Heimskringla - 05.05.1904, Page 1

Heimskringla - 05.05.1904, Page 1
XVIII. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA 5. MAl 1904. Nr. 30 BAKER BLOCK. 470 MAIN STREET. DriSjn dyr fyrir snnnan Bannatyne Ave., vest- anveröu á Aöalstrœtinu. Phone 2085. Þér uppvaxandi íslendingar, kaupið fasteignir f bænurn eða f kringum hann, ávaxtið peninga yð- ar svo þeir geti verið yður stoð á elliárum yðar. Athugið eftirfylgj- andi vél: .80 ekrur á Rauðárbakkanum 9 mílur frá Winnipeg á $30 ekran. Bæjarlóðir á Simcoe- og Bea- verley- strætum á $9 og $10 fetið Verð á öllu, sem óselt verður um mánaðamótin á þessum strætum, verður sett upp. Mjög billegt Cottage á Eoss ave. nærri Nena verður selt mjög billega. Peningalán afgreidd mjög fljótt Hús og munir tekin 1 eldsábyrgð. Eggertsson & Bildfell. 470 MAIN STREET. Fregnsafn. Markverðustu viðburðir hvaðanæfa. STRÍÐSFRÉTIR. Rössar hafa sent Vladivostok- herflota sinn suður með Koreuströnd um og náð þar japanisku kaupfari ogsöktþví. Aftur hafa Japar nö komist 120 mílur norður í Manch uria með her mikinn og vopn og vistir og tekið nokkra bæi þar. Rúss- ar virðast óviðbíinir að veita veru legt viðnám enn þá. Sagt er að Rússar hafl tapað mörg hundruð af mönnum sínum í Yaluána fegar Japar fóru yflr hana. Ætla má að Japar hafi eínnig orðið fyrir tapi þar þó þe3S sé ekki getið. Fréttir komu um sfðustu helgi að Japar hefðu tapað 7000 manns í bardaga við Rössa i Manchuria, en svo var það síðar horið til baka og ekki het- ir frétt sú verið opinberuð f Péturs borg. sem [þo mundi orðið hafa, ef svo hetði verið. Japar hafa rifið upp járnbrant Rússa norðon við Port Arthur og evðilagt fréttasamband milli þess staðar og Harbin. Sagt er að Rús3ar hafl sökt 4 mannflutninga skrpum fyrirJapön- nm þann 25. Apríl og drekt þar 4000 jaþaniskum hermönnum. Rússar söktu japanisku her- flutningaskip þann 26. Aprfl. 200 manna á skipinu neituðu að gefast upp og sukku með því; hinir voru teknir fangar. Það voru als 188 manns. Það er og sannfrétt að Rússar hafaekki nema 250,000 her menn í Manchuria, og að mikið af liði þessu er þeim ónýtt, af því bæði skortir hesta og vagna og önnur hergögn, sem er óumflýjanlegt til hernaðar, af þessum fjölda eru um 30000 menn i Port Arthur og Vladi- vostok, sem ekki fara út fyrir tak- mörk víggirðinga sinna, og eins mai gir menn þurfa til að passa Sí- beríubrautina og 10 þús. manna eru bundnir við ýms störf, sem ekki til- heyra beinlfnis hernaði, svo að Rúss- ar hafa ekki yflr 170 þús. manns í hreyflngu þar eystra. Sagt er að Rússakeisari muni sjálfur hugsa til ferðar austur til að tala kjark í her- menn sína og reyna að koma skipu- lagi á herinn, sem kvað ve>'a í mol- n m og móðlaus síðan Japanar fóru að vaða yfir Manchuria og skemma brautír og málþræði og hefta allar samgöngur milli herstöðva Rússa og taka herskildi bæi og virki hvar sem þeir komast í færi. Tilgangur Japa er að reka Rússa algerlega úr Manchuria, eins og úr Korea, ef það er mögulegt. Japanar hafa unnið f rægan sig- ur ífyrsta landbardaganum, sem þeir hafa háð móti Rússum. Japar hafa komist með mikinn her norður yflr Yalu-ána og réðust á 30,000 