Heimskringla - 05.05.1904, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.05.1904, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA 5. MAÍ 1904 Qeimskringla. PUBLISHED BY Tb Qeimskriugla News 4 Pablishing Co. Verö blaösins í Canada og Bandar. $2.00 um áriö (fyrir framborgaö). Senttii íslands (fyrirfram j borgaö af kaupendum blaösins hér) $1.50. Peningar sendist 1P. O. Money Order Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávís- Onir á aöra banka en í Winnipeg aö eins teknar meö afföllum-. B. L. BALDWINSON. _Editor A Manager_ »FFICE: 219 McDermot Ave. Winnipeg. P. O. B()X 1 lð. íslenzk hótfindni. íslendingar, eða sá hluti þeirra sem enn hefst við á ættjörðunni, hafa lengi verið taldir bókmenta- þjóð, og enn má lesa það í ritum manna í blöðum og bókum að f>jóð in standi í þessu tilliti mjög fram- arlega í röð þjóðanna, og er sér- staklega á það bent, hve mðrg blöð hún, svo fámenn f>jóð, gefur út á yfírstandandi tfmabili. Um stærð þessara blaða, nytsemi eða gæði, er ekki talað, en ætla má að þetta þyki svo sem að sjálfsögðu full- komið. Og markast f>að meðal annars áþví‘ að Yestur-fsl. lesend- ur, pessir glötuðu ættjarðarsynir, sem vilst hafa frá aðalhjörðinni, finna það sérstaklega að vestan- blöðunum hve illa þau séu rituð, hve íslenzkan á þeim sé hraparleg og prentvillurnar margar, og thve gersamlega efnislaus þau séu með öllum jafnaði. Langt sé það frá Heimskringlu að halda fram alfullkomleika vest- an blaðanna. Vér konnumst fylli- lega við að' þau þurfa að batna og vér teljum alveg vist að þau geri það eins hér eftir og að undan- förnu. En vér vildum benda á að þó málið á vestablöðunum sé ekki eins gott og fullkomið og æskilegt væri, þá er það þvf einu að kenna, að þeim er haldið út og þau rituð af algerlega sjálfmentuðum mönn- um, sem ekki hafa átt kost á að njóta tilsagnar í því né öðrum greinum öðruvfsi en því er þeir hafa aflað sér á' snöpum. Það er þvi ekki hægt að búast við og ekki sanngjarnt að ætlast til að málið sé óaðfinnanlegt. Enj þó ætlum vér að það þoli vel samanburð við mjög margt af þvf sem birt er f blöðum á Islandi. Það er og alveg áreiðanlegt að það er meira af frumhugsuðu og frumsömdu efni f fsl. vestanblöð-i unum í tiltölu við stærð þeirra, heldur en f blöðum nokkurs ann-1 ars útlends þjóðflokks, sem hér j fæst við blaða útgáfu. En um það ! hve nytsamar ]>ær hugsanir séu, verða lesendur að dæma, hver eftír sinni eigin tiltinning og þekkingu. Hitt mun og rétt vera, að lesrnál það sem nú er á vestur fsl. blöðun- um sé að jafnaði fult eins upp- byggilegt og gliigghugsað eins og það hefir verið á nokkru undan- förnu tímabili, þar með talið það tfmabil, sem blöðunum var stjóm- að af lærðum Islendingum. Að vfsu voru j>á oft fjörugar ritgerðir í blöðunum. En aldrei hafa þau flutt jafnmikið af hroðaskömmum í garð annara, heldur en einmitt á 1 þessu tímabili, þegar lærðu menn- irnir voru einir um ritstjórnina. Það má hver sem vill taka blöð þeirra daga og bera saman við nú- tfmann og muuu þá flestir sann- færast á að hér sé rétt með farið. Ekki hefir heldur kaupendafjöldi blaðanna borið þess nein merki að ritstjómartapið hafi