Heimskringla - 16.06.1904, Side 2

Heimskringla - 16.06.1904, Side 2
HEIMSKRINGLA 16. JÚNÍ 1904 Beimskriugla. PUBLISHED BV Tíi Heimskringla News & Publishing Cor Verð blaösins í Canada og Bandar. $2.00 nm árið (fyrir fram borgað). Sent til íslands (fyrir fram borgað af kaupendum blaÖ3Íns hér) $1.50. Peningar sendist í P. O. Money Order Registered Letter eöa Express Money Order. Bankaávis- Onir á aöra banka en í Winnipeg að eins tekoar með afföllum-. B. L. BALDWINSON. _ Editor & Manager — OFFICE : 727 Sherbrooke St., Winnipeg P. O. BOX 110. Gróða-listin Það er ekki minni list, að kunna að græða fé, heldur en að kunna nokkuð annað. Víst má telja, að pað sé meiri list að læra að spara, heldur enn að læra flest annað, sem kent verður. Ástæðan fyrir þessu er sú, að öllum þorra manna er sá lærdómur mótfallinn, af því það, að spara, þýðir sjálfsafneitun,en sjálfs- afneitunin kemur í bága við f>að eftirlæti, sem sjálfselskan knýr mann til að hafa á sjálfum sér. Að vísu er f>að í eðli flestra manna, að vilja eiga, en f>eim er alt of mörgum sár illa við það, að láta nokkuð á móti sör, eða fara nokkurs f>ess á mis, sem hugur þeirra girnist, til þess að komast yfir meiri auðæfi en svo að þeir hafi það, sem á voru máli nefnist, til hnffs og skeiðar. Mönnum er eiginlegt, að lifa í nútíðinni, en láta framtíðina færa það sem verða vill. Þeir bera fyrir sig þá trúarlegu siðfræði, að mönh- um beri að láta hverjum degi nægja sfna þjáning, og f>eir skilja þetta svo, að f>að sé rangt að bera áhyggju fyrir morgundeginum, rangt að bera nokkra umhyggju fyrir framtfðinni. Þessi trú verður alt of mörgum til efnalegrar glötunar. Mönnum er tiðast alt of gjarnt að missa sjónar á þeim alsvarðandi sann- leika, sem blasirvið allri lífsreynslu mahna, að áhyggjan fyrir framtfð- inni — umhyggjan fyrir morgun- deginum — vex í réttum hlutföll um við nútfma fátækt. Það mun verða fyrir flestum þeim, sem nokkurri verulegri mannrænu eru gæddir, að eftir þvf, sem f>eir eru efnaminni í dag, eftir því aukast áhyggjur fæirra fyrir morgundeg- inum. Þeiin er ómögulegt, hversu fegnir sem f>eir vildu geta það, að komast hjá f>ví, að hpgsa fyrir komandi tíð. Það er eðli allra d/ra, og þá sér- staklega eðli mannanna, að bera umhyggju fyrir morgundeginum, og þeir fá ekki umflúið það eðli sitt, frekar en f>eir fá umflúið sjálfa sig. Það er því sú voðalegasta villa, sem nokkurn getur hent, að binda sig við þá siðfræði, að bera ekki umhyggju fyrir fraintíðinni. Fólk er blátt áfram skyldugt til að gera það. Menn eru skyldugir til að sjá sér og skylduliði sfnu farborða með eigin atorku, starfsemi, útsjón og umhyggju. Þetta eru þau skil- yrði fyrir tilveru mannsins og vel- líðan, sem honum sjálfum ber að leggja fram. Ef hann vanrækir þessar skyldur, þá fyrirgerir hann með því sínum siðferðislega rétti til lffsins, sé hann gæddur nægi- legri heilsu og lífsprótt til að starfa. Það hefir lengi verið talin góð og gild kenning, að sá sem ekki vill vinna á ekki heldur mat að fá, og á þeirri hugsun byggist sá lagabálk- ur landanna, sem heimilar félags- heildinni þann rétt, að taka með valdi