Heimskringla


Heimskringla - 21.01.1904, Qupperneq 2

Heimskringla - 21.01.1904, Qupperneq 2
HEIMSKRINGLA 21. JANÚAR 1904 QeiDiskringla. PUBLISHED BV The Heimskringla News 4 Publiáing Co VerÖ blaftsins í Canada og Bandar. $2.00 um érið (fyrir framborgaö). Senttil íslands (fyrirfram borgaö af kaupendura blaösins hér) $1.50. Peningar sendist 1 P. O. Money Order Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávts- anir á aöra banka en í Winnipeg að eins teknar með afföllum-. B. L. BALDWINSON. __Editor & Manager _ OFFICE: 219 McDermot Ave. Winnipeg. P. O. BOX 1 16. Nafnabreytingar. Þær eru ineira og minna]"al- gengar í öllum löndum og ætfð og alstaðar fylgir þeim meiri og minni grunsemi. Mönnum er gjarnt að líta svo á að sáVsem breytir nafni sfnu hljóti að gera það af einnhverri knýjandi ástæðu frekar en að eins fyrir nýunga- girni. I Englandi eru til tvær að- . ferðir til f>ess að breyta nafni sfnu á lagalegan hátt. Sú fyrsta er að fá það gert með lagafrnm- varpi í Londonþinginu; en það er ærið kostbœr aðferð, þvf þó sam- þykt sjálfs frumvarpsíns kosti sama og ekki neitt, þá eru /msar útgiftir í sambandi við undirbún- ing málsins, sem kosta £750, eða sem næst $8,700. Það eru því ekki nema efnamenn sem tekið geta f»essa aðferð til að breyta nöfnum sínum. En þessari að- ferð fylgir samt sá kostur að ekk- ert er spurt um ætt eða sögu þess er frumvarpið hljóðar um. Hin önnur aðferð er sú að senda beiðni um breytinguna t;l vissra- embætt- ismanna stjómarinnar ásamt £50, eða $250 til að borga lögboðin stjórnargjöld. En þeirri borgun verður að fylgja full og rétt æfi- saga um beiðanda og allar ástæður hans fyrir nafnbreytingunni. Ef stjómarþjónum þessum finnast á- stæðumar ekki nægilega sterkar, þá er beiðninni synjað; en séu f>ær taldar fullgildar og á góðum rök- um bygðar, |>á er málið lagt fyrir sjálfan konunginn, þvf hann einn hefir rétt til að veita mönnum önn- ur nöfn en þau sem f>eir hlutu 1 skírninni; sé bænin veitt, sem vanalega ekki fæst fyr en eftir marga mánuði og stundum svo ár- um skiftir eftir að hún er send til stjórriarinnar. Þá er nafnbreyt- ingin auglýst f blaðinu London Gazette. En gæta verður þess að sá maður sem eitt sinn hefir breytt nafni sínu geturaldrei fengið eni- bætti undir stjórninni, hversu hæf- ur sem hann annars er, nema með sérstöku leyfi konungsins. Langflestir þeirra er nöfnum sfnum breyta gera það upp á eigin ábyrgð og í lagaleysi og án þess að ráðgast um f>að við nokkurn mann. Þessir menn eru að lögum látnir eða dauðir, og þegarþað hefir kom- ið fyrir að f>eir hafa orðið erf- ingjar að stómm auð, [>á hafa þeir oft tapað fúnu algerlega og J>að alt runnið f ríkissjóð. Það er því hin mesta hætta á því að breyta um nöfn þegar f>eir menn eiga í hlut sem sfðar kunna að verða erf- ingjar að stóreignum. Síðasta stund. Það hafa Liberalar látið f veðri vaka meira en ár, að Sir Wilfrid væri svo heilsutæpur, að hann gæti naumast sint stjómarbraski. Af þessu hefir flotið sá orðrómur meðal Liberala og Conservativa, að kosningum yrði dembt á f>á og pegar, nú um sfðustu þrjá mánuði. Nú telja margir lfklegt að kosn ingar verði seint f næsta mánuði eða snemma í Marz. En engin vissa er f>ar fyrir enn f>á, að kosn- ingar verði fyr en eftir næstu f>ing- setu. En nú sjá heilskygnir menn að heílsuleysisþvaðrið er haft fyrir yfirskin, bæði af Laurier sjálfum og