orðið þjóð. flokki vomm neitt tilfinnanlegt við heimferð lærðu mannanna, og hefð um vér þó fegnir viljað mega halda þeim hér hjá oss sem hverjum öðr um góðum drengjum, sem komið höfðu fram hér til að leggja sinn ! skerf til að byggja grundvöllinn undir framtíðar velfaman þjóð- ! flokks vors hér. En að þvf er snertir bókmentalegt gildi fsl. ! vestan Waðanna eða efni þeirra og ! innihald, þá er sannast að segja að i þau eru þar—ef tillit er tekið ; til stærðarinnar—als engin eftir- bátur hérlendra blaða, ef þau taka þeim ekki fram. Þess ber'að gæta i að ísl. blöðin era fréttablöð og ! verða að dæmast sem slfk í saman- burði við hérlend fréttablöð. Hér skal s/nt s/nishorn af réttu inni- haldi eins bezta og útbreiddasta ! blaðsins f Manitoba, einn dag í I þessari viku: I. Þaufið á Yalu-ánni. j 2. Datt f sjóðandi flotpott. i B. C. P. Ry. gróði fer vaxandi. j 4. Mrs. (ónefnd) tók móti 2 vin- konum sfnum frá N. Dak. og gaf þeim að borða. i 5. Silver Slipper leikfél. sundrað- íst. j 6. Hundur Edwards konungs lær- braut sig. , 7. Mrs (ónefnd) fór á leikhúsið (löng l/sing af fatasniði hennar og útliti). 8. Islendingur (ónefndur) var tek in fullur og sektaður (á honum fundust f peningum um 2 þús- und kr. 9. Manndrápí N. Carolina. 110. Hengdur f Texas. II. Móðir drapdóttur sfna. : 12. Fjðlkvæni í Orilla. Svona eru nú fréttirnar dag j eftir dag og viku eftir viku og þessu Ifkt er margt annað efni, auk heillar blaðsfðu í hverju blaði um jfmsa leiki. Ritstjórnargrein- amar eru einhliða og sumar, má ske 2—B greinar f liverju einu blaði um sama efni i heila 3 mán- ! uði, eins og t. d. Gr. T. Ry.brautar- málið. Vér teljum alveg vfst, að | ef fsl. blöðin tækju sig til að fylgja þessari stefnu f fréttasöfnun og rit- stjórnarstagli, þá mundi hver ein- ! asti kaupandisegja þeim upp inn- an B mánaða. Sannleikurinn er, að íslenzku j blöðin með öllum sínum göllum | eru fullkomið ígildi hérlendra i blaða og Islands blaða. bæði að jefnisvali, hugsun'og jimáli, þegar j sanngjarnt tillit er tekið til afstöðú ! vorrar hér og allra kringumstæða. ! Hitt er eigi að sfður æskilegt að j blöð vor væra enn þá betri en þau ! eru, eða hafa verið, og það vonum vér þau verði. En alveg það sama j má segja um hvert annað blað, j sem út er gefið og ekki er blátt áfram lærdómslegt eða bókmenta- | legt blað. Vér teljum það rétt skoðað, að Islendingar þurfi ekki að bera neinn kinnroða fyrir blaða mensku sinni í samunburði við samkyns blöð annara þjóðfiokka hér, né heldur f samanburði við mörg almenn fréttablöð hérlend í tiltölu við stærð þeirra. Hordráp gripa. Fréttir hafa borist til bæjarins um fall nautgripa í sumum fslenzku nýlendunum vegna fóðurskorts, og Hkr. beðin að minnast á það mál. Það fylgir og sögum þessum, að nægilegt hey sé fáanlegt f bygðum þeim, sem horfellirinn hefir orðið í, en að bændur þeir, sem orðið hafa fyrir gripamissinum, hafi ekki fengist til að kaupa fóðrið af ná- búum sfnum, er hey sjálfra þeirra voru þrotin, og hafi þó heyin verið gerð föl við mjög vægu verði í sum um stöðum, eins lágt og $3, tonn-, ið.