Heimskringla - 16.06.1904, Síða 3
HEIMSKRlNGrLA 16. JÚNÍ 1901
é
l>ær koma. Flestar fréttír berast
blaðinu óbeðið; aðeins hefir J>að
lærða menn af háum stigum fyrir
fregnritara og svo gerir p>að út sér-
staka menn í stórleiðangra, þar
sem eitthvert stórvirki er á ferðum,
svo sem hernaður eða annað jafn-
mikilsvarðandi.
Um landnámabók
/
V estur-Islendinga
EFTIR
LÁRUS GUÐMUNDSSON
Hver á að byrja?
Einhver verður fyrst að taka til
máls, tíminn líður, árin færast óð-
fluga yfir oss og hverfa að baki
voru, og með þeiin hverfa einnig
að nokkru leyti sögu - viðburðir
landnámstíð arinnar, þar sem gömlu
frumherjamir, sem hingað komu
fyrir fjórðungi aldar og meir, týn-
ast nú óðum burt og fást ekki til
baka, hvað sem í boði væri, því
dauðinn skilar aldrei aftur því sem
hann hefir náð á heljartökum.
Ætli það geti nokkru spilt, f>ó
ég verði fyrstur að vekja máls á
þvf, að við ættum helzt ekki að
draga það mikið lengur að semja
og gefa út landnámabók Vestur]
íslendinga. Ég veit, að það er
stórvirki, eftir f>ví sem ég liefi
hugsað mér, að sú bók ætti að vera.
Og ég veit. að ég er ekki fær um
það mál, svo að í góðu lagi sé, og
hefi heldur engan tfma til að ganga
eins ítarlega frá því eins og ég
vildi. En einhver má til að byrja;
það má ekki dragast lengur.
Hvað er unnið við dráttinn? Að-
eins getur verið um eitt atriði að
ræða, og f>að er: að þegar við liöf-
um fyrir augunum safn til sögu
landnámsins, sem út hafa komið
árlega nú fyrir langa tíð, að þá
gefst mönnum kostur á að lagfæra,
ef eitthvað kann að vera ofsagt eða
vansagt; og er ]>að óneitanlega
þýðingarmikið atriði, ef f>að væri
vel og skynsamlega notað; það er
að segja, éf nokkra nauðsyn ber til.
En við höfum nú reynslu fyrir því,
að þær fáu athugasemdir, sem kom-
ið hafa, hafa verið sagðar með svo
mikilli þykkju og þvergirðing,. að
sárlftið mark hefir verið á þeim
tekið. Og eftir þvf, sem mig minn-
ir, þá liafa villurnar verið mjög
lftilsvirði frá sögulegu sjónarmiði
skoðað, að undantekinni einni sem
égman eftir frá Argyle-nýlendunni.
Þar tekur gamli JónÓlafsson á Brú
svari ákærandans (O.S.) eitthvað
mjög líkt þessu: Það er skrítið, að
að telja þann mann landnema, sem
ekki vinnur skylduverk á landi
sfnu til fulls og verður svo frá að
hverfa. Þetta er rangt, þegar mað-
ur hefir gömlu landnámu til fyrir-
myndar, og jafnfrægan snilling og
ráðvandan sagnaritara sem Ara
prest Þorgilsson, þá sjáum við að
menn tóku lönd og voru skamman
tíma, undu ekki og fóru í annað
pláss og námu þar land á ný. Alt
fyrir það verða þeir landnámsmenn
hjá Ara á sfnum fyrri stað, jafn-
sögulega helgir og hinir sem kyrrir
sátu.
í annan stað getur það átt sér
stað,að þeir sem mest eru við þetta
sögusafn riðnir, hafi getað og geti
grafið upp meir af nauðsynlegum
viðburðum, þó mér sé ókunnugt
um það. En fyllilega lield ég þvf
fram, að livað sem lengra líður, þá
söu allar Ifkur til, að meira tapist
en vinnist á biðiuni og drættinum.