Rússa á þriðjudaginn 26. Apríl. Bardaginn stóð yflr alla vikuna og á sunnudagsmorguninn hófu þeir á ný skothrfð f dögun og börðust allan daginn. Þeir höfðu rekið Rússa á undan sér alla vikuna og tekið ýmsa bæi og hervirki Rússa í Man- churia, en á snnnudaginn unnu þeir algerðan sigur. Tóku þá 28 fall- byssur af Rússum og mikið af öðrum hergögnum cg riffium og mesta sæg af hermönnum til fanga. Rússar töpuðu yflr 800 manna á vígvellin- um, en Japar um 700 manna. Japar hafa nú brúað Iho og Aida árnar og þokað sérnorður yfirþær, þrátt fyr- ir það að Rússar héldu uppi uppi- baldslausri skothrfð á þá meðan á brúargerðinni stóð. Japar gerðu og aðra flotbrú yfir Yalu ána á laugar- daginn var. Áin er 3 mílur á breidd. Japar eru nú sagðir lið- fleiri og hafa betri afstöðu i Manch- uria, heldur en Rússar, og teija sér sigur ví8an. Herforingi Rússa hef- ir sent frétt um þenna bardaga til Pétursborgar og viðurkennir þar yf- irburði Japana. Rússar brendu bæi þá sem þeir urðu að yfirgefa, til þess að herfang Japa yrði sem minst. Tvær þvottakonur í Buffalo hafa nýlega erft millíón dollars, er bræður þeirra í Astralíu eftirskildu þeim að sér látnum. Elding sló kornhlöðu í bænum Midland. Ont. Hlaðan branu, en viðirnir drápu einn mann og skemdu mjög 2 gufnskip, sem lágu við bryggjuna, er kornhlaðan stóð á. Tilraun var gerð nýlega til að sprengja upp 2 herskip, sem nýbúið var að smíða í Rússlandi. Sprengi- kúlu var hent að þe’m, . þegar þeim var hleypt af stokkunum. Þykja þetta hin mestu tíðindi og ljóslega benda á að Rússar megi ekki' trúa sínum eigin borgurum. Tveir Finnar eru grunaðir um að vera valdir að þessari tilraun. Bretar hafa sett til síðu 5 þús- und ferh.mílur af landi í Austur- Afríku, sem Zionista-trúflokkurinn á að tá til landnáms og ræktunar. Land þetta er talið vel byggilegt; jarðvegur frjófr, með nægu vatni og nokkrum skógi til bygginga. Ungverjastjórnin hefir beitt hörku við verkfallsmenn á járn- brautum ríkisins þar. Varpað for- ingjunum í fangelsi og höfðað mál mótj hverjum verkfallsmanni, sem ekki heldur sig við vinnu á braut- unum. Sáputré það sem nefnt er ,Sap- indus utilis“ og vex á Indlandi, Kína og Ja.pan, er nú gert að verzl- unarvöru. Félög í Algeriu hafa gert ráðstafanir til þess að nota tré þetta til s&pugerðar. Það véx á því einskonar hnota á stærð við lítið epli. í hnetum þessum er fitukend ur lögur og er hann talinn góður til sápugerðar. Þegar trén eru 6 ára gömul, gefa þau árlega frá60 til 220 pund af hnetum þessum hvert tré. Það ersannreynt að hneturnar eða kjarninn úr þeim er hið bezta sápu- efni og framleiðslan er talin svo ó- dýr, að talið er víst að selja megi sápuna í samkeppni víð hverja aðra s&putegund, sera nú er íáanleg, auk þess sem sápan úr t-jám þessum er talin betri en aðrar sáputegundir. PIANOS og ORGANS. llefntKinan & Co. I’ianos.