ráðgjöfum hans. Laurier og stjórn hans sáu strax í Maf í 1902, f>egar Conservativar hefðu 7,000 atkvæði framyfir f fylkiskosuing- unum f Ontario, að fólkið var al- gerlega á móti Liberölum f>ar. Svo komu kosningarnar í sumar hér í Manitoba, sera fluttu Liber- ölum þann stærata og ótvíræðasta refsidóm, sem f>eic hafa nokkru sinni fengið. Kosningarnar f Britisli Columbia, sýndu líka að fólk vildi ekkert hafa með Lil>er- ala að gera- Einnig bætist við f>etta, að tveir ráðgjafar Laurier- stjórnarinnar hafa sagt af sér (Tarte og Blair) á utnræddu tfma- bili, og hafa J>ær úrsagnir mælst vel fyrir í Quebec og New Bruns- wiek þaðan sem þeir voru. Af öllu þessu hefir stjórninni fuudist f>að æ gleggra og gleggra að þjóðin er alstaðar á móti Liberalstjómum og Liberalstefnu f öllu landinu. Laurierstjóminni datt strax í liug í suinar sem leið, eftir bu tför Blair’s úr ráðaneytinu, og kosn- ingarnar hér í fylkinu, að ganga til kosninga í haust, því hún sá að hún var að tapa fylgi þjóðarinnar aftur og fram um alt landið; en hún f>orði það tæplega f aðra rönd- ina. Hún hélt að fólk mundi hneykslast á þvf, að stjórnin ryki út í kosningar að óenduðu kjöiv tlmabili , og án þess að hafa nokk- urt stórmál til að bera undir at- kvæði kjósenda. Urræði stjómar- innar urðu þess vegna þau, að kasta krossinum upp á herðar leið- toga sfns. Og f>að varð heilsu- leysis kross, sem hrópað var um. En heilbrigðri skynsemi og lækn- isfróðum mönnum kemur það und- arlega fyrir, þar sem kosninga- hraðinn á að stafa af heilsuleysi Lauriers, að kosningamar skulu einmitt drifnar á um hávetur, eins og nú er næst lfkum að verði. Sé, hann svo ógurlega heilsulinur, að hanu geti ei setið að stjórn f>á er það tæplega ætlandi að hann geti um hávetur flogið aftur og fram, fylki úr fylki, og haldið herskáar kosningaræður. En það hlýtur harin að gera, sem stjórnarfor- maður, og höfuðstoð og stytta Liberal t, þá til kosuinga kemur. Kosningarnar hefðu óefað komið á í f>essum mánuði, ef ekki hefði slfkur dauðadómur og reiðar- slag riðið beint f andlit Ross- stjómarinnar í Ontario, og allra Liberala f landinu, f Renfrew-kjör- dæminu um daginn. Það er ekki sú sveit til f Ontariofylki nú, sem ekki stendur hervædd á atkvæða- vfgvellinum hvenær sem færi gefst, jafnt í sambands sem fylkiskosn- ingum, að útskúfahverjum þeím manrii, sem kemur fram undir Liberalmerkjum. Þ.sr er dauða- dómur Liberala uppkveðinn nær þvf f einum rómi, hvenær, sem kosningatækifæri gefst. Nálega hið sama má segja um Strand- fylkin, New Brunswick og Nova Scotia. Quehec fylkið snýr bak- inu mei' og meir við Laurier og flokki hans. Oghjálparfranskaþjóð emishrópið als ekki lengur. Vest ur Canada er eindregið móti hon- um og Liberölum. Það er því fokið f <>11 skjól fyrir Liberöium um alt Canada. Þeir standa uppi fylgislausir, sturlaðir og ráðþrota. Þeir vita það tvent í einu, að f>eir tapa fylgi dagsdaglega og ósigur bfður þeirra, svo þeir hafa ekki kjark til að ganga undir atkvæða-1 vopn þjóðarínnar. Þeir búa sig | til kosninga annan daginn, en hinn J daginn eru f>eir móðlausir, og J hugsa að bezt sé að hanga á með-! an hœgt sé. Það er tvent áreiðan- legt í þessu sambandi. Fyrst frað að Sir Wilfrid Laurier er ekki eins heilsutæpur og látið er, og hitt að kosningunum verður dembt; á rétt af handahófi og í ráðaleysi. En hvenær sem þær verða um garð gengnar, J>á