letingja og iðjuleysingja og þrýsta þeim tilvinnu. En f>ótt það sé gefið að menn eigi að vinna og vilji vinna, þá er það engan veginn nóg, ef vinnu- arðinum er gálauslega sóað jafnóð. um og hann er fenginn, í alskonar óhóf og ráðlaust brask, og engin tilraun gerð til þess að safna nokk- urntíma nokkru til morgundagsins, eða að byggja nokkrar vamir fyrir komandi áföllum eða óhíippum, sem einatt má búast við að komið geti fyrir, hversu hyggilega, sem menn annars fara að ráði sínu. Það má að vfsu segja, og það með réttu, að enginn geti safnað auðæfum af arðinum af daglauna- vinnu, en á hinn bóginn verður það að játast, aðöll auðæfi byggjast á starfsemi, og þar sem mest er samsafn starfseminnar, þar verður og mest samsafn auðæfa. Það mun og rétt álitið, að rfkidæmi eða auð- legð margra manna, á rót sfna að rekja og hefir verið bygð á arðinum af atvinnu þeirra og starfsemi, hvort sem þeir hafa unnið fyrir sjálfa sig eða aðra. I þessu landi má svo heita, að allur þorri auð- manna hafi byrjað gróðaferil sinn sem óbreyttir verkamenn; f>eir hafa safnað fénu með sameiginlegum dugnaði, sparsemi og útsjón. Fyrst með þvf að verja vel tfma sfnum til arðberandi starfa, og næst með f>ví að viðhafa hófsemi og spar- neytni í öllum greinum, og síðast með því, að ávaxta hyggilega spari- fé sitt í arðsömum í’yrirtækjum. Með þessu eina móti getur verka- mönnum tekist að græða fö f nokkru landi. Þeir verða að beita svo iðjusemi sinni, að f>eir geti dregið saman sjóð nokkurn frá daglegum þörfum sínum, og það sparifé verða f>eir svo að r.ota, sem vfsir til auð- legðar. Grróðinn fæst með f>ví, að verja svo sparifé sfnu, að það auk- ist og margfaldist; og f>að tekst vanalega að meira eða minna leyti, þegar lán og hyggindi fylgjast að; en mest varðandi eru þó hyggind- in, f>ví mannsins lán byggist að jafnaði á f>eim. Þess meiri, sem hyggindin eru, þess meira verður lánið, og magn og flýtir gróðans fer að sama skapi. Að vísu eru f>að j aðeins fáir af fjöldanum, sem eru i gæddir meðfæddum gróðahæfileg-; ' eikum í nokkuð verulegum stfl, > en flestum er það þó gefið, að geta sparað meira en þeir gera, ef þeir | aðeins beita liugsun sinni að þvf. Ungi maðurinn, sem byrjar að j íeyja bardagann fyrir tilveru sinni j og efnalegu sjálfstæði, í samkepn- j inni við meðborgara sfna, þarf að hafa hugföst viss ákveðin atriði,! sem hann má aldrei missa sjónar á, ef hann á að eiga vísa gróða-fram- tíð. En hann f>arf heldur ekki að óttast elliskort, ef hann hefir heilsu og starfsþrek og heldur fast við >au grundvallaratriði, sem öll auð- æfi byggjast á. Þar með eru talin æssi: 1. Að eyða aldrei nokkrum pen- ing að óþörfu. 2. Að hver peningur sparaður tvöfaldar sig með vöxtum sfn- um á 20 árum eða skemri tfma. d. Með óþarfa eyðslu eins pen- ings tapast ekki aðeins hann heldur einnig allur arður af honum um allan ókominn aldur. 