-Bell Orgel. Vér seljum með máDaðarafborgunarskilmálmn. J, J. H- McLEAN & CO. LTD. 530 MAIN St. WINNIPEG. NEW YORK LIFE JOHN A. McCALL, president H# Síðasta skýrsla félagsins sýnir að á árinu 1903 hefir það gefið út 170 þús. lífsábyrgðarskírteini fyrir að upphæð miliónir doll. Á sama ári borgaði fél. 5,300 dádarkröfur að upphæð yfir 16 miliónir doll., og til lifandi meðlima borgaði það fyrir útborgað- áarlífsbyrgðir fullar 18 miliónir doll. Sömuleiðis lánaði félagið $32 þús. meðlimum út á Ufsábyrgðarskirteini þeirra nær því 13 miliónir dollars. Einnig hefir félagið skift á mílli meðlima sinna á Síðastl. ári 5J mlión dsll., i vexti af ábyrgðum þeirra í því, sem er $1,250,000 meira en borgað var til þeirra á árinu 1902. Llfsábyrgðir í gildi hafa aukist á síðastl. ári um 191 millionfr IIollnrM. Allar gildandi lífsábyrgðir við áramótin voru # 1,745 milionir Allar eignir félagsins eru yfir .35SS& million Dollars. C. Olafson, J. H, ýlorgan. Manager, AGENT. GRAIN EXOHANGE BUII.DING, W I TsT IST IPE G-. Skipaútgerðarmenn og skip- stjórar og stýrimenn á segl- og gufu- skipum höfðu fund með sér í Cleve- land, Ohio, þann 28 Apríl. Á ieim fundi heimtuðu skipstjórar og stýrimenn 9 mánaða kaupfiá skipa- eigendum á hverju ári, hvort sem skip þau er þeir innu á væru á sigl- ingu allan þann tíma eða að eins 3 mánuði & sumri, og hvert sem skip- stjórar væru í vinnu hjá öðrum yíir þann tíma, sem skip þeirra væru að- gerðalaus. Þessu neituðu skipaeig- endur að ganga að. Innflutninga umboðsmenn Ca- nada í Bandaríkjunum segja 60 þús. manns muni flytja þaðan á þessu ári til að taka sér bólfestu í Vestur- Canada. Farangur þessa fólks og gripastofn og peningaeigu er inetið á 25 millíónir dollars. Als .ertalið að nær 200 þúsund manns muni flytja inn I Canada frá öllum löndum fyr- ir næstkomandi nýár, Fellibylur æddi yfir ríkin Tex- as, Arkansas og Oklahama og Indi- ana héraðið í síðastl. viku. Mörg hús voru lögð f eyði og allmargt fólk misti líf sitt af völdum storms ins. Verkamenn hafa myndað stjórn arráðaneyti í Ástrrlíu. í því eru alls 8 manns og eru allir verkafélags menn, nema herra Higgins, sem var gerður dómsm&lastjóri. Hann er lögfræðingur og gat því ekki talist í verkamannaflokknum. Rússar eru kátir mjög yflr gnll- fundi miklum í Caucasus fjöllunum. Verið er að byggja iárnbraut í náma hérað þetta. 40 n&mamenn í Suður-Afrícu féllu 2000 fet niður f námu, skamt frá Jóhannesburg. Lyptivél nanm- unnar hafði brotnað. Ontariostjórnin vill lána stál- gerðartélaginu í Sault St. Marie 2 millíónir dollars, með því að ábyrgj- ast þá upphæð með vöxtum af skuldabréfum félagsins. Þetta er talið nauðsynlegt, af því að stál gerðarfélag Bandaríkjanna hefir gert keppinaut sínum ómögulegt að að f& fé á peningamarkaðinum með neinum öðrum kostum en þeim, að stjórnin stæði ábyrgðarfull fyrir láninu. Voða eldsbrúni varð í London & Englandi í s. 1. viku hann byrjaði í vöru húsum London og North Western járnbrautafélagsins 4 sex loftuð hús brunnu á lítilli stund u, þó 50 eldvélar sprautuðu vatni á eldin. Eldur kom upp í bænum Fernie í B. C. og gerði $750.000 tjón. Slökkvi áhöld bæjarins reyud ust ónóg. St. Louis sýningiu var opnuð með mikilli viðhöfn þann 30. þ. m. 30 þúsund menn unnu í sýningar- garðinum síðustu vikuna til að undirbúa alt og koma í rétt lag áður en sýningin væri opnuð. Gufulest áNorth Westernbraut- inni á Englandi rann & laugar- daginn var með Bandaríkja póst- flutningin