verða það Con-1 servativar, sem fólkið afhendir stjórn og völd. r Utnefningarfundur . Coíiservativu í Wininpeg. Conservativar í Winnipeg héldu utnefningarfund á fimtudagskvöld-! ið var, eins og búið var að aug- lýsa. "Úeðrið var slæmt, eða nær því stórhrfð, svó eðlilegt var að ímynda sér að fundurinn yrði ekki vel sóttur. En pað fór á aðra leið. ] Full 1,500 af úrvals Conservativ- um sóttu fundinn, og er enginn efi á þvf að jafnfjölmennur og ein- huga útnefningafundur hefir ekki verið haldinn nokkuru sinni áður, vestan Stórvatna í Canada. A ræðupallinum sátu um 30 menn, freinstu forvfgismenn Con- servativaflokksins, og nokkrir fylk- isþingmenn. I salnum hrukku ekki sætin. Æðimargir urðu að standa. Mr. H. J. Macdonald var forseti fundarins og talaði að vanda lipurt og áheyrilegt erindi f byrj- un. Fyrverandi borgarstjóri, John Arbuthnot, hélt fyrstu ræðu á eftir forseta, og stakk upp á W. Sanford Evans fyrir pingmannsefni Con- servativa í Winnipeg. Mr. George- son studdi uppástunguna, og hélt stutta ræðu um leið. Var pá út- nefning Mr. W. Stanford Evans j samþykt f einu hljóð' með rnestu fagnaðarlátum. Að pvf loknu hélt j þingmannsefnið fróðlega og langa ræðu, og var fundur ekki úti fyr en kl. 11. Urlit er fyrir að 3 þingmanna- efni verði f kjöri hér f Winni- peg í næstu þingkosningum. \ Mr. W. S. Evans fyrir Conserva- tiva, Mr. Bole fyrir Liberala og Mr. Puttee fyrir verkamannafé- lögin. Engum efa er það bundið að Mr. Evans er maðurinn sem kos- inn verður þingmaður. Hann hef-; ir langöflugastan og færastan flokk J á bak við sig, og er bezti maður- inn af þessum sem í vali eru.1 Úlnefningarfund Liberala sóttu 150 menn, en 1,500 fylktu liði hjá Conservativum. Tjaldbúðaibi'uniim og Ölafur J/ Vopni. I fljótu bragði má virðast að skyldleiki höfuðskepna þeirra, ,,01afs og Eldsinsli sé ekki svo mikill að orð sé á honum gerandi, eða að hann sé gerður að sérstöku umtalsefni í Hkr. En við nánari l athugun mun þó mega sannfæra almenning um það, að samband ið milli vinar vors Ólafs J. Vopna og elds þess, sem brendi og skað- j skemdi pað guðs heilaga hús Tjaldbúð Winnipeg-Islendinga að í kveldi pess 4. þ. m„ sé svo náið að j ekki megi á milli sjá, eins og grein hans í Lögbergi, dags. 14. þ, m'. ber ljóst vitni um; vinur vor, Ólaf- ur Vopni hefir par, sjálfsagt meira af kristilegri góðgimi og meðlfðun með hrösuðum meðbræðrum, held- urjen af grandgæfilegri athugun afleiðinganna, stigið svo ofdirfsku- lega í eld þann sem oft getur leitt af afvegaleiddri vandlætingasemi við breyska blaðstjóra, að táro hans verður hætt við bruna.ef hann f al- vöru heldur áfram að standa fJ því spori.sem hann hefir stigið í dálknm Lögbergs. I mótmælagrein sinni þar gerirhann pær staðhæfingar: 1. Að það sé tilhæfulaust slúð- ur að segja, að kunnáttuleysi eða kæruleysi manns pess, sem lagði í hitunarvól kyrkjunnar sé kent um skaðann. 2. Að það sé meira en nokkr- um manni hafi dottið f hug. 3. Að maður sá er kveikti upp f hitunarofninum sé ekkert kæru- leysislegar,—pað sé öðru nær en svo sé. 4. Að manninnm falli illa að j pessi kæra á hann berist mann j frá manni. 5. Að Ólafur liafi ritað grein stna vegna mannsins sem í ofninn lagði. 6. Að það sé vitleysa að hafa metið skaðann af brunanum nær $800. Svar Hkr. við þessum 6 stað- hæíingum fylgja hér í spurnmga- formi. 