Við verðum að hafa það liugfast,
að hér á meðal vor er alt öðru máli
að gegna með það að geima við-
burðina og söguna á minni.mann
fram áf manni eða var á íslandi
frá því það bygðist og þar til Ari
var uppi, og er óþarft að færa hér
ástæður fyrir þvf. Eitt er það, sem
öllum er ljóst, að við erum hér í
svo miklum minnihluta við inn-
lendu stórþjóðirnar, að okkar ís-
lenzku einkenni smáveikjast og
hverfa og renna inn f meginafl
þessa þunga þjóðarstraums. Og
þá þegar svo er komið, er saga vor
að mestu leyti horfin. Ef við Is-
lendingar, sem hingað erum komn-
ir, hefðum numið land við eyði
eyju, sem einn sérstakur, ráðandi
flokkur, eru allar lfkur til, að land-
námssagan hefði getað geimst afar-
lengi, einsog á Islandi. En hér er
alt öðru máli að gegna, eins og ég
þegar hefi minst á.
Hvemig á þá okkar landnáms-
bók að vera skráð ?
Þetta þykir lfklega sumum barna-
lega framsett, eftir alt það, sem
þegar er búið að gera. Samt vakir
nú þetta stóra spursmál fyrir mér
nú. Og að leysa úr þvf með góðri
greind og liugþökk til almennings,
er líklega of þungur ás um öxl fyrir
mig. Samt sem áður ætla ég í
mesta flýtir að segja sumt af mlnu
áliti.
Eg vil að bókin sé að öllu leyti,
sem hægt er við að kozna, sniðin
sem næst gömlu landnámuað sögu-
lcgri framsetning og stílsmáta.
Frægara verk en gamla landnáma
er eftir Ara, er ekki auðvelt að
finna. Og þótt hiin sé nú gömul
orðin, þá er hún alla tfð jafn-ný og
jafn-merk; og betri fyrirmynd er
ekki hægt að taka sér en hana. Og
hverjum manni er auðskilið, að
okkar Vestur- Islendinga landnáma-
bók er ekki skrifuð fyrir yfirstand-
andi tímann einungis, heldur miklu
fremur fyrir þann ókomna. Þar-
afleiðandi þarf helzt að brúka alla
kosti Ara prests, svo sem vand-
virkni, ráðvendni, óhlutdrægni og
skýrt og liðugt óþvingað íslenzkt
mál. En að binda sig við reglu
eða tfzku þessa tfma, ef nokkrar
eru, við útgáfu þessarar bókar, sé
ég enga nauðsyn.
Bókin á að vera þegar aldir renna
lifandi mynd af íslendingum, þar
sem lesa má út úr hverjum drætti,
hverri lýsingu og hverjuorði hreina
Islendinga með hugsun og lyndis-
einkunnum. Ekkert af enskusniði,
hvergu fagurt sem vera kann, get-
ur átt þar aðal heimili; fyrir
söguna og ókomna tfmann verður
það fslenzka að sitja í hásæti.
Þegar við nú tökum safn til land-
námsbókar okkar, sem út er komið,
og sem er mjög þakkar og virðing-
arvert, þá er það langt frá mér, að
vilja lftilsvirða séra F. J. Bergmann
eða nokkra aðra, sem að því hafa
unnið; samt sem áður er þar ákaf-
lega margt að atliuga við, ef ein-
göngu ætti að rita bókina eftir þvf.
Og setjum nú svo, að enn lfði 25—
30 ár að hún verði samin, þá er
það nokkurnveginn víst, að kaflar
þessir verða teknir óbreyttir, livað
þá ef lengra liði.
Mér þykir nógu trúlegt, að þess-
ir kaflar haldi nokkurnveginn uppi
aðalsöguþræði þeirra landsparta,
sem þeir ná yfir, og það verður
þessi bók lfka að gera: Að vera
að öðrum þræði saga Vestur-Islend-
ínga frá byrjun og fram á hennar
dag. Hreinskilin og ráðvönd og
lilutdrægnislaus saga. Ef það væri
ekki þá væri hún ekkert annað en
nafnaskrá eða registur, sem enginn
liefði gaman af að eiga eða lesa.