4. Hver peningur sparaður held- ur áfram að ávaxtast og auka auðlegð eigandans, svo lengi, sem hann er til. 5. Auðsafn fæst með einu móti aðeins, og það er með því að i. láta hvern græddan pening á- vaxtast svo að hann sífeldléga og viðstöðulaust vinni eigand- anum arð. Smáar upphæðir, þegar þeim er haganlega varið, eru vísir til vænna auðæfa. Alt er komið undir f>ví, að fénu sé hyggilega varið. Iðni, atorka og sparsemi eru nauðsynleg skilyrði fyrir efna- legri hagsæld. Margar fleiri reglur mætti gefa sem ungum mönnum gæti að not- j um orðið, en sé f>eim nákvæmlega j fylgt, sem hér eru gefnar, f>á mun j vel duga. eru að færast í áttina til menta og þekkingar og efnalegs sjálfstæðis. En þetta er aðeins í byrjun ennþá, þótt óhætt megi telja, að það fœr- ist í vöxt með hverju líðandi ári. En á hinn bóginn verður f>ví ekki heldur neitað, að alt of margir af vorum þjóðflokki gefa ekki nútíðar velsæmi sínu eða framtíðar hag- sæld það athygli, sem þeir ættu að gera- Þetta er bæði ljótt til frá- sagnar og skaðlegt fyrir framtíð fólks vors hér. Það ríður á, að allir séu samtaka í f>ví, að breyta svo, að beztan arð megi færa kom- andi kynslóðum Islendinga í Ame- rfku. Sennilegt er, að margir haldi því fram, að þeir, sem byrja tilveru sína í landi þessu með lítil efni og j hafa fyrir fjölskyldu að sjá, megi j j engu hætta í óviss gróðafyrirtæki! j af því að líkurnar fyrir tapi séu! eins miklar og lfkurnar fyrir gróða. j En þetta gildir aðeins þar sem' fénu j er óhyggilega varið, Hver sá mað- { ur, sem ekki hefir næga þekkingu til að rata gróðabrautir þessa lands, getur auðvitað ekki þrætt þær af sjálfsdáðum; þeir menn verða að njóta leiðsagnar þeirra, sem þekk- inguna hafa, á sama hátt eins og vegfarendur á sjó og landi tryggja sér æfða leiðsögumenn til að koma sér 1 trygga höfn eða á ákveðinn á- fangastað. Alveg sama reglan gildir f viðskifta og v e 11 u - lffinu, að f>eir sem ekki hafa sjálfir nægi- lega þekkingu til að verja fé sínu haganlega, eiga jafnan kost á • hjálp og leiðsögu annara til að gera f>að. Við slíka hjálp græðist bæði reynsla og auður, eftir því fyr, sem maðurinn hefir meira til veltu. Einn mesti auðmaðurinn f landi ! þessu sagði eitt sinn, er hann var spurður að hvernig hann, sem hafði j byrjað hér með tvær höndur tómar, hefði kémist yfir svo mikil e^niVj j “Eg hefi trygga umboðsmenn við I olbogann á hverju gróðafyrirtæki, 1 og læt aldrei neitt þeirra sleppa framhjá án þess að greiða mér skatt,’: Gróðalistin byggist á fjórum að- alatriðum: Atorku, sparsemi, hygg- indum og þekkingu. Öll þurfa þau að fylgjast að, ef vel á að fara, og þegar svo er, f>á er tapið ekki aðeins ólíklegt, heldur nálega ó- mögulegt; og alt f>etta er hverjum meðal hyggnum manni f lófa lagt, j ef þeir aðeins beita hæfileikum sfn- j um til að ná þeirri þekkingu, sem ! gróðalistin byggist á. Þekkingin er fyrsta og æðsta boðorð til vel- sældar hér í heimi. Án hennar getur enginn maður notið sín eins og vera ætti; með henni eru hon- um flestir hlutir ómögulegir. Fyrir landa vora, sem flestir hafa! komið efnalausir til þessa lands, með þeim ásetningi og f þeirri von, að bæta efnalegar ástœður sfnar hér, og að búa í haginn fyrir börn sfn og afkomendur, betur en þeim hefði verið mögulegt að gera, ef þeir hefðu setið kyrrir heima á ættjörðinni, ætti f>að að vera hin Ijúfasta skylda, ekki aðeins að