1. Ef pað er tilhæfúlaust slúð- ! ur, að kunnáttuleysi eða kæruleysi manns þess sem lagði f Tjaldbúð- I arofninn að kveldi pess 4, þ. m. sé bein orsök eldsins og skaða pes,s j er liann olli. Orsakaðist þá eldur pessi af því að hann hefði full- ! komna þekkingu á meðferð ofns- ins? eða af því að hann viðhefði fulikomna varhygð, og gœtti þess nákvæmlega, að ofhiti hlypi ekki í hitaleiðara pfpurnar? Er það ekki i áreiðanlegt, að maður pessi væri I als óvanur .slíkum hitunarfærum ? j Og að liann yfirgæfi ofninn og færi út úr kyrkjunni þegar hann var j búinn að fylla ofninn með elds- neyti. án þess að athuga nokkuð j um hvað fyrir kynni að koma j meðan hann var fjærverandi. eða j er ofhiti hitunarfæranna og af hon i um leiðandi húsbruni eðlileg af- leiðing af varlegri meðferð hitun- j arfæranna og hótíegri ílagning | eldsneytisins, eða af nákvæmri að- gæzlu við upphitunina. Var ekki j maður pessi í petta skifti notaður j til þess að vinna þetta verk, án pess hann hefði nokkra kunnáttu ' eða þekkingu á því, að eins vegna j þess að sá rétti umsjónarmaður kyrkjunnar var sökum veikinda J ekki fær um að gegna starfi sfnu? Eða var maður þessi vanur slfku j verki ? og hafði hann pekkingu á þvf? Hvar var hann pegar kvikn- aði í búsinu? Allar þessar- spum- ingar krefjast svara, og þau svör verða að vera rökleg og sannfær- andi til þess Ólafur geti s/nt að blað vort hafi farið með tilhæfu- laust slúður í fréttagrein þess um ; brunann. 2. Hvernig veit Ólafur að það sé meira en nokkrum manni hafi dottið í hug. að eldurinn hafl or- sakast af kunnáttuleysi eða kæru- leysi þess, sem lagði f hitunarofn- inn þetta kveld? Eða getur hann ekki viðurkent að fréttin í Hkr. hafi rituð verið af m a n n i; eða hugsar hann að grein sú hafi rituð verið án hugsunar? 3. Það varðar þetta mál engu hvort skjólstæðingur Ólafs er kæruleysislegur eða ekki. En Það varðar öllu, hvort hann viðhafði næga varúð við verk sitt í þetta skift', eða hið mótsetta. Ef liann viðhafði næga varúð. Hvemig stendur þá á pví, að pað kviknaði í kyrkjunni frá liitunarofninum, einmitt í petta skifti. pað eina skifti. sem hann liefir lagt í ofninn en hvorki fyr nö sfðar. 4. Það er vel skiljanlegt að skjólstæðigni Ólafs falli illa að nokkuð se rætt um þetta mál. En —fellur honum það pá ekki enn [>á ver að þetta voðatilfellí skyldi vilja til einmitt í það eina skifti sem hann hefir nokkuð átt við upphitun hússins? Eða var það af völdum einhvers annars manns, að Tjaldbúðin brann? Og ef svo er, af hvers völdum var það? 5. Hkr, taldi að skaðinn af brunanum mundi nema nær $800. Var pað oflagt reiknað? Eða var ágizkun Lögbergs ekki enn |þá vit- lausari en Hkr. ? Lögberg matti hana þúsund dollars. 6. Að hinn góðgjarni eu glap- sami vinur vor, Ó lafur J. Vopni, hafi ritað grein sína í Lögb. vegna skjólstæðings síns, er mjög senni legt. En er ekki með því sama sem játað, að hann hafi ekki ritað hana af eigin hvötum? ekki séð beina ástæðu til að andmæla frétt- um f Hkr., hefði honum ekki verið otað til þess? gjörvalla þjóðemissöguna, svo hún brenni sig ekki á sama soðinu og forfeður hennar, og nái sem ljós- | astri þekkingu og skilningu á pví, j að nota sér það, sem er gott og | göfugt í fari þeirra. Og enn mætti spyrja vin vom, Ólaf, hvort hann viti og geti s'-iýrt almenningi—gegnum dálka Lögb. náttúr^ega — frá nokkrum öðrum hugsanlegum eða mögulegum or- sökum til Tjaldbúðarbrunans, lieldur