—Nöfn hafa verið nefnd, bæði þeirra ensku og íslenzku, sem orð- ið hafa fyrir gripamissi á þennan hátt, og eins nöfn þeirra, sem hey- in höfðu og gerðu þau föl mót sanngjamri borgun, en þau verða ekki birt f þessu blaði, með þvi að það bætir að engu leyti úr því tjóni, sem þegar er orðið. Hitt teljum vér skylt að minn- ast á atburð þennan og að láta í Ijós það álit, að hér er að ræða um glæpsamlega vanrækslu eigenda gripánna, sem ekki má vænta að verði látin liggja í þagnargildi, ef slíkt hordráp kemur fyrirjí annað sinn. Sé það satt sem blaði voru hefir borist, að margir gripir hafi þannig fallið á einu heimili, þar sem bóndi átti kost á að fá nægar heybyrgðir fyrir $3 hvert ton, en hafi neitað þvf boði og kosið held- ur að drepa úr hor, en að unna ná- búa ’sínum þess að hafa af sér nokkurt fé fyrir hey hans, þá er slfkt f hæsta máta öfug hugsun og óheil. Það segir sig sjálft. að það borgar sig betur að verja _$3 til fóðurs handa 30—40 dollarsj’jnaut- griþ og halda honum með því við hold og heilsu, heldur en að spara heyverðið. en missa gripinn. Auð- vitað getur blað vort ekki* sannað að þessi sérstaka saga sé nákvæm- lega sönn, þó hún sé sögð að vera áreiðanleg, en hitt er víst, að oss hafa borist nokkur bröf úr nær- liggjandi bygðum, bæði frá Islend- ingurn og hérlemdum mönnum um horfellir á skepnum á þessu vori, og óll eru bréf þessi úr héruðum þar sem hægt er að fá nægilegt fóður, ef kapp væri lagt á að fá það, I Nýja Islandi t. d. hefir engin fellir orðið, þó margirséu þar hey- tæþir, Menn þar hafa borgað eins liátt og $12 fyrir tonnið og ekið þvíjum 20 rnflur vegar. og er það talið óvanalega dýrt og torsóít, en bœndur þar hafa lagt alt það sem nauðsynlegt hefir verið í sölurnar til þess að hald^ stofni sínum í góðu ástandi, og þeim hefir tekist það vel. 8ama hefði eflaust mátt gera í hverri af hinum nýlendun- um, ef samkyns rækt og áhuga hefði verið beitt til að afla fóðurs. Það ætti ekki að þurfa að taka það fram, að f þeim héruðum, sem eru sérstaklega griparæktar héruð og þar sem bústofn manna er ein- göngu í gripum, þá er það lffs- spursmál fyrir þá að leggja alt sem nauðsynlegt er f sölurnar, |til þess að viðhalda lffi gripanna. Ijþess- um bæ hefir hey verið óvanalega dýrt í vetur; gott hey ekki verið fáanlegt fyrir minna en 12—14 dollars tonnið, og nú um sumar- málin kostar það $20tonnið og þar yfir, en engir gripir hafa fyrir það verið látnir svelta hér, enda mundi það kosta eigendur fþeirra f jársekt eða fangclsi, ef upp kæm- ist. I hveitiræktarhéruðum eru meiri likur til að bændur séu hey- tæpir og eigi örðugt með að fá það En þar er þá vanalega nægilegt strá til að bjargast við, efjf nauðir rekur, svo að ekki þarf að verða horfellir, ef nokkur umhyggja er borin fyrir lffi og vellfðanj skepn- anna. A Islandi erþað fyrirgef- anlegt þó skepnur falli vegna fóð- urskorts, því þar er ekki í annað hús að vfnda til fóðurfanga þegar grasbrestur verður. En í þessu andi er það algerlega ófyrirgefan- egt, þar sem einatt má fá nægi- legt fóður fyrir markaðsverð, sem ætfð nemur minna; jafnvel þegar það er d/rast, heldur en verði grip anna nemur, sem verja þarf. Að vísu er grasbrestur svo undur sjaldgæfur hér í landi, að bændum er