frá Bristol til London á 99 mínútum eða 118 mílur á kl. stnnd Það c-r talin fljótasta ferð sem enn heflr gerð verið þar á landi. Nýtt Pósthús heflr verið Stofn- sett á Sec. 4. Tp. 16. Rge. 10. W. spölkorn vestan af Wild Oak P. O. , landi vor hr. S. B. Olson er póststjóri þar. Sendiherra Japans í Montreal heflr ritað bréf til blaðsins Winnipeg Free Press og látið þess getið, að Japan þurfl ekki hjálpar þeirra Can- adisku manna, er boðið hafa þjón- ustu sína í berliði Japana.. Sendi- herrann segir Japan hafa alls 600 þúsund manns á að skipa mót Rúss- um, og að það muni reynast nægi- legt til sigurs. 68 Bólusjúkir Indiánar og kin- blendingar eru í einangrun í bæn- um St. John N. Dak. Frést heflr og að Bólusýkinnar hafi orðið vart meðal Kynblendinga við Manitoba vatn. En aigerð vissa er en ekki fengin fyrir því. og ekki er það sagt að vera nálægt bygðum Is- lendinga. Danastjórn heflr látið leggja sprengi vélar með skipahöfninni í Kaupmannahöfn, er það gert til þess að varna Rússneskum og Jap- aniskum skipum að komast inn á höfnina, nema með fullu leyfi hermáladeildarinnar. Assyriumenn hafa myndað fé- lag í Pittsburg Penn. Félagið heitir „Góðvildar blómið'1 (The flower of Benevolence ) en verksvið >ess er að hræda peninga út úr fólki og til að berja og meiða þ& sem félagsstjórninni er í nöp við. 18 mál hafa verið höfðuð móti félaginu. Allan lfnu skipið Corinthian lenti í svo miklum ís í St. Lawrence fljótinu í síðustu yiku að það varð frá að hörfa, og komst með illan leik til Hallfax. Sagt er að Gyðingar á Rúss- landi hafi sýnt svo lofsverða föður lands ást síðan strfðið við japan hófst að keisarinn og r&ðgjafar hanns hafi rýmkað talsvert um laga á- kvæði þau sem viðkoma þeim sér- staklega og að þeim verður héreftir veitt ýms hlynnindi sem þeir hafa ekki áður haft, en þó verður þeim ekki veitt jafnrétti við sjálfa Rússa. Sáning er nú almenn í Manitoba víðast hvar byrjað að sá laust fyrir sfðusu mánaðamót. Einstöku menn höfðu lokið hveiti sáningu fyrir lok Apríl mánaðar. Ameer yfir Afganistan hefir nýlega geflð út skipun um að engin þegna sinna megi eiga fleiri en 4 konur. Þyk;r mörgum höfðingum þar, þetta hið mesta ranglæti, þar sem þeir verða að losast við frá 20 til 30 konurhver, til að hlíðnast lögum Ameer's, það jylgir og með skipun konungs að konur þær sem núverandi eigendur losa við sig skuli gefnar ógiftum hermönnum sínum, og þykir þeim allvænlega áhorfast fyrir sér. Ljúfustu sporin. Ort á íslandi. Gróin er grund, gullhringar settir á vordaga mund; drekka nú blómjurtir dala döggma svala. Fuglar, sem fá frjálsir að svffa um loftgeiminn blá, liefja við hlýindin gladdir hásumar raddir. Töfrandi mátt tengið nú fuglar við hörpunnar syngið f sólarlaust hjarta [slátt, sumarið bjarta. Hugur minn hér helkulda vetrarins rektu frá þér; reyndu hjá rósinni hlíða róminn að þýða. Inndæla vor! andanum veitir þú svölun og þor; ljúfustu sporin mig leiddir, leiðina greiddir. S. S. Ísfeld. Skallagrímshaugur. Úr Borgfiröingasögu í ljóöum: Horfi’ eg yfir hauginn dökkva, hetju værðarrúm. Niðföll brims í náttkyrð sökkva, nesið sveipar húm; lel frá lffi liulda skilur, hlátraglaum