en sameinuðu kunnáttu og kæruleysi þess in inns, sem lagði þar í ofninn að kveldi þess 4. þ.m.? Hitunarfærin voru öll nýleg, höfðu að eins verið í notum nokkra mán- uði og reynzt ágætlega. Hvers vegna gerðu þau verkfall petta sérstaka kveld, einmitt í pað ^eina skifti, sem ókunnugur maður var látinn rjála við pau? Ætli að Tjaldbúðin hefði ekki enn þl verið óbrunnin, ef sá rétti umsjónarmað- ur hennar hefðijhaft heilsu til að gegna starfi sínu það kveld? Þetta látum vér nægja að sinni. Eu þegar vinur vor, Ólafur J. Vopni, hefirgefið öllum framan J skráðum spurningum fullnægjandi ! úrlausn, þá verður Hkr. viðj|þvf j búin að ræða mál þetta frekar og j að sýna almenningi hver það eig- inlega er, sem farið hefir með til- hæfulaust slúður um orsök Tjald- búðarbrunans. Þess skal að sfðustu getiðjfað Hkr. leggur enga skuld á mann þann, sem hitaði kyrkjuna upp við j þetta tækifæri, hversu óhöndug- lega sem honum kann að hafa far- isí það. Það er engin ástæða til að halda peim manni ábýrgðarfull- j um fyrir afleiðingum verka sinna, [ sem fyrir fram er vitanlegt, að ekki j hefir næga pekkingujá þvf verki, sem hann er settur til að vinna. Vér teljum það áreiðanlegt að hann hafi unnið verk sitt;|þetta kveld eftir beztu^'vitund'l'og þekk- ingu. En vér teljum það eins víst að hann hafi skort nauðsynlega pekkingu á meðferð eldfæranna og þvf ekki viðhaft þá varhygð sem œfðari maður í því starfi mundi j liafa haft, og að af þessu hafi eld- J urinn orsakast. J()N jónsson, / Islenzkt þjóðerni, Alþýða fyrirlestrar. Gefnir út af Sisrurfii Kristjánssyni iltaykja- vik. B6kin er i sióru S bl. broti, Ojí 292 blaðs. Það hefir verið talað allmikið um bók þessa á ^lslandi. Sum blöðin þar hafa flutt ritdóma um um hana. Hennar hefir einnig verið getið fyrir nokkru síðan í Heimskringlu. Þar að auki hefir hún vakið umtal hjá ^peim seiji 1 liafa lesið hana, og [hefir það alt j stefnt f lofdýrðaráttina. Bókin er makleg umtals, og lofsins lfka. Hennar stærsta ágæti er pað, að [ hún er nýstárleg f sinni röð. En | j gallalaus er hún ekki, sem ekki er i heldur við að búast. rii Það stendur svo einkennilega á högum Islands, að pað á ekki sögu^sína á prenti í einni heild. Þetta er samt grát- legt atriði. Það er söguauðugasta landið af Norðurlöndum, á foma vfsu. Samt á það ekki sögu sína á prenii enn pá, f samhengi. “Á- grip af sögu íslands”, eftir séra Þorkel Bjamason, er það eina Is- landssöguágrip sem tiLjer nú. Bogi Melsteð hefir verið að skrifa sögu íslands, að einhverju leyti,*jjen um það veit almenningur lftið. Þetta talda er hvortveggja ónóg fyrir Is- land og Islendinga. Það sem hingað til hefir verið fljótfengnast af sögu fslands, eru að eins upp- talningar ýmissa viðburða og frá- sögur um /msa menn. En j3Ögu- viðburðirnir hafa ekki enn þá ver- ið sérstaklega dregnir fram f pekk- ingarljós pjóðarinnar, og orsakir og afleiðingar ekki sýndar í s 'gu- spegli þjóðlffsins. Það er einmitt petta stóra atriði, sem þessir fyrir- Ie3trar reyna að gera. og höf. tckst það vonum betur vfðast hvar. Þcgar einhver J>jóð ætlar að hafa sanna þekkingu og hagfelt gagn af sögu sinni, þá parf hún að swilja orsakir og afleiðingar gegu m I pessum fyrirlestrum er stutt- lega drepið á sjálfa viðburðina, en aðaláherzlan lögð á að þ/ða og skýra orsakir og eftirköst. Það er líka gimsteinarnir, sem þjóðimar þurfa að grafa