Og þó nú að þessi þráður sé
spunninn, er sé góður og mikils-
vírði, þá þarf að leggja annan þráð
með honum, og óefað margt að
tvinna saman við, ef f líkingu ætti
að vera við gömlu landnámu.
Það eru konurnar; þeirra er að
engu getið, og undrar mig það
stórlega, þvf ég þykist vita, að
flestum sé gamla landnáma eins
vel kunn og kverið, og víst er um
það, að Ari gleymdi þeim ekki.
Og eins vfst er það, að íslenzkar
konur hér hafa tekið fullan þátt í
baráttunni og sigri landnemanna
og eiga fullan rétt á, að nöfn þeirra
standi með nöfnum manna þeirra.
Því er ver, að ég hefi engra upp-
lýsfnga leitað viðkomandi þessu
máli, en þess er ég samt fullviss,
að margt þarf að umbæta og lag-
færa.
Séra Jón Bjarnason sagði f silf-
urbrúðkaups-vígslu sinni og frú
Láru í kirkjunni í Winnipeg. þeg-
ar ýmsir voru búnir að tala lilýju-
og þakkar-orð til þessara göfugu
hjóna: Eg kann þvf illa, þegar
farið er að gera stáss að mör og
mér verður tregt tungu að hræra
eins og Agli, því sannleikurinn er
sá, að ég hefi aldrei þrek- eða kjafk
maður verið. Eg man þá tíð oftar
en einusinni, þegar ég var að reyna
að koma á ungdómsfræðslu hér
fýrst í félagshúsinu okkar gamla á
25 cents punds kanna.
— 3 verölaunamiöar 1
hverri könnu.
SPARIÐ YÐUR
PENINGA
og Bökunarefni, Egg, Mjöl og
fleira með því að nota
líl l F RlBBQy BAklllfl POWPER
sem ætfð liepnast vel. Éngin
vonbrigði vib bökun, þegar
það er notað. Biðjið matsal-
ann um það.
t 111: Blue Ribbon flfg., Co.
WINNIPEG. — — MANITOBA
Tiimmmm uiiium mimmmmmmTi
Jemima stræti, að þegar ég gekk
þaðan burt var ég þrotinn að kröft-
um og ákveðinn í að gefast upp, en
næst guði mfnum var það konan
mfn, sem hjálpaði mér. Það er
hún, sem á allar þakkirnar skilið,
að baráttan er unnin, og henni á
ég það að þakka, að ég hefi þó
nokkru góðu til leiðar komið. Hún
hefir ætfð talað f mig kjark og
kraft, þegar ég var að bila.
Skyldi ekki margur landneminn
mega og vilja tala lfkt þessu?
Mér kemur ekki til liugar, að
samsinna, að séra Jón Bjarnason sé
kjarklítill. Hann hefir of marga
hildi háð til þess. En á sama tfma
er hann of göfugur maður til þess
að vilja láta tileinka sér þann heið-
ur, sem konan lians á. Og svo
munu fleiri vera. Konur verða
ákaflega sterkur þáttur í gegnum
alla þessa landnámsbók.
Það er sjálfsagt ekki á mfnu færi
að komast niður á neina vissa
beztu reglu að fara eftir, þegar um
bólfestu — eða hvað sem ætti að
kalla það — manna er að ræða í
bæjum. En að.þeir karlar og kon-
ur, sem bæði eru samtvinnuð sög-
unni og einnig ná þar eignarrétti á
lóðum og húsum,eigi að vera nafn-
greind í landnámu finst mér sjálf
sagt. Mér virðist því að mestu
ieyti vanta tvö konunöfn — og
sjálfsagt fleiri — í Winnipeg, sem
er: Rebekka Jónsdóttir og Krist-
rún Sveinungadóttir.