frá þögn og sorg, jökli vafin jörð þars hylur jötuns andarborg. ’ ’tisasvipur rfs úr haugi, rennur hold á bein; ferleg mynd af fornum draugi freðinn klýfur stein, máninn glottir móti skalla merktum djúpri heiftarrún; drynja náhljóð drangar fjalla; draugur yglir brún. Knött hann greipar knúfatöngum, iampinn þekur hrím, hlífir feldur herðadröngum, hylur Skallagrfm. Sé eg karl á svelli standa, sækja leiki trylldan strák. Gnötra fyrir grimmum anda Granason óg Brák. Sækjast rammir svipir lengi, svellin lfða spjöll; — harðir knettir hrufla drengi, harkið óina fjöll. Grimmdin fast í Grfmi svellur, Grananið hann krummum þreif; — örendur á ísahellur, undrafall, hann sveif. Hrikinn Egil höndum þrífur, hamast styrjartröU. Feigðar remmifjötra rýfur flagð, við töfraköll; berserks heift að Brák er snúin, byltist norn í sollið haf, æðileiks frá ógnum flúin, ólffs færð í kaf. Hverfa svipir, haugur lokast, heyrnir nemur Þógn- Dularflfk of drauma þokast, dyljast haugarögn. Gulli fólgnu Grfmur ræður, göfug vakir hetjusál. Fjárins geyma fornar slæður frægð og sigur-stál. Þungan söng við þðgla granda þrymur Ægisdjúp, ferleg nótt á fiilva sanda feigðar breiðir lijúp. Þar, sem ríkja prúðgum völdum þokumekkir næturhríms, felst í drungafjötrum köldum fjörður Skallagríms. Hnipinn drúpir hörgnr steina, hruninn, neðst í dal; — falið sandi fylgsni beina fram við öldusal. — Sveimar enn hjá söltum vogum svipur Gríms, þá blundar drótt: — Haugar brenna hrævalogum hverja pokunótt. StyrkAr Vésteinn. Geislinn minn. Það var mikill kynja-kraftur, kominn ert [>ú hingað aftur, svörtum, eins og dauðans dúr, drungamyrkrum risinn úr. Þungt var mörgum þín að bíða, þótti tfminn aldrei lfða; þér varð leiðin ströng, að stríða, gegnum kuldans kólgu-múr. Svo var mikil bylja bræði, bungur hlíða léku’ á þræði, eins og vildu fella fjöll firni, runnin saman öll. Heyrðust raddir dimmar duna, darralög og hrfðarstuna; náhljóð gegnum náttúruna Dofra konungs hristu höll. Nú er loksins Veðra-valdur vikinn burt með storma galdur. Geislinn sezt á snmarstól, sendir yl um grund og hól; vekur, hressir, frjófgar, fæðir, fjörið, von og kjarkinn glæðir; hann guðvefjar kyrtli klæðir alt, sem hrærist undir sól. Loft og jörð að vanaverki vinnur undir Ijóssins merki; vorsins milda vængjablak veifar fjöðrum yfir þak. Opinn smfgur gegnum glugga geislinn, til að verma’ og hugga; burtu hússins skelfir skugga fljótt hans létta fótatak. Dimmir svipir sælu banna, sækja fast að bústað manna; felst í myrkri fár og þraut, fellur oft í þjóða skáut. Öll þín mörgu alheimssporin, eilífðar frá morgni borin,' til að skapa skin og vorin, tindra, vftt á tfmans braut. Haldi nokkur, að ég ekki eðli þitt né boðskap þekki, tálmynd þar á töflur dró tilfinningin þankasljó. Hjartaglaður höfði mínu halla ég að brjósti þínu, og á þinni ljóssins línu hefi fundið hugar ró. Þó mig enginn þegna syrgi, þrútið trega andlit byrgi; — vonlaust angur, vilta spá, var mér aldrei ljúft að sjá.— Ef að mínu leiði lágu lætur þú úr heiði bláu blika vinarbrosin smáu, einskis meir eg óska þá! — S. S.Isfeld.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.