eftir í sögum sfnum. Höfundurinn leitast við af fremsta megni, að sýna hvernig viðburðir og atvik, menn og tfðarstefnur, liafa flóttað saman örlagaþræði Is- lendinga, bæði fyrri og síðar. Hann sýnir aðaleinkunn Islend- inga á landnámsöldinni og sögu- öldinni. Hann sk/rir frá hvernig þjóðernistilfinningin og ástin á fósturjörðinni blossar upp, við als- herjarrfkisstofnanina í landinu. Hann rekur hvernig bjóðinni vex dáð og dugur við sjálfstjórnina, og hún verður fljótt svo sjálfstæðileg í sér, að þegar Noregs konungar vildu ná landinu undir sig, að hún spyrnir á móti þeirri eftirleitni, sem sjálfstæð þjóð. Hún skoðar sig óhikandi færa f hvern sjó, á ólguhöfum þjóða tilverunnar. Það er fyrst þegar hin katólsku trúar- brögð eru búin að skjóta rótum um allan pjóðlffsakurinn, að per- sónulegar ástrfður urðu óhemj- andi, svo sem valdafýkn og á- girnd, eftir löndum og lasafé, að Þjððin tapar þjóðernistilfinningu sinni á stuttum tfma. Enda stóð þá ekki á Hákoni gamla Noregs konungi, að hremma hana í feig- arklær sér. Einstakir menn, Giss- ur Þorvaldsson og fleiri, eru peir þjóðarrefir. að þeir selja land og pjóð undir konungsvaldið af hé- gómalegu ofurdrambi. Við þá feigðarför hlaut sjálfstœðisliug- mynd pjóðarinnar og þjóðernis- tilfinningin að líða skipbrot á eig- ingimisskerjum og fyrirliyggjuleys isins. En þó sjálfstæðishugmynd- in og þjóðernistilfinningin liðu skipbrot. þá fórust þær ekki með ðllu. Því það leynir sér ekki gegn- um alla söguna fram á þenna dag, að hversn mörg Odáðahraun af á- stríðum, valdaf/kn og nfðings- verkum, sem ollið hafa yfir þjóð- ina, þá hafa þessar tilfinningar og hugmyndir blossað upp við og við og sf og æ 1/st pjóðinni á pjóð- braut sinni, og gerir pað enn pann dag í dag. Höfundurinn sýnir líka mjög fallega fram á, að einmitt þegar pjóðin fór að taka eftir fornsögu sinni og bókmentum og unna tungu sinni, pá er sem henni skfni himneskt ljós um hugarraun. Hún reikar pá ekki lenuur um fúl- ar fjörur fáfræðinnar, né á villi- götum ginningafífla og föðuriands- svikara. Hún er vöknuð fyrir hundrað árum. En eðlilega tekur hana langan tfma að komast á móts við pær þjóðir, sem vöktu og störfnðu á meðan hún svaf með valmúakyrkjuvaldsins undir kodd- anurn, og f svartholi danska kon- ungsvaldsins Höfundurinn sk/rir frá skoð- unum sínum á /msu f Islandssögu sem menn liafa ekki áðar talað um. Sumar skoðanir liaus eru óefað að miklu leyti réttar, en aðrar míður réttar. Hann heldur pvf fram að keltnesk mentun* hafi verið aðal- gróðrarstöð og uppspretta íslenzkra menta og pjóðarstefnu. Hann hefir óefað við nokkur að st/ðjast, en engum vafa er það bundið, að hann gerir ofmikið úr hinum kelt- nesku áhrifum á Island. Hann byggir þar skoðun sfna of mikið á erlendum höfundum. Það er öll- um ljóst að Normenn og aðrir skandinavar sóttu vestur um höf, og höfðust par við lengri og skemri tfma, og sumir settust par að. En þeir sóttu ekki þangað t'l að mentast og ganga á skóla og sinna klausturkenslu. Suðureyjarnar og Skotland og írland voru her- fangastöðvar þeirra. Þeir fóru eingöngu vestur um haf til að herja og brjóta ríki undir sig, en ekki til að leita eftir skólamentun. Eg man ekki eftir að minst sé á eum einasta Norðmann, sem hafi stundað nám f vestuiTindum á ní- undu öldinni. Á blaðsfðu 42 segir höfund- urinn:

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.