Ég geri ráð fyrir, að niðurlags-
orð Ara hefðu orðið lfk þessu: Re-
bekka var skörungur mikill; hún
bjó hið fyrsta sumar í tjaldi í út-
jaðri bæjarins, þegar auðs og ó-
hemju tfmar voru þar mestir og
vann hún út livern dag og kom
heiin með 3—4dollara hvert kvöld;
þeirra son, Guðmundur klæðasölu-
maður íWinnipeg,er sæmdarmaður
og fyrsti og bezti stuðningsmaður
ogstofnandi íslenzku Góðtemplara-
stúknanna. Einnig þeirra dóttir,
Guðrún, kona Kristins Stefáns-
sonar, skálds. Og um Kristrúnu
mundu honum farast orð þannig:
Þeirra dóttir, Svafa, gift Birni Lín-
dal, garpi miklurn og gildum bónda
og landnema í Álptavatnsnýlendu;
þeirra synir.....
Þannig mun vera um margar
konur í ýmsum áttum, sem sögu
eiga í okkar landnámstíð, að nöfn
þeirra sjást varla.
Þá er eitt, sem mig undrar í
landnámssögu Winnipeg bæjar,
hvað sárlítið nafn B. L. Baldwin-
sonar kemur þar við. Hann er 30
ára gamall í þessu landi og að ég
hygg alla tfð mjög mikið við land-
námið riðinn, og mér finst að til
hans þyrfti margt að sækja, og á
honum að byggja, til að gera sögn-
ina sanna og rétta.
Þetta set ég í fljótfæmi fram, að
eins til dæmis. En án allrarþykkju
eðá hlutdrægni.
(Meira).
STÓRÓLFUR í SELKIRK
Það tókst illa til, þegar Selkirk
Stórólfur fór að skrifa í blöðin.
Hann virðist vera mjög angrað-
ur yfir þvf, hvað Islendíngar f þess-
um bæ skrifi lítið í blöðin og ætlar
svo vfst að bæta úr þvf í 31. nr.
Heimskringlu þ. á. með greinar-
ómynd sinni “Fæturnir fyrst,” enn
þar sannast, að “betra er autt rúm
enn illa skipað.”
Það er næstum undravert, hvað
honum hefir þar tekist að sneiða
hjá sannleik og sanngimi; enn
þegar maður les niðurlag greinar-
innar. þá undrast maður ekki leng-
ur, þvf þá lýsir hann því yfir, að
tilgangur sinn sé ekki sá, að reyna
til að lagfæra það, sem honum finst
aflaga fara og sem hann er að
finna að; þá er auðskilið, að til-
gangur hans er enginn annar enn
sá, að sverta fólk í þessum bæ, að
minsta kosti stóran hluta þess, —
alla nema þá, sem hann kallar betra
fólkið. Hverja skyldi hann kalla
betra folkið? Það er auðskilið, að
það er ekki söfnuðurinn og ekki
kvennfélagið, sem er þó stœrsti
hlutinn af fólkinu. Sjáífsagt tel
ur hann sjálfan sig með betra
fólkinu, en það getur hann verið
viss um, að enginn gerir annar en
hann einn. Enginn í þessum T>æ
eður hvar annarsstacar, sem Sel-
kirk Stórólfur er þektur, mundi
leyfa sér að koma upp með það að
kallahann af betra fólkinu.
St.órólfur vfkur að því, að fólki
mundi ekki veita af að “rækta sál-
arlíf sitt og skilning,” eins og liann
kemst að orði; auðvitað þurfum
við þess öll, og enginn meir enn
Selkirk Stórólfur sjálfur; liann
þyrfti að leggja rækt við að vera
vandari að orðum sfnum og gerð-
um, að allri sinni framkomu. Öll
hans framkoma í þessum bæ er til
stór-hrieykslis; en af þvf maðurinn
er graunvitur, þá er hann umbor-
inn af öllum meir enn aðrir menn.