nokkur vorkun þó þeir séu ekki vel við búnir öðru eins vori og nú hefir verið hér, en þess sjaldnar sem slfk veðrátta kemur fyrir, þess ljúfura ætti hverjum hugsandi gripaeiganda að vera að beita afli sfnu og útsýni til þess að frelsa þá þá sjaldan sem þörf gerist. Þetta mun vöra lakasta vorið sem bér hefir komið f fjórðung aldar, og menn hafa ástæðu til að ætla að önnur eins ótfð komi ekki aftur í mörg ár, en jafnvel f þessu ári verður því ekki með réttu haldið fram, að nokkra nauðsyn beri til að láta gripi falla vegna fóður- skorts. Mjöll á förum. Glóir þarna’ í geisla rauða. — Gráti þrungin, orpin dauða, Mjöll, við nakinn mararkamb, horfir fram til hinstu stundar. Hana kallar Vor til fundar: Legða niður drif og dramb! Hún vill eigi’ úr völdum víkja: Vorið eigi fær að rfkja; þýbbinn drotnar Frosti’ og fönn. En nú er Sól úr suðri’ að gægjast; svalar fanna hrannir lægj’ast. Mjöll er orðin meyr og grönn. Horfi’ eg, Mjöll, á harma þína. Heyrðu, má ei sólin skína? Má ed vakna vorsins rós? Mega’ ei blessuð blómin dafna? Burt þú ferð til nýrra hafna, unz þú kemur enn í ljós. „Sakleysinu sjálfu líkust, sunnubjört og snyrtiríkust, fold eg skr/ði fögrum hjúp. Og sjafni minn, hann Frosti frægur fagurlega vetrardægur brúar regin Ránar djúp.“ Stolt af búning, státmey, ertu; stöðugt samt hér aldrei vertu, oss leiðist hér þinn hvíti kjóll. Farðu léttfætt lengra norður, lát hér vorið hafa skorður, þar er forni fanna Póll! — JÓN KJÆRNESTEÐ. Sólskin. Kyssir svæði sólin björt, signir flæði og engi; Hrindir mæðu’ og hressir ört hrundir klæða’ og drengi. Jón Kjærnesteð. Nýútkomin KIRKJU8ÖNGSBÓK eftir séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufiröi. II. Það var mjög svo leiðinlegt, að séra B. Þ. skyldi ekki að einhverju leyti reyna að stæla ensku sálma- laga raddsetninguna, fyrst hann nú á annað borð gefur í skyn, að sér geðjist að enskum sálmalögum, sem óhætt er, því útsetning ensku lag- anna sýnir glöggt, hve praktiskir þeir era að reyna sem mest að sam- eina hljómfegurð og auðveldleik. Þvl miður hefir séra B. Þ. hvergi farið nálægt þeim að neinu leyti, og að flestra manna áliti, er nokk- ura söngþekkingu hafa, mundi bók J. H. vera álitin að standa miklu nær ensknm raddsetningar máta, helduren bók B. Þ., að minnsta kosti álíta enskir söngfræðingar það sjálfir, sem báðar bækurnar hafa séð; þvf þó þeir ekki skilji! orðin, geta þeir fullkomlega dæmt um músikið. I sannleik að segja er bók séra B. Þ. mjög illa úr garði gerð og afar margir gallar hér og þar um alla bókina t. d. sum lögin skrifuð í tónstiga, sem enginn mað- ur þekkir, önnur f tóntegundir, sem I mjög sjaldbrúkaðar eru, og sumir akkorðar (chords) eru fyltir nótum, sem eiga þar ekkert sæti. Samt sem áður á þetta alt að vera rétt, því hvergi sjást neinar leiðrétting- ar, en að lfkindum er þetta meira að kenna fljótfærni og óvandvirkni en nokkura öðru.