Scott vann málið
fyrir undirrétti, eu York skaut
þvf nndir eins til a*ðn réttar. Að
sðgn sór hann að eyða síðasta doll-
amum sfnum í málskostnað, ef á
þyrfti að halda.
Ibúarnir í Sandy Bar tóku nú
að skoða óvináttu gömlu fclaganna
æfilanga styrjöld og gleyn.du J>yJ,
að félagamir höfðu einu sinni ver-
ið vinir. Fáeinir menn höfðu von-
ast eftir því að fá að vita upptök
>rætunnar af gangi málsins. en
>eim brást von sfn. Margar voru
getgáturnar og þótti sú einna lík-
legust—þar sem menn sýndu kven-
ijóðinni grunsaina hollustu í Sandy
Aar—, að leynileg kvenleg áhrif
stæðu bak við þrætuna. Starbottle
sveitarforingi, er liafði haft orð á
sér í Sacramento fyrir snyrti-
mensku eldri tfðar, sagði: “Þér get-
ið reitt yður á orð mfn, herrar mfn-
ir, ein eða önnur elskuleg skepna
er á bak við þetta. þegar öllu er á
botninn hvolft”. Sveitarforinginn,
sem var kunnur að kurteisi, tók
sfðan að sk/ra og rökstyðja skoðun
sfna með ýmsum fjömgum sögum.
Þ;c,r líktust sögum þeim, er göfug-
menni eldri tíðar em vanir að end-
urtaka sí og æ. En ég stilli mig
um að skrésetja þær hér sakir
ileypic^óma, er snyrtimenn yngri
tfðar hafa á sögum þessum. Engu
að sfður virtist skoðuri sveitarfor-
ingjans að vera skökk. Einasta
ronan, sem persómdega hefði get-
að haft áhrif 4 félagana, var fallega
dóttirin hans “gamla Folinbee’s”
í Poverty Flat. Hann var gestris-
inn og f hús hans—þar voru nokk-
ur lífsþægindi og lífsfágun, er ann.
ars var sjaldgæft f óþroskaðri
menningu þessara stfiðva — komu
þeir York og Kcott oft og tfðum.
Húsið var indælt liæli þeirra. Mán-
uði eftir að þrætan hófst stikaði
York kvöld eitt inn f hús þetta.
En þegar hann sá Scott sit.ja þar,
sneri hann sér til fögru húsmóður-
innar og spurði snögglega: “Elsk-
ið þér mann þennan ?” Þegar yng-
iskonan var spurð á þennan hátt,
þá veitti hún—bæði andrfkt og tví-
rætt—svar, sem flestum kvenles-
endum mfnum mundi hafa dottið í
hug við líkt tækifæri. York fór út
úr húsinu án þess að segja eitt ein-
asta orð framar. “Ungfrú Jó”
stundi að eins lítið eitt, þegar
dyrnar lukust aftur á eftir miklum
herðum og hrokknum lokkum
Yorks. Hún sneri sér síðan, eins
og góðri stúlku sæmdi, að gesti
sfnum, er hafði verið móðgaður.
“En gætir þú trúað þvf kæra vina
mín?”, sagði hún síðar við beztu
vinkonu sfna. “Hittdvrið góridi á
mig litla stund, reis upp á aftur-
lappimar, tók hatt sinn og fór
einnig burt, og síðan hef ég hvor-
ugan þeirra séð”.
Djúp fyrirlitning fyrir öllum
öðrum áhugaefnum eða tilfinning-
um en þeim, er benda á að full-
nægja blindu hatri þeirra, hvors
til annars, einkendi <>11 verk þeirra.
York keypti landið fyrir neðan
nýja námulandið hans Scott’s og
bakaði honum kostnað og als konar
óþægindi sakir króks, er Scott varð
stöðugt að gern á leið sinni að heim-
an og lieim til sín. Scott hefndi
sfn með því að hlaða stíflur, svo
vatnið flæddi ytir náinuland York’s
við ána. I félagi með Starbottle
sveitarforingja vakti Scott fyrstur
svo áhrifamikla mótspymu gegn
Kínverjum, að kínversku verka-
mennimir hans York’s vóru reknir
burt úr Sandy Bar. York lct
leggja vagmeginn og setti lirað-
ferðaflutning á stofn, svo bögla-
flutningur 4 uiúlösnum, er Scott
hafði haft á hendi, varð úreltur.
Scott kom “velferðarnefndinni” á
fót, en hún lót reka Jack Hamlin,
vin York's, f útlegð. York stofn-
aði blaðið "Saii<ly Bar H<>rald”,
en það kallaði burtrekstur Hamlin’s
“ólöglegt ofbeldisverk” og Scott
“stigamann”. Scott fór uótt eina f
tunglsljósi við 20 manna— allir
grímuklæddir-—, kastaði móðgandi
leturborðunum (forms)” út f gula
ána og dreifði letrinu um rykugan
þjóðveginn. í fjarlægum og ment-
aðri þorpnm vóm verk þessi viður-
kend sem dálftill vottur um fram
farir og aukið fjfir. Á l>orðimi
fyrir framan mig liggur eitt tölu-
blað af vikublaðinu “Poverty Flat
l’iouecr” dags. 12. Ág. 1856. f
blaðinu er grein eftir ritstjórann
um “framfarir 1 sveitinni”. Hann
(Frainh. á fjórðu síðu).