veita bömum alla þá mentun, sem f>au eru móttækileg fyrir og fáan- leg til að taka á móti, heldur einn- ig að búa svo f haginn fyrir þau efnalega, að f>au geti, er þau nálg- ast fullorðins árin, staðið nokkm betur að vígi, en foreldrar þeirra gerðu, er f>au komu hér til lands. Með f>ví eina móti er hinum sanna tilgangi fyllilega náð. Mentunin veitir þekkingu, en hyggindin beina mönnum braut til að beita þekkingunni sjálfum sér og öðrum til gagns og sóma. Það er ánægjulegt, að geta lýst f>ví yfir, að landar vorir hér vestra Xhrif eins manns. Þegar saga Japan-Rússa-stríðs ins verður rituð, þá mun koma f Ijós sá sannleikur, að einum manni eingöngu er um ófrið þennan að kenna. Sú maður heitir Bezebra- zoff. Það er nokkuð miðaldalegt snið á því hvernig hann hefir sffelt vaxið að upphefð og áhrifum hjá keisarahirð Rússlands. Hann var í fyrstu að eins óbrotinn meðlimur í sendisveinahirð keisaransJTog á sama tfma einn af lífvörðum hans. Fátækur, en framgjarn, fór hann til Austurálfu til að vinna sör auð og frama. Hann komst fljótlega að þvf, að fá leyfi Rússastjórnar til að mega hafa umrað yfir timbur- svæðum og verzlunarstarfsemdum í afar víðlendum héruðum þkr eystra. Hann var f kunningskap við Grand Duke Alexander Machaelovitch, og fyrir hjálp hans var hann gerður umsjónarmaður námalanda þar eystra. Þessi náma- lönd voru eign keisarahjónanna. Hann stjórnaði námum þessum svo vel, að keisarahjónin græddu áfcjga i auð fjár á þeim. Fyrir f>etta náði hann algerlega vinsæld- um þeirra og jók áhrif sfn með [>ví. Það var álitið vfst að sá mað- j ur sem svo vel hefði aukið eigur keisarans væri hæfur til þess að hafa á hendi ábyrgðarmikil stjórn- j arstörf. Þess vegna var hann gerð- i ur að ríkisritara þar eystra. Upp j frá þeirn stundu beitti hann ótak- I mörkuðum áhrifum á keisarann f j öllum málum, er lutu undir land- svæði það er hann var settur yfir. Hann fann að þvf að svo mikill sparnaður var viðhafður af Rússa- stjóm, að landið gæti ekki tekið þeim framförum sem náttúrugæði þess gerði möguleg og sérstaklega fann hann að allri stjórn á Manch- uria-járnbrautinni og í Sfberfu. Þekking þessa manns á landinu sannfærði keisarann urn að hann mundi hafa rétt að mæla. Hann ráðlagði keisaranum að gera Alex- ieff að undirkonungi þar eystra og það var gert. Þessir 2 menn em féla^ar í mörgum stórgróða fyrir- tækjum þar eystra og eru aldavin- ir. Eignir þeirra eru í Manchuria og Norður-Corea og eru taldar afar verðmiklar. .Ef þeim gæti tekist að loka þessum höruðum frá al- heimsverzlun og samkeppni, þá gætu þeir á skömmum tfma orðið auðugustu menn í heiminum. Með þessari hugsun hafa þeir beitt öll- um þeim áhnfum sem þeir hafa getað, til þess að gera lendur þess- ar að al-rússneskum héruðum. Til þess að koma þessu í verk, hefir ir þeim tekist að tala svo um fyrir keisaranuin, að hann hofir smá los- ast við alla þá menn úr ráðaneyti sínu, sem hafa viljað viðhalda friði í ríkinu og við umheiminn, og svo hefir Bezobrazoff mikil áhrif á keisarann, að honum hefir tekist að koma honum til að láta sér eft- ir nálega öll völd þar eystra, og hefir þvf gefið