(?) Lögin, sem f engum þekkjanlegum tónstigum eru, virðast töluvert mörg, og sum þeirra eru tekin úr réttum tónstig- um úr bók J. H. og færð í þessa óþektu tónstiga, sem er mjög vill- andi og skaðlegt fyrir framtfðar- notendur bókarinnar. Hin helztu, sem þannig eru úr garði gerð, erú þessi í bók séra B. Þ.: Nr. 3, 31,36, 44, 69, 100, 110 og 146. Sum af þessum lögum era f þekkjanlegum og eðlilegum tónstigum hjá J. H. Eg nenni eigi í þetta sinn að taka hvert einstakt af þessum lögum og sundurleysa og útskýra hverja sam- hljómun (chord), slíkt mundi verða alt of langt mál, en eg vil að eins nefna þau, sem átakanlegast meiða augað að sjá þau og eyrað að heyra j þau. Lagið „Kom skapari heilagi andi“ nr. 3 hjá B. Þ, gengur eðli- lega í F-dúr eða ætti að vera, fyrst séra B. Þ. hefir ekki séð ástæðu til að breyta um tónlegu þess (pitch), sem þó eins og mörg önnur sálma- lög vor liggur mikils til of lágt, en þrátt fyrir það, þó allur meginhluti akkorðanna liggi í F-dúr, og lagið því beinlínis tilheyri þeim tónstiga býður séra B. Þ. sér, að búa því til nýjan tónstiga og þar af leiðandi brýtur á bak aftur eina þýðingap- mestu reglu söngfræðinnar um stærð og stöðu tónbilanna. Skyldi ekki Mosart hafa Ifkað, ef hann hefði séð lagið sitt „í dag er glatt í döprum hjörtum11 skrifað á sama tónasvæði, og það nú er, en með 7 hækkandi forteiknum og endurköll- unarmerki við hverja nótu í öllum röddum, sama yrði útkoman og tónstigin alveg af sömu tegund og sumir tónstigar f bók séra B. Þ. — Fyrir utan áminstan tónstiga rugl- ing á laginu nr. 3, hefir séra B. Þ. stórskemt það sama lag með radd- setningunni, þar sem hann í endir lagsins fellir úr 4. rödd ,gangnótur‘ (passing notes), sem mjög prýða samræmið, og sörnul. fellir hann úr 3. rödd næst sfðasta takti sjöundu nótu fimta akkorðsins (The domin- ant seventh), sem æfinlega er til stór prýði og enda að mestu leyti ! nauðsynleg í þessu tilfelli, þar sem fimti akkorðinn (The dominant chord) hljómar nokkuð best, að hlaupa ofan á grunntón (tonic), án þess að hafa áður áminsta nótu til að tengja akkorðana saman, auðvit- að er þessi aðferð séra B. Þ. ekki óbrúkandi, þar sem J>essir tveir ak- korðar hafa eina nótu sameigin- lega, en vegurinn, sem farinn er í bók J. H. 1 þessu tilfelli, er mikið vanalegri hjá þeim, sein gott „har- mony“ skrifa, ernla iniklu tilkomu- meiri. Lagið nr. 31 er hér um bil eins og J. H. hefir það, nema J. H. skrifar það í E-moll en séra B. Þ. ! færir það niður um stórt tónbil, | sem vár óþarft, þar sem lagið lá áð- ur heldur of lágt, en sleppum því. Eðlilega hefði lagið átt að skrifast eins og það nú er í D-moll, sem hefir eiginlegt eitt lækkandi tón- flutningsmerki, en í stað þess er það nú í engum þekkjanlegum tón- stiga í bók séra B. Þ., og er slíkt illa farið að svo skuli vera, hvort sem þetta er viljandi eður óviljandi gjört. Sama er að segja um öll hin lögin, sem eg hefi tilfært, að þau vantar sfn eiginlegu tónflutnings- merki. Þó svo væri nú, að sum af nefndum lögum væru kveðin f lý- diskri tóntegund (eftir fofngrískum hætti), þá hefir séra B. Þ. tekist f fang aðrar eins breytingar í bók sinni, eins og þó hann hefði breytt þeim í eitthvað af nútíðkanlegum tónstigum, slíkt hefði verið góðra gjalda vert. I óvanalegum tóntegundum eru mörg lög hjá séra B. Þ., sem mikið hefði farið betur að í öðrum tóntegundum hefði verið. Mikið heppilegra hefði verið alstaðar J>ar