En svo er hægra að líða ósvífni
manns og glópsku heima lijá sér,
heldur enn þegar þeir fara að seil-
ast með það út f fréttablöð; þá er
ómögulegt að sneiða hjá þvf, að
mótmæla ósönnum óhróðri um stór-
ann hóp af fólki.
Selkirk Stórólfur er einn af
þessu fólki, sem er þjáður af vond-
um sjúkdómi, þessari illkynjuðu
afbrýðissemi; hannþolir ekki glað-
værð og engar skemtanir; honum
er illa við alt svoleiðis og hann
sækir erigar skemti samkomur
hvert sem hann er boðinn (sem
sjaldan er) eða ekki boðinn. En
vanalega er hann á flakki f kring
þar sem emhver skemtun er og
ætíð á gæjum og hefir altaf eittj
hvað ilt að segja um allar skemt-
anir og kemur þar ætíð fram hjá
honum einhver tortrygni, honum
er mjög illa við að borga inngangs-
eyrir og álftur því öllu illa varið,
sérstaklega ef söfnuður og kirkja
eiga hlut að máli. Menn hafa
umborið alt þetta mjög vel fram
að þessum tfma og hefði verið
gert f það óendanlega, ef hann okki
hefði farið að gera geðvonsku sfna
að blaðamáli; en þegar svo langt
er k'omið, þá er maður neyddur til
að mótmæla ósannindunum.
Þetta ómyndar ritsmíði lians er
f aðalatriðunum ósannindi og á-
stæðulausar ásakanir, verið að snúa
hlutunum við og draga eitthvað ilt
út úr þeim, snúa þeim upp í óhróð-
ur og ámæli á einhverja, en engir
tilnefndir; það þorir Btórólfur ekki,
syo ekki líkist hann nafni. Mör
og hverjum öðrum persónulega má
standa alveg á sama, hvort hann
af btórólfi er látinn tilheyra lakara
eða betri hluta fólksins, þvf dómur
hans um það er einskis virði. En
fólk, sem ekki veit hver þessi Sel-
kirk Stórólfur er, getar hugsað, að
hann hafi við einhvern sannleika
AQŒTI
HINN
er laugt á undan, menn ættu ekki að reykja
aðra vindla en þá beztu. Búnir til hjá :
WESTERN CIGAR FACTORY
Thos. læe, eigandi, ‘WIIISriISriEIF'IEGh
að styðjast, og það er þessvegna að
maður verður að mótmæla þessuin
ósanna þvættingi, jafnvel þó liann
sé naumast þess virði.
Hvenær annars skyldi hafa verið
dansað hér í sldrnarveizlum? Eða
á fundum? Hvað eru það margar
brúðkaupsveizlur, sem hefir Verið
dansað f? Eða væri það svo nokk-
urt tiltökumál, þó þá væri dansað ?
Og hvað er hér oft dansað fyrir
luktum dyrum ? Hvað kallar Stór-
ólfur fyrir luktum dyrum?
Vill herra Selkirk Stórólfur gera
svo vel að svara þessum spurning-
um? Ef hann á eitthvað örðugt
með það, þá gæti skeð að Manga
hjálpaði honum aftur.
Ég hefði gaman af að ræða þetta
mál við hann dálítið frekar. Það
er ýmislegt fleira, sem ég kynni að
minnast á við liann honum
sjálfum viðvíkjandi. S.S.O.
Kr. Ásg. Benediktsson selur gift
ingaleyfisbréf hverjum sem þarf.
Tvö góð herbergi eru til
leigu hjá G. J. Goodman, 618 Lang-
side Street.
V a n t a r
”Second Grade“ kennara frá
þessum tíma til Júnf mánaðarloka.
Umsækendur tilgreini kaupgjald,
og æfingu er þeir hafa í kenslu-
störfum sfnum.
Gimli 14. April 1904.
B. B. Olson, Sec. Treas
Páll Reykdal, Lundar
P. 0., Man., selur giftingar-
leyfisbréf hverjum sem hafa
þarf.
Fólks- og vöruflutn-
inga skip
Fer þrjár ferðir í hverri viku á
milli Hnausa og Selkirk.
Fer frá Hnausa og til Selkirk á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum. Fer frá Selkirk til
Hnausa á þriðjudögum og fimtu-
dögum, en á laugardögum til Gimli
og sunnudögum norður að Hnausa.
Laugardag í hverri viku lendir
skipið við Winnipeg Beach, og fer
þaðan norður að Gimli og til baka.
Fer sfðan að Gimli sama dag og
verður þar um slóðir á sunnudög-
um til skemtiferða fyrir fólkið.
Stöðugar lendingar verða í hverri
ferð, þegar hægt er, á Gimli og í
Sandvík — 5 mílur fýrir norðan
Gimli.
Þessi ákvðrðun veiður gildandi
fyrir þann tíma, sem mestur fólks-
tiutningur verður með C.P.R. ofan
að Winnipeg Beach.
5. SIGURDSSON
ALMANAK
fyrir árið 1904,
—eftir—
S. B. BENEDICTSSÖN,
er til sölu hjá höf., 530 Maryland
St, Winnipeg, og hjá útsölu-
mönnum.—Verð 25 cent.
Coronation Hotel.
523 MAIN ST.
Carroll A Spenre, Eigendur.
Æskja viöskipta íslendinga, gistinj? ódýr, 40
svefnherbergi,—ágætar máltíöar. Þetta Hotel
er gengt Cit-y Hall, hefir bestu '. lföng og Vindla
—þeir sem kaupa rúm. þurfa ekki nauösynlega
aö kaupa máltíöar, sem eru seldar sérstakar.
Department of Agricul-
ture and Immigration
H/IANITOBA.
TILKYNNING TIL BÆNDA:
Það koma nú daglega inn f þetta
fylki hópar af ungum mönnum frá
Austur Canada og Bretlandi, sem
vilja fá bændavinnu. Margir
þeirra eru æfðir vinnumenn og
aðrir óska að læra bændavinnu.
NÚ ER TÍMINN
til þess að útvega sér vinnuhjálg
fyiir komandi árstfð.
EF ÞÉR ÞARFNIST VINNU-
MANNA
1, 2 eða 3 menn, þá ritið til undir-
ritaðs og segið hvernig vinnumenn
þér þarfnist, L v’ort heldur æfða eða
óvana menn, og hvers þjóðernis,
og kaup það sem pér viljið borga.
Skrifið strax og forðist vonbrygði.
•T. J. CrOliDEN,
PROVINCIAL GOVERNMENTT IM-
MIGRATION AGENT,
617 llain St. Winnipcg.
Woodbine Restaurant
Stærsta Biliiard Hall í Norövesturlandin
Tíu Pbol-borö.—Alskouar vín ogvindlar.
I.cnnnn A álcbb,
Eiaraudur.
Disc Drills.
Þaö eru viöurkendar fullkomnustu SÁÐ-
VELAR sem nú eru fáanlegar, og sú bezta
Disk sáðvélun:m er vitaniega SYLVESTER-
vélin, meö ‘‘Stephensons patent double disc”.
Geriö svo vel aö koma og skoöa sýnishorn
af þeim í búð minni. - Skoðiö þar cinnig
BUGGIES sem óg hef til sölu. Þcir era indis-
legir.
Ég œtla aö gefa snotran veöurmæli hverjum
þeim viöskiftamanni sem kaupir vörur af mér
fyrir $10.00 útborgaðar, eöa gerir lánsverzlun
fyrir $25.00.
Finst yöur ekki þnrð á fóöurbætir á þessu áril
Cuttingbox-(kurlvél) mundi stórum drýgj®
kornmatinn.
C. Drummond-Hay,
IMPLEMEllTS & GARRIASES,
belmowt
Bonnar & Hartley,
Lögfræðingar og landskjalasemjarar
494 Hain St, - - - Winnipeg.
E. A. BONNER. T. L. HARTLBV.