skipanir sfnar þvf viðvíkjandi undir sínu eigin nafni án vitundar og vilja og samþykkis keisarans. Count Lamsdorff, sem er utanrfkisráðgjafi, á samkvæmt stöðu sinni að hafa alla yfirumsjón með utanrfkismálum, en Bezobra- zoff fékk komið því til leiðar, að hann var als ekki spurður ráða í mest varðandi málum, og fékk ekki einu sinni að ná tali af keisaranum tímunum saman, þegar Bezobrazoff sótti daglega fundi hans fyrirstöðu- laust. Keisaranum var talin trú um, að alt gengi vel í Austurálfu, að Japanar væru svo fáir og smáir, að ekkert væri að óttast frá þeirra hendi, og að undir öllum kringum- stæðum mundi þeir aldrei þora, að fara í strfð við Rússa. Um leið og þessi mikilhæfi maður, Bezobra- zoff, lék þessa rullu við keisarann, hafði hann einnig áhrif á alla frœndur og ættingja keisarahjón- anna með því að bjóða þeim félags- skap með sér og telja þeim trú um, að hann gæti gert [>á stórauðuga á örstuttum tíma, ef stefna sín hefði framgang í Manchuriu og Coreu. Með þessu fékk hann þá alla á sitt band, svo að hann varð bókstaflega einvaldur í öllum þeim málum, er lutu að Austurálfu. Það hefir öllum verið vitanlegt innan og utan Rússlands, að keis- arinn hefir óskað eftir, að friður héldist í rfki sínu um sína daga og vildi fyrir hvern mun, koma í veg fyrir ófrið í Austurálfu; en hann fékk engu ráðið fyrir þessum manni, sem virðist hafa haft ótak- mörkuð áhrif á hann. Annars var þessi Bezobrazoff als ekki vinsæll meðal hæzt standandi manna á Rússlandi, og er til þess tekið, að þótt hann reyndi tvfvegis að komast í meðlimatölu þess fé- lags, sem æðstu menn landsins hafa þar með sór, þá var honum í hvorttveggja skiftið synjað inn- töku. Það er á vitorði manna í Péturs- borg, að Bezobrazorf hefir umráð og eignarrétt á miklum timbur og námalöndum í Austurálfu. Hann hafði þar starfsemi mikla og undir þvf yfirskyni, að vernda rússneskan iðnað og framfarafyrirtæki, sendi hann þangað tugi þúsunda her- manna með öllum nauðsynlegum útbúnaði og lét verja hundruðum j miljóna af rfkisfé f vfgvirki og her- útbúnað hér og hvar í landinu. Þetta gekk svo langt, að Japanar þoldu ekki mátið lengur, og hófu þvf strfð, er þeir sáu ekki undan- færi. Sagt er, að Rússakeisari hafi grátið, er hann frétti um ófarirnar eystra, enda telur hann það eina misgripið, sem Bezobrazoff hafi gert í ráðsmensku sinni f Asíu, að hann ekki skeytti nógu nákvæm- lega um samlyndi við Japana. Áfengi og langlífi Herra I. P. Whittaker- hefir rit- að fróðlega grein í tfmaritii “Cou- temorary Rewiew’’ um langlffi bindindismanna og s kammlf fi drykkju- og hófsemdar - manna. Hann grundar staðhæfingar sfnar á brezkum skýrslum og sýnir, að algerðir bindindismenn nái að jafnaði talsvert hærri aldri en hóf- semdarmenn, og miklu hærri aldri en drykkjumenn, en drykkjumenn eru þeir nefndir, sem iðulega ger- ast ölvaðir. Hófsemdarmenn á hinn bóginn eru þeir, sem neyta vfns svo hóflega, að það aldrei hefir nein sjáanleg áhrif á þá. Skýrslur þær, sem lagðar eru til grundvall- ar, eru gerðar af bindindis-lífsá- byrgðarfélagi einu, sem byrjaði sfarf sitt á Englandi 1840, með þvf að taka í lífsábyrgð aðeins þá, sem eru í algerðu bindindi. Nokkrum árum síðar tók þó félag þetta einn- ig þá í lffsábyrgð, sem, þó þeir væru ekki f algerðu bindindi, voru þektir að þvf að neyta víns ein- göngu með mestu hófsemd; en þessir menn voru skoðaðir sem sér- stakur flokkur og iðgjöld þeirra voru gerð nokkru hærri en hinna. Þessi stefna og starfsemi félagsins gerði þvf hægt að gera nákvæman samanburð á langlffi beggja flokk- anna. Fölagið er nú búið að fá yfir 60 ára reynslu á þessu og sýna skýrslur þess, að af 125 þúsund j lífsábyrgðar skýrteinum, sem það hefir gefið út á þessu tfmabili, þá hafa dánarkröfurnar orðið talsvert hærri fyrir hófsemdarmenn en al- gerða bindindismenn. Samanburðurinn á langlffi beggja flokkanna er þannig, að á aldrinum frá 10 til 95 ára deyja 5124 bind- indismenn á móti hverjum 6959 j hófsemdarmönnum. Með öðrum orðum: Bindindismanna dauðsföll- in voru 36 af hundraði færri en dauðsföll liófsemdarmanna. Þess er og getið, að langlífi bindindis- manna f þessu félagi sé V2 af 100 hærra, en það sem bezt sé hjá öðr- um ábyrgðarfélögu m á Bretlandi á síðastliðnum 30 árum. Herra Whittaker segir, að líkan samanburð mætti gera á þeim sem drekka kaffi og þeim, sem ekki drekkaþað; og eins á þeim, sem neyta kjötfæðu, og þeirra, er ekki gera það. En að samanburður sá mundi sýna annarskonar afleiðing- ar en þær, sem hér eru sýndar í til- liti til drykkjumanna. Hitt telur hann alveg áreiðan- anlegt, að langlífi fari eftir lffern- isháttum manna, og að algerðir bindindismenn lifi allra manna lengst. -------» » »------— . London Times Blaðið London Times hefir lengi verið öfiugasta og áreiðanlegasta blað í Evrópu. Það hefir frétta- samband út um allan heim og er gagnkunnugt leyndarmálum allra þjóða og margra einstaklinga af háum stigurn, en svo er það var- kárt með fréttir sínar,að það geym- ir margar þeirra svo árum skiftir áður en þær birtast í blaðinu. Það biður aldrei um auglýsingar og þiggur þær ekki nema með hang- andi hendi, og neitar algerlega, að flytja margar auglýsingar, sem [>ví berast, þó margfalt verð sö f boði. 011 stjórn þess er stirð og stór- bokkaleg; það er það eina, sem að blaðinu hefir verið fundið. Árið 1896 tóku nokkrir Ameríkumenn sig saman og keyptu blaðiðLondon Daily Mail; þeir gáfu það út sam- kvæmt ameríkönskum reglum: Hverja frétt jafnskjótt og hún barst á skrifstofuna; áherzla var strax lögð á að auka útbreiðslu blaðsins, og svo hefir þetta tekist vel, að Mail hefir nú eins miklar fréttir og eins mikla útbreiðslu eins og Times. Times útgáfufö- lagið hefir beðið svo mikinn ósigur í samkepninni, að það hefir nýlega orðið að lækka verð sitt um einn þriðja við það sem áður var, og einnig orðiðað bjóða sérstök hlunn- indi þeim 30,000 blaðasölubúðum, sem eru í London, til þess að efla útbreiðslu blaðsins. Times hefir jafnan neitað, að veita nokkurri auglýsingu móttöku eftir kl. 7 að kveldi, hversu mikið rúm, sem [>á var autt í næsta morgunblaði, en nú hefir það orðið að brjóta odd af oflæti sínu með því að veita öllum auglýsingum móttöku, hvenær sem

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.