sem fjórar hálfnótur era í takti, að skrifa fyrir lögin 4/2 heldur en merkið, sem séra B. Þ. brúkar f þess stað vegna þess, að það ligg- ur eins og óbeinlínis eða jafnvel beinlfnis á meðvitund fjöklans, að það merki, sem hann gefur fyrir fjórar hálfnótur, p>ýði altaf 2/2 eða tvær hálfnótur í takti hverjum, en samt er þetta rétt hjá B. Þ„ 0g má þvf ekki skoðast sem vitleysa, en f nútíðar nótnabókum er það merki brúkað fyrir tvískifta takttegund (Duple) en ekki fjórskifta (Quad- ruple)með litlum uudantekningum. f þessum tilfellum hefði langheppi legasta ráðið verið, að hafa 4/4 fyr- ir þeim lögum og þvf fjórar fjórð- ungs nótur í takti. Að láta eitt ,slag‘ falla á hálfnótuna er lfka dá- lftið villandi vegna þess, að það er hætt við að sumir miði þær við heilnótur með fjórum ,slögum‘ og liraðanum f>ar af leiðandi seinkað um helming, en við slfku megaekki sálmalög vor, sem víðast hér og heima eru sungin alt að helmingi °f 8eint’ °S eru |>ar af leiðandi fremur svefnmeðul í kirkjunum en nokkuð annað. rilfkt ættu organistar, söng- flokkar og yfir höfuð allir kirkju- sækjendur að leitast við að laga, þvf með þessum seim og sofandi lestagangi í sálmalögunum eru lög- m algjörlega eyðilögð, en þó organ- ístinn og 8öngflokkurinn reyni að lagfæra þetta, er það að engu gert, ef sofnuðurinn rígheldur í gamla grallara-seiminn og gerir þvf lif andi og skemtileg lög að leiðinlegu sofandi aiulaslitageispi. Login, sem heldur hefðu átt að vera f fjórðungsnótum með 4/4 eru Þessi hin helztu: Nr. 15, enda í öllum nýrri útgáfum þannig útfært Nr. 25 væri og mjög eðlilegt J>ann- ig eftir gangi lagsins. Nr. 26 ætti að hafa fjóra fjórðu, enda pannig hjá Jónasi sál. Helgasyni; líkt er ástatt í lögunum nr. 33, 34, 42 51 60, 65, 104, 108, 121, 126, 129, 15l’ 161, sem eg finn ekki ástæðu að þessu sinni að nefna livert sérstakt einkanlega þar sem þetta er ekki beinlfnis skaðlegt fyrir þá, sem notaeiga, enda þótt það öðru vísi hefði farið betur. Akkorðar, sem fyltir eru röng- um nótum, eru eftir þvf, sem eg hefi getað fundið, tiltölulega fáir, enda má vera, að mér hafi yfirsést, þé eg hafi hlaupið fljótljga yfir lögin einu sinni. Nr. 59 „Hjartað, þankar, hug- ur, sinm"; þar er þriðja nótan frá byrjuninm f annari rödd F, en sök- um þess, að það er ósamræmisnóta (dissonant note), verður hún að leysast upp (resolve); nótan verður því annað hvort að vera E, sem fœri vel, að fimti akkorðinn mynd- aðist þar f grunnlegu (dominant chord root position) eða að skifta nótunni F f tvær ,gangnótur‘ (pass- ingnotes), sem yrðu F og E; það færi einnig vel. Þú er og lagið nr. 102 „Tunga mfn af hjarta hljóði“; er f 16. takti frá byrjun G f þriðju rödd; ættiaðveraA, og ástæðan fyrir þvf er þessi: Næsti akkorð á undan þessari er í A-dúr og er hækkað G leiðandi hóta (leading note) þess tónstiga, og samkvæmt föstum reglum tónfræðinnar geng- ur leiðandi nótan (sjöunda nóta tónstigans) til grann-nótunnar (to- nic), sem f Þessu tilfelli er A; og ekki sfzt er þessi regla nauðsynleg þar sem þetta er í enda hendingar [ Meira ] ,, nú er tímin til ða